Southampton heima

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!

Southampton er lið sem á sér líklega ekki marga óvini utan suðurstrandar Englands. Flestir tengja liðið við besta leikmann í sögu þeirra, snillinginn Matthew Le Tissier sem hélt þeim uppi ár eftir ár meðan hann spilaði og var bókstaflega alltaf með eitt af mörkum umferðarinnar.

Þeir ógnuðu ekki neinum þannig séð og það var einfaldlega ekki hægt að halda ekki með Le Tissier. Hauglatur og hálfpartinn röltandi um völlinn, datt ekki í hug að hjálpa til í vörninni en samt alltaf langbestur í þeirra liði og sá sem skapaði umræðuefnið eftir leikinn. Það er líka vægt til orða tekið að halda því fram að stuðningsmenn Southampton dýrki hann ennþá.

Hann spilaði alla tíð með Southampton sem er allt að því ótrúlegt og endaði ferilinn með því að skora síðasta markið í síðasta leiknum sem var spilaður á The Dell. Árið eftir flutti liðið á St Mary’s og þrátt fyrir ágæta byrjun á þeim velli beit það þá á endanum í rassinn að Le God væri hættur og liðið féll loksins árið 2004 eftir nánast 27 ára fallbaráttu.

Harry Redknapp var þjálfarinn sem átti að bjarga liðinu frá falli og var fenginn frá erkifjendunum í Portsmouth í desember 2004. Hann féll með liðið og gerði að lokum endanlega allt vitlaust þegar hann yfirgaf Southampton svo í desember ári seinna og fór aftur til Portsmouth. Sem gallhörðum stuðningsmanni Bournemouth, heimaborg Redknapp er ekki hægt að segja annað en job well done, náði að fara niður með bæði lið og hjálpa þeim mikið við að komast hressilega á hausinn.

Jafnvel þegar Southampton var í Úrvalseild var liðið alltaf rekið fyrir sýnishorn af þeim pening sem önnur lið í deildinni höfðu úr að spila og hafa því margoft gefið ungum og efnilegum leikmönnum séns. Undanfarin ár hafa þeir ekki verið í stöðu til að halda sínum bestu unglingum nógu lengi til að þeir nýtist aðalliðinu eins og þeir gerðu áður en meðal leikmanna sem hafa komið upp hjá þeim undanfarið eru t.d. Theo Walcott, Alex Oxlade-Chamberlain og Gareth Bale. Aðrir sem eru eða hafa verið að spila í úrvalsdeild eru t.d. Wayne Bridge, Chris Baird, Andrew Surman, Leon Best og Nathan Dyer.

Þeir gætu alveg notað eitthvað af þeim í dag. Áður komu menn eins og Le Tissier og Alan Shearer komið upp í aðalliðið hjá þeim þó hvorugur sé reyndar frá Southampton.

Eftir að liðið féll um deild tóku hrikalega erfið ár við þar sem vandræði utan vallar höfðu áhrif á gengi liðsins. Til að gera langa sögu mjög stutta þá var liðið stórskuldugt í eigu vanhæfra manna sem aðdáendur liðsins vildu losna við. Allt gekk á afturfótunum þar til liðið féll um deild og undir lok tímabilsins 2009 og ofan á það úrskurðað gjaldþrota með -10 stiga sektinni sem því fylgir.

Southampton var í maí 2009 ekki langt frá því að lenda í svipuðum málum og Rangers er í núna, félagið gat ekki borgað laun og fékk viðvörun frá skiptastjóra að ef tækist ekki að finna nýjan kaupanda fljótlega yrði félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Næsta dag fór Matt Le Tissier (hver annar) fyrir hópi fjárfesta sem greiddu 500 þúsund pund til að fá „einkarétt“ að bókum félagsins í 21 dag með það fyrir augum að þeir myndu kaupa félagið.

