Liverpool 1 Newcastle 1

Þetta var alveg hrikalega svekkjandi.

Okkar menn tóku í dag á móti Newcastle United og eftir hörkuleik varð niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Brendan Rodgers stillti upp eftirfarandi liði í dag:

Jones

Wisdom – Skrtel – Agger – Enrique

Gerrard – Allen – Sahin

Suso – Suarez – Sterling

Bekkur: Gulacsi, Carragher, Coates, Henderson, Shelvey (inn f. Suso), Downing (inn f. Sahin), Assaidi.

Fyrir leik fékk Steven Gerrard fyrirliði viðurkenningu frá Gary McAllister en hann lék í dag sinn 600. leik fyrir félagið. Goðsögn:

Fyrri hálfleikurinn spilaðist eins og svo oft, oft, allt of oft áður. Liverpool voru miklu meira með boltann, pressuðu nær allan tímann en gekk illa að skapa sér færi og þau fáu færi sem sköpuðust fóru í súginn. Þetta lið nýtir færin sín allt of illa, hvort sem það er Suarez eða hinir. Reyndar átti Suarez að fá klára vítaspyrnu strax á 6. mínútu þegar Coloccini felldi hann innan teigs en dómarinn dæmdi ekkert, gerði sennilega ráð fyrir eins og flestir aðrir að Suarez væri að dýfa sér. Þetta er 5. vítaspyrnan sem Suarez á að fá á þessari leiktíð (O’Shea hjá Sunderland, Mertesacker hjá Arsenal, Evans hjá United, Barnett hjá Norwich og nú Coloccini) en hann hefur enga þeirra fengið gefna. Það er í meira lagi pirrandi.

Hvað um það. Liverpool áttu samt að vera komnir yfir löngu áður en Newcastle tóku forystuna. Þeir náðu sinni fyrstu alvöru sókn á 44. mínútu, Ben Arfa lék á Enrique og inn að endamörkum, sendi fyrir á fjærstöngina þar sem Cabaye tók boltann niður og lagði hann framhjá Brad Jones og í markið. Mér fannst Jones eiga að geta betur og sennilega hefði maður með betri viðbrögð, einhver eins og Pepe Reina, varið þetta. En markið stóð og Newcastle voru 0-1 yfir í hálfleik, gegn gangi leiksins.

Í hálfleik gerðist sennilega skemmtilegasta atvik leiksins. Einhver hafði misstillt tímann á sprautukerfi vallarins þannig að einn úðarinn gægðist allt í einu upp úr grasinu og rennbleytti fólkið í VIP-stúku vallarins:

Hressandi.

Seinni hálfleikur hélt áfram þar sem frá var horfið. Liverpool pressuðu látlaust en gekk illa að skapa sér færi og nýta þau sem sköpuðust á meðan Newcastle hótuðu skyndisóknum og töfðu eins mikið og þeir gátu. Eitthvað varð þó undan að láta og á 67. mínútu átti Enrique frábæra langa sendingu inn á vítateiginn þar sem Suarez tók boltann stórkostlega niður með bringunni, með Coloccini í bakinu, lék á Tim Krul og skoraði í tómt markið. Þetta var 7. mark Suarez í 10 leikjum í deildinni og hann er nú markahæstur ásamt Robin Van Persie (samt eiginlega með einu marki meira, ef markið um síðustu helgi hefði fengið að standa). Stórkostlegt mark hjá honum í dag og ef við hefðum einn eða tvo í viðbót sem gætu gert svona hluti við boltann værum við miklu, miklu ofar í þessari deild.

Eftir þetta reyndu okkar menn án afláts að skora sigurmarkið en allt kom fyrir ekki. Suarez skapaði tvö dauðafæri fyrir Shelvey og Sterling en ungu strákarnir nýttu illa í bæði skiptin og svo átti Shelvey aftur skalla úr dauðafæri en hann var slappur og beint á Krul. Undir lok leiksins fékk Coloccini svo beint rautt fyrir að reyna að fótbrjóta Suarez úti við hliðarlínu. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann verður tekinn jafn mikið fyrir í fjölmiðlum fyrir svona líkamsárás og dýfingar Suarez hafa verið teknar fyrir. Þeir eru jú báðir útlendingar, báðir frá Suður-Ameríku.

Lokatölur urðu sem sagt 1-1. Newcastle geta unað sáttir við það stig en þetta tímabil heldur áfram að pirra okkur Púllara. Það er nokkuð ljóst að þetta lið á eftir að hiksta svona út árið og við einfaldlega þurfum að kaupa meiri stuðning við Suarez í framlínunni og það strax í janúar ef liðið á að eiga einhverja möguleika á árangri á þessari leiktíð.

Maður leiksins: Luis Suarez. Eins og venjulega. Hvar værum við án hans?

75 Comments

  1. Mér alveg gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvernig í anskotanum Shelvey fór að því að klúðra færinu sem hann eftir frábæra sendingu frá Suarez.. Selurinn Snorri hefði skorað úr þessu færi!!!!!!

  2. Afhverju er aldrei hægt að klára svona leiki?

    Miklu betra lið, manni fleiri og nóg af færum!!

    Það er alltaf eitthvað!

    Djöfull er maður orðinn pirraður á þessu.

  3. Mikið ofboðslega eru allir lélegir í þessu liði fyrir utan einn mann sem þarf ekki að nefna, hann ætti bara að fara og finna sér betra lið, á skilið að vera í betra liði.

