Liðið gegn Wigan

Reina er mættur aftur og Daniel Agger er ekki meira meiddur en svo að hann er í liðinu í dag.

Byrjunarliðið gegn Wigan:

Reina

Wisdom – Skrtel – Agger

Johnson – Allen – Gerrard – Enrique

Suso
Sterling – Suarez

Bekkur: Jones, Sahin, Cole, Henderson, Coates, Carragher, Shelvey.

Ég hef ekki hugmynd um hvernig Rodgers sér þetta nákvæmlega fyrir sér en líklega byrjum við í einhverskonar 3-4-1-2 leikkerfi með tvo wing backs. Líklega er Enrique áfram á vængnum og í sóknarhlutverki og m.v. þessa uppstillingu sé ég Suso fyrir mér sem fremsta miðjumann frekar en vængmann. Assaidi er sagður vera meiddur og þetta sýnir ágætlega hversu mikið Downing er kominn á sölulista.

Þetta verður áhugavert.

77 Comments

  1. Tek fram að ég veit ekki alveg hvernig þetta er hugsað, setti þetta svona upp fyrst

    Strange XI. It seems it’ll be 4-2-3-1 with Johnson on the left, Wisdom on the right. Enrique (left) and Sterling (right) on the flanks witih Suso in the hole.
    http://www.twitlonger.com/show/k1pm9b

  2. Rodgers er maðurinn, það væri hægt að gera svo miklu verr með þennan mannskap. Eg er alltaf spenntur þegar ég sé byrjunarliðið. Og það er ekki sjálfgefið. Koma svo Liverpool. 3 stig.

  3. Eg held þetta se nu bara 3 miðverðir med enrique og johnson sem bakverðir eða kantmenn gerrard, allen og suzo a miðjunni og svo sterling og suarez frammi, vona að þetta se svoleiðis.

    Min spa er 4-0 og suarez med fernu

  4. Já að Joe Cole sé á undan í liðið segir alveg helvíti margt.

    Ég er samt spenntur fyrir leiknum. Hann verður bara að vinnast!

    Áfram Liverpool!

  5. Ekki það að downing er eitthvað uppá marga fiska, þá er hann samt skárri kostur á bekknum heldur en Joe cole.

  6. Gaman að sjá að kallinn er til í að breyta um leikkerfi eftir því hverjir eru heilir og hverjir eru mótherjarnir.
    Johnson og Enrique munu væntanlega vera mikið á vallarhelming andstæðingana í dag.
    Ef við vinnum þennan leik þá munar ekki nema 2 stigum á okkur og Tottenham.

  7. Ég er bara sæmilega bjartsýnn fyrir þennan leik. Það er einhvern veginn kominn tími á sigur núna, þetta getur bara ekki gengið lengur að hlutirnir gangi ekki upp eða fari ALLTAF á versta veg fyrir okkur.

    Annars er maður eiginlega orðinn dofinn, enda verður maður að vera það svo heilu helgarnar verði ekki ónýtar trekk í trekk.

    En núna er bjartsýni hjá mér, þetta er forvitnilegt byrjunarlið.

    Ein spurning ef einhver skildi vita.
    ég er í stöðugum vandræðum með þessa torrentstream linka. Sopcast hefur alltaf verið mjög stöðugt og yfirleitt frábær gæði en mér finnst miklu meira um að þessir TorrentStream linkar virka ekki og ef þeir virka þá hanga þeir í “buffering” alveg hálfan leikinn áður en þeir detta í gang. Núna er bara orðið erfitt að finna Sopcast linka.
    Er eitthvað trix við TorrentStream playerinn sem ég þekki ekki?

    En góða skemmtun á eftir, vona að við eigum eftir að fá að fagna vel í þessum leik og hlutirnir fari að falla með okkur

  8. Við einfaldlega verðum að vinna þennan leik til að halda áfram að klifra upp töfluna, en eins og svo oft áður er maður skíthræddur :-/

    Koooma svoooo!

  9. Er þetta ekki sama leikkerfi og endaði Chelsea leikinn
    Johnson fyrir aftan Enrique á vinstri og Suso í holunni.

  10. Halló eru menn ekkert að fylgjast með ??

    Downing er að fara uppí Walcott í Jan. Þetta er STAÐFEST!!!!

  11. Ég er með einhverja frábæra tilfinningu fyrir þessum leik….veit ekki hvað það er en er einhvern veginn alveg sannfærður um sigur í dag 🙂

  12. Það væri gaman að fá að vita hvað Liverpool hefur skorað mörk mörk í leikjum á fyrstu 20 mín. Afspyrnulélegt.

  13. fyrstu 30 mín, wigan 54% með boltann. skemmtanagildið er á við að horfa á biðskák.

  14. Djö er þetta lið ömurlegt. Einhver versta frammistaða í einum hálfleik sem ég hef séð lengi, algerlega andlaust og kraflaust. Fæ ekki séð að Rogers hafi lausnir á einu né neinu. Eins gott að menn girði sig í brók í hálfleik og fari að spila eins og menn.

