Tíu leikir að baki…

Leikur okkar gegn Newcastle í gær var númer tíu, sem þýðir það að rúmur fjórðungur er liðinn af mótinu, fyrri umferðin hálfnuð.

Mig langar til, í ljósi umræðna víða, að henda inn minni sýn á þessum tímapunkti um stöðu liðsins.

Ef við byrjum á að skoða talningu á stigum miðað við þá mótherja sem við höfum leikið við samanborið í fyrra þá er sú lesning allt annað en góð. Stigasöfnun okkar gegn þeim tíu liðum sem eru að baki (tók Bolton í reikninginn í stað Reading) í vetur eru ellefu stig, en í fyrra náðum við átján stigum út úr þessum viðureignum. Þetta er 39% verri árangur.

Við erum fallin út úr deildarbikarnum, en á þessum tímapunkti í þeirri keppni í fyrra slógum við Stoke út og biðum eftir að mæta Chelsea í 8 liða úrslitum.

Svo að það verður ekki litið framhjá þeirri staðreynd að byrjun þessa leiktímabils er miklu verri í þeirri tölfræði sem öllu máli skiptir. Og það er auðvitað ástæða þess að umræðurnar eru á þann veg sem nú er, með öllum þeim geðsveiflum og yfirlýsingum sem koma úr öllum hornum.

Áður hefur mikið verið spjallað um leikmannagluggann og þá augljósu staðreynd að þar voru stunduð vafasöm viðskipti sem klárlega veiktu okkar hóp. Það þrátt fyrir að stóri vandi síðasta leiktímabils hafi verið lítil gæði á síðasta þriðjungi vallarins og við einfaldlega ekki haft menn til að leysa af lykilmenn í meiðslum. Á mörgum vettvöngum (þ.á.m. í Messunni) er nú farið að spyrja spurninga um þá leikmenn sem keyptir voru í sumar. Yesil á auðvitað ekki að ræða ennþá, en hinir eru að verða undir pressu.

Borini sýndi lítið og er nú meiddur í þrjá mánuði. Assaidi virðist ekki njóta trausts til að taka þátt í leikjum í ensku deildinni, enda lítið sýnt af afgerandi frammistöðu. Sahin hefur sýnt jákvæðar glefsur en alls ekki náð að stimpla sig af krafti inn í liðið. Joe Allen verið afgerandi bestur þessara leikmann, en hefur nú átt tvo dapra leiki í röð þar sem sendingahlutfallið hans hefur dottið niður og þá vaða gagnrýnisraddirnar af stað.

En þessir leikmenn verða ekki dæmdir í nóvember á sínu fyrsta ári. Það er í raun eingöngu Sahin sem hægt er að segja að eigi einhvern feril að baki, hinir allir eru leikmenn sem eru keyptir vegna “potential” þeirra – líka Joe Allen. Þrátt fyrir að hann hafi kostað mikinn pening. Ég fer ekki ofan af því að það þarf heilt tímabil hið minnsta til að sjá hvernig leikmenn höndla það hlutverk sem þeim er ætlað í liði.

En í byrjunarliðinu eru nú reglulega ungir leikmenn sem segja má að bæst hafi í hópinn. Raheem Sterling er óumdeilt sá þeirra sem lengst hefur náð. Virðist algerlega óhræddur við þær aðstæður sem hann býr við núna, með mikinn hraða og bætir stöðugt sinn stöðuskilning. Vandi hans í yngri liðunum var hins vegar alltaf að hann skoraði ekki reglulega, meira í kippum, og hann þarf að bæta þann þátt í leik sínum, það að nýta færi. Hann hefði getað tryggt okkur sigur bæði gegn Everton og Newcastle en tókst það ekki.

Suso átti magnaða byrjun. Kom inn í ansi stóran leik og var flottur. En það er svo að koma í ljós að hann á enn töluvert í land líkamlega, var ýtt út úr leikjum gegn Everton og Stoke og í leik gærdagsins lögðu Newcastle upp með að fara upp vænginn hjá honum og Wisdom, enda Suso mjög veikur varnarlega. Talandi um Wisdom þá átti hann erfitt í gær. Þessi strákur er mjög góður varnarlega, þar liggur hans styrkleiki. Þar fer einstaklingur sem er tilbúinn líkamlega og afar skynsamur í öllum sínum aðgerðum. Það var honum auðvitað mjög erfitt að fá oft á sig tvo sóknarmenn Newcastle og undir lokin fannst mér hann orðinn frekar stressaður. Hann á hins vegar mjög erfitt sóknarlega, þ.e. að fá sendingar inn í teig og í raun er hann frekar ragur að sækja upp völlinn.

En allt þetta er mjög eðlilegt hjá ungum mönnum. Það er algerlega frábært að vera þarna búin að fá inn þrjá nýja leikmenn í hópinn í einu og allir þessir leikmenn munu verða úrvalsdeildarleikmenn. Ekki spurning.

Mikið hefur verið spekúlerað í leikaðferð Rodgers. Sem betur fer eru menn að mestu hættir að ræða um tiki-taka sem eitthvað afbrigði sem BR myndi nota til að búa til hið nýja Barcelonalið út úr leikmannahóp í litlu jafnvægi. Í leiknum gegn Everton henti BR uppröðun sinni og hugmyndafræði til að bregðast við því að við réðum ekkert við hápressu og háloftabolta Everton. Sú ákvörðun hans var djörf og svínvirkaði. Gegn Swansea vorum við yfirspilaðir af hans kerfi. Gegn Newcastle byrjuðum við sterkt, hápressuðum en nýttum ekki sóknarþungann en þegar Newcastle virtist vera að sigla þessu í land kom löng sending og frábær afgreiðsla sem kom okkur inn í leikinn. Síðasta kortérið hápressuðum við aftur og áttum auðvitað að skora.

En hvað veldur því að enn eitt árið er vandinn sá sami. Við stjórnum leikjum og sköpum færi. En vinnum ekki. Ef við förum aftur til upphafs þessa pistils og rifjum upp þá leiki sem gáfu okkur 18 stig í fyrra þá voru þar allavega tveir þar sem við vorum ekki að sýna yfirburði (Everton og Newcastle) en unnum samt. Andy Carroll braut ísinn gegn bláum eftir að þeir urðu einum færri og Craig Bellamy vann Newcastle nærri upp á eigin spýtur. Í gær vorum við með 65% posession (sem var pottþétt mest fyrstu 20 og síðustu 20) og áttum 23 skot og 12 á rammann.

Brendan Rodgers hefur talað um, réttilega, að þeir sem eru meira með boltann vinni 75% leikja. En það er tölfræði sem erfitt er að segja einhverjum LFC aðdáanda sem horfði á liðið í fyrra og aftur núna.

Ef við rýnum í tölfræði gærdagsins finnst mér hægt að lesa ýmislegt. Hún sést hér: http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/lfc-1-1-nufc-opta-match-stats – en þennan hlekk er gaman að skoða eftir leiki. Sjáið flipann distribution. Miklu, miklu fleiri sendingar. En aðeins 83% rötuðu á réttan mann. Ég tel það hafa verið í lok fyrri hálfleiks og allt þar til á 70.mínútu að sú tölfræði datt úr 90% og niður. Á þeim tíma fengu Newcastle skyndisóknir sem gáfu þeim mark, en svo skoruðum við líka á þeim kafla, alls ekkert tiki-taka mark.

Það er svo ansi áhugavert að sjá krossastatistíkina okkar. Við eigum 36 krossa gegn 9 hjá Newcastle. Einungis einn okkar krossa rataði á samherja sem gerir 2,8%. Það var kross Downing á koll Shelvey í lok leiksins. Það er einfalt að segja að Wisdom og Enrique sé einu sökudólgarnir, því þeir eru jú þeir sem að krossa. En því er ég ekki sammála.

Mér finnst stóra vandamálið liggja í því að sóknarlínan okkar er afskaplega sjaldan inni í vítateig þegar við sækjum. Luis Suarez vill mikið leita út fyrir boxið og þeir leikmenn sem fyrir aftan hann hafa verið sækja mjög lítið inn í teiginn. Þar skiptir engu máli hvort við tölum um Suso, Sterling, Sahin eða Shelvey. Í minnst þremur tilvikum í gær var Suarez búinn að vinna sig framhjá varnarmanni inn í teig en sóknarfærslur samherja hans til að losa sig við mann og búa til skotfæri komu aldrei og hlutir runnu út í sandinn. Í allavega fimm skipti eftir að ég fór að telja kom ágætis kross frá kanti sem fór í gegnum allan teiginn. Senterinn (Suarez) ekki inni í boxinu til að klára og sóknarmaður þess kants sem ætti að leysa inn og komast í færið á fjær bara langt fyrir utan.