  4. Mjög góður leikur af okkar hálfu, eitt stig er samt alltof lítið úr þessum leik. Við fengum nóg af færum en reyndar newcastle líka góð færi en Shelvey verður bara að skora úr svona færi eins og suarez lagði upp á hann.

    Allen og Gerrard voru lélegustu menn umferðarinnar í fyrri hálfleik en hysjuðu upp um sig buxurnar í þeim seinni, Enrique heldur boltanum vel og átti rosalega hollywood stoðsendingu á Gerrard en lítið kom upp úr hlaupunum hans. Sterling ógnandi allan leikinn en ÁTTI að skora eins og shelvey eftir sendingu frá suarez…………. og þá kemur að þætti Luis Suarez, yfirburðamaður á vellinum, skoraði geðveikt mark og var allt í öllu. Skal hundur heita ef hann fær ekki þrjú bónus stig fantasy!!!! hehe

    Einhver ógeðslegasta tilraun haustsins hjá coloccini og fær línuvörðurinn stórann plús í kladdann fyrir að heimta rautt á þennan viðbjóð.

    Ps hrós dagsins fær stöð 2 sport fyrir að láta ekki Arnar Björnsson lýsa þessum leik 🙂

  5. Þetta er að verða ansi þreytt að horfa á Liverpool. Það er bara ekkert í gangi hjá þesum nýja framkvæmdastjóra. Það væri búið að láta einhvern fara fyrir þessa frammistöðu!!!!!!!!!!!

  6. Suarez einn að bera liðið áfram. Gerrard var ekki að eiga minnisstæðan leik nr 600. Liverpool á allan daginn að vinna svona lið eins og newcastle, þarf bara sóknarmenn í liðið. Janúar getur ekki komið nógu fljótt.

  7. Hollywood sendingu á Suarez átti þetta nú að vera en það vissu nú allir 🙂

  8. Hvar værum við án Suarez? Það er enginn annar þarna með mark í sér. Kannski ekki hægt að væla of mikið að Sterling og Shelvey séu að klúðra þar sem þeir eru kjúklingar en engir aðrir af senior players voru líklegir, enginn. Annars var þetta flott spil hjá okkur. Vantar bara trúna, gredduna og kannski aðeins meira dass af hæfileikum til að klára þetta.

  9. Rosalega er þetta orðið leiðinlegt að horfa á þetta og þjálfarinn er líklega sá versti sem hefur þjálfað LIVERPOOL, segi ekki meir.

  10. Brendan Rodgers alveg gjörsamnlega að gera upp á bak sem stjóri Liverpool einfaldlega of reynslulítill og lélegur til þess að ná einhverju út úr þessu liði. Ég var ekki sáttur þegar að hann var ráðin því ég var nokkuð viss um að þetta yrði raunin. Ameríkanarnir gáfu líka út staement þegar að þeir réðu hann um að metnaðurinn væri enginn og þeir væru bara að ráða hann því hann væri ungur og óreyndur og tilbúin til þess að vinna með lítin sem engan pening. Þetta reyndist því miður líka vera sannur spádómur hjá mér eins og kom á dagin voru flestir sóknarmenn Liverpool látnir fara í sumar og engin proven fenginn í staðinn. En BR og könunum er búið að takast ætlunarverk sitt og lækka væntingar mínar svo svakalega að ég er eiginlega bara frekar sáttur með jafntefli á móti Newcastle á Anfield því ég var alveg 100% viss um að við myndum tapa þessum leik. Fyrst að svona er komið þá hlýtur maður að spurja sig hvort það er ekki tímabært að BR og Kanarnir fari að hypja sig af Anfield því sá frægi völlur er núna einungis virki fyrir andstæðinga Liverpool.

  11. Úff hvað þetta er erfitt, vissulega mjög margt jákvætt við þennan leik en það er bara einn markaskorari í þessu blessaða liði. Ef Suarez skorar ekki þá eru liverpool ekki að fara að skora. Liðið saknar Johnson svakalega mikið, hann bætir sóknarleikinn mikið. Miðjan hjá okkur er ekki að skila mörkum , spilið vissulega gott en of mikið af sendingar failum á auðveldum sendingum.

    Brendan Rogers er að gera fína hluti, ef hann fær tíma og nýja leikmenn sem geta hjálpað liðinu á síðasta þriðjung vallarins þá hef ég engar áhyggjur. Sterling og Suso frábærir strákar, maður gleymir stundum að þeir eru 17 og 18ára og vill að þeir séu jafn þroskaðir og 25ára leikmenn.

  12. Leikskýrslan er komin inn. Maður fer að geta copy/peistað þessar skýrslur á milli heimaleikja í deildinni. Þetta spilast alltaf eins.

  13. Mig langar að óska Enrique til hamingju með að hafa verið slakasti maður vallarins. Mér er alveg sama þótt hann hafi grísað á einn bolta á Suarez því að allar aðrar sendingar hans fyrir voru HRÆÐILEGAR. Alltof margir farþegar í þessum leik. Allen, Gerrard og fleiri voru bara slakir.

  14. Ég er kannski bara svona jákvæður en ég er sáttur með leikinn og fúll vitanlega að Shelvey hafi ekki klárað eitthvað af færunum sínum eða Sterling, til að tryggja sigur!
    Ég átta mig ekki alveg á þessari neikvæðni sem er kominn inn í þennan þráð.

