Chelsea á morgun

Fyrst, afsökunarbeiðni: það gerist örsjaldan en gerist þó að einhver okkar ruglast á dagatalinu og gleymir að setja inn upphitun. Það gerðist í dag. Þannig að þetta er ekki í raun mikil upphitun heldur meiri neyðarredding hjá mér fyrir þann sem klikkaði. Mnefnum Aengin Gnöfn Ghér Inúna. 🙂

Allavega, @Alan_LFC1 á Twitter, sá er hefur haft liðið rétt með sólarhrings fyrirvara án þess að klikka einu sinni í allt haust, segir að liðið á morgun verði svona:

Jones/Reina

Wisdom – Carragher – Agger

Johnson – Allen – Sahin – Enrique
Gerrard

Suarez – Sterling

Samkvæmt honum er tvísýnt hvort Reina verður orðinn klár, Skrtel er fjarri með einhverja flensu og Suso fær sér sæti á bekknum eftir að hafa byrjað undanfarna leiki. Kerfið verður 3-5-2 eins og í Rússlandi og í seinni hálfleiknum gegn Everton. Sennilega verður dagsskipunin að verjast, loka á alla þessa frábæru sóknarmiðjumenn Chelsea og beita svo skyndisóknum með Suarez og Sterling.

Af Chelsea er það helst að frétta að Juan Mata er tvísýnn (geri þó fastlega ráð fyrir að hann verði með) og David Luiz einnig sem gæti þýtt að John Terry verði í liðinu á ný. Ég vona það eiginlega, miðað við hvernig Luis Suarez fór með Terry á Anfield í vor gætu það verið góðar fréttir fyrir okkur.

Annars segir Martin Skrtel á opinberu síðunni það sem við erum allir að hugsa: Torres má ekki skora.

MÍN SPÁ: Chelsea eru einfaldlega sterkari en við í vetur og eftir að hafa spilað núna tvo deildarleiki í röð án sigurs held ég finnst mér líklegt að þeir vinni á morgun. Segi 2-1 fyrir þeim, vona 4-0 fyrir okkur.

Áfram Liverpool!

44 Comments

 1. Ég held að Liverpool verði slátrað 4-1 á morgun Suarez nær að læða einu.

 2. Hvers vegna getur LIVERPOOL ekki komið til baka eins og sum lið sem gefast aldrei upp.

 3. (2) Síðustu ár hefur fyrirliðinn verið fyrstur manna til hengja haus þegar á móti blæs, gegn minni liðum. Það eitrar út frá sér.

 4. Ef þetta er rétt með Skrtel þá verður Carragher náttúrulega slátrað í þessum leik. Chelsea er með ofboðslega gott lið framávið og það þarf að þétta ansi vel til baka á miðjunni og loka öllu plássi fyrir Mata, Oscar, Hazard og Ramires. Svo þarf Agger að líma sig á Torres. Það er eini sénsinn að ná einhverju út úr þessum leik. En við eigum auðvitað Suarez og hann getur hæglega breytt gangi leikja og nú þarf fyrirliðinn svo sannarlega að stíga upp.

  En ég á ekki von á því að við náum stigi, sérstaklega ef Skrtel er ekki með, spái nokkuð öruggum 2-0 sigri heimamanna.

 5. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu(ótrúlegt en satt)!
  Búinn að syngja mig hásann af Liverpool söngvum í dag, og svei mér þá ef það er ekki búst fyrir okkar menn þá veit ég ekki hvað!

  2-3 fyrir okkar mönnum í mjög heitum leik.. Chelsea kemst í 2-0 en Suarez og Gerrard klára þetta í seinni hálfleik, þar á meðal fær Suarez víti eftir að Suarez var feldur inn í teig.
  Torres fær rautt og skorar ekki.

  COME ON U REDS! YNWA!