Rodgers fór svo inn á þetta í viðtalinu í gær, þar sem hann talar um stöðuyfirburðina úti á vellinum og skort okkar á leikmönnum til að klára uppbygginguna þar í netið. Þar held ég að stjórinn hafi hitt naglann á höfuðið alla leiðina í gegn.

Með þessu er ekki verið að skíta neinn út af þeim sem fyrir eru. Þeir eru bara enn ekki tilbúnir til að klára leiki eins og þann sem við sáum í gær. Ég er alveg handviss um það að þeir verða flestir tilbúnir í framtíðinni en til að ná árangri í nútíðinni þarf að fá menn eins og Suarez og Gerrard sem fara á 1000 mílna ferð í gegnum varnir en taka svo oftast yfirvegaðar og réttar ákvarðanir í teignum.

Vangavelturnar um Rodgers eru farnar í gang. Nýjast heyrði ég um gamaldags aðferðir hans um að stilla alltaf upp sama byrjunarliðinu. Jafn mikill aðdáandi Rafa og ég er þá fer það í mínar fínustu þegar nota á Rafa og hans “squad rotation” til að klekkja á Rodgers. Ég get alveg verið sammála því að mér finnast t.d. Suso og Sahin fá of margar mínútur í deildarleikjunum að undanförnu og ég var ekki glaður að sjá Johnson haltra útaf í Europa League eða að Suarez og Gerrard komu inná gegn Swansea. En fókus Rodgers er á deildina og hann virðist vera búinn að ákveða það að fram í janúar ætli hann sér í deildinni að nota menn sem hann mun byggja á til framtíðar á kostnað þess að hleypa öðrum að þar.

Sennilega þýðir það að Downing, Henderson, Coates og Cole þurfa að hugsa sinn gang í janúarglugganum. En það þýðir ekki að Rodgers sé “gamaldags” þjálfari þegar hann róterar ekki. Því gamaldags er hann ekki.

En hvað er þá framundan?

Ég spáði liðinu okkar 5.sæti í haust í bjartsýniskasti. Handviss um að við fengjum almennilega styrkingu í lok gluggans. Eftir að það varð ekki hef ég stillt spánni minni niður um nokkur bil. Held að við munum ekki bæta deildarárangur okkar frá í fyrra og verðum ofan við miðja deild en utan evrópusæta.

Ég er heldur ekki viss um að FSG muni eyða miklum peningum í janúar, en þeir munu fá til sín leikmenn. Ég reikna ekki með að þeir eyði 20 milljónum punda í leikmann, hvað þá tvo slíka. En ég treysti því að þeir fjölgi í sóknarlínunni og sýni þar með Brendan Rodgers það traust að hann fái möguleika á að leiða þetta lið áfram. Það sýndu þeir ekki í sumar og hann situr uppi með ógeðslega fúla aðdáendur eins stærsta klúbbs í heimi.

Það er einfaldlega ekki auðvelt að stýra þessu liði og sitja í 11. – 15.sæti. Sama hvort menn eru á fyrsta ári eða því fimmtánda. En því miður kemur það mér ekki á óvart eftir bullið í sumar. Ég nenni ekkert að kafa aftar en það, bendi bara öllum á að sennilega er hætt að tala um samanburð LFC og annarra liða í innkaupum eftir síðasta glugga. Það argar svo augljóst á okkur hvað við þurfum til að komast aftur í keppni Arsenal, Tottenham, Everton og Newcastle um síðasta CL sæti Englands að það er ekki ástæða til þess fyrir okkur að velta öðru upp en þeirri kröfu á að eigendurnir geri þetta lið samkeppnishæft.

Mitt mat því núna, þrátt fyrir mun slakari árangur eftir 25% af mótinu nú miðað við í fyrra, er að sýn Rodgers og skipulag hafi sýnt sig. Við erum með fullt af efnilegum mönnum í liðinu og á leiðinni sem virðast njóta þess að spila fótbolta á þann hátt sem hann vill og gríðarlegan metnað stjórans til að standa sig.

Við eigum að hætta að ergja okkur á Meistaradeildarsæti, ég tel einfaldlega engar líkur á því dag þó litlar væru þær fyrir og við eigum að horfa til þess hverjir verða með í langtímaprógramminu. Það er búið að losa marga frá og ég hugsa að allir þeir fjórir sem ég nefndi hér áðan séu að hugsa sig vel um. En það eru líka margir sem eru að sýna að þeir verða með í uppgöngunni.

Og þó þetta sé mikil tugga og alls ekki allt jákvætt sem frá Liverpoolborg streymir þá ætla ég að leggja það til við okkur öll að við reynum að horfa á jákvæðu þættina sem eru í kringum klúbbinn og Pollýanna sig út í eitt. Forðast það að heimta enn eitt nýtt höfuð stjóra klúbbsins á fati, því það leysir bara ekki nokkurn skapaðan hlut!

YNWA!!!!!

38 Comments

  1. Ég er mjög ánægður með þennan flotta pistil.
    Ég er einn þeirra sem er þolinmóður og frekar raunsær (finnst mér).
    Umræða um að BR sé ekki maðurinn o.s.fr. er fyribæri sem ég skil ekki…hann skrifaði undir 3 ára samning og mun klára hann. Ég er í dag viss um að hann sé okkar þjálfari næstu árin eða jafnvel áratugina. Það er verið að koma fjámálunum í rétt horf og mér skilst að það sé allt á réttri leið.
    Þegar það er komið á gott level kemur sá tími að við förum að sjá LFC hugsa mest um fótboltann sjálfan.
    Ég hef ekki áhyggjur af liðinu þannig lagað sé og er viss um að við fáum amk. 1 góðan striker…vonandi 2.
    Ég held að það mun svo koma í ljós éftir Janúar hvort við förum að skora fleirri mörk.
    Mér finnst gaman að horfa á liðið spila bolta í dag, og er í raun miklu betri og flottari í dag en hann hefur verið undanfarin ár….ca ´09 þegar við vorum með nokkuð fleirri spánverja í liðinu. Þetta mun koma og það mun koma að því á þessum þremur árum samningtíma BR að við förum að slást við önnur lið um CL sæti….er alveg sammála Magga að við ættum að leggja þá áherslu til hliðar í vetur.
    Heimurinn er ekki að farast….við erum með einn besta fótboltamann í heiminum í dag í liðinu sem skoraði svaðalegasvakalegt mark í gær, og þegar hann fær samherja sem nær tenginju við hann frammi í boxinu, þá fer þetta að smella.
    Stundum held ég að Ferguson eða einhver álíka hafi farið til Jamaica og fengið vúdúgaldramann og fengið hann til að leggja bölvun á LFC en er viss um að sú bölvun sé að verða búin 😉
    Góðir tímar eru framundan.

  2. Mjög fínn pistill..
    Ég fæ grænar bólur þegar ég sé að Enrique er í liðinu, mikið afskaplega er hann lélegur fótboltamaður! nokkur dæmi bara í gær, varnarvinna hans í markinu sem þeir skora, hann heldur kannski að hann sé ennþá að spila með Newcastle því að hann sendi oftar þá en Liverpool mann, þó að hann hafi slysast til þess að eiga þessa sendingu á Suarez. Í uppbótartíma á hann svo síðustu sendingu leiksins og hún segir allt um þennan gaur, sendingin fór svona 20 metra framhjá Liverpool mönnunum … Það eina sem þessi gaur hefur er hraði.

  3. Getið líka skoðað jöfnunarmarkið hjá Everton um daginn, þar er hann ágætlega staðsettur í teignum en gerir svo hvorki árás á sendingaleiðina fyrir boltann né athugar að dekka manninn sem er fyrir afran hann, nei hann stendur bara og klórar sé í borunni, burt með Enrique úr þessu liði okkar

  4. Fyrir mér er málið einfalt. Þetta Liverpool lið er það verst mannaða í áraraðir. Að ætla Brendan Rodgers að slá út Tottenham eða Arsenal með þessum leikmannahóp er ekki raunhæft.

    Ef við lítum á 2008 hópinn okkar, þá sést að við höfum skipt úr heimsklassa miðju á evrópskan mælikvarða í mjög svo miðlungsgæði á EPL mælikvarða. Kuyt, Riera, Alonso og Mascherano ásamt yngri Steven Gerrard stjórnuðu þar ferðinni en í dag erum við með börnin Suso og Sterling, mataða af ryðguðum Sahin, eldri Gerrard og Allen sem gæti orðið heimsklassa leikmaður en kemst ekki með tærnar þar sem Mascha og Alonso höfðu hælanna árið 2008. Því til viðbótar höfðum við Benayoun, Babel og Lucas Leiva á bekknum þetta tímabil.

    Sama hversu flottar ræður Brendan Rodgers heldur og sama hversu stór klúbbur Liverpool er, þá er þessi miðja ekki nálæg Tottenham eða Arsenal í gæðum.