    Mér finnst liðið taka framförum í hverjum leik og hlakka til þegar fleiri sóknarmenn koma inn í hópinn sem ég vona að verði strax í janúar.

  15. Ógeðslegt jafntefli.

    En við hverju má búast? Það er aðeins einn háklassaleikmaður í þessu liði og það er að sjálfsögðu Meistari Suarez. Maður dauðvorkennir honum, að þurfa leik eftir leik, spila fótbolta með tíu slöppum og slefandi farþegum. Meðalmennskan gjörsamlega skín í gegn hjá öllum nema honum.

    Þessi leikur: Suarez var flottur – að venju. Ömurleg frammistaða hjá öllum hinum. Sérstaklega þeim sem klúðruðu sínum dauðadauðadauðafærum.

    En ég endurtek – við hverju má búast?

    Boltinn liggur hjá Henry og FSG – því þú gerir ekki kjúklingasalat úr kjúklingaskít!

  16. Þetta er orðið alveg rosalega þreytandi. Nákvæmnlega ekkert í gangi nema Suarez geri eitthvað.
    Er orðinn ansi hræddur um að hann gefist upp á þessu rugli og yfirgefi félagið. Hann á skilið að spila á mun hærra “leveli”. Því miður!

  17. Flott vinna hjá drengjunum en vandinn er sá sami og hefur verið augljós frá 1.júlí eins og Kristján segir réttilega í skýrslunni.

    Það eru tveir leikmenn með reynslu í því að skora í þessu liði, Suarez og Gerrard og Luis er náttúrulega bara besti leikmaður ensku deildarinnar. Suso á núna bara að fá hvíld og koma aðeins inná, Sterling er ennþá að venjast því hvað hann fær lítinn tíma og Sahin og Shelvey komu ekki vel út. Ég skil ekki enn hvers vegna SG er settur fyrir aftan þessa menn á miðjunni, hann hefði ekki kiksað eins hraustlega og Shelvey gerði á markteigslínunni.

    Það er margt gott í gangi, en ungu mennirnir eru alls ekki stabílir, eins og ungra manna er háttur, og ég hugsa með hryllingi ef að Coloccini hefði hitt Suarez í líkamsárásinni úti á hliðarlínu. Ef að Suarez spilar ekki þá einfaldlega skorum við bara ekki mörk.

    En eins og Kristján segir í skýrslunni…same story different day. Og verður þannig þangað til minnst tveir leikmenn með sjálfstraust og reynslu af því að skora í toppdeild byrja inná með Suarez og Gerrard….

  18. Það er mjög margt jákvætt við spilamennsku Liverpool þessa dagana, en það gleymist auðvitað auðveldlega þegar úrslitin eru aftur og aftur ekki í stil við hvernig okkar mönnum tekst að yfirspila andstæðingana.

    Louis Suarez er snillingur!

    B.R. hefur haldið því fram að það lið sem heldur boltanum betur vinni leikina í 75% tilvika, eitthvað segir mér að B.R. þurfi að skipta um batterý í vasareikninum hjá sér.

    Louis Suarez er snillingur!

    Ég er engu að síður á því að B.R. sé á réttri leið með liðið, eftir miklar breytingar finnst mér eins og það vanti bara herslumuninn á að Liverpool verði fjandi erfiðir viðureignar og sigursældin gamla og góða komi aftur.

    Louis Suarez er snillingur!

    Þrátt fyrir að Enrique hafi á þessa frábæru stoðsendingu sem gaf jöfnunarmarkið fer ég ekki ofan af því að hann er hræðilega lélegur og gerir í mörgum tilfellum illt verra.
    Eins verður maður að setja spurningamerki við fyrirliðan okkar, er hann búinn?
    Gerrard hefur tæplega verið skugginn af Captain Fantastic síðustu 2 tímabil.

    Louis Suarez er snillingur!

    14 heilar hornspyrnur fékk Liverpool í dag, 14 stk!
    Hver ein og einasta skiluðu nákvæmlega engu, núll, zero.
    W.T.F.!

    Og eitt að lokum:

    Louis Suarez er snillingur!

  19. Ég verð að segja að þetta comment að ekki sé hægt að gera kjúklingasalat úr kjúklingaskít er alltaf jafn ómerkilegt

    Annars er ég sammála um það að hópurinn sé þunnur og að hann þarf að styrkja vel í janúar.

  20. Það sjá allir að Suarez vantar mann með sér sem kann að skora mörk, er graður í að skora mörk, og getur komið sér í færi án þess að Suarez sjái um allann undirbúning. Góður markmaður getur verið frábær markmaður með góða vörn fyrir framan sig, en frábær markmaður getur litið illa út með lélega vörn fyrir framan sig.

    Sama með Suarez, hann myndi vera mun betri með almennilega aðstoð. Þetta verður vonandi lagað í Janúar.

  21. Strákar mínir við skulum nú alveg vera rólegir með að heimta brottrekstur Rodgers og vera með einhverjar sleggjur í hans garð eins og að segja að hann sé lélegasti stjóri í sögu klúbbsins, við verðum bara að átta okkur á því að við erum með eina lélegustu framlínu í sögu klúbbsins og og flest allar framlínur í deildinni eru sterkari en við höfum fram að tefla, það er aðeins einn sóknarmaður í liðinu!!!.

