Opinn þráður – Tom Werner um janúargluggann

Tímabilið hans Sigvalda (Silly Season) verður fjörugt árið 2013 ef eitthvað er að marka orð Tom Werner í bresku pressunni sem prýða munu dagblöð morgundagsins. Þetta verður jafnvel stærsti janúar gluggi Liverpool síðan árið… 2011.

Um sölu á Suarez hafi hann þetta að segja:

“There is no prospect, either in the immediate or long-term, of the club’s weekly match-winner Suárez being sold. “Absolutely not,”

“He’s a beautiful player to watch and, as a Liverpool fan, I hope I’m watching him for many years to come. We made a long-term contract with him in the summer and we are going to see a lot of his play at Liverpool.”

Mjög flott að heyra þetta svona afgerandi frá eiganda félagsins og þetta verður svo sannarlega ekki gleymt þegar/ef Suarez verður seldur í nánustu framtíð. Þetta a.m.k. drepur niður heimskulegar samsæriskenningar þess efnist að FSG sé ósátt við Suarez eftir umfjöllunina í fyrra eða eitthvað í þá átt. Samsæriskenningar sem reyndar dóu undarlega út í beinu framhaldi af því að Suarez varð besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Chris Bascome skrifar þessa frétt í Telegraph og þarf að taka hana með þeim fyrirvara sem því fylgir, en hann orðaði stöðu FSG mjög vel með þessum orðum og líklega eru FSG alveg meðvitaðir um þetta

Liverpool supporters have been in the market for more promise and less ‘under delivery’ over the last few months – particularly on the issue of player recruitment – and FSG are in territory where the goodwill for not being Tom Hicks and George Gillett has somewhat run its course.

Þó Werner lofi ekki miklu með beinum hætti þá er ekki annað hægt en að fyllast smá bjartsýni yfir þessum orðum hans um janúargluggann.Undanfarin ár hefur oft vantað leikmenn í janúar en engin svona loforð komið. Reyndar verður að hafa í huga að FSG gæti haft aðeins aðrar hugmyndir um leikmannakaup en vanir Football Manager spilarar (svo dæmi sé tekið). Þannig að stillum væntingum alveg í hóf.

“Our intention is to strengthen but actions will speak louder than words”  “We are playing better and better each week. Obviously, we have made some mistakes in the past but our intention is to deliver, strengthen the squad and move forward.

“We know that January is a challenging time and I don’t want to say we’ve got x or y but, hopefully, the fans will be pleased with what we do accomplish.”

 

Það að segja að maður taki þessum orðum ekki með töluverðum fyrirvara væri lygi en það er ljóst að næstu vikur koma flest allir leikmenn í Evrópu sem hugsanlega gætu yfirgefið sitt lið í janúar til með að verða orðaðir við Liverpool.

Ég spái því að við fáum einn semi spennandi leikmann snemma í janúar og verðum svo á F5 til 31.janúar þegar einn til viðbótar bætist við. Vonandi horfir Rodgers til meginlandsins og þá helst til Spánar. Reyndar svo lengi sem hann athugar ekki einu sinni markaðinn á Englandi er ég nokkuð sáttur, vill ekki sjá enn einn ofborgaðan leikmanninn kemst ekki einu sinni í liðið hjá Liverpool. Vinsamleg ábending væri t.d. að benda þeim á að Athletic Bilbao er í 13.sæti á Spáni og allt búið að vera í rugli hjá þeim. Kannski langar Llorente, Munain eða De Marcos til Englands? Við sjáum það í hverjum leikmannaglugga að það er nóg til af þrusu góðum leikmönnum sem koma til Englands án þess að maður hafi nokkurntíma heyrt um þá, vonandi fer Liverpool að finna eitthvað af þessum mönnum. Ég hafði t.d. ekki heyrt mikið um Suarez áður en Liverpool var orðað við hann.

Í fyrra var Spearing okkar eini leikmaður sem gat spilað stöðu varnartengiliðs og liðinu sárvantaði sóknarmann (rétt eins og núna). Þá var ekkert gert í janúar, engin loforð gefin og talað um hvað janúarglugginn væri vonlaus. Núna er þetta blessunarlega ekki í boði og eigendurnir þegar farnir að segja allt það rétta. Núna vona ég að þeir haldi kjafti fram yfir áramót og standi við orð sín.

Greinin endar síðan á orðum Rodgers um Raheem Sterling og hversu litlar áhyggjur hann hefur af samningsstöðu hans:

“They would be wasting his time,” was Brendan Rodgers’ response to his suitors.

“Raheem is in a real good place here. He will tie down himself to a new contract because he wants to be here and he can be a great here. Why would you want to leave one of the biggest clubs in world football? It’s a no brainer.”

Eins og vanalega nóg að gerast hjá Liverpool en þetta er allt töluvert jákvæðara en oft áður undanfarin ár.

91 Comments

 1. Ja þu lygir engu þegar þu segir að januar verði spennandi. En hvaða væntingar hafa menn til januar gluggans? Eg yrði sattur ef við fengjum annaðhvort demba ba eða huntelar og alsæll ef við fengjum þa baða. En er einhver sena a huntelar þar sem hann er orðinn að eg held 29 ara gamall?

  Einna helst þo ljott se að segja það þa væri eg til i torres aftur bara og sja hann og suarezspila saman. Held hann sjai griðarlega eftir þvi að hafa farið og efast ekki um að hann færi að raða inn morkunun hja okkur. Sa sluður a einhverri facebook siðunni að chelsea skuldaði okkur ennþa 24 milljonir fyrir torres, er það ekko pottþett kjaftæði?

  En ja hvaða væntingar hafa menn og hvað er raunhæft að buast við?

 2. Fínt að eigendur nefna ekki einhverja tölu í sambandi við janúar. Alltaf pirrað mig þegar menn gefa út að þeir ætli að eyða miklu. Dapur business.

  LFC á réttri braut

 3. “Why would you want to leave one of the biggest clubs in world football?

  Ef þetta væri nú bara svona einfalt. Þá værum við ekki að leita að varnartengilið né framherja í dag. Þó ég hafi fulla trú á að young Sterling skrifi undir þá er það samt ekkert sjálfgefið eins og Rodgers gefur í skyn. Fyrir mér eru endurnýjun samninga við okkar bestu menn eins og að kaupa þá aftur. Nýjasta dæmið er Suarez. Það er kannski ekki til mikið stærri lið en Liverpool, en þau eru nokkur sem borga betur og geta lofað meistaradeildarbolta ár eftir ár.

  Varðandi janúar, þá reikna ég ekki með neinum stórkaupum. Hef ennþá bullandi trú á FSG, en þeir munu fara áfram varlega, sömuleiðis hef ég það á tilfinningunni að Rodgers hlaupi ekki til og kaupi hvað sem er. Ef hann fær ekki nákvæmlega það sem hann telur vanta þá held ég það verði farið ódýru leiðina. Kom ekki Demba Ba inn í Ensku deildina í janúar mánuði á einhverskonar pay as you play samning á sínum tíma?

  En þetta verður spennandi. FSG vill gera vel.

 4. Það eru ansi margir spennandi leikmenn sem eru að renna út á samning eftir þetta tímabil, ég held að ég muni ekki eftir svona tímabili þar sem að svona margir góðir leikmenn séu að renna út af samningum.
  Huntelaar, Loriente, Walcott, G.Rossi, Kolo Touré, Brede Hangeland, Svo einn hérna sem að kann að skora á Anfield Andrey Arshavin og svo einhver hellingur í viðbót.
  Sem sagt það eru fullt af flottum leikmönnum sem eru í boði í janúar svo framarlega að þeir skrifi ekki undir framlengingingu.

 5. Ef að FSG kaupir Rossi í janúar á er öll von úti… Meiddur, gamall og spilaði hjá man chest hair…

  Hef akkúrat enga trú á því en ef það gerist þá geng ég í hafið…

 6. Ok hann er reyndar ekki gamall… En hann verður ekki leikfær fyrr en í mars. =S

 7. Ef við fáum einn mann sem getur skorað erum við góðir eiginlega, spilum við ekki alltaf hvort sem er 4-3-3 eða 4-5-1 eða núna þá 4-2-3-1 eða 5-3-2. Þá erum við strax að bæta svo mikið bara að fá einn enn sem kann að skora uppi á toppi.

  Vill svo taka framm hvað ég er ótrúlega sáttur með Jose Enrique (El toro) og hvað hann hefur skilað mikklum framförum í síðustu 2 leikjum. (Vonandi heldur það áfram)

  Allt á uppleið.

  YNWA!

 8. Þetta er nú ekkert voðalega gott dæmi

  G.Rossi, Kolo Touré, Brede Hangeland, Svo einn hérna sem að kann að skora á Anfield Andrey Arshavin

  Rossi búinn að vera meiddur í meira en eitt ár og ekki væntanlegur strax, Hangeland 31 árs ef ég man rétt og hinir tveir geta ekki blautan lengur.

 9. Er ekki málið að fylgjast með hvert Falcao fari ?

  Ef hann fer til Chelsea þá er tækfiæri á að kaupa Sturridge eða hann fari til City og þá hljóta að vera einhverjir framherjar sem nenna ekki að hanga þarna og fá takmarkaðann spiltíma. Langaði alltaf mest að fá Dzeko en miðað við haminn sem hann hefur verið í undanfarið er það frekar ólíklegt.

 10. Babu, áttu þá við að leikmenn eins og Huntelaar, Walcott, Loriente og Rossi hafi ekkert sem myndi bæta Liverpool liðið eins og það er í dag ? Ertu að tala í alvöru ?

  Ég tók bara nokkra til sem ég mundi eftir í fljótu bragði og gætu styrkt liðið okkar.
  Allt eru þetta leikmenn sem að myndu styrkja hópinn hjá okkur og allir nema kannski Toure og Hangeland sem myndu labba í byrjunarliðið í dag ( Staðreynd)

  Ég er alls ekki að segja að ég myndi vilja fá alla þessa leikmenn heldur benda á að það eru til leikmenn á markaðnum sem gætu fengist á slikk og þó að t.d Huntelaar sé orðinn 29 ára gamall þá á hann nóg eftir til þess að hjálpa liðinu að ná 4 sætinu.

  Við eigum flottan hóp af ungun efnilegum leikmönnum en við þurfum reynda leikmenn sem eru búnir að sanna sig.