    Þar sem við höfum Sterling, hafa Tottenham Gareth Bale og Arsenal Lukas Podolski. Þar sem við höfum Suso, hafa Arsenal Santi Cazorla og Tottenham Gylfa Sig. Svo eiga þess lið menn eins og Walcott og Clint Dempsey sem varaskeifur ef einhver á vondan dag. Við eigum Assiadi og Downing.

    Við erum einfaldlega ekki með nógu gott lið til að keppa um þessi efstu 5. Við erum samt með ágætis unglingaprógram sem gæti skilað okkur einhverju á næstu árum.

  5. Brendan Rodgers tekur við liðinu í sumar og á að reyna að rétta liðið af eftir einhver misheppnuðustu leikmannaviðskipti sem stunduð hafa verið hjá knattspyrnuliði í sögunni. Í 2 leikmannagluggum árið 2011 var eytt um 85 milljónum punda í 5 leikmenn, Carroll, Downing, Henderson, Adam og Enrique. Þarna var sprautað gríðarlegu fjármagni inn í liðið í þeirri von að ná að rífa það aftur upp í topbaráttuna. Það allt kemur til alls hefði verið mun betra að gefa alla þessa peninga til UNICEF. Allt þetta mistóks herfilega og mennirnir sem báru ábyrgð á þessu og áttu að sjá um að koma liðinu á rétta braut voru allir reknir einu og hálfu ári eftir að þeir tóku við. 2 af þessum leikmönnum eru farnir, reynt var að losna við Henderson til Fulham og hinir tveir eru pottþétt á förum fljótleg.

    Það er alveg svakalegt hvað þetta mistókst ofsalega illa, þetta bara gat ekki farið verr. Þegar þú kaupir striker á 35 milljóna punda framherja, þá hugsarðu kannski að hann gæti valdið þér vonbrigðum með því að skora kannski bara 8-12 mörk í deild, en að þessi framherji skori minna á sínu fyrsta heila tímabili heldur en Emilie Heskey gerði á sínu versta tímabili hjá Liverpool er náttúrulega bara útúrkortinu fáránlegt. Þegar þú kaupir kantmann á 20 milljónir punda vonastu að lágmarki eftir að að hann skapi 10 -15 mörk með því að skora sjálfur og leggja upp, en að leggja ekki upp eitt einasta og skora ekki heldur eitt, það er bara ekki hægt. Niðurstaðan eftir þetta alltsaman er sú að við erum með alltof dýran hóp og alltof lítil gæði, algjörlega þveröfugt við það sem FSG lögðu upp með

    Brendan Rodgers er fenginn inn til að reyna að vinda ofan af þessu og eðlilega tekur það tíma. Þeir sem héldu að við myndum á þessu tímabili berjast við toppliðin eru ekki með fæturnar á jörðinni. Það er eðlilegt að Rodgers hafi ekki fengið eins mikið af peningum og Kenny. Það eru enn alltof mikið af peningum bundnir í ónothæfum leikmönnum sem ekkert er verið að nota. Það einfaldlega verður að fá eitthvað af þessum peningum aftur í kassann. Dýrasti maðurinn fór á lán, og sá næst dýrasti er bara enn á bekknum hjá okkur. Einn launahæsti leikmaðurinn okkar er ekkert notaður (Joe Cole).

    FSG tóku við í lok árs 2010, og töluðu strax um að það þyrfti að losa leikmenn af launskrá, selja þá sem ekki verið að nota og kaupa gæðaleikmenn. Þetta hefur gengið hræðilega illa og bara hreinlega mistekist í flestum tilfellum. Þrátt fyrir öll þessi mistök sem gerð voru 2011, þá eru menn ENNÞÁ að klúðra hlutunum herfilega hvað varaðar leikmannamál eins og sást undir lok gluggans í sumar þegar Carroll var lánaður, sem fyrir það fyrsta er fáránlegt, og svo enginn fenginn í staðinn. Þetta sýnir manni að jafnvel þarf enn að hreinsa útúr yfirstjórninni hjá félaginu, en þó hefur nóg verið gert að því undanfarið. Allt þetta veldur því að Liverpool er bara fast á byrjunarreit og komast ekki af stað.

    Ég veit ekki alveg hvað menn halda að Rodgers geti gert í svona aðstæðum, hvernig hann á að töfra eitthvað fram með þennan þunna leikmannahóp og lítið af peningum. Okkur vantar betri leikmenn og breiðari hóp til að geta keppt við liðin á toppnum. Við eigum einn framherja. Þrír af fastamönnunum okkar komu uppúr unglingaliðinu í haust. Við erum ekkert að fara í hástökk upp töfluna með þennan hóp. Menn geta alveg hætt að sjokkerast og tala um einhverja skandala þegar við erum að gera jafntefli á Anfield við allskonar lið. Liverpool er bara ekki betra en þetta í dag. Að reka Rodgers núna er bara fáránlegt. Það skilar nákvæmlega engu því að næsti stjóri labbar inn í nákvæmlega sömu aðstæður.

  6. Ég ætla að leyfa mér að sjá glasið hálf-fullt. Á sama tíma í fyrra vorum við að toppa hvað varðar spilamennsku, allt fór niður á við eftir að Lucas meiddist og væru e.t.v. betra að gera samanburð við þann hluta tímabilsins, við vorum jú í þriðja neðsta sæti hvað varðar árangur eftir áramót ? Fyrir utan kaup þess sumars sem er önnur umræða útaf fyrir sig.

    Þetta hefur verið sama sagan síðasta áratug eða svo, við treystum um of á 1-2 leikmenn og ef þeir eru ekki að vinna leikina fyrir okkur þá vantar að aðrir stígi upp, svipað og Benayoun gerði hér um árið. Það er auðvelt að segja það en erfiðara (og dýrt) í framkvæmd en okkur vantar fleiri en einn til tvo leikmenn sem geta unnið leiki. Það eru of margir farþegar í þessu liði. Owen, Gerrard, Torres, Suarez. Vá hvað ég vildi að þessir menn hefðu allir haldið tryggð við liðið, og að hugsa sér að það eru tröll þarna úti sem vilja selja þá tvo sem eftir standa. Og kaupa “heimsklassa” í staðinn. Lið þarf að sjálfsögðu ekki að vera fullt af match-winnerum heldur þurfa aðrir leikmenn að trúa á leikmenn í kringum sig, liðið og þjálfaran. Þá koma mörkin og allt virkar mun auðveldara.

    Heimsklassi er ofnotað hugtak , elskið hann eða hatið , en það eru ekki margir eins og L(o)uis Suarez já eða Steven Gerrard þarna úti (þó hann komist e.t.v. ekki í þann flokk í dag). Ef það væri “jafnauðvelt að selja “X” og kaupa heimsklassa í staðinn” og menn vilja láta vera þá væru öll lið full af heimsklassa leikmönnum. Þetta virkar bara ekki þannig því miður.

    Við verðum að gefa öðrum liðum smá credit. Enska deildin er að verða erfiðari með hverju árinu og við getum ekki ætlast til þess að fara úr 6, 7 og nú síðast 8 sæti í að ná CL sæti og hugsanlega gera atlögu að titlunum. Held ég fari rétt með þegar ég segi að Utd, Chelsea, City, Arsenal og Spurs fjárfestu öll meira en við fyrir lok gluggans, flest þeirra keyptu gæði í stað potential (Dembele, RVP, Kagawa, Cazorla, Podolski, Hazard osfrv osfrv). Við erum í uppbyggingu og höfum ekki sama fjármagn og hin liðin. Þetta er long term project, sem kanski samræmist ekki caps-lockurum SEM VILJA ÁRANGUR OG ÞAÐ SKO STRAXX!!!!!11!!

    Ég er virkilega ánægður með kaupin á Allen, tel að þessar 15mp muni verða smámunir þegar fram líða stundir. En Borini er ég ekki eins sannfærður með, en gef honum tíma eins og öllum öðrum leikmönnum og þjálfurum liðsins.

    Þeir sem eru farnir að kalla eftir að Brendan Rogers eigi að víkja, ég veit ekki alveg hvað maður á að segja við svona menn. Ég er bara feginn að þið stjórnið ekki klúbbnum. Við þurfum stöðugleika, og vonandi með honum fáum við stöðugar framfarir. Ef við erum í sama fari eftir 2-3 ár þá skulum við endurhugsa hlutina uppá nýtt. En að þetta skuli vera í umræðunni á annaðborð finnst mér ótrúlegt, og kanski sýnir bara vel svart á hvítu hvar vandamál klúbbsins liggja í dag, að hluta til amk.

    Við erum nokkrum skrefum fyrir aftan efstu liðin, það eru allir sammála um það. Og á meðan við erum ekki með hundruði milljóna punda til þess að henda í vandamálin þá tekur einfaldlega tíma að minnka bilið því ótrúlegt en satt, believe it or not , hin liðin eru öll líka að reyna að bæta sig og sigra á sínum vígstöðum. Mind blowing, i know.