    Suárez er nú komin með 7 af 13 í deildinni og það er ekki eins og að samherjar hans sé eitthvað að raða inn mörkum þrátt fyrir mjög fín færi oft á tíðum, því liðið er að spila þokkalega vel uppá vellinum og er búið að vera með mikla yfirhönd í nánast öllum deildarleikjunum í ár en það bara sést frá tunglinu hvað það vantar mikið annan eða aðra markaskorara hjá okkur.

    Fíaskóið sem átti sér stað á síðustu metrunum í leikmannaglugganum í sumar á eftir að há okkur og það vissum við langflestir, menn verða bara að vera raunsæir og lækka væntingar sínar á meðan liðið er svona skelfilega illa mannað í sókninni, því lið sem ætlar að stóla bara í einn mann til að skora 60-70% af mörkunum er í gríðarlega vondum málum.

    En að vera úthrópa Rodgers finnst mér vera fáránlegt því knattspyrnuphilosophian sem hann leggur upp með er ekki að klikka, það er skortur á fleiri og betri leikmönnum.

  22. Suarez er stórkostlegur leikmaður. Þvílíkt mark sem þessi snillingur skoraði. En það náttúrlega sjá það allir í heiminum að við erum að breytast í eins manns lið. Við verðum að fá annan mann í sama klassa og Suarez þarna fram ef Liverpool ætla að hífa sig uppúr miðjumoðinu og í báráttu um CL sæti. Það gerist allt í kringum Suarez. örugglega 90% af færum Liverpool koma í gegnum hann. Hann skorar mörkin, og leggur hin upp. Þetta stefnir bara í aðra Torres sögu ef FSG styrkja ekki liðið í kringum Suarez.

    Varðandi spilamennsku Liverpool so far á þessu tímabili, þá myndi ég segja að þetta líti allt í lagi út heilt yfir. Liverpool ná að halda boltanum og stjórna leikjunum lengst af, sem er það sem Rodgers er að leita eftir, en það vantar meiri gæði framávið til að skora fleiri mörk og klára þessa leiki. Eftir nokkur ár gætu Suso og Sterling orðið frábærir leikmenn, en þeir eru náttúrlega mjög ungir núna og ekki hægt að ætlast til þess að þeir vinni leiki fyrir Liverpool á þessu stigi. En ég segi bara að við eigum að gefa þessu meiri tíma og sýna þolinmæði. Rodgers var aldrei að fara að taka þennan leikmannahóp sem endaði í 8 sæti í fyrra og þruma honum í toppbaráttu. Til þess þurfti miklu meira fjármagn en það sem hann fekk í sumar.

  23. Það er verið að byggja upp nýtt lið úr rústum Hodgsons og það tekur tíma, auðvitað á maður að styðja liðið en meistaradeild á næsta ári væri mikil bjartsýni, þetta var vitað straxí sumar og af hverju ætti gengi liðsinns að koma á óvart núna.

    þolinmæði er dyggð, styðjum BR í uppbyggingunni. miðað við ungviðið í liðinu er björt framtíð.

    JFT96 YNWA

    og
    Luis Suarez er snillingur!

  24. Djöfull er það samt bara herslumunurinn sem vantar. Þeir sem vilja Rodgers burt eru með klofinn góm…

  25. Endalaust djöfulsins væl í mönnum hérna alltaf hreint, hvernig væri að sumir færu að styðja við sitt lið í staðinn fyrir að heimta alltaf að stjórinn sé rekinn. Það eru leikmennirnir sem spila leikinn og það eru þeir sem eiga að klára þessi færi. Þurfum bara að fá einn eða tvo strikera sem gera ekki neitt annað en að vera í boxinu og klára færin. Suarez er miklu meiri creator heldur en klárari og ef hann hefði hefði góðan potara hjá sér þá væru sóknarleikurinn miklu skárri.

  26. Suarez fer leikandi létt upp yfir tuttugu mörkin í deildinni ef hann ætlar að halda svona áfram, ekki amalegt.

  27. Selja þennan Suarez, það þolir hann engin og hann skorar bara ekki neitt.
    Þvílíkir pappakassar sem hafa átt þessi orð 🙂

  28. Bla bla bla Það er rétt að við erum þunnskipaðir sóknarlega en það breytir ekki því að við erum búnir að fá 15 mörk á okkur í 10 leikjum sem er nátturulega bara afleitt og það er ekki eins og við séum afleita varnarmenn. Það er hvernig liðið er uppsett og hvernig það spilar sem er ástæðan fyrir því að við fáum svona mikið af mörkum á okkur og hver ber ábyrgð á þessu skipulagi er það ekki BR. Fyrir mitt leyti þá hef ég bara nákvæmnlega enga trú á BR og ég á ekki von á öðru en að hlutirnir eigi eftir að bara eftir að fara versnandi. Varðandi janúar þá hef ég ekki heldur nokkra trú á könunum og sé ekki fram á að hópurinn verði styrktur mikið ef eitthvað í janúar. Held að við megum bara þakka fyrir ef við verðum áfram í efstu deild á næsta tímabili. Ég verð bara að segja að ég bara skil ekki hvaða tröllatrú menn hafa eiginlega á BR í dag er 4 nóvember og Liverpool er í 12 sæti með 11 stig þess má geta að liðið í 17 sæti er með 9 stig. Liverpool er á þessu tímabili búið vinna 2 leiki gera 5 jafntefli og tapa 3 leikjum í deildinni og ég spyr á hvaða plánetu er þetta ásættanlegt. Þetta er bara skammarlegt og að öllu ósættanlegt og ég ætla bara að leyfa mér að fullyrða að Daglish væri komin með fleiri stig í deildinni.

