Swansea á morgun

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!

Það voru klár vonbrigði að tapa unnum leik gegn Young Boys niður í jafntefli, en það þýðir víst lítið að gráta út af honum Bjössa bónda. Næst tekur alvaran við, deildarkeppnin og þar er svo sannarlega nóg til að spila fyrir. Brendan mun setja inn sínar kanónur fyrir þann leik og þetta verður eflaust spes bæði fyrir hann sjálfan, Joe Allen og svo andstæðingana. En fyrir utan einhverja endurfundi, þá gefst okkar mönnum tækifæri á að komast loksins upp í efri helming deildarinnar. Swansea er liðið sem er næst fyrir ofan okkur í töflunni, hafa nælt sér í einu stigi meira en við. Með góðum sigri og réttum úrslitum í öðrum leikjum, gætum við meira að segja hækkað okkur upp í 8. sætið.

Síðustu helgi gerðist það að úrslitin í deildinni fóru nánast eins og maður hefði teiknað upp óskaúrslitin fyrirfram og þau ræst. Hversu magnað væri nú að það gerðist aðra helgina í röð. Maður má nú láta sig dreyma er það ekki? Með svona annarri draumahelgi þá værum við heilum 5 stigum frá Meistaradeildarsæti og 6 stigum frá þriðja sætinu. Höfum það í huga að það er ennþá bara nóvember og gríðarlegt magn leikja sem á eftir að spila fram á vorið. Ég ætla rétt að vona að enginn sé búinn að henda inn handklæðinu strax, liðið hefur verið á uppleið og vonandi heldur það bara áfram, því eitt er víst, þau lið sem við erum að berjast við eiga eftir að tapa stigum. En það á líka við um Liverpool og það er því einnig mikilvægt að við horfum raunsæjum augum á framtíðina. Hvað sem líður pælingum um önnur lið og stöðu þeirra í deildinni, þá er það bara staðreynd að það eru 3 stig í boði á morgun og það eina sem okkar menn geta gert í stöðunni er að gera sitt besta til að tryggja að þau komi í hús.

Lið Swansea er að mínum dómi feykilega skemmtilegt lið, lið sem Brendan Rodgers á mikið í. Þeir hafa náð í 16 stig úr þessum 12 fyrstu leikjum sínum og hafa skorað í þeim 18 mörk, einu meira en okkar menn. 16 kvikindi hafa þeir fengið á sig sem er það sama og hjá okkur. Swansea byrjuðu leiktíðina af miklum krafti, misstu svo aðeins flugið og töpuðu 3 leikjum í röð, en hafa verið að ná að berja sig aðeins saman aftur og náðu um síðustu helgi góðum útisigri á liði Newcastle. En þeir eru ekkert óbrjótanlegir og ætti Brendan nú að þekkja vel veikleika þeirra. Þeir skíttöpuðu til að mynda fyrir Everton á heimavelli, 0-3.

Þeirra lang hættulegasti maður það sem af er tímabilinu er Michu sem þeir fengu frá Spáni fyrir tímabilið. Verðið sem þeir greiddu fyrir hann var meira svona gjöf heldur en gjald. Hann hefur skorað 7 mörk í deildinni og er bara virkilega ill viðráðanlegur. Þeir nældu sér einnig í fínan leikmann í de Guzman og svo eru þeir með hjartað sitt á miðjunni tikkandi, hann Leon Britton. Þetta eru ekki þekktir einstaklingar í þessu liði, en virka að því virðist, fjári vel saman. Það er þó klárlega mikill missir hjá þeim að vera án markvarðar síns, Vorm. Ekki er búist við honum tilbaka fyrr en í lok árs. Það verður fróðlegt að sjá þessa viðureign á morgun því bæði lið vilja halda boltanum innan sinna raða. Verður þetta þá bara spurning um hvor verður frekari?

