Swansea 0 – Liverpool 0

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!

Okkar menn fóru á gömlu heimaslóðir Brendan Rodgers og gerðu þar jafntefli gegn Swansea, 0-0.

Rodgers stillti þessu upp svona í byrjun

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Downing

Gerrard – Allen – Henderson

Sterling – Suárez – Enrique

Það er svo sem ekki svo mikið að skrifa um þennan leik. Liverpool var klárlega betri aðilinn mestallan leikinn, en náðu ekki að nýta sér þau færi sem þeir sköpuðu. Okkar menn voru mun betri í fyrri hálfleik og ég var bjartsýnn í hálfleik, en því miður var sá seinni verri. Sterling átti skot í slá, Enrique skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu (sem mér sýndist vera fullkomlega löglegt mark), Johnson lét verja frá sér einn á móti markmanni og Sterling og Suarez tókst einhvern veginn að klúðra því að vera tveir á móti einum varnarmanni við miðlínuna, en ná ekki að skora.

Niðurstaðan er því enn eitt jafnteflið. Liðið er nú ósigrað í 8 leikjum í deildinni, en vandamálið er bara að fimm af þeim leikjum hafa endað með jafntefli.

Eitt af því sem mér þótti eftirtekrarvert hjá Rodgers í dag var að hann hafði Gerrard inná allan tímann þótt að hann hefði spilað afleitlega. Gerrard er auðvitað goðsögn hjá þessu liði og á inni hjá okkur ansi mikla þolinmæði, en það var öllum ljóst að hann átti ekki góðan dag og það er ekkert guðlast að taka hann útaf þegar hann er að spila svona illa einsog í dag.

Allavegana, ég nenni ekki að ræða þetta neitt mikið frekar. Þetta voru ekki verstu úrslit í heimi að gera jafntefli gegn þessu fína Swansea liði, en málið er bara að ef við ætlum að blanda okkur á nokkurn einasta hátt í baráttuna um fjórða sætið þá verðum við að fara að breyta þessum jafnteflum í sigra. Í dag hefði svo sannarlega hjálpað til ef að hættulegasta sóknarvopnið á bekknum hefði ekki verið Joe Cole. En við höfum farið svo oft í gegnum þá umræðu að ég nenni ekki að eyða frekari orðum í það fram í janúar. Við vitum öll hver vandamálin eru.

68 Comments

  1. Sama vandamálið á nýjum stað.

    Miklu betri færi, spurning hvort tekið var af okkur mark og við fáum bara eitt stig. Sennilega sanngjarnt í heildina en 1-1 eða 2-2 verið eðlilegra.

    Margt jákvætt. Bíðum skýrslunnar…

  2. Það er langt síðan fyrrihálfleikur hefur verið betri hjá okkur en sá síðari. Í fyrrihálfleik voru Glen Johnson og Enrique góðir. Í seinni hálfleik voru allir skelfilegir fyrir utan Reina.

  3. Jæja sam shit different day. Þetta var nú meiri viðbjóðurinn skil ekki tilhvers maður er að eyða tíma sínum í að horfa á þetta sorp.BR klárlega á réttri leið með Liverpool ef að markiðið væri að ná sem flestum jafnteflum hann gæti hugsanlega slegið eitthvað met ef hann heldur svona áfram. Hef sjaldan séð jafn illa skipulagðan og bitlausan sóknarleik og Liverpool er að bjóða upp á þessa dagana.

  4. Það er dapurleg staðreynd að Liverpool í dag hefur engan fyrirliða, hver er fyrirliðinn sem hvetur menn áfram og sýnir dugnað og fordæmi, Gerrard er búinn að vera ótrúlega máttlaus í vetur það skín úr honum áhugaleysi og uppgjöf,,,, það sem þarf að gerast hjá Liverpool er að fá annan fyrirliða, það er djörf ákvörðun en ég er viss um að þá sæum við Gerrard spíta í lófa og taka sig taki ef hann hefur enn þá einkvað eftir, við vorum betri í fyrri hálleik en síðan dró úr mátti okkar, það er það sem gerist hjá öllum liðum sem hafa ekki sjálfstraust og dugnað, það er það sem einkennir flest lið sem falla, það gengur ágætlega í byrjun hvers leiks síðan minnkar og minnkar trú mann á sigur,,,, þetta er svolítið svona hjá okkur , enginn fyrirliði og ekki trú eða styrkur til að sækja sigur þó að við höfum betri mannskap en andstæðingurinn.
    Næsti leikur sker úr um hvort það sé enn eistu undir mörgum leikmanna okkar eða hvort við séum bara Pissudúkkur sem gefast upp við mótlæti.

  5. Same old same old.

    EF Suarez gerir þetta ekki þá er þetta ekki gert.

    Aðeins að ótengdu, var að skipta yfir á Southampton og Newcastle. Þvílíkur leikmaður sem þessi Ramirez er… Keyptur fyrir 12 m. pund. Borini fyrir svipað… Sorglegt…

  6. Sigur hefdi verid sanngjörn úrslit… höfum thad alveg a hreinu maggi.

    Ad halda hreinu er jákvætt sem og ad halda áfram taplausri hrinu.

    Áhugaleysi fyrirlidans er hinsvegar áhyggjuefni. Auk thess ad hafa let me Downing í byrjunarlidinu. Vid viljum geta stólad á sókndjarfan bakvörd thegar hefdbundin sòknartaktík er ekki ad skila neinu.

    Midjan kostadi okkur sigurinn í dag. Thad er ljóst. Henderson er duglegur vissulega, en hann er bara ekki nógu hæfileikaríkur heldur er hann ragur eins og barinn hundur og hugmyndasnaudur med eindæmum.

    Allen gerdi svosem ekkert af sér í dag thrátt fyrir eina eda tvær misheppnadar sendingar. En hann hefur ekki nærveruna sem einkennir midjustjórnanda…

    Hinn nyrádni taugasérfrædingur sem a ad sinna hinni andlegu hlid leikmanna hefur fjall ad klífa.

    En stig er stig, Arsenal tapadi stigum og vid vonum ad Sogskinkan geri slíkt hid sama. Thetta er marathon, ekki spretthlaup.

  7. Þegar þeir komust 2 á 1 varnarmann og náðu að klúðra því þá var mér öllum lokið!! þvílik skita að klára það ekki..
    Liverpool átti sigurinn skilið í dag og fékk mikið hættulegri færi! Pirrandi að nýta þau ekki

  8. Ég bjóst við fleiri mörkum í þessum leik en eftir þá þarf markalaust jafntefli ekki að koma á óvart þar sem að bæði lið þekkja vel inná leikstíl hvors annars.

