Beðið eftir flugi og U-21 – opinn þráður

Væntanlega verður hópurinn sem fer í flug til Moskvu snemma í fyrramálið orðinn ljós seinni partinn í dag, en fyrsta slúður segir að Suarez og Gerrard verði hafðir heima og sparaðir fyrir átök helgarinnar.

Það styð ég.

En það verður líka gaman að sjá fluglistann og hverjir fara í þessa ferð. Horfði í gær á U-21s árs liðið okkar rústa Úlfunum 1-5 á útivelli og viðhalda því að vera eina ósigraða U-21s árs liðið í Englandi. Rodolfo Borrell er að gera frábæra hluti með þetta lið, aggressívt sóknarlið og feykilega margir skemmtilegir leikmenn þar á ferð.

Leikurinn var ansi sérkennilegur að því leytinu að liðið var í hálfgerðu basli í fyrri hálfleik og fór inn í hálfleikinn 1-0 undir. Þá var Þjóðverjinn Yesil tekinn útaf fyrir Portúgalann Texeira og Pacheco ýtt upp á topp með Ngoo meira inn á miðsvæðið en úti á kanti. Liðið einfaldlega stútaði Úlfunum frá mínútu eitt. Hápressa Pacheco, Ngoo, Adorjan og Texeira vann stanslaust boltann af heimamönnum og þegar upp var staðið komu mörkin fimm frá þessum einstaklingum.

Pacheco var yfirburðamaður í liðinu og gaman verður að sjá hvort hann fer með í flugvélina. Þulirnir á leiknum voru afskaplega uppteknir af þessum farmiðum og því að mikilvægt væri fyrir Rodgers að verðlauna þá menn sem léku vel í U-21s árs liðinu.

Það styð ég. Yesil var klárlega tekinn útaf til að fara með til Moskvu. Ég hef horft á alla leikina hans í vetur og hann hefur ekki sannfært mig um að vera tilbúinn í U-21s árs liðið, hvað þá aðalliðið. Mér finnst alveg borðleggjandi að Adorjan og Ngoo eigi að vera á undan þessum strák í treyjuna guðdómlegu, svei mér ef Pacheco karlinn á bara ekki að fá sénsinn uppi á topp í Moskvu eftir gærdaginn.

Á neikvæðum nótum gærdagsins var ljóst að Danny Wilson á langt í land. Rafa keypti hann í kippu með Shelvey og Sterling. Sennilega fer þar kötturinn í þeim sekk.

En ég hlakka til að sjá farþegalistann til Moskvu.

Annars er þráðurinn opinn í alla enda!!!

9 Comments

  1. Í öllu okkar leikmannahallæri, þá eru þrír leikmenn, sem menn hér hafa grátið sáran yfir að hafa misst til annarra liða, sem eru að fá ansi mikið stick fyrir sína frammistöðu með þeim liðum sem þeir töldu betri:

    1) Adam Johnsson Sunderland
    2) Maroune Chamakh hjá Arsenal
    3) Gylfi Sig “useless unless he is scoring goals”
    http://www.football365.com/topical-top-10/8227520/Top-Ten-Missing-Men-Of-The-Season

    Það er ekki alltaf tekið út með hörmung þegar þessir spaðar fara annað 😉

  2. Hver grét sáran yfir Camakh? Ekki ég allavegana og ekki sá ég neinn annan gera það.

  3. Leiðin liggur bara uppá við núna hjá Liverpool einfaldlega útaf því við komumst ekkert neðar, annars ekki. Spurning um að leyfa Flanagan að fá einhverjar mínótur með aðalliðinu og svo þarf Henderson að fara á miðjuna, hann er ekki bakvörður eða kantmaður, brilleraði hjá Sunderland á miðjunni !

  4. Fannst þetta nokkuð skemmtilegt, af öllum strikerum sem Gerrard hefur spilað með finnst honum Suarez bestur!

    adidas UK ?@adidasUK
    A. Luis Suarez *SG
    Expand Reply Retweet Favorite

    4h adidas UK ?@adidasUK
    Q. Who is the greatest striker you have played with in your opinion?