 11. Gott að benda á að flestir leikmenn eru að toppa í kringum 28-31 árin…

 12. Menn eru oft að tala um hvað janúarglugginn sé erfiður og það er að einhverju leyti rétt en kaupin sem félagið hefur gert í gegnum tíðina í þessum glugga hafa flest verið mjög góð. Ef mér skjátlast ekki þá eru þetta allt leikmenn sem hafa verið keyptir til félagsins í janúar:

  Daniel Agger
  Martin Skrtel
  Javier Mascherano (lán til að byrja með)
  Luis Suarez
  Maxi Rodriguez

  Tveir af þessum fimm eru ekki hjá félaginu í dag en skiluðu sínu og rúmlega það.

 13. Nr. 10

  Nei ég var augljóslega að tala um hina fjóra.

  Hangeland og Toure eru báðir komnir á aldur og ekki líklegir þó Norsarinn kæmist alveg í liðið í dag. Arshavin kemst ekki í liðið hjá Arsenal og hefur lítið getað hjá þeim og er um þrítugt líka og Rossi er búinn að vera meiddur lengi og ekki kominn til baka.Vill ekki sjá Arshavin og höfum við ekki keypt alveg nógu marga meiðslapésa til Liverpool?

  Ég sagði ekkert um hina þrjá og væri mikið til í þá alla. Llorente og Huntelaar reyndar báðir nokkuð gamlir en myndu nýtast okkur vel í 2-4 ár. (Eru að gera síðasta risasamning ferilsins og verða því dýrir á fóðrum). En ég var m.a. að tala um Llorente þegar ég tala um leikmenn Athletic og taldi hann upp í færslunni.

 14. Er ekki alveg útséð með það að fá menn frá Chelsea eða City? Jafnvel þótt annað liðið kaupi Falcao þá held ég að FSG brenni ekkert í skinninu yfir að taka við launapökkunum frá þessum liðum. Þeir hafa vonandi lært eitthvað af því sem fyrri stjórnendur gerðu með Cole.

  Ég hallast meira að leikmönnum utan Englands eins og Babu bendir á en það er alveg ljóst að þetta verður spennandi… sama hvernig þetta endar!

 15. Ég veit að ég mjög líklega að skjóta ,,langt,, yfir markið en þetta er leikmenn sem ég myndi glaður segja já við:

  Iker Munian teknískur, snöggur kant/framherji #FitsTheProfile

  Roberto Soldado( hugsaði fyrst, fokk nei hann er of gamall, en hann er bra 27 ára og er kominn með 40/78 leikjum með Valencia í LaLiga) #ProvenGoalScorer

  Llorente Verður samningslaus í sumar, #WhyTheFuckNot

  EEENNNNNN…..

  Svo kemur janúar og við kaupum Wilfired Bony og Charlie Austin eða jafnvel Sturridge…….. Nei takk!!!!!!!

  Vill frekar fá 1 heimsklassa framherja heldur en 3 svona já kannski verður hann góður dæmi!!!!

  Twitter:
  @ragnarsson10
  (Tweet in English)

 16. Þetta er bara skynsamlegt hjá Werner. Hefðu verið mikil mistök að segjast ætla að fá 2-3 sterka leikmenn, en svo kemur bara einn og allt verður vitlaust. Ég geri mér engar sérstakar vonir, en vonast eftir hreinræktuðum framherja, og kantmanni. Þá er spurning um einn fjölhæfan varnarmann sem getur spilað amk tvær stöður.

 17. Það sem verður að gerast sem allra fyrst að er losa leikmenn frá félaginu sem er ekkert verið að nota. Joe Cole og Stewart Downing, þessi menn eru á alltof háum launum miðað við hvað þeir eru lítið notaðir. Joe Cole er á um 100 pundum á viku, og hann hefur að ég held spilað einhverjar 10 mínútur í deildinni. Þarna er verið að kveikja í peningum. Svipaða sögu er að segja um Downing og hans launamál. Einnig verður að selja hann sem allra fyrst til að fá sem mest til baka af þessum 20 milljónum punda sem fóru í hann.

  Menn sem hafa helst verið nefndir eru Huntelaar, Ba, Sturridge og núna síðast Rossi. Af þessum líst mér langsamlega best á Demba Ba. Eins og menn hafa bent á þá er Huntelaar líklega á höttunum eftir stórum launasamningi á þessum stigi ferilsins. Held að menn séu ekki að fara í svoleiðis pakka núna þegar Liverpool hefur ekki verið í CL nokkur ár í röð og alls óvíst hvenær þeir komast þangað aftur.

  Rossi væri gríðarlega áhætta, en þó er það þannig að akkúrat núna er verðið á honum í algjöru lágmarki. Hann er meiddur, og hjá liði í B-deildinni á spáni sem er í miklu fjárhagserfiðleikum. Heill Rossi myndi að sjálfsögðu nýtast okkur vel, en þó er alls óvíst að hann nái fyrri styrk.

  Ég veit ekki alveg með Sturridge. Hann er mikið efni, en það er ljóst að það er mikil vinna framundan með hann til að hann þróist upp í góðan fótboltamann. T.d. er hann ekki enn búinn að átta sig á að fótbolti er hópíþrótt, og það vantar mikið upp á færanýtinguna hjá honum. Auk þessi er hann enskur þá er hann dýrari en sambærilegir erlendir leikmenn.

  Demba Ba finnst mér langsamlega mest heillandi dæmið.

 18. Demba Ba væru ótrúlega góð kaup og vonandi væri hægt að ýta Carrol í hina áttina þar sem að hann kemur ekki til með að nýtast okkur samkvæmt Rodgers.
  annað sem ég væri til í að skoða og það væri að reyna að koma Downing aftur til Villa og þá fyrir Darren Bent. Bent hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er mikill markaskorari. Hann gæti þá orðið góður squadplayer enda aldrei of mikið af sóknarmönnum og ég gæti trúað að Villa myndu ekki segja nei við Downing.
  við erum aldrei að fara að losna við Downing auðveldlega nema þá kannski á einhvern svona hátt.

  Cole þyrfti svo einhvern veginn að vera hægt að troða inná eitthvert lið, vonandi mun Lille taka hann af okkur en ég óttast að Liverpool komi til með að þurfa að borga stærsta hlutann af hans launum til 2014.

 19. Eg er að verða rosalega pirraður a islenskum frettamonnum og miðlum sem tala alltaf um að downing hafi kostað 20 milljonir, er það ekki kjaftæði? Kom ekki steini herna inn fyrir ari siðan og utskyrði kaupverðið a bæði henderson og downing og það voru ekki sitthvorar 20 kulurnar. Kostaði downing ekki a milli 16-18 milljonir? Er einhver med þetta a hreinu hvað nakvæmt kaupverð var a downing?

 20. T.d. er hann ekki enn búinn að átta sig á að fótbolti er hópíþrótt

  Vel gert Halli, eins og talað út úr mínu hjarta! Sturridge ofmetinn leikmaður, eins og flestir breskir leikmenn.

  Einnig er ég sammála Babu og hann kemst vel að orði þegar hann talar um ofborgaða enska leikmenn. Sem að mínu mati hafa yfirleitt ekki innistæðu getulega séð fyrir laununum.

  Reynum að horfa til meginlandsins og tryggja okkur leikmenn á besta aldri sem annað hvort eru að verða samningslausir eða þá sem eiga framtíðina fyrir sér.

  Las viðtal við John Barnes um daginn þar sem hann sagði að slúttarar eins og Huntelaar eða Soldado yrðu fullkomnir leikmenn fyrir okkur á þessu stigi.
  Ætla þó að leyfa mér eins og nokkrir hérna að efast um að við getum fengið þá – aðallega þá vegna launamála.

  Rétt er þó að halda því til haga að okkur vantar framherja (potara, slúttara o.s.frv.) og framliggjandi miðjumann / kantara með hraða og tækni til að gera eitthvað upp úr þurru.

  Draumurinn ef þessir kanar myndu taka hausinn úr rassgatinu á sér og kaupa bæði 🙂

 21. And here we go again!

  Werner og Co. segja eitthvað sem vitað er að stuðningsmenn munu gleypa hrátt eins og lýsi – og hvað gerist? Jú, menn fara strax að spá og spekúlera í hina og þessa leikmennina. Llorente, Munain, Huntelaar, Soldado, Sturridge og allir hinir. Munu menn aldrei læra af (biturri) reynslunni? 🙂

  Ég treysti ekki eigendunum fyrir húshorn, hvað þá meira. Auðvitað segir Werner þetta núna þegar hann fer í viðtal. En ekki hvað?! Eitthvað myndi nú heyrast ef hann hefði sagt eitthvað á þessa leið:

  ,,**Suarez is certainly a great player and me, as a fan, love to see him playing all his tricks at Anfield. That being said, he is our prized asset and we are in the position where we can sell for astronomically high price. So come January, if we receive a bid for 50+ million pounds, we would be astronomically stupid not to accept it.*

  *For 50 million pounds we could invest further in our team – we still need work in midfield, and we are looking into getting maybe 3-4 players in that position, and maybe one or two centerbacks. We have them lined up already, I can not obviously name names here, but I can tell you that they are under 20 years old and according to our scouting team, have the potential to become good players.**”

  Nei, orð Werners og Co. skipta mig litlu. Ég hjó eftir því sem hann sagði – actions speak louder than words. Oft ratar kjöftugum að kjarna málsins, segir einhvers staðar. Tala minna, vinna meira, væru mínar ráðleggingar til eigenda og stjórnenda félagsins.

  Við skulum ekki gleyma því að þeir lofuðu Rodgers að þeir myndu splæsa í sóknarmann, en skildu svo okkar mann brennimerktan um ókomna tíð með orðið nutcase tattúað á ennið á sér. Hversu oft hafa þeir talað um nýjan leikvang og aldrei hafa efndir fylgt í kjölfarið? Leikmannaglugginn síðasta sumar var djók í alla staði, og ég gæti haldið áfram svo miklu lengur.

  Ég hef nákvæmlega enga trú á því að við komum til með að sjá einhver af þessum “nöfnum”, sem menn tala hér um, koma til félagsins í janúar. Sennilega verða 1 eða 2 leikmenn keyptir – en ég leyfi mér að stórefast um að þeir verði í Suarez-gæðaflokki, heldur meira í sömu ætt við Borini og slíka leikmenn, sem liðið þarf svo sannarlega ekki á að halda.

  Og þetta var rant dagsins, í boði Homers 🙂

  Góður leikur samt um helgina, og góður sigur 🙂

  Homer

 22. Ég þori að setja pening undir að Chelsea er að reyna hita undir Atletico að taka Torres til baka til að lækka verðið á Falcao. Torres mun fara sáttur til baka til Atletico enda ávalt sagt að hann muni enda ferilinn þar.