    Jákvætt: Liðið heldur áfram taplausri hrinu og liðið hélt hreinu. Með smá heppni hefði liðið getað farið með sigur af hólmi. Þrátt fyrir að spilamennska liðsins hafi ekki verið uppá sitt besta þá má telja það ágætis árangur að ná 1 stigi á útivelli gegn liði sem hefur verið ná stigum af stóru liðinum.

    Neikvætt: Enn eitt jafnteflið. Líkt og á síðustu leiktíð er liðið að gera alltof mikið af jafnteflum sem skila litlu þegar uppi er staðið. Færanýtingin er skelfileg og í þeirri aðstöðu sem liðið er í þá hefur það ekki efni á að vera klúðra mörgum færum einn á móti markverði.

    Mesta áhyggjuefnið e.t.v. þessa stundina er að ákveðnir lykilleikmenn virtust þreyttir eftir því sem fór að líða á seinni hálfleikinn sem kom niður á spilamennskunni í seinni hálfleik. Hugsanlega hefur Rodgers verið með Tottenham leikinn á bak við eyrað þegar hann setti Henderson og Downing í byrjunarliðið til þess að dreifa álaginu, enda þrír leikir framundan á 6 dögum. Það er ekki öfundverð staða fyrir lítinn hóp.

  9. Fyrri hálfleikurinn mun betri en seinni, vissulega áhyggjuefni hvað fyrirliðinn er búinn að vera dapur. BR þarf að hafa hreðjar til að kippa honum út af. Að mínu mati er það alls ekkert stórslys að gera jafntefli á þessum velli. Enn einu sinni falla vafaatriðin ekki með okkur og ég er ekki sannfærður um að dæma átti rangstæðu á Enrique í fyrri hálfleik. Margt jákvætt í leiknum og vörnin og Reina solid. Ef við höldum áfram að gera jafntefli á útivelli við sterkari liðin og förum að vinna heimaleikina okkar reglulega þá eigum við pottþétt eftir að mjaka okkur upp töfluna. Come on stuðningsmenn, þetta er alls ekki slæm úrslit! Berum höfuðið hátt, spennandi leikur á miðvikudaginn! Þetta Swansea lið á eftir að hirða fleiri stig gegn sterkum liðum á heimavelli, engin spurning. Svo styttist í janúar-gluggann…..

  10. Áranguslaus leikaðferð – er roman ekki búin að ákveða að pep taki við chelski í vor og þá bara benitez 🙂

  11. Same shit, different day.

    Eins og Einar Örn segir, við vitum öll hver vandamálin eru. 8 leikir án taps en 5 af þeim jafntefli. Okkur vantar fleiri menn í liðið sem geta breytt jafnteflum í sigurleiki. Það er ekki eðlilegt að 17 ára strákur skuli hafa spilað nær allar mínútur í framlínunni í deildarleikjum til þessa og það er ekki eðlilegt að 32 ára Joe Cole sé okkar helsta vopn inn af bekknum.

    Við höldum bara áfram að telja niður fram í janúar. Rodgers er á fínni leið með þetta lið en þarf að fá betri leikmenn með Suarez í framlínuna.

    Og já, Gerrard er á 33. aldursári. Þeir dagar eiga að vera liðnir að hann sé ósnertanlegur. Ef Suso, Shelvey, Sahin eða Henderson hefðu spilað svona illa hefðu þeir verið farnir út af fyrir hlé.

  12. Brendan Rodgers er aðalvandamál liðsins og vandamál númer 2 er sóknarleikurinn af miðsvæðinu (Allen o.fl.). Ferlegt að stilla upp með 1 frammi gegn liði eins og Swansea og 3 sitjandi miðjumenn á miðsvæðinu. Það verður aldrei flæðandi sóknarleikur með þessu og hræðslulegt hjá BR. BR er ekki sigurvegari. Ég get ekki horft upp á fleiri leiki með Joe Allen-ég þoli hann ekki-rétt er það hjá BR hann stjórnar hraða leikjanna HANN HÆGIR Á ÖLLU spili með stuttum tilgangslausum sendingum út á kanta og aftur á hafsenta. Hann er fínn í léleg lið að halda boltanum aftast á vellinum en meira getur hann ekki. Hann skorar ekki, skýtur ekki, leggur ekkert til sókarnleiksins og alveg SKELFILEGUR leikmaður fyrir Liverpool. Forgangskaup BR voru Borini og Allen fyrir samtals 25M punda!!!! Þessir tveir menn veiktu liðið. Það hefði verið nær að henda þessum 25M í menn eins og Willian eða jafnvel Berbatov!!! Ömurleg frammistaða BR og hann getur ekki kvartað undan leikmannahópi því lið eins og Stoke, Swansea, Norwich og West Ham og WBA eru með mun verri leikmannahópa á svpiuðum slóðum og Liverpool og jafnvel ofar. Ömurlegt líka að að sjá að liðið fjölgar ekki í sókninni síðustu 20mínúturnar til þess að vinna leiki-kannski vegna þess að BR er sáttur við að vinna ekki leiki.

  13. Erum með alltof passíva miðju, svo hefðum við átt að spila tveimur frammi því Suarez fékk ekkert pláss.

  14. Æi farið ekki að grenja. Fínn leikur á erfiðum útivelli.

  15. Fer ekki að verða langt síðan Liverpool tapaði síðast í deildinni?

  16. Svekkjandi en sanngjarnt jafntefli að mínu mati, áttum eins og svo oft áður að klára leikinn í fyrri hálfleik, en Swansea hefðu eins getað tekið öll þrjú stigin í seinni, en sem betur fer stóðst vörnin og Reina áhlaupin.

    Ég sá ekki betur í endursýningunni en að rangstöðu dómurinn á Enrique hafi verið réttur, því miður.

    Aðeins varðandi fyrirliðann okkar, þá er þetta ekkert nýtt að hann skokki um vellina áhugalaus, þetta hefur því miður verið staðreyndin síðustu tvö tímabil með örfáum undantekningum.
    Í dag var hann arfaslappur og var heppinn að við fengum ekki á okkur mark eftir misheppnaða hælsendingu.

    Það er að verða sí erfiðara að afsaka veru hans í byrjunarliðinu á kostnað Shelvey t.d.

    Annars er heil umferð á þriðjudag og miðvikudag, og hver veit nema að leikurinn gegn Tottenham gleðji okkur meira : )

  17. Ótrúlegt.

