Opinn þráður – Suarez ekki til sölu, Lucas mættur til æfinga o.fl.

Seint í gærkvöldi láku sögur á netið frá breskum blaðamönnum þess efnist að Man City væri að undirbúa (hlægilegt) 40m punda boð í Luis Suarez. Aðrir breskir blaðamenn fóru í keppni á twitter sem gekk út á það hver gæti sagt okkur með mest afgerandi hætti hversu áreiðanlegir þessir blaðamenn eru og þar fram eftir götunum.

Eins og staðan er á Liverpool nákvæmlega í dag þá er sala í Luis Suarez rétt á eftir Tom Hicks, Purlsow og Roy Hodgson en aðeins á undan heimsendi yfir verstu hluti sem gætu komið fyrir Liverpool FC og því enginn hamingja með svona fréttir, þó þær geti ekki komið á óvart. Öll lið í heiminum vilja pottþétt fá Luis Suarez í sitt lið en blessunarlega getur a.m.k. eitt lið strax útilokað þann möguleika, eða ég sé Suarez a.m.k. ekki fara í hitt liðið í Manchester.

Það að lið hafi áhuga segir svosem ekki neitt en City hefur sýnt að þeir geta fengið þá leikmenn sem þeir vilja og því smá ónotatilfinning yfir þessu. Því get ég ekki annað en hrósað klúbbnum fyrir það hvernig þeir káluðu þessari “frétt” í fæðingu.

Brendan Rodgers var í venjulega spjalli fyrir Wigan leikinn og sagði að hann væri ekki til sölu, hann væri mjög ánægður hjá Liverpool, nýbúinn að skrifa undir samning og þvert á móti væri stefnan að kaupa fleiki leikmenn svipaða honum (í heimsklassa) ferkar en að selja þá. Allt sem maður vildi heyra um þetta mál því satt að segja held ég að janúarsala á Suarez væri sjálfsmorð fyrir FSG, a.m.k. sem eigendur Liverpool.

“He’s certainly not someone we want to sell or move on. He has been a brilliant player to work with and we want to add to our squad – not take people out of it, especially a world-class player.

“We’ll continue to work and stay focused on what we’re trying to achieve. Luis has already shown in the summer his commitment to the club. He signed a new deal and you’ve seen up until this point, he’s in a great moment in his footballing life here at Liverpool. He’s scoring goals and working well.

“I’ll just continue to communicate with all the players and Luis in particular. He is very, very happy here.

“There will be no bidding war. He is staying here.”

(Þess ber að geta að City neitaði líka að þeir væru með tilboð í Suarez í bígerð þrátt fyrir að liðið sé auðvitað í örvæntingafullri leit að framherja).

Hann var síðar í dag valinn Standard Charted leikmaður mánaðarins og fór í flott viðtal af því tilefni þar sem hann staðfesti það sem Rodgers sagði og hrósaði áhorfendum Liverpool í leiðinni.

“I have a very long contract here and it’s a dream come true to be playing at a club like Liverpool because, as I’ve said, as a boy I dreamt of playing for a team like this.

“Now I’m here, it’s all about enjoying myself and trying to be here for as many years as I can, because I’m at a club where I’m very happy, my family is happy, I’ve got fantastic teammates and a manager from whom I’m learning so much.

“As a player, it’s vital to have the backing of your manager and so I think that the confidence Brendan is showing in myself and the team as a whole is very important and it’s down to us to repay that trust out there on the pitch.”

“Let’s hope we can keep improving. I’m working well and I’m very happy at a club where I’ve always wanted to be. At a club to whom I’m very grateful for the trust everyone is showing in me – a club with amazing supporters and teammates who are all great people.

“The other important thing is that the squad is very united. In spite of not getting the results we would have liked, we have a great spirit of togetherness and let’s hope we can continue to pick up points.”

Fáir leikmenn Liverpool hafa verið eins umdeildir og Luis Suarez og er herferðin gegn honum fyrir löngu farinn gefa af sér mjög vænt óbragð. Breska pressan, þjálfarar annara liða, enska knattspyrnusambandið og auðvitað stuðningsmenn annara lið hafa allir löngu farið yfir strikið í einhverju sem í flestum tilvikum myndi kallast einelti í nútíma siðmenntuðu samfélagi. Allir hafa a.m.k. skoðun á Suarez og það væri ekkert þannig ef hann væri ekki svona fjandi góður. Einhverjir stuðningsmenn Liverpool voru meira að segja farnir að trúa umfjöllun um hann, t.d. að hann dýfi sér meira en aðrir leikmenn og skori ekki nóg af mörkum.