  Ég býst ekki við einhverjum risa kaupum í Janúar en það væri gaman að sjá einhvern sem er þó örlítið nafn koma inn. Persónulega væri gaman að sjá Ba koma inn en ég veit ekki hvenær við munum fara í bidding war við Newcastle aftur.

  Ég held að við ættum einnig að fylgjast grant með liðum eins og Chelsea eða City sem vilja ólmir kaupa leikmenn eins og Falcao og fleiri. Ef þeir ætla fara eyða háum fjárhæðum í þessa leikmenn þá ættum við að geta fengið sóknarmenn hjá þessum liðum á ekkert svo mikin pening. Ég myndi t.d. elska Dzeko frá City eða jafnvel Sturridge frá Chelsea þó að sá fyrr nefndi væri meira spennandi.

  En ég hlakka til að sjá hvað þeir gera. Enn tala þeir um að þeir ætli að láta verkin tala og hingað til höfum við ekki sé neinar frábærar aríur koma frá þeirra verkum. En af einhverjum ástæðum hef ég mikla trú á þessum eigendum ólíkt mörgum hér og treysti þeim og BR að kaupa réttu leikmennina.

 23. Er 1000% sammála Homer hér að ofan. Mun ekki dæma gluggann fyrr en 31.janúar, einfaldlega byggt á fyrri reynslu af FSG. Að sjálfsögðu talar hann svona núna blessaður maðurinn.

  Aðeins að ummælum Babu um að kaupa ekki enskan leikmann, ég er bara alls ekki sammála því að við séum að tala bara um góð kaup af “óenskum” leikmönnum og vond af enskum. Í sumar keyptum við fjóra leikmenn utan Englands og einn frá Englandi. Aðeins einn þeirra hefur glatt mig og það er sá sem var keyptur í Englandi. Vona innilega að frammistaða Henderson um helgina bara þýði það að hann fá fleiri sénsa á kostnað “óensks” Nuri Sahin.

  Það sem skiptir máli í janúar er að fá inn leikmenn sem eru tilbúnir í slaginn og þar er ég ekki sannfærður um að FSG stígi inn. Ég er reyndar alveg 0% spenntur fyrir Huntelaar, veit ekki af hverju en fíla hann ekki neitt. Alveg mætti skoða þetta Demba Ba en spurningin með hann er bara alltaf líkaminn hans, sá er ansi tæpur…skilst að hann æfi afskaplega sjaldan heila viku með liðinu sínu og er með veikleika í fótunum sem varð til þess að hann fór ekki til Stoke. Er ekki alveg á því að læknadeildin á Melwood myndi skrifa upp á þau kaup þó eigandi Mike Ashley hafi ákveðið að taka fram fyrir hendur læknateymisins uppfrá er ég ekki viss um að FSG geri það…

  Ég viðurkenni soft spot fyrir Theo Walcott, held að hann félli vel inn í hugmyndafræði Rodgers og væri mjög góður kostur með Suarez, bæði upp á topp og fyrir aftan hann. Svo ég myndi setja hann í mitt sæti nr. 1 sem sóknarmann til að ná í núna í janúar.

  Hins vegar er klárt mál í mínum huga hvað mig langar mest í. Sá heitir Iker Muniain og væri smellfittandi flís í rass Liverpoolliðsins.

  Svo ef að ég fengi að ráða þá myndi ég kaupa einn enskan og einn utan Englands.

  Það er nú ekki eins og að Downing og Carroll séu þeir einu sem hafi floppað í innkaupum sko…við eigum nokkur ansi góð kaup frá meginlandinu og S.Ameríku sem hafa kolfloppað, þetta snýst um að kaupa örugg gæði núna, við eigum nóg af efnilegum leikmönnum heima sem við getum gefið tíma líka, í raun vona ég að við séum ekkert að horfa til annars Assaidi eða Coates núna…

  Bara gæði takk á diskinn minn FSG!

 24. Takk komment 21. Þa hofum við það að downing kostaði 18,5 en ekki 20, allavega anægðari að vita það og skarra en 20. Topum þa kannski 11-12 milljonum a honum ef við faum 6,5-7,5 fyrir hann.

  Tapið a carroll verdur svo um 20 milljonir ef við faum sirka 15 fyrir hann þannog tapið a þessum tvemur er þa rumlega 30 milljonir, ekki amalegt það. Kaupin hja dalglish og comolli hljota að vera heimsmet i omurlegum kaupum svona flest sem þeir framkvæmdu allaveganna.

 25. Homer—sorry en þetta er bara bull hjá þér í fyrsta lagi sögðu þeir aldrei að þeir ætluðu að byggja nýjan leikvang þeir voru að skoða að byggjavið Anfield og nýjan og tóku sér tíma í það því eitthvað hefði nú heyrrst í mönnum ef þeir hefðu bara ákveðið sig strax án þess að vita öll atriði málsins.
  Í öðru lagi síðast þegar þeir dældu peningum í klúbbinn fór það til anskotans allar þær fjárfestingar hafa lækkað um heling ef ekki meira svo auðvitað voru þeir smeikir í sumar og hafa nú séð hvað nýji þjálfarinn getur gert með þennan hóp svo kannski fær þjálfarinn meiri peninga núna.
  Allaveg hef ég en trú á þessu öllu framtíðinn er björt kannski eru ekki nema 2 mánuðir í sólinna 😉

 26. Nýjasta nýtt: fréttamiðlar í Portúgal eru að slá því upp í dag að Liverpool séu að semja við Sporting um að fá Jeffren Suarez að láni frá þeim. Jeffren er rúmlega tvítugur vængmaður sem kom frá Barcelona í fyrra. Barcelona eiga forkaupsrétt á honum næsta sumar ef þeir vilja fá hann til baka en Liverpool eru sagðir vilja fá hann að láni þangað til og mögulega kaupa hann ef Barca nýtir sér ekki forkaupsréttinn.

  Ég man vel eftir Jeffren hjá Barca. Ég væri alveg til í hann, ekki síst á láni þar sem það er low-risk move.

 27. Tap eða gróði á einstaka leikmönnum er ekki málið og skal varast að horfa á einstaka mál en alveg ljóst að manni hættir við að líta frekar á flopp annarra en síns eigin liðs. Hveru miklu hefur td. manutd tapað á hinum og þessum leikmanninum en. Aðal málið er að skila hagnaði á klúbbnum og velgengni innan vallar fylrgir sjálfkrafa einhverjum árum á eftir. Verum þolinmóð stollt af okkar klúbb og áfram Liverpool.

 28. Það er voðalega auðvelt að búa til einhvern draumalista yfir leikmenn sem menn vilja fá. Ég er sammála Magga hér að ofan að ég er núll spenntur fyrir Huntelaar, ég stórefast um að Brendan sjái hann fyrir sér í því leikkerfi sem hann er að reyna að innleiða. Að vera stór leikmaður er ekki það sama og að vera stór leikmaður. T.d. er Llorente að mínum dómi miklu betri fótboltamaður en Huntelaar, þá er ég að meina lappahreyfingar og slíkt. Ég væri persónulega alveg til í að gera góðan pakkadíl við Bilbao og fá þá Llorente og Muniain inn, en það er full blautur draumur held ég.

  Ég er á því að Brendan fái c.a. 20 milljónir í janúarglugganum og ef hann finnur rétta framherjann, þá á hann eftir að henda allri upphæðinni í hann og að fá svo einn að láni út leiktíðina.

 29. Sigursteinn, heldurðu að það væri ekki hægt að láta Bilbao fá Downing og Cole í skiptum 😉 Horfir nokkur á enska boltann þarna í Baskalandi 😉

 30. Homer ég held að hér sé enginn að kaupa þessi orð Werner hrá og allir bíða núna spenntir eftir að þeir standi við orð sín. Hann a.m.k. gefur meira færi á sér en hann hefur gert undanfarið og kveikir verulega í væntingum stuðningsmanna Liverpool sem flestir eru afskaplega ósáttir við síðasta glugga. Eru leikmenn eins og Huntelaar, Walcott, Llorente o.s.frv. e-ð óraunhæfar væntingar?

  Maggi Síðasta sumar fengum við lager af allt of dýrum og allt of vel borguðum leikmönnum úr EPL, enginn þeirra gat nokkurn skapaðan hlut þó flestir ef ekki allir hefðu átt að teljast tilbúnir í slaginn með góða EPL reynslu. Í öllum tilvikum var til ódýrari kostur á meginlandinu, mjög líklega á mun lægra verði. Fullyrði það án þess að rannsaka frekar (og það er gott að vera vitur eftirá).

  Í sumar fáum við Joe Allen á 15m og Borini á 11m (sem kom nánast úr enska boltanum). Báðir á mikinn pening (og báðir gætu reynst góð kaup). Hinir eru t.d. Sahin sem við fáum á láni og Assaidi sem kostaði sýnishorn af því sem við borguðum fyrir Downing og getur svipað mikið. (Er ég að gleyma einhverjum?)

  Ef við t.d. hendum sama pening til S-Ameríku og fór í Downing held ég að við séum að horfa á e-ð töluvert hæfileikaríkara en t.d. Downing og hvað þá Assaidi sem er vont dæmi þar sem hann kostaði heilar 2 m punda. Coates var dýr fyrir ungan leikmann (6m pund) en það er of snemmt að afskrifa hann strax, hann var a.m.k töluvert ódýrari en Phil Jones sem spilar svipað hlutverk núna hjá Man Utd (kannski meiddur?)

  Auðvitað fer það eftir leikmönnum ekki þjóðerni hvort þeir virki en það er staðreynd að enskir leikmenn kosta miklu meira en svipað góðir leikmenn af meginlandinu og við höfum oft reynt að réttlæta fyrir okkur kostina við að hafa heimamenn (breta) í liðinu.

  En Joe Cole, Konchesky, Henderson, Downing, Carroll, Adam, Enrique o.fl. eru allt sorgleg dæmi um EPL leikmenn sem kostuðu ca, þrefalt of mikið og hafa varla komist í byrjunarliðið, hvað þá gert eitthvað af viti þegar þeir spila með því, ég vill fara hvíla svona innkaup aðeins. Bretland er bara örlítill hluti af leikmannamarkaðnum og ég held að við séum búin að skoða þann markað nóg í bili.

  Hvað Ba varðar vill ég ekki sjá hann til Liverpool, hann er sagður vera vandræðagemsi og auðvitað mjög tæpur hvað meiðsli varðar. Þar fyrir utan vill ég ekki sjá það að henda meiri pening í Newcastle. Finnum frekar næsta Demba Ba.