    Hvernig er þetta hægt. Enn eitt jafnteflið hjá okkar mönnum. Æji manni langar svo að vera sáttur við Brendan af því að hann hefur allt með sér. En þetta er bara því miður ekki alveg að gera sig. Það var eins og þetta jafntefli lægi allan tímann í loftinu. Sjá hann knúsa alla þarna og kjamsa. Óþolandi!!
    Vantar allt drápseðli í hann. Fara bara og slátra þessu, Svo er ég alveg að missa þolinmæðina á Allen. Þvílík vonbrigði undanfarið eins og hann byrjaði þetta vel. Steingeld miðja með meistara Gerrard í fararbroddi. Fyrirliðinn og minn uppáhalds leikmaður allra tíma er búinn. Þetta andleysi hans smitar ekki bara leikmenn heldur alla sem horfa upp á þetta. jæja nenni þessu ekki.

  18. Okkar menn voru betri en gerðu ekki alveg nóg. Hefðu getað skorað, en mér fannst þeir bara ekki nógu góðir og hörmulegir í seinni.

    Er að horfa á Celsea-city. Grey Benitez.

  19. Bara sanngjarnt jafntefli. Við fengum að vísu færin og afar tæpt rangstöðumark en þegar upp var staðið náðum við ekki að skora. Og þá eigum við ekki skilið að vinna.

    Mér fannst margt jákvætt við þennan leik. Swansea fengu varla færi í leiknum, þeirra sénsar voru skot utan teigs. Miðjan var nokkuð solid, Henderson spilaði nokkuð vel en Allen og Gerrard voru ívið slakari. Ég hef áhyggjur af því að Allen sé að breytast í næsta Adam – er óöruggur og klaufalegur á köflum. Sammála mönnum hér að ofan, Gerrard hefur ekki fundið sig núna í nokkrar vikur og má alveg fá hvíld, vera kippt út af í deildarleik. Hefði frekar átt að víkja en Henderson í dag. Ég skil samt alveg Rodgers, hann veit að það er alltaf von á einhverri snilld frá Gerrard, en eftir því sem hún kemur sjaldnar, því oftar má taka hann út af.

    Sóknarleikurinn er að batna, menn virðast vita betur hvaða hlaup á að taka en oft áður. Það vantar samt töluverðan hreyfanleika ennþá í sóknarleikinn. Allt of oft bíða menn eftir að fá boltann í fót í stað þess að taka hlaup og fá bolta í autt pláss.

    Sterling má líka fara að fá hlé. Hann tekur rosalega slakar ákvarðanir á köflum og sendingarnar eru farnar að láta á sjá. Hann er auðvitað ábyrgur fyrir því að senda Suarez ekki einn gegn markmanni þarna í seinni, svo klárar hann ekki nógu vel sín hlaup og slíkt. En þessi hópur mun ekkert gera mikið meira fram að jólum, kannski hífa sig upp í 6.-8. sæti. Við erum einfaldlega með svipað gott lið og þetta Swansealið.

  20. Svekkjandi sumpartinn. En mikið óskaplega var þetta nú betra en leikur sömu liða á sama velli, síðasta vetur. Seinni partur fyrri hálfleiks var afgerandi besti partur leiksins hjá okkar mönnum. Og LFC var betri aðilinn í þessum leik.

    Það er alltaf svekkjandi að skjóta í slá, og þarna hefði t.d. Swansea maður varið með hendi ef boltinn hefði verið aðeins neðar (=rautt og víti). Svo er það spes tilfelli af svekki að koma boltanum í markið en fá ekki dæmt mark, hvort sem maður sér svo “hið rétta” eftir á eða það reynist eitthvað vafamál.

    Sammála með að hvíla aaðeins þennan 17 ára og Shelvey hefði átt að leysa Stevie af hólmi. Held að Kallinn þurfti hvíld, alveg eins og Strákurinn. Reina stóð sig vel í þessum leik og vörnin var heilt yfir ágæt. Sóknina þarf að bæta við, eins og menn vita allir.

    Jafntefla-fylleríið heldur áfram og Stoke má vara sig í þeirri deildinni. Þurfum að halda sjó gegn Spurs og fáum svo gott tækifæri heima gegn Southhampton. Höfum nú gaman að þessu.

  21. Skelfilegt að vinstri bakvörður hafi í dag verið með mesta sóknar-instinct allra á miðjunni. Enrique var mættur á hættuleg svæði trekk í trekk, og átti að fá mark. Svo var hann nærri búinn að setja hann með öxlinni eftir að hafa mætt krossi með því að hlaupa fyrir framan varnarmann.

    Eitt gott var að Shelvey skotið undir lokin minnti mig á ungan og graðan Gerrard. Gerrard-Shelvey voru skiptin sem hefðu átt að koma í hálfleik.

  22. Ég er á því að BR sé á réttri leið með liðið. En ég er að verða þreyttur á sömu commentunum leik eftir leik, “we played really well”, því staðreyndin er sú að það er bara ekki satt. Liðið er alltof passívt, ekkert hungur, gredda eða killer instinct og menn yfir höfuð bara að spila illa.
    Ég vill að hann sé segi bara eins og er t.d. í dag að við höfum ekki verið að spila vel og ákveðnir menn (Gerrard) hafi verið að spila langt undir getu og ekki með næga ákefð. Þegar menn eru að spila fyrir Liverpool þá er slíkt ekki ásættanlegt

  23. Sælir félagar

    Ekki slæm úrslit í sjálfu sér og eins og segir í leikskýrlsunni þá er ekki margt hægt að tala um þennan leik. Young S virkaði þreyttur og einbeitingarlaus þegar leið á seinni hálfleikinn og hefði ég viljað Suso inn fyrir hann á 60. mín.

    Fyrirliðinn er einfaldllega ekki sá maður sem hann var. BR og Gerrard sjálfur verða að horfast í augu við það. Skiptingar komu of seint til að vinna leikinn en voru góðar til að halda jafnteflinu. BR þarf að fara að sýna þor til að vinna leiki og taka einhverja áhættu til þess. Það er auðvitað erfitt þegar fyrirliðinn er áhugalaus og vinnuframlag hans í lágmarki. En þá er að hafa þor til að hvíla (taka hann útaf eða útúr liðinu einn og einn leik) hann eða gefa honum frí.