Hann hefur núna skorað 32 mörk í 68 leikjum (í ekkert besta Liverpool liði allra tíma neitt). Er markahæstur í úrvalsdeildinni (með RVP) og hefur reyndar troðið sokk ofan í kok á þeim stuðningsmönnum Liverpool sem voru að kvarta yfir honum fyrir 1-2 mánuðum. Við getum ekki án hans verið og hann svaraði ansi skemmtilega þegar hann var spurður út í meðferðina sem hann fær, sérstaklega frá stuðningsmönnum annara liða.

“I think you need to really know a person before you criticise them or speak out about them”.

I think sometimes the opposition fans are more interested in booing Luis Suarez for the problems he had or because he’s gone down for something than they are in their own team!

“I think that each set of supporters should just worry about their own team and leave their opponents well alone, just like the Liverpool fans do.

Amen. Hann útskýrði þetta samt betur

“I think our fans are the perfect example and always show how to help the team by wanting to get behind the side. It doesn’t matter who the opposition are, the only thing they want is for their team to win by giving a lift to the players with their support.

“That’s what the other clubs’ fans need to do – get behind their own side and not just think about Suarez, because all that does is motivate me even more to do well.”

Það er eitthvað sem segir mér að Luis Suarez lagið verði sungið nokkrum sinnum um helgina. Hann er á mjög mikilli hraðferð upp vinsældarlistann hjá stuðningsmönnum Liverpool og svona viðtöl draga alls ekkert úr því. Hann fékk gríðarlegan stuðning frá stuðningsmönnum Liverpool á síðasta ári sem vonandi hjálpar mikið til við að láta honum líða vel hjá félaginu og í borginni.

Mér er nákvæmlega sama um álit stuðningsmanna annara liða, það er ástæða fyrir þessi ofsalega hatri á Suarez og það er ekki vegna þess að hann er meintur rasisti, dýfari eða þaðan af verra, það er vegna þess að hann er frábær leikmaður. Njótum hans meðan við höfum hann því við komum sannarlega til með að sakna hans þegar hann fer.

Enska úrvalsdeildin líka yfirgefi hann hana.


Rodgers var annars með fleiri góðar fréttir á þessum blaðamannafundi. Hann kom inn á að það væri ekkert vesen með samningsmál Raheem Sterling, ef ég skil þetta rétt á hann 18 ára afmæli í desember og má þá fara í samningsviðræður.

Lucas Leiva hóf æfingar í dag með aðalliðinu en hann hefur verið meiddur síðan 26.ágúst og ætti skv. Rodgers að vera ca. tvær vikur frá því að koma aftur í liðið. Það þarf ekki að koma inn á það hversu mikið liðið þarf heilan Lucas Leiva aftur.

“Lucas Leiva will come back into training, which is great news. He has worked tirelessly in his rehabilitation, so he comes back out onto the field in a good moment.

“He won’t be ready to play for the weekend, but certainly over the next couple of weeks he’ll be very close.”

Pepe Reina sem meiddist 7 okt. er síðan klár í slaginn á laugardaginn og sama má segja um Shelvey.

“Jonjo will be back into training today, so he’ll be fine [for the weekend].

“Pepe has been back in training. He was very close to last weekend [at Chelsea].

“He made a great commitment to show he’s fighting for his place here in the group. He was called into the Spanish squad, but stayed here to ensure he was fit and strong – and he’s been training all week.

“He’ll be available for the weekend.”


Að lokum fór það líklega ekki framhjá neinum að Gerrard spilaði í gær sinn 100. landsleik fyrir England en hann er núna fyrirliði liðsins. Það þarf sér færslu til að gera upp feril Gerrard og sú færsla mun ekki fjalla mikið um landsliðið. Raheem Sterling spilaði sinn fyrsta landsleik í þessum sama leik og stóð sig vel ásamt Glen Johnson sem spilaði leikinn einnig. Þeir fóru allir útaf í seinni hálfleik, heilir heilsu og sáu ódýrari útgáfuna af Andy Carroll (í liði Svía) gjörsamlega ganga frá leikmönnum enska liðsins.

15 Comments

 1. Suarez er bara laaaaaangbesti alhliða leikmaðurinn í EPL og á topp 5 yfir bestu leikmenn í heimi. Það eru algjör forréttindi að fá að horfa á hann spila í Liverpool búningi. Ég vona að hann eigi eftir að búa til miklu fleiri góðar minningar fyrir aðdáendur LFC í framtíðinni, ég tala nú ekki um ef eigendurinir versla inn fleiri gæðaleikmenn með honum í janúar og næsta sumar.

