Kop.is Podcast #30

Hér er þáttur númer þrjátíu af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 30.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru SSteinn, Babú og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við leikina gegn Swansea, Newcastle, Anzhi og Chelsea, meiðsli leikmanna, Brendan Rodgers og framtíðarhorfur hans, Financial Fair Play og ýmislegt fleira.

Ath.: Í þessum þætti tók ég (Kristján Atli) upp með bilaðan hljóðnema og því heyrist lágt suð á bak við rödd mína í hvert sinn sem ég tala. Ég biðst velvirðingar á þessu, við kippum þessu í lag fyrir næsta þátt. 🙂

24 Comments

 1. Rútuferðum morgundagsins bjargað.. þakka ykkur innilega fyrir drengir !

 2. Fínt podcast!
  Nú vill ég sjá eigendurna stíga fram og gefa Brendan, leikmönnum og stuðningsmönnum afdráttarlaust svar að hópurinn verður styrktur verulega í janúar. Finnst vanta confidence boozt í félagið. Ókei 70-80 milljónir hjá þeim í leikmannakaup hafa farið í vaskinn og það tekur tíma að selja þá aftur. En það bara gengur ekki að detta í einhvern niðurskurð núna. Þeir voru of nískir í sumar og liðið er að blæða hressilega fyrir. Ekki sammála öllu sem er í gangi hjá félaginu en fyrst að stefnan er að búa til nýtt lið þá þarf nýtt fjármagn.

 3. Varðandi brottrekstur Coloccini þá sést það greinilega aðstoðardómarinn segir eftir að hann flaggar er “Yes i’m sure.”

 4. Nýtt podcast.. Snilld!!!!!
  Frábært framtak hjá ykkur drengir

  Always a pleasure…. Er búinn að standa mig að því að vera orðinn Podcast ,,fíkill,, Elska fótbolta umræðu yfir höfuð..

  Næ alltaf í þetta um leið í gegnum Itunes og svo að sjálfsögðu THE ANFIELD WRAP 2x í viku kemur inn á mán og fös.

  Svo vill ég líka benda mönnum á frábæran þátt sem stjórnandi #TAW er einnig með á mánudags kvöldum sem heitir ,, All in the Game,, en þar er hann með Neverton vini sínum Dave Downie og spjallað er um málefni LFC OG EFC í tæpan klukkutíma. Hér er linkur á þann þátt: https://itunes.apple.com/gb/podcast/radio-city-sport-football/id560510229?mt=2

  Andy Heaton leysti reyndar Neil Atkinson af hólmi í gær, en það er ekkert verra, snillingur sá maður

  Twitter
  ragnarsson10 ( Twíta 99.3% á enksu því 99,3 fylgjenda minna er enskur)

  YNWA

 5. þrátt fyrir að liðið sé í mótun og 4 sætið ekki raunhæfur möguleiki þetta árið þá er Liverpool að mínu mati með 6. sterkasta byrjunarlið í deildinni. Meiðsli, miklar breytingar, erfitt leikjaprógram, nýr leikstíll og gríðarlegt ólán eru meðal þátta sem útskúra það hversu rýr uppskeran hefur verið hingað til.
  Með Lucasí leikformi og að viðbættum 1-2 góðum framherjum í janúar þá sé ég í raun ekki hvað það er sem Arsenal og Tottenham hafa fram fyrir LFC annað en meiri breidd.

  Nú er liðið hins vegar að sigla inn í þægilegt leikjaprógram og ég sé bara ekki nokkra einustu ástæðu til þess að slá af raunsæjum kröfum þrátt fyrir að unglingar eins og Suso, Wisdom og Sterling séu að fá tækifæri.

  Að mínu mati eru 18 stig úr næstum 10 leikjum algjört lágmark. Er ég virkilega óraunsær, að því gefnu að Suarez haldist heill.

