Liðið gegn Chelsea

Þá er byrjunarliðið komið og það kemur engum á óvart, er nákvæmlega eins og við sögðum frá í gær. Martin Skrtel er með flensu og Pepe Reina er enn ekki klár í slaginn þannig að þetta er liðið:

Jones

Wisdom – Carragher – Agger

Johnson – Allen – Sahin – Enrique
Gerrard

Suarez – Sterling

Bekkur: Gulacsi, Coates, Henderson, Downing, Cole, Assaidi, Suso.

Jamm. Þetta verður erfitt. Áfram Liverpool!

99 Comments

 1. Það sem er jákvætt við þessa uppstillingu er að Gerrard fær vonandi frjálsara hlutverk. Neikvætt er að Carragher gæti þurft að díla við Hazard, Torres, Mata og Oscar sem eru miklu fljótari en hann á fótunum og þeir geta farið ansi illa með hann. Vonum að þetta gangi samt og hægt verði að þétta vel niður með Johnson og Enrique. Og að Sahin og Allen nái að loka fyrir framan vörnina.

  Suarez er síðan alltaf líklegur hinum megin á vellinum og á alveg að geta gert mikinn usla hjá stirðum varnarmönnum Chelsea. Og Sterling gæti líka gert óskunda þar.

 2. Fyrirfram alveg afskaplega lítið spenntur fyrir þessu byrjunarliði og uppstillingu. Óttast mjög að þetta verði erfitt fyrir Carragher o Wisdom og m.v. hvernig CFC hefur verið að stilla upp í haust gæti ég trúað að þetta verði sá leikur sem við komum til með að sakna Lucas hvað mest.

  Fimm manna varnarlína með tveimur wing backs sem þó hafa engann inni í boxinu til að taka við fyrirgjöfum.

  Vonum það besta, enginn leikur er tapaður fyrir leik, sérstaklega ekki hjá Liverpool FC en ég er allt annað en bjartsýnn í dag.

 3. Hvaða grin er þetta með pepe reina? Attu þetta ekki að vera einhver Sma Meiðsli? Var hann ekki mjog liklega að fara spila gegn everton og svo aftur gegn newcastle? Alveg hættur að skilja þetta. Lyst ekkert a að hafa jones þarna i dag, var svartsynn fyrir en nu ennþa svartsynni… fucking fokk.

  Eina von okkar eins og aður er su að galdramaðurinn luiz suarez tofri eitthvað fram i dag.

 4. Sammála þér Viddi. Veit einhver hvenær Reina kemur til baka eða hversu alvarleg þessi meiðsli eru?

 5. Hva Cole á bekknum, kannski að hann sé þreyttur eftir Anzi leikinn.

 6. Ég er ánægður með að Carragher byrjar, ég var á Anfield í fyrra þegar þessi mættust og Carragher gjörsamlega pakkaði Torres saman.

 7. Byrjunarlið Chelsea í dag: Cech, Azpilicueta, Ivanovic, Terry, Bertrand, Ramires, Mikel, Hazard, Oscar, Mata, Torres.

  Það ætti að vera smá þreyta í Chelsea liðinu meðan flestir leikmenn Liverpool eru vel hvíldir.

 8. Við fyrstu sýni þá virðist þetta vera brothættasta vörnin okkar á tímabilinu. Allir nema Agger hafa átt afleita daga svo að þetta ræðst allt af dagsformi þeirra öftustu. Fyrirfram eru nánast engar líkur á sigri en með baráttu er hægt að halda jafntefli. Suso ætti að vera í stöðunni hans Gerrard og Gerrard ætti að detta meir inn á hægri vænginn,Sahin ætti að vera á bekknum og Johnson vinstra megin . Góðu fréttirnar eru eins og áður hefur verið nefnt að Terry er að spila lykilstöðu sem ætti ekki að vera erfitt fyrir hann að klúðra og þá er nauðsynlegt að Sahin fái leyfi til að keyra inn í vörnina þeirra af og til og gefa Suarez, Sterling og Gerrard pláss til að athafna sig í teignum. En ef leikskipulagið er one man show í teignum þá verður þetta erfiður leikur fyrir Suarez. á blaði er þetta 2ja marka tap leikur en miðað við söguna og aukinn báráttuvilja Liverpool mann í svona leikjum þá náttúrulega getur þetta farið hvernig sem er. Hope the best, expect the worst.

 9. Já … það hefur alltaf verið erfitt að komast með eitthvað stig í burtu af Brúnni. Spurning að finna Bruno Cheyrou …. hann setti eitt rosalegt, að mig minnir það eina gáfulega sem sá ágæti drengur gerði fyrir klúbbinn,
  En ég er ekki að fatta hvað Cole er að gera á bekknum. Rötuðu þeir ekki á Brúnna nema að hafa hann með eða hvað?