  Hlakka til næsta leiks.

  YNWA

 2. Takk fyrir þetta babu, þú ert góður drengur. Frábært fyrir Suarez að fá (bözzið) sem hann á skilið það á bara eftir að mótivera hann enn meir. Spái að hann skori svona 9 mörk um helgina, leiðinlegt að Gerrards moment hafi fallið í skuggan hjá jóa á enska barnum, en hann er bara allveg skuggalegur töffari. Átti 2 option-a að vera douchebag glæpamaður, eða douchebag fótboltamaður. YNWA

 3. Ég hef alltaf staðið þétt við bakið á Suarez. Hann hefur alla tíð verið markaskorari og í mínum augum var hann heimsklassa áður en hann kom til Liverpool. Það hefði verið draumur að sjá hann og Torres saman frammi.

  Finnst merkilegt hvað margir Liverpool aðdáendur hafa oft snúist á sveif með fjölmiðlum og talað Suarez niður þegar illa gengur, kallað hann færaklúðrara, tuðara, dýfara o.s.f en þetta eru ábyggilega sömu aðilar og sjá ekki hvað Reina er okkur dýrmætur og hvað hann var okkur mikilvægur á okkar erfiðustu tímum. Hvað Carra hefur gert fyrir klúbbinn og að Gerrad sé í dag “a living legend” sem ber að virða.

  Svo vara ég fólk við að leggja allt sitt traust á endurkomu Lucas Leiva, hann hefur verið frá í langan tíma og lítið sem ekkert spilað fyrir Rodgers. Mín von er hann haldist heill út tímabilið og sé undir lokin partur af öflugri miðju sem tryggir okkur gott sæti í deildinni. En drengurinn þarf tíma mundi ég halda.

  Áfram Rodgers og Liverpool!!!

 4. Luis Suarez er listamaður. Það er til fullt af góðum fótboltamönnum.

  En það eru bara til örfáir listamenn í fótbolta!!!

  Við sáum einn skora 4 mörk á England á miðvikudaginn. Við getum rætt um Cantona, Maradona og svo hef ég soft spot fyrir Balotelli, og þori orðið að viðurkenna að fíla Ronaldo.

  Allir þessir sex eru leikmenn sem ég myndi borga fyrir að sjá. Sá Suarez skora mark ca. 20 metra frá mér í Kop-stúkunni í fyrra og ef hann hefði hlaupið í okkar átt þá hefði ég farið inná til að fagna með honum, held ég allavega. Hann fór í hina áttina og ég hljóp ca. 40 metra á eftir honum áður en ég sneri við.

  Allir þessir leikmenn eiga það líka sameiginlegt að vera umdeildir. Vegna þess að þeir hugsa og vinna fyrir utan kassann. Það er örugglega óþolandi fyrir “venjulega” knattspyrnumenn að mæta svona mönnum sem gera hluti sem þeir hafa aldrei orðið fyrir áður.

  Og það tekur líka tíma fyrir dómara að læra á þessa hegðun þessara listamanna. Allir hafa þeir orðið fyrir því að brotið er mun meira og mun harkalegar á þeim en öðrum. Við sem munum eftir Maradona og hans ferli getum rifjað upp fullt af leikjum þar sem dagskipunin var einföld. MEIÐIÐ MANNINN.

  Sumum tókst það. Því miður fékk hann of litla vernd frá dómurum. Eins og hinir sex. Messi er í raun eini listamaðurinn í fótbolta sem ég man eftir sem hefur náð að virka nokkuð “eðlilegur” í aðgerðum sínum.

  En ég dýrka það að í liðinu mínu er listamaður í fótbolta. Við höfum átt marga góða fótboltamenn en í mínu minni eru bara tveir aðrir sem ég myndi kalla listamenn. Kenny Dalglish og Steven Gerrard.

  Ef við fáum að njóta Suarez í svipaðan tíma og þá er ekki nokkur vafi að hann verður í sama klassa í sögu Liverpool.

  Ef Suarez verður seldur mun ég sjálfur fljúga til Boston og hrista eigendurna…sama hvað verðið verður á honum eða flugmiðanum!!!