  Wigan heima: sigur,
  Swansea úti: jafntefli,
  Tottenham úti: tap,
  Southampton heima: sigur,
  West Ham úti: jafntefli,
  Aston Villa heima: sigur,
  Fulham heima: sigur,
  Stoke úti: jafntefi,
  QPR úti: sigur,
  Sunderlang heima: jafntefli.

  Þetta yrðu 19 stig.

  Einnig ber að gera kröfu til þess að liðið tefli fram nýjum framherja gegn Man UTd. 13. jan.

 6. Takk fyrir podcastið bjorguðuð 90 minutna tannlæknatima allverulega fyrir mer.

  Gott að þið eruð farnir að sja það sem eg hef lengi sagt sem er það að við eigum ekki break i að keppa við bestu lið deildarinnar nema med sykurpobbum. Eg vona að FSG gefist uppa þessu sem allra fyrst þvi þeir virðast helsattir með 8 sætið, þeir virðast ekki einu sinni hafa fjarmag til þess að gera liðið almennilega samkeppnishæft um 4 sætið sem gæti þa farið að skila miklu meiro tekjum og þaðan hleyot okkur nær stærstu liðunum.

  En tek undir med steina að leikjaprogrammið framundan er miklu þægilegra heldur en verið hefur og eg ætla að spa þvi að i næstu tiu leikjum komi 7 sigrar og 3 jafntefli en i svartsyni 6 sigrar 3 jafntefli og eitt tap.

  Hvað erum við að tala um i januar, fær Rodgers tiu milljonir? Hvað a hann að gera með það? Kaupa einn miðlungsleikmann? FSG hljota að geta leyft kallinum að kaupa einn alvoru framherja fyrir 15-20 milljonir. Okkur vantar svo nauðsynlega 1-2 alvoru leikmenn til að styrkja soknarleikinn. Eg mundi svo sem ekki grenja mikið ef við fengjum td bara demba ba i januar fyrir 7-10 milljonir og svo einhver alvoru 2-3 kaup næsta sumar. Er ekki komin timi a að við faum að vita hver stefna FSG er? Ætli þeir seu i alvoru sattir við að berjast um 5-8 sætið eða ætli þeir aeu tilbunir að styrkja liðið almennilega i jan og næsta sumar til að gera okkur samkeppnishæfa til að berjast allavega um 4 sætið??

 7. Ég held að meggi #7 megi aðeins passa sig á að heimta sigur í öllum heimaleikjum (nema gegn Sunderland!). Mætti ég benda á þá ömurlegu staðreynd að Liverpool hefur aðeins sigrað 1 heimaleik á þessu tímabili hingað til – og það var gegn Reading.

  Önnur ömurleg staðreynd – Liverpool hefur aðeins unnið einn annan leik á þessu tímabili í 11 leikjum, og það var gegn Norwich úti.

  Við getum einfaldlega ekki heimtað sigur í neinum leikjum í dag. Bara alls ekki. Við getum ekkert gefið okkur að Wigan muni leggjast flatir af virðingu fyrir Liverpool FC á Anfield og láti okkar menn valta yfir sig. Sama gildir um Southampton, Aston Villa, Fulham og Sunderland.

  Við erum að keppa á jafnréttisgrundvelli við þessi lið, okkar menn eru ekkert betri en þessi lið á góðum degi, og ljóst er að þetta verður bara barátta um hvert einasta stig í þessum leikjum. Sá tími er liðinn – því miður – að við getum talið Liverpool til eins af 4 stóru í Englandi.

