Liverpool 1 Southampton 0

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!

Okkar menn unnu í dag 1-0 sigur á Southampton á Anfield Leikurinn var einstefna frá upphafi til enda en eins og svo oft áður nýttu Liverpool færin illa og því sigurinn allt of naumur miðað við gang leiksins.

Bestu fréttir dagsins voru þær að Lucas Leiva kom á ný inn í liðið:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Shelvey – Allen – Lucas
Gerrard – Sterling
Suarez

Bekkur: Jones, Carragher (inn f. Lucas), Wisdom, Sahin, Henderson (inn f. Allen), Downing, Suso.

Gangur leiksins: Það þarf voða lítið að fjölyrða um það. Liverpool hafði öll völd á vellinum frá fyrstu mínútu og fyrst var þetta bara spurning hvenær markið kæmi og svo hversu mörg mörkin yrðu. Lucas gaf liðinu strax betra jafnvægi á miðjunni en í síðustu leikjum. Hann sat og sópaði allt laust upp fyrir framan vörnina af sinni stöku snilld og fyrir vikið voru Gerrard, Allen og Shelvey allir framar á vellinum og það skilaði sér í miklu, miklu meiri sóknarþunga. Enrique og Johnson virkuðu eins og kantmenn allan leikinn, slíkir voru yfirburðirnir.

Markið var hins vegar aðeins eitt. Á 35. mínútu átti Shelvey bylmingsskot í stöngina og það var sennilega svona 10. færið á þeim tímapunkti. Á 42. mínútu tók Suarez svo aukaspyrnu fyrir utan teig, sneri hann í fjærhornið en í slána og út. Johnson náði frákastinu úti á hægri kanti, bjó sér til gott pláss og gaf fyrir með vinstri, beint á kollinn á Agger sem skallaði hann laglega í hægra markhornið uppi. Óverjandi mark sem tryggði okkur sigurinn á endanum.

Í seinni hálfleik hélt stórsókn Liverpool áfram. Hvert færið á fætur öðru fór forgörðum, yfirleitt vegna þess að okkar menn eru allt of hikandi þegar þeir eru komnir í færin í stað þess að taka eina snertingu og klára dæmið svo. Það vantar allt killer touch í þetta lið.

Það kom þó ekki að sök, fyrir utan 2-3 langsótt langskot hjá Ricky Lambert komust Southampton-menn varla fram yfir miðju löngum stundum í leiknum og lokatölurnar því allt of naumur heimasigur.

Undir lok leiksins komu svo heimskupör dagsins: Luis Suarez reyndi að kýla fyrirgjöf inn í markið en hitti ekki rammann og dómari leiksins gaf honum verðskuldað gult spjald fyrir. Þetta er hans fimmta gula spjald í vetur og hann verður því í leikbanni þegar liðið heimsækir West Ham í næsta deildarleik. Glórulaus hugdetta hjá Suarez og Rodgers hefur þá valkosti að heimsækja West Ham með unglinga eins og Morgan eða Yesil í framlínunni eða bara engan framherja. Ja hérna.

MAÐUR LEIKSINS: Fyrir utan hið augljósa (færanýtingar) spiluðu í raun allir leikmenn liðsins vel. Allen og Lucas fengu að fara út af þegar leið á seinni hálfleikinn og ef einhver var undir pari var það einna helst Henderson sem strögglaði eftir að hann kom inná.

Minn maður leiksins er þó klárlega LUCAS LEIVA. Það var eins og hann hefði ekkert misst úr vegna meiðsla í dag og bara nærvera hans stökkbreytti taktík liðsins. Mikið er ég feginn að fá hann inn aftur.

Næst er það ferðalag til Ítalíu í miðri viku og svo leikur án Luis Suarez gegn West Ham í London um næstu helgi. Strembin vika, það.

76 Comments

 1. Tæpur en góður sigur þó. Hefðum unnið hann nokkuð örugglega með réttum akvörunum og færanýtingum í markteig Southampton.
  Ég sé svo ekkert nema jákvætt við það að Suarez verði í banni í næsti leik. Einfaldlega kominn tími á að þetta lið sýni hvað það geti án hans.

 2. Allt annað að sjá miðjuna með Lucas þarna.

  Klárlega maður leiksins

 3. Sigur er sigur og gott að fá 3 stig 🙂
  Heimskulegt hjá Suarez og öll 5 spjöldin hafa verið heimskuleg hjá honum, en hann fær hvíld á móti, eitthvað sem hann hefur þráð lengi.

 4. Frábær leikur að mínu mati. Þetta er bara allt annað lið með Lucas þarna inná. Þessi sigur var aldrei í hættu og ég hef ekki verið svona rólegur lengi að horfa á Liverpool leik. Annaðhvort vorum við svona góðir eða þá gátu Sothampton ekki neitt.

  Það hlaut að koma að þessu spjaldi hjá Suarez og ágætt að fá það útur myndinni. Suarez fær þá loksins smá hvíld næstu helgi og getur gefið allt í Udinese leikinn á fimt.
  En það verður virkilega gaman að sjá hver verður frammi í þeim leik ; )

  Bjartir tímar framundan !

 5. Sælir félagar

  Takk fyrir góða leikskýrslu KAR og svo þakka ég fyrir Lucas Leiva. Mjög góður leikur hjá honum og í raun ótrúlegur miðað við að hafa ekki leikið í nánast 3 mán.

  Eins og fyrri hálfleikur var góður eins var sá seinni daufur fannst mér. Menn fóru rólega af stað hleyptu anstæðingnum í í leikinn um tíma og það er ekki gott með svo nauma forustu. Samt voru menn að búa til dauðafæri en ekkert gekk. Af hverju Suso kom ekki inná fyrir Sterling veit ég ekki en það hefði verið áhugaverð skipting á svona 60 mín. En góð 3 stig komu í hús.