  29. Suarez er nkl jafn mikið einn i þessu liði og persie i liði arsenal i fyrra. Sorglegt fyrir suarez að spila i jafn sloku liði með jafn metnaðarlausa eigendur og liverpool liðið er i dag.

    Eg sagði ykkur það i sumar að það breytir engu mali hvort Dalglish, Benitez, Rodgers eða Mourinho styrir þessu liði, það er ekkert hægt a na meiru utur þessum mannskap en 6-8 sæti, liðið er ekkert betra en það.

    I gær sa eg komment a að Rodgers fengi 16 milljonir i januar, veot ekki hvað er til i þvi en ef maðurinn fær þa upphæð og ætlar að kaupa 2-3 leikmenn þa mun liðið ekko styrkjasy neitt, að kaupa 3 fimm milljon punda kalla i viðbot gerir ekkert fyrir liðið okkar, mundi þa frekar vilja kaupa einn leikmann a 16 milljonir og vonast svo eftir 50 kulum plus solum til að styrkja liðið næsta sumar. Las lika viðtal við Rodgera i morgun þar sem hann segir að se verið að taka til i fjarmalunum og þær aðgerðir innihaldi sarsauka, úff að lesa þetta veldur magakrompum. Eg stend allavega við það sem eg hef sagt allt þetta ár sem er það að eigendurnir eru engu skarri en fyrri eigendur og þeir eru ALDREI að fara koma liðinu okkar a toppinn. Nu er bara að leggjast a bæn og vona að moldrikir menn leggi fram tilboð i liðið okkar sem FSG geta ekki hafnað.

    Tek það samt fram að eg hef fulla tru a Rodgers og ekkert uta hann að setja…

    Að lokun kæmi það mer ekkert a ovart ef hinnstorkostlegi Luiz Suarez bæði um solu strax i januar eða næsta sumar enda ekki sanngjarnt fyrir hann að vera i svona liði, hann a að spila með city, real madrid eða barcelona þar sem hæfileikarnir fengju enn frekar að njota sin…

  30. Trúi varla því sem ég er að lesa hér að menn benda á að Suarez eigi skilið að spila með öðru liði.

    Eru menn eitthað vankaðir, eigum við ekki frekar að vona að Rodgers kaupi betri leikmenn í kringum Suarez.

    Þetta er fàrànlegt menn vilja Suarez burt yfir því að hanns sé leikari og dífari, og menn vilja hann burt að því hann stendur sig of vel og eigi skilið að spila með betra liði, síðan kalla menn sig áhangendur LFC.

  31. Ótrúlegt að þetta hafi endað 1-1. Við áttum þennan leik og hefðum klárlega átt að vinna.

    Vandamálið er augljóst og of þreytt að tala um það. Rodgers sér líka vandamálið einsog hann talar um í [viðtali eftir leik][1].

    “But that’s five draws now in 10 leagues games, and of those draws we
    should have won at least three.

    “Once we can turn those draws into wins by converting the chances…
    But that’s about players, the type of players you need. If we can get
    that over the next couple of windows it bodes really well for us.

    “It gives us great hope going forward that once we get that profile of
    player in it’s going to finish off a lot of great work from us.”

    Ég nenni ekki einu sinni að ræða við þá sem vilja reka Rodgers núna. En það er eflaust sama fólkið og vildi reka Benitez (með öllu sem það áorkaði).

    Að mínu mati hefur þetta lið sýnt mér gríðarlega mikið jákvætt í vetur, en okkur vantar manninn sem að klárar færin. Það er svo augljóst að það er grátlegt að við þurfum að bíða fram í janúar.

    En þetta lið + kannksi Huntelar og Walcott væri að mðinu mati lið sem ætti að taka Meistaradeildarsæti. Það er vonandi að menn haldi sér í hóflegri fjarlægð frá fjórða sætinu fram í janúar.

    Joe Allen hefur valdið mér smá áhyggjum að undanförnu – mér finnst hann týnast alltof mikið – spurning hvort hann þurfi ekki að hafa einhvern varnarsinnaðan (LUCAS) með sér.

  32. Þegar menn eru að tala um að Liverpool þurfi annan sóknarmann.
    Eru menn að tala um Varamann fyrir Suarez eða eru menn að tala um að Liverpool eigi að skipta um kerfi og spila með tvo frammi?
    Eða á að setja Suarez aftar á völlinn?

    þetta er kerfið sem Liverpool er að spila enter link description here

    þannig ég spyr hvað eru menn að tala um þegar þeir tala um annan framherja?

  33. Kannski á hann heima Vinstra megin í þriggja manna framlínu með Natural striker í miðju

  34. Tok eftir þvi að hoddi magg sagdi i sunnudagsmessunni að Rodgera hefdi notað sumarbudgetið i Allen og Borini og þeir hefðu ekki skilað neinu, greinilegt að Hoddi magg er ekki hrifin af Allen. Eg allavega se ekki að við getum notað bæði Allen og Lucas inna a sama tima, spurning hvort Lucas taki stoðuna af Allen, Lucas er að minu mati alltaf betri leikmaður en Allen þott eg se nu toluvert hrifin af morgu sem Allen er að gera.

    Auðvitað vill eg halda Suarez og fa betri leikmenn með honum en hef bara enga tru a að eigendurnir kaupi 2 sleggjur með honum. Se það ekki gerast að við faum td Ba og Walcott þott það væri draumur.