  En við getum visslega hlakkað til þessara leikja og séð Liverpool rembast eins og rjúpa við tréverkið við að reyna að pota inn marki eða tveimur – það hefur reynst þrautin þyngri. Ég veit samt ekki hvort er erfiðara – fyrir leikmenn Liverpool að skora, eða fyrir okkur að horfa upp á þá reyna það 🙂

  Homer

 8. Hvað er í gangi hér? Neikvæðni.is
  þetta er það neikvæðasta podcast sem ég hef hlustað á 🙁
  Ég held að allir sem horfa á Liverpool spila núna sjái það að það er eitthvað spennandi að gerast. Liðið er að spila flottan bolta og ef þið horfið leikmenn æfa og það sem er haft eftir þeim þá má sjá þar að það er mikil gleði hjá þeim. Mig langar að skrifa hér um eitt og annað sem þið töluðuð um í þessu podcasti en ég ætla ekki að gera.
  Neikvæðni er niðurdrepandi, jákvæðni byggir upp, við skulum hafa það í huga 🙂
  Ekki misskilja mig ég met það mikið sem þið snillingarnir eruð að gera hér á þessari síðu og þið eigið heiður skilið!

 9. Óttalegt svartnætti er þetta.

  Liverpool hefur núna ekki tapað sex leikjum í deildinni í röð. Það er ekkert frábært neitt enda fjórir af þeim endað með jafntefli (gegn Everton, Newcastle og Chelsea vorum við mjög óheppnir að klára ekki leikinn á lokamínútunum). Hinir eru stórsigur á Norwich, sigur á Reading og jafntefli gegn Stoke.

  Það fer að koma að því að við getum farið að horfa meira fram á veginn heldur en til baka eins og verið er að gera hérna. Já það er rétt að Liverpool hefur gengið mjög illa mest allt þetta ár, sérstaklega í deildinni og því eðlilegt að hafa báða fætur á jörðinni. En það er ekkert sem segir manni eftir undanfarna leiki að ekki megi horfa með smá bjartsýni til næstu 10 leikja Liverpool.

  Liðið er með nýjan stjóra og mér finnst hann hafa byrjað eins og flestir nýjir þjálfarar gera, á því að reyna koma varnarleiknum fyrst í lag. Liðið er ennþá að leka inn allt of mörgum mörkum það er öllum ljóst en engu að síður má líka horfa á það þannig að við erum að fá á okkur ansi fá færi í mörgum leikjum og á endanum hrekkur þetta saman og við förum að halda búrinu hreinu oftar og oftar.

  Nýr stjóri með þunnan hóp mátti eðlilega ekki við miklum skakkaföllum, langtímameiðsli Lucas voru mjög mikið áfall, nánast allir bakverðir okkar hafa lent í meiðslum, Reina hefur verið óvenju mikið frá og Skrtel og Agger eitthvað smá. M.ö.o. það hefur verið aðeins of mikið rót á lykilvarnarleikmönnum sem er ALDREI gott mál hjá neinu liði, hvað þá þegar verið er að breyta leikstíl. Það komu þrír leikir í röð hjá okkur með hreint búr meðan smá ró komst á vörnina sem var sú sama í öllum þessum leikjum.

  Vonandi náum við að laga varnarleikinn á næstu vikum og með því kemur sóknarleikurinn mjög fljótlega vænti ég (þar þarf auðvitað að bæta mikið við). Það er mjög margt sem þarf að laga og staðan í deildinni er ekki nógu góð akkurat núna en til framtíðar held ég að við séum á fínni leið.

  Það er alveg hægt að skalla vegginn áfram og benda á að liðin með sykurpabba hafa rosalegt forskot á önnur lið en lítið á því að græða að úthúða FSG öllum stundum fyrir að vera ekki Sykurpabbaklúbbur. Þeir hafa ekkert farið leynt með sitt módel.

  Liverpool var tæknilega séð orðið gjaldþrota og var farið að selja sína bestu leikmenn er FSG keypti liðið árið 2010, leikmenn (og stjóri) sem við söknum í dag og sjáum jafnvel í bestu liðum Evrópu). Rosalega þægilegt að gleyma þessu bara. Ofan á það var vanhæfur maður í stöðu framkvæmdastjóra félagsins (Purslow) sem náði að eyðilegga hressilega fyrir okkur áður en hann var rekinn.