 31. Varðandi orð Werner þá er bara mjög erfitt að koma vel út úr svona spurningu eins og hann fær þarna. Held að hann hafi nú í þessu tilviki svarað á þann eina hátt sem hægt var að svara. Ef hann hefði keyrt þetta upp og lofað einhverju stóru, þá hefðu væntingarnar farið sky high og hugsanlegir seljendur tilbúnir að hækka verðmiða. Ef hann hefði svarað í hina áttina, spilað þetta allt niður, þá hefðu stuðningsmenn orðið brjálaðir og talað um algjört metnaðarleysi hjá eigendunum. Hann fer sem sagt inná þessa línu einhvers staðar mitt á milli. Veit hreinlega ekki alveg hvernig hann hefði átt að svara þessu mikið betur.

  En það kemur svo í ljós hvað verður, eflaust nokkur target í gangi og ég tek undir með Babú varðandi Demba Ba. Maggi kemur líka inn á það hér að ofan að það er ekki allt í besta standi hjá honum með líkamann. Hann féll á læknisprófi hjá Wolves og flaug engan veginn í gegnum það hjá Newcastle, en þeir ákváðu að taka sénsinn. Sturridge ku vera með hausinn svipað skrúfaðan á og Adam Johnson og því er ekki súpa af félögum á eftir svona strákum.

  Ég sé einfaldlega ekki marga á Englandi í þessari stöðu sem ég væri til í að sjá Brendan reyna að ná til sín og því skil ég alveg ef menn eru að horfa út fyrir landssteinana. Það eru ekkert meiri líkur (miðað við reynsluna) á að menn “meiki’ða” betur ef þeir eru breskir eða búsettir á Englandi en hitt. Þetta er bara einstaklingsbundið. Það er þó alveg ljóst að það bætast við nokkrar millur við kaupverðið ef viðkomandi er Enskur.

 32. 25

  Alveg mætti skoða þetta Demba Ba en spurningin með hann er bara alltaf
  líkaminn hans, sá er ansi tæpur…skilst að hann æfi afskaplega sjaldan
  heila viku með liðinu sínu og er með veikleika í fótunum sem varð til
  þess að hann fór ekki til Stoke. Er ekki alveg á því að læknadeildin á
  Melwood myndi skrifa upp á þau kaup þó eigandi Mike Ashley hafi
  ákveðið að taka fram fyrir hendur læknateymisins uppfrá er ég ekki
  viss um að FSG geri það…

  #32

  Hvað Ba varðar vill ég ekki sjá hann til Liverpool, hann er sagður
  vera vandræðagemsi og auðvitað mjög tæpur hvað meiðsli varðar.

  Ég held ég fari rétt með, en Ba spilaði 34 leiki (34/38, missti af leikjum vegna Afríkukeppninnar) í deild 2011/2012 og hefur spilað 12 (12/12) þetta tímabilið.

  Ef hann er tæpur í fótunum kallinn er þá ekki komið nýtt hugtak yfir menn eins og Kewell ? 🙂

 33. Theo Walcott rr með 9 mörk og 7 stoðsendingar í 15 leikjum þetta tímabilið, og þeir telja leikirnir sem hann hefur komið inná sem varamaður. Vissulega 5 league cup mörk (gegn Coventry og Reading) inni í þessum tölum.

  Ég held að Walcottsé raunsær kostur, hafi FSG metnað til að bjóða honum þau 100þús pund á viku sem hann fer væntanlega frammá. Á móti kemur að hann mun væntanlega ekki kosta mikið meira en Demba Ba klásúlan.

 34. Dabbster #27:

  Homer—sorry en þetta er bara bull hjá þér í fyrsta lagi sögðu þeir
  aldrei að þeir ætluðu að byggja nýjan leikvang

  Sagði ég einhvers staðar að þeir hefðu lofað að byggja nýjan leikvang? Nei. Þeir koma hins vegar reglulega fram með einhverjar yfirlýsingar eða pælingar í leikvangamálum og svo verður aldrei neitt meira úr því.

  Babú #32:

  Homer ég held að hér sé enginn að kaupa þessi orð Werner hrá og allir
  bíða núna spenntir eftir að þeir standi við orð sín. Hann a.m.k. gefur
  meira færi á sér en hann hefur gert undanfarið og kveikir verulega í
  væntingum stuðningsmanna Liverpool sem flestir eru afskaplega ósáttir
  við síðasta glugga. Eru leikmenn eins og Huntelaar, Walcott, Llorente
  o.s.frv. e-ð óraunhæfar væntingar?

  Er það ekki einmitt málið? Hann gefur færi á sér í viðtali, segir það sem hann veit að kveikir í stuðningsmönnum, sem svo koma á spjallþræði sem þennan og tala um hinn og þennan leikmanninn eins og týnda hlekkinn. Ég hélt allavega að það væri það sem ég væri að gagnrýna 😉

  Þú spyrð út í Llorente, Walcott og Huntelaar, hvort þeir séu óraunhæfir kostir. Nú neita ég almennt að tala um hina og þessa leikmenn, ég verð alltaf fyrir vonbrigðum með þær óskiljanlegu ákvarðanir þjálfara Liverpool að kaupa ekki eins og ég vil! En ég get þó sagt að Llorente og Soldado eru, að mínu mati, afar óraunhæfir kostir. Þeir geta valið úr nánast hvaða liðum sem er – fyrir utan kannski Barca og Real – og hví ættu þeir að koma til Liverpool?!

  En hvernig getum við annars dæmt um hvaða leikmenn séu óraunhæfir kostir? Það getum við með engu móti vitað fyrir víst. Kannski eru menn á borð við Llorente, Soldado, Walcott eða jafnvel hinn mikla Falcao miklir stuðningsmenn Liverpool og vildu glaðir spila fyrir okkar lið.

  Verðum við ekki bara að kyngja þeirri biturri pillu, að Liverpool hefur ekki sama aðdráttarafl og stóru liðin? Við bendum sífellt á söguna – og að eigin sögn höfum við besta stuðningsmenn í heimi (sem er rakið bull og vitleysa, en það er önnur saga) – en þá er það líka eiginlega upptaldir þeir kostir sem Liverpool hefur með sér.

  Bestu leikmenn heims vilja tvennt – og ég fullyrði það:

  1 – Spila í sterkustu keppnum heims og keppa um stærstu titlana (Deildarmeistaratitil og að sjálfsögðu Meistaradeildin)
  2 – Fá mjög vel borgað

  Hvorugt hefur Liverpool upp á að bjóða.

  Mín skynsemi – og ég segi ekki að ég sé skynsamasti, eða raunsæjasti, maður í heimi – segir mér að við getum aðeins látið okkur dreyma um að fá virkilega gæðaleikmenn til liðsins, heimsklassaleikmenn jafnvel.

  En til að ég komist sjálfur í hrópandi mótsögn við sjálfan mig, þá gat nú Liverpool keypt Suarez og hann er nú klárlega í heimsklassa, þannig hvað veit ég eiginlega …. ? 🙂

  (stóra spurningin er þó kannski sú, hversu lengi Liverpool getur hangið á Suarez)

  Homer

 35. Ég persónulega væri til í Walcott og Charlie Austin ( virkar á mig sem graður framherji sem berst fyrir liðið og sem “the man on the spot” sem okkur vantar) Austin ætti ekki að vera dýr né með háar launakröfur og hann gæti borgað sig svo margfalt. En það er svosem alltaf hægt að segja “gæti”.

 36. Það er ekki oft sem það gerist, en núna er ég að hluta til ósammála þér Homer. Það er rétt að peningar spila stóra rullu í þessu öllu og líklegast lang stærstu rulluna fyrir flesta af þessum bestu leikmönnum. En þar er líka vandinn, umhverfið er svo gjörbreytt núna og hægt er að skipta þessu í nokkra flokka:

  1. Ofurdeildin: Hérna eru liðin sem geta eytt verulega háum upphæðum í leikmenn og eru að keppa um titla í sínum heimalöndum og oftast í Evrópu líka. Í þessari deild eru PSG, Man.City, Chelsea, Real Madrid og Barcelona. Líklegast ætti Man.Utd að flokkast hérna líka, en ég er ekki að sjá þá berjast að neinu viti um allra heitustu bitana. Þessi deild borgar þessi svokölluðu ofurlaun.

  2. Næstumþvíofurdeildin: Hérna koma lið eins og Man.Utd og FC Bayern. Einhver lið frá Ítalíu væru hérna einnig ef við værum að skoða stöðuna fyrir nokkrum árum síðan, en núna er það bara búið spil þar virðist vera. Það eru nánast engir peningar þar í gangi þessi misserin.

  3. Okkar deild. Í þessa deild komast svo lið eins og Liverpool og Arsenal sem geta alveg barist um þessa góðu bita sem Ofurdeildin hefur ekki sópað til sín.

  Málið er nefninlega það að það eru svo fá lið í Evrópu sem hafa eitthvað bolmagn til að keppa um stærstu bitana og borga alvöru laun. Ég er til dæmis sannfærður um það að það væri meira attraction að koma til Liverpool og fá góðan samning og spila ekki í CL heldur en að fara til Grikklands, berjast þar um titilinn og vera alltaf í CL. Þessir leikmenn vita það alveg að það eru bara svo og svo mörg pláss í boði hjá þessum sem eru að borga ofurlaun.

  Við erum að leita að framherjum og því ættum við ekki að geta keppt um mann eins og Llorente. Ef hann horfir í kringum sig, er mikið pláss fyrir hann hjá Barcelona eða Real Madrid? Held ekki. Hvað um City? Neibbs. En PSG?

  Fyrst stórar stjörnur eru farnar að hópast til liðs eins og PSG, þá eigum við alveg möguleika á að laða að okkur góða leikmenn, ef þeir hafa trú á verkefninu og að þeir fái góðan samning. Launin hjá LFC eru vel samkeppnishæf þegar búið er að taka út liðin sem borga ofurlaunin.

  Ég vil bara taka það fram að þessi deildaskipting mín er deildaskipting útfrá samkeppnishæfni á leikmannamarkaði, ekki spilalegri getu.

 37. Ég er á því að Liverpool hafi enn og muni alltaf hafa “aðdráttaafl” hjá klassa leikmönnum. Auðvitað eru alltaf þeir sem vilja fara til þessara “ofurliða” sem Sigursteinn kallar þau, en það eru bara 11 sem byrja inná hjá þeim líka, og ég veit að stundum líta menn á launin eingöngu, og gull glampinn í augum þeirra lætur leikmenn ekki einu sinni pæla í hvort og hvað mikið þeir fá að spila og umboðsmenn þeirra hugsa auðvitað eingöngu um sinn hlut, pæla ekki í spilatíma,(því ef leikmaður fær ekki að spila, þá vill hann fara og þá fær umbinn aftur sína %).