  35. Er eg eini um það að Enrique hafi bara verið ágætur og betri en oft áður..eg skil ekki þetta væl í mörgum kössunum hér..það er eins og þeir fái eitthvað úr honum við að væla og biðja um nýjan þjálfara eins og það sé bara alltaf svarið við öllum vandamálum..þetta tekur bara tíma..það er ekkert að koma úr þessu tímabili sættið ykkur bara við það og stiðjið bara liðið af ást.. Rodgers var svikinn það er bara svoleiðis..það er hægt að líta á það þannig að góð tækifæri opnast fyrir ungu mennina
    ..væri nú gott að fara taka kaftieinin bráðum í þjálfara teymið..og finna góðann miðjumann + 2 strækera..:) einn sáttur við spilamenskuna..en við vitum hvað vantar. hættið að grenja yfir því..:)

  36. Góður leikur hjá okkar mönnum í dag en það vantar að klára leikina. Margt gott, vantar gæði hjá 3-4 mönnum til að þetta verði topp 4 lið.

  37. Sama tuðið og síðast og allt það 🙂 Endalaust hvað fólk hefur gaman af því að koma hér inn og setja á sig of stóran svartan hann sem fer niðurfyrir augu.

    Hvað um það. Það þarf varla að fjölyrða um hvernig það væri ef alvöru striker hefði verið í boxinu í öllum þessum færum sem Shelvey fékk á þeim stutta tíma eftir að hann kom inn á. Meir að segja Downing átti fáránlega flottan kross á hann og það verður þá varla stimplað á Downing þegar menn klára ekki svona færi. Verðum bara að ná í Ba núna í janúar held ég og annan til þarna fram í.

    Annars skellti ég nú uppúr þegar ég hlustaði á ensku þulina lýsa markinu hjá Suarez. Þetta var náttúrulega fáránleg móttaka og gabbhreyfing hjá honum. Annar þulanna sagði eitthvað svona: “Þú getur reynt þetta heima hjá þér og brotið eina rúðu.”

  38. Ja hérna hér. Er fólk ekki að grínast með neikvæðnina hérna? 🙂

    Mér líður eins og við höfum unnið leikinn. Við vorum miklu miklu betri bróðurpartinn af leiknum og gátum hæglega unnið Newcastle, sem NB eru bara með fínasta lið.

    Þetta mark hjá nýja Maradona mínum er algjör staðfesting á því að hann er orðinn minn uppáhalds fótboltamaður í dag. Þetta mark er fáránlega vel afgreitt hjá honum og sjæse hvað það verður gaman þegar liðið okkar verður orðið betur pússað saman og með sterkari hóp og meiri breidd! Get ekki beðið eftir Lucas til baka og svo vonandi fáum við einhverjar sleggjur í janúar!

    Flottur leikur en vissulega súrt að fá ekki 3 stig á heimavelli, alveg sama hvaða lið mætir en ENN og aftur. Allt á uppleið og upp með hökunar strákar!!

  39. Ekki vottur af neiðkvæðni, þar sem þetta er fyrsti leikurinn á þessu tímabili þar sem dómar hafa fallið meira með LFC heldur en hinum.
    En held að Brendan fari bráðum að skilja afhverju 3 stig eru ekki að skila sér í leikjum. Jú það vantar Carra í byrjunarliðið. Tölfræðin á síðasta tímabili var rosaleg með eða án Carra. Hann hefur ekki spilað margar mín undanfarið og ekkert verið að ganga haldur. Síðast spilaði hann á móti Norwich enda fór hann 2-5 eins og menn vonandi muna.

  40. Enrique eini sem mér fannst dapur allan leikinn í dag, þrátt fyrir stungusendinguna, en ég er næstum fullviss um það að enginn annar leikmaður í heiminum heldur en Suarez hefði klárað getað klárað þetta færi svona. Annars var Allen alls ekki upp á sitt besta, átti nokkrar lélegar sendingar sem ollu reyndar ekki miklum vandræðum, hann skánaði samt þegar fór að líða á leikinn. Sama með Gerrard, hann skánaði í seinni en virkaði frekar kraftlítill í lokinn þrátt fyrir nokkrar frábærar langsendingar.

    Mér fannst Suso standa sig vel, vantar aðeins upp á hjá honum en ég er viss um að hann muni bara bæta sig ef hann heldur áfram að fá tækifæri. Ekkert búið að minnast á Wisdom í kommentunum sem segir okkur það að hann kom vel út úr þessum leik, fyrir utan kannski vandræðalegt vitlaust innkast í fyrri hálfleik, semsagt fínn leikur hjá honum. Suarez og Sterling klárlega menn leiksins, þarf ekki að eyða orðum í þann fyrrnefnda , við færum í fallbaráttu án hans. Sterling var sprækur allan leikinn, hljóp og hljóp og barðist og barðist, allan leikinn. Reyndi að skapa og með smá meiri reynslu hefði hann skorað mark.

    Innkoma Downing breyttu engu eins og vanalega, hefði frekar viljað sjá Assiadi inná, skil ekki af hverju hann fær ekki sénsinn í staðinn fyrir Downing. Shelvey var líka frekar slakur, ein slakasta innkoma hans á tímabilinu og mér finnst hann einhvernvegin alltaf eiga betri daga þegar hann er í byrjunarliðinu heldur en þegar hann kemur inná. Hefði hæglega getað skorað tvö mörk í þessum leik.