En ég reikna með að Brendan stilli upp sínu sterkasta liði gegn Swansea, en svo er það bara spurning, hvað er hans sterkasta lið að hans mati? Það fer ekki endilega saman við það sem ég tel að sé það sterkasta. En líklegast hefur hann öööörlítið meira vit á þessu en ég og þessi öööörlitli munur kom í veg fyrir að hann væri penni hér á Kop.is og að ég væri í sætinu hans á Melwood. En eitt er víst, Pepe Reina verður í markinu. Andre Wisdom hefur aðeins fatast flugið að undanförnu og meiddist lítillega í síðasta leik. Ég reikna því með að Glen Johnson verði færður aftur í sína stöðu í hægri bakvörðinn og að Brendan hætti með tilraunastarfsemi með þetta þriggja miðvarða dæmi. Enrique myndi þá detta aftur í vinstri bak og þeir Skrtel og Agger yrðu í miðvarðarstöðunum. Ég ætla svo að koma öllum gjörsamlega í opna skjöldu og spá því að Luis Suárez verði fremstur og leiði sóknarleikinn. Ég veit, einhverjir væntanlega sjokkeraðir yfir þessu, en mest sjokkeraður vona ég að verði Ashley nokkur Williams. Hann á skilið að verða klobbaður 1850 sinnum í leiknum af okkar manni.

Allen kemur svo aftur inn á miðjuna, þar sem ennþá er allavega vika í að Lucas verði klár í slaginn með aðalliðinu. Svo fer maður að hljóma eins og rispuð plata, ég vil sjá Stevie G úti hægra megin í miklu sóknarhlutverki og Raheem litli úti vinstra megin. En ég er 100% á því að það verður ekki þannig. Stevie verður á miðjunni með Allen og þetta snýst því fyrst og fremst um þessar tvær stöður sem eftir eru. Joe Cole átti flottan leik gegn Young Boys í vikunni og ég yrði ekkert hoppandi hissa á að sjá hann byrja úti hægra megin, eða hvort Suso fái áfram sénsinn. Svo er erfitt að ráða í það hvort Brendan leggi traust sitt á Sahin, Shelvey eða Henderson. Ég ætla allavega að spá liðinu svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Gerrard – Allen – Sahin

Cole – Suárez – Sterling

Bekkurinn: Jones, Carragher, Coates, Henderson, Suso og Shelvey

Það er auðvitað gömul klisja og ný að allir leikir séu mikilvægir, en þannig er það bara í þessari blessaðri deild. 3 sigrar í röð geta gjörbreytt stöðu liða, sama má segja um jafntefli. Ég var harður á því í síðasta podcasti að nú væri lag, við erum ekki í jafn þungu prógrammi eins og við vorum í fyrstu 10 leikina. En það er ekki þar með sagt að hlutirnir komi að sjálfum sér, við vitum það, Brendan veit það og leikmennirnir vita það. Það er því enginn að fara að villast í draumalöndin, en mikið voðalega væri gott að vinna sigur gegn Swansea.

Liðið hefur verið að spila vel úti á vellinum og hefur oft á tíðum átt erfitt með að klára sín færi. Það hefur þó virst vera sem svo að menn hafi verið að öðlast meira sjálfstraust undanfarið og hafa verið að ráðast betur á varnir andstæðinganna. Leikurinn á morgun verður klárlega erfiður, en ég ætla að spá því að við nælum í stigin þrjú. Við náum ekki að halda hreinu í þetta skiptið og vinnum 1-2 útisigur. Að sjálfsögðu mun Suárez setja annað markið en ég ætla að tippa á að fyrirliðinn okkar komi sér á blað og setji hitt.

Annars vil ég benda á gjörsamlega frábært viðtal sem The Anfield Wrap tók við Guillem Balague, sem er afar frægur og virtur íþróttafréttamaður frá Spáni. Fyrir suma kemur hluti af því nokkrum árum of seint, en alveg frábært hlustunar.

En bring it on, get ekki beðið.