  Samt er það svo augljóst sem Höddi Magg nefndi að okkur sárvantar framherja sem getur klárað svona 1/3 af þeim færum sem við erum að fá og þá vinnum við þessa leiki nokkuð örugglega. Það er nokkuð lýsandi fyrir ástandið að það er maður úr öftustu vörn sem skorar sigurmarkið þrátt fyrir urmul færa margra annarra

  Það er nú þannig

  YNWA

 6. Glæpsamlegt að vinna þetta ekki með 3-4 mörkum en m.v. byrjunina á þessu tímabili tökum við klárlega þrjú stig og hreint búr og föngum því vel.

  Lucas Leiva spilaði 88.mínútur sem eru frábærar fréttir fyrir okkur og holningin á liðinu var allt allt önnur strax í kjölfarið. Gerrard og Allen komi strax betur inn í þetta. Lucas var klárlega maður leiksins og þó hann sé vel ryðgaður og var alveg dauður af þreytu þá hefur hann engu gleymt varnarlega.

  Vonbrigði leiksins fyrir mér voru ákvarðanir Shelvey og Sterling sóknarlega, alltof margar sóknaraðgerðir sem fara úrskeiðis í kringum þá. (skiljanlega). Voru samt ekki lélegir í leiknum en það þarf að koma meira úr þessum stöðum og það er vandamál Liverpool þessa dagana. Hendið Gerrard út á kant frekar en Shelvey.

  Henderson er alveg gerilsneyddur sjálfstrausti sóknarlega og átti slæma innkomu hvað það varðar í dag. Hann vantar kannski upp á leikform líka.

  Eina alvöru neikvæða í leiknum var þetta spjald hjá Suarez og bann gegn West Ham sem og færanýting liðsins.

 7. Góðu fréttirnar eru að Lucas er fundinn.

  Betri fréttir eru þó að við erum þremur stigum nær Arsenal og Chelsea en í morgun, og tveimur stigum nær Man. City.

  Bestu fréttirnar verða þó að eftir tvo tíma verða Reading komnir upp í átjánda sætið

 8. Góð 3 stig. Enrique klárlega maður leiksins, en frábært að sjá Lucas aftur.

 9. Jamm þetta var flottur fyrri hálfleikur og afspyrnu lélegur seinni hálfleikur. Sterling var vægast sagt ömurlegur í þessum leik greinilega orðin eitthvað þreyttur þyrfti að fá að hvíla sig í nokkra leiki. En algjörlega frábært að sjá Lucas spila aftur enda höfum við saknað hans sárlega. Suraez kærulaus að fá á sig þetta spjald sem þýðir að við erum klárlega ekki að fara að vinna West Ham þar sem að við erum framherja lausir í þeim leik. En 3 stig eru 3 stig en það hefði verið gaman að sjá þau öruggari og kannski hefur Suarez bara gott af því að hvíla einn leik.

 10. Kæru Liverpool-bræður og systur. Til hamingju með stigin 3! Æðislegt! Liðið var að mínu mati frábært í fyrri hálfleiki og gersamlega yfirspiluðu Southampton. Yndislegt að sjá Lucas aftur og bara allt önnur holling á liðinu og sóknarleikurinn miklu, miklu beittari. Gaman að sjá stundum 4 menn komna inn í boxið þegar sendingar voru að koma frá kantinum. Okkur sárvantar samt öflugan striker. Vantar dáldið killer instinct í liðið. Aulalegt gult spjald á Suarez…..EN…þetta er samt kannski ekki svo slæmt eftir allt. Þetta þýðir það að hann mun væntanlega fara með liðinu til Ítalíu og spila þann leik. Hvernig væri bara að setja Gerrard í senterinn á móti West Ham?? Það verður svakalega erfiður leikur því þeir eru flying high eftir að hafa rústað Chelsea í dag. By the way, þetta spilaðist heldur betur vel fyrir okkur í dag (fyrir utan sigur Spurs á móti Fulham). Bara 7 stig í 3. sætið!! Brosið og njótið dagsins :=)

 11. Þetta er að verða mjög skrítið tímabil. Fleiri lið en okkar sem ströggla. Arsenal sæti fyrir ofan okkur með aðeins 2 stigum meira. Ekki nema 7 stig í 3 sætið frá okkur og einnig eru bara 7 stig niður í 18 sætið(fallsæti)…allt mjög undarlegt og í raun bara alveg séns fyrir okkur enn að gera eitthvað úr þessu tímabili. En hafa ber í huga að við getum líka alveg eins klúðrað því big time…erum einhvern veginn á hnífsoddi og getum farið í hvora átt sem er. Vona að menn taki nú upp veskið í næsta mánuði og kaupi 2-3 gull af mönnum sem hjálpa okkur að skora mörkin sem okkur sárlega vantar núna

 12. Verð bara að segja að Gerrard var alltannar maður í þessum leik en fyrri leikjum og þakka ég Lucas fyrir það að Gerrard þarf kannski ekki að hafa áhyggjur af vörninni,, Húrra fyrir LIVERPOOL, en slæmt að missa Suarez í næsta leik. 🙂

 13. Flott urslit i dag hja okkur og hja hinum lidunum. Spai thvi ad manju tapi lika 🙂

  Fint fyrir LFC ad profa einn leik an Suarez. Hann verdur ad passa sig a fiflaskapnum og vonandi kemur thetta ekki fyrir aftur.

  Gridarlega anægjulegt ad fa Lucas aftur!

  Bjartir timar framundan… God jul! 🙂

 14. Enn og aftur voru hálfleikirnir eins og svart og hvítt. Fyrri hálfleikur var algjör eign okkar manna en í seinni hálfleik, sérstaklega eftir að líða tók á, fóru Southampton að komast meira og meira inn í leikinn. Þeir hefðu alveg getað laumað inn marki en höfðu sem betur fer ekki gæðin í það.