    Downing gerði svo sem ekkert af sér en hækkaði ekki verðmiðann. Allen átti ekki góðan dag, gaf tvær aukaspyrnur nálægt vítateig sem hefðu getað verið mjög hættulegar. Aðrir voru svo sem á pari og rúmlega það en dugði ekki til.
    Það var nokkur ró yfir vörninni og hún gaf ekki mikil færi á sér sem er góðs viti og Reina virðist hafa þá snerpu sem við höfum saknað og sýndi meira sjálfstraust en í síðasta leik.

    En hvað um það. Jafntefli í leik sem við hefðum getað unnið ef allir hefðu lagt sig 110% fram. Það var ekki svo og því fór sem fór.

    Það er nú þannig

    YNWA

  24. Þessi leikur var bara svo leiðinlegur að það er varla að maður muni eftir honum.
    Sterling er frábært efni í góðan leikmann en hann verður að fara að vanda sendingar betur. Skelfilegt td. síðasta færið á milli hans og Suarez.

    Ps. Var að sjá í leik Chealse og M. City að menn eru með Rafa Out skiltin á lofti.
    Frábærir stuðningsmenn hjá þessu liði.

  25. Elí#5, Goggurinn#8, LFCForever#11, Hafliði#18, Snesi#19, Sigkarl#26.

    Skulum ekki vera að gagnrýna fyrirliðann okkar svona illa. Slíkt er ekki svaravert og þetta er bara orðið að þráhyggju hjá ykkur!

    Eins og Maggi segir í fyrsta kommenti þá fengum við miklu betri færi og dómarinn var á móti okkur og dæmdi ekki löglegt mark. Við héldum hreinu og þetta er allt á uppleið. Mjög margt jákvætt við þennan leik. 0-0 við Swansea á útivelli eru bara fín úrslit.

    Við þurfum bara að bíða eftir Lucas og nýjum markaskorara, þá lagast þetta allt saman.

  26. “Skulum ekki vera að gagnrýna fyrirliðann okkar svona illa”

    Viltu sem c að við gagnrýnum hann betur? : )

  27. Hvers vegna í fjáranum er fyrirlidinn hafinn yfir gagnryni??? Ég bidst forláts AEG en mér finnst thad ræfilsháttur ad íhuga ekki ad fjarlægja hann úr lidinu (thess vegna tímabundid) og láta hann berjast fyrir sæti sínu í lidinu! Hann skortir hungur og thad er enginn ad tala um ad rifta samningnum hans.

    Lidid hefur ekki efni á ad halda mönnum í lidinu á fornri frægd. Og ad fordæma gagnryni á Gerrard hljómar eins og versta forrædisbyggja.

  28. Finnst #16 algjörlega hitta naglann á hausinn. Gott stig á mjög erfiðum útivelli en vissulega vill maður alltaf 3 stig. Við verðum að sætta okkur við skortinn á breiddinni núna en þetta er allt að koma. Vitið til! 🙂

  29. Steven Gerrard var lélegastur á vellinum semsagt. Flestar sendingar í okkar liði, 89 talsins, sá númer 2 gaf 73. Það var Joe Allen, en hann var líka lélegur sé ég.

    Sköpun marktækifæra, Steven Gerrard með 6, Suarez og Sterling með 2.

    Ömurlegt að gera “bara” jafntefli gegn Swansea á útivelli, okkur til skammar skilst mér og einhæfasti sóknarleikur lengi skilaði 17 skotum á mark og 9 á rammann.

    Í fyrra yfirspilaði Swansea okkur í tveim leikjum og leikur dagsins var a.m.k. 100% framför milli ára gegn þeim. Því miður átti Suarez off dag í færunum sínum og við vorum enn röngu megin við ákvörðun dómara, þó þetta hafi auðvitað verið allt annað en skandall.

    Ætla ekki að ræða leikinn meira, verð pirraðri á því að lesa þetta endalausa niðurrif hér en að horfa á liðið þessa dagana.

  30. Komment nr 59 frá AEG undir færslunni “Liverpool 2 – Young Boys 2” þótti mér ansi gott þó sumir hafi ekki talið það svaravert.

    Mér þótti Gerrard halda liðinu í handbremsu allan seinni hálfleik. Við þurfum á fyrirliða að halda sem gefur þessum ungu leikmönnum hvatningu og sjálfstraust, (í ÖLLUM leikjum, ekki bara gegn Everton og Man Utd). Þótt ýmislegt jákvætt megi segja um Gerrard þá er fyrir löngu kominn með nóg af þessu afþvíbara attitudi frá honum.

  31. Alveg grautdrullufúlt að þurfa að horfa uppá löglegt mark þurrkað út – Sky Sports sýndi fram á rétt áðan að Enrique var réttstæður en ber að hafa í huga að það var nánast ómögulegt fyrir línuvörðinn að sjá á milli þeirra en sóknarmaðurinn á jú að njóta vafans.

  32. Er Brendan Rodgers á fínni leið með þetta lið? Jæja … það eru að koma Jól.

  33. Sælir félagar

    Ég er ekki sammála Magga með það að þeir sem gagnrýna leik einstakra leikmanna í dag séu með endalaus niðurrifsskrif um liðið. Hvað mig varðar hefi ég ekki stundað þau og ég hefi trú á verkefninu. Hitt er annað að þegar maður gerir þá kröfu á leikmenn að þeir leggi sig verulega fram og þeir gera það ekki þá er ástæða til að gagnrýna þá. Ég var viss um að þessi leikur ynnist ef ALLIR gerðu það. Mér fannst það ekki vera raunin. Það er það sem ég meina og ég stend við það.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  34. Hvað varðar Gerrard er með ólíkindum að fylgjast með honum þessa dagana. Hann spilar með hangandi haus og reyna hælspyrnu fyrir framan vörnina sem í 70% tilvika leiðir til marks andstæðings í úrvalsdeild er sakavert. Kraftmikill hlaup hans eru vanmáttug og hann er skugginn af sjálfum sér og kannski tímabært að gefa honum smá hvíld. Honum veitir ekki af því.

  35. Átti að vera: Hlaup hans, sem eru vanalega kraftmikil, eru vanmáttug.. Auðvitað má svo gagnrýna fyrirliðann – hann stendur einfaldlega ekki undir nafni.

  36. Eg hef afar sjalfan gagnrynt fyrirliða okkar en nu ma það alveg, hann er buin að vera mjog slakur i vetur og reyndar skugginn af sjalfum ser siðustu 3 arin. Rodgers a samt storan part i þvi þar sem gerrard er að spila alltof aftarlega og allir sammala þvi nema rodgers, af hverju i andskotanum sja þetta ALLIR nema rodgers ???