  15. Hvaða væll er þetta?
    Í versta falli er jafnræði á vellinum, óþarfi að mála skrattann á vegginn.
    Liverpool stjórnar leiknumf frá a-ö.

  16. Hver einasti framkvæmdastjóri leggur upp með það að “drepa” tempóið í leiknum þegar þeir koma á Anfield, nota ALLAN tíman og meira í allar aðgerðir, útspörk hjá markvörðum taka ca 15 mín af leiknum, ótrúlegt að dómarar taki ekki á þessu.

    Jafnræði með Liverpool og wigan , Á ANFIELD, það er sko eitthvað til þess að koma manni á jörðina, jafnvel neðar !

  17. Hafliði minn, Liverpool er ekki að gera neitt, það eina sem getur bjargað þessu fyrir okkur enn og aftur er snilli SUAREZ, vona bara að kallinn sé vel upplagður.

  18. 1 skot á rammann á móti wigan eftir 44 mínútur. Stjórna leiknum ??

  19. Rodgers er að prófa sig áfram. Hægri bakvörður í vinstri bakverði, vinstri bakvörður á kantinum. Vinstri kantmaður prófaður í bakverði en er núna út úr liðinu. Veit einhver afhverju Suso fór útaf, meiddur?

  20. Höddi minn, eins og vanalega eru Liverpool að stjórna leiknum og fá fullt af færum.
    Hvað eru Wigan búnir að fá mörg færi í leiknum?
    En já, Suarez er sá eini sem virðist geta skorað hjá okkur, þetta vita allir og þú þarft ekkert að benda neitt sérstaklega á það.

    En þessi leikur hefur ekki spilast eins ómögulega eins og þú vilt vera að láta, ég ætla í það minnsta að vera ósammála þér með það ; )

  21. Það er nú búið að vera óvenjumikið basl með linkinn í dag … en það sem ég hef séð finnst mér okkar menn of passívir og lítill stuðningur við framlínuna.
    Hef trú á að Rodgers hafi lesið leikinn og geri breytingar sem enda með góðum degi á Anfield. Koma svo rauðir !

    YNWA!

  22. Nei, kannski er ég að mála skrattann á vegginn, agalega pirrandi að horfa á þetta. Ég vildi að ég væri eins bjartsýnn og þú félagi. Við eigum það allavega sameiginlegt að vona að Liverpool vinni 🙂

    Vona að BR nái að berja smá kraft í okkar menn í hálfleik. Mér finnst eins og landsleikir í miðri viku sitji mjög mikið í okkar mönnum. Gerrard er ekki líkur sjálfum sér, vonandi fer hann að draga sig út úr landsliðinu fljótlega. Það væri gaman að sjá hvað margir leikmenn hjá wigan hefðu spilað landsleik í miðri viku, á móti leikmönnum hjá Liverpool.

    KOMA SVO, taka á þessu í seinni hálfleik.

  23. Channel – 6816 í Sopcast var að detta inn frá YES í frábærum gæðum

  24. Uppáhalds Liverpool leikmenn mínir bera allir eftirnöfn sem byrja á S

    bara að segja

  25. Flott hjá snillingnum okkar : )
    Og flottur undirbúningur hjá Sterling.

    Meira svona!

  26. eru menn að nota þetta Torrent stream eitthvað? Gerir það eitthvað annað en að hikksta hjá ykkur?

  27. Nú þurfum við bara að koma wigan út úr þessum leik með því að setja tvö mörk í viðbót, MINNST ! ! !

  28. Opniði bara Sopcast og setjið inn “Channel – 6816” og go 🙂

    Þetta er allt að gera sig núna, við erum búnir að fá meira en okkar skerf af óheppni og núna lendum við á sigurrönni 🙂

  29. Jose Enrique er búinn að vera frábær á kanntinum síðustu 2 leiki, spurning að setja Johnson bara á hægri kanntinn á móti 🙂

  30. Gaman að fylgjast með Henderson í þessum seinni hálfleik.
    Ég hef gagnrýnt hann miskunnarlaust nú í ár en vona auðvitað að hann geti sýnt svona frammistöðu reglulega.

  31. Enrique frábær!!! 3-0
    hann er alltaf inn í boxinu….það er málið.

  32. Hvað er að gerast með Enrique, einn daginn getur hann ekkert, næsta dag er hann bestur á vellinum.

    En annars er þetta algjörlega frábært og stuðningmenn Liverpool á Anfield eiga þetta innilega skilið.

  33. Flott mál drengir, þeir eru líklegir til að bæta meira við hreinlega …
    Það er hálf asnalegt að sjá Johnson og Enrique á sama kanti … en þetta er að virka. Það skiptir öllu máli, Brendan veit greinilega hvað hann er að gera og er að ná þeim besta út úr því sem hann hefur.
    YNWA!