  Þá vorum við líka með Hodgson og farþegana sem hann fékk til klúbbsins á fáránlegum launum og bættum allt of mörgum farþegum við til viðbótar í fyrsta sumarglugga Kóngsins. Leikmannagluggi sem er ekkert annað en sögulega hræðilegur eins og staðan er í dag.

  Líklega skrifast það mjög mikið á þá stóru U beyjgu sem það var að fara úr Dalglish í Rodgers því hugmyndir Rodgers virðast augljóslega ekki henta þeim leikmönnum sem Dalglish fékk eins vel og hans hugmyndir gerðu (ekki að þeir hafi getað nokkurn skapaðan hlut hjá KKD heldur). Eins og Hamann sagði á twitter um daginn, það er leitun að leikmönnum sem hafa komið á svona mikinn pening og gert svona lítið fyrir liðið.

  Þannig að núna erum við (þrátt fyrir mikla tiltekt undanfarið) með frekar illa samansettan hóp sem er hræður saman úr leikmannakaupnum (og stefnum) Benitez, Hodgson, Dalglish og núna Rodgers sem flestir hafa þurft að versla með aðra höndina (eða báðar) bundnar fyrir aftan bak. Allt frekar ólíkir karakterar og þjálfarar. Þetta þarf bara að hætta og það núna.

  Tek samt undir að ég vill sjá meira frá FSG, fyrsta verk auðvitað að fá mann með vit á leikmannakaupum inn í staðin fyrir Ian Ayre. Njósnarateymið ætti að vera komið í betra stand heldur en sl. sumar. Þeir hafa eins og staðan er núna gert ein góð leikmannakaup síðan þeir tóku við völdum í félaginu.

  Á eftir Luis Suarez eru þetta Andy Carroll, Henderson, Downing, Enrique, Adam og Coates. Allt leikmenn sem hafa ekkert getað og enginn þeirra á fast sæti í liðinu eða er farinn. Það var talið betra að lána Carroll og fá engan í staðin, Adam fór til Stoke og hinir eru að horfa á unglinga fyrir framan sig í goggunarröðinni. Ennþá hægt að binda smá vonir við Henderson og Coates samt. Þetta eru fimm leikmann í stórum sumarglugga sem bættu engu við. Joe Allen vona ég að verði hugsaður í hópi með Suarez bráðum og ekki má útiloka Borini strax.

  Janúarglugginn verður mjög mikilvægur og álíka vonbrigði og við sáum i janúar 2012 eru bara ekki í boði. Það hafa þeir gefið út sjálfir. En núverandi leikmannahópur á að skila mun fleiri stigum í hús heldur en hann hefur verið að gera og ég ítreka að mér finnst ekkert til of mikils ætlast að fara fram á fleiri stig í næstu 10 leikjum heldur við fengum í síðustu 10 leikjum. Við ættum að fá nokkra lykilmenn inn í liðið sem og liðið ætti að vera ná betur saman eftir því sem líður á tímabilið. Þar fyrir utan ættum við að vera sigla inn í leiki gegn lakari andstæðingum.

  Teljið Liverpool miðlungsklúbb alveg eins og þið viljið, lið sem er í álíka stöðu eins og Stoke, WBA, Reading o.s.frv. því okkur hefur gengið illa með þessi lið (lið í þessum klassa) undanfarin ár. Mig grunar að Liverpool sé á uppleið aftur eftir sögulega erfið ár hjá klúbbnum meðan þessi lið verða ennþá “á sínum stað”. Ekkert öruggt í þessu, menn horfa bara á þetta með mismunandi augum.

  Rodgers er núna búinn að stýra klúbbnum heila 11 deildarleiki og það er ekki nóg til að byrja tala um að hann hafi of mikla ofurtrú á einu kerfi og sé ósveigjanlegur til að breyta því. Hann hefur verið að sanna annað undanfarið. Það er eins og sumir haldi að tiki taka sé bara ein tegund af fótbolta og Barcelona eina módelið til að miða við.