    Það er “erfitt” að vera Liverpool stuðningsmaður í dag, þetta er þvílík rússíbanaferð sem enn sér ekki fyrir endin á. Við virðust ekki ná fótfestu og sýnum engan stöðugleika (innan vallar sem utan) , það er klárlega okkar stærsti vandi. En samt eru menn þarna úti sem vilja selja Suarez og reka Brendan, 10 leiki inní tímabilið. Halda menn í alvöru að við séum með langbesta hópinn, hann sé bara ekki rétt mótiveraður ? Ég myndi koma með kjúklingasalats kvótið hans Guðjóns ef það væri ekki orðið þreyttara en rifrildið um Rafa.

    Lets face it, hverjum er ekki sama um Carling Cup. Í alvöru ? Við spiluðum gegn Swansea með einn til tvo byrjunarliðsmenn (Ef Jonjo flokkast sem slíkur), spiluðum illa og töpuðum. Viðbrögðin voru eins og við hefðum tapað fjórum deildarleikjum í röð. Við vorum með varaliðið í þessum leik, og það mjög ungt líka. Við lærum á þessu. En Liverpool stuðningsmaður er fyndið fyrirbæri (þmt ég auðvitað), ef við hefðum unnið leikinn 3-0 hefði þetta “bara” verið Swansea, ef við hefðum unnið keppnina væri þetta “bara Carling Cup” og við vildum frekar ná árangri í deild, en af því að við töpuðum þá stoppar heimurinn og allt er hræðilegt, við ömurlegir, með ömurlega leikmenn, glataðan stjóra og f-ing Kana sem eigendur.

    Það er auðvelt að predikera þolinmæði, en þetta er raunveruleikinn í dag og ef menn ætla að halda geðheilsunni og reyna að njóta þess að horfa á bestu íþrótt í heimi, sýna sínu liði og leikmönnum þess stuðning þegar á móti blæs þá verða menn að gefa liðinu og þjálfara þess smá svigrúm. Það er enginn yfir gagnrýni hafinn, en allir eiga að fá tíma til þess að koma sýnum mönnum og áherslum að. Sérstaklega það er nóg af jákvæðum hlutum í kringum liðið í dag, í blandi við neikvæða líka auðvitað. En þetta er ekki allt glatað.

    Ég vil trúa því að sumarið 2012 hafi verið vendipunktur og að leiðin liggi bara uppá við, kanski þarf að taka eitt skref aftur á bak (já eða standa í stað, 8 sætið kanski raunhæft markmið í dag, ég veit það ekki) til þess að geta tekið tvö skref áfram. Tíminn mun leiða það í ljós.

    YNWA

  7. Ég fer ekki af því að þetta Liverpool lið er mjög vel mannað hvað byrjunarliðið varðar. Erum með hörku markvörð ef Reina fer að taka sig saman í andlitinu, erum að mínu mati með einn besta hægri bakvörðinn í deildinni í Glen Johnson og hörku miðvarðarpar í þeim Agger og Skrtel. Lucas, Gerrard, Allen, Sahin, Shelvey og Henderson er ágæt breidd á miðjuna en meiðsli Lucas er mikill banabiti fyrir liðið því það þýðir að Allen og Gerrard sérstaklega þurfa að fara í önnur hlutverk en þeir eru bestir í. Frammi höfum við einn besta leikmann deildarinnar í Suarez, menn geta keppst um að finna eitthvað ljótt um hann að segja en það er ekki hægt að gagnrýna hæfileika hans sem fótboltamaður.

    Suarez er núna markahæstur í deildinni ásamt Robin van Persie og hann er að gera sitt, það er ekki hægt að sakast yfir honum. Hann gæti hafa skorað fleiri en það á ekki allt að standa og falla með honum – það gerir það en ætti ekki að gera það.

    Þetta er að mínu mati bara alveg eins og í fyrra. Liverpool sækir og sækir, skýtur og skýtur en nær ekki að klára eða búa til nægilega góð færi til að gera út um leiki. Vandamál sem er ekkert nýtt hjá Liverpool og mjög leitt að sjá að það var ekki tæklað það betur í sumar.

    Suarez er kominn með sjö af þrettán deildarmörkum okkar í vetur. Gerrard er með tvö og þeir Sahin, Skrtel og Sterling með eitt hvor (og eitt sjálfsmark). Þetta er bara alltof, alltof lítið af mörkum frá miðju-, varnar- og kantmönnum liðsins. Eins og Maggi bendir á þá eru staðsetningar miðju- og kantmannana í kringum teiginn oft mjög slakar sem gerir það að verkum að fyrirgjafir skila sér ekki og erfiðara verður fyrir manninn með boltann að finna einhvern í góðu færi. Það var í einum leik í vetur þar sem mér fannst miðjumennirnir vera sérstaklega hreyfanlegir og áberandi í kringum teiginn og það var í stórsigrinum á Norwich. Sahin, Gerrard, Sterling og Suarez voru frábærir í þeim leik.

    Rodgers sagði, og það er alveg hárrétt hjá honum, að liðið gæti þurft 2-3 glugga í viðbót til að ná að fullmóta liðið en það þurfa þá að vera 2-3 gluggar með fullum stuðningi stjórnar/eigenda og vilja til að láta pening af hendi til að kaupa þá leikmenn sem stjórinn telur þurfa – þó þeir heiti Dempsey og eru 29 ára gamlir. Nú kemur mjög mikilvægur og erfiður leikmannagluggi eftir áramót og Liverpool þarf að athafna sig vel og rétt í honum til að geta haldið áfram að byggja á því góða sem liðið hefur sýnt í vetur og það er margt jákvætt sem má taka og byggja á.

    Persónulega er ég ekki alveg á því að við þurfum einhvern “pjúra senter” í liðið. Suarez er að gera frábæra hluti í fremstu víglínu hjá okkur og mér finnst við ekki endilega þurfa að færa hann út á vænginn eins og margir vilja gera. Ég vil frekar sjá liðið fjárfesta í mönnum sem munu skora regluleg mörk frá kanti eða miðju, Walcott yrði t.d. mjög fínn kostur í það að mínu mati ef hann framlengir ekki við Arsenal. Ef við fáum fleiri mörk og leikmenn sem geta skorað reglulega frá miðju og kanti þá mun það minnka pressuna á Suarez og vonandi skila Liverpool fleiri mörkum og stigum. Fyrst og fremst þá vil ég halda Suarez sem fremsta manni og leggja upp með að fá fleiri mörk í kringum hann.

    Það hafa sést margir jákvæðir hlutir frá liðinu í vetur en sömuleiðis er enn margt mjög ábótavant sem þarf að laga sem allra, allra fyrst.

  8. Ian Ayre #4 hefði alveg getað sleppt því að skrifa meira en hann gerði, því þetta er nóg:

    Fyrir mér er málið einfalt. Þetta Liverpool lið er það verst mannaða í
    áraraðir. Að ætla Brendan Rodgers að slá út Tottenham eða Arsenal með
    þessum leikmannahóp er ekki raunhæft.

    Bingó. Í beinni.

    Þetta er alveg rétt hjá #4. Það er þyngra en tárum taki að nefna alla þá leikmenn sem Liverpool hefur haft á undanförnum árum, en hafa farið vegna þess að metnaðurinn hjá Liverpool nær aldrei að verða nægilegur. Og þess vegna ætla ég ekkert að nefna þá leikmenn – þið vitið alveg um hverja ég er að ræða.

    Flottur pistill hjá höfundi, og ég get skrifað undir margt í honum.

    Í mínum augum er kviðdómurinn enn að störfum hvað Brendan (((((((((nutcase))))))) varðar. Hann fær tíma til að gera starfið “að sínu” en hann fær ekki ótakmarkaðan stuðning í að keyra liðið niður í botnbaráttuna. Og sú hætta er vissulega til staðar.

    Ég er búinn að fella minn dóm yfir FSG og Henry og hvað þeir heita nú allir saman. Þeir hafa fallið illilega á prófinu sem eigendur Liverpool FC. Þeir keyptu (ok, Daglish keypti, en þeir studdu það með ráðum og dáð) ömurlega fyrsta tímabilið sitt, og fengu tækifæri til þess að bæta fyrir það í síðasta glugga.

    Þeir sviku nýjan þjálfara með styrkingu á hópnum, enda talaði þjálfarinn um sjálfan sig sem nutcase, í þeirri barnslegu trú um að FSG styddi hann til allra góðra verka.

    Og þeir súpa seyðið af því í dag. Liverpool er í besta falli meðallið, og allt of margir leikmenn þess eru í algjörum meðalklassa. Þessi leikmannahópur á EKKERT erindi í einhverja baráttu um Evrópusæti, hvað þá um Meistaradeildarsæti. Ein kaup í janúar breyta því ekkert, ekki nema að þeir kaupi Ronaldo eða Messi.