Þetta gaf félaginu smá tíma en á endanum voru það ekki Le Tissier og félagar sem keyptu liðið heldur erlendur fjárfestir sem kom inn á síðustu stundu. Le Tissier sagði frá því í ævisögu sinni að hann hefði ekkert verið svekktur með þetta og leist mjög vel á nýja eigendur. Hann hafði engan áhuga á að reka knattspyrnulið en hefði gert það fyrir Southampton hefði þess þurft. Einn vinnudagur á viku (Soccer Saturday) og sex dagar á golfvellinum áttu þó mikið betur við sig sagði hann.

Nýji eigandinn Markus Liebherr frá Sviss lagði út fyrir slatta af nýjum leikmönnum, rak stjórann og réði Alan Pardew sem stjóra. Hann náði að enda í 7. sæti (liðið byrjaði með -10 stig) og liðið vann Football League Cup (neðrideildarbikarinn).

Liebherr sem vitanlega var orðinn töluvert vinsæll í Southampton lést í ágúst 2010. Hann hafði þó tryggt rekstur félagsins og þeir héldu áfram. Pardew var rekinn í upphafi tímabilsins og Nigel Adkins fenginn inn í staðin. Hann styrkti liðið nokkuð og hefur núna flogið með liðið upp um tvær deildir á jafn mörgum tímabilum og er að gera sæmilega hluti í Úrvalsdeildinni.

Southampton-liðið í dag er eins og gefur að skilja ekki beint yfirfullt af stórstjörnum þó þar sé alveg að finna hættulega leikmenn. Fyrirliðinn Kelvin Davis í markinu var í liði ársins í næst efstu deild í fyrra ásamt bestu leikmönnum liðsins, þeim Ricky Lambert og Adam Lallana.  Davis virðist reyndar hafa misst sæti sitt í liðinu til tvítugs Argentínumanns, Paolo Gazzaniga sem hefur verið í rammanum undanfarið en sá hefur alls ekki verið að heilla stuðningsmenn liðsins sem skilja sumir hverjir ekki fjarveru Davis.

Lambert sem var valinn besti leikmaður næstefstu deildar í fyrra hefur flakkað milli neðrideildarliða á sínum ferli kom er Pardew var við stjórnvölinn og hefur gjörsamlega raðað inn mörkum síðan, setti t.a.m. 31 á síðasta tímabili.

Lallana er leikmaður sem ég bara skil ekki hvernig þeir hafa náð að halda. Hann er enn einn akademíuleikmaðurinn frá Southampton sem nær að spila í úrvalsdeild.  Lallana er sóknartengiliður og skoraði 20 mörk 2009/10. Hann er hjartað í sóknarleik Southamton og sá sem ég hef mestar áhyggjur af í þeirra liði. Ég verð satt að segja mjög hissa ef þeir halda þessum 24 ára strák mikið lengur.

Fyrir tímabilið var í tvígang slegið metið í leikmannakaupum hjá Dýrlingunum, fyrst er Jay Rodriguez kom á 7m punda og svo aftur þegar einn besti leikmaður Liverpool í síðasta leikmannaglugga, Gaston Ramirez kom fyrir 12m punda. Sá hefur verið að spila mjög vel undanfarið og er að öllum líkindum allt of góður fyrir lið af þessari stærðargráðu.

Southampton er sem stendur í 18. sæti deildarinnar en það gefur ekki alveg rétta mynd af þeim undanfarið. Þeir fengu rétt eins og við mjög erfiða byrjun á tímabilinu og töpuðu nokkrum leikjum stórt og illa. Þeir hafa heldur verið að sækja í sig veðrið og raunar hefur nóvember verið mjög góður hjá þeim. Eftir tap 7. nóvember gegn WBA hafa þeir gert jafntefli við Swansea og Norwich en unnið Newcastle og QPR. Það er því erfitt að lesa í styrkleika þessa liðs því þeir hafa verið að spila nokkuð vel undanfarið.

Það breytir því ekki að þetta er must win skyldusigur fyrir Liverpool eins og er raunar alltaf gegn nýliðum í botnsæti er þeir mæta á Anfield. Ekki það að maður sé eitthvað yfir sig bjartsýnn neitt.