37 Comments

  1. Make or Break á morgun! Þetta er leikurinn sem sker úr um hvort Liverpool ætli sér í slaginn um efstu fimm sætin eða ekki! Tap eða jafntefli þýðir bara það sem það þýðir… áframhaldandi miðjumoð. Svo sem ekkert heimsendir en mikið væri nú gaman að sjá okkar menn stimpla sig inn í deildina af alvöru áður en jólatörninn gengur í garð. Spái 1- 3 sigri. Suarez með eitt, Sterling eitt og Agger með skallamark af öðrum heimi en þessum!

    YNWA

  2. Eg spai 1-3

    Suarez setur 2 og cole heldur afram heitur og skorar eitt.

    Verður samt mjog erfiður leikur sem gæti alveg eins tapast en eg ætla að hafa tru a þessu og spa sigri a morgun.

  3. Skíthræddur við þennan leik. Verður hrikalega erfiður.

  4. Flott hvað Steve Clarke er að gera góða hluti. Hlýtur að vera ein af ráðgátum fótboltans afhverju hann var ekki látinn taka við Liverpool eftir áramót í fyrra þegar ljóst var að Dalglish yrði ekki áfram og liðið tapaði leik eftir leik.

    Margir eitthvað fúlir að maður gagnrýndi Gerrard eftir síðasta leik. Gerrard er náttúrulega einn af bestu sóknartengiliðum í heimi en líkt og Zidane og fleiri þá er Gerrard slappur í vörninni. Það er ástæða fyrir því að fyrri stjórar Liverpool og enska landsliðsins eru með Gerrard á köntunum eða í sókninni.

    Held að Brendan kveiki mjög fljótt á perunni og noti Gerrard rétt í þessum leik. 3-2 sigur í spennandi leik.

  5. Það eru 99,9% líkur að Cole verði ekki í liðinu. Hann er að fara í janúar og einn góður leikur hjálpar honum ekki að vera enþá í liverpool.
    Ég veitt að liðið verði ekki svona en þetta er draumurinn.

    Reina
    Glen Skrtel Agger Enrique

    Allen

    Sahin Shelvey

    Gerrard Suso

    Suarez

  6. Sælir félagar

    Fín upphitun SSteinn og takk fyrir það. Ég á von á hörkuleik og það leik sem sker úr um það hvar við verðum staddir í lok þessa árs. Ef við vinnum verðum við í topp 6 en ef við töpum verðum við á bilinu 11 til 9 sæti. Þar af leiðir ég vil endilega vinna þennan leik. Eruð þið hissa? – ok en svona er það nú samt.

    Sem sagt að allir leggi sig hundraðogtíu prósent fram og þá vinnum við og framtíðin verður ánægjuleg. Ef okkar menn fara að jogga eitthvað og slugsa eina einustu mínútu getur það kostað okkur leikinn.

    Miðað við 110% spái ég 1 – 3 en annars 2 -1. svo verða menn bara að ákveða hvort þeir vilja. Sem sagt halda hausnum í lagi og Gerard hægra megin í þriggja manna sóknarlínu og Yong Sterling á hægri og þá er þetta í höfn á hornafirði.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Flott upphitun að vanda.
    En ég held að Cole verði ekki með fyrr en á miðvikudaginn. Hann var svo gjörsamlega búinn á því þegar hann var tekinn útaf í síðasta leik :-/

    Ég vonast eftir 1-2, en er drulluhræddur um að þetta endi í jafntefli 🙁

  8. Flott upphitun. Ég er mjög spenntur fyrir þennan leik, ekki síst eftir að þeir slógu okkur út á Anfield í Deildarbikarnum fyrir mánuði og eftir ummæli Ashley Williams í garð Luis Suarez (sem fær væntanlega sínar venjulegu óblíðu viðtökur á Liberty Stadium).

    Ég er nokkuð sammála byrjunarliðinu hjá Steina. Ég hefði aldrei trúað því fyrir tveimur sólarhringum síðan en svei mér þá ef Joe Cole á ekki bara að fá séns á að byggja á þessari frammistöðu gegn Young Boys.

    Ég spái hörkuleik. Þetta verður erfitt og þeir gætu hæglega unnið okkur. Ég er þó bjartsýnn og spái að Rodgers lesi sitt gamla lið rétt og við vinnum á morgun.