    Ég ætla svo að leyfa mér að vera töluvert ósammála þessu sem Óli Haukur segir í #7:

    Erum með hörku markvörð ef Reina fer að taka sig saman í andlitinu,
    erum að mínu mati með einn besta hægri bakvörðinn í deildinni í Glen
    Johnson og hörku miðvarðarpar í þeim Agger og Skrtel. Lucas, Gerrard,
    Allen, Sahin, Shelvey og Henderson er ágæt breidd á miðjuna […]

    Glen Johnson er frábær og meðal bestu hægri bakvarða í deildinni, og Agger/Skrtel parið er ágætlega öflugt. Enginn þessara leikmanna vinnur hins vegar leiki upp á sitt einsdæmi. Gerrard var sú týpa, hann er það ekki lengur. Heimsklassamarkmaður vinnur 2-3 leiki á tímabili fyrir sitt lið, en það hefur Reina ekki gert í háa herrans tíð. Lucas hefur spilað allt of lítið síðasta árið eða svo til að geta talist lykilmaður fyrir liðið. Shelvey og Henderson eru hreint út sagt ekki góðir leikmenn. Efnilegir, en miðað við t.d. Sterling þá yrði enginn mikill missir af þeim í dag.

    Allen og Sahin eru svo stór spurningarmerki, og fá tíma, eins og Brendan, til að sanna sig. Þeir bjóða ágætis breidd, en að svo komnu máli er erfitt að sjá að þeir séu álið, málið og stálið í þessu liði.

    Homer

  9. Ég er hjartanlega sammála Halla Nr 5. Sparaðir mér mikla langloku með þínum pistli.

    Mér finnst rosalega ósanngjarnt að ætla að hengja Rodgers núna í nóvember. Hann fékk ákveðinn leikmannahóp í hendurnar og með takmörkuð fjárráð hefur hann reynt sitt besta til að púsla saman nothæfu liði…sem hefur tekist nokkuð vel miðað við allt og allt.

    Hættum að bölsótast, stöndum saman og styðjum leikmenn og þjálfara. Öðru vísi er ekkert gott að fara að gerast.

  10. Hefði ég vitað að nýjustu færslunni hefði ég sett þetta komment hingað frekar. Þið megið eyða út kommentinu og þessum orðum við leikskýrsluna.

    *Bara ef við fáum 20+ markaskorara þá fer þetta allt að ganga….

    Bara ef við hefðum fengið vítið á 5.mín þá hefðum við unnið þennan leik….

    Bara ef Suarez nýtir færin betur þá vinnum við alla leiki….

    Bara ef dómarnir féllu meira fyrir okkur og stangarskotin breyttust í mörk….

    Bara ef Lucas kemur aftur þá lagast vörnin og miðjan….

    Bara ef við hefðum meiri hraða í liðinu þá væri allt betra….

    Bara ef við fáum betri kantmann eða kaupum hinn eða þennan þá koma færin og mörkin á færibandi….*

    Endalausar afsakanir. Ef, ef, ef, ef, ef…. og ef. Ég er búinn að fylgjast náið með Liverpool síðan ég var 5 ára. Þetta er búið að vera svona í 2 áratugi hjá Liverpool í ensku deildinni. Svo gerast þessir hlutir sem við vonumst eftir þá poppar upp annað stórt vandamál uppúr engu! Hvenær ætla menn að fatta að hollingin og mótiveringin á liðinu er bara ekki rétt? Hver heimsklassa leikmaðurinn á fætur öðrum hefur verið keyptur til Liverpool en flestir koðna þeir niður hjá liðinu. Núna kemur Nuri Sahin inní liðið og hann er kominn í sama löturhæga „gefum bara á Suarez og Gerrard og reynum að vera ekki fyrir“ gírinn og allir hinir. Hvað er að gerast þegar Shelvey stendur á markteig með hálfopið mark eftir að Suarez leggur boltann út og býst ekki við að þurfa skjóta, dettur á hausinn og hittir varla boltann?
    Svona hlutir eiga að gerast sjálfkrafa eftir að hafa verið æfðir stanslaust á Melwood.
    Það er bara eitthvað mikið að þjálfuninni, einbeitingunni og/eða skipulagningu liðsins. Það vantar hreinlega sigurviljann og ástríðuna í liðið og hefur gert lengi. Mestallt liðið bara býst ekki við að skora/sigra.

    Við eigum massaerfiðan leik við Chelsea á útivelli næstu helgi. Gætum verið með 11 stig eftir 11 umferðir ef við töpum. Þetta er bara fallbaráttu form á okkar liði og skammarlegt á að horfa. Mér er alveg sama þó það sé uppbygging í gangi og við að spila á ungum strákum því félagsskiptaglugginn misheppnaðist. Ef það er eitthvað virkilega spunnið í Rodgers þá finnur hann lausnir við að blanda hæfileikaríkum strákum saman við þá heimsklassaleikmenn sem við þó höfum, það hefur ekki gerst. Menn eiga ekki að þurfa hrúgu af afburðaleikmönnum til að vinna leiki á heimavelli. Gott skipulag og botnlaus barátta stutt af grimmum áhorfendum á að færa liði sigra. Þjálfari sem talar grimmt um að við verðum að gera Anfield að óvinnandi virki aftur verður að hætta Barack Obama blaðrinu og fara framkvæma í stað þess að tala fallega í hringi. Mér líður orðið eins og ég sé að horfa á kvennabolta í hvert sinn sem ég horfi á leiki með okkar ástkæra liði á Anfield. Þessi frjálsi sóknarbolti sem Rodgers lætur liðið spila er ekki að skila stigum og Rodgers verður að bregðast við því.
    Þetta ástand er bara ekki nógu gott fyrir Liverpool FC.

    Sá eini sem náði einhverjum árangri með Liverpool síðan 2000 er Rafa Benitez. Hann var Hr.Skipulagning útí eitt og eini þjálfarinn sem hafði hreðjar til að setja ofanívið Captain Ofurbrók og setti hann á vinstri kantinn ef það hentaði liðinu þann daginn. Rodgers, Hodgson og Dalglish hafa allir hlaðið lofi á fyrirliðann til að festa sig í starfi. Kannski er eitthvað orsakasamhengi þarna á milli.
    Benitez var sá eini sem náði smá jafnvægi í liðið, hjá honum voru allir jafnir og mörkin komu úr ýmsum áttum. Segi ekki að ég vilji Benitez aftur í dag en Rodgers fer vonandi að fatta hvað virkar best á þennan liðshóp sem á sífellt hættu á að verða hræðslu og minnimáttarkennd að bráð vegna hversu langt er síðan við unnum titilinn. Hann ætti að gera meira úr þessum hóp en 11 stig af 30 mögulegum.

    Það þarf annars að fara hvíla Sterling aðeins. Hann er hræðilegur varnarlega eins og sást í markinu í gær og skilar ekki nóg sóknarlega. Er bara ekki tilbúinn að lyfta liðinu alveg strax. Bara of mikið lightweight að vera með hann og Suso saman á vellinum eins og sást á algjörlega fyrirsjáanlegum fyrri hálfleik. Hef áður skrifað hér um að þessi miðvarðapars samsetning Agger-Skrtel er bara of mistæk fyrir enska boltann. Þurfum heimsklassa miðvörð til að koma ró á og stýra varnarleiknum.

    Áfram Liverpool.

    p.s. Það er samt alger geðveila að vera krefjast afsagnar Rodgers strax eftir nokkra mánuði. Hvað er að ykkur hérna? Reynið að halda smá málefnastandard á kop.is Hvað er líka að bjánum sem koma reglulega með þetta lame og ógeðfellda kjúklingasalat úr kjúklinga**** komment hér? Geta ritstjórar síðunnar ekki bannað svona niðrandi rugl?

  11. Liðið náði 9 stigum úr leikjunum við Everton úti, Newcastle heima og Chelsea úti á síðasta tímabili. Nú erum við með 2 stig eftir þessa leiki en með réttu ættu þau að vera 4 vegna lélegrar dómgæslu.

    En það þýðir ekki að væla yfir því, þetta er staðan eins og hún er núna. Roy Hodgson bað um að hann yrði metinn eftir 10 leiki og hann náði í 12 stig útúr þeim leikjum, 3 sigrar, 3 jafntefli og 4 töp. Það er þó himinn og haf á milli stemmningarinnar í borginni núna með Rodgers og þegar Hodgson var við stjórnvölinn og þolinmæðin til Rodgers er klárlega meiri enda eru Liverpool búar ekki neinir vitleysingar þegar kemur að knattspyrnu, þeir sjá eitthvað gott í Rodgers og vilja hann ekki burt eftir því sem ég kemst næst.