  5. Nú hafa margir hér inná verið að deyja úr neikvæðni og vilja sumir jafnvel reka Rodgers og fá Ameíkanana burt, ég get alveg lofað ykkur því að ef við gerum það þá fyrst fer allt í rugl.

    Áður en ég segi meira ætla ég að benda mönnum á að lesa þessa grein http://swissramble.blogspot.dk/
    En þarna fjallar þessi ágæti penni um endurreisn Dortmund, aðallega fjárhagslega, en líka hvernig það hefur haldist í hendur við velgengni á vellinum.
    Ég held að það nægi að segja bara að Liverpool og Dortmund eru með sama stuðningsmanna söng til að sanna það hvað þessi lið eru lík og ég held að margir stuðningsmenn vonist til að Liverpool verði eins og Dortmund eru í dag eftir 2-3 ár.
    Það held ég að Ameríkanarnir séu líka að stefna að (fjárhagslega) og ég held að það sé eitthvað sem við stuðningsmenn ættum líka að stefna að þ.e.a.s. verða með jafngott og skemmtilegt lið og Dortmund eftir 2-3 ár.

    Ég veit að það er erfitt en það eina sem við stuðningsmennirnir getum gert núna er að anda með nefinu og bíða rólega, kannski eftir 1-2 ár förum við að sjá liðið blanda sér að alvöru í toppbaráttuna. Ég held að Ameríkanarnir, Rodgers og allir aðrir sem komi að klúbbnum séu með plan um hvernig þeir geti komið klúbbnum aftur á toppinn (kom ekki Rodgers með 180 síðna skýrlsu um hvernig ætti að vinna deildina eitthvað sem Dalglish var ekki tilbúinn að gera) og ef ég les rétt út úr því sem ég hef séð og held að muni gerast í framtíðinni þá treysti ég þeim nokkuð vel.
    Eins og ég sé þetta þá er byrjunin hjá þeim að komast á góðan stall fjárhagslega (eins og Dortmund eru núna, takið eftir í greininni að á síðasta tímabili þá borguðum við 70% af því sem við fengum inn í laun sem er allt of allt of hátt, Dortmund voru í 44%, Man Utd í 46% og flest hin stórliðin í kringum 50%) og þar held ég að þeir hafi byrjað á að taka til í sumar með að losa út Kuyt, Maxi og Bellamy t.d.og ég held að við munum ekki sjá neinar ofur fjárhæðir í peningamálum fyrr en að þeir eru búnir að snúa fjárhagnum við, þangað til verður þetta örugglega um 20 milljónir+leikmannakaup í gluggunum næstu 2-3 árin.

    Það má kannski líka taka það fram að á síðasta ári töpuðu Liverpool 50 milljónum sem voru mest megnis mistök fyrri eigenda, þ.e. um 40 milljónir um gamlar leikvallahugmyndir og 8.6 milljónir Hodgson og hans teymi. Við megum heldur ekki gleyma því að Henry og co. borguðu upp allar fyrri skuldir kúrekanna en það voru um 200 milljónir og eru skuldir klúbbsins þá núna um 3 milljónir eftir að hafa verið allt of mikið áður.

    Svo má kannski líka setja inn í þessa jöfnu Dalglish og Commoli en þar hafa örugglega farið aðrar 8 millur eða svo plús öll leikmannakaupinn hans sem ég ætla ekki að fara út í hérna en þetta eru allt miklir peningar og því skilur maður þá kannski að vilja taka þessu aðeins rólega og reyna að byrja aftur og byggja félagið rólega upp, því það sjá það allir sem vilja að þó við séum ekki að eyða miklu í leikmannakaup að þá eru fjármálin hægt og rólega að komast í góðan farveg.

    Síðan er það fótboltalega hliðin ég held að það sé nokkuð augljóst hvernig bolta Rodgers vill að liðið spili og er ég nokkuð sáttur með það, við erum ekkert að fara að verða Barcelona eftir 2-3 ár en vonandi verður liðið búið að taka nokkur góð skref upp á við.
    Ef við lítum yfir hópinn sem við höfum þá vill ég skipta þeim svona niður.