Brendan Rodgers var í viðtali fyrir leikinn sem Sverrir Björn snaraði yfir á Youtube og má því sjá hérna:

Það helsta þarna er að hann er ánægður með spilamennsku liðsins og hrósar leikmönnum áfram, sérstaklega Steven Gerrard sem hann er mjög ánægður með þó vantaði hafi upp á markaskorun hjá honum. Hann segir að það sé kominn tími á að aðrir taki þátt í að bera þetta lið með Gerrard og um það getum við svo sem verið sammála. Rodgers er engu að síður mjög meðvitaður um að þessi bransi snýst um að ná í stig, ekki spila vel þó það skemmi ekki fyrir og vonast eftir því að það hafist í næstu leikjum.

Hann vildi ekki búa til fyrirsagnir með því að gagnrýna dómara og leysti þá spurningu með því að segja starf þeirra vera erfitt og að ákvarðanir þeirra hlytu á endanum að fara detta með Liverpool. Það sást í síðasta viðtali sem hann fór í að hann er orðinn mjög pirraður á þessu ástandi og skal engan undra.

Hér er t.a.m. 6 vikna gömul klippa sem gekk um netið í dag sem sýnir brot af þeim atvikum sem hafa innihaldið brot á Suarez sem nánast ekkert (oftast ekkert) var refsað fyrir .

Þetta er bara Suarez og ekki einu sinni öll atvikin.

Rodgers var annars með góðar og slæmar fréttir af meiðslalistanum okkar. Góðu fréttirnar eru auðvitað þær að Lucas Leiva verður í hóp gegn Southampton eftir að hafa verið meiddur nánast í heilt ár. Vondu fréttirnar (please slakið á í pólitískum rétttrúnaði) eru þær að Joe Cole er líka tilbúinn í slaginn á ný og m.v. orð Rodgers er hann að fara taka þátt í þessum leik.

Að lokum er komið inn á Raheem Sterling en þar er leikmaður sem uppljóstar vel aðalvandamálum Liverpool. Þetta er 17 ára pjakkur sem við eigum í mesta basli með að hvíla því það er lítið betra í boði. Rodgers veit þó vel að hann þarf hvíld á einhverju stigi og satt að segja kæmi mér ekki mikið á óvart ef það verður gegn Southampton. Hann var líka spurður út í samningsmál Sterling og gaf lítið út á þau annað en að þau mál væru í fínum farvegi. Svona mikið fjaðrafok útaf samningsmálum 17 ára pjakks er annars furðulegt og segir annað hvort eitthvað um stöðu félagsins eða bara knattspyrnunnar í dag.

Liðið hefur núna spilað tvo leiki ágætlega á útivelli og er komið með heilt eitt stig út úr þeim viðureignum. Enginn leikmaður kemur neitt hræðilega úr þessu prógrammi þó Stewart Downing hafi verið tekinn vel fyrir eftir báða leiki þar sem farið er yfir af hverju hann er ekki bakvörður.

Persónulega vill ég frekar hafa Enrique í sinni stöðu því þó hann hafi verið sprækur undanfarið og meira að segja skorað gott mark um daginn hefur hann ekkert verið það rosalega góður sóknarlega að hann verði að vera í fremstu víglínu. Enda höfum við ekki verið að skora mikið. Hann uppfyllir skilyrði sem okkur vantar í liðið og það er að hann er fljótur sóknarbakvörður.

Spái að Rodgers tefli enn á ný nánast óbreyttu liði en breyti því svo töluvert fyrir Ítalíuferðina í næstu viku:

Reina

Wisdom – Skrtel – Agger – Johnson

Gerrard – Allen – Henderson

Sterling – Suárez – Enrique

Wisdom kemur inn fyrir Downing og það verður eina breytingin. Það sem ég gæti helst séð annað væri að Allen/Gerrard fengi hvíld og Sahin/Shelvey kæmi aftur inn eða þá að Sterling fengi hvíld og Cole kæmi inn í liðið.

Samt ekki.

Mín spá: Segjum 2-0 sigur, það er ekkert annað í boði. Ef einhver gerir það þá verður það Suarez sem gengur frá þessu liði og skorar bæði og á líklega líka stoðsendinguna.