 6. Er ég sá eini sem er orðinn þreyttur á ræðum Brendan eftir leik. “Spiluðum stórkostlega, frábær frammistaða”…..en leikurinn tapaðist.
  Mér finnst verið að gera lítið úr Liverpool. Ókei, að byggja upp nýtt lið en liðið er suddalega lélegt og það þrátt fyrir að margir mjög góðir leikmenn eru í liðinu. Eru menn eins og Skrtel, Agger, Johnson, Gerrard, Sahin, Reina, Suarez í einhverju af liðunum í neðri helmingnum?
  Liverpool á einfaldlega að vera gera miklu betur heldur en það sem er í boði. Að kenna því um að það vanti leikmenn í liðið er fáránlegt.
  Hvað hefði t.d. verið að því að spila með kerfið í fyrra og bæta smátt og smátt gæðin í hverja stöðu í stað þess að henda mönnum út og spila á kjúklingum í einhverju afsökunarbulli….og tapa leik eftir leik. Ef þetta klúður verður til þess að Suarez og einhverjir snillingar fara þá er Brendan verri stjóri heldur en Souness. Enginn afgangur með það. Liðið vinnur Chelsea á morgun og ekkert kjaftæði.

  Suarez – Carroll
  Downing – Sahin – Gerrard – Henderson
  Enrique Agger Skrtel Johnson
  Reina

 7. Wisdom framar í goggunarröðinni en Coates? Hefði einmitt haldið að hann réði betur við Mata, Hazard, Oscar og Torres heldur en reynslulítll Wisdom með gamlan Carragher sér við hlið. Mun mæða mikið á Agger á morgun í fjarveru Skrtel.

 8. Djöfull væri ég til í að þú værir framkvæmdarstjóri Liverpool, helginn. Þú ert alveg með þetta. Bara bretta upp ermar og hætta þessu væli og vinna Chelsea á Stamford Bridge!

  Stundum líður mér eins og það sé kapphlaup í gangi um það hver geti fljótast gefist upp á nýjum stjóra Liverpool. Ég ætla að brjóta eina af eigin reglum: ef þú ert búinn að missa trúna á Rodgers eða hvernig sem þið viljið orða það ertu ekki nógu gáfaður til að ræða þessi mál. Punktur.

  Ykkur er velkomið að skamma mig fyrir dónaskap. Þetta er sannleikurinn og ég mun eyða öllum dónaskap í minn garð út. Það vantar eitthvað í ykkur sem haldið að það lagist allt með því að fara ENN EINU SINNI í þjálfaraskipti, eftir að hafa gefið Rodgers heila þrjá mánuði.

 9. Erfiður leikur á morgun. LYKILatriði að halda hreinu. Væri ekkert að því að hafa clarke með okkur núna, en ég held samt að BR sé löngu búin að kortleggja leik celski. Annað lykilatriði er að torres skori ekki. Í svona leikjum verðum við bara að beita ítölsku leikaðferðinni, verjast eins og ljón og beita skyndisóknum.

  Ég vill sjá menn berjast uppá líf og dauða um hvern einasta helv…. bolta.

  KOMA SVO ! ! !

 10. Ég hef ekki áhyggjur af leiknum á morgun. Einfaldlega vegna þess að Liverpool tekst alltaf að gíra sig upp í þessa stóru leiki. Held að við vinnum þetta 1-2.

  Það eru minni liðin sem virðast alltaf vera miklu meira vandamál.

  YNWA

 11. Ég er ekkert að tala um að reka Brendan Kristján Atli. Mér finnst bara skrítið afhverju var verið að stokka upp í fínu liði í stað þess að bæta það. Núna erum við í No Mans Land. Auðvitað vill maður að liðið hrökkvi í gang en ég var bara að leysa út eigin pirring að menn eru farnir að viðurkenna að liðið er lélegt og eigi litla möguleika, vantar mannskap. Það hefði verið hægt að gera hlutina aðeins öðruvísi í sumar, var einungis að benda á það.

 12. Fyrirfram er Chelsea sigurstranglegra, ekki spurning, enda á heimavelli. En ef Mata byrjar ekki leikinn aukast líkur Liverpool strax.

  Persónulega finnst mér þetta mjög flott byrjunarlið hjá okkar mönnum. Ánægður að sjá Carra spáð sæti í byrjunarliðinu, og það með Agger. Finnst þeir oft hafa náð vel saman og held það sé erfitt að finna tvo menn sem vilja jafn lítið tapa fyrir Chelsea á morgun og þá félaga. Verður gaman að sjá Carra og Agger taka á Torres.

  Og svo verð ég að segja, að sjá þessi nöfn þarna frammi, Suarez – Sterling, þetta eru hrikalega spennandi nöfn, Suarez er að mínu mati á pari við RvN þessa dagana og Sterling er sennilega mest spennandi ungi leikmaður til að hasla sér völl í Liverpool liðinu síðan….. Gerrard kom á sjónarsviðið.

