Liðið gegn Tottenham

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!

Liðið gegn Spurs er komið. Downing heldur sæti sínu í liðinu.

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Downing

Gerrard – Allen – Henderson

Sterling – Suárez – Enrique

Á bekknum: Jones, Sahin, Assaidi, Carra, Shelvey, Suso, Wisdom

Hjá Spurs kemur Dembele innní liðið og þeir stilla svona upp: Lloris, Walker, Dawson, Gallas, Vertonghen, Sandro, Dembele, Lennon, Dempsey, Bale, Defoe. Á bekknum: Friedel, Naughton, Carroll, Huddlestone, Livermore, Sigurdsson, Townsend.

Ég var að hugsa það á labbi heim í dag úr vinnunni að ég hef sennilega aldrei verið virkilega ánægður með úrslit á öllu þessu helvítis tímabili. Jú, ég hef verið sæmilega sáttur við sigrana og einhverja jafnteflisleiki hefur maður verið ágætlega sáttur við (aðallega Chelsea kannski).

En er ekki kominn tími til þess að einu sinni þá komi þetta lið okkur á óvart með góðum sigri? Ég sætti mig við jafntefli þar sem við spilum alltaf ömurlega á White Hart Lane. En hvernig væri nú ef okkar menn gerðu okkur aðdáendurna fáránlega glaða og hamingjusama með sigri í dag. Það hlýtur að fara að koma að því að við vinnum einhver lið önnur en Wigan og Norwich.

115 Comments

  1. Þetta lið var ekki að skapa mikið af færum í síðasta leik. Er ekki bjartsýnn á að þeir geri það núna heldur.

  2. Skíthræddur um ad midjan kosti okkur thetta i dag. Hefdi viljad sja Shelvey í stad Hendo og hvern sem er í stad Downing… En….. gangi okkur vel

  3. Hefði verið sattur að hafa SG a bekknum til að byrja með, hefur alls ekki verið alveg með hugann við þetta undanfarið. En ætla að vera bjartsynn og seigi jafntefli eða jafnvel naumur sigur okkar manna

    YNWA

  4. Aldrei ánægður að sjá Henderson í byrjunarliði og Shelvey á bekknum í hans stað! Og ekki er þetta tölfræði okkur í hag, tekið af BBC………..

    Dembele fact time: Tottenham’s win percentage in the six Premier League games Moussa Dembele has featured in this season is 83%. For those with zero mathematical knowledge, that is high.

  5. Þetta verður Brendan að taka á sig….Downing er ekki bakvörður….

  6. Hvað er það sem réttlætir það að Downing fær séns eftir séns, eftir hvern dapran leikinn á eftir öðrum ? Þetta er orðið gott.

  7. Sammála Einar, ég hef aldrei verið virkilega ánægður með úrslit á öllu þessu tímabili og eins og ég skrifaði í upphitun fyrir leikinn, Rodgers er á pari það sem af er, óvæntustu úrslitin voru sennilega tapið á The Hawthorns, enda vissi maður ekki hvað W.B.A voru í raun sterkir. Annað er eftir bókinni. Enda reikna ég ekki með sigri í næstu tveim leikjum. Meira kannski 2 stigum.

    En vonandi verður þetta leikurinn. Áfram Liverpool !!!

  8. Þetta var nú einum of einfalt fyrir Tottenham. En Suarez verður líka að slútta betur í svona færum.

  9. Stevie G missir boltann og svo skokkar hann til baka í hvert einasta skipti. Afhverju hefur hann áskrift að sæti í byrjunarliðinu??

  10. Henderson enn og aftur að sanna fyrir öllum stuðningsmönnum Liverpool hvað hann er mikið drasl.

  11. Furðulegt að BR hafi ekki gert breytingar.

    Downing er lélegur í fótbolta.

    Okkar menn sundurspilaðir.