    Ég vil sjálfsögðu ekki að Rodgers verði látinn fara, það leysir engan vanda og eykur hann bara ef eitthvað er. En úrslitin verða að fara að batna það er klárt. Ég geri mér ekki vonir um að við náum stigi á Stamford Bridge næsta sunnudag en leikurinn gegn Wigan helgina þar á eftir sem er heimaleikur verður að vinnast. Þar hefur Rodgers tækifæri til að gera betur en í fyrra því þessi sami leikur á síðasta tímabili tapaðist eins og flestir kannski muna. Og í raun hefur hann næstu tvo leiki þar á eftir einnig til að bæta árangurinn frá því í fyrra því svo mætum við Swansea og Tottenham úti sem eru bæði leikir sem töpuðust.

  12. Einnig áhugavert innlegg í þessa Liverpool/Rodgers umræðu hérna á Football365. http://www.football365.com/winners-losers/8226693/Winners-Losers

    **While a number of Spurs supporters have taken to booing at every opportunity, it must be acknowledged that Liverpool fans have somehow remained in full support of their team despite witnessing only three Premier League wins at Anfield in 2012. Even Blackburn managed more victories at home before they were relegated in May.

    Listening to Brendan Rodgers’ post-match interview on Sunday, you’d be forgiven for thinking that his ‘outstanding’ Liverpool team had embarrassed Newcastle at Anfield. But a quick check of the results shows that the match actually ended as a 1-1 draw.

    As I wrote here, it felt as though Rodgers was clutching at straws after another missed opportunity to pick up three points. So far the manager has changed very little and his own admission that the rebuilding job will take longer than the length of his three-year contract is not an encouraging sign.

    While Liverpool supporters may be enamoured with the new manager’s ‘philosophy’, unless results improve what is the point in a few extra passes? As this column highlighted after the Man City result – which was seen as a victory for Rodgers’ playing style – the Reds were actually pretty good at keeping the ball under Kenny Dalglish as well. The problem is sticking it in the back of the net.

    There may be virtue in Rodgers’ intentions, but he’s hardly moving ahead of the curve in football management. A real pioneer would have been able to find a use for Andy Carroll in a squad desperately short of attacking options, while spending £25million to bring in two players he has worked with previously suggests a significant inflexibility to Rodgers’ approach, with Fabio Borini currently standing as his Christian Poulsen.

    After writing Sunday’s article, fellow F365 writer and Liverpool fan Paul Little argued that while Rodgers’ attempts to model the club on Barcelona are admirable, Roy Hodgson has ‘never offered anything new or brave’ in his career. But how is Rodgers creating something ‘new’ if he’s simply following Barcelona’s obvious example? Even at Swansea he was responsible for continuing the fine work of his predecessors – he is entirely alien to his current mandate.

    Of course, Rodgers may yet work out the key to unlocking Liverpool’s potential. But the point for now is that there is little evidence in his career so far to suggest that the experiment is going to work. Dominating possession without earning results is possibly the most negative form of football.**

    Maður hefur vissar áhyggjur að sumt í þessu reynist satt. Vona að Rodgers verði ekki næsti Arsene Wenger…..án titlanna.

  13. Homer þú ert ósammála mér í þessari upptalningu sem ég geri og segir engan þessara leikmanna geta unnið leiki upp á einsdæmi. Ég er sammála því að það eru mjög fáir leikmenn sem geta gert það og segi það svo seinna að það vantar fleiri mörk á miðjuna og að það er eitthvað sem við þurfum að bæta í, kannski lagast það með endurkomu Lucas eða við þurfum hreinlega bara að kaupa okkar Mata/Hazard/van der Vaart.

    Við erum samt með sterkt lið að mínu mati á vissum sviðum en það sem er mjög ábótavant er einmitt að við þurfum fleiri “killers” í þetta lið okkar. Við höfum Sahin, Gerrard og Shelvey sem geta verið sterkir sóknarlega og gætu klárað leiki en til þess þarf eitthvað að breytast og ég hef trú á því að það gæti vel gerst þegar Lucas kemur aftur og þessir leikmenn fá meira frelsi í sóknarleiknum. Við föllum líka á einbeitingarleysi markvarðarins sem hefur kostað okkur mörg stig á síðustu mánuðum og ég ljái Rodgers það ekki ef hann er farinn að horfa í kringum sig í þeim málum. Það er mjög fúlt að horfa á menn eins og Friedel, de Gea, Howard og fleiri markverði vera að vinna stig fyrir sín lið með því að verja þessa “einu sókn” mótherjana sem gæti kostað mark. Sá tölfræði áðan sem segir að mótherjar Liverpool séu að nýta rúmlega 50% alvöru marktækifæra sem þeir fá gegn liðinu á meðan að Liverpool svarar á móti með bara einhver 20%. Tvö stærstu vandamál Liverpool súmmeruð upp.

    Við höfum fullt af flottum fótboltamönnum sem að ættu að geta unnið leiki fyrir okkur eða allavega skilað okkur fleiri stigum. Reina hefur sýnt það í mörg ár að hann er hágæða markvörður, Agger/Skrtel eru sterkir miðverðir og ef við myndum drulla betri boltum úr hornspyrnum inn í teiginn þá gætum við vonandi fengið meiri mörk úr þeim, Johnson hefur þennan x-factor sem bakvörður þarf til að vinna leiki og Sahin, Gerrard og jafnvel Shelvey kunna alveg að skora mörk en eitthvað stendur á því hjá þeim.

    Miðjan er þannig mönnuð að við erum með flotta spilara sem geta stjórnað leikjum en það þurfa að koma fleiri mörk eða meiri sköpun á dauðafærum fyrir kant- og sóknarmennina. Við getum klárlega byggt á þessari miðju ef við gætum bætt smá púðri í hana. Sahin og Shelvey hafa sýnt fína sóknartilburði í EL og Deildarbikarnum en þurfa bara að sýna það í deildinni – það sama má segja um Downing.

    Við erum að mínu mati með solid og flott spilandi lið en okkur vantar fleiri winnera í sóknarstöðurnar okkar eða þá að fá fleiri leikmenn sem við eigum nú þegar betur inn í þetta með einhverjum ráðum. Suarez, Gerrard, Johnson og Sahin eru leikmenn sem ég tel geta unnið leiki upp á eigin spýtum en samanborið við mótherjana þá eru þetta bara alltof fáir leikmenn í það.

  14. Það tekur tíma fyrir Rodgers að finna réttu blönduna og hvernig men virka sem best. Við vorum farnir að fá á okkur of mikið af mörkum og þá talaði hann um að bæta það vandamál, eftir það héldum við hreinu í 3 leikjum í röð en það var á kostnað sóknarleiksins, núna er það farið að jafnast aðeins og sennilega bara fyrir klaufaskap hjá leikmönnum að við erum ekki að klára þessa leiki.

    Við höfum marga mjög góða leikmenn í þessum hóp og það er búið að hreinsa mjög mikið af deadwood úr þessum hóp.
    Eftir að ég renni yfir hópinn þá eru ekki margir sem ég vil losna við, aldrei þessu vant.
    Jose Enrique
    Stewart Downing
    Joe Cole
    eru þeir leikmenn sem þurfa að fara frá félaginu. Restin eru leikmenn sem ég myndi vilja sjá áfram og byggja félagið á.
    Það var að mínu mati farið of skart í að skera niður launin enda var aðallega teknir sóknarmenn út og það er það sem háir okkur í dag. Ég hefði t.d alveg viljað sjá Bellamy eða stórleikja Kuyt vera ennþá í hópnum í staðinn fyrir fóru þeir frítt, bara launafita sem var skorin í burtu.

    Eigendur liðsins hafa næsta leikmanna glugga til þess að sanna sig og sýna hvað þeir ætla að gera við félagið.
    Á að leggja peninga í félagið og fá í staðinn CL sæti eða á að reyna Arsenal leiðina og byggja upp á ungum leikmönnum og skila hagnaði fyrir félagið og leggja ekkert í leikmannakaup.
    Ég býð spenntur að sjá hvaða leið þeir ætla sér að fara.

  15. Þetta er bara ekkert að fara gerast fyrir liverpool á þessu eða næsta seasoni, þetta er bara eitthvað sem mun taka tíma og ég heg bara sætt mig við það!