    Annað sem mer finnst verra er það að mer finnst gerrard vera ahugalaus og engin gleði i kallinum, maður ser hann aldrei nuorðið oslra og hvetja liðið afram en hinsvegar finnst mer hann oft fyrstur manna að hengja haus. Rodgers virðist ekki þora að taka hann ur liðinu sem er mjog gott. Gerrard var bara fjarverandi i dag og með allt niðrum sig serstaklega i fyrri halfleik, reynandi hollywood sendingar sem rotuðu allar a leikmenn swansea eða hælsendingar fyrir utan okkar vitateig sem einnig rotuðu a leikmenn swansea og skopuðu storhættu.

    Ljosið i myrkrinu er mað að eg held að shelvey muni verða okkar nyji gerrard og leiðtogi i liðinu, hann er að skjota a markið ogskora og auk þess horkunagli. Hef mjog mikla tru a honum og hlakka til að sja hann halda afram að bæta sig .

    En ef ahugi Gerrard a að spila lengur fyrir þennan klubb eða að hann hafi ekki lengur tru a þessu þa a hann bara að segja það og engin mun hneykslast þott hann vilji fara til real madrid, usa eda kina eda hvað i 2-3 ar og koma svo aftur heim og verða þjalfari, sendiherra, goðsogn eda hvað hja okkar monnum.

    Eg get alveg skilið kallinn ef hann er buin að missa trunna a þessu enda liðið okkar gert slakara og slakara a hverju ari nuna siðustu þrju arin og titlarnir og meistaradeildin fjarlægjast og fjarlægjast.

  37. Ég skil engaveginn þessa skiptingu sem hann gerði ??? JOJO ok en cole, leikur breyttist ekki rassgat.

  38. Það hefði verið gaman hefði sláraskotið hjá Sterling farið inn,en það þarf að kaupa hjá Liverpool.Líst vel á þennan Gomes hjá Wigan.Áfram Liverpool

  39. Sigkarl nr 37 er með þetta.

    Mig grunar að Maggi nr 33 hafi ekki horft á leikinn, tölfræði um heppnaðar sendingar hjá fyrirliðanum hreinsa hann ekki af slepjunni sem af honum lak í dag, ekki frekar en Joe Allen.

    Ef Maggi nr 33 er að vitna í einhvern með þessu “Ömurlegt að gera „bara“ jafntefli gegn Swansea á útivelli, okkur til skammar skilst mér og einhæfasti sóknarleikur lengi skilaði 17 skotum á mark og 9 á rammann.”
    Þá er ég Magga sammála, leikurinn í dag var langt því frá alslæmur, LFC betri aðilinn en því miður vantaði mörkin.

  40. Úrslitin tala sínu máli, markalaust jafntefli og markastíflan í liðinu er ennþá því miður…stífluð. Það er búið að ráða sálfræðing til að finna út úr því og komast að því afhverju menn fara á taugum fyrir framan markið. Verður sennilega næst mikilvægasti meðlimur félagsins á eftir klobbasérfræðingnum. Svo er ég ánægður að Reina rotaðist ekki, svakaleg tækling sem hann fékk á sig og vel gert hjá Reina. Hef ekki hrósað honum í 2 ár en hann á það skilið.

  41. Ja það hefdi sko verið gaman ef sláarskotið hka sterling hefdi farið inn en veit einhver hvenær við skoruðum siðast mark þar sem boltinn for af stong eða slá og inn ? A siðasta timabili attum við 30 og eitthvað skot i sla eða stong en ekkert þeirra þaðan og i netið, i vetur hafa þau verið nokkur en hvenær ætli við hofum siðast skotið i stong eða sla og innog hvað ætli það seu morg skot i heildina siðan sem hafa farið i sla eða stong og ut? Su tolfræði er allavega i meira lagi undarleg og mjog liklega heimsmet hja einu liði að skjota jafn oft i stong eða sla an þess að helvitos boltinn fari inn.

    Væri mjog gaman ef einhver nennir að grafa það upp hvenær við skutum siðast i stong eða sla og inn og hversu oft siðan þa við hofum skotið i stangirnar an þess að skora…

  42. Hafliði #43. Liverpool skoraði mark, en það var ranglega dæmt af. Tvö stig tekin af okkur þar. Nú, svo var markmaðurinn þeirra að verja vel. Mér fannst þetta bara fínn leikur á erfiðum velli. En það virðist ganga erfiðlega að koma þessum jafnteflum í sigur (í flestum ef ekki öllum jafnteflisleikjum átti Liverpool að vinna).

    Annars er ég sammála þeim sem telja að þegar Suarez og Sterling voru tveir á móti einum varnarmanni þá áttu þeir að gera miklu miklu betur. Gerrard, hann hefur nú verið beittari, en hann var langt í frá eitthvað lélegur.

  43. Ágætu Liverpool-bræður og systur. Það er í góðu lagi að gagnrýna leikmenn, líka fyrirliðann, svo framarlega sem gagnrýnin er málefnaleg. Það er einfaldlega mín skoðun að hann er algerlega búinn að vera skugginn af sjálfum sér í þó nokkurn tíma. Ef menn eru ekki sammála því og telja fyrirliðann búinn að vera frábæran undanfarna leiki þá er það bara fínt og þeir sömu hafa alveg rétt á þeirri skoðun. Annars er heimurinn alls ekki að farast sko. Ekki gleyma því að við skíttöpuðum á þessum velli í fyrra og vorum óheppnir að vinna ekki leikinn í dag. Eru það ekki framfarir? BR er að mínu mati að vinna flott starf með ákaflega þunnskipaðan hóp. Er svo sem búinn að segja það áður að ég lít á þetta keppnistímabil sem upphafið að endurreisn LFC. Það mun taka nokkur ár, sennilega 4 – 5, að koma klúbbnum okkar á þann stað sem við viljum öll að hann sé á. Ekki gleyma því að klúbburinn varð næstum gjaldþrota fyrir nokkrum árum! Við erum í raun enn að súpa seiðið af því. Finnst væntingar margra stuðningsmanna hérna algerlega glórulausar. Glasið er enn hálffullt hjá mér og ég ætla bara að njóta þess að sjá liðið okkur smám saman slípast til. Verður líka spennandi að fylgjast með janúar-glugganum. Ég allavega hlakka til miðvikudagsins þegar við förum til London. Jafntefli úr þeim leik væru mjög góð úrslit. Já, já, þið megið alveg væna mig um metnaðarleysi, en svona met ég stöðu okkar ástkæra klúbbs í dag.