    Stefnir í þungt kvöld 🙁

  12. Dagsskipunin hjá avb er örugglega sækið upp kantinn hjá Downing. Hvernig gat Henderson eiginlega klikkað á þessu færi, OPIÐ MARK ! !,

  13. tvö dauðafæri ónýt, gætu verið 1:2 yfir núna….mannskemmandi að horfa á þetta

  14. Er þetta eitthvað djók hvað allir sem einn í þessu liði eru hræðilegir að nýta færin sín?

  15. Þetta var gefins aukaspyrna sem skapaði markið, mjög lélegur dómur þar á ferð.

  16. jæja best að sætta sig bara við tap strax og horfa á þetta eins og einhvern hlutlausan æfingaleik sem snýst um að koma mönnum í form. Enda líta þeir út fyrir að vera nýbyrjaðir að spila fótbolta….
    andskotans helvítis djöfull….

  17. Við erum alveg nógu lélegir án þess að kenna dómaranum um neitt hér..

  18. Einginn fótboltaleikur er búinn eftir 20min. Everton lenti 2-0 undir á móti okkur, ekki gáfust þeir upp!!!

  19. Einhver fróður hér sem getur sagt mér hvenær það gerðist síðast að Liverpool kom til baka og sigraði leik eftir að hafa lent 1-0 eða 2-0 undir í deildinni?

  20. Já flott, já fínt fokk.

    Downing er lélegur leikmaður.
    Henderson virðist vera kelling. Hann hefði skorað úr færinu sínu ef hann hefði ekki verið svona mikil kelling þegar varnarmaðurinn nálgaðist.
    Reina er ruglinu, hvers konar mark var þetta?!?!?
    Gerrard virðist litlu sem engu skila til liðsins þessa dagana, hvorki sóknar né varnarlega. Hvenær hitti hann t.d. síðast á ramman fyrir utan teiginn. Hann er legend en enough is enough!

  21. Þetta er orðið vandræðanlega lélegt hjá okkar mönnum, geta bara spilað boltanum aðeins á milli á okkar helmingi en erum vitavonlausir í sókn, gjörsamlega bitlausir og ráðviltir. Þetta er auðvitað þungt högg að fá 2 ódýr mörk á sig svona snemma, núna er að sjá úr hverju þessir drengir eru gerðir, stefnir því miður í leik þar sem við lítum út eins og unglingalið að spila á móti fullorðum mönnum…sem er í sumum tilfellum akkúrat þannig

  22. Miðjan er stórt vandamál það sem af er. Henderson og Allen eiga nákvæmlega ekkert í Dembele og Dempsey. Hriklega þurfum við á Lucas að halda inná miðjusvæðið.

  23. Það gerist allt svo hægt, tottenham geta verið með menn í göngugrind í vörninni.

  24. Sjitt hvað okkar menn geta ekki blautann. En það er svosem ekkert nýtt.

  25. Jæaj það var eftir því þvílík og önnur eins hörmung bara game over strax þetta tók ekki langan tíma ætli það sé ekki best að hætta bara að horfa strax og spara sér smá pirring. BR er greinilega alveg með þetta djöfull sakna ég RB.

  26. Hvern þurfum við að drepa til þess að fá víti, þetta er ekki hægt

  27. Hvar er samræmið í dómgæslu, hvernig gat dómarinn ekki dæmt víti eftir að hafa dæmt aukaspyrnu á minni snertingu á hinum helmingi vallarins þegar mark nr 2 kom. Ég skil ekki svona aulaskap þetta er hætt að vera fyndið.

  28. Af hverju þarf það að vera svona djöfull sárt að halda með Liverpool!!! Maður bara verður að fara að brynja sig upp fyrir leiki og hætta að búast við einhverju. GAAAAAAAARRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGGG

  29. Ensku þulirnir eru gjörsamlega með hann beinstífan yfir apamanninum honum Bale. Svo sem ekki skrítið, hann er í fáránlegu stuði núna. Markið var alveg rosalega flott, boltinn fyrst á leið til hægri og svo beint til vinstri….hvernig er svona hægt?