  Mér fannst leikaðferðin áhugaverð. Meðan Höddi Magg hélt að Liverpool-menn væru 12 inni á vellinum í leikaðferðinni 4-1-2-3-1 þá fannst mér þetta vera meira 4-1-3-2, 4-2-3-1 eða 4-1-4-1 með Sterling og Suarez nokkurn veginn uppi á topp en Sterling, Gerrard og Shelvey voru mjög frjálst flæðandi fyrir aftan Suarez og Allen og Lucas þar fyrir aftan

  Það er æðislegt að fá Lucas inn, með honum verður miklu betra jafnvægi á miðjunni. Gerrard, Allen og Shelvey gátu sótt eins og mófóar en þeir fóru nokkuð varlegar í seinni hálfleik. Ég veit ekki hvað Gerrard átti margar sendingar á menn í dauðafæri í fyrri hálfleik, en hann var yfirburðamaður í liðinu þá. Mér fannst hann hverfa þegar hann fór út á kantinn í seinni hálfleik þótt hann hafi næstum fengið dauðafæri undir lokin.

  Þótt þetta sé eitt af neðstu liðunum, þá er augljóst hversu mikilvægur Lucas er liðinu. Flestallir fá núna að spila sína uppáhaldsstöðu og mun meira öryggi er í öllum aðgerðum. Nú bíður maður bara eftir að Agger, Gerrard eða Suarez meiðist, svona til að hlutirnir haldi áfram að vera okkur erfiðir.

  Næsti leikur er við West Ham og ég á von á því að Henderson komi einfaldlega inn fyrir Suarez og Shelvey verði uppi á topp. Geri ekki miklar kröfur í þeim leik, þeir eru fyrir ofan okkur og ég verð sáttur við 0-0 jafntefli án Suarez.

 15. Þrátt fyrir erfitt tímabil so far þá erum við ekki nema 7 stigum frá 3 sæti!

 16. Fyrri hálfleikur var einn sá besti í vetur. Greinilegt var að mikið leikjaálag uppá síðkastið var farið að hafa áhrif á lítinn hóp þar sem tempóið datt niður í þeim seinni. Endurkoma Lucasar kemur á góðum tímapunkti þar sem margir leikir eru framundan og nærvera hans í dag hafði mjög jákvæð áhrif á spilamennsku liðsins.

  Þrátt fyrir aðeins 1-0 sigur þá má segja að Southampton hafi aldrei komist nálægt því að jafna leikinn amk þurfti Reina aðeins einu sinni að óhreinka búninginn og þá var það eftir skot af 35 metra færi. Eins og við mátti búast fór Gerrard að sýna sínar bestu hliðar með Lucas fyrir aftan sig. Nú getur hann farið að einbeita sér að því sem hann gerir best þ.e. að vera í holunni fyrir aftan senter og fá/vinna boltann á vallarhelmingi andstæðinganna.

  Það var mjög margt jákvætt í þessum leik. Lucas kemur sterkur tilbaka eftir meiðslin og hann á bara eftir að eflast. Gerrard sýndi mörg góð tilþrif. Bakverðirnir voru sókndjarfir og áttu fleiri markskot í þessum leik en Stoke á heilli leiktíð. Agger og Skrtel stigu ekki eitt feilspor og voru jafnframt hættulegir fram á við. Suarez ávallt hættulegur en virkaði þreyttur undir lokinn, fær ef til vill langþráða hvíld á móti West Ham um næstu helgi þegar hann tekur út leikbann. Hausverkur Rodgers eftir þennan leik verður fyrst og fremst hvernig hann ætlar að leysa framherjastöðuna í þeim leik.

  Niðurstaða: Öruggur 1-0 skyldusigur gegn nýliðum Southampton. Erfiður útleikur gegn West Ham næstu helgi sem mæta fullir sjálfstrausts eftir 3-1 sigur gegn Evrópumeisturum Chelsea. Fyrirfram er maður hóflega bjartsýnn sérstaklega í ljósi þess að helsti markaskorarinn og helsta ógnin sé í banni. Eins bölvar maður því núna að liðinu hafi ekki tekist að klára Evrópuleikinn gegn Young Boys með sigri þar sem nauðsynlegt hefði verið að hvíla lykilleikmenn fyrir leikinn gegn West Ham. En eins og fyrri hálfleikurinn þróaðist þá voru margir jákvæðir hlutir í gangi og vonandi að liðinu takist að halda áfram á sömu braut.

 17. Yfirburðirnir algerir, þó mörkin hefðu hæglega getað verið fleiri.

  Gerrard allt annar eftir að Lucas kom til baka, og með spilamennsku Johnson og Enrique undanfarið er eins og við höfum fengið til okkar nýja leikmenn.

  The only way is up!

 18. Þvílíkur munur að hafa Lucas þarna á miðjunni, svo verður það bara enn betra þegar hann er kominn í leikform og aðrir miðjumenn geta einbeitt sér meira að því að sækja. Pressa liðsins í heild án bolta í þessu kerfi er 100 sinnum betri með svona hreinræktaðan varnarsinnaðan miðjumann.

  Svakalega heimskulegt spjald hjá Suárez. Við fáum allavega ekki mark á okkur frá Carroll næstu helgi en hann var að meiðast kallinn.

  Verður ansi athyglisvert að sjá hver spilar sem striker næstu helgi. Yesil er ekki tilbúinn og maður er efins um bæði Pacheco og Morgan. Gerrard? Cole? Shelvey?