    Að lokum:

    Fyrir áhugasama þá ræddi ég Rafa Benítez aðeins í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í hádeginu í dag. Hægt er að hlusta á spjallið hérna, ég kem inn eftir 36 mínútur af þættinum: http://www.fotbolti.net/news/24-11-2012/utvarpsthatturinn-upptaka-gummi-kristjans-gestur

  9. Ég vil fá Enrique á kantinn og Johnson í vinstri bak, virkaði vel seinustu helgi.

  10. Miðað við muninn á miðjunni vs Wigan með Suso eða Hendo inni þá á hendo allan daginn að byrja.

  11. Nei please ekki sitja joe cole inn á í þessum leik treystið mér það er stórt flopp nota souso í staðinn.Fyrir mér er hann betri leikmaður daginn í dag en ef joe cole byrjar inn og stendur sig þá skal ég taka mín orð til baka um hann en sigur heimta ég á morgun koma svo

  12. Hmm …. verður erfiður leikur sem endar vonandi vel. Nokkrar athugasemdir við byrjunarliðið:
    Ég treysti ekki Enrique sem vinstri bakk, hann er lélegur varnarlega en greinilega í smá endurnýjun sem kantur og notum hann þar. Vippum inn Wisdom í bakvörðin hægra meginn og þá Glendu inn vinstra meginn. Skrtel og Agger hafsenter, klárt.
    Held svo að hann setji inn Hendó og Allen sem aftari miðjumenn, svo verður hann með Gerrard, Enrique og Sterling sem 3 miðjumennina og svo Suarezzzzzzzzz.

    Swansea er með drullufínt lið og það þarf vinnslu á miðjuna, Gerrard á það til að vera latur og þess vegna Hendó.

    Svona uppstilling skilar okkur 1-2 sigri 🙂 Klárt mál.
    YNWA!

  13. Flott upphitun hjá þér Steini, ég er reyndar alveg ósammála þér að við eigum að hafa Sahin inni, vill sjá Allen og Hendo fyrir aftan Gerrard eins og við sáum gegn Wigan.

    Við þurfum að hafa menn inni á miðju sem eru duglegir í báðar áttir og öflugir í að vinna boltann.

    Verður hörkuleikur og spennandi að sjá margt…en ég leyfi mér að vera bjartsýnn og tippa á 0-2 sigur.

  14. Sammála Magga með miðjuna. Spila 2 djúpir og Gerrard fyrir framan þá. Ef Henderson kemur með sama kraft og hann kom inn gegn Wigan, verður hann djúpur með Allen frekar en Sahin sem hefur verið frekar dapur. Ég er síðan sammála Ssteini með vörnina, koma með Johnson, Skrtel, Agger og Enrique þar. Mesti vafinn er þá um aðra kantstöðuna, hver á að vera með Suarez og Sterling frammi. Sýnist flestir vera sammála um að Gerrard ætti að vera þar og Shelvey þá fremstur á miðjunni en fyrst Rodgers er æstur í að hafa Gerrard þar þá er líklegra að Suso verði inni. Sem er ekki sterkt.

    Varðandi leikinn sjálfan þá munum við lenda í vandræðum. Við erum einfaldlega ekkert með betra lið en Swansea núna þótt Suarez eigi eftir að skora og klobba Williams hægrivinstri. Hann getur ekki verið með 2 í leik og þar sem fáir aðrir eru líklegir til að skora sýnist mér vera borðleggjandi jafnteli í þessum leik, 1-1 eru mínar tölur.

  15. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur á morgun. Væri frábært að vinna leikinn en ég myndi svo sem ekkert gráta jafntefli. Ef við náum að gera jafntefli í útileikjunum og vinna heimaleikina þá verðum við í góðum málum í lok tímabils 🙂

  16. Swansea verða erfiðir, en ég skil bara ekki hvernig menn geta sætt sig við jafntefli gegn þessu liði svona fyrirfram. Hingað til hefur Liverpool klúðrað allt of mörgum leikjum niður í jafntefli. Liverpool er með mun sterkara lið en Swansea og BR þekkir þá út og inn. Með sigri getum við raunverulega blandað okkur í baráttuna um 4. sætið (með fullri virðingu fyrir Steve Clark sem er að gera frábæra hluti með WBA).