  30. bara orðið erfitt að halda með þessum klúbb. fellur allt á móti okkur. Skorum ekki sama hvað … bara orðið fargin absurd .
    Var þetta ekki víti þegar hann ýtir aftan í stevie g ? og þá spjald. bara wtf. ,.

  31. Hjúkk, að koma hálfleikur. Þeir skora þá allavega ekki hjá okkur á meðan 🙁

  32. Óbreytt lið frá síðasta leik. Hvernig gat það verið góð hugmynd?…alveg rétt já, Brendan sagði að liðið hefði spilað frábærlega þá.

  33. Það á eftir að ganga af manni dauðum að halda með Liverpool þvílíkt niðurdrepandi að styðja þetta lið nákvæmnlega ekkert til þess að gleðjast yfir.

  34. Þetta er kannski ekki alveg eins slæmt og sumir hér láta. Algjör aulaskapur í báðum mörkunum, já það er sko alveg rétt, fyrst hjá Downing og svo bæði hjá veggnum og Reina í þessari aukaspyrnu, sem ég varla skil hvernig varð að marki.
    En þetta er ekki alslæmt, ég get ekki betur séð enn að Liverpool hafi fengið fullt af færum til að skora og gætu verið kominr með 2-3 mörk og jafnvel átt að fá víti, en ég bið ekki um svo mikið af fenginni reynslu.
    Allavega ekki eins mikil einstefna og ætla mætti af vælinu hér.
    Mínir menn mættu samt alveg fara að nýta færin það væri nú skemmtileg tilbreyting.

  35. Liðið var ekki almennilega vaknað í fyrsta markinu.
    Aldrei aukaspyrna/seinna markið óheppni.
    Ef það var aukaspyrna, þá var þetta 100% víti þegar brotið var á Gerrard.
    Liðið er að skapa sér færi en fjárans óheppni að ekki skuli vera komið a.m.k. eitt mark.
    Síðustu 30 mínúturnar er Liverpool búið að vera mun betri aðillinn og oft fínt spil.
    Samantekt: Hættið að væla og tala niður liðið.

  36. Vá hvað þetta svíður, þetta er næstum því jafn sárt og á móti Manjú þegar við vorum rændir. EN…….við verðum víst að nýta færin til að skora. Svakalega léleg nýting færa er að reynast okkur dýkeypt og við rændir víti……..(Stuna)………EN það eru 45 mín. eftir og þessi vörn Spurs er bara djók. Ef við skorum á fyrstu 5 mín. seinni hálfleik þá vinnum við þennnan helvítis leik! Koma svo LFC

  37. Kristján minn. Fótbolti snýst nú einu sinni um að skora mörk, ekki bara possession. Við erum vandræðalegir inní teig andstæðingana.

  38. Liverpool virðist bara ekki geta fengið víti á þessari leiktíð, það er bara svo einfalt.

  39. Ég elska Liverpool FC ! Líka þegar þeir eru að tapa 😉 Þá er nefnilega ennþá skemmtilegra að fagna þegar come-back’id kemur…

  40. Áður en maður hefur gaman af seinni hálfleik. Bara ein spurning, er ekkert verið að tala um að fá Carroll tilbaka í janúar? Gaurinn er markaskorari.

  41. jájá þetta er allt að koma, bara óheppni, dómaraskandall og hrein tilviljun að Liverpool skuli ekki vera ofar á töflunni. Þetta kemur getu liðsins ekkert við hóst hóst

  42. Ef að viðtalið við Brendan eftir leik verður enn ein pollýönnuræðan hvað þetta sé allt að smella og hvað alir eru frábærir alltaf. Nú þarf karlinn að fara að sýna pung og gagnrýna þá sem eiga það skilið,þar með talinn sjálfan sig að velja Drowning. Þetta er bara ekki hægt,hvað sem öllu uppbyggingartali líður þá lét hann taka sig í ósmurt í transfer glugganum síðast og enn og aftur erum við að líða fyrir það.