  Ég vil fara sjá Liverpool liðið mitt aftur og vonast til að sjá bætingu á liðinu héðan í frá. Liðið mun klárlega hiksta áfram en vonandi förum við að sjá glitta í ljós á enda stormsins.

 10. Fotbolti.net með frett i dag eða sluður um að liverpool hafi nað samkomulagi við Anzhi um kaup a soknarmanninum Traore. Spurning hvort eitthvað se til i þessu, hann er buin að skora 12 mork i 20 leikjum með anzhi. Er þessi gaur ekki 2 metrar a hæð? Hvernig a hann að passa inni okkar kerfi ef andy carroll gerir það ekki?

  Eigum við ekki bara að kaupa demba ba i januar og splæsa i leiðinni i ungstirnið fra crystal palace? Leyfa þa kannski downing og joe cole að fara i staðinn ef sens er a að losna við þa.

 11. Er ekki full mikil einföldun að segja að fyrst að Carroll passaði inn í plön Rodgers þá passi enginn hávaxinn framherji inn í plön hans? Eru allir hávaxnir framherjar eins?

  Ég hef samt lítið séð Traore spila og get því ekki borið hann saman við Carroll. Hugsanlega eru þeir alveg eins…

 12. Ekki misskilja fyrri póst minn þannig að ég hafi eitthvað sérstaklega gaman af því að velta mér upp úr neikvæðni eða slíku. Þetta voru bara ömurlega staðreyndir sem ég vildi benda á, en staðreyndir engu að síður.

  Babú #11:

  En það er ekkert sem segir manni eftir undanfarna leiki að ekki megi
  horfa með smá bjartsýni til næstu 10 leikja Liverpool.

  Ætli það sé ekki bara jafn mismunandi og fólk er margt. Við styðjum allir okkar lið til sigurs í hverjum einasta leik, en ég er aftur á móti ekkert að farast úr bjartsýni hérna.

  Þú skrifar heilmikinn pistill um ástandið í dag, og ég þumla það upp hjá þér – en þarna koma ekki fram nein ný sannindi. Allar heimsins staðreyndir fela ekki það einfalda atriði/staðreynd að sóknarleikur Liverpool er ákaflega bitlaus, og það er sóknarleikur sem vinnur leiki.

  Ef Suarez heldur áfram að skora. Ef Gerrard hættir að spila eins og áhugamaður. Ef aðrir leikmenn stíga upp og fara að spila eins vel og þeir geta. Ef Lucas kemur til baka sterkari en nokkru sinni fyrr. Ef Brendan fer að taka meiri áhættur með leik liðsins…

  Það eru ansi mörg (((ef))) þarna, en ,,,,,,ef,,,,,,, þetta gengur allt eftir, þá skal ég verða bjartsýnasti maður í heimi 🙂

  Annars viðurkenni ég að ég hef ekki hlustað á pod-ið, en bæti úr því snarlega í kvöld!

  Homer

 13. Mig langar að spyrja menn hvernig þeir sjái miðjuna fyrir sér þegar Lucas kemur til baka. Manni sýnist á öllu að menn telji það sjálfsagt að Lucas og Allen verði saman á miðjunni og Gerrard verði færður framar. Ég persónulega er voðalega skeptiskur á þetta combo. Báðir frábærir spilarar en eru mjög varfærnislegir i öllum sínum aðgerðum. Maður var alveg himinlifandi með Allen í byrjun, með statitík sem maður hafði ekki séð hjá Liverpool síðan að Alonso var að spila en ef maður rýndi svo aðeins betur í hans leik að þá kom í ljós að 99% allra hans sendinga voru sendingar aftur eða til hliðar. Mér finnst greinilegt að Rodgers hafi verið að hvetja hann til að vera meira direct í síðustu leikjum og þvi miður hefur hann hefur átt í erfiðleikum með að verða við þeirri beiðni og í rauninni verið slakur upp á síðkastið.
  Það er síðan ekki alveg þannig að við eigum einhvern frábæran sóknarsinnaðan miðjumann til að setja með þeim. Miðjan væri alveg steingeld ef að Sahin eða Henderson væru settir með þeim. Suso og Shelvey gætu verið flottir þarna en þeir eru engan veginn tilbúnir í dag til að spila vel helgi eftir helgi, gefum þeim 1-2 ár til að festa sig sem byrjunarliðsmenn.
  Við gætum örugglega sett einhver met í possession eða í heppnuðum sendingum með Lucas og Allen saman á miðjunni en ég sé þá ekki fyrir mér leggja upp mikið af mörkum og hvað þá skora þau.