 19. Djöfull var Lucas ömurlegur í leiknum, hvað er þessi maður að gera í Liverpool? Sendingarnar eru hræðilegar og allar á næsta mann, hvar er Hollywoodið í þessum manni!

  -Hvar eru hinir Lucasarhatararnir annars?

  Góður sigur, hefði mátt klára færið þegar Sterling og Gerrard komust í skyndisókn. Þetta kemur.

 20. Flottur sigur í dag. Hef engar áhyggjur af næsta leik gegn Hömrunum, þrátt fyrir að Suarez verði ekki með. “Ewing Theory” hefur góð áhrif á okkar menn og við vinnum WH sannfærandi og það með nokkrum mörkum.

 21. Skítt með Westham næstu helgi. Allt púður upp í flugvél til Ítalíu fyrir mig takk.
  Kjúllarnir Sterling, Shelvey, Allen og Henderson eru ekki alveg komnir með þetta annars hefði þetta farið 4-0.

 22. Ég meina, Charlie Adam leit flott út með Lucas fyrir aftan sig … Ef Gerrard getur það ekki þá getur hann hreinlega bara farið að ….. 🙂

  Já eins og mig grunaði og ég kommentaði í upphituninni átti ég von á Lucasi inn. Það er unun að horfa á drenginn spila. Næst þarf að vísu Sterling að fá að hvíla, hann var farinn að reyna of mikið upp á það síðasta og dálítið sloppý.

  Bring on the Hammers eftir smá Ítalíuútidúr …

  YNWA!.

 23. Vörnin var góð, bakverðirnir frábærir. Lucas, Gerrard, Enrique og Suárez svona ca jafnbestir í dag. Sterling vann mjög vel án bolta, en ákvarðanatakan á boltanum harla misjöfn. Þetta var líklega einn mest sannfærandi 1-0 sigur sem ég hef séð.

 24. Það er unun að sjá hvernig Lucas lokar öllum svæðum fullkomnlega og ýtir mönnum til baka, auk þess að vera frábær í staðsetningum og hvernig hann vinnur flest allar tæklingar. Var búin að vera bíða eftir þessu, úfff hvað ég elska þennan mann. ! 😀 Mikilvægasti leikmaður liðsins að mínu mati.

 25. Verða að fara læra skora mörk!!!1 mark !!! Lið sem er 70% með boltann Common gerið betur en þetta!!!!

 26. Þetta var gaman að horfa á. Lucas sannar mikilvægi sitt í fyrsta leik eftir meiðsli og það var allt annað að sjá bæði Allen og Gerrard. Við vitum öll hvað Gerrard getur frá fyrri tíð en mér fannst virkilega flott að sjá Allen spila ofar, vann boltann oftar, minna af klaufabrotum við vítateiginn og tók jafnvel mann eða annan á einu sinni eða tvisvar í leiknum. Gulls í gildi að fá Lucas inn núna fyrir desembermánuð og það verður flott að sjá miðjuna slípa sig betur saman.

  Annars fannst mér nokkrir hlutir standa uppúr:

  Þegar Agger bjargaði dauðafæri í fyrrihálfleik með frábærri loft-tæklingu á boltann. Plús auðvitað glæsilegt mark hans!
  Þrumuskot Shelvey í innanverða stöngina. Þessi drengur hefur einhvern X-factor sem ég hef virkilega gaman að og held að muni verða mikilvægur á komandi tímabilum.
  Útsjónarsemi og hæfni Reina í “re-starts”. Hann finnur menn í fætur hátt uppi á miðju eða úti á köntum og kemur oft hættulegum skyndisóknum af stað. Gaman að sjá þetta aftur
  Enrique… það virðist bara hafa losnað um einhverja stíflu hjá honum. Það var eiginlega ekki að sjá að hann hefði verið færður niður í bakvörðinn í dag og hann hefði með smá heppni sett mark. Hann er minn maður leiksins!

 27. Það er nú smá húmór í gamla Rauðnef þó að hann sé óþolandi, enda kalt á toppnum.

  “If we defend like that against Manchester City, I might need to play myself.”

 28. Frekar gaman að lesa kommentin eftir Tottenham leikinn fyrir heilum 3 dögum síðan. Mikill meistari að nafni Siggi Scheving átti þá klárlega komment ársins:

  “Ég stend við orð mín, þó að Agger er góður meðan að boltinn er á jörðinni þá er hann KISA í loftinu. Og þetta vandamál er alveg æpandi!!!!!!!!!!!!!!!! Ef ég væri BR myndi ég segja við Agger að hætta að tattúa sig og fara að DRULLAST til að vinna skallabolta eins og karlmaður.”

  Ég þarf kannski ekki að taka það fram en Siggi Scheving hefur ekki tjáð sig um Daniel Agger eftir þennan leik.

 29. 33 Ég vildi færa Aggerinn í strækerinn eftir síðasta leik hehe og sko hann skoraði, en núna eftir 15 umferðir þá eru 7 stig uppí 3 sætið og 7 stig niðrí fallsæti, það sýnir einfaldlega að það getur allt gerst í þessari deild, það eru öll lið að tapa stigum útum alla deild. Verður mjög fróðlegt að sjá hvernig desember kemur til með að spilast…

 30. Það er rosalega gaman að sjá hvernig liðið spilar, sjáiði bakverðina hjá okkur, Johnson og Enrique eru okkar hættulegustu menn fyrir utan Suarez.
  Vörnin var flott í dag og innkoma Lucas var æðisleg og virkilega gaman að sjá strákinn aftur á vellinum.
  Ég væri samt til í að sjá miðjuna með Lucas, Allen og Sahin með Gerrard þar fyrir framan.
  En mikið svakalega er átakanlegt að sjá hvað liðið er gjörsamlega ónýtt að nýta þessi færi, gætiði ýmindað ykkur hvernig þetta lið með þessa spilamennsku ef við ættum eitt stykki Fowler eða álíka sóknarmann sem kann að klára færin sín.
  Í dag er liðið að gefa fá færi á sér tölfræðin með bolta og alltaf að batna en sama vandamál og áður með færin.

 31. Hefði liðið fengi þennan klassaframherja (helst tvo) sem vantar, þá stæði Liverpool amk í 4. sæti í dag.

  FSG hafa janúarmánuð til þess að ákveða hvort þeir vilji hafa (flesta) stuðnigsmenn liðsins með sér eða á móti.

  Shelvey upp á topp gegn West Ham.

 32. Of naumur sigur á einu lélegasta liði sem ég hef séð spila á móti Liverpool á Anfield í mörg ár. Er ansi hræddur um toppliðin hefðu saltað þetta lið 6-0 eins og hvernig Southampton spilaði.

  Auðvitað er maður ánægður með stigin 3 og allt það en okkur sárvantar menn sem geta klárað færin að það liggur við að ég sé farinn að sakna Dirk Kuyt

  En það var gott að fá Lucas aftur og hann þarf að haldast heill og traustur í þessu erfiða verkefni Rodgers að koma Liverpool í fremstu röð aftur!

 33. Það veit á gott þegar komment við leikskýrslu eru undir 50 nokkrum stundum eftir leik.

 34. Munar um Lucas, enda frábær í varnarsköllum eins og við vitum.

  Það koma svona leikir inná milli þar sem manni finnst þetta vera alveg að smella, þessi leikur var einn af þeim. Pressan að virka, og liðið að spila sig í fín færi. Ég horfði á S’ton tæta Newcastle í sig um síðustu helgi, þeir eru ekkert gefins. Góður sigur en svo mætum við öðruvísi leikstíl um næstu helgi, sjáum hvernig það gengur.

 35. Agger frændi okkar söng
  Vi er røde, vi er hvide
  Vi står sammen, side om side
  Vi er røde, vi er hvide
  Vi står sammen, side om side

  Og hvort jólin verða hvít eða rauð
  Þá verða þau gleðileg Liverpool jól.

 36. Allt í lagi að vera jákvæður … en þetta er 1-0 sigur heima vs Southampton … Ætla ekki að reyna starta einhverju neikvæðu rifrildi hérna en það er alveg skelfilegt að renna yfir spjallið svo eftir næsta tapleik og þá eru allir froðufellandi og skilja ekkert hvað er í gangi. Reynið að finna einhvern smá milliveg.

 37. Sæl öll.

  Aftur erum við með sigurbragð í munni og njótum þessa sigurs lengi. Okkar menn spiluðu frábæran bolta og áttu skilið að vinna. Tölurnar tala sínu máli 23 skot á mark andstæðingana en 8 skot frá þeim. Það kemur að því að fleiri skot rata rétta leið og þá verður enn skemmtilegra að vera Poolari.

  Ég fór í Jóa Útherja í gær og keypti jólaskraut, 3 gullfallegar jólakúlur merktar okkar ástkæra félagi. Í dag rétt fyrir leik hengdi bóndinn minn svo kúlurnar upp í stofunni og þar eru þær hangandi niður úr loftinu. Hvað gerist svo í dag? Jú mínir menn vinna leikinn spila frábærlega og fá 3 stig eftir leikinn. Tilviljun, auðvita en hvað sem hver segir ef okkar menn spila svona vel alla aðventuna verða jólakúlur í stofunni hjá mér til loka leiktíðar enska boltans og fara svo upp aftur ( ef þær fara þá niður) um miðjan ágúst. Maður verður jú að halda í eitthvað á þessum síðustu og verstu tímum.

  Í dag sem aðra daga er svo gaman að tilheyra þessum hópi fólks sem gengur aldrei eitt og ég er svo stolt af því að vera stuðningskona Liverpool.

  Þangað til næst
  YNWA

 38. Við, þroskuðu (lesist; gömlu,sumsé í yfir 50 ár), stuðningsmenn besta fótboltaliðs síðustu aldar, vitum innst inni í Liverpool sálinni, að við vinnum einnig þessa öld! Sýnið þolinmæði ungir Púlarar! Loksins held að rétti maðurinn sé tekinn við liðinu síðan ,,Smoking Joe Fagan” lauk við fyrri arfleifð. Síðan hafa alltaf verið vandræði, nema þann stutta tíma sem King Kenny var í standi sem manager.
  Bjartir tímar framundan en ekki alveg strax!
  YNWA

 39. Jú ég er maður orða minna og stend við orð mín, ef hann Agger minn skorar 3 mörk með skalla í vetur í deildinni þá skal ég éta hattinn minn, því lofa ég. Ég er farinn að hald að BR eða Agger minn hafi lesið kommentið mitt 🙂 En maður lifandi hvað þetta var fallegt KJAFTSHÖGG sem ég fékk beint á stóra trínið mitt. Nú ætla ég að fara leggja það í vana minn að gagrína leikmenn svo ég fái fleiri gleðileg kjaftshögg. Haldiði ykkur fast: fyriliðinn verður að fara sýna meira. OG NÚ VIL ÉG KJAFTSHÖGG 😉

 40. Þvílíkur munur að fá LUCAS aftur. Nú þurfum við bara að fara að nýta okkur yfirburði í leikjum. Ég meina 20 plús skot á mark andstæðingana eiga að skila 3-4 mörkum ef menn eru að nýta færin “eðlilega”.

  Það verður fróðlega að sjá Morgan á móti WH.

  En samt 3 stig, og höldum hreinu. Ég tek það fram yfir allt annað. 🙂

 41. Fyrir ekki svo mörgum árum áttum við í velmegunar vandamálum hvað varðar varnarmiðjumenn. Mascherano, Alonso, Lucas og Sissoko slógust um stöðuna og gjarnan þurfti Lucas að sætta sig við að vera fjórði kostur. Leikmaður sem hafði verið valinn leikmaður ársins í Brasilíu áður en hann kom til Liverpool. Eðlilega átti kappinn erfitt uppdráttar í nýju landi, nýrri menningu og hjá nýju liði. Ef meirihluti stuðningsmanna hefði fengið að ráða þá hefði leikmaðurinn verið seldur með meira en 50% aföllum eftir fyrstu leiktíðina og jafnvel þá aðra líka.

  Hinir leikmennirnir hurfu á braut og Lucas fékk stærra hlutverk og í raun má segja að hann hafi verið í aðalhlutverki síðan að þeir fóru. Ekki nóg með það þá er hann í dag mikilvægast leikmaður liðsins. Það þarf bara að skoða gengi Liverpool frá því hann datt í meiðsli fyrir um ári síðar til þess að sjá hversu mikilvægur hann er. Vissulega skorar hann ekki mikið af mörkum (1 mark í deild í 127 leikjum) þá gefur hann liðinu þá möguleika að það getur sótt á tveimur miðjumönnum á fullum krafti. Var það tilviljun að Gerrard átti einn sinn besta leik í vetur í dag? Var það tilviljun að liðið fékk varla á sig færi í dag? Málið með Lucas er að hann nær því besta fram hjá samherjum sínum. Líkt og með Hamann þá voru menn lengi að átta sig á framlagi hans og mikilvægi til liðsins.

  Til marks um mikilvægi hans þá hefur það sýnt sig að enginn leikmaður hefur getað covarað hans hlutverk. Ég held að allar aðrar stöður geti liðið dekkað í hallæri (kemur í ljós gegn West Ham brotthvarf Suarez) með sómasamlegum hætti nema stöðu Lucasar. Gerrard, Henderson, Carra, Allen, Adam o.fl. hafa reynt en hafa því miður ekki náð að nálægt því að uppfylla hans hlutverk.

  Í dag jókst álit mitt á Lucasi enn meir og var það mikið fyrir. Ég bjóst ekki við að áhrifa hans myndi ekki gæta fyrr en eftir einhverja 2-3 mánuði í ljósi þeirra erfiðu meiðsla sem hann hefur þurft að glíma við. Bjóst ég við að hann þyrfti einhverja 7-10 leiki til þess að koma sér í leikform og láta eitthvað af sér kveða. Raunin var sú að kappinn byrjaði inná og stjórnaði miðjunni frá fyrstu mín og þangað til hann yfirgaf leikvangin í standing applause. Í ljósi þeirrar tryggðar sem Lucas hefur sýnt félaginu og mikilvægi hans í liðinu þá myndi ég vilja sjá Lucas sem varafyrirliða og næsta fyrirliða LFC.

 42. Elska Suarez, hann er svo kúl, þegar hann bjargaði á línu á móti Gana með höndinni og alltaf að reyna eithverjar brellur og kemur nú með þetta að reyna að skora með hendinni… ég bara elska þetta, þetta er svo mikið real eithvað, frekar en að vera spila bara til að vera í vinnunni og hafa gaman og eithvað svoleiðis þá er hann alltaf að reyna að vinna sama hvað… Ég bara elska það þó að dómararnir fíli það ekki endilega 😀

 43. @47: Það er Það bæði tröllalykt og United lykt af þér. Skríddu á einhvern annan stað.

 44. Okey, við vorum að spila á móti Southampton í dag,og rétt drulluðstum að vinna 1-0 gegn þessu afspyrnuslaka liði sem er álika sterkt og KR í Íslensku deildinni. Og hvað er þetta með þessa Lucasardírkun sem er álíka hraður og tekneskur eins og rukkustóll.Það geta allir atvinnumenn í fótbolta leyst þessa stöðu sem Lucas á að spila. Eini munurinn er sá að hann er gersamlga óhæfur að skila af sér boltanum þegar kemur að því að við þurfum að breika hratt fram á við þá fær hann alltaf þessa ótrúlegu þörf að senda boltann á bakvörð eða jafnvel alla leið til baka á Reina sem blastar honum fram af því að hann á ekki annara kosta völ.

 45. Þetta handarmál Suarez undirstrikar hvað hann er líkur Maradona að mínu mati 🙂

  Annars er allaf fyndið hvað fá komment eru hérna eftir sigurleiki. Það segir okkur frekar mikið hvernig fólk er almennt stemmt og hvað neikvæðar fréttir eru að því virðist meira ,,djúsí” að kommenta á! Ég reyndar skil það ekki því ég dýrka að lesa sigurskýrslur og kommenta sigurkomment.

  Liðið okkar er á réttri leið, alveg sama hvað menn reyna að rakka ýmislegt niður. Ég vona innilega að launastefnan hjá eigendum LFC verði samt ekki til þess að við munum missa gríðarleg efni á borð við Sterling. Fowler minn almáttugur hvað hann hefur ekkert að gera til Sjittý nema sitja þar á bekknum í nánustu framtíð.

  Hlakka gríðarlega mikið til næstu leikja, það var ekki þannig eftir jól í fyrra þar sem maður sá ekki alveg hver var hugmyndarvinnan hjá KD, með fullri virðingu fyrir honum.
  BR er að mínu mati að vinna gríðarlega vel úr hópnum og ég get ekki beðið eftir því að sjá hann vinna úr breiðari hóp! Það verður eitthvað 🙂

 46. Næsti leikur vs West Ham í London og Suarez í banni.

  Suarez er með 10mörk
  Gerrard fylgir fast á eftir (not) með 2 mörk
  Svo eru Enrique, Agger og einhverjir með 1stk.

  Miðað við tölfræði og það að WH komu til baka gegn Chelsea í gær þá held ég að 1 stig sé ásættanlegt.

 47. Já flottur leikur í gær en þeir verða að hætta að skjóta í rammann, hugsa innfyrir ramman :-), ef færin hefðu verið notuð betur sl, 2-3 ár, ja þá væri nú staðan önnur. Liverpool hefur í flestum leikjum verið betri aðilinn og ansi oft langtum betri en gert jafntefli eða þannig.

 48. @ 49 PumbaPumba:

  Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn ósammála nokkru commenti hér á síðunni og þessu hér: “Það geta allir atvinnumenn í fótbolta leyst þessa stöðu sem Lucas á að spila.” Við höfum einmitt séð það á þessum tíma sem Lucas hefur verið meiddur hversu sárlega við höfum saknað hans, því við höfum ekki haft neinn annan sem hefur getað leyst þessa stöðu jafn vel og hann. Mér fannst leikur liðsins gjörbreytast við endurkomu Lucasar í gær, við sáum leiftur af gamla góða Gerrard, sem margir hafa keppst við að afskrifa að undanförnu, bæði hér heima og úti, og að mínu mati átti Allen sinn besta leik í langan tíma, framar á vellinum en hann hefur hingað til verið að spila.

  Og með fullri virðingu fyrir KR, þá efast ég um að þeir myndu hala inn mjög mörg stig í ensku úrvalsdeildinni, ekki frekar en önnur íslensk lið. Við sáum Southampton t.d. yfirspila United á löngum köflum fyrr í vetur, þrátt fyrir 2-3 tap, og taka Newcastle tiltölulega létt 2-0 síðustu helgi. Vandamál Liverpool mörg síðastliðin ár hefur einmitt verið að geta ekki klárað “litlu” liðin, þessi leikur í gær var klárlega einstefna frá a-ö og vonandi vísir að því sem koma skal á móti “litlu” liðunum, þótt allir séu sammála um að færanýtingin þurfi að vera betri.

  @37 Fói:

  Eins og United vörnin lekur inn núna, þá hefði leikurinn sennilega endað 6-5 ef þetta hefði verið United-Southampton 🙂

  @23 Bragi:

  Vissulega var þetta spjald hjá Suarez ekki mjög gáfulegt, en það er nú bara einu sinni svo með þessa tiltölulega fáu leikmenn í heiminum sem hafa þennan “x factor” sem Suarez hefur, að stundum gera þeir eitthvað sem engum öðrum myndi detta í hug. Ég er heldur ekkert viss um að það hefði verið neitt sérstaklega gott fyrir dýrið í Suarez að fara í gegnum einhverja 3-4 leiki með það hangandi yfir sér að næsta gula spjald þýddi leikbann, hefði mögulega getað dregið úr kraftinum. Eftir að hafa hugsað nákvæmlega sama og þú í nokkrar sekúndur (svakalega var þetta heimskulegt hjá honum), þá ákvað ég a.m.k. að taka bara Pollýönnu á þetta og horfa á glasið hálffullt: illu er best af lokið!

 49. Ótrúlegur gæðamunur á Lucas og öðrum leikmönnum. Hann myndi labba inn í hvaða lið sem er í deildinni. Varnarmiðjumaður sem getur spilað fótbolta er ekki mjög algengt fyrirbrigði.

 50. Fínn sigur, seinni hálfleikurinn þó frekar slakur, eitthvað kraft og andleysi. Frábært að fá Lucas aftur og við það mun álagið á varnarmennina minnka. Sóknarleikurinn þó enn vandamálið, eitthvað sem að Rodgers verður að drullast til að fara að laga, nú er að sjá hvaða lið mætir til London um næstu helgi.

 51. Ég er ekki að átta mig á þessu Lucas hyp-i er einhver með tölfræði yfir heppnaðar sendingar hjá manninum?

 52. Lúkaslover:
  143 Passes
  88.1% Passing Accuracy
  85.5% Passing Accuracy opp.

  Lítið að marka þar sem hann er ekki búinn að spila nema 162 mínútur.

 53. Skemmtilegur leikur og fínn sigur, en mér finnst færanýtingin áhyggjuefni. Þó að við höfum unnið sýnir þetta enn og aftur vandamál liðsins, þetta lyktaði af því að gestirnir myndu jafna eftir fast leikatriði í lokin. En það gerðist ekki, sem betur fer, og 3 stig í hús.

  Þetta sýnir líka að það er gríðarlega nauðsynlegt, eins og ég talaði um hér fyrir nokkrum dögum, að fá inn mann fyrir Lucas. Eins og við sáum er td Gerrard allt annar maður þegar hann spilar sína stöðu. Það riðlar öllu gríðarlega ef það vantar Lucas. Hann er ómissandi, það er bara þannig, ekki bara af því hann er frábær leikmaður, heldur eru aðrir ekki nógu góðir til að spila hans stöðu. Það veikir liðið svo mikið.

  Það myndi til dæmis ekki vera heimsendir að missa Sterling eða Allen í mánuð, það breytir ekki nærri því jafn miklu. Svo ég vil almennilegan varamann þarna í síðasta lagi næsta sumar.

 54. Ég er ekki að átta mig á þessu Lucas hyp-i er einhver með tölfræði yfir heppnaðar sendingar hjá manninum?

  Heppnaðar sendingar segja ekki einu sinni hálfa söguna yfir Lucas þó hann sé jafnan með einna besta sendingahlutfallið í hverjum leik. Hann er ekki að reyna úrslitasendingarnar og hann á ekki að vera í því hlutverki.
  Prufaðu í næsta leik að horfa á hvaða áhrif Lucas hefur á aðra leikmenn liðsins, það er lykilatriði. Hann var að veita bakvörðum rúmlega helmingi meira back up heldur en þeir hafa fengið sl. ár sem skilaði sér í því að þeir gátu tekið mikið meiri þátt í sóknarleiknum. Aðrir miðjumenn liðsins gátu fært sig 5-10 framar á völlinn og þurftu ekki að hafa eins miklar áhyggjur af varnarleiknum og miðverðir fá miklu miklu betra cover.

  Alvöru DM er lykillinn að öllu öðru í leik liðsins. Þetta hefur sárlega vantað hjá okkur allt of lengi. Alveg eins og þetta var með Hamann og Mascherano þá bara skil ég ekki hvernig menn geta ekki áttað sig á mikilvægi þessara leikmanna. Hvað þá þegar þeir hafa ekki verið með í lengri tíma.

 55. 57. Þetta komment hjá þér segir meira um þig en mörg orð. Þú ert eflaust nýbyrjaður að fylgjast með þessari íþrótt. Horfðu bara á fleiri leiki vinur, þá sérðu hverju LUCAS er að skila í hverjum leik. Heppnaðar sendingar hjá honum í þessum leik rétt undir 90% eftir að frá í hvað, þrjá mánuði ? Það eitt jaðrar bara við að kalla mannlegt. Ég legg til að það verði tekið blóðsýni úr LUCAS, bara til þess að tékka á því að hann sé ekki fullkominn róbóti.

 56. Sammála 62. Þeir sem sjá ekki hvað Lucas er að gera, og menn eins og Didi Hamann og Javier Mascherano hér fyrr á árum, skilja líklega ekki almennilega hlutverk DM og þurfa bara að átta sig betur á hlutunum. Eða finnst mönnum í alvöru að það þurfi að rökræða um mikilvægi Lucas?

 57. Gengur tiki taka út á að senda boltann á milli hafsenta á miðjumann og aftur á hafsenta, svo kannski aftur á miðjumann og svo á hafsenta?
  Hættu allir að tala um tiki taka eftir að þeir föttuðu það?

 58. Þetta hlýtur að vera troll þetta Lucasardjók hérna. Það sást best þegar hann hreinsaði upp eftir Skrtel í gær upp við endalínu. Hann var líka ítrekað kominn í bakköpp fyrir Johnson og Enrique. Þetta versta ár í sögunni er fyrst og fremst vegna þess að við höfum ekki getað leyst stöðuna hans Lucas. Jafnvægið í liðinu er ekkert án hans vegna þess að við erum með mjög sókndjarfa bakverði.

  Það er hins vegar ekkert djók í Rodgers þegar hann segir að liðið geti náð meistaradeildarsæti. Arsenal og Chelsea eru í tómu tjóni núna og við erum á uppleið. WBA eru líka búnir að tapa síðustu tveimur þannig að þetta er og verður opið langt fram eftir vetri.

 59. menn munu tala um Lucas Leiva (þegar hann fer úr ensku eða hættir) eins og þeir tala um Claude Makelele. Semsagt leikmaður sem tók ekki mikinn þátt í sókninni en hélt miðjunni eins og hershöfðingi leik eftir leik. Alltaf í grillinu á mönnum, tilbúinn í hjálparvörn, sópar upp eftir miðju/varnarmenn og fer í allar sendingar, alla skalla, hlaupa út um ALLT ALLANN leikinn og fara að sjálfsögðu hiklaust í alla 50/50 bolta. Þetta eru leikmennirnir sem fá samt hvað minnstu viðurkenningu fyrir sitt framlag en eru þó hvað mikilvægastir.

  Gerrard sagði sjálfur að Claude Makelele væri sá erfiðasti sem hann hefði nokkurn tímann mætt, vegna þess einmitt að hann var alltaf mættur í grillið á mönnum. Þetta er Lucas Leiva í hnotskurn og vonandi verður hann enn betri en Makelele, þó hann sé nú góður fyrir. Þó svo að ferill hans hjá LFC hafi alls ekki byrjað vel, að þá er hann að sína stöðugar framfarir ár eftir ár og það er ekkert nema jákvætt.

  21 – YNWA

 60. Lucas átti góðan leik og hlakkar í mér til að sjá hann ná sýnu gamla formi, jú jú hann átti nokkrar hrikalega sendingar fram á við (tölfræðin er samt góð hjá honum en kannski vegna þess að hann er að vinna upp öryggið og vil gefa öruggar sendingar, flestar sendingar til hliðar eða aftur) en við þurfum svo á honum að halda. Nú vantar bara einn blússandi fínana sóknar mann, eða spurning að fá Carroll aftur, finnst eins og mótherjar Liverpool eru farnir að læra inn á hvernig þeir spila því þeir spila alltaf eins vegna skorts á góðum leikmönnum til að breyta um stíl, t.d. í föstum leikatriðum að sjá Carroll, Skyrtel og Agger inn í teig væri stórhættulegt og vonandi fer Borini í gang eftir áramót,,

 61. Langaði að negla út einni pælingu … Væri ekki sterkur leikur hjá Liverpool að fá bæði Bent og Ba í janúar glugganum ætti ekki að kosta mikið en klárlega menn sem geta skorað … Hvað segi þið spekingar ?

 62. Var einmitt að hugsa eftir leikinn gegn Southampton að Gerrard spilar ekki vel nema að hafa GÓÐAN DM fyrir aftan sig. Allen, Sahin eða Henderson geta bara hreinlega ekki spilað þessa stöðu. Gerrard bara getur ekki sótt þegar hann þarf sífelt að vera að spá í failum hja joe allen og sahin/henderson Æðislegt að fá Lucas aftur inní liðið.

  YNWA! 21 <3

Liðið gegn Southampton – LUCAS BYRJAR

Opin umræða