    Áfram Liverpool samt til dauðadags og ekkert múður.

  43. Hahahahaha, þorir engin leikmaður að skjóta á markið, mikið djöfull er þetta hlægilegt, það vilja bara allir gefa fyrir, guð minn góður 🙁

  44. Strákar.

    Henderson er ekki lélegur í fótbolta, hann er bara lítil sál (pissudúkka).

    Downing er ekki lélegur í bótbolta , hann er bara ekki sterk persóna (pissudúkka).

    Enrique er ekki lélegur í fórbolta , hann er bara andlegur klaufi (pisudúkka).

    Johnson er ekki lélegur í fótbolta, hann er bara of oft auli (pissudúkka).

    Oftast er allt í lagi að hafa eina og eina pissudúkku í liðinu þá bara draga aðrir vagninn fyrir þá .

    Enn Liverpool hefur allt of marga leikmenn sem eru ekki sterkir karaterar (pissudúkkur) við erum líka með alvöru kerlmenn í hópnum okkar en bara allt of fáa,

    Þessi leikur er ekki alveg búinn enn þá , maður vill trúa á kraftaverk í síðari hálleik.

    YNWA

  45. já Höddi, ég var einmitt að spá i þessu…þeir dansa í kringum markið og gefa bara hver á annan…. andsk!!!

  46. Taka hendo út shelvey inn og downing út og suso inn og láta einhvern annan en gerrard taka hornin skorum aldrei úr horni sem gerrard tekur

  47. Getum við ekki sótt um að fá að taka bara innköst í staðin fyrir hornspyrnur.

  48. Menn ættu að vera aðeins rólegri. Tottenham eru ekki að gera nokkurn skapaðan hlut og við erum búnir að vera miklu öflugri síðustu 30 min.

    En það kæmi manni samt ekki á óvart að 3 markið myndi vera Tottenham mark on the brake.

  49. Góðu fréttirnar í þessu er að kerfið virðist vera að virka þokkalega. Við erum að spila okkur ágætlega upp, komast í efnilegar stöður á vellinum og jafnvel að fá færi. Vandinn er hins vegar augljós. Þegar þessar góðu stöður koma upp erum við með rangan mannskap allt of víða. Í vinstri bakverði er gamall kantur (mark 1 í dag). Í vinstri kanti erum við að stóla á sóknareiginleika gamals bakvörðar sem skorar ca 1 mark í hverjum 100 leikjum (skalli áðan). Joe Allen er ekki náttúrulegur djúpur miðjumaður. Jordan Henderson er því miður ekki með nægilega góða fætur og sendingagetu til að geta skilað miðjuhlutverki í svona fótbolta. Og á hægri kanti er strákur sem ætti undir öllum eðlilegum kringumstæðum að fá að hvíla þriðja hvern leik. Þegar svo bætist við þetta að Gerrard er ekki upp á sitt besta þá eru þetta 7 af 11 mönnum sem eru ekki á sínum besta stað um þessar mundir. Miðað við það er þetta helvíti gott bara, en kannski skiljanlegt að það verði gloppur hér og þar.

    Ég gef BR séns þar til við erum komin með rétt mannað lið.

  50. það er eitthvað við Dempsey sem ég þoli ekki….alltaf fúll á svipinn með þessi stóru starandi augu….ég meika það ekki ef hann skorar svo í dag

  51. Voðalega eru þetta skitodyrar auka sem dempsey fær rétt við vítateiginn menn verða nú að passa þetta og ekki láta fiska sig svona

  52. En en en það eru 79% meiri líkur á að það lið sem heldur boltanum meira sigri leikinn. Engar áhyggjur fólk, þetta reddast!

