Liðið gegn Anzhi Makachkala

Þá er liðið í útileik dagsins gegn Anzhi Makachkala orðið staðfest. Flest vorum við búin að sjá þetta lið fyrir sólarhring síðan en Twitter-notandinn @Alan_LFC1 hefur verið duglegur með að birta byrjunarliðin með sólarhrings fyrirvara undanfarnar vikur og hefur alltaf rétt fyrir sér. Ég veit ekki hver er að leka þessum upplýsingum í kauða en mér finnst stórskrýtið að klúbburinn skuli ekki stoppa þetta hið snarasta. Það græðir enginn neitt á að byrjunarliðið sé almenn vitneskja með sólarhrings fyrirvara.

Hvað um það, nánast allt aðalliðið var skilið eftir heima til að einbeita sér að Chelsea-slagnum um helgina og því er liðið í dag mjög veikt og mjög varnarsinnað. Óþarfi að fegra það eitthvað, svona er þetta bara:

Jones

Wisdom – Carragher – Coates

Flanagan – Coady – Henderson – Shelvey – Downing
Joe Cole

Adam Morgan

Bekkur: Gulacsi, Wilson, Sama, Robinson, Suso, Assaidi, Pacheco.

Þetta er eins og ég sagði gríðarlega varnarsinnað lið. Flanno og Downing sem vængbakverðir, þrír í miðri vörn og fjórir á miðjunni. Joe Cole fær það hlutverk að styðja við Adam Morgan í framlínunni.

Ég ætla bara að tala tæpitungulaust: ef þið búist við einhverju öðru en hangið á 0-0 eruð þið að ljúga að ykkur. Þetta verður ljótt og sennilega tap.

Krossleggjum samt fingur og vonum að Joe Cole sóli tvo og skori sigurmark eða að Coates stangi einn inn eftir hornspyrnu.

Áfram Liverpool!

68 Comments

 1. Nei vitiði ég held að við munum halda hreinu í þessum leik!

  0-0 eða Shelvey muni lauma inn einu 0-1

 2. Ég skil þetta ekki vill BR ekki vinna !! Fokk, horfið á þetta lið við eigum ekki séns.

 3. Sterling (#3) – Hvað viltu eiginlega? Sjáðu leikmannahópinn. Hann verður að hvíla og spara lykilmenn í dag og þá eru þetta þeir sem eru eftir. Þetta lítur illa út en hvernig geturðu fengið út að þetta sé af því að Rodgers vill ekki vinna?

  Hver er hinn valkosturinn? Að senda aðalliðið til Rússlands, fjórum dögum eftir leik gegn Newcastle og þremur dögum fyrir leik gegn Chelsea í London? Og vera svo alveg brjálaður þegar aðalliðið er orkulaust og yfirspilað af Chelsea?

  Þetta er bara staðan í leikmannahópnum í dag. Það er ekki hægt að kenna Rodgers um það. Við verðum bara að þola nokkra svona leiki í Evrópu og bikarkeppnum þangað til hægt er að bæta við breiddina í janúar og næsta sumar.

 4. Að ná jafntefli með þessu liði væri nálægt því að vera stórkostlegur árangur. Skil ekki hvað #3 er að fara – þessi keppni er neðst á listanum (fyrst Carling Cup er off). Hefði jafnvel viljað sjá fleiri kjúklinga í byrjunarliðinu.

  0-0 í besta falli 3-0 í því versta (Eto’o kann þetta ennþá)

 5. Ó guð… ég sem var að spá í að leggja mína leið á einhvern pub. Verður sennilega ekki þess virði :/ Vonum að það vegi eitthvað með okkur í dag.

  YNWA

 6. Er það alveg útilokað að þetta verði 4-3-3? Með Flanagan eða Wisdom í vinstri bakverði og Downing og Joe Cole sem vængframherjar? Það eru í raun einungis 4 varnarmenni í þessu liði, þó Downing hafi verið notaður þar líka.

  Ég fagna því þó ef þetta er 3-5-1-1, því það er leikkerfi sem getur verið mjög spennandi.

 7. Fróðlegt að sjá Coady spila snn fyrsta leik víst 🙂

  YNWA!

 8. Það verður allavega gaman að sjá þessa leikmenn í aggsjón burtséð frá því hvernig leikurinn fer. Er Yesil meiddur eða eitthvað þannig?

 9. God bless us all,,, þetta lítur ekki vel út, en við verðum að sætta okkur við þetta, Liverpool hefur enfaldlega enga breidd til að spila með gott lið í dag, hefði samt viljað sjá Assaidi eða Pacheco inn á til að hjálpa í sóknini, er ekki að sjá að það verður mikið skorað af okkar mönnum, er hættur við að fara á einhvern pöbinn að horfa á leikinn, höndla það ekki,,,, og please ekki fara að commenta að það sé í lagi að tala þessum leik,, eigum aldrei að vera sáttir með tap sama hvaða leikur það er. Vona samt innilega að þeir haldi ró sinni og spili góðan bolta og ná að læða 1 til 2 mörkum.