  34. Þarna fengum við mark eftir mistök hjá dómara, þ.e. að Wigan átti þetta innkast. En þó slíkir hlutir gerist þá mega varnarmenn ekki húkka vælubílinn og fá mark í andlitið. Óafsakanlegt. Kvarta aðeins en halda svo áfram, ekki hlaupa 100 metra út úr stöðu og væla í dómaranum.

  35. Bara að minna á þetta 🙂

    islogi segir:

    17.11.2012 kl. 15:11

    Ég er með einhverja frábæra tilfinningu fyrir þessum leik….veit ekki hvað það er en er einhvern veginn alveg sannfærður um sigur í dag 🙂

  36. Fyrri og seinni hálfleikur eins og svart og hvítt, allt annað að sjá til liðsins í þeim seinni. Það þarf ekkert að ræða Suarez, hann er einfaldlega besti leikmaður deildarinnar. En það sem er ánægjulegast er að liðið virðist búið að endurheimta Enrique úr rúmlega árs leyfi og er það vel. Búinn að vera flottur í dag og var besti maður vallarins á móti Chelsea, virðist finna sig vel í þessari kantstöðu.

  37. Frábært. BR að gera flotta hluti og nyi Maradona að skora eins og hann fái borgað fyrir það… I evru kannski?

  38. Lítur út fyrir að Mark Hughes hafi stýrt sínum síðasta leik með QPR. Þar virðast prímadonnur hafa verið keyptir inn í hverja stöðu og engin liðsheild í gangi. Þá er nú betra að vera með 1 stk Enrique

  39. Af öðrum leikjum er það að frétta að Reading er að vinna everton 🙂 og Mark huges er væntanlega að stjórna sínum síðasta leik hjá QPR, en þeir eru að tapa heima 1-3 á móti Southamton 🙂

  40. Hehe, #62, við sammála með Huges, og svo er Clarke að sjá um celski, wba að vinna þá 2-1. Þeir eru að gera þeirra heimavöll að algjöru virki.

  41. Newcastle og Everton að tapa 🙂
    Önnur úrslit að falla með okkur á sama tíma og við vinnum frábæran heimasigur á Wigan, þetta er bara besti laugardagur í háa herrans tíð og svo löngu tímabært…

  42. Eg vil bara bjoða enrique velkomin til baka ur rumlega tiu manaða jolafríji. Frabær gegn chelsea og magnaður serstaklega i seinni halleik i dag…

    Einnig frabært að sja suarez skora tvo i dag

  43. Hver er þessi sköllótti nr 3 sem er allt í einu farinn að geta eitthvað í fótbolta?

  44. Frábært! Hver einasti leikmaður klúbbnum og liðinu til sóma! Frábær frammistaða hjá öllum!

    Enrique og Suarez menn leiksins að mínu mati.

  45. Frábært, vildi að ég hefði getað séð þennan leik!

    Ein spurning til ykkar, án þess að vera með einhverjar samsæriskenningar afhverju getur Newcastle ekki teflt fram Cisse um helgina en united spila Persie sem dróg sig einnig úr landsliðshóp? Örugglega ekki eina dæmið en bara datt þetta í hug þegar ég sá X11 hjá unided..

  46. Henderson var mjög fínn líka. Pressaði vel og var í boxinu. Velkomin 3 stig í hús.

  47. Þú þarna bjorn #71, guð minn góður. Ertu að halda því fram að þetta sé samsæri, þú gefur það allavega í skyn.

    Vorkenni þér lúðinn þinn

  48. 71

    Þú getur ekki gagnrýnt united á neinn hátt fyrir að gera þetta. Það vantaði til dæmis hálft danska landsliðið í sinn leik á mót tyrkjum fyrr í vikunni, og allir þeir sömu leikmenn að spila í sínum félagsliðum hérna yfir helgina. Það er bara “flue season” og þess vegna létt fyrir leikmenn að segjast vera veikir, og félögin nýta sér það. Held að flestum landsliðum sé líka nokkuð sama um þessa vinaleiki núna, afþví að það er náttúrulega langt í næsta stórmót.

    Þú getur gagnrýnt senegalska knattspyrnufélagið, og auðvitað FIFA fyrir að hafa góðkennt þetta bann.

  49. Enrique hinn nýji …….. Enrique! Helvítis pása sem þú tókst þér, velkominn til baka 😉

  50. Ég hélt að ég hefði tekið það skýrt fram að þetta er ekki samsæriskenning, ég er einfaldlega að spá hver munurinn er. Eflaust er það að senegalska knattspyrnusambandið fer öðruvísi með þessi mál en t.d sambönd í Evrópu. Auðvitað skiptir það ekki máli fyrir hvaða félag leikmaðurinn spilar.

    Við skulum samt ekki spilla gleðinni að tala um United á svona stundum 🙂

Wigan á morgun

Liverpool – Wigan 3-0