  44. Sammála síðasta ræðumanni (#47). Útileikir á móti Tottenham og WH og heima á móti Southampton eru ekki örugg 9 stig ekki heldur 7 stig. Ekki einu sinni fyrir toppliðin. Maður fylltist einhverri bjartsýni eftir Wigan leikinn enn kom niður á jörðina í dag.

  45. Liðið er bara að súpa seyðið af að láta Carroll, Kuyt, Bellamy og Maxi fara og fá Borini inn í staðinn. Gríðarleg forsjáhyggja og vel haldið á spöðunum.

  46. þetta er orðið svolitið mikið þreitandi, liðið spilat vel, skapar sér færi en inn vill boltinn ekki, þetta er aðal vandamá liverpool, að vinna ekki leikina þar sem við erum betri aðilinn.

  47. Hvernig geta menn verið sáttir með jafntefli þegar lið eins og Arsenal, Everton og Newcastle missa stig sömu helgi? Meðalmennskan alveg hreint mikil hjá sumum hérna.

  48. Á meðan Rodgers telur að Joe Cole geti bætt einhverju við þetta lið þá verð ég ekki stuðningsmaður hans, maðurinn getur akkúrat ekki neitt. Þetta er einfaldlega ekki nógu gott og þrátt fyrir alla tölfræði þá var SG slakur í dag, vantar allan kraft og yfirferð og það er eins og hann nenni þessu ekki. Kannski getur hann bara ekki meira en þetta en það er rosalega dauft yfir þessu liði finnst mér, kraftlaust og hikandi, vantar alla greddu, ákefði og vilja í allt of marga leikmenn.
    Rodgers þarf síðan að fara í endurmenntun í sóknarleik 101, ekki hægt að skora þegar ætlast er til að eini sóknarmaðurinn er alltaf að fra 1 á 4, það vantar alla aðstoð frá hinum svokölluðu sóknarmönnum og miðjumönnunum.
    Langar svo að koma inn á það sem gerðist á Stamford Bridge í dag. Vona innilega að Benitez gangi allt í óhag hjá Chelszcki en svona framkomu af hálfu heimamanna gagnvart þjálfara síns eigin liðs í fyrsta leik á enginn skilið. Sýnir vel innrætið í þessum svokölluðu stuðningsmönnum Chelszcki. Benitez á alla mína samúð en hey, hann valdi að fara í þennan ormapytt.

  49. @ Kristján #46, svona sjá menn hlutina mismunandi, ég tel rangstöðudóminn réttann.

    Annars er ég á því að Liverpool sé á réttri leið með Brendan Rogers og eru að spila skemmtilegan fótbolta, eitthvað sem ég var farinn að sakna all svakalega.

    Svo horfði ég á Chelsea-Man City og maður lifandi hvað ég vorkenndi Rafa.

  50. Búast menn virkilega við því að Joe Cole, sem er ekki í neinni leikæfingu og hefur verið að glíma við meiðsli allt tímabilið, geti komið inná síðasta korterið í þessum leikjum og bara galdrað mörk og stoðsendingar útúr rassgatinu á færibandi?

    Joe Cole er frábær fótboltamaður, en hann þarf tíma og leikæfingu eins og allir aðrir leikmenn til að geta sýnt sínar bestu hliðar.

  51. Gæti það ekki verið smá ástæða fyrir því að Joe Allen hafi dalað síðan í upphafi leiktíðar. Við hlið hans í upphafi var Lucas og líkt og á síðustu leiktíð hefur miðjan dalað eftir að Lucas meiðist. Því þegar hann vantar þurfa aðrir leikmenn að sinna hlutverki sem er þeim ekki eðlislægt og það dregur úr krafti miðjunnar okkar.

  52. Þarf eiginlega ekki að segja neitt annað en það sem Maggi segir í númer 33 og 53. Rodgers spilaði eins vel og hann getur úr kortunum sem hann hefur. Enrique var afskrifaður sem vinstri bakvörður af ansi mörgum fyrir ekki alltof löngu síðan og hann hefur náð að gera hann að neyðar vinstrikant, það er ekki lengi síðan að hann gat bara spilað meðfram hliðarlínunni og oftast inní vandræði. En mikið svakalega hefur hann náð að breyta leiknum hans. En það segir mikið að hann sé orðinn neyðarkantur. Downing kemst ekki framhjá neinum varnarmanni sem kantari virðist vera og hann neyðist til að nota hann sem bakvörð. Það þýðir ekki að spila unglingum endalaust og mér finnst þar af leiðandi ekki skrýtið að Suso var hvíldur, mér sýnist Sterling þurfa á því að halda líka. Assaidi var ekki að virka á móti YB og stóð annaðhvort útá kantinum eða dripplaði boltanum með hausinn niður og það kom ekki neitt útúr þessu hjá honum og ekki skrýtið að Rodgers treystir honum ekki til að spila á móti betri varnarmönnum í Swansea. Menn virðast ekki höndla það mjög vel að skipta á milli sín miðjuhlutverkinum en ég bjóst við því vegna þess að andstæðingurinn spilar nánast eins og jafna hvor aðra út og Lucas í formi er nauðsynlegur aftur í liðið svo það komist meira jafnvægi á hana. Annars spiluðum við betur en Swansea á köflum í þessum leik í leikstíl sem liðið hefur bara spilað í nokkra mánuði á meðan Swansea hefur spilað hann í nokkur ár. Breiddin hjá liðinu er ekki mikil en við spiluðum miklu betur á móti þessu liði núna en í fyrra með meirri breidd. Og það er svekkjandi í þetta skipti að kassinn á Enrique var rangstæður annars hefðum við tekið öll þrjú. Það tekur meira en nokkra mánuði að byrja spila þann leik sem Rodgers vill innleiða hjá liðinu, þetta á eftir að taka þetta tímabil og líklegast hálft til þangað til að almennilegt flæði komist í leik þessara liðs og eflaust næstu þrjá glugga til að ná inn leikmönnum sem ná að spila á þennan máta. Annars er deildin ansi opinn og stutt á milli sæta og ég er jákvæður með að við förum upp töfluna í desember.