    Lykil/kjarna leikmenn: Reina, Agger, Skrtel, Johnson, Lucas, Allen, Gerrard, Suarez

    Þetta eru leikmenn sem ég tel mjög mikilvæga fyrir liðið og vill alls ekki missa, en þarna sést líka að Suarez er eini ómissandi sóknar/kantmaðurinn

    Góðir leikmenn: Henderson, Shelvey, Sahin, Coates, Enrique, Borini

    Þetta eru leikmen sem ég vill halda og held að geti skilað góðum hlutum fyrir liðið á komandi árum en er samt hægt að selja fyrir rétt verð

    Lala leikmenn: Downing, Cole

    Þrátt fyrir að ég hafi ennþá smá trú á Downing þá eru þetta leikmenn sem ég tel ekki nógu góða og held að verði seldir sem fyrst.

    Kjúklingarnir: Sterling, Wisdom, Suso og einhverjir fleiri

    Þessa leikmenn eigum við auðvitað að reyna að halda í og ég held að þeir eigi flestir ágætis framtíð hjá klúbbnum.

    Þannig að þegar ég lýt yfir liðið þá finnst mér það ekkert vera alslæmt við erum með fullt af góðum fótboltamönnum þarna og mjög marga unga leikmenn sem geta spilað lengi fyrir okkur. Það þarf bara að kaupa vel inn í næstu gluggum. En það þýðir samt ekki að það eigi að gera einhver panikkaup í janúar þrátt fyrir að okkur sárvanti framherja. Ég vill frekar nota leikmennina sem við höfum og gefa ungu leikmönnunum meiri reynslu heldur en að þurfa að ganga í gegnum önnur Carroll kaup, en auðvitað er ég alveg til í menn eins og Huntelaar á góðu verði.

    Að lokum vil ég svo bara segja verum róleg og gefum þessu tíma því eins og Dortmund og Arsenal sanna þá er hægt að eiga gott og stöðugt lið í keppni um titla og meistaradeild og jafnvel vinna líka.

    En þá held ég að þessari ritgerð sé lokið og í lokin vil ég bara segja við ykkur að anda með nefinu og hafa trú á því sem verið er að gera og þið munið sjá það bera ávöxt innan fárra ára.

  6. Ég held að það sé allt á uppleið, menn eru meira segja farnir að tala jákvætt um Suarez, Beckham, Pardew, Gerrard og flestallir stuðningsmenn eru farnir að tala um knattspyrnuhæfileika hans og hvað hann sé góður knattspyrnumaður, það er einstaka utd maður sem básúnar eitthvað bull um hann útaf fáfræði, vanþekkingu og ótrúlegri afbrýðissemi. Ég hugsa að allt þetta jákvæða tal í kringum Suarez sé eftir að sýna sig á vellinum og hann fer að nýta helmingi meira af þessum færum sem hann skapar og þar að leiðandi vinnur Liverpool alla leiki með 4-5 mörkum því drengurinn skapar nátturulega ógrynni af færum í hverjum leik 🙂 Með meiri markaskorun þá eykst sjálfstraustið hjá öllum liðsfélögunum og við rúllum upp þessu meistaradeildarsæti því ekki er langt í það 🙂

    Kv Bjartsýni gaurinn

  7. Datt inn í seini hálfleikinn í U-21 leiknum. Dani Pacheco var að éta upp vörnina hjá Wolves með 2 mörk og stoðsendingu og Ngoo var engu síðri. Pacheco er algjörlega með hugarfarið á réttum stað. Kvartar ekki ef hann er ekki í hóp heldur reynir frekar að sanna sig með U-21, og hann gerir það svo sannarlega.

    Maður gleymir því oft hvað hann er ungur og hann er vissulega ennþá efnilegur. Hefur að vísu ekki sannað sig með aðalliðinu, en það þýðir kannski ekki að hann eigi ekki að fá tækifæri til þess. Hann á skilið hið minnsta að vera í hóp á móti Anzhi.

  8. af hverju í ósköpunum er höddi magg látinn lýsa nánast öllum manutd leikjum? er það útaf því að djöfladýrkendur hafa vælt undan hlutdrægni hans?

Tíu leikir að baki…

FC Anzhi frá Makhachkala