 14. Mig langar að spyrja af hverju síðuhaldarar gerðu ekki heiðurspistil handa einum af allra bestu leikmönnum sem að hefur spilað með LFC þegar að hann spilaði sinn 600 leik fyrir Liverpool?

 15. Ég var orðinn svo vanur suðinu frá Kristjáni Atla að það var óþæginlegt þegar það datt út hér og þar. Það var líka fínt að hafa smá viðvörun á því þegar hann ætlaði að fara að segja eitthvað… þá byrjaði suðið aftur og maður gat undirbúið sig 🙂

  Annars hafði ég mest gaman að því þegar þið voruð að tala um næstu 10 og síðustu 10 leiki. Fóruð í nokkra hringi þar og ég held að í lokin hafi engin vitað hvaða skoðun hann hóf umræðurnar með. En það er alveg augljóst að það er mjög erfitt að finna réttar væntingar til næstu 10 leikja. Manni finnst liðið vera alveg við það að hrökkva í gírinn með Suarez en ef hann hikstar, fer í bann eða eitthvað þaðan af verra gæti þetta farið svipað og síðustu 11 leikir. Erfið staða.

  Annars í sambandi við fréttir af áhuga Liverpool á framherja Anzhi þá held ég að það mætti allt eins spara þennan pening og gefa Ngoo sénsinn. Af því sem ég hef séð af þessum gaur þá finnst mér Ngoo bara mun meira spennandi leikmaður!

 16. Kobbih er alveg med þetta, buin að spa mikið og lengi i þessu, se bara alls ekki að lucas og allen verdi baðir inna i einu þvi þa kæmi ekkert fram a við fra miðjunni nema þa fra einum gaur sem væri þa annaðhvort gerrard, sahin eða shelvey.

  Eg vil lucas afrastan a miðjuna og gerrard og sahin eða shelvey með honum til að skapa eitthvað. Huvsanlega væri reyndar hægt að setja gerrard i kantframherjastoðuna og nota þa 2 af shelvey, sahin eða suzo fyrir framan lucas. Miðjan verður alltof bitlaus með allen og lucas baða inna i einu og eg se það ekki gerast allavega til að byrja með a meðan bitið er jafn litið i fremstu þremur. Gæti kannski virkað þegar og ef við faum 2 nyja frabæra leikmenn fremst a vollinn med suarez.

 17. Þegar að þið eruð að tala um að Lucas og Allen passa ekki saman þá held að hann myndi nota Lucas sem akkeri en myndi nota Allen í ‘Xavi’ hlutverki. Ég held að það sjái allir að Allen kann að koma boltanum frá sér fljótt og hann er yfirleitt öruggur á boltanum undir pressu.

  Ég held að það sem er að gerast með Allen sé einfaldlega það sem er að gerast með liðið, það eru flestir að spila undir þeirri getu sem þeir geta spilað, við sáum allir í byrjun tímabils og með Swansea að hann getur verið MJÖG öruggur með boltann undir pressu, það þarf ekki að hafa einn leikmann sem kemur með allar ‘Hollywood’ sendingarnar en maður hefur líka séð flottar langar sendingar frá honum, ég sé alveg fyrir mér svipaðann leikmann og Alonso var hjá okkur, þá er ég að tala um leikmann sem kemur með sendinguna á undan stoðsendingunni.