    Mest gamann að sjá framfarirnar hjá okkar mönnum. Sáttur með þetta (samt ekki, en svona miðað við aðstæður)

    YNWA!!!

    ps. Howard Webb dæmir næst okkar leik á mót chelsea… fuck…

  16. Það sem klikkaði í leikmannaglugganum í sumar var að ekki tókst að ná í Dempsey, þannig að ekki er mikill munur á liðinu í dag og það sem forráðamenn lögðu upp með. Ég held að ætlunin hafi aldrei verið að gera einhverjar rósir á þessu tímabili. Henderson, Downing, Carroll, Enrique og ábyggilega einhverjir fleiri eru á sölulista, opinberum eða leynilegum, skiptir ekki máli. Við myndum vinna fleiri leiki með þessa menn innanborðs. Við myndum líka vinna fleiri leiki með Kuyt og Maxi sem dæmi.
    Brendan er með plan um hvaða leikmenn hann vill í sitt lið og ef þessir leikmenn eru ekki til er hann tilbúinn að keyra á kjúklingum.
    Ég er ekki að sjá Huntelaar eða einhvern slíkan koma í janúar. Hvar ætti hann að spila? Suarez er í miðjunni og það vantar 2 eldfljóta sitthvoru megin við hann. Það er leikkerfi Brendan í hnotskurn. Eins fyrirsjáanlegt eins og stækkunargler á ljósaperu. Walcott er greinilega target. Sturridge hugsanlega. En það verður að kaupa almennilega leikmenn í þessar stöður. Assaidi og svoleiðis menn eru ekki nóg og verða bara næsti Nabil El Zhar.

    Brendan má eiga það að hann er líklega fyrsti stjórinn síðan Rafa sem er að fara gera einhverjar rósir. Gallinn við hann hjá mér er að ég fíla kerfið hans ekki. Ég vill hafa strækera og vængspil og smá kaos inn á vellinum. Það veit nákvæmlega hvert mannsbarn hvernig leikmenn eru að fara koma inn og hvernig Brendan ætlar að spila.

    Brendan er með öðrum orðum boring.

  17. Óli Haukur #14:

    kannski lagast það með endurkomu Lucas eða við þurfum hreinlega bara
    að kaupa okkar Mata/Hazard/van der Vaart.

    Mæltu manna heilastur! 🙂 Enginn í Liverpool, að frátöldum Suarez, kemst með tærnar þar sem þessir herramenn hafa hælana. Gerrard, jú, á góðum degi, en góðir dagar hjá honum eru fáir og langt á milli þeirra. En enginn annar.

    Suarez, Gerrard, Johnson og Sahin eru leikmenn sem ég tel geta unnið
    leiki upp á eigin spýtur

    Þarna erum við ósammála – nema með Suarez að sjálfsögðu.

    Við sögðum lengi að Liverpool væri of háð tveimur leikmönnum – þ.e. Gerrard og 50 milljón punda manninum. Sá síðarnefndi er farinn og Gerrard er alls ekki sami leikmaðurinn og hann var. Liverpool treystir aðeins á einn leikmann í dag, Suarez. Hann er eini leikmaður liðsins sem getur breytt leikjum með einhverju X-factor dæmi. T.d. gegn Newcastle, þegar hann tók snilldarlega á móti hreinsun Enrique og kláraði færið. Og já, þetta var ekki sending hjá Enrique heldur hreinsun 🙂

    En að öðru – hér skammast menn yfir því að sumir telji kominn tíma á Rodgers, en ég sé ekki marga vera kalla eftir því að hann sé rekinn. Ég er hins vegar meira en lítið til í að ræða það hvort Rodgers sé að réttri leið. Kostir og gallar, hvað hefur hann gert rétt og hvað er hann að gera rangt?

    Hvað er að því að vilja að ræða um Rodgers á gagnrýnin hátt? Jú, ég skil vel að menn vijli gefa honum góðan tíma til að byggja upp sitt lið og allt það. Og hann fær tíma hjá mér til þess, en fær hann í alvörunni frítt spil hjá stuðningsmönnum á kop.is?

    Fyrir mér þá hefur hann stuðning á meðan hann sýnir okkur/mér að hann sé að gera rétta hluti. Eða hvað?

    Ég segi ekki að staðan í dag sé honum að kenna – liðið er einfaldlega ekki betra en raun ber vitni, og mínar væntingar til tímabilsins voru litlar sem engar. Að því leyti þá tel ég að Brendan hafi nokkurt svigrúm til þess að koma sínum áherslum á framfæri, en maður lifandi hvað hann gerði stór mistök á leikmannamarkaðnum í sumar. Hann þarf virkilega að taka nokkur skref upp á við á öllum sviðum knattspyrnunnar ef hann ætlar að verða eitthvað númer í þessum heimi. Hann verður ekkert meistari með því einu að fá 20 ár eða meira, hann þarf að sýna úr hverju hann er gerður.

    En það eru bara mínir 5 aurar í umræðuna …

    Homer

  18. Eg hef gifurlega tru a Rodgers og held að hann viti nkl hvað hann er að gera, eg er alveg til i að syna þolinmæði og kasta þessu seasoni i ruslið ef maður td vissi hver stefna FSG væri. Ef maður vissi að FSG ætlaði að styrkja liðið mjog hressilega næsta sumar og gera það i það minnsta samkeppnishæft við arsenal og tottenham. Vandamalið og ottinn er sa að við vitum ekki rassgat hver stefna FSG er. Eg hef mjog slæma tilfinningu fyrir FSG og ottast að kaup þeirra a Liverpool hafi verið of stort verkefni fyrir þa, held þeir hafi bara ekki það fjarmagn sem þarf til að gera liðið okkar samkeppnishæft til að vera þar sem það a heima.

    Að ætla td að kaupa 2 5-6 milljon punda leikmenn i januar held eg að bæti ekki miklu við liðið okkar, mjndi frekar vilja kaupa þa einn a 15 milljonir i soknina og vonast svo eftir þvi að Rodgers fai væna summu næsta sumar. Annars vill eg mest af ollu ad FSG jati sig sigraða i þessu Liverpool verkefni og selji felagið til einhverrra manna sem eru tilbunir að setja þa peninga i felagið sem þarf til að koma liðinu a þann stað sem það a heima a

  19. Helginn 17 … það ma alveg nota suarez i frjalsri vængsenterastoðu og kaupa Huntelar eða demba ba.. suarez er aldrei inni boxinu hvort ed er. Það vantar eitraðan markaskorara i boxið…

  20. Hvernig í ósköpunum dettur mönnum í hug að segja að Rodgers sé gamaldags og róteri ekki liðinu? Hverju á hann að rótera?

    Við eigum ekki einu sinni 11 leikmenn sem eru nógu góðir til að vera í byrjunarliðinu. Það er engin breidd í liðinu og þess vegna er erfitt að vera að rótera of mikið. Einfaldlega vegna þess að við höfum ekkert á bekknum.

  21. Ég óttast ekki að missa Henderson, Cole, Coates eða Downing. Alls ekki.
    Hinsvegar er ég hræddur um að missa okkar langbesta leikmann , Luis Suarez.

    Hef enga trú á að hann nenni að standa í þessari meðalmennsku enda með hæfileikana til að spila á mun hærra plani.
    Þess vegna vona ég að Rodgers fái væna summu til að fá menn sem hjálpa Suarez að bera uppi sóknarleik Liverpool. Því það væri synd að missa hann frá félaginu enda skemmtilegasti leikmaður Liverpool síðustu 20 ár!

  22. Stærsti kosturinn við fótboltaárið 2012 í ensku deildinni er að það styttist í áramót!

    Við höfum leikið 29 deildarleiki á þessu ári, unnið 7, gert jafntefli í 8 og tapað 14. 29 stig og markatalan 36-40 í þessum 29 leikjum.

    Þetta getur bara ekki farið annað en upp úr þessu, andskotinn hafi það.

  23. Það þarf að staðnda með BR í uppbyggingunni, “If you can’t support us when we draw or lose, don’t support us when we win” sagði eitt sinn merkur maður og það hefur aldrei á jafn vel við on nú.

    YNWA, JFT96

  24. ég vill líkja þessu við dortmunt tökum okkur tíma og gerum þetta vel!!!

  25. Ég er 100% samála hvað Viðar Skjóldur segir í komennti 19. Ég ber fult traust til BR en vandinn er FSG, maður hefur ekki hugmynd um hvað þeir ætla sér með liðið. Maður hefur áður heyrt að menn ætli sér stóta hluti með liðið en engin innistæða fyrir orðin. Annars getur maður ekki hætt að hugsa um það þegar maður sér WBA valta yfir Southampton, hvers vegna í ósköpunum voru FSG að skipta út Kenny Dalglish og Steve Clarke fyrir Brendan Rodgers. Steve Clarke að gera flotta hluti með WBA. Það er ekkert sem segir mér að það séu meiri gæði í þjálfara liðinu í dag en í fyrra. En það þíðir lítið að vera að velta sé uppúr því nuna. Ég mun styðja 100% við bakið á Brendan Rodgers því ég er samfærður um að hann sé góður stjóri, en annað gildir um FSG, ég er ekki viss um að þeir standi við stóru orðin.

  26. Ég hef fulla trú á stjóranum. Það er samt einn galli við hann. Hann er of fastur í sama kerfinu, það er í lagi að breyta um taktík inná milli.