    Bara ekki í kvöld urrgh

  53. Hey, okkar langmarkahæsti leikmaðurinn í deildinni á eftir Suarez, Owen Goal!

  54. “Hit Bale straight in the fails…face” stórkostleg mismæli hjá lýsandanum mínum.

  55. Sammála helginn mér finnst bara vanta svolítið hreðjar í rodgers að þora að taka sensinn

  56. Er bannað að dæma víti á andstæðinga LIVERPOOL ? eða hverng er það ? Er það eitthvað sem ég missti af, nýjar helv reglur ?

  57. Þetta Tottenham lið er ekki merkilegt finnst mér. Þeir eru hrikalega heppnir ef þeir ná að landa þessum sigri hér í dag og það á heimavelli. VIð erum búnir að fá þvíliku færin og tvisvar hefðum við getað fengið víti.

    Lýst vel á þetta hjá okkur.

  58. Svo er þetta enn einn punglaus dómari þorir ekki að dæma víti helvítis aumingi

  59. Sammála 94, alltaf hálf skondið að sjá helmössuð varnartröll hrynja niður undan littla Sterling okkar.

  60. Ég er að spá ef að Suarez væri inni í teig með botann og einhver andstæðingur myndi kýla hann viljandi í andlitið með krepptum hnefa traðka svo á honum sparka í andlitið á honum og hrækja svo á hann í lokin myndi hann þá fá dæmda vítaspyrnu?

  61. Við erum að reyna að skora og jafna. Þá tekur Glen Johnson uppá því að fara og sóla sjálfan sig. Held örugglega að það hafi aldrei skilað neinu.

  62. Assaidi mun aldrei aftur spila fyrir aðallið Liverpool. Lásuð það fyrst hér.

  63. Ég veit ekki hvort mér þykir sorglegra.

    Það að Liverpool geti ekki nýtt nein færi, ekki einu sinni þegar að það er ekki markmaður í markinu.

    Eða það að liðið er svo andlega veikt. Þeir virðast bara ekki halda það út að sækja og pressa þegar að þeir eru að dóminera leiki í lokin.

    Glen Johnson (sem átti annars allt í lagi leik) er til dæmis í tveimur leikjum í röð búinn að hlaupa með boltann útaf í crunch time. Undir engri pressu.

  64. Betri allan leikinn ef fyristu 20 min eru ekki teknar með, tvisvar fáum við ekki réttmæta vítaspyrnu og sigur mark þeirra skorað úr aukaspyrnu eftir dífu, er þetta ekki bara síðustu tvö ár í hnotskurn.

  65. Maður bjóst við tapi fyrirfram en þetta er samt alltaf jafn svekkjandi. Leikskipulagið hjá Liverpool er í molum finnst mér. Spilið á miðjunni fær aldrei að flæða heilan leik. Menn eru út og inni í leikjum, panick og langar sendingar eru búnar að taka yfir tiki taka. Sálfræðingurinn sem var ráðinn um daginn þarf að vinna yfirvinnu næstu vikurnar.

  66. Sumt gott annað slæmt …..svona er bara hópurinn okkar. Hefðum alveg getað unnið þennan leik, áttum hættulegri færi en boltinn þarf víst að fara í mark andstæðinganna. Ég þoli alveg liðið mitt, leikmennina og stjórann en mér leiðast þessir töffarar sem allt þykjast vita. Þessi leikmaður er aumingi, þessi getur ekkert, þessi er hálfviti og svo þessi flotta setning “þið lásuð þetta fyrst hér”. Ég vona í það minnsta að þið séuð ekki uppalendur…. 🙂

  67. Getur einhver frætt mig hvenar Liverpool fékk víti seinast? og hvað mörg höfum við fengið þetta season,,, veti að við ættum að vera búnir að fá allavega nokkur stk þetta tímabil

  68. Svarið er einfalt við höfum ekki fengið neitt víti en fengið á okkur þrjú!

  69. Grunaði það, nátturlega ekki hægt. Dómarar þora bara ekki að dæmi Liverpool í hag inn í vítarteig, alveg ótrúlegt.

  70. Fyrirskipun frá rauðnef til dómarasettarinnar, Liverpool fær ekkert víti, og allir vafadómar falla andstæðingum þeirra í hag, þetta er það eina sem manni dettur í hug því það hvað hallar á Liverpool í dómgæslu er svo hrikalega áberandi.