    Allt í allt þá vorum við að mér fannst miklu betri í þessum leik en sama sagan eins og alltaf, vantaði eitt mark til þess að klára leikinn. Hornin og aukaspyrnurnar voru vandræðalega illa nýttar, áttum fullt af þeim og ég held bara að Newcastle alltaf náð að hreinsa í burtu. Það þarf að laga.

  41. Eru einhverjir aðrir farnir að pæla i þvi að martroðin fyrir 2 arum gæti endurtekið sig i januar og chelsea hugsanlega boðið 50-60 milljonir i suarez i januar og okkar menn sagt ja? Chelsea vantar senter og ef td falcao gengi ekki upp þa er ekkert oliklegt að þeir reyndu við suarez…

    Vona að eigendurnir hafi metnað til að halda suarez sama hvaða boð skytur upp kollinum og drullist til að kaupa 2-3 ALVÖRU kalla með honum

  42. Suarez er svo góður leikmaður að það er eiginlega bara sturlun. Besti striker í PL, Staðfest.

  43. Nú horfa menn á janúargluggann með mikilli eftirvæntingu, og jú vonandi leysast framherjavandamálin þá. Það er þó kannski rétt að hafa það í huga að það er fyrst núna, tæpum tveim árum eftir að Suarez kemur til liðsins, sem hann er farinn að raða inn mörkunum nokkuð reglulega. Ég held að maður megi ekki vera of viss um að nýir framherjar byrji endilega strax að setj’ann, svo líklega þarf maður að muna enn um sinn orð Guðjóns Þórðarsonar: “Þolinmæði er dyggð”…

  44. Sammala með enrique, hann var mjog slakur i dag allan leikinn utan við þessa frabæru sendingu a suarez.

    Markið hja suarez i dag er svo auðvitað frabært og þetta touch magnað hja drengnum, fyrir mer er suarez einn af fimm bestu leikmonnum heims engin spurning, messi, ronaldo, falcao a svipuðum sloðum. Suarez gæti klarlega skorað 50-60 mork a einu seasoni ef hann leki td alla leiki i buningi real eða barca eins og messi eða ronaldo. Það er ekki hægt að bera hann saman við þa felaga þar sem hann leikur með liði sem er sirka tiu sinnum lelegra en risarnir a spani en an alls grins er suarez gæddur svipuðum hæfileikum og þeir felagar hja barca og real að minu mati.

    Ran aldarinnar fromdu okkar menn svo þegar við seldum frabæran knatttspyrnumann a 50 milljonir en fengum annann storkostlega frabæran leikmann mun betri en sa sem við seldum og það fyrir helmingi lægri upphæð en við fengum fyrir hinn

  45. Ég vil ekki stjórann burt og mér finnst ekki allt sem Liverpool gerir á vellinum slæmt. Á engan hátt vil ég samt láta kalla mig pappakassa fyrir það að segja að leikmaður Liverpool eða leikmenn hafi verið slakir í umræddum leik. Þetta er umræðu síða þar sem menn viðra sínar skoðanir um leikmenn, þjálfara og klúbbinn sem þeir/þau/þær halda með. Viðurkenni að sum ummælin hérna eru oft á tíðum hjákátleg en ef þú styður LFC þá hefurðu rétt á skoðun um klúbbinn sama hversu kjánaleg hún kann að vera.

    Hana nú …..

  46. Hvar væri liðið án Luis Suárez spyr greinahöfundur; Líklega í fallhættu. Ástæðan er auðvitað fyrst og fremst framlínan, þar er bara einn maður að verki. Það eru 11 lið fyrir ofan Liverpool í töflunni og fyrir utan hugsanlega West Ham þá kæmist amk. einn sóknarmaður úr þeim öllum auðveldlega í byrjunarlið okkar manna. Allir framherjar og vængmenn Man United myndu labba beint inn í það. Það bara verður eitthvað að gerast í janúar ef liðið á að hanga fyrir ofan miðja deild í vor.

  47. Treysta menn hérna ameríkönunum til þess að gera eitthvað í janúar?

  48. amen Heiðar. …. Aaaamen.

    Skoðun er skoðun. Þó hún sé kannski ekki sú sem maður sjálfur hefur.

    og með orðum margra hérna inni.

    Luis Suarez er SNILLINGUR

  49. Við vitum náttúrulega ekki alveg hvað Brendan Rodgers og eigendurnir eru að spá. Og hver markmiðin eru bakvið tjöldin. Auðvitað viljum við sjá menn keypta í janúar. En hvað ef Sterling, Wisdom og Suso eiga að fá þetta tímabil til að öðlast leikreynslu og markið sé einfaldlega ekki sett sérstaklega hátt? Ef stefnt er að því að Yesil, Morgan, Robinson og fleiri verði þeir sem horft er til ásamt hinum fyrrnefndu? Ég sé fyrir mér að aðalástæðan fyrir því að Gerrard sé ekki notaður á hægri kantinum sé sú að Suso fái sínar mínútur. Ég trúi því hreint ekki að Rodgers sjái ekki að liðið myndi batna við það að setja Shelvey eða Henderson inn á miðjuna, Gerrard upp á kantinn og Suso á bekkinn.

    Ég neita líka að trúa því að honum finnist liðið betra með því að hafa Gerrard eins aftarlega og raun ber vitni, en ekki endilega í stöðu fremsta miðumanns, fyrir aftan senter. Hugsanlega er hann að undirbúa Gerrard undir næstu ár þegar hann fer óhjákvæmilega að missa hraða. Veit það ekki. Mér finnst allavega Sahin oft vera mun framar en Gerrrad og þegar Shelvey kemur inn á þá er hann settur fremst á miðjuna. Skil ekki alveg hvað Rodgers og eigendurnir eru að spá með þessu.