 5. Þetta er taflan fyrir síðustu 6 leiki:

  1 Man City W W W W D W 16

  2 Man Utd L W W W W W 15

  3 Chelsea W W W L D D 11

  4 West Brom D W L L W W 10

  5 Everton W D D D D W 10

  6 West Ham W L W L D W 10

  7 Liverpool W D W D D D 10

  8 Tottenham W W L W L L 9

  9 Stoke W D L D L W 8

  10 Norwich L L W D W D 8

  11 Fulham L D W D D D 7

  12 Arsenal L W L W L D 7

  Baráttan um 1 sætið verður jöfn og spennandi fyrir efstu 3 liðin og baráttan um 4 sætið jafn hörð fram á síðasta dag. Við erum langt frá því að vera búnir að vera í þeim slag. Lucas á leiðinni og vonandi styrking í janúar. Ef við náum hagstæðum úrslitum fram að áramótum þá verðum við með í slagnum í vor.

 6. Sammála Babu, frábært hvernig klúbburinn tók á þessum fréttum með Suarez og yndislegt að sjá hann svara svona afgerandi fyrir sig!

  Held að það liggi hinsvegar í augum uppi að staða Pepe Reina hjá Liverpool er í hættu og kæmi mér það alls ekki á óvart ef hann yrði seldur í Janúar fyrir 10-15 milljónir punda. Hef þá ónota tilfiningu að hann þurfi annað verkefni. Vona hinsvegar að ég hafi rangt fyrir mér og við fáum hann sterkan tilbaka.

  Eftirtaldir leikmenn eru að mínu mati að fara frá okkur í Janúar/sumar: Downing, Cole, Pacheco, Reina, Henderson, Wilson og svo er það spurning með Enrique. Tel hann líka vera á hálum ís þessa dagana.

  Reyndar er það einnig spurning með Doni, en hann á náttúrulega við ákveðinn djöful að draga og því ekki séð hvenær hann fer að fullu frá klúbbnum.

 7. Er ekki smuga að Celski skili Torres bara á smott prís er það ekki smá lausn?

 8. já, Downing virðist vera á leiðinni ef eitthvað er til í þessari frétt

  http://soccernet.espn.go.com/news/story/_/id/1228016/liverpool-ready-to-cash-in-on-stewart-downing?cc=5739

  Veit ekki alveg hvað hægt er að segja um þetta. Ef hann verður seldur á 10 milljón pund (sennilega minna) er ljóst að það er búið að fara ansi illa með peninginn. Er virkilega staðan sú að við þurfum að selja og selja til að geta verslað 1-2 sóknarmenn í janúar??

 9. Já, frábær grein, og einmitt gaman að sjá hvað klúbburinn svaraði þessum orðrómum vel, og einnig æðislegt að sjá Suárez sjálfann tala um þetta. Það þarf bara að ná í einhvern “heimsklassa” sóknarmann, þó svo að ég sé nú ekki viss um hversu mikinn heimsklassa sé hægt að fá til Liverpool í janúarglugganum. Ef við fáum til dæmis Huntelaar, eins og slúðrið hefur verið mikið um, og svo kanski Theo Walcott líka, til að fáa smá hraða í liðið og meiri ógnun sóknarlega séð.

  En þetta með að Reina sé að fara. Ég veit ekki alveg hvað ég á að halda. Ég vona allavega að hann fari ekkert, en það sem ég held að þurfi að gera er að hlusta á hann. Fyrir stuttu bað hann Rodgers um að fá markmannsþjálfarann sem vann með honum í Rafa tímanum. Hann hélt sjálfur að sá maður myndi hjálpa sér töluvert að komast almennilega í gang. Mér finnst allavega að það sé allavega eitthvað sem ætti að skoða. Ef Pepe heldur að hann geti hjálpað sér, þá á ekkert að vera að spyrja frekar út í það, og bara ná í kauða.

 10. Nr. 7
  Sú hugmynd að selja Pepe Reina í janúar hefur ekki einu sinni komist inn í ímyndunaraflið og það væri ekki mikið minni vitleysa heldur en að selja Suarez. Hann var bara meiddur sl. mánuð og Rodgers allt að því staðfesti að hann kemur beint inn í liðið á morgun.

  Nr. 8
  Þetta er eiginlega eins langt frá því að vera líklegt og hægt er. Hann er ekki beint vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool og hjá mörgum ekki velkominn aftur. Bara af þeirri ástæðu held ég að FSG horfi annað í leit að framherja. Þar fyrir utan er hann í dag besti sóknarmaður Chelsea og í liðinu hjá þeim.
  Hann kostaði þá 50m punda og ég bara sé ekki FSG hafa áhuga á að eyða miklum peningum í hann. Ekki gleyma að hann er pottþétt ekki á neinum sultarlaunum hjá Chelsea.