42 Comments

  1. Þetta ætti að vera algjör skyldusigur. En ef þetta fer eftir uppskritinni þá eigum við eftir að stjórna þessum leik vera meira en 65% með boltann Suarez galdrar fram eitt mark upp á sitt einsdæmi því hann er sá eini í Liverpool sem er fær um nokkurn skapaðan hlut sóknarlega. Southampton fær eina sókn og skorar í henni niðurstaðan 1-1. Sko þetta steinliggur nú getum við bara sleppt því að horfa á þennan leik.

  2. Ég neita að trúa því að Henderson haldi sæti sínu miðað við frammistöðuna gegn Tottenham, held að Shelvey verði í liðinu á kostnað hans.
    Annars flott upphitun og gaman að lesa 🙂 Spái 3-0 Suarez skorar 2 og Johnson setur 1

  3. Glæsileg upphitun, megi Fowler forða okkur frá því að Downing spili bakvörðinn. Ég ætla að gerast djarfur og spá 3-1. Ricky Lambert setur hann fyrir Soton.

  4. Það væri gaman að sjá Shelvey fyrir Henderson, við þurfum nauðsynlega miðjumenn sem hafa upp á einhvers konar sóknarleik að bjóða. Fyrst þetta er heimaleikur á móti liði í neðri hluta deildarinnar væri ekkert voðalega vitlaust að hvíla Sterling þessa helgina og fá Suso inn fyrir hann, þó að hann sé auðvitað ekkert “staðan hans”. Það væri svo stórkostlegt að ná að setja eins og tvö mörk og sjá svo Lucas koma inn á ca. 60. mínútu.

    Það eru tveir erfiðir útileikir eftir þennan leik; á móti Udinese og West Ham.

    Það verður hreinlega að hvíla einhverja í svona heimaleikjum.

    Og hvernig er það, verður Suárez aldrei þreyttur?

  5. Brendan þarf að fara girða sig, henda allen úr liðinu, væri til í að sjá hann stilla þessu svona:
    Reina
    Johnson Skrtel Agger Enrique
    Gerrard Sahin
    Suso
    Cole Suarez Sterling

    Frekar sókndjarft eins og það á að vera á móti s´ton heima, alveg spurning hvort að það þurfi ekki að hvíla sterling vona samt að hann spili honum og hvíli hann síðan á móti Udinese í næstu viku. Leikurinn fer 4-1 með þessu byrjunarliði, suarez setur 2, sterling1 og Jonjo kemur af bekknum og setur síðasta, liðið verður síðan að fá 1 mark á sig undir lokin, reina mun sjá um að gefa það af einskæru kæruleysi !

  6. Fatta ekki BR þegar að hann hrósar Gerrard, sem hefur nánast ekkert gert nema langar en flottar sendingar, setur svo hendur í vasan og lullar um völlinn. BR þorir ekki að kippa honum útaf, sem er ekki nógu gott. Verðum að fara að vinna og skjóta meira að marki, þessvegna af löngu færi, sem fer kannski í hausinn á einhverjum og þaðan INN.

  7. Ef liðið spilar eitthvað í líkingu við þessa upphitunn að þá verður þetta burst.
    spái 4-0 og Babu með öll mörkin (ef ekki þá Suarez1 – Sterling 2 og Enrique1)

  8. Það þurfa öll lið foringja inná vellinum og Gerrard er sá maður hvort sem hann lallar um vollinn eða ekki,það er nóg af þessum hauslausu hænum þarna inná svo ekki sé verið að taka foringjan af velli,og hananú nr. 6 takk fyrir.

  9. Endilega fá Suso inná til að styðja við Suarez. Sá eini sem er með eitthvað “creativity” í þessu liði okkar fyrir utan Suarez.

    Maður hefur sagt þetta ansi oft áður en ég held samt að næstu tveir þrír leikir eru ansi mikilvægir ef við ætlum að vera í einhverju keppni um þetta 4-5 sæti í vetur. Margir erfiðir leikir framundan hjá liðunum sem við höldum að við séum að keppa við.

    Þar má nefna Arsenal v Swansea, Fulham v Tottenham, City v Everton og þar á eftir Everton v Tottenham og Arsenal v West Brom.