  Það hefur margur leikmaðurinn orðið af aurum api, og ég gæti talið þá upp hér í allan dag. Sem betur fer eru leikmenn til sem hugsa frekar um að spila íþróttina sem þeir elska, og sýna jafnvel hollustu við lið líka. SEM BETUR FER ! !

  Ég held að LIVERPOOL nái í einhverja góða “bita” í janúar, á góðu verði.:-)

 38. Voðalega eru menn alltaf uppteknir af þessum Muniain. Hvað er í hans leik sem er að heilla menn?
  Hann skorar ekki mikið. Skoraði tvö í fyrra og ekki ennþá kominn með mark núna.
  En kannski leggur hann upp aragrúa af mörkum? Veit ekki.

  En ég ætla að leyfa Werner og co að láta verkin tala. Ætla ekki að treysta neinu sem þeir segja í fjölmiðlum eftir afhroðið í sumar.

 39. Ég held og vona að þessir menn séu farnir að hugsa sig aðeins um áður en þeir hlaupa til handa og fóta þegar að City og þessi lið koma með veskið.
  Hversu margrir góðir leikmenn hafa skemmt fyrir sér með að fara til City.
  Þeir fá jú fín laun en fá ekkert að spila og það hlýtur að hjálpa okkur að við getum lofað allavega 6 góðum leikmönnum byrjunarliðssæti hjá okkur.
  Sjáið Eden Dzeko, orðinn hundfúll á þessari bekkjarsetu og af hverju ættu menn að hlaupa þangað nema jú fyrir feitari launapakka.
  Það er bull og vitleysa að Liverpool hafi ekki aðdráttarafl lengur.

  Við höfum Reina, Agger, Skrtel, Johnson, Enrique, Lucas, Gerrard, Sterling og Suarez. Frábærir leikmenn til að spila með og með ungan og metnaðarfullan þjálfara sem reynir að spila skemmtilegan fótbolta.

 40. En Babu. Við megum bara hafa 15 leikmenn sem eru “óenskir”, þó vissulega ansi margt sé til af ungum mönnum sem munu verða skilgreindir sem heimalingar.

  Þú ert væntanlega að tala um Downing og Carroll, nema að þú sért búinn að afskrifa Henderson (sem ég er ekki búinn að gera). Þú ert nú varla að tala um Charlie Adam sem við töpuðum 0 pundum á og ég vænti þess líka að þú sért ekki að tala um Enrique.

  Ég veit að þú veist innkaupasögu Carroll alla vega jafn vel og ég og veist því að klúbburinn hefði ekki selt Torres nema að fá senter. Þess vegna veit ég að þú ert ekki að láta eins og verðmiðinn á Carroll sé í raun 35 milljónir. Ansi margir hérna tala þannig en það var alltaf klárt að við hefðum setið uppi með fúlan Torres nema að Chelsea byggi til verðmiðann á Carroll. Newcastle græddi mest á fýlu Torres og við næstmest. Allir garga á Carroll en sjáum bara hvert næsta skref El Nino er, út úr enska boltanum. En auðvitað er gaman hjá mörgum að láta eins og Carroll hafi bara verið keyptur á 35 milljónir og án umhugsunar. Ef að Newcastle hefði sett um 20 milljónir hefðum við selt Torres á 35 millur. Torres setti okkur í bobba seint og rétt fyrir gluggann, of margir gleyma því að við buðum í Gomez og spurðum um Bent. Torres lét það alveg liggja ljóst fyrir að hann vildi losna og við hámörkuðum okkar pening á þennan hátt. Í dag geta allir látið eins og það hefði verið eðlilegt að kaupa engan, en það var auðvitað aldrei í myndinni í janúar 2010 og ég veit að þú veist það…en vildi samt minna alla aðra á það.

  Svo veit ég líka að þú veist við fengum líka Craig Bellamy…frítt. Fín kaup þar að mínu mati.

  Kjarninn í misheppnuðum kaupum Comolli og Dalglish í mínum augum er að hafa borgað uppsett verð fyrir Downing. Sem við getum séð núna auðvitað en ég veit að enginn okkar kop-pennanna sá fyrir því allir vorum við ánægðir með kaupin þá. Arsenal bauð 14 milljónir punda í Stewart Downing þetta vor og við hækkuðum okkur upp í það sem Villa bað um. Aftur veit ég að hægt er að tala núna um hversu vitlaust það var, en á þessum tíma áttum við einfaldlega engan vængmann og Downing var að koma úr ansi gjöfulu tímabili sjálfur.

  Charlie Adam var prufuskot sem við töpðuðum engum peningum á og ég allavega ætla að trúa á Henderson um sinn. Ég veit að Coates hefur ekki virkað, en hann ertu væntanlega ekki að tala um.

  Pirrar mig alveg rosalega þessi söngur um hvað við höfum eytt “vitlaust” í alls konar rusl. Því er ég algerlega ekki sammála! Vinir okkar í United hafa á síðustu tveimur árum eytt í nöfn eins og Mame Diouf, Phil Jones og Bebé…en það virðist víst ekki alveg vera á sömu blaðsíðu og okkar kaup, eða hvað?

  Chelsea keypti Torres sem hefur auðvitað floppað enn verr en Shevchenko og borguðu 26 milljónir punda fyrir varnarmann sem getur ekki varist (Luiz) og síðan 20 milljónir fyrir sóknarmann (Lukaku) sem kemst í dag ekki í byrjunarliðið hjá……West Brom!

  Auðvitað höfum við gert mistök á leikmannamarkaðnum. En þau eru alls ekki fleiri eða stærri en hjá öðrum stórliðum, munurinn er auðvitað sá að okkar eigendur eru viðkvæmari fyrir peningaupphæðunum og þá á að segja það, en ekki láta eins og okkar eyðsla á “drasli” sé einhverju meiri en hjá öðrum liðum.

  Kjarninn er sá að héðan af á bara að eyða stórum upphæðum í leikmenn sem geta byrjað leik 10.janúar – það er mín skoðun algerlega óháð þjóðerni eða skóstærð!

 41. Ég væri til í að Suarez, Gerrard, Brendan, Werner, Henry, konan hans Henry og allir sem skipta máli reyna sannfæra Cavani um að koma. Eða einhvern í 20-30 milljóna flokki. Eins og einhver sagði…Liverpool er Liverpool og félagið mun ekki vera að dangla í 10.sæti forever.

 42. Nr.38 Þú segjir :og að eigin sögn höfum við besta stuðningsmenn í heimi (sem er rakið bull og vitleysa, en það er önnur saga)
  Mig minnir að allir þeir sem urðtu vitni af krafti og söngvum Liverpool aðdáenda á Ataturk vellinum í Istanbul 25 may 2005 hafi gjörsamlega verið orðlausir og það hafi verið eins og Liverpool hafi verið 3-0 yfir í hálfleik slíkur var krafturinn í þeim(stuðningsmönnum)En það var náttúrulega öfugt eins og við munum öll,en við munum öll hvernig leikurinn fór:)Með bættu gengi þá fer Anfield að urra á ný.Góðar stundir

 43. Nr. 44 Maggi

  Ég held að við séum ekkert svo langt frá hvor öðrum í þessum efnum. Það sem ég er að meina núna er að ef það á að fara út í 1-2 stór kaup, eins og maður er að fara fram á og les út úr orðum Werner þá vona ég að leitað verði til meginlandsins/S-Ameríku og fundið þar mann á sama pening frekar en ofborgaðan leikmann úr EPL. Við erum búnir að brenna okkur nóg undanfarið.

  Ég kann söguna á bak við alla þessa leikmenn og kaupin á þeim sem (fyrirfram) voru ekkert óskiljanleg. En núna er komið gott í bili. Liverpool er ekki í neinum vandræðum hvað varðar kvóta uppaldra leikmanna eða enskra og nánast enginn leikmaður sem keyptur er úr EPL nær að halda sama dampi er hann kemur í Liverpool búning og hann gerði hjá sínu liði (sem er oftar en ekki minna félag).

  Sleppum aðeins mönnum eins og Cole og Konchesky sem báðir voru glæsamlega dýrir og skoðum þá leikmenn sem FSG hefur keypt.
  Luis Suarez – topp peningur fyrir tiltölulega stórt nafn af meginlandinu. Mjög sambærilegur við kaupin á Torres sem var líka keyptur á topp pening. Suarez er stjarna liðsins í dag(og tók við af Torres).
  Andy Carroll – Skil ástæðurnar fyrir kaupunum á honum og efa ekki að það er hægt að ná miklu meiru út úr honum en sama hvernig litið er á það þá kostaði hann 35m punda og er með það mikið í laun að félagið lánar hann frekar en að hafa hann á bekknum. Nýtist ekki byrjunarliði eða hóp aðeins tveimur árum eftir að hann var keyptur. Stewart Downing – Keyptur á 16-20m punda. Var brandari síðasta tímabils og er núna svo hræðilega lélegur að krakkar og bakverðir komast fram fyrir hann í goggunarröðina…þetta var enskur landslismaður þegar hann kom til okkar…í fyrra en kemst ekki í hóp núna einu og hálfu ári eftir að hann kom.
  Jordan Henderson – Keyptur á 12-16m punda og ég efa ekki að hægt var að fá meira fyrir peninginn erlendis. Þrátt fyrir meiðsli og sölu á miðjumönnum hefur hann verið 4. kostur á miðjuna í vetur. Ég er ekki búinn að missa trúna á honum en hann hefur lítið gagnast okkur einu og hálfu ári eftir kaupin á honum.