  Ég ættla að henda inn 1-2 sigri, Suarez og Sterling með mörkin og Torres með mark Chelsea.

  Áfram Liverpool!!!

 13. Ég held að það verði spennandi að sjá hvernig okkur gengur á móti Chelsea með þessari uppstillingu. Chelsea er með mjög góða framlínu en þessir leikir hafa oft tekið á sig hálfgerða bikarmynd undanfarinn ár. Og við höfum unnið þá oftar en ekki þó að við værum með líkurnar á móti okkur.
  Hazard og Oscar hafa ekki upplifað það að spila þessa týpu af leikjum fyrir Chelsea og það getur virkað á móti þeim. Það er gott að fá inn Johnson aftur því það gefur okkur meira jafnvægi og sóknarkraft. Og það verður erfitt að fást við Sterling og Suarez þarna uppi fyrir vörn Chelsea held ég.
  Það er líka spurning hversu djarfur Di Matteo verður og hvort hann byrji með liðið hátt uppi eða lágt og leyfi Liverpool að vera meira með boltann og þreyti og pirri sóknarmennina okkar.
  Væri gaman að sjá Suso koma inná sem sóknarmiðjumann í seinni hálfleik.
  Ég spái 1-2 sigri.

 14. Hvernig geta menn verið búnir að missa traust til Brendan Rodgers ??
  Ég skil það bara ekki! Hann er búinn að vera í smátíma, búinn að koma upp amk 3 unlingum í 18manna hóp sem hafa hver um sig staðið sig vel, t.d. Rafa Benitez gaf aldrei, og þá segi ég aldrei, mönnum sem voru bestir í U18 liðinnu! Þá meina ég besta leikmann í U18 deildinni! Kristian Nemeth Hann fór í vaskinn! Hinsvegar Suso,Sterling og Wisdom hafa alli staðið sig með glæsibrag og jafnvel gefið bestu stuðningsmönnum í heimi von á góðri framtíð úr Academíunni! Ég dýrka BR! Hann er svo flottur, flott ummæli, flottur fótbolti, menn brosa á vellinum! Glæsilegur karl! Spái 2-3 leik, Sterling vinur vor setur sína fyrstu þrennu og Ivanovic og Oscar skora! Spennandi leikur!

  You’ll Never Walk Alone

 15. Ég er að mestu nokkuð sáttur við þau verk sem BR hefur verið að gera eftir að hann tók við stjórnartaumunum. Jú, vissulega hafa hlutirnir ekki beinlínis verið að falla með Liverpool og það mætti tína til langan lista af góðum og slæmum hlutum sem segja má um þetta tímabil, so far . Þrátt fyrir að ég styðji ennþá af fullum krafti við bakið á BR þá get ég ómögulega lastað gáfnafar þeirra sem hafa efasemdir og telja hann ekki rétta manninn. Nóg er að líta á stigatöfluna og viðurkenna að þeir hljóta að hafa eitthvað til síns máls.

  Amk þori ég ekki að veðja krónu á Liverpool sigur á morgun.

  Ekki eykur það beinlínis bjartsýnina heldur að horfa á hvar (lakari) lið eins og WBA og Everton standa í dag.

 16. (15) það má lofa Suso og Sterling út í það óendanlega. Engu að síður virðist öll ógn LFC koma frá Suarez og ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda um hvað verður ef hann meiðist.

 17. Mikið ofsalega var ég hissa þegar ég kíkti hingað inn í dag, sá enga upphitun og það var ekki mér að kenna! #winning

  Lýst annars mjög illa á að stokka/fokka vörninni upp enn einu sinni fyrir mikilvægan leik. Vona að það verði hægt að finna góðan hugbúnaðarverkfræðing til að laga þennan vírus í Skrtel og fréttir þess efnis að hann sé ekki klár í slaginn á morgun séu ekki á rökum reistar.

  Viðurkenni að tilhugsunin um okkar miðju sem er án alvöru varnartengiliðs og vörn með miðverði eins og Wisdom og Carragher/Coates gegn sóknarlínu Chelsea er langt í frá heillandi. Ekki ef við hugsum út í hversu lítið þarf til að okkar varnarleikur leki inn marki nánast án fyrirhafnar andstæðinganna og hvað þá ef við skoðum sóknarleik Chelsea núna í haust. Vonandi bara að Reina og Johnson séu klárir í slaginn og ekkert ryðgaðir.