    Þannig að tveir góðir sigrar í röð núna heima og svo úti gegn West Ham og við gætum verið að sjá mun betri stöðu í töflunni. En þetta er auðvitað allt ef og hefði og maður hefur lært það að “auðveldara er um að tala en í að komast.”

  10. Verð að segja fyrir mitt leyti að Enrique hefur verið að gera það sem kantarnir okkar hafa verið að hundsa alltof lengi. Það er að koma sér inn í teig á fjærstöngina þegar hinn kanturinn er að koma upp með boltann.
    Ótrúlegt að það er bakvörður sem fattar þetta, ég er mjög ánægður með hann þarna á kantinum því hann virðist skilja það að hann þarf að koma sér inn í teig til að styðja við sóknina. Flestir aðrir kantmenn hjá okkur virðast alltaf halda sig fyrir utan teiginn í staðinn fyrir að keyra inn eins og Enrique gerir.

  11. Le Tissier spilaði mikið innanhúsbolta eftir að ferlinum lauk og að sjálfsögðu með Southampton. Ég sá nokkra leiki með honum fyrir nokkrum árum og lék oft þannig að leggja boltann fyrir sig rétt fyrir innan miðju og negla honum þaðan upp í samskeytin. Algjör snillingur þarna á ferð.

    Liverpool verður að fara skora mörk. Það er einn maður sem virðist geta skorað mörk í þessu liði og það er Suarez. Gerrard er alveg hættur að skora og það er rétt hjá Rodgers að fleiri þurfa að fara að axla ábyrgð á markaskorun en Gerrard. Þá verður hann líka að hvíla kallinn aðeins og gefa öðrum séns í þessari stöðu. Ég er alveg að sjá góða miðju með Lucas, Allen og Shelvey í holunni fyrir aftan Suarez. Síðan er auðvitað kristaltært að það þarf að kaupa menn sem styrkja sóknina það þarf varla að nefna það.

    Ég spái erfiðum 2-1 leik þar okkar menn fá ekkert frá dómurun frekar en venjulega. Suarez skorar og Le Tissier jafnar en Joe mother fucking Cole skorar sigurmarkið í uppbótar tíma annaðhvort stórglæsilega eða nær að slysa rassinum í boltann og hann rétt lekur yfir línuna.

    Game on

  12. Að vanda er ég alveg súper-bjartsýnn og hef fulla trúa á BR. Þetta verður erfiður leikur, eins og allir aðrir leikir í þessari deild en auðvitað verðum við að gera þá kröfu að liðið vinni þennan leik. Hef pínu áhyggjur af þreytu leikmanna og held að hann verði aðeins að rótera meira en fram kemur í annars ágætri upphitun Babu. Eigum því miður heavy og mjög mikilvægan leik í Ítalíu á fimmtudaginn. Tökum þennan leik 3-1 (Suarez, Agger og Shelvey). Hlakka mikið til leiksins. Bara gaman :=)

  13. Ég verð bara að segja það – djöfulsins legend er Matt Le Tissier!!

  14. Væri til í að sjá Sebastian Coates eða einhvern 2 metra múrbrjót koma inn á miðjuna. Mynda varnarbermúdaþríhyrning svo að andstæðingar sjá ekki glitta í markið og þurfa að treysta á vippur og bananabolta.

    En annars vona ég að kallinn í brúnni nái að gera eitthvað, er skíthræddur um að hann sé búinn að klúðra þessu. 50/50 leikur núna á heimavelli við eitt af botnliðunum, algjör 6 stiga leikur. Er farinn að líða eins og maður haldi með Westham.

  15. Ef ekki verða miklar breytingar í janúrarglugganum þá gæti Liverpool dottið inn í baráttu í lok tímabilsins sem eru óþekkt í sögu félagsins.

    Liðið er slakt og spilar árangurlausan fótbolta – það er ekki alltaf hægt að væla yfir dómurum.