  Þetta eru þrír leikmenn á gríðarlegan pening sem allir ættu að vera lykilmenn í liði Liverpool. A.m.k. einn af þeim. Allir koma þeir úr EPL og eiga að geta tekist á við leikinn í Englandi. Svo ef við höldum áfram þá eru það:

  Chalie Adam – Keyptur á 6m punda og seldur á 3-4m punda og var afskaplega dapur í fyrra. Ekki svo ýkja dýr og seldur við fyrsta tækifæri með litlu tapi en hann átti að vera svona proven EPL leikmaður eins og hinir og er sá fjórði sem gagnaðist okkur ekki neitt.
  Jose Enrique – Enn einn proven EPL leikmaðurinn sem við fengum. Kostaði um 6m punda sem er fínt verð en hefur lítið gagnast aðalliðinu undanfarið. Dalaði glæpsamlega í fyrra og er núna á eftir hægri bakverði í stöðuna vinstri bakvarðar. Hann er að spila vel núna og kemur vonandi til en jesús hvað hann hefur gert lítið af viti síðan hann kom.
  Seb Coates – Kostaði um 6m punda enda mjög efnilegur miðvörður (sambærilegur Englendingur væri ca. þrefalt dýrari). Vona að þetta verði önnur saga svipuð Lucas Leiva en það er ljóst að þessi strákur þarf að fara fá leiki reglulega til að þróast sem leikmaður.
  Joe Allen – Kostaði mjög mikið miðað við hvað hann hefur lítið sannað sem leikmaður en ég geri þó væntingar til þess að hann standi undir verðmiðanum og vel það. Ekki viss um að svona leikmaður fáist ódýrar annarsstaðar.
  Borini – Kostaði 11m punda sem er fínn peningur en sóknarmaður sem kemur tilbúinn beint inn í byrjunarlið Liverpool og getur e-ð kostar vanalega meira en þetta. Býst við að Borini verði squad leikmaður Liverpool (jafnvel byrjunarliðsmaður) en hann nýtist okkur ekki neitt núna (ekkert við því að gera auðvitað). Sahin – Kemur á láni.

  Þannig að já, notum frekar þessar 16-30m punda á alheimsmarkaðnum frekar en í enn einn ofborgaða leikmanninn úr EPL. Við erum búin með þessi bretakaup til að fylla upp í kvótann fyrir heimamenn.

 44. Ari 46 það er samt sorglegt hvað anfield hefur dalað, td um helgina heyrði eg i fyrsta sinn allann leikinn i myndavelunum klikka latlaust að taka myndir allan leikinn vegna þess að það heyrdist ekki mukk ur stukunni, stemmningin a anfield er ekkert miðað við það sem aður var. Las einmitt um þetta a ensku spjalli um daginm. Eg var a vellinum i byrjum februar 2011 þegar liverpool lek kvoldleik gegn stoke,suarez að fara spila sinn fyrsta leik, dalglish nykomin, eg for a park fyrir leik og það var engin steþmning þar i likingu við hin 5 skiptin sem eg hafdi aður verið þar a arunum 2000-2007. Eg sat i kop a þessum leik og það var sama sagan langtimum saþan i leiknum þogn, eitthvað sem eg hafdi aldrei upplifað aður a vellinum. Stuðningsmen liverpool eru greinilega margir hverjir orðnir pirraðir a astandinu og eg bið eftir þvi að þeir fari að setja pressu a fsg menn.

  Stuðningsmenn liverpool eru hreint ut sagt magnaðir a goðum degi og með þeim bestu en þeim stundum hefur farið mjog fækkandi það er a hreinu.

 45. Við skulum ekki hafa áhyggjur af því að það sé frosið í neðra, þótt við SSteini séum ekki alveg sammála um allt sem gerist hjá Liverpool 🙂

  Ég get svo sem kvittað undir margt hjá SSteina, t.d. með flokkaskiptinguna. Myndi þó alveg óhikað setja ManUtd og Juventus í “Ofurdeildina”. ManUtd keppir alltaf á hverju ári um einn, tvo og jafnvel þrjá titla, og eru bara eins og svarthol – laða allt að sér!

  En ég er ósammála því að Liverpool ætti heima í C-deildinni eða í þriðja þrepi, og væri að keppa við Arsenal og önnur slík lið. Persónulega myndi ég setja Liverpool í D-deildina. Arsenal og Tottenham, svona ef við gefum okkur að þeir séu í C-deildinni, hafa upp á Evrópubolta að bjóða. Arsenal á fullt af pening og Tottenham getur einnig boðið upp á fín laun, ef svo ber undir (Gylfi, Van der Vaart, Ade).

  Ég er til dæmis sannfærður um það að það væri meira attraction að koma
  til Liverpool og fá góðan samning og spila ekki í CL heldur en að fara
  til Grikklands, berjast þar um titilinn og vera alltaf í CL.

  En ég spyr á móti – Hvaða leikmenn eru það sem eru á leiðinni til Grikklands? Eða Rússlands eða Tyrklands? Ef frá er talinn Hulk, þá eru ekki beint margir spennandi kostir sem eru á leiðinni í þær deildir, og ég sé því ekki að Liverpool væri eitthvað betra sett með að eltast við meðaljóna eða “has-been’s” sem eru að reyna að kría út síðasta stóra samning ferilsins.

  Við erum að leita að framherjum og því ættum við ekki að geta keppt um
  mann eins og Llorente. Ef hann horfir í kringum sig, er mikið pláss
  fyrir hann hjá Barcelona eða Real Madrid? Held ekki. Hvað um City?
  Neibbs. En PSG?

  Ég held að þú sért að vanmeta ManCity þegar þú bara útilokar að þeir hafi ekki áhuga á mönnum eins og Llorente. ManCity hefur áhuga á öllum, það er ekkert flóknara en það 😉

  Hvað með Chelsea? Hvað með Juventus? Hvað með Inter Milan? Hvað með AC Milan (þótt þeir eigi varla bót fyrir afturendann á sér þessa dagana)? Hvað með Arsenal? Hvað með Tottenham? Hvað með Bayern eða Dortmund? Hvað með WBA (!?!)

  Annars þakka ég fyrir málefnanlegar umræður 🙂

  Homer

 46. Tek undir með Magga og fleirum að það þurfi að byggja upp traust, milli aðdáenda og eigendana. Það er endilega ekki skynsamlegur business að eiga fótboltaklúbb en að sama skapi erum við allir sammála umað Comolli og Dalglish fóru illa með peningana síðasta sumar. Um það verður ekki deilt. Ég er eiginlega feginn að Dempsey kom ekki, mér finnst hann t.a.m. ákaflega óspennandi leikmaður t.a.m.

  Hafandi það í huga mun Brendan fá kannski 20 milljónir og ég held að hann noti þær ekki allar nema að hann fái akkúrat rétta talentinn inn. Ég nenni alls ekki að velta mér upp úr því hver nákvæmlega það verður, það eru margir kallaðir til en fáir útvaldir. Listinn er orðinn nokkuð ítarlegur hér að ofan. Þess vegna tel ég að það verði frekar fenginn “provenn” lánsmaður sem er vonandi snöggur að koma sér í form, einhver sem hefur e.t.v. vermt bekkinn í sínu liði og lítið komst að. Einhver sem passar inn i liðið.

  Mér finnst eiginlega að ungliðabúðirnar okkar hafa skilað finum árangri og ég held að það horfi margir upp til okkar þetta haustið. Það eru 1-2 ár í að Yesil, Morgan, Ngoo og e.t.v. Pacheco verða klárir, vonandi verður Borini tilbúinn fyrr.

  Þess vegna finnst mér þetta vera tímabundið striker vandamál, við eigum fullt af góðum unglingum og það væri meiriháttar ef bara helmingurinn af þeim yrði svo góðir með Suarez í framtíðinni.

 47. Er það ekki algjor bjartsyni að buast við að kallinn fai 20 kulur i januar? Eg hef sluður um annars vegar 10 og svo 16 kulur. 20 væri nu bara nokk gott svona i januar. Hvort sem hann fær 10-16 eda 20 þa vil eg sja hann nota peningana frekar i einn gæðaleikmann heldur en 3 miðlungs…

 48. Kanski smá off-topic en samt,hef séð nokkra leiki með West Ham í vetur til að fylgjast með Carroll og ég verð bara að segja að álit mitt á honum sem knattspyrnumanni hefur ekki vaxið við það,er t.d. núna að horfa á west ham-stoke og mér sýnist tveir lélegustu menn vallarins vera menn sem hafa spilað með Liverpool og eru bara nokkuð líkir leikmenn,,Carroll og Crouch!!!

 49. Var að horfa á fyrri hálfl. hjá WH – Stoke og bara get ekki meir. Svo er til fólk sem finnst það skrítið að Brendan hafi losað sig við Carroll… Þvílíkur horror að horfa upp á þetta. Hann er gjörsamlega ófær um að losa sig frá varnarmönnum og ekki fræðilegur að hann geti unnið úr einni einustu sendingu sem sem hann fær. Og ekki er Adam skárri þarna, hann var búinn að malbika canalinn allann fyrrihálfl.með 3 sendingar útaf 4 sendingar á andstæðing 2 sendingar á engann og svo eitt skot á 60m sem rétt komst yfir endalínu í útspark.

  Sem betur fer,ja fyrir mitt leyti í það minnsta eru þessir tveir ekki að spila í rauðu lengur og vona innilega að það breytist ekki.

 50. Alltaf skil ég minna og minna í Magga að vilja fá Munain inn, þetta er strákur sem nær ekki 1,70 og er rétt rúm 60 kg. Svo er hann hvorki að leggja upp né að skora í vetur. Þetta er bara cheap David Silva.

  2012/13 Spanish La Liga
  GAMES GOALS ASSISTS SHOTS
  11 0 1 7

  Wilfried Bony, er sterkur og mjög skotviss sem að gæti reynst ódýrt bargain. Minnir mig á Drogba á tíðum, enda algjört naut. Inn með hann.

 51. langar nr 1,2 og 3 í Cavani og svo í mínum villtustu draumum kannski einn danskan Gylfa 🙂 bara betri

 52. Ég er sammála mönnum hérna, ef að við fengjum einn sterkan striker í janúar þá verð ég sáttur. Liðið allt er farið að spila betur en því miður virðist bara einn maður í liðinu vita hvar markið er í augnablikinu.
  Maður getur látið sig dreyma um Cavani með Suarez frammi, en svo fer maður að spá er það virkilega svo vitlaust? ef að einhver gæti platað hann til Liverpool þá væri það Suarez félagi hans í framlínunni í landsliði Úrúgvæja. Silly season lets go!

  En eitt vídeó í lokin af þeim félögum
  http://www.youtube.com/watch?v=bAj-zCllvJ0

 53. Fyrir þá sem vilja Llorente, hversu mikið hafiði séð af honum?
  Því hann munti svo aldrei fitta in í kerfi hjá Rodgers að mínu mati.
  Mjög svipaður leikmaður og Andy Carroll(vissulega munn betri leikmaður), en breytir því ekki að hann er nokkuð týpískur “target forward”.
  Ef Rodgers vildi frekar vera með 2 striker út tímabilið(áður en Borini meiddist) heldur en að gefa Carroll séns er ég ekki að sjá að hann sé að fara kaupa svipað leikmann til að fylla skarð hans.