 18. Er engum sem langar að sjá Ngoo fá sénsinn í aðalliðið? Þá er ég ekki að meina á morgun heldur bara sem fyrst, hann er hávaxinn sterkur og með nef fyrir markaskorun. Hann er 20 ára gamall, og gæti verið jákvætt afl við hliðina á Suarez… Just a thought..

 19. smá svona Piece of Mind að liverpool eru með 9 sigra á öllu tímabilinu :((((

  Vonandi verða þeir 10 á morgunn!!!

  YNWA!!!

 20. þetta verður slátrun. 5-0 chelsea, 4 í fyrri og 1 í seinni.

  vona að mér skjátlist samt

 21. Ef leikmenn LIVERPOOL hitta innfyrir ramman og ekki beint á markvörðin þá vinnur liðið okkar þennann leik, það er nú bara þannig.

 22. Aron (nr 20) Ngoo var ekki með í Moskvu, eða það held ég, þannig að hann virðist ekki vera betri en Joe Cole, sem nota bene, getur ekki rassgat.

 23. Einar #24. Ngoo var ekki með á móti rússunum af því að hann fékk ekki visa í tæka tíð.

 24. þeir sem spá Liverpool 5-0 tapi þurfa ekkert að tjá sig hér takk !!!!

 25. Kiddi K, Takk fyrir upplýsingarnar, vissi ekki þetta en kannski er hann góður.

 26. Byrja á að biðjast afsökunar, af einhverjum ástæðum var engin færsla í calendarnum hjá karlinum sem minnti á upphitun, sem er ferlegt. Búinn að rassskella mig með nokkrum vandarhöggum!

  En að leiknum, án vafa erfiðasti leikur vetrarins hingað til. Það myndi þó hjálpa okkur mjög mikið ef að Mata er ekki með því þessi þriggja manna sóknarlína undir Torres er eitthvað sem við ráðum illa við og ég skil Rodgers alveg fullkomlega ef að hann stillir svona upp.

  Mér finnst einmitt þessar taktíkfærslur yfir í 3-5-2 sýna mér enn betur að hann er að leggja sig inn í verkefnið, búinn að átta sig á að við erum ekki með lið tilbúið í að spila 4-2-3-1 gegn stóru liðunum á útivelli og þá breytir maður.

  Styð lokaspá Kristjáns Atla og tel erfiðan dag vera framundan!

 27. Glasið mitt er bara alveg fullt þessa dagana og þessi leikur leggst bara mjög vel í mig, algjörlega óskiljanlegt þar sem á pappírunum ætti chelsea að taka okkur 5-0 en ég ætla spá því að allt gangi upp hjá okkur í dag og við vinnum 1-3 þar sem Suarez mun ekki skora heldur mun captain fantastic stíga upp og setja þrjár bombur og svo má Torres setja eitt á 94 mínútu og skiptir svo á treyju við Gerrard þar sem hann verður ofsakátur með að liverpool vinni og hann skori!!

 28. Siffi 29, uuui nei Torres ma aldrei skora i dag þott við værum 8-0 yfir og 94 minutur a klukkunni…

 29. Maður er annars skithræddur fyrir þennan leik, leggst agætlega i mig þetta 3-5-2 og maður vonar það besta. Maður getur varla farið fram a mikið meira en að hver og einn einasti leikmaður og aðrir sem að liðinu koma leggi sig 110 prosent fram i dag og sja svo hversu langt það fleytir okkur. Alveg ljost að það þarf kraftaverk til að vinna a brunni i þessum aðstæðum, væri samt ekki leiðinlegt að vinna þar þriðju leiktiðina i röð

 30. Mig minnir að Coates hafi verið í vörninni á móti mcity og einu mistökin sem voru gerð þar komu frá Skrtel þannig að ég spái honum frekar í liðið frekar en Carrager.En ég get tekið undir með mörgum að væntingarnar eru í lágmarki fyrir þennan leik.Það eru náttúrulega sætustu sigrarnir.Y.N.W.A