  16. Ég hef trú á því að formið eftir áramótin verði betra, ólíkt því sem var á síðasta tímabili þegar liðið var í fallsæti ef horft var bara á árangurinn í deild eftir áramót. Við höfum góða möguleika á því að klífa upp töfluna þó reyndar séu erfiðir útileikir snemma á næsta ári gegn City, Arsenal og United. Við eigum þó allavega Everton, Tottenham og Chelsea heima eftir áramótin á móti (já og WBA meira að segja líka).

    Maður þykist sjá betri skilning leikmanna á því sem Rodgers vill gera og þetta getur nú bara batnað held ég. En ef Suarez meiðist þá erum við í skítnum, held að það sé ljóst.

  17. No 8. Það er bara þannig að Gerrard er búinn að vera slappur og hefur ekki dregið vagninn eins og hann gerði, en auðvita mega aðrir líka pulsa sig upp. Alveg rétt að öll lið þurfa foringja en Gerrard hefur ekki sýnt þá hlið á sér undanfarið og hefur ansi oft tekið rangar ákvarðanir. Gerrard má alveg byrja á bekknum stundum, hann hefur bara gott af því.

  18. Mjög skemmtileg upphitun, vona að leikurinn verði að sama skapi skemmtilegur

  19. Þessi upphitun er heimsklassa eins og ávallt er von á frá Babú.

    Leikurinn á morgun verður vonandi eins skemmtilegur, spái sigri okkar manna.
    3-0. Suarez með 2 og Sterling setur eitt.

  20. Ég væri til að sjá þetta lið:

    Reina með Agger og Skrtle fyrir framan sig, Wisdom og Enrique í bakvörðum.

    Sahin, Allen og Gerrard fyrir framan.

    Cole – Shelvey – Suarez

    Með Shelvey frammi þá gefur það Suarez meira pláss, hann er búinn að vera dáldið einn finnst mér í síðustu leikjum, Shelvey sýndi það alveg þegar hann byrjaði fremstur á móti Young Boys að hann getur alveg leyst þá stöðu, stór og sterkur og dregur í sig menn, ekki ósvipað og Carroll gerði, sem skapar þá meira pláss fyrir Suraez.

    Það má alveg fara gefa Sterling frí, hann hefur ekkert verið eins svakalegur í síðustu leikjum einsog þegar hann byrjaði. Eins finnst mér alveg að það meigi prófa Johnson framar ef þá má hafa Enrique framar. Finnst hann hafa meira fram að færa sóknarlega og ekki eins góður varnarlega og Enrique.

  21. Æi ég veit ekki ég spái tapi eða besta falli jafntefli.Virðast ekki geta höndlað þennan leikstíl sem BR er að reyna koma á.Geta bara ekki klárað sóknirnar með sóma sem er mjög mikið áhyggjuefni.Hvað er verið að æfa?Ég bara spyr.Ég skil bara hvernig þeir geta gert allt svona erfitt að hitta markið!!!Ekkert nema hrós um góða spilamennsku en hvað með árangurinn?Ekkert nema afsakanir óheppni,dómarinn eða eitthvað annað.Æi ef ekki verður gerð alvöru kaup í janúar þá getum við gleymt þessu um toppbaráttu.

  22. 19, ég deili þessum áhyggjum með þér. Fram að þessu fannst mér þetta vera ekkert mál og bara einn ein fjölmiðlblaðran, en þessi ummæli eru svoldið eins og örvæntingafull tilraun til þess að fá á hreint hvort hann sé inn eða ekki, eða þá það sem ég vona óheppileg ummæli stjórans eða mistúlkuð í fjölmiðlum. Væri áhugavert að fá link á upprunnalega viðtalið. Við meigum ekki við enn einu klúðrinu!

    Sama á við leikinn á morgun, allt annað en sigur hlýtur að teljast klúður en þetta verður aldrei auðvelt, og sama þótt menn benda á dómgæslu og óheppni erum við sjálfum okkur verstir í flestum tilfellum.

    Núna er bara að stíga upp og taka 3 stig! YNWA!!

  23. 10

    Algjörlega sammála, spot on. Þetta er eitthvað sem Maxi Rodriguez kunni líka að koma sér inní teiginn þó að hann hafi svosum verið misjafn líka. Finnst oft frekar fáliðað í frammi þegar á að reka smiðshöggið á sóknina.