  Annars eru nokkrir spennandi bitar á markaðnum.
  Huntelaar er vissulega frábær markaskorari en hann getur eigilega bara spilað sem “mið” framherji og Rodgers hefur sagt að hann ætlar að nota Suarez áfram í fölsku níunni. Væri mikið til í að sjá hann hjá Liverpool en efast að það skéði bæði því hann hefur líklega kost á að fara í lið í CL og hann hefði ekki mikið hlutverk á Anfield nema Rodgers breytti um skoðun og væri tilbúinn að nota Suarez hægra eða vinstra megin með huntelaar fremstan eins og þeir spiluðu hjá Ajax.
  Walcott og Sturridge eru bæði svon týpur sem Rodgers gæti fýlað vinstra megin við Suarez og báðir eru að reyna út á samning en væri samt á rosa launum og muntu kosta slatta þrátt fyrir samningar þeira eru að renna út. Munn sniðugra að reyna ná þeim frítt í sumar.

  Annars væri Cavani náttúrlega draumurinn. Hann vinstra megin,Suarez í miðjuni. Allveg eins og hjá Úruguay nema bara með Sterling hægra megin í stað Forlans 😉

 54. Er fólk hérna að tala um Edison Cavani sem spilar fyrir Napoli? Er einhver hér sem gerir sér alvöru vonir um að sá drengur komi til Liverpool í janúar?

  Það er ekki ólíklegt að einhverjir verði fyrir vonbrigðum ef þetta er í umræðuni.

  Held það sé heilbrigt að taka mið af sumrinu sem leið. Þar reyndum við til dæmis að semja við Gylfa nokkurn Sigurðsson, við reyndum líka allt hvað við gátum til að tryggja okkur Clint Dempsey, þið þekkjið söguna. Við erum gjarnan orðaðir við menn á láni, nú síðast Rossi. Ég er viss um að FSG vilji gera betur og jafnvel sýna okkur í janúar að þeim sé alvara með þetta allt, en Cavani, rólegir !!!

 55. Breska pressan lagði sl. sumar við þankagang Chelsea og ummæli Werner og fékk út Daniel Sturridge til Liverpool.

  Þetta væri allt að því fullkomið dæmi um allt of dýran enskan leikmann. Auðvitað allt of snemmt að fara velta sér upp úr þessu strax en það er auðvitað nokkuð viðurkennt að við reyndum að fá hann í sumar.

  Komi hann liggur beinast við að spyrja hvort Liverpool haldi ekki lengur úti njósnaraneti og ef svo hvað í fjandanum þeir séu að gera?

 56. Frænka mín er aupair á ítalíu og er að passa systurson Cavani og hún heyrði systur Cavani og kallinn hennar spjalla um að Cavani væri að flytja til Englands í janúar og eitthvað spjall um að kallinn hennar skyldi ekki afhverju hann væri að flytja í svona litla borg norðalega í englandi en þá sagði systir Cavani “að það væri allt í lagi því besti vinur hans byggi þar” Getur ekki verið að þetta sé að verða að veruleika?

 57. Trausti bara hlytur að vera að djoka með þessa sogu.

  Sulia.com allir að benda a frett þar sem segir að liverpool se i viðræðuþ vegna cavani, hvað er sulia.com og af hverju er þetta bara þar?

  Cavani til liverpool er eittthvað seþ eg dreymi ekki i minun villtustu draumum.. skal samt glaður sættast við fsg menn ef þeir koma med cavani i januar 🙂

 58. Nr. 56
  Elska þetta myndband. Væri gaman ef einhver einhverfur snillingur myndi grafa upp tölu meðlima í Klobbaklúbbi Suarez. Þeir eru þó nokkrir þar. 🙂

 59. Væri gott að fá Jeffren Suarez og svo óvænt Edinson Cavani. Maður má láta sér dreyma smá.

 60. Iker Muniain er 1,69 m. á hæð og 60 kíló. Raheem Sterling er 1,70 m. á hæð og 58 kíló. Svo að umræða Ágústar Bjarna um líkamsstyrk ætla ég ekki að ræða.

  Muniain er búinn að vera fastamaður í efstu deild á Spáni síðan hann var 16 ára, á í dag (fjórum árum seinna) um 130 leiki fyrir Athletic Bilbao. Búinn að skora 14 mörk og gefa stoðsendingar á þriðja tuginn.

  Ég horfi töluvert á spænska boltann og sá t.d. báða leiki Bilbao gegn United. Muniain er ekkert líkur David Silva. Hann er kantstriker, öskufljótur með gríðarlegan sprengikraft sem getur tekið menn á utanvert og innanvert. Hann er frábær í pressu og var United-mönnum miklu meira en erfiður. Þeir réðu einfaldlega ekkert við hann. Ég veit ekki alveg hvort eigi að láta tölfræði frekar ráða þar sem einstök atriði eru tekin út, heldur horfa frekar til þess hvað leikmenn geta lagt til liðsins í heild (sendingahlutfall Suarez gegn Wigan var það lægsta á vellinum, um 55%).

  Svo þess vegna vill ég hann, já og hann er meira að segja mjög góður í FM 2013 og FIFA leikjunum!

  Ég vill ekki fá Sturridge, finnst hann eigingjarn og leiðinlegur leikmaður sem er að mér skilst með mikinn og neikvæðan farangur í bakpokanum og með allri virðingu fyrir hollenska boltanum þá er fullkomin óvissa um það hvort leikmenn sem koma þaðan ráða við bolta með mun meiri hraða. Assaidi t.d. skoraði 10 mörk í 20 leikjum í fyrra…en er ekki búinn að eiga skot á markið í Englandi enn.

  Svo þess vegna vill ég fá leikmanninn Muniain frekar en t.d. Bony. En það þurfa auðvitað ekki allir að vera sammála mér…

 61. Haha, Sulia.com alveg með þetta.
  “Big money and succes is no attraction for him” – Cavani’s agent Claudio Annellucci in a interview with El Telegrafo.”

  Fyrsti knattspyrnumaðurinn á heimsmælikvarða með þessa skoðun og vill svo heppilega til að hann er orðaður við LFC.

 62. Homer, ég held þú sért að misskilja algjörlega það sem ég var að setja þarna fram. Þessi deildarskipting mín á ekkert skylt við titlasöfnun eða hvað liðin eru að gera inni á vellinum. Þessi deildarskipting var fyrst og fremst gerð þegar kemur að peningahliðinni, þ.e. hvað liðin geta eytt í leikmannakaup og svo laun leikmanna.

  Ég hefði klárlega sett Man.Utd í efsta flokkinn fyrir nokkrum árum síðan, en þeir eru ekki lengur í þeim pakka að eyða þessu himinháu fjárhæðum í leikmenn, en þeir eru klárlega þarna á mörkunum. Ástæðan fyrir því að þeir flokkast í mínum huga þarna á mörkunum er að þeir eru að borga mjög há laun, en þeir keppa ekki við hin liðin í þessum flokki þegar kemur að kaupverðinu.

  Og af hverju er Liverpool ekki í þessum C flokki? Við höfum sýnt það að við getum eytt háum fjárhæðum í einstaka menn, hærri en flest önnur lið. Við erum að borga svipað há laun og Arsenal og Tottenham gera. Ekki detta í þá gryfju að dæma launamálin bara út frá því að menn töldu einhvern Íslending ekki verið 70k virði. Launastrúktúr LFC er alveg á pari við þessi lið sem ég tel upp í þessum flokki og ef eitthvað er þá höfum við líka verið að borga hærri fjárhæðir í kaupverð fyrir einstaka leikmenn.

  Varðandi Ítölsku liðin, þá vil ég aftur koma að því hvernig ég skipti í þessa flokka. Staðreyndin í dag er sú að liðin frá Mílanó borg eru á kúpunni, þau eru ekki að eyða háum fjárhæðum í leikmannakaup og hafa verið að láta frá sér leikmenn sem eru á háum launum. Juventus hefur heldur ekki verið að eyða háum fjárhæðum í einstaka leikmenn eða að berjast um þessa stærstu bita á markaðnum. Þeir eru því algjörlega fjarri því í dag að geta verið hluti af þessari ofurdeild þó þeir beri höfuð og herðar yfir önnur Ítölsk félög.

  Varðandi Grikklands dæmið, þá er ég alveg sammála og setti þetta einmitt inn vegna þess að þú talaðir um að það væri mikilvægast fyrir þessa leikmenn að berjast um titla og að spila í CL. Ég er einfaldlega ósammála því að hluta til því ég held að fjárhagsfactorinn spili mun stærri rullu.

  Varðandi Llorente, þá var ég einfaldlega að setja upp hvaða options hann hefur og sumir þessara leikmanna horfa jú klárlega í það hversu mikið þeir muni fá að spila (en sumir eru reyndar bara sáttir við að fá feitan launatékka og spila ekki neitt). Man.City er með 4 framherja, Aguero, Tevez, Dzeko og Balotelli. Liverpool er með einn og svo annan frekar óreyndan sem er meiddur. Á hvorum staðnum myndir þú tippa á að fá að spila meira?

  Það eru margir factorar sem spila inn í þetta allt saman. Ég er ekki að segja að Llorente komi til með að koma til LFC, en ég er í rauninni að segja að við erum vel samkeppnisfærir þegar kemur að því að hirða upp bitana sem þeir í “Ofurdeildinni” vilja ekki eða fá ekki. Við getum borgað fínt kaupverð, við getum boðið fín laun, ekki á ofurskalanum en meiri og betri en en nánast öll félög í Evrópu fyrir utan þessi 7 lið og kannski einhver 1-2 í Rússlandi. Séu leikmenn komnir í 40 milljóna plús flokkinn og/eða 150k á viku plús flokkinn, þá erum við úti og eigum ekki séns.

  Enn og aftur, þá er þessi flokkaskipting mín fyrst og fremst metin út frá getunni til að borga.

 63. Ég er svoldið sár stuðningmaður Liverpool í dag. Eftir úrstlit helgarinnar hlakkaði ég til að hlusta á þau fjölmörgu podcöst sem maður hlustar vanalega á eftir leiki helgarinnar. Yfirleitt er fjallað um Liverpool í þessum þáttum og þá oft á tíðum þegar eitthvað neikvætt á sér stað. En nú brá svo við að við unnum glæsilegan 3-0 sigur en ekki síst þá er Suarez komin í 10 mörk og er markahæsti maður deildarinnar. Svo ég var spenntur að hlusta á hugsanlega jákvæða umræðu um okkar ástkæra klúbb.

  En neiiiiii. Ekki múkk ! Það var ekki minnst á Liverpool eða Suarez í þessum þrem þáttum sem ég er búinn að hlusta á. Það er eins og menn séu að leggja sig fram að nefna ekki jákvæðar fréttir um Liverpool !

