Liðið gegn Swansea

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!

Liðið gegn Swansea er komið og lítur svona út:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Gerrard – Allen – Henderson

Sterling – Suárez – Downing

Bekkurinn: Jones, Carragher, Coates, Suso, Shelvey, Cole, Sahin

Þarna eru tveir óvæntir hlutir – ég fagna allavegana öðrum þeirra – að Henderson fái tækifæri í byrjunarliðinu. Ég sá ekki leikinn gegn YB, en ég hef haft mikla trú á Henderson og mér hefur fundist það leiðinlegt hversu fá tækifæri hann hefur fengið í vetur, sérstaklega í ljósi þess að Sahin hefur alls ekki verið að spila vel.

Hinn óvænti hluturinn er svo að Downing fær tækifæri. Daily Mail orða hann við Arsenal í dag og flestir telja að hann fari eitthvert í janúar, þannig að það verður athyglisvert að sjá hans frammistöðu í dag.

69 Comments

  1. Djofull er spes að sja downing, hefdi verið sattur með liðið ef cole hefdi verið inni i stað downing en breytir þvi ekki að við verðum að na i þrju stig og ekkert kjaftæði 🙂

  2. Getur einhver bent mér á hvar maður getur séð leikinn í góðum gæðum á netinu, án þess að nota Sopcast ?? netið hjá mér blokkar það alltaf !
    með fyrirfram þökk 🙂
    YNWA

  3. Sammála Einar Erni með að Henderson á sénsinn skilið umfram Sahin, ekki spurning.

    Svo verður gaman að sjá hvor er í bakverðinum og hvor á kantinum, Downing og Enrique!!!

  4. Frábært að sjá varnarlínuna!! Held við höldum hreinu í dag og vinnum þetta með einu frá suarez og glendan setur eitt í dag 😉

  5. Sammála Viðari, dettur helst í hug að hann sé að velja skásta varnarkost á kantinn með Enrique. Miðað við leikinn gegn Young Boys ætti Cole að vera inni.

    Mér finnst annars ekkert óvænt við að Henderson fái sénsinn núna eftir góða innkomu gegn Wigan. Hann þarf að sýna sama hungrið og þá. Ef hann nær upp svoleiðis baráttu þá náum við að eigna okkur miðjuna og þá er 1/3 sigur unninn.

  6. Cole hefur lítið sem ekkert spilað upp á síðkastið og þess vegna örugglega ekkert í spes leikformi. Gæti verið ein af ástæðunum fyrir því að hann er á bekknum.

  7. Gvuð hvað það er gott að sjá Agger aftur!

    Annars var Henderson ekki að heilla í leiknum á móti Young Boys, hefði frekar viljað hafa Suso þarna aftar á miðjunni.

    Svo er þetta með Downing, hann var ekkert skelfilegur á móti YB, en ekkert góður heldur og oft er ákvarðanatakan hjá honum skelfileg, sbr. að reyna skot með hægri næstum frá miðju á móti YB þegar við erum að reyna að færa liðið framar á völlinn.

    Það er samt alveg ljóst að árangur okkar í þessum leik (eins og flestum leikjum okkar í vetur) veltur á því hvort Suarez er í stuði eða ekki.

    Yrði alveg eftir bókini ef hann myndi nú klobba manninn með stelpunafnið 10 sinnum og setja þrennu!

    YNWA!

  8. Við treystum svo á 1-3 sigur í dag og tökum svo 8.sætið af Tottenham… þá er stutt í 4.sætið eða aðeins 6.stig! 😀

    Jólaleikur Kop.is og Merkjavörur er svo kominn í loftið, ásamt fullt af nýjum Liverpool vörum á http://www.lfc.is... vinningurinn ekki slæmur! Ferð á Liverpool-leik 🙂

    Kíkið þá hérna: http://www.kop.is/jolaleikur-2012/

  9. Líst vel á þetta byrjunarlið og hef góða tilfinningu fyrir þessum leik. Auðvitað er Downing spurningarmerki, en ég held að þetta sé leikur upp á líf og dauða hjá honum og hann fær ekki annað tækifæri í deildarleik með LFC ef hann klúðrar þessu. Hef trú á því að hann stígi nú upp og setji eitt í dag! Koma svo Liverpool!!

  10. Getur verið Downing sé í vinstri-bak og Enrique á kantinum. Ég vona það allavega, og mér líst miklu betur á þetta byrjunarlið heldur en spá SSteina.