  24. Ætla að standa upp úr sófanum og klappa þegar Lucas kemur inn á 70 mín. Núna ætla ég að klappa fyrir Babu fyrir upphitunina og Brendan Rogers. Ég hef ekki efast um þennan mann í eina mínútu frá því að hann kom. Hann hefur neyðst til að prófa sig áfram með unga og lélega leikmenn til að fylla upp í liðið og hefur gert það vel. Hann er sanngjarn og gefur mönnum séns, en ef þeir taka hann ekki þá fara þeir beint á bekkinn eða sitja heima. Hann er fljótur að gera skiptingar ef hann sér eitthvað miður á vellinum og þorir að taka áhættur með leikmenn og uppstillingar.

    En það er aldei hægt að gera öllum til geðs, og erfiðast fyrir þá sem ná ekki að sjá heildarmyndina. Átta sig á því að Rogers tók ekki við toppklúbbi á Englandi heldur miðlungsklúbbi sem var búinn að vera í miklum eigenda-, þjálfara-, og leikmanna vandræðum undanfarin ár. Þetta fékk hann allt upp í hendurnar daginn sem hann tók við Liverpool liðinu og hefur verið að vinna úr því. Þeir sem vilja gefa honum 4-5 mánuði til þess að koma heilum fótboltaklúbbi á lappirnar eftir erfið veikindi ættu að setja á sig raunveruleikagleraugun. Ég segi frekar 1-3 ár ef batinn er stöðugur. það er ekkert óeðlilegt við stöðu Liverpool í dag miðað við ruglið sem hafði verið í gangi. Staðan gæti auðvitað verið betri en við getum huggað okkur við það að í fyrsta skipti í langan tíma er gaman að horfa á Liverpool spila fótbolta. Klúbburinn er mjög dínamískur, margt skemmtilegt í gangi, ungir leikmenn að koma upp sem fá að spila, Lucas að komast á skrið og fótboltinn skemmtilegur. Erfiðasti hlutinn er búinn og klúbburinn að komast á flug.

    Brendan….fly it to the moon!

  25. Liverpool vinnur ef suarez verdur í stuði,southampton nær jafntefli ef ricki lambert verdur í stuði.

  26. Ég held að Babú sé með þetta dálítið vitulaust núna, þ.e.a.s. byrjunarliðið. En bara svo það sé á hreinu, þá er ég himinlifandi með upphitunina.

    Horfum aðeins kalt á þetta, liðið eins og þú stillir því upp þarna hefur verið sama liðið plús / mínus einn leikmaður síðustu leiki og ég gef mér þar sem þetta er 4 leikurinn þeirra á 16 dögum, þá sé líklega komin þreyta í nokkra skrokka þarna. Annar faktor í þessu er Lucas Leiva. Hann segir það hreint út (á fréttamannafundinum), að næsta skref í endurkomu hans sé leikæfing, sem hann fær ekki á æfingasvæðinu eða með varaliðinu. Ergó: Hann byrjar á eftir. Þannig að ég held að miðjan gæti orðið:

    Lucas, Shelvey,
    síðan Gerrard Suso og Enrique með Suarez frammi.
    Besta vörnin só far er Johnson, Agger, Skrtel og Wisdom.

    Hann hintar þó að því að Cole gæti leikið sem er ágætt. Kannski er Cole búinn að hitta sálfræðinginn sem Enrique hitti og ef hann getur gert sömu wondertrikk við hann og hann gerði við Enrique þá er minn maður kátur.

    Þannig að ég held að við sjáum nýja uppstillingu í dag ólíkt þeirri sem við höfum verið að sjá og það verði miðsvæðið sem fái uppskurðinn, það verður líka jú að rótera aðeins og dreifa álaginu. Jólamánuðirnn ef framundan og merkilegt nokk enginn lykilmaður á meiðslalistanum fræga.

    Hlakka til, YNWA!

  27. Þetta verður vonandi byrjunarliðið okkar í dag. Pepe, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Lucas, Allen, Gerrard, Shelvey, Sterling,Suarez. koma svo hirða 3 stig.