 31. Ótrúlegt að sjá hérna hvað menn eru tilbúnir til að rífa allt niður se BR er að gera með liðið, þetta er fyrsta tímabilið hans með liðið og að mínu viti er verið að gera góða hluti. Jú auðvitað viljum við vinna leik það er bara eðlilegt og þannig á það að vera, en við verðum að vera raunsæir og ég er alveg á því að við erum á réttri leið. Varðandi leikin í dag við Chelsea þá eru þetta leikir þar sem staðan í deildinni skiptir ekki öllu máli um það hvort liðið er sigurstranglegra, hitt er að ég held meira sem menn ættu að horfa til og það er að okkur hefur yfirleitt gengið vel á Brúnni og vonandi verður svo líka í dag…. Ég held að þetta verði sigur hjá okkar mönnum 1 – 2 og þá verður fróðlegt að koma hér inn og lesa það sem menn hafa að segja um liðið og stjórann….

  Áfram. LIVERPOOL…. YNWA….

 32. Mig dreymdi að leikurinn hafi endað 1-5 fyrir Liverpool, og Suarez með þrennu. Þannig ég hringdi í miðill sem sagði mér að þetta væri frekar solid, Þannig ég er búinn að tippa á 1-5 sigur Liverpool 🙂

 33. Við þurfum að vera undir það búin að þetta tímabil verður flopp, vonandi skárra en það síðasta en ekki það sem við eigum að venjast, uppbyggingin eftir hriðjuverk Hodgsons, sjáfsagt undirbúið af vini hanns fergussin, mun taka tíma og að reka BR bara bætir á vandræðin. það sem klubburinn þarf er stabillity og stafsöryggi fyrir famkvæmdastjórnan til að hann getur tekið erfiðar en nauðsinlegar ákvarðanir.

  það væri örugglega það allra vitlausasta sem hægt væri að gera núna að reka Rogers, það ættu allir viti borðnir menn að sjá.

 34. Sælir félagar

  Ég nenni ekki að taka þátt í umræðunni um BR. Þeir sem vilja losna við hann eftir nokkrar vikur með liðið eru að mínu viti ekki í lagi. Því sé eg ekki ástæðu tilað taka þátt í þeirri vitleysisumræðu.

  Hvað leikinn í dag varðar þá leggst hann einhverra hluta vegna vel í mig. Ég hefi enga skýringu á því frekar en Siffi hér fyrir ofan. Þetta er bara svona. Í framhaldi af þessarri rakalausu tilfinningu ætla ég ekki að spá neinu. Bara hlakka til leiksins.

  Það er nú þannig

  YNWA

 35. Það styttist óðum í leik þannig það er ný færsla alveg á leiðinni – ég vil þó bara benda mönnum á að við hljótum að geta rætt stöðu Rodgers á gagnrýnin hátt. Rodgers er á engan hátt undanþeginn gagnrýni, að því gefnu að sú gagnrýni sé réttmæt og málefnanleg. Ekki bara stimpla alla þá sem efast um ágæti hans sem “vitleysinga” eða annað slíkt.

  Eða hvað?

  Homer

 36. Ég verð að vera sammála Homer um umræðuna þó að ég sé fullkomlega sammála Kristjáni Atla um Rodgers. Það er enginn vitleysingur vegna skoðanna sinna og við ætlum að ræða alla skapaða hluti án þess að kalla hvort annað vitleysinga.
  Vonandi eyðir þú ekki þessum kommentum okkar Homers ekki Kristján Atli og við getum leyft öllum sem fara eftir reglum síðunnar að koma sínum skoðunum á framfæri.

 37. Auðvitað er hægt að gagnrýna Rodgers. Það er samt asnaleg skoðun að vilja hann burtu á þessum tímapunkti og myndi auka á óstöðugleikann hjá klúbbnum, lengja tímann sem það tæki nýjan stjóra að koma inn sínum áherslum og mannskap osfrv. Við höfum fengið nóg af stjóraskiptum síðustu árin og það er mál að linni. Gefum Rodgers 3-4 ár til að ná framförum í hópinn, ekki 3-4 mánuði.

 38. Liðið er komið á official síðuna.

  The Reds team in full is: Jones, Johnson, Enrique, Agger, Wisdom, Carragher, Sahin, Gerrard, Allen, Sterling, Suarez. Subs: Gulacsi, Cole, Assaidi, Henderson, Coates, Downing, Suso.

Anzhi 1 Liverpool 0

Liðið gegn Chelsea