 64. Já ég hef nú því miður ekki mikla trú á því að þessir kanar eigi eftir að fylgja á eftir stóru orðunum í janúar og hef almennt ekki mikla trú á þessum gæjum. En hey vonandi koma þeir mér á óvart og galopna veskið en einhvernvegin efa ég það. Ég trúi a.m.k. engu fyrr en ég sé það gerast.

 65. Við skulum anda með nefinu strákar mínir. ‘I dag er 20 nóv og einn og hálfur mánuður tæpur í að glugginn opnist. Hvorki ég né ofanritaðir vitringar hafa minnstu hugmynd um hvaða leikmaður eða leikmenn verða keyptir, og hvort það verði einhver keyptur yfir höfuð. Það eru margir leikir eftir fram að áramótum og það getur ýmislegt gerst. Aðalatriðið er það að við erum með frábæran stjóra og lið sem verður betra með hverjum leik. ‘I fyrsta sinn í mörg ár hafa efnilegir unglingar verið að koma inní liðið og standa sig með prýði. Framtíðin er afar björt kæru vinir og það styttist í dollur eins og óð fluga 😉 YNWA 🙂

 66. (73) Deus

  “Já ég hef nú því miður ekki mikla trú á því að þessir kanar ….”

  Þú hefur komið inná þetta áður, bæði hér og á liverpool.is. Ég er amk fyrir löngu búinn að ná þessu.

 67. @24 Ba er með klásúlu í samningnum sínum sem gerir honum kleift að fara fyrir 7 milljónir punda og Newcastle má ekki stoppa hann þar svo við þurfum ekkert bidding war.

  Veit ekki með ykkur en ég myndi ekki segja nei við Torres heim 🙂 Hugsiði ykkur Suarez og Torres saman frammi.

  [img]http://www.google.is/imgres?q=fernando+torres+and+steven+gerrard&hl=is&biw=2560&bih=1233&tbm=isch&tbnid=dVxB1r8Esjc4uM:&imgrefurl=http://www.breakingfootballnews.com/english-premier-league/roy-hodgson-hopes-fresh-steven-gerrard-and-fernando-torres-can-guide-liverpool-to-win-over-manchester-united/9537&docid=6-RInvAW2l6IMM&imgurl=http://www.breakingfootballnews.com/wp-content/uploads/2010/09/steven-gerrard-fernando-torres-liverpool-uk-02.jpg&w=460&h=276&ei=kbarUP2EJsbB0gXCmIHwCg&zoom=1&iact=hc&vpx=553&vpy=166&dur=948&hovh=174&hovw=290&tx=164&ty=54&sig=106763920198096013418&page=1&tbnh=148&tbnw=247&start=0&ndsp=77&ved=1t:429,r:2,s:0,i:67[/img][img]http://www.google.is/imgres?q=fernando+torres+and+steven+gerrard&hl=is&biw=2560&bih=1233&tbm=isch&tbnid=dVxB1r8Esjc4uM:&imgrefurl=http://www.breakingfootballnews.com/english-premier-league/roy-hodgson-hopes-fresh-steven-gerrard-and-fernando-torres-can-guide-liverpool-to-win-over-manchester-united/9537&docid=6-RInvAW2l6IMM&imgurl=http://www.breakingfootballnews.com/wp-content/uploads/2010/09/steven-gerrard-fernando-torres-liverpool-uk-02.jpg&w=460&h=276&ei=kbarUP2EJsbB0gXCmIHwCg&zoom=1&iact=hc&vpx=553&vpy=166&dur=948&hovh=174&hovw=290&tx=164&ty=54&sig=106763920198096013418&page=1&tbnh=148&tbnw=247&start=0&ndsp=77&ved=1t:429,r:2,s:0,i:67[/img]

 68. djöfull væri ég til í að fá Torres aftur, ég verð að segja það.

 69. Sennilega myndu álögin sem hafa verið á Torres undanfarið falla niður ef hann kæmi aftur til Liverpool,en því miður sé það ekki gerast.Hann endar á spáni næsta sumar þegar að þjálfarinn sem tekur við af di matteo gefst upp á honum

 70. Veit einhver hvernig það er með klasuluna hja demba ba? Annars vegar hefur maður heyrt um sjo milljonir til allra liða og hinsvegar að su klasula gildi bara ef um lið i meistaradeildinni er að ræða.

  Allstaðar i dag talað um sturridge og viðbrogð við þvi td a liverpool facebook siðunum ekki goð, alveg ljost að fsg menn eru ekkerr að fara gera alla anægða með þvi að fa þann dreng þo vissulega se eg alveg sma spenntur fyrir honum. Hefðum samt tel eg getað fengið 50 kulur og sturridge fyrir torres hefðum við beðið um það sama kvold og glugginn lokaði i januar 2011, abramovich var mjog desperate að fa torres og hefdi sennilega samþykkt 50 og sturridge fyrir torres.

  Eg væri hoppandi glaður með sturridge OG annaðhvort huntelar eða demba ba.

 71. Ég var að sjá þennan launa lista sem á að vera hjá Liverpool og þarna eru nokkrir á þessum lista sem eru ekki að skila neinu til baka.
  http://www.433.is/frettir/england/laun-leikmanna-liverpool-gerrard-faer-best-borgad/

  Joe Cole – £90.000
  Jamie Carragher – £85.000
  Stewart Downing – £80.000
  Jordan Henderson – £70.000
  Doni – £50.000

  Þarna eru 375 þúsund pund á viku sem fer nánast beint í ruslið.
  Carragher þarf að fara að fá nýjan samning með mun lægri launum og Henderson þarf svo sannarlega að fara að leggja meira á sig.
  Ég vona svo að það verði lagt mikið í að finna önnur félög fyrir menn eins og Doni, J.Cole og Downing.

  Ef það tekst að losna við þessa 3 leikmenn þá verð ég nokkuð sáttur, Liverpool hafa í gegnum árin verið með allt allt of mikið af farþegum á launum en hópurinn er orðinn svo þunnur og ungur núna að það er ekkert eftir nema lykilmenn og svo yngri leikmenn á lágum launum.

  Eigendur liðins sögðu að þeir væru að borga allt of mikil laun miðað við getu og það hefur verið tekið gríðarlega mikið til og núna þarf að fara að fá inn fáa en góða leikmenn sem hægt er að borga vel.

 72. Please ekki Sturridge, hann hefur engan heillað. Frekar að leita eitthvað uppá meginlandið. Ætlum við virkilega beint í sama farið aftur? Að kaupa alltílæ enska leikmenn og borga fyrir hann 14-20 mill, í staðinn fyrir að fá svipaðan leikmann úr þýsku deildinni á 6-7 mill punda. Það hefur einkennt Liverpool undanfarna áratugi að gera alltaf allt vitlaust og þurfum við oft að gjalda dýrum dóm fyrir það. Þetta virtist ætla breytast með komu Benítez en allt kom fyrir ekki, lélegar ákvarðanir, alltaf veðjað á rangan hest, menn látnir spila ýmist meiddir og annað, ef þetta stefnir enn eina ferðina í þá átt, þá finn ég mér nýtt lið og nýja deild og verð bara algjörlega hlutlaus varðandi enska boltann. Reynslan sínir manni að þegar eitthvað virðist á réttri leið hjá LFC og þegar eitthvað bjátar á þá fer allt í steik og panic, og við erum komnir ennþá aftar með framvindu en við byrjuðum upprunalega.

 73. Flottur pistill Bond #80 (ertu kannski alvöru Bond?)

  Já, það þarf að leysa út cole, mikið rosalega fer þessi gaur í taugarnar á mér. Hann vonandi fær einhvern lánssamning eða verður seldur til fyrir einhvern pening. Skil hann ekki því hann var oft að spila drullu vel með chelskí á sínum tíma.
  Eru með ekkert að grínast með launin hans Downing?

  P.s. yndislegt að sjá CL í kvöld. Vonandi heldur þetta svona áfram 🙂

 74. Eigum við ekki bara að fá Cavani og síðan Torres heim, það stefnir allt í það að hann sé ekki að fara spila í meistaradeildinni á nýju ári.

  Eigum við ekki að segja að það fari atburðarrás í gang í janúar Ba fer til Tottenham, Carroll fer heim til Newcastle, Chelsea kaupir Falco, Torres kemur aftur til okkar og Gylfi Sig endar í West Ham. Er að spá að sitja 1000kall á þetta. Hlýtur að vera ágætis stuðull á þessu.

  En hvað segja menn…

  Haldið þið að það sé einhver séns á að Cavani gæti komið í Janúar? Er einhver svo fróður að vita um hvað hann á langt eftir af samningi, hvað verðmiðinn á honum er og svo framvegis.

  Kannski er hann bara svipaður karakter og Suarez og það væri æðsti draumur hans að koma til okkar. Kannski er hann grjótharður púllari.

  Ég lifi í draumi….

 75. Í Fowlers bænum ekki taka þennan lista sem kemur fram í frétt 433.is sem einhvern heilagan sannleik, sumt þarna er way off miðað við það sem hefur verið talað um af ábyggilegum aðilum.

 76. Viðar.

  Við báðum um Sturridge og pening fyrir Torres. Chelsea vildi það alls ekki…

 77. Hvernig væri að Liverpool færi að kaupa eins og einn þjóðverja fyrir byrjunarliðið. Endurnýja kynni okkar af þeim, vinnusamir og góðir atvinnumenn upp til hópa.

 78. SSteinn#84
  Hvað á þessum lista heldur þú að það sé rangt ?
  Miðið við hvað heyrist víða þá eru þessi laun bara nokkuð nærri sannleikanum en ef þú veist eitthvað betur þá endilega segðu og hvaðan þú færð þínar tölur.

  En mikið var gaman að sjá Chelsea skíta á sig á móti Juventus í gær og þeir sennilega á leiðinni úr CL og Benitez kannski að taka við þeim út tímabilið segir Daily fail.

 79. Hahaha… Matteo rekinn! Hann gerði chelskí að CL meistrunum sem var nánast óvinnandi vegur og að FA bikarmeisturum á móti Liverpool sem var ennþá erfiðara! 😉

  Djöfull ætla ég að vona að Benitez taki ekki við þessum skítaklúbb!

 80. Er versta martröð okkar að verða að veruleika? Benitez að taka við Chelsea?

 81. @90 það vona ég svo sannarlega ekki, ég held nefnilega að Benitez kæmi Torres í gang aftur. Það væri nánast óstöðvandi lið, Chelsea með Torres heitann frammi og Benitez í brúnni.

Liverpool – Wigan 3-0

Opinn þráður: Chelsea reka Di Matteo