 10. fekk ivanovic ekki beint rautt á móti united ?? á hann ekki að vera í 3 leikja banni ?

 11. Hvernig stendur á þessum leka með byrjunarliðið. Þetta hlýtur að vera með ráðum gert einhverra hluta vegna. Það geta ekki verið það margir sem vita liðið daginn fyrir leik fyrir utan BR.

  PS: Nema auðvitað að BR stilli bara upp eftir þessum náunga á Twitter ; )

 12. Er Joe Allen að verða okkar nýji Enrique?

  Verið slakur undanfarið og farinn að gefa andstæðingum knöttinn á hættulegum stað allt of oft.

  Step it up, boyo!

 13. Joe Allen virðist loksins vera kominn með Liverpool-krabbameinið, farinn að vera oftar og oftar dispossessed

 14. Af hverju er verið að gefa Terry þennan bolta, djöfulsins mistök hjá Agger.

 15. Fuck, tók celski ekki langan tíma að skora. Geldur fótbolti hjá LFC. Maður sér bara á þeim að þeir trúa ekki á verkefnið í dag.

 16. Frábært að Chelsea skori úr hornspyrnu sem þeir fá eftir að Howard Webb vinnur boltann fyrir þá…

  Annars held ég að Agger þurfi að taka sig saman í andlitinu í þessum leik. Þetta verður ekki eina fasta leikatriðið sem Chelsea fá…

 17. á þessu ári hefur LFC spilað 30 úrvalsdeildarleiki, unnið aðeins 7 ! ! ! !

 18. Ólíkt Agger að láta gabba sig svona …. elsta trikkið í bókinni….
  En það verður að bæta fyrir þetta. Koma svo !

 19. Hef sagt þetta lengi hérna. Miðverðirnir hjá Liverpool eru ekki nógu góðir og gera alltaf einhver aulamistök í hverjum leik vegna einbeitingaleysis. Hverslags dekkning var þetta hjá Agger?

 20. Það væri gaman ef einhver gæti skutlað fram hvað LFC hefði unnið marga leiki þegar howard webb er að dæma leiki hjá þeim.

 21. Leyfum nú leiknum að klárast áður en við byrjum að kenna dómaranum um!!!

 22. Vandræðalegt að horfa a okkar menn, wisdom kallinn ekki alveg að gera sig frekar en gegn everton og newcastle, einnig skithræddur við jones i markinu.

  Joe allen aberandi slakastur a vellinum, taka hann utaf sem fyrst takk

 23. Deus, hvernig væri bara að þú myndir reyna að styðja við félagið sem þú segist styðja í staðinn fyrir að drulla yfir allt sem er verið að reyna að gera.

 24. Þetta er farið að vera aðgjört Liverpool-syndrome…

  Enrique kemur til okkar og er frábært í fyrstu leikjunum, svo verður hann bara slakari og slakari…

  Joe Allen er að fara sömu leið…

 25. Ég er búin að reyna ég er bara ekki að sjá að þessi taktík BR sé að skila okkur neinum sköpuðum hlut og er bara ekki að sjá vott af framför frá því í fyriir og eigilega bara afturför 2 sigrar í deildinni á þessu tímabili talar bara sínu máli og bara afsakaðu að mér skuli ekki vera sama um það. Þér finnst kannski gaman að horfa á endalausa steingelda tapleiki en það finnst mér bara ekki.

 26. úff lítur ekki vel út fyrir Terry. Ætli greyið Suarez verði ekki tekin af lífi fyrir þetta þó að þetta hafi klárlega ekki verið vilja verk.

 27. Auðvitað finnst það engum, en málið er bara að liðið er oft að spila fínan bolta en það vantar meiri gæði framávið og það mun hvorki Mourinho eða Benitez laga.
  Suarez er okkar hættulegasti leikmaður og fam að jan þá munum verða í vandræðum með að skora mörk.

 28. Sóknarleikur Liverpool er vandræðalegur í dag. Allen, Sahin og Wisdom mega fara að girða sig í brók sem og Agger. Hvað er svo með Enrique að hægja alltaf á öllum sóknum. Vá hvað hann hefur verið slakur upp á síðkastið. Koma svo drengir, drullast upp á tærnar.

 29. Merkilegt hvað lið tapa oft leikjum á þessu helv tiki taka drasli.

 30. Þetta er nú það langbesta sem ég hef séð af Enrique síðan hann var í stuðinu í fyrra…

 31. Það er svo dapurt með Liverpool í augnablikinu að ef að andstæðingarnir ná að halda Suarez niðri, þá er nákvæmlega ekkert að gerast fram á við hjá okkur.