  53. Ein athugasemd í viðbót, uppá síðkastið hefur liðið ekki spilað mjög hátt uppá vellinum, líklegast vegna þess að við höfum verið að leka inn mörkum þegar það gerist. Miðverðinir liggja lágt og Allen verður mjög einangraður og millitengiliðurinn á miðjunni er með mjög lítið pláss til að athafna sig því það er auðvelt að loka á sendingarlínurnar. Og sóknarmiðjumaðurinn virðist ekki vita hvað hann á að gera í þessari stöðu, hann er oftast neyddur til að koma of langt til þess að sækja boltann og við sjáum oftast boltann fara hratt fram á hliðunum. Þetta er vandamál sem er ekki auðleyst. Það er hægt að færa línuna hærra upp og skapa pláss fyrir miðjuna til að athafna sig en þá erum við í mjög mikilli hættu á því að fá á okkur mark þegar við missum boltann. Þetta eru svakalega pirrandi vakstaverkir og erfitt að leysa þangað til að miðjan og framlínan eru orðnir mjög öruggir með að halda boltanum.

  54. I sunnudagsmessunni foru þeir felagar yfir markið hans enrique og voru sammala að þetta var loglegt mark mar sem hendin ma vera fyrir innan. Bukurinn var ekkert fyrir innan.

    En madur er svo sem orðin vanur þvi að okkar menn fai ekki logleg mork dæmd gilt eða fai ekki augljosar vitaspyrnur og liklega er það ekkert að fara neitt að breytast i brað

  55. Guð hjálpi okkur ef að Suarez meiðsist fyrir janúargluggann. Þvílíkur yfirburðarmaður.

  56. Gerrard fer í gang þegar Lucas kemur tilbaka og vonandi verður það sem allra fyrst því Joe Allen er ekki að heilla mann

  57. @Maggi #33. Ég get vel tekið undir það með þér að liðið hefur tekið framförum undir BR og að ástandið er ekkert svo svart, reyndar held ég að það sé bara nokkuð gott eða í það minnsta þokumst við í þá átt en það breytir því samt ekki að það hlýtur að vera í lagi að gagnrýna þegar það á við.

    Gerrard var kannski með 80 sendingar í leiknum en á 90 mínútum átti hann eina tæklingu, hann var á röltinu fram og á röltinu til baka og flest þessara færa sem hann skapaði komu úr föstum leikatriðum. Mér fannst átakanlegt að fylgjast með honum í gær og ég hefði tekið hann út af í hálfleik.

    Ég hef áhyggjur af Gerrard og eftir leiki eins og í gær hlýtur að vera í lagi að gagnrýna menn og Gerrard á ekki að vera undanskilinn gagnrýni. Hann virðist ekki fúnkera í þessu kerfi og allra síst ef hann þarf að sinna of mikilli varnarvinnu. Ég vona svo innilega að lífið verði auðveldara fyrir bæði hann og Allen þegar Lucas kemur aftur en mér finnst Captain fantastic ekki svo fantastic lengur, krafturinn sem einkenndi hann er í það minnsta ekki til staðar þessa dagana og ég hef áhyggjur af því að hann sé komin yfir hæðina.

  58. Spilamennskan er fín og fleiri leikmenn eru farnir að standa sig betur þannig að þetta gæti verið verra. Miðjan er ennþá pínusteikt að mínu mati. Einn holding miðjumaður og 2 fyrir framan ætti að vera nokkuð skothelt. Það mætti jafnvel setja Downing inn þar. Er ekki frá því að Gerrard ætti bara að vera holding miðjumaðurinn í liðinu. Hann er að breytast hægt og rólega í leikstjórnanda, kannski er Gerrard bara næsti Alonso.

    Finnst eins og Brendan er óhræddur við að prófa allskyns leikmenn í fleiri en eina stöðu og er naskur að sjá hvað er að virka. Þetta er ekki komið hjá honum og Spurs í næsta leik er annar 50/50 leikur og líklega jafntefli.

    En það er engin svartsýni í gangi. Fyrri hálfleikurinn var frábær leikur að mínu mati. Seinni hálfleikurinn slappur. Vel Enrique og Johnson menn leiksins. Voru helvíti nálægt því að skora.

  59. Til umhugsunar fyrir þá sem gagnrýna BR hvað mest núna;

    1) Liverpool var í einu af neðstu sætum deildarinnar frá áramótum og til vors á síðasta tímabili. Þá stóð ekki steinn yfir steini í spilamennskunni að mínu mati. Mér finnst liðið vera í mun betra standi nú en þá, og það er fyrsta skref í endurreisninni.

    2) Það er búið að keppa í efstu deild í Englandi í yfir 120 ár, þar af hefur Liverpool verið með topplið í 25 ár og 22 ár liðin síðan við vorum síðast á toppnum.

    3) Það eru ekki nema tvo ár síðan liðið var næstum komið í greiðsluþrot.

    4) Að mínu mati hefur spilamennskan batnað til muna frá því sem var fyrr á árinu, en það mun taka nokkur tímabil að koma liðinu aftur í topp 4 og við höfum ekki fjármagn til að keppa við t.d. Chelsea og Man City á leikmannamarkaði.

  60. Það er síðan spurning hvenær Liverpool kaupir mann á miðjuna a la Lucas. Hann þarf sinn bakköpp. Það er eiginlega alveg ljóst finnst mér að skipulag liðsins riðlast gríðarlega mikið með því að missa hann út. Allen fer að detta aftar og spila illa og við missum góðan framliggjandi miðjumann í verri stöðu (td Sahin eða Gerrard, nú eða Allen).

    Ef við værum með einhvern almennilegan bakköpp sem getur spilað þessa stöðu held ég að skipulagið væri betra. Það væri gaman að eiga slíkan mann til vara.

    Ég held líka að Lucas þurfi að fá pressu á sig til lengri tíma litið. Þó að hann sé frábær leikmaður verða menn að fá pressu á sig til að missa ekki dampinn, eins og þið vitið. Þannig að ég vil að þetta verði leyst næsta sumar, þarna gæti komið inn einhver sem er að renna út á samningi til dæmis, eða einhver ungur og upprennandi.

  61. Mér finnst það ekki vera merki um metnað að ætla að eltast við Tom Ince og Daniel Sturridge í janúarglugganum

  62. Síðbúið en læt það flakka samt.

    Það má segja að leikurinn í gær hafi verið um margt táknrænn fyrir tímabilið það sem af er. Hálffullt glas í fyrri hálfleik með ágætum tilþrifum. Hálftómt í seinni hálfleik með átakanlega slöppu stöffi. Half and half. Jafnir hlutar. Jafntefli.