 10. Tippa aldrei gegn Liverpool, svoleiðis er það bara!
  spái 3-2 siri og Carra með öll 🙂

 11. Býst við öruggum sigri ungir og graðir menn ætla sér að sýna sig

 12. Furðulegt að leka byrjunarliðinu sólarhring fyrir leik, hverjum dettur slíkt í hug?

  Annars nokkur nöfn sem verður gaman að fylgjast með, Coates er eitt þeirra, maður er ennþá að spá hvort sá eigi einhverja alvöru framtíð fyrir sér hjá Liverpool, Coady, Henderson og líka Morgan, en hann kemst ekki einusinni á bekkinn í deildarleikjum. Og ekki verður auðvelt fyrir hann að sanna sig í dag, með Joe Cole fyrir aftan sig.

  Sammála þeim sem telja 0-0 góð úrslit, áfram Liverpool!!!

 13. Þetta er bara reglulega fínt byrjunarlið. Gefa strákunum smá hvíld fyrir aðalkeppnina heima fyrir.

  Líta svo bara á björtu hliðarnar. Það eru engar væntingar gerðar til þessa liðs og því getur það eingöngu komið skemmtilega á óvart.

  Ætla nú samt að vera frekar svartsýnn og spá 2-0 tapi í kvöld.

 14. Lítið búið, ég veit. En það virðist sem svo að þetta unga lið sé að ná miklu betur inn þessum stíl sem BR vill sjá, að halda boltanum. Anzhi varla snert boltann. Auðvitað eðlilegt kannski, þeir eru ungir og betra að móta þá. Vonandi að þeir haldi þessu allan leikinn og það skili sér í mörkum.

 15. Nennið þið drengir sem eruð að horfa að veraduglegir að segja okkur hinum hvað er að gerast i leiknum? Það væri akaflega vel þegið.

 16. Hvað er Henderson að spá þarna? Hefur ekki sjálfstraust til að skjóta á markið?

 17. 22 min,,,, Morgan og Henderson með frábært spil,,, Henderson endar einn á móti markmanni,, hvað gerir hann??? í dauðafæri gefur hann sendingu á varnarmann, langar að sparka í rassgatið á honum, skjóta drengur.

 18. Vill einhver plís hringja upp á Stöð 2 og segja Valtý Birni að hætta að segja Kóts (Coates) það er eins og hann sé að lýsa tískusýningu.

 19. Alls ekki svo slæm byrjun já strákunum okkar, vantar samt smá hreyfingu til að koma boltanum fram, soldið aftur spil.

 20. Vonandi dettur þetta með okkur….en í sambandi við þennan Alan_LFC1 þá skilst mér að Jen Chang sé úti að borða með honum. Við vitum nú að þá er málið steindautt.

 21. Heyrði gífurleg fagnaðarlæti og hélt að Anzhi hefði náð að komast yfir. Þá var þetta konan að horfa á Ellen ganga inn í salinn í sjónvarpsþætti sínum og allar konurnar þar að missa sig.
  Get lítið fylgst með. Er maður að missa af einhverju þarna?

 22. Coady er búinn að vera mjööög solid finnst mér, þó að það sé snemmt sagt þá myndi ég halda að hann verði kannski svona enski lucas leiva

 23. Vill sjá Pacheco og Suso inná sem fyrst, vantar eitthvað Spænskt í þetta hæga spil.

 24. engin smá durgur þarna í vörnini há Anzhi,, Cole er eins og fermingar strákur við hliðina á honum

 25. Vil fá Suso, Assaidi, Pacheco inn á, hressa upp á spilið,, allt of mikið verið að hanga á boltanum og missa hann svo.

 26. Ekki við Jones að sakast í þessu marki. Coates lét fara illa með sig þarna. Útsala hjá honum.

 27. Leitt með hann Henderson. Hann leitar alltaf að manni fyrir aftan sig til að gefa á ÁÐUR en hann athugar með sendingakost fyrir framan sig á vellinum. Svo leikur hann sama leik fyrir framan markmanninn einan, en þá fannst mér langt gengið hjá honum.

 28. Nr 12, Ágúst Örn

  Blockquote
  Tippa aldrei gegn Liverpool, svoleiðis er það bara!
  spái 3-2 siri og Carra með öll 🙂

  Já…reiknum þetta aðeins,
  Ladbrokes með 1/80 að Carra skori næst. Gefum okkur að stuðlarnir margfaldist upp við öll þrú mörkin, þá gæti þetta litið út svona:

  808080 = 512.000 Faldur peningurinn, setjum þússara á kvikindið og þú átt 512 miljóneeer.

  En svo gæti stuðlareikningurinn hjá ladbokes verið öðruvísi og
  reiknast svona 8010003 og þá er það bara kvartmilljón.

  Það er nú kannski bara besta að fara setja á Carra kallinn!