  Svo heldur Enrique alltaf að eitthvað sem virkar rosalega vel í Fifa 2012 virki afskaplega vel fyrir hann inni á vellinum.

  BR þarf að breyta einhverju í hálfleik.

 32. Já ég er bara ekki sammála því að liðið sé að spila fínan bolta það eina sem liðið er að gera vel er að halda boltanum á miðjunni en varnarleikurinn er afleitur og sóknin fyrir utan Suarez er brandari. Ég meina Suarez er búin að skora 7 af okkar 13 mörkum á þessari leiktíð og er með 3 stoðsendingar. Þetta þýðir að hann er með beinum eða óbeinum þætti með puttana í 10 af okkar 13 mörkum. Þetta er miklu meira en bara skortur á sóknarmönnum þetta er bara illa skipulagður sóknarleikur.

 33. Frekar lélegt, Gerrard og Allen sérstaklega slappir á miðjunni og liðið kemst ekkert áfram. Megum þakka fyrir 1-0 í hálfleik.

 34. Mér finnst Liverpool alls ekki vera verri aðilinn í dag, fyrir utan þetta klúður í horninu þegar Terry skoraði þá hefur Chelsea ekki verið að ógna að neinu ráði.
  Vonandi náum við að halda þessu á svipuðu leveli í seinni og lauma inn jöfnunarmarkinu.

 35. REITABOLTI í vörn og miðju. Lið skora ekki mark ef þau sækja ekki.

 36. Leiðinlegt að fylgjast með þessum skítköstum hér. Auðvitað líður okkur öllum drulluilla yfir stöðunni, en það er óþarfi að missa sig í skítköstum. Hef áhyggjur yfir því að við höfum ekkert plan B. Megum þakka fyrir að vera ekki 2 – 3 mörkum undir. Það er svakalegt áhyggjuefni hversu sjálfstraustið í liðinu er lítið, þá sérstaklega þegar við reynum að sækja fram á við. Liðið verður að fara að stíga upp og taka einhverja sénsa þegar fram í sækir í seinni hálfleik. Það er alveg greinilegt að verkefnið hjá BR er gríðarlegt. Reynum samt að vera málefnalegir hérna.

 37. Þeir sem tala um Howard Webb í Chelsea búning eru eitthvað geðbilaðir.. Hef aldrei séð jafn slakt Liverpool lið og í dag.. Þvílíkur hryllingur að horfa á liðið. STEINGELT!

 38. Ég veit ekki við hverju þið búist við, liðið sem við höfum í höndunum fyrir þennan leik er ekki sterkt með neinu móti, hugsanlega svipað og bekkurinn hjá Chelsea.
  Mér þykir við eiga að bera höfuðið hátt fyrir að fara allavegana inn í þennan leik með það markmið að spila fótbolta og halda boltanum í stað þess að leggjast í vörn og vona það besta. Við getum ennþá unnið þennan leik 🙂

 39. Já ef þér finnst Liverpool ekki búin að vera verri aðilinn hér í dag þá mæli ég með því að þú kaupir þér gleraugu.

 40. Já frekar slappt og chelskí eru ekkert að gera neitt af viti EN í stöðunni 1-0 er allt opið ennþá og við eigum helling inni. Allen mun stíga upp núna og við eigum eftir að koma tuðrunni á markið. Það mun koma! BR er ekki ragur við að breyta til og ég er sannfærður um að seinni hálfleikurinn verður okkur góður.

  Upp með hausinn strákar og sendum jákvæða orku yfir hafið!

 41. Vá, Bond #53.

  Þú hlýtur þá að vera að horfa á einhverja upptöku af gömlum leik þessara liða. Okkar menn hafa verið mjög slappir í þessum leik og Chelsea auðveldlega getað skorað 2-3 mörk í viðbót.

  En seinni hálfleikur eftir og vonandi kviknar eitthvað í okkar mönnum.

 42. Vandamál liðsins eru augljós og hafa verið nokkuð lengi. Þau eru inni í eigin teig og inni í teig andstæðinganna. Deus hefur að sumu leyti lög að mæla þótt hann megi alveg gefa Rodgers tíma til að laga þessi vandamál. Ég meina, hann hlýtur að sjá þau eins og allir aðrir.

  Staðan gæti hæglega verið 4-0 fyrir Chelsea, þeir hafa nýtt færin mjög illa og við erum fáránlega viðkvæmir til baka á sama tíma og menn hafa ekki hugmynd um hvað þeir eiga að gera þegar þeir koma nálægt vítateig andstæðinganna. Engin ógnun og Suarez er oftast einn gegn 2-3 varnarmönnum.