    Og ekki í fyrsta sinn enda hafa 54% deildarleikja okkar það sem af er endað í jafnglími. Ef þetta væri á Ítalíu um árið 1982 (fyrir 3 stiga regluna) þá væri þetta meistaraform enda voru jafnefli gerð að listformi á þeim tíma. En þar sem við höfum ekki aðgang að la macchina del tempo þá verður að segjast að þetta mætti vera betra.

    Það er reyndar alveg vel þegið að tapa ekki í 8 deildarleikjum í röð. Það er framför og fyrir lið í þróun með nokkur nýfædd ungstirni innaborðs þá er það hið ágætasta mál að ná smá jafnvægi eftir erfiða byrjun. Ég er nokk sáttur við það og er enn að fíla Rodgers, taktíkina og framtíðarþankaganginn. Vonandi safnast í sjálfstraustið og sigrunum fer að fjölga.

    En það má samt alveg hafa áhyggjur af því að sigurhefðin sé ekkert sérstaklega sterk innan liðsins. Margir fastamenn í byrjunarliðinu hafa verið hér í 2-4 ár eða frá þeim tíma sem að Rafa-maskínan fór að hiksta og hringleikhúsið fór í yfirdrif innan vallar sem utan. Öldur eru að lægjast en það er enn ákveðin tilvistarkreppa í gangi. Erum við grimmir sigurvegarar í leit að silfri eða bara með ólympíuhugsjón í hægagangi og finnst bara gaman að vera með? Hvenær líkur millibilsástandinu og hvenær er nýjasta uppbyggingin “sú rétta”?

    Jafnteflin eru ekki bara vandamálið heldur er markaþurrðin líka. Og það er jafn mikið áhyggjuefni því að þetta er mynstur sem hefur verið síðan Rafa hætti. Síðasta tímabil Rafa með liðið þá skoruðum við 2,3 mörk per deildarleik en varnarleikurinn brást okkur á móti. Við höfum ekki skorað yfir 2 deildarmörk að meðaltali yfir tímabil síðan. Ekki bara það heldur á síðasta tímabili náðum við ekki að rjúfa múrinn fyrir 1,5 deildarmörk að meðaltali!!!!! Bara 1,3 deildarmörk í fyrra hjá King Kenny. Og staðan það sem af er tímabili í vetur? Endurtekning á sama deildarmarkaforminu og árið áður eða heil 1,3 deildarmörk per leik.

    Þessi markaþurrð og siguróvissa gerir það að verkum að jafnteflum fjölgar og sigrar eru torsóttir. Það má segja að ósigur fari eftir frammistöðu liðsins en sigur fer eingöngu eftir frammistöðu Suarez. Klúðrið með strækeraskortinn er þáttur í þessu en samt er taktíkin bara með einn uppi á topp og sá maður er markahæstur í deildinni.

    Vandamálið er ekki bara spurning um það heldur að restin af liðinu, sérstaklega miðja og vængir, eru ekki að skila sínu. Auðvitað þarf 1-2 strækera í viðbót og persónulega vil ég fá hreinræktaðan markaskorara í fremstu línu og Suarez sem vængframherja.

    En enn eitt áhyggjuefni er ekki bara það að markaþurrðin sé einkavandamál LFC heldur er þetta nokkuð sem að Rodgers tekur með sér og er innbyggt í hans annars ágætu velgengni með Swansea. Í fyrra skoraði Swansea bara 1,2 deildarmörk og það þrátt fyrir að vera spútnikk-lið með frábæra spilamennsku. Meðaltalið hefði verið enn lægra ef að Gylfi hefði ekki mætt á svæðið og byrjað að setj’ann. En auðvitað var þetta líka spurning um takmarkaðan mannskap á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Og þó, enda skoraði Swansea bara 1,5 deildarmörk að meðaltali er þeir lentu í 3.sæti í Championship og unnu umspilið. Þeirra taktík var að komast yfir og halda svo boltanum út leikinn með tilheyrandi pressu ef þeir misstu hann.

    Nú hef ég alveg trú á Rodgers með þetta en hans vinna er að finna beittari leikmenn sem láta þetta ganga upp fyrir toppklúbb og skerpa á taktíkinni. Ég vona a.m.k. að tiki-taka sé ekki háð því að hafa Messi í sínu liði því að það er bara einn svoleiðis til. Og er ég einn um að finnast BR sýna heigulshátt eftir hálfleik í gær? Eftir að hafa sótt mikið og vel í fyrri hálfleik þá virtist enginn hafa áhuga á því eftir hlé. Meira að segja Reina og aðrir tóku sinn tíma í sínar aðgerðir þó að stutt væri eftir af leiknum. Þetta var alls ekki gredda í sigur og ég trúi ekki að það sé bara frá leikmönnum komið. Það læðist að mér sá grunur að Rodgers hafi sýnt mannlega hlið og ekki geta hugsað sér að tapa fyrir sínu gamla liði í Wales og fá á sig hæðnishlátur….í annað sinn á tímabilinu. Því hafi hann boðað varkárni frekar. Eða kannski var þetta bara Evrópuþreyta. Eða bara léleg frammistaða. Hvur veit?

    En Rodgers þarf að hætta þessum háfleygu lýsingarorðum eftir misgóða leiki sem enda með takmörkuðum úrslitum. Oflof er háð og fer að verða hallærislegt að klappa mönnum á bakið fyrir hálfunnið verk. Og í Robbie Fowlers bænum ekki taka undir þessa tjöru með að þetta hafi verið skárri úrslit heldur en í fyrra og þar af leiðandi sé þetta jákvætt skref. Hverjum er ekki sama hvort við töpuðum í fyrra á sama velli? Það var síðasti leikur tímabilsins, úrslit leiksins skipti engu fyrir okkur en Swansea vildi klárlega frekar vinna. Aðrir stjórar, annar leikstíll og allt aðrar aðstæður. LFC eiga að spila til sigurs fram á síðustu mínútu í 80% allra deildarleikja. Heima og að heiman. Það eru bara nokkrir útivellir hjá háklassaliðum þar sem jafntefli flokkast sem raunverulega góð úrslit. Þarna voru þrjú stig í boði og við áttum að gera allt til að ná þeim. Þessi fyrirsláttur var steingeldari málsvörn heldur en kramið föðurlíf Phil Babb á markstönginni! Ég er alveg til í að vera Rodgers-sleikja en þetta var grútslappt. Gera betur næst, bæði á vellinum og í eftirmælunum.

    In Rodgers we trust. Come on you Reds

    YNWA

Liðið gegn Swansea

Jólaleikur Merkjavara og Kop.is!