 29. Ég man það nú hérna fyrir nokkrum árum þegar hægt var að sjá liðið með því að skoða hverjir væru í hvítum vestum á föstudagsæfingum fyrir leik 😀

 30. Að hann skuli taka Morgan útaf í staðinn fyrir Cole er alveg út í hött.

 31. Þetta lítur ekki vel út núna vonandi laggast þetta og mjög samála 41 allan daginn cole morgan búin að vera ágættur

 32. Fór cole í læknisaðgerð og lét taka úr sér allt sem viðkemur fótbolta???

 33. Jæja, þá getur maður aðeins byrjað að fylgjast með þessu. Þá veit ég að mínir menn byrja að standa sig.
  Virkar svakalega dauft þarna í Moskvu, eins og kuldinn hafi fryst þessa tuttugu áhorfendur á leiknum……

 34. Hljómar eins og að Gorbachov sé að spila með Anzhi…. fyndið að hlusta á þetta.

 35. Hefur Liverpool unnið leik á þessu tímabili eftir að hafa lent undir???

 36. Finnst Downing búinn að vera einna sprækastur hjá LFC (ótrúlegt en satt). Coady með ágætisleik og Morgan líka. Vonbrigði dagsins: JOE COLE !!!! Finnst alveg heillum horfinn og hefur lítið að gera hjá Liverpool held ég. Fannst Coates selja sig full auðveldlega í markinu og Brad Jones of fljótur á sér. Coates er ekki að fara komast í byrjunarliðið með svona mistökum því miður.

 37. Þarna vorum við heppnir að vera ekki 2-0. Coates að horfa á boltann, og kemur skalli beint á Jones frá sóknarmanni AM. Svo Cole í dauðafæri… og klikkar. Nema hvað.

 38. Já og Carragherer búinn að vera FLOTTUR í dag. Sá gamli er ennþá með þetta sko.

 39. Það tók hann 76 mínútur að sjá að Cole væri ekkert að fara að gera í þessum leik.

 40. Heyrði að Joe Cole sé með 90k pund á viku hann er semsagt með 18.438.300,00 á viku FYRIR HVAÐ?

 41. Liverpool FC er eins og Jean Claude Van Damme, nánast öll atriði í slow motion 😉

 42. Sé ekki hvernig LFC á að skora. Þetta endar 1-0, því miður 🙁

 43. Ég bara get ekki Shelvey … Mér bara finnst hann svo ekki góður. Ekki einungis miðað við þennan leik.

 44. Guð minn góður, Henderson!

  Djöfull er þetta búið að vera lélegt.

 45. Úff, Henderson fær boltann inní vítateig og líklegast fór boltinn útaf vellinum,
  henda þessum manni niður í varaliðið

 46. Þegar menn fá svona sendingu inn í teig er lágmark að setja boltann á ramman.

 47. jæja Downing, alltaf i boltanum! fint að selja hann i janúar held eg bara!

 48. hefðum verið mun skár settir hefði Fulham drullast til að taka þessum fyrirhuguðu Henderson – Dempsey skiptum. Verst að Jol er nógu klókur til að sjá að svona raggeit eins og Henderson er vita gagnslaus.

 49. Hef áhyggjur af því hversu margir leikmenn LFC eru búnir að vera lélegir á þessu tímabili. Henderson, Shelvey, Cole. Þetta er bara alls ekki nógu gott. Spyrnugeta leikmanna er líka afleit. Ég bara skil þetta ekki, er sjálfstraustið ekki neitt hjá þessum mönnum?? Hvað er að gerast????

 50. Sama þó Joe Cole skori 10 mörk i næstu 10 leikjum …. Hann er með i kringum 100þ.pund í vikulaun og það þarf að losna við hann áður en gamlársþynnkan rennur af mér 2013 !!!!!

 51. vet nú ekki alveg hvað fólk er að lasta shelvey svona mikið. Hann er og verður mjög góður. Var þokkalega sprækur í þessum leik og vörnin var líka mjög góð fyrir utan markið sem var sennilga Coates og Jones að kenna.
  Annars eru bjartir tímar framundan hjá LIVERPOOL

  YNWA

 52. Ragnar #52

  Þetta er fyrir skatt þannig að þetta er gróflega 9.219.150…

  þetta er svo mikill peningur að maður gerir sér ekki grein fyrir því. vá maður

 53. Fyrirgefðu #66 en ég sá ekki að Shelvey væri góður í þessum leik, hann á 1 góðan leik og 4-5 slæma,, það er ekki að vera góður leikmaður. Hann er eins og Henderson, horfa alltaf aftur fyrir sig og gefa hann þó mjög gott færi sé fyrir framan hann að gefa,,, 80% af sendingum aftur fyrir sig og í mörgum tilfellum gæti hann sjálfur keyrt upp með boltan eða gefið fram fyrir sig, prufaðu bara að fylgjst með honum og sjáðu svo hvernig Barca spilar, þar reyna þeir að gefa fram og ef það er ekki hægt,, gefa þeir aftur, enda miklu hættulegra sóknarlið, er þá bara að tala um spilamennskuna ekki leikmenn.

FC Anzhi frá Makhachkala

Anzhi 1 Liverpool 0