  28. Fínasta upphitun, takk fyrir!

    Já, þetta er skyldusigur hjá LFC á Anfield. Það er líka skylda hjá stuðningsmönnum LFC að vera þolinmóðir og skilningsríkir varðandi ástandið! Þetta er pirrandi ég veit en félagið þarf sinn tíma til að rétta úr kútnum eftir fjárhagslegt gjaldþrot og lélegrar stjórnunar á peningum. Það horfir við á betri braut núna og þolinmæði er dyggð.

    Það fauk í mig þegar ég sá þetta myndband aftur með Suarez. Auðvitað eru ekki öll atriðin þarna 100% á hans bandi en hvernig var með þennan drullusokk hjá stoke? Var þetta traðk hans ekkert tekið fyrir eftir leik?

    Ég hef ekki miklar áhyggjur af Sterling. Ef hann vill fara í annað lið og stija á bekknum þar með blússandi laun þá er það hans mál. Þetta er bara leikmaður og ef hann hefur ekki metnað fyrir LFC þá getur hann bara farið en ég er viss um að hann mun semja. Menn eru alltaf að reyna að fá sem mest fyrir sinn snúð, ekki satt?

    Annars vinnum við þetta 2-0. Mörk frá Suarez og Gerrard.

  29. Frábær upphitun.

    8#
    Það þurfa öll lið fyrirliða inn á vellinum og við höfum Gerrard, þar er okkar vandamál í dag, þá er ég ekki að taka um leikmanninn Gerrard heldur fyrirliðann Gerrard,,,, þar hefur henn alls ekki verið að standa sig ( inn á vellinum), nei alls ekki , þetta er orðið alvöru vandamál finnst mér.Gerrard er hættur að láta í sér heyra eins og áður fyrr, td á móti Ma,united þá átti hann að væla eins og stungin grís, Liverpool hefur allt og oft verið beitt misrétti í leikjum okkar í vetur og þá eigum við að láta heyra í okkur( leikmenn), fyrirliðinn á að hvetja menn til dáða með hvatningum og fordæmi,

    Eitt er að eiga slæma daga sem leikmaður, en að nenna ekki að sinna vinnu sinni sem fyrirliði ,,,,það er ekki gott, það skín algjört áhugaleysi úr öllum hans gerðum og hátterni, því miður því hann er ( var) okkar hetja og goð.

    Eitt annað menn segja að þetta eigi að vera skildu sigur,,, því miður í dag er ekki hægt að heimta ( skildusigur ) sigur í neinum leik, það er bara hægt að vona að við vinnum leiki, vonandi munum við komast fljótlega aftur í þau gæði að við getur talað um skyldusigur í mörgum leikjum okkar.

    YNWA.

    Fyrir mitt leiti þá er þetta ein af ástæðum fyrir að margir leikir sem við höfum ekki verið verri aðilinn í en hafa samt tapast, það virðist vanta í leik eftir leik einkvern neista til að klára léikina, neista sem Gerrard hafði og dugði til ,,,,,, nei því miður þá virðist þessi neisti vera horfin að eilífu hjá honum því miðir, því miður.

  30. Ef Sterling er með eitthvað bull þá þarf hann að átta sig á því að mörk telja sérstaklega þegar samningur upp á milljónir punda er í fæðingu.En þeir hljóta að landa þessu.Spái óvæntum 2-0 sigri á heimavelli í dag Áfram LIVERPOOL!

  31. Samningamál Sterling hljóta að verða útkljáð og hann skrifar undir langtímasamning. Ég neita bara að trúa öðru. Drengurinn þarf auðvitað að fá þokkaleg laun og m.t.t. til peningaáskrifta sem menn eins og Cole og Downing eru með þá er eðlilegt að strákurinn, sem hefur haft töluvert meira til liðsins að leggja í vetur, fari fram á sanngjörn laun.

  32. Búinn að vera liverpool aðdáandi í 53 ár,leitt að skyldu ekki spila betur,en þegar ég var ungur.

Tottenham 2 – Liverpool 1

Liðið gegn Southampton – LUCAS BYRJAR