    Gerrard verður að vera framar á vellinum til að aukin markaógnun fáist frá honum.

    Þá finnst mér líka ótrúlegt að Rodgers sé almennt ánægður með þróunina hjá liðinu. Liðið spilar engan tiki-taka bolta, enn er töluvert um langar sendingar og liðið reynir stöðugt að koma sér í færi og tælir þar með varnarmenn andstæðingana lítið út úr stöðu, sem er eitt af lykilatriðum í tiki-taka bolta. Kalla fram mistök andstæðinganna.

    Pressan er þó góð hjá liðinu, enda er það eitthvað sem menn þekkja vel frá tíma Benítez.

    Sama hvað menn segja hérna, skjóta á Rodgers eða leikmennina þá er staðreyndin samt sú, líkt og pistlahöfundar og fleiri hafa margoft bent á, að það er ekki við því að búast að liðið hækki sig mikið fram að jólum. Komast kannski 3-4 sætum ofar. Og ef ekki verður keypt vel þá verður liðið ekki mikið ofar í vor. Og guð hjálpi okkur ef Suarez meiðist.

    Rodgers þarf að hugsa meira um núið, við þurfum að fá úrslit og það hefur mjög alvarlegar afleiðingar ef við verðum á svipuðum slóðum í vor. Ég sé ekki að Suarez nenni að hanga hjá miðlungsliði sem ætlar sér mörg ár í uppbyggingu. Skrifin hérna inni eru örugglega dæmigerð fyrir aðdáendur liðsins og fljótlega fara hópar að heimta höfuð Rodgers á fati. Þess vegna verður liðið að fara að ná úrslitum í þessum leikjum, sérstaklega heimaleikjunum.

  50. Brendan talar um að 1-2 leikmenn til viðbótar til að spila með Suarez frammi og þá fer Liverpool í gírinn. Þannig að við erum á nákvæmlega sama stað og við vorum í september. 2 daprir mánuðir eftir áður en eitthvað gerist líklega staðreynd.

  51. Af öllum hlutum sem ég hef áhyggjur af hef ég allaveganna ekki áhyggur af Lily Allen.

    Hann var keyptur til að spila á miðri miðjunni – sem leikstjórnandi – verndaður af Lucas. Allt tímabilið hefur hann verið að spila úr stöðu, sem leikstjórnandi í hlutverki stoppara. Allen var ekki keyptur til að vera í samkeppni við Lucas og Lucas aldrei að fara að slá hann út liðinu. Það gæti verið að Shelvey muni slá hann út, eða Sahin – en ekki Lucas. Þetta eru gjörólíkir leikmenn með gjörólík hlutverk í hugmyndum Rodgers.

    Það getur svosem vel verið að hann muni bregðast okkur – en hann verður ekki dæmdur af spilamennsku sinni sem stoppari, heldur af spilamennsku sinni í þeirri stöðu sem hann var hugsaður fyrir. Í þeirri stöðu höfum við ekki séð hann nema í einum leik. Einum leik sem hann var frábær í.

    Varðandi alla aðra hluti hef ég hinsvegar áhyggjur. Jú, vissulega munu horfurnar vænkast þegar Lucas kemur aftur. En biðin gæti orðið löng. Og jú, vissulega munu horfurnar vænkast ef eigendurnir splæsa í sóknarmenn í janúar. En biðin er löng. Að spila fótbolta til langs frama án varnartengiliðs, án markaskorara og án stiga er dévíti lýjandi til langframa. Það má vel vera að matarkisturnar séu á leiðinni – spurningin er hinsvegar hvort að mannskapurinn verði ekki búinn að drepast úr hungri, þreytu, vonleysi og uppgjöf þegar þar að kemur. Ég er pínulítið hræddur um það. Því þetta er lýjandi. Þetta er lýjandi fyrir okkur stuðningsmennina, og þetta er alveg ábyggilega ekki skemmtilegra fyrir leikmennina sem eru beðnir um að gera hið ómögulega í hverjum einasta leik. Að spila hápressu með possession fótbolta án þess að hafa sóknarmenn sem gefa laun erfiðins og án þess að hafa almennilegan stoppara sem getur verndað vörnina þegar bakverðirnir eru komnir framalega er einmitt það, að krefja leikmennina um hið ómögulega.

    Að tapa stigum leik eftir leik eftir sömu uppskriftinni; a) stjórna spili ágætlega en ófært um að koma sér í eða nýta færi. b) ófært um að verjast skyndisóknum – er ekki merki um lið sem er óheppið heldur lið sem auðvelt er að verjast og kortleggja.

    Á endanum kemur sá tími sem leikmennirnir missa móðinn og trúnna á verkefnið. Hvort við fáum einn eða tvo sóknarmenn og Lucas í stand áður en það gerist mun tíminn leiða í ljós. Vonum það besta.

    En horfurnar á því að hlutirnir versni eru alveg jafn miklar og að hlutirnir batni.

  52. Annnars er ég hjartanlega sammála því að það hefur verið rosalega margt jákvætt í Liverpool-liðinu í vetur. En vandamálin eru hinsvegar augljós og risastór. Okkur vantar Lucas og okkur vantