Liðið gegn Southampton – LUCAS BYRJAR

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!

Liðið gegn Southampton er sem hér segir:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Allen – Lucas – Shelvey
Gerrard – Sterling
Suarez

Bekkur: Jones, Carragher, Wisdom, Henderson, Sahin, Downing, Suso.

Stórfréttirnar eru að Lucas kemur inn á ný og beint í byrjunarliðið. Ég er hæstánægður með að sjá Lucas koma inn aftur en ég vona að það sé ekki verið að taka óþarfa séns á honum í dag. Ef hann meiðist strax aftur verð ég ekki sáttur.

Áfram Liverpool!

72 Comments

 1. Ég trúi ekki að þeir muni taka neina áhættu með hann enda er þetta leikur sem að hann þyrfti ekkert að spila svo sem að spila þannig að hann hlýtur að vera orðinn ansi góður, og mikið svakalega er gott að sjá hann aftur í liðinu.

  Þetta ætti að gefa Gerrard, Allen og Shelvey meira svigrúm til þess að sækja.

 2. Er virkilega spenntur fyrir þessu liði þar sem ég tel að við séum í fyrsta skiptið í vetur að stilla upp okkar besta liði. Allen fær meira frjálsræði, Gerrard framar og vörnin eins og hún á að vera. Sammála með Lucas, frábært að fá hann tilbaka en það er eins gott að menn séu ekki henda honum inn of snemma!

 3. Frábært að sjá Lucas aftur, alveg yndislegt. Ég trúi ekki að það sé verið að taka einhverja áhættu með hann. Það sem ég er mest hræddur um er að hann eigi eftir að vera ragur og bara hálf hræddur inná vellinum. Ég reikna svona hálfpartinn með því.

 4. Sælir félagar

  Mér líst vel á þessa uppstillingu. Tel að Gerrard nýtist best hægra megin í þriggja manna sóknarlínu og gott að fá Lucas inn sem gefur fyrirliðanum meira frjálsræði og mikið öryggi fyrir vörnina.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 5. Maður hálf vorkennir Benitez í dag. Það vill engin hafa hann þarna nema eigandinn og ef hann geriri ekki eitthvað strókostlegt með þetta lið á næstunni þá gæti hann hreinlega verið búinn að vera kallinn.

 6. mér gæti í raun ekki verið meira sama um Benitez, Torres eða Chel$ea.
  Ég er liverpool maður, og ef mínu liði gengur vel og betur en önnur lið, þá er ég sáttur.

  YNWA

 7. Sjáum til hvernig Lucas reiðir af, en ég er hræddari um Enrique, þar sem að hann hefur einmitt verið góður fram á við en ekkert sérstakur bakvörður kallinn ….

  Fínt líka að fá smá af ferskum fótum inn á miðjuna.

  Þetta er vonandi það sem þarf til þess að vinna Southampton.

  YNWA!

 8. ohh…leikurinn er á þannig tíma að það eru engir linkar neinstaðar sem eru nothæfir í sæmilegum gæðum.
  Ef einhver dettur niður á link með 500 kbps eða meira þá má hinn sami endilega pósta honum hér…lítið úrval á wiziwig því miður

 9. Langt síðan ég hef verið jafn spenntur fyrir Liverpool leik. Maður er búinn að bíða of lengi eftir að sjá Lucas spila og ef hann kemur inn af fullum krafti þá er ég viss um að við sjáum annan Gerrard en undanfarið!

 10. Takk Jökull viðar, þessi er þolanlega góður og sleppur ef ekkert annað betra fæst. Þessi leikur er að spilast þokkalega, vantar að fá mark fljótlega hjá okkar mönnum sem er ekkert ólíklegt miðað við spilamennskuna. Gaman að sjá Lucas þarna

 11. Þessi leikur á eftir að vera þannig að LFC verður með ca 85% possession og ca 25 + skot að marki southamton, á móti ca 5 skotum frá þeim. Sorglega við þessa mögulegu tölfræði er að leikurinn gæti endað 1-1

 12. En mikið er nú yndislegt að sjá LUCAS aftur. Ég var búin að sakna hans meira en janúar gluggans 🙂 Velkominn aftur LUCAS ! !

 13. Það er allt í einu orðið fullt af rauðum búningum ínn í teig hjá þeim í sókninni …. þetta er eitthvað alveg nýtt!

 14. ef við gerum jafntefli eða tap eftir þessa byrjun þá er ég hræddur um að eg þurfi að drepa mús til að fá útrás

 15. Flottur leikur so far. Vantar herslumunin í sóknarleikinn. Gerrard lítur vel úr það sem af er. Ekki frá því að nærvera Lucasar sér farin að hafa strax jákvæð áhrif á hann.

 16. Svakalega gaman að sjá spilið hjá liverpool en andskotinn hættið að skjóta beint á markvörðinn

 17. Það verður stórslys ef við náum ekki 3 stigum í dag.
  Liverpool að spila frábærlega og soton geta ekki neitt.

 18. Það getur enginn kvartað yfir spilamennskunni núna, markið fer að koma.

  Lukas? 🙂

 19. Það verður helst að ganga frá svona leikjum strax, brjóta andstæðingin og klára þetta. En að byrja að tefja frá fyrstu mínútu, það er ótrúlegt.

  Annars gaman að þessu að gulldrengurinn skuli haga sér svona:

  Gary Liniker á bbc:
  “Gareth Bale has been booked for diving. Again! Yes it will feature on MOTD.”

 20. Það HLAUT að koma að því Liverpool búnir að vera svo MIKIÐ betri.

 21. Jæja, núna fer ég bara hreinlega fram á það að Liverpool jarði þennan leik og lagi markastöðuna töluvert. Milljónir stuðningsmanna um allan heim eiga það skilið eftir allt sem hefur gengið á

 22. Agger! Þvílílir yfirburðir, mætti halda að það væru 2 deildir á milli liðanna. Allt annað að sjá Gerrard lausan við að þurfa alltaf að hugsa um hvað er að gerast aftar á vellinum.

 23. Frábær spilamennska í fyrri hálfleik og mikið er gott að sjá Lucas aftur!!

 24. Í fyrsta sinn í langan tíma finnst mér gaman að horfa á Liverpool spila og sjá leikgleðina hjá okkar mönnum! Gerrard búinn að eiga frábæran leik sem og allt liðið. Vantar smá í crossana hjá Johnson annars frábært. Tökum þennan leik 4-0, Suarez setur tvö og Shelvey hitt. Og já, við skoruðum í fyrri hálfleik!

 25. Að kalla sig raunsær og vera svona neikvæður jaðrar við guðsspjöll…… #30

 26. Það þarf litið til að gleðja ykkur þið eruð lelegir og verðið i 10unda sæti

 27. Frábær fyrri hálleikur.

  Gerrard virkar vel núna þegar hann þarf ekki að sjá um miðju vinnuna, hann búinn að vera með margar margar flottar sendingar.

  Mikið er gaman að sjá svona marga Púlara í boxinu, hlutur sem hefur vantað hjá okkur hingað til,

  Koma svo og klára þennan leik sannfærandi, það mundi gefa liðinu mikið sjálfstraust.

  YNWA

 28. 43, ég ætla bara að láta þig vita að pabbi minn er miklu sterkari en pabbi þinn. Face!

 29. Lucas, Suarez og Sterling þurfa að hvíla fljótlega ef við náum að skora 1-2 í viðbót

 30. 31 Bale spjaldaður annan leikinn í röð fyrir að dýfa sér.

  Tel hann mun betri kandídat en Suarez fyrir Fall ‘N Floor reward á þessu ári… 🙂

 31. Liverpool getur ekki klárað svona leiki, þvílíkt og annað eins. Koma svo, setja 3 til 4 mörk í víðbót ! ! !

 32. jæja, ef við förum ekki að skora fljótlega þá fer ég að verða stressaður um að missa þetta niður í jafntefli eða það sem verra er….

 33. Ohh hvað ég elska að sjá Lucas kónginn á miðjunni taka öll fráköst og vinna eins og duracell kanínan! Veeeeelkominn aftur,aldrei vera svona lengi aftur frá:)

 34. Að Liverpool fái horn er jafn spennandi og horfa á málningu þorna 😛

 35. Sammála #58. Skelfilegar hornspyrnur hjá okkur alltaf. Núna er southamton að komast meira inní leikinn 🙁 skyldi þó aldrei enda 1-1

 36. Frábært Suarez ekki með í næsta leik svo að við vinnum þann leik pottþétt ekki.

 37. 1-0 er alveg skelfilega lélegt miðað við yfirspilið í þessum leik. Þeir bara geta ekki klárað færin sín þessir menn alveg sama hvað.

 38. Öruggur sigur. Southampton sá aldrei til sólar í þessum leik. Liverpool hefði getað skorað fleiri og glæsilegt hjá Agger að tryggja 3 stig.

 39. Getur einhver sagt mér af hverju bolta tölfræðin í enda leikjanna okkar er alltaf röng?
  Segir að við höfum verið 47% prósent með boltann en flestar síður segja að við höfum verið miklu meira með boltann.

 40. welcome back Lucas.Gaman að sjá Allen framar,á bara eftir að verða skæður þar!

Southampton heima

Liverpool 1 Southampton 0