    Liðið hefur verið að stíga upp á við í deildinni. Meira af því, minna af meðalmennskunni.

  17. Reina
    Wilstom skirtle agger glen
    Geral allen enirke
    Suso suarez sterlin

    Suarez fer að kostum með þrennu, fer illa með orðljota miðvorð svanana

  18. Þetta er bara sannleikurinn..Hann er bara á þetta löngum samning, þannig að ég sé ekki hvað er svona rosalega mikil óvirðing.

  19. Úff mikið væri það ljúft að koma með sigur á morgun, jafnvel stórsigur, og City tekur Chelsea og Tottenham og West ham geri jafntefli, þá lyftum við okkur í 8 sæti og þá verður 6 stig í 4 sætið 🙂 Segi að Suarez taki þrennu, þessi gaur þarna hjá Swansea er búinn að kynda vel undir honum og það er ekki sniðugt fyrir mótherja Liverpool að gera það! 🙂 1-3 Verða lokatölur!

  20. Ziggi92, þetta hefur verið margoft gert áður við marga stjóra og leikmenn og ekkert til að kippa sér upp við eða verða sérstaklega sár yfir. Og eins og Stefán bendir á þá er maðurinn bara á svona löngum samningi og því er þetta eiginlega doldið sérstakt. Eru menn að reyna að vera fyndnir með þessari síðu eða eru menn í raun svona sárir með að hafa fengið þennan meistara í sínar raðir að þeir geta ekki beðið eftir því að losna við hann?

  21. Ég vona hrikalega að Joe Cole komi með comeback hjá Liverpool. Yrði mjög óvænt. Draumaliðið á morgun.

    Suarez
    Cole Hendo Gerrard Sterling
    Allen
    Enrique Agger Skrtel Johnson
    Reina

    Shelvey, Downing, Sahin, Suso, Carragher, Coates, Jones

  22. Ég vona bara að skemmtilegt Swansea lið rassskelli ekki LFC eins í síðast leik á milli þessara liða á Anfield. Ég veit það var ekki sama keppni, en það skiptir engu. Ég er skíthræddur við þennan leik. Spái samt jafntefli, 1-1. Vonast auðvitað eftir þægilegum sigri, en það er “asking for too much” held ég.

    Vonandi verður Suarez í stuði, og vonandi fær Cole ca 20 mín til að reyna að setja mark sitt á leikinn, hann er að komast í leikform og því ekki úr vegi að lofa honum að fá einhverjar mínútur, hann sýndi það í síðasta leik að hann varð ekki lélegur leikmaður um leið og hann skrifaði undir hjá LFC.

  23. Ég er með hugmynd!
    Senda Kristján Atla í Sunnudagsmessuna, þeir væru alveg örugglega til í að fá hann í heimsókn… Eða hvað?

  24. Er ekki lágmark að tímasetning leiks komi fram í upphitun? Ekki að það sé eitthvað flókið að komast að henni, en ég var ekki alveg klár og ákvað að kíkja hingað fyrst en mun þurfa leita á önnur mið!
    Bara ábending

  25. skuggi #29 ef þú skrollar aðeins niður á forsíðunni á kop.is þá sérðu hægrameginn á síðunni dagsetningu og tíma hvernar leikurinn er þannig að tæknilega séð þá segja þeir hvernar leikurinn er,þetta er svona sirka við hliðina á þarsem upphitunin er búinn.. allt sem er Liverpool teingd finnur þú á kop.is annars er það ekki finnanlegt.. heimsins besta aðdándasíða… 😉

  26. Aðeins í sambandi við liðið sem tapaði fyrir Swansea á Anfield í 4. umferð deildarbikarsins, á var það skipað svona: Jones, Robinson, Coates, Carra, Downing, Henderson, Allen, Shelvey, Cole, Assaidi og Yesil.