  71. Þetta var fínn leikur hjá okkar mönnum fyrir utan byrjunina.

    Vantar bara þetta klassíska sem búið er að telja upp.
    Greddu við markið, jafnræði í dómum og nokkra sterka leikmenn í viðbót 🙂

    Ekki var Downing að gera rósir enn einu sinni og Assaidi ræfillinn var eins og firmastrákur þennan stutta tíma.

    Nú byrjar runnið c”,)

    YNWA

  72. Getur verið að þið séuð að kvarta yfir dómgæslu, Það eina sem var ranglega dæmt á móti ykkur var þegar dempsey fékk aukið. Áttuð aldrei að fá víti og þið munuð aldrei heyra neinn nema stuðningsmann Liverpool halda því fram.

    En að FÓTBOLTANUM, þið voru betri, en við áttum góðar 20 mín og fórum svo bara í vörn. Vörn sem var alls ekki góð.
    Þið voruð að halda boltanum mikið betur og voruð hreinlega óheppnir að skora ekki. Ótrúlegt að þið hafið ekki skorað meira á Gallas. Djöfull er hann lélegur, algjör varaskeifa.
    En hætti að kommenta hjá ykkur eftir þennan leik, og ætla ekki að vera nudda ykkur upp úr þessu 😉

  73. Fáránlegt að halda því fram að þetta hafi ekki átt að vera víti þegar Dembélé ýtir í bakið á Gerrard ÞEGAR hann er búinn að ýta boltanum áfram og er að fara skjóta.

    Jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit en Dempsey stakk sér til sunds og dómarinn féll í gryfjuna, verður gaman að sjá hvort þessi dýfa verði ekki aðalmálið hjá pressunni á morgun. Ef Suarez hefði átt í hlut þá væri búið að drulla hann niður. 🙂

  74. Því miður held ég að þetta segi meira en mörg orð:

    Swansea 14 w5 d4 l4 gd4 20
    Liverpool 14 w3 d7l4 gd0 15

    Fjögur stig í fallsæti, 17 stig í toppinn.´

    Hér hefur verið sagt að Rodgers hafi verið í svo slæmri stöðu þegar hann tók við en varla er hægt að segja í alvöru að Swansea sé með sterkari hóp en Liverpool.
    Það væri svo gaman að vita á hvaða blaðsíðu við erum núna af þessum 180 síðna doðrant sem Rodgers á að hafa notað til að heilla eigendurnar?

  75. Ég er orðinn svo leiður á því að þurfa að segja þetta. Ég hugsa að ég sé töluvert leiðari á því heldur en stuðningsmenn annara liða séu leiðir á því að Liverpool menn kenni alltaf öðrum um. En allavega…

    Liverpool liðið, hefur líklega átt að fá eitthvað rétt undir 10 vítum í vetur. Liverpool liðið hefur hinsvegar ekki fengið eitt einasta víti. Luis Suarez, einn og sér, hefur átt að fá, líklega, fleiri en 5 víti.

    Hvernig má það vera að dómarar ensku deildarinnar séu svona blindir á eitt lið?

    Síðan er ekki nóg með það að liðið eigi að fá víti, því að það virðist ekki mega hlaupa nálægt leikmönnum annara liða, þannig að þeir fallli og fái annaðhvort aukaspyrnu eða víti, sama hvort það sé snerting eða ekki.

    Þetta er orðið þreytt… mjög þreytt

Tottenham á miðvikudag

Tottenham 2 – Liverpool 1