 11. En Babu, var ekki tveggja ára ábyrgð á Torres þegar við seldum hann. celski gæti viljað skila honum, (sem gallaðri “vöru’)

  Besti díllinn væri bara að skipta slétt á Downing og Torres 😉

 12. Nú segir Twitter að Jen Chang sé hættur störfum hjá félaginu og farinn aftur til USA v/fjölskylduaðstæðna. Það er væntanlega bara fallegt orðalag yfir REKINN útaf þessu rugli með Duncan Jenkins Twitter máli.

 13. Nr. 12
  Hahaha það gæti reyndar vel verið og það útskýrir þessa orðróma um Andy Carroll til Newcastle og mjög líklega verður Villa orðað við Downing á næstu dögum.

  Það er síðan álíka líklegt að Jen Chang fari aftur til USA vegna fjölskylduaðstæðna eftir nokkra mánuði í þessu stóra starfi (en ekki Jenkins málsins) og að ég og Grétar hlaupum saman rokkhlaup yfir Ölfusárbrú í kvöld.

  …semsagt mjög líklegt!

 14. Sæll Babú,
  Ég held að þú sért í bullinu með því að líkja hugsanlega brottför Reina við Suarez. Risa munur á þessum tveimur leikmönnum í dag og vægi þeirra í Liverpool liðinu. Og já auðvitað ætti hann að labba í liðið á undan Brad Jones.

  Mig langar samt að taka það strax fram að ég vill ekki að hann fari þótt mig gruni að hann sé á förum. Hann er eiginlega í gegnum árin búinn að vera minn maður í þessu liði. Myndi samt ekki missa saur við slíkar frétir og ætla ég að segja þér afhverju.

  Pepe Reina í topp standi er leikmaður sem við megum ekki missa og væri ég þá sammála þér. Vandamálið er bara að mínu mati að hann er ekki lengur sami leikmaður og hann var. Ég veit að það er svolítið kalt að segja það en það er bara mín skoðun. Vona innilega að hann sýni mér að ég hafi rangt fyrir mér , og það strax í næsta leik.

  En rökin fyrir að selja Reina eru nokkur:

  *Hann er að eldast. Já ég geri mér grein fyrir að markmenn geta spilað lengur en aðrir leikmenn og á hann klárlega nokkur ár eftir í góðu formi en mér finnst hinsvegar hann vera dala með hverju árinu hjá okkur, hvort sem að það sé út af andlega þættinum eða þeim líkamlega veit ég ekki.

  ** Undanfarin tvö ár hafa verið gríðarlega döpur hjá honum og finnst mér hann öskrandi dæmi um mann sem þarfnast breytinga í sinn feril. Vonandi er það nóg að breyta um markmannsþjálfara og hann finni þá sitt gamla form. Mig grunar ekki.

  *** Verðið sem við fengjum fyrir hann yrði væntanlega á bilinu 10-18 milljónir punda. Það er gott fyrir markmann á þrítugsaldri. Nokkuð öruggt að FSG sé að hugsa þennan punkt. Hann færi ekki á hærra verði ef hann yrði seldur seinna. Ef að Reina hefur einhvern tímann látið það í ljós við eigendur Liverpool að hann vilji spila t.d. á Spáni einhvern tímann þá væri þetta, fjárhagslega, rétti tíminn til þess að selja hann.

  **** Ef við fengjum yngri markmann á 5-8 Mpunda þá gæti FSG skorið vel á launakostnaðinum án þess, miðað við “current form”, að það kæmi mikið niður á framstöðu liðsins.

  Svo er búið að vera að orða okkur við marga markmenn á undanförnu og held ég að það sé engin tilviljun.

  Afhverju ætti hann að vilja fara? Tja, peningar. hann er þrítugut og gæti fengið topp pening núna. Svo gæti hann viljað spila í spænsku deildinni og reynt að sanna sig fyrir spænska landsliðinu. Svo gæti konan hans verið leið á Liverpool eða hann þreyttur á bla bla bla…hver veit. En eitthvað segir mér að hann vilji fara frá Liverpool .
  Hann má samt alls alls ekki fara til Arsenal eða til annars liðs á Englandi. Það yrði hörmung.

  En vonum bara að ég sé að vera svartsýnn og FSG sjái hversu mikilvægt er að halda leikmönnum eins og honum í liðinu, þeas leikmenn með Liverpool hjarta.

Dómgæslu hugleiðingar

Wigan á morgun