    3 stig umfram allt, áfram Liverpool!!!

  11. Downing er í vinstri bak og Enrique er á kanntinum, það var hann að segja (BR) í viðtali fyrir leikinn. en ég spái 0-2 fyrir liverpool

  12. Kýs að horfa á jákvæðu punktana við þessa uppstillingu. Hópurinn er lítill og það er nauðsynlegt að dreifa álaginu niður á fleiri leikmenn. Það er nauðsynlegt að rótera til þess að halda mönnum við efnið og halda mönnum ferskum út allt tímabilið. Þá fá ákveðnir leikmenn tækifæri til þess að sanna tilverurétt sinn áður en glugginn opnar á nýjan leik.

  13. Ég hef fulla trú á verkefninu í dag og trú mín styrktist ennfrekar þegar ég sé að leiðinlegasti lýsandi íslands Arnar Björnsson lýsir ekki leiknum.

    Þetta verður markaleikur 2-5 eða eitthvað funky og skorar Suarez þrennu þaraf víti eftir að Gerrard verður farinn útaf!!

  14. Get ekki að því gert að mér líður eins og við séum einum færri með Henderson í liðinu! Fannst hann lélegur í Evrópudeildinni í vikunni og hann hefur aldrei náð að sannfæra mig! Vona þó að hann skjóti mig í kaf með sigurmarki!! :O)

  15. Carra með iphone-inn á lofti á bekknum að taka mynd þegar Rodgers labbaði inn á völlinnn. Ég sem sá hann alltaf fyrir mér sem Nokia 3210 týpu.

  16. Er einhver snillingur hérna sem getur aðstoðað mann með þetta torrentstream?

    Er kominn með TS player (VLC), en fæ ekki neitt til þess að virka í gegnum þá linka sem í boði er.

  17. Voldi @18
    Kíktu á þessar leiðbeiningar. Ég hef að vísu ekki prófað torrentstream ennþá en vonandi hjálpar þær.. 🙂

  18. Siffi #15

    Arnar Björnsson á ekki roð í hin grútleiðinlega og líflausa Hjört Hjartarson…ég man bara ekki eftir leiðinlegri þul en Hjört.

  19. Jæja, eitt skot á markið okkar og 0 mörk… það er jákvæð breyting!

  20. 3 stig í dag mundu gera svo mikið fyrir liðið núna. Alveg sama hvernig sigurinn kemur, mér er skítsama, þrái 3 punkta.

  21. Þetta er meira djókið. Swansea markvörðurinn varði skotið frá Johnson með hælnum. Hvenær fær Liverpool að smakka á svona heppni?

  22. Hvað er að frétta af Steven Gerrard?

    30% sendinga heppnaðar hjá honum í dag.

    Fyrir utan það að það er hærra tempó á pollamótinu á Akureyri…

  23. Það er hreint vandræðalegt að horfa a fyrirliðann i dag, eg elska þennan leikmann en mað ma alveg gagnryna hann, hann er ahugalausasti maður vallarins i dag endalaust að reyna þessar hollywood sendingar og oftar en einu sinni buin að tapa boltanum a hættulegum stoðum og nuna siðast rett buin að gefa swansea mark er hann reyndi hælsendingu rett fyrir utan vitateig okkar manna.

    Með öðrum orðum hysjaðu upp um þig buxurnar eða drullaðu þer utaf i halfleik….

  24. Nú læðist að mér kunnugleg tilfinning um að refsingin sé yfirvofandi : (
    Ættum að vera komnir yfir en ekki hefst það.

  25. Nú eru sko 110% líkur á því að við töpum þessum leik. Klúðrum dauðafæri, sláarskot og mark dæmt af okkur. Swansea skorar svo eitt stk og málið dautt

  26. Erum ekki að ríða feitum hest í þessum leik ennþá en enrique búinn að vera langbestur hjá okkur fyrstu 35 mín!

  27. Enrique heldur áfram þar sem frá var horfið. Hann er ótrúlegur, vinnusemin hjá honum er frábær, hættulegur fram líka. Mér finnst Gerrard ekki alveg líkur sjálfum sér þessar fyrstu 30 mín, hann er búin að vera týndur alveg.

  28. Það sem þarf að gerast í seinni hálfleik.

    Nr. 1 = Keyra upp tempóið. Við erum með miklu fljótari og ferskari leikmenn en Swansea. Það sást vel síðstu 10 min. í fyrri hálfleik.