    Sem sagt, vörninni verður væntanlega breytt algjörlega, sem er mikill styrkur, og Sterling, Suarez og Gerrard koma væntanlega inn í byrjunarliðið (þeim var öllum skipt inná í deildarbikarnum). Þetta eru að mínu mati varla sambærileg lið. Steinn spáir að Cole og Sahin byrji, og ég get alveg gúdderað það, en ég væri frekar til í að Suso og Shelvey taki þeirra stað. Mikið verður gott að fá Lucas inn til að ná sem mestu út úr öðrum miðjumönnum.

    Svo vona ég að stuðningsmenn Swansea púi Suarez í stuð með jafn flottum árangri og stuðningsmenn Norwich…

    Ég ætla að vera gamaldags og spá því að Liverpool vinni, 1 – 3.

  27. Merkilegt hvað menn eru ennþá uppteknir af Rafa Benitez hérna. Hann var rekinn á sínum tíma réttilega. Engar tilfinningar til hans frá mér og hann skuldar Liverpool heldur ekki neitt. Það eina sem gerðist við þessa ráðningu er að hann lítur kjánalega út eftir allt sem hann hefur látið út úr sér um Chelsea í gegnum tíðina, sínir bara að hann er froðusnakkari eins og svo margir aðrir. Í dag er hann stjóri óvinana og ég vona að hann, ásamt liðinu, drulli uppá bak.

  28. Ég trúi ekki að menn vilji að Cole fái sénsinn, hann gerði tvo hluti í leiknum á móti Young Boys og úr því komu mörk, en annað gerði maðurinn ekki og hefur ekki gert síðan hann kom til klúbbsins… Mér finnst algjörlega tímabært að láta Cole bara vita af því að hann verði seldur/gefinn í jan. Frekar að leyfa ungu mönnunum að spila, þeir eru þá allavega með potential..
    En ég vil sjá Enrique uppi á kant, vinstra meginn og Johnson fyrir aftan hann, Enrique og Suarez eru að linka vel saman og Sterling hægra megin.

    En fyrst og fremst 3 stig !
    YNWA

  29. Heyr heyr Gulli#33 sammála hverju einasta orði.

    Eitt sem ég skil ekki er hvað sumir eru all í einu æstir að fá Joe Cole inní x11, hann hefur ekki getað rassgat síðan hann kom til Liverpool nema að hirða ofurlaunin sín og hann hefur verið úthrópaður hérna trekk í trekk fyrir lélega framistöðu og þó að hann hafi átt fína framistöðu í síðasta leik á móti miðlungsliði frá Sviss þá á hann ekkert erindi í x11 þegar við erum að spila deildarleiki, hann má fá sénsinn í Eurocup og bikarkeppnum.

    Ég vil bara fá að sjá þessa ungu efnilegu stráka fá eins mikinn spilatíma í deildinni og mögulega er hægt, annars held ég að þessi leikur verði jafn, 1-1 kæmi mér ekkert svakalega á óvart.

  30. Mér gæti ekki verið meira sama hvað Joe Cole gerir á vellinum ef hann skilar marki og stoðsendingu í þeim leikjum líka.
    Við eigum ekki marga leikmenn sem geta búið hluti til framalega á vellinum en Cole er svo sannarlega einn af þeim. Og ef hann spilar þokkalega þá eykur það líkurnar á því að við gætum fengið eitthvað fyrir hann.
    Þú veist það vel að Cole er á um 90 þús pundum á viku og hann verður ekkert seldur ef hann getur ekki sannað að hann sé ekki búin að vera.
    Eina leiðin til að losna við hann er að vonast til þess að hann byrji að sýna á vellinum að hann sé ekki búinn að vera.

    Og vitaskuld ætti honum að vera verðlaunað fyrir að skora og leggja upp mark.

Liverpool 2 – Young Boys 2

Liðið gegn Swansea