  27. þeir sem seigjast vera skítsama um að við duttum úr carling cup.. eru þeir kanski búnir að gleyma að það er akkúrat eina ástæðan fyrir að við erum með í evrópu deildinni þetta árið.. núna dugir bara fa cup eða byrja að girða allmennilega upp um sig brækurnar.. alltaf verið að tala um að enginn vill koma til liverpool, það verður ekki auðveldara ef við erum ekki með í evrópu deildinni á næsta ári btw

  28. Ég hef fulla trú á stjóranum. Það er samt einn galli við hann. Hann er
    of fastur í sama kerfinu, það er í lagi að breyta um taktík inná
    milli.

    Já, eins og á móti Everton.

    þeir sem seigjast vera skítsama um að við duttum úr carling cup.. eru
    þeir kanski búnir að gleyma að það er akkúrat eina ástæðan fyrir að
    við erum með í evrópu deildinni þetta árið

    Sorlega staðreynd dagsins, sýnir kanski best í hvaða stöðu klúbburinn er í dag. En ég neita að trúa því að B-keppni evrópu sé meira aðdráttarafl en Liverpool FC. CL er sviðið sem allir fótboltamenn vilja vera á, ekki evrópudeildin.

  29. Mjög góðar og málefnalegar umræður hér. Ég er eins og margir hér farinn að telja niður að áramótum. Næsta ár getur ekki orðið mikið verrra hvað stigafjölda varðar en þetta. Auðvitað eigum við að slá skjaldborg um stjórann okkar, en vandamálin sem hann þarf að leysa eru ansi mörg:
    1) Vantar klárlega 1 – 2 strikera.
    2) Það þarf að fara berja sjálfstraust í liðið, þetta er að verða pínu vandræðlegt hvað menn eiga erfitt með að skapa sér færi. Hvað þá nýta þau. Allt of mikið reynt að finna Suarez í boxinu. Sterling er rosalega mikið efni en er búinn að fara hræðilega með dauðafæri undanfarið sem hefur kostað okkur stig. Hvað þá aumingja Shelvey sem hreinlega hneig niður eftir að Suarez var búinn að skapa dauðafæri fyrir hann í síðasta leik.
    3) Spyrnugeta leikmanna er afleit. Aukaspyrnur, hornspyrnur, sendingar af köntum. Þetta er eiginlega vandræðalegt. Þá eru einnig allt of margar feilsendingar í stutta spilinu líka.

    Annars er mjög margt jákvætt líka. Flæðið í spilinu okkar er oft mjög gott þar til nálgast síðasta fjórðunginn á vellinum. Verðum að fara fá meira út úr mörgum leikmönnum sem miklar vonir voru bundnar við (Sahin, Downing, Henderson o.fl.). Get varla beðið með að fá Lucas aftur.

    Verum samt áfram bjartsýnir og þolinmóðir, þó það sé oft alveg hrikalega erfitt. Þó að einungis 6 stig séu í 4. sætið (sem er náttúrulega alveg ótrúlegt miðað við stigafjölda liðsins) þá tel ég það markmið óraunhæft. Verðum á svipuðum slóðum og í fyrra, kannski aðeins neðar. Er samt sannfærður um að við séum á réttri leið og að BR sé okkar framtíðarstjóri.

  30. Flottur pistill.
    Mér finnst spilamennska Liverpool skemmtileg og þó við dettum niður annað slagið þá erum við að spila flottann bolta. Þarf eitt til tvö tímabil til að stimpla spilamennskuna inn í menn, Bretar eru nú þekktir fyrir að spila leiðinlegan fótbolta, þannig að við erum á réttri leið. 10-6 sæti er raunhæft eins og staðan er í dag, nema það komi heimsklassa striker í janúar, sem ég á ekki von á. Leyfa þeim ungu að spila þetta tímabil og þá koma þeir sterkir inn á næsta ári. Losum okkur svo við dauðyflin í sumar og fáum nokkra góða í staðinn. Mér líst vel á þessa fræði þeirra Henry og félaga að kaupa unga leikmenn, þeir geta allavega alltaf bætt sig. Við höfum ekkert við gamla sleða að gera sem gera ekkert annað en að þiggja himinhá laun og rífa svo kjaft. Bjartir tímar framundan og YNWA.

  31. Sæl, er sammála Villa #26, við verðum að gefa þessu tíma. Það má ekki gleyma að liðið var næstum dögum frá gjaldþroti og nú er kominn ný strategy og ný stjórnun. Nákvæmlega það sama og Dortmund lenti í og breyttu þeir um stjórnunrhætti, stjórnun sem treystir á gott scouting kerfi (kaupa góða unga leikmenn með gott endursöluverð), traust á ungviði, nýja leikmannastefnu, lágan launapakka, auglýsinga tekjur, etc. Þetta er eitthvað sem að okkar eigendur eru að reyna að gera, en þarf tíma. Endilega skoðið þessa grein, hún er afar áhugaverð og öfundsverð, en hún lýsir þessum process hjá Dortmund.
    http://swissramble.blogspot.ch/2012/10/borussia-dortmund-back-in-game.html
    Setti þessa grein reyndar inn í comment í síðustu viku – en set hana aftur þar sem mér finnst svo margt líkt með henni og því sem er að gerast hjá okkar mönnum þessa stundina
    YNWA

  32. Góðan dag félagar .
    Ég hef verið POOLARI alla mína tíð þó svo engin í kringum mig hafi verð það og verð að viðurkenna að það hefur ekki alltaf verið dans á rósum .
    Enn núna verð ég að viðurkenna að ég er bjartsýnn á framtíðina , eins og einhver sagði hér fyrir ofann þá eru síðustu áratugir búnir að vera í sama hjólfarinu og lítið um unga graða stráka að fá tækifæri .
    Ég nýt þess að horfa á leiki núna þar sem mig langar að sjá og upplifa þá breytingu sem er að byrja núna .
    Ég treysti BR til að byggja upp það lið sem við eigum skilið að eiga þar sem við höfum alltaf og munum alltaf standa með okkar liði .
    Ég ákvað að vera bjartsýnn enn samt á jörðinni .
    Áfram LIVERPOOL

  33. Eyþór #31.

    ** CL er sviðið sem allir fótboltamenn vilja vera á, ekki evrópudeildin.**

    Það hlýtur samt að vera betra fyrir liðið þ.e.a.s unga stráka að fá að prófa sig í evrópudeildinni heldur en ekki

  34. Flottur pistill hjá Magga og nauðsynlegur að mér sýnist.

    Uppbyggin er greinileg að mínu mati og allt annað að sjá Liverpool spila knattspyrnu þessa dagana. Sóknar bolti og stemmning.
    Þó svo að úrslitin hafi verið vonbrygði þá eru okkar menn að spila flottan bolta.
    Því miður hafa mörkin látið standa á sér og það er fúllt, en getur ekki annað en lagast.

    Ég er alveg slakur varðandi B.R. og finnst í raun mjög kjánalegt að fullyrða eftir 3 mánuði af fótbolta að hann sé ekki maðurinn og bla bla bla.
    Hann hefur gjörbreytt liðinu, og gefið ungum strákum möguleika á að standa sig, eitthvað sem við aðdáendur erum búnir að vera að kalla eftir í mörg ár, en einhverra hluta vegna hafa stjórarnir á undan ekki treyst strákunum til að plumma sig.

    Framtíðin er glimrandi flott sé ég spurður, byrjunarörðugleikar já, vonleysi nei.

  35. Ljóti endemis barlómurinn! Ég vildi að ég hefði sleppt lestri á þessum pósti. Að telja enga möguleika á því að við druslumst til þess að ná 4ða sætinu í deildinni eins og hún er núna er ekkert nema versta svartsýni!!! Ástæður:

    6 stig skilja fjórða sætið frá Liverpool!
    Keppinautarnir eru vægast sagt að gefa eftir. Tottenham hafa sogið belli í síðustu helling af leikjum og það hafa Arsenal einnig gert og sýna alvarleg veikleikamerki! Eina liðið, af þeim sem berjast um fjórða, sem eru á fljúgandi ferð eru Everton! Og þeir eiga eftir að gefa eftir þegar líður á leiktíðina, því má treysta – like clockwork!
    Liverpool er að spila sannfærandi fótbolta að flestu leyti öðru en því að það vantar mörk! Herslumuninn vantar og síðan smá stöðugleika í vörnina!
    Lucas Leiva er farinn að æfa =) =)

    Ef að Liverpool hefðu unnið síðustu tvo leiki eins og átti að gerast væri hljóðið í Magga öðruvísi! EN! Þetta er enginn karaktergalli sem slíkur! Vegna þess að það má alltaf bæta svartsýni með smá bjartsýni!

    Plíííííís

    Plíííííís

    Plíííííís

    Hætta barlómnum vegna þess að menn eins og ég, sem þjást af árstíðarbundnum geðsveiflum, (en reyna þó að hemja sig í leiðindunum) höndlum ekki svona leiðindi!

    Chin up!

Liverpool 1 Newcastle 1

Beðið eftir flugi og U-21 – opinn þráður