 43. Það er nú bara þannig að það fara ekki mörg lið á brúnna og ætla að sækja og sækja.
  Liverpool fara varlega í þennan leik skiljanlega en vonandi eykst sóknarþunginn okkar í seinni hálfleik.
  Eigum við ekki b ara að segja að Joe Cole komi inná öllum að óvörum og skori á móti sínu gamla félagi.

 44. Munið eftir myndinni Mike Bassett: England manager? Ef ekki þá myndi ég hiklaust mæla með því að horfa á hana. Spurning um að senda leikmenn Liverpool í meðferð hjá fótboltarannsóknarvísindastofunni í þeirri mynd til að bæta sjálfstraust, tækni og nýtingu 🙂

 45. Þarf að taka Allen út af núna.

  …….. og sýna honum upptökur af fyrstu leikjum hans með Liverpool.

 46. 60% með boltann LFC, en 3 skot , ekkert á rammann eftir tæplega 60 min

 47. Það trúir ENGINN leikmaður LFC að þeir geti náð stigi úr þessum leik. Sad but true. 🙁

 48. Haha,

  ætlaði að fara að segja að það kemur ekkert lengur út úr föstum leikatriðum hjá okkur.
  Kemur ekki super-Suarez með eitt eftir horn. Tókuð þið svo eftir að það var Jamie Carragher sem var með stoðsendinguna!!!

 49. Svakaleg neikvæðni er hérna. Ég er nokkuð sáttur með það sem ég hef séð frá liðinu í dag. já sko staðan orðin 1-1. Það er ekkert að þessu í dag miða við gæðin sem eru í liðinu.

 50. Ætlaði að fara að skrifa að það væri ekkert sem benti til þess að við myndum skora í þessum leik. Og þá skorar Suaerez. Og vel gert hjá Carragher.

 51. Skrítið, ekkert komment frá Deus?
  Líklega of jákvæðir hlutir í gangi núna 😉

 52. Af hverju er Suso ekki á miðjunni í hverjum leik?

  Þvílíkur passer þessi gaur!

 53. Ég er bara orðinn spenntur.. maður eigir smá von um sigur hér, svei mér þá…

 54. ohh Cech var buinn að selja sig svo svaðalega !! þetta var jafn léleg snerting hja suarez og hún var góð hja honum á móti newcastle

 55. Algerlega fráært!!! Loksins gekk lukkan í lið með okkur. Enriqe algerlega frábær!!!! Good times ahead!! Berum höfuðið hátt strákar!!!!!!!!!!

  Áfram LFC!!!

 56. Við fengum tvö góð færi til að klára leikinn eftir jöfnunarmarkið, Chelsea ekkert.

  Fín frammistaða í seinni hálfleik eftir mjög slakan fyrri. Allt í allt, bara ókei. 1 stig á brúnni er ekkert hræðilegt.

 57. Sáttur ! Og jafntefli sanngjörn úrslit ! Hvað segir froðuhausinn Deus við þessu – sama og í 50 síðustu kommentum ? 😉

 58. Sáttur við stigið, það vantar gæði í þennan hóp Liverpool, hópurinn er alltof þunnskipaður, við verðum að berjast um 8.-10. Sæti með þennan hóp.

 59. Fyrri og seinni hálfleikur svart og hvítt. Svona á liðið að spila alltaf eins og það gerði í seinni hálfleik. Miklu meira flæði og miklu meiri kraftur. Nuri Sahin er ekki að gera tilkall til byrjunarliðsins miðað við daginn í dag en Enrique bætti sig HELLING í seinni hálfleik. Vá hvað ég hefði fyrirgefið honum allt ef hann hefði skorað þarna undir lokin 🙂

 60. Jahá það eru aldeilis persónuárásirnar hérna alltaf hreint ekki hef ég verðið að ráðast gegn einstöku notendum hérna inni. En það eru greinilega misþroskaðir menn hérna á þessu spjallborði sem geta ekki barist með rökum og færa sig þá yfir í persónuárásir megi þeir þá bera vera óþroskaðir froðuhausar sjálfir. Um seinni hálfleik þá var ég ekki að kommenta hérna því að ég var staddur í Ikea og því ekki að horfa á seinni hálfleikinn. En ég get ekki séð að það breyti miklu að grísast í að ná jafntefli á móti Chel$ki jafntefli er jú ekki sigur þó svo að sumir hérna virðist halda það. En þetta er engu að síður mun betri árangur úr þessum leik en ég átti von á.

Chelsea á morgun

Chelsea 1 Liverpool 1