    Nr 2 = Skipta Steven Gerrard útaf eða láta hann á kantinn.

    Nr. 3 = Sá sem er aftastur á miðjunni hjá okkur verður að hætta að tapa boltanum (Gerrard, Allen)

    Nr. 4. = SETJA PRESSU Á MANNINN MEÐ BOLTANN (sérstaklega á okkar eigin vallarhelmingi)

    Þá verður þetta auðvelt!

  29. Mér finnst Glen Johnson vera okkar besti maður í fyrrihálfleik. Ótrúlegt að sumir meta hann ekkiog þeir sem segja að hann getur ekki varist er auðvitað bara bull. Gerrard og Downing búnir að vera okkar sístu menn. Einnig sakna ég þess að sjá Allan eiga góðan leik.

  30. Margt gott að segja um fyrri hálfleikinn, annað en að hafa ekki skorað.
    Það verður vonandi bætt í þeim seinni.

  31. flottur hálfleikur hjá liðinu. Enrique frábær. Þetta fer að verða ansi þreytandi hvað vafadómar falla alltaf gegn okkur. Þetta var engin helvítis rangstæða. Gerrard verður bara að fara að detta í gírinn!! Tökum þetta í seinni hálfleik, engin spurning!!! Koma svo!!!!!!!!!

  32. Djöfulsins stress að horfa á Liverpoolleiki. Swansea er hörkulið. Getur farið á alla kanta þessi leikur. Verður seint sagt að Liverpoolleikir eru leiðinlegir…Brendan hefur náð að snúa því við. Núna eru þeir bara óheppnir haha.

  33. Við verðum bara að vona að við byrjum seinni hálfleik jafn vel og á móti Wigan um síðustu helgi.

  34. Af twitter:
    Why did Stewart Downing cross the road? To prove he could cross something.

  35. afhverju ekki að hafa suso í staðinn fyrir downing og sahin í staðinn fyrir henderson

  36. Rosalega er gaman að sjá hvað Sterling er að vaxa sem leikmaður ….
    framtíðarmaður, ekki spurning.

  37. Rosalega finnst mér Allen ofmetinn eitthvað, finnst hann ekkert gera hvorki varnarlega né sóknarlega :/

  38. Miðjan hjá okkur döpur í augnablikinu og mark virðist liggja í loftinu hjá Swansea. Vil fá Suso og Shelvey inn fyrir Henderson og Allen og færa Gerrard aftar.

  39. sá í upphafi leiks að jordan henderson hafi átt að vera í byrjunarliðinu.
    hann hefur ekki sést í þessum leik

  40. Jæja tölfræðin segir að ef að Liverpool skorar ekki mark á næstu 6 mínútum þá skora þeir ekki mark í þessum leik.

  41. Nú þarf að fara að skipta inná. shelvey og cole eða Suso. Allen og Henderson út.

  42. Djö…. líst mér vel á þessa skiptingu! Henderson ekkert sýnt frekar en fyrri daginn og Downing greyið dapur í bakvarðastöðu.

  43. Margir sammála mér með Henderson….. tekið af Twitter…. “Took me until 58.03 to realise Henderson was playing. Entirely anonymous.”

  44. 6 min. eftir… man eftir leik þar sem við skoruðum 3 á þeim tíma.

  45. Rosalegt hvað þetta er orðið þreytandi getuleysi hjá þessu liði!

  46. 62

    er bara alls ekki sammála þér. Jafntefli sennilega sanngjörn úrslit en við vorum nær því að klára þetta. Jafntefli á þessum velli eru alls ekki sanngjörn úrslit. Margt jákvætt í leik liðsins og vörnin solid. Ef við náum jafntefli á erfiðum útivöllum en tökum heimaleikina okkar þá munum við mjakast hægt og rólega upp töfluna. Game on!! Glasið er algerlega hálffullt hjá mér.

  47. Tryggvi #61 Var það ekki þegar við höfðum menn eins og Alonso, Torres, Kuyt og fleiri betri leikmenn en voru á vellinum í dag??? :O)

  48. Hvað er málið með gerrard? gjörsamlega horfin má alveg verma tréverkið í næsta leik

  49. Magnaðar marglyttur…þetta verður ekki auðvelt. Brendan reddar þessu einhvern tímann.

  50. Þvílík skita. Nákvæmlega engin gæði í þessu liði. Nóg af færum og fullt af breikum til að klára þennan leik.

Swansea á morgun

Swansea 0 – Liverpool 0