  Ef við tökum Barcelona taktíkina á þetta (ég veit að það er ekki eina tiki-taka taktíkin sem er til) en þá sjáum við Busquets í DM þar sem að ég sé fyrir mér Lucas og Allen þar sem að Xavi er.

 18. Er ekki málið með Allen og Sahin, eins og þið komið inn á, svolítið eins og þegar Lucas og Macherano spiluðu saman?
  Of líkir til að það besta gæti komið út úr báðum.
  Sjáum bara hvernig Lucas hleypur niður í horn að hjálpa bakvörðunum og brýtur upp miðjuspil og sóknir andstæðingana hvort sem það er á miðjunni eða fyrir framan teiginn. Þetta eru allt hlutir sem sem ég minnist Macherano fyrir. Áttu þeir að hlaupa alltaf saman hönd í hönd? Nei auðvitað ekki, og því verður annar að spila í hlutverki sem er honum kannski ekki alveg jafn náttúrulegt og tamt og hitt og því kemur ekki alveg 100% út úr honum og hann nýtur sín ekki til fullnustu. Held þetta eigi við um Sahin núna – Allen er að gera það sem Sahin er vanur að gera.

 19. Ég veit ekki alveg hvernig allir finna út að Allen verði hinn “nýji Alonso”, finnst það nú bara alltof stór kross að bera.

  Í 139 leikjum sýnist mér hann hafa átt 9 stoðsendingar og gert 8 mörk. Svo að auðvitað er það eðlileg umræða að við veltum fyrir okkur hvort miðjukombó hans og Lucasar skili mörgum mörkum frá þeim tveimur. Það auðvitað er bara eitthvað sem vonandi breytist, því ég held að Allen geti alveg komið framar á völlinn.

  Hins vegar er að mínu viti alveg klárt að Allen er leikmaður sem er afburðagóður í stutta spilinu og það auðvitað sést á háu sendingahlutfalli hans. Það er nú varla nýnæmi hjá nokkrum að ræða það núna að flestar sendingar hans eru til baka og til hliðar. Það er hluti af leikkerfinu hans Rodgers að þessar miðjutýpur sendi á næsta mann og hiki ekki við að senda til baka. Í leiknum gegn Chelsea var hæsta sendingahlutfall í okkar liði 94%. Það var Andre Wisdom. Númer tvö var Jamie Carragher með 93%. Segir það okkur að þarna séu bestu sendingamennirnir. NEI! En þetta segir okkur að leikkerfið byggir meira á stuttu spili að aftan en áður.

  Joe Allen er því góður í stutta spilinu, en Xabi Alonso var frábær í löngum sendingum sínum líka OG öflugur skotmaður. Þarna á Joe Allen eftir að sanna sig verulega og því finnst mér alveg út í hött að ætla að bera hann saman við Xabi Alonso á þessum tímapunkti. Bara út í hött.

  Það sem hins vegar þarf með Allen og Lucas inni á miðju eru mun öflugri sóknarmenn en við höfum í dag, þ.e. fleiri. Xabi var frábær 2008 – 2009 og að stórum hluta var það út af því að hann var með frábæra menn fyrir framan sig. Gerrard og Kuyt í besta forminu, Riera mjög grimmur og Babel til vara. Fremst Torres í ógnarformi.

  Svo eins og með allt annað verður að dæma Joe Allen betur þegar liðið er komið í gott jafnvægi. Það er alltof stutt að telja hann “hinn nýja Xabi Alonso” sem muni skora á fullu eða bara “hinn nýja Masch” sem sendir bara til baka.

  Það dæmir maður ekki í nóvember á ári eitt….

Chelsea 1 Liverpool 1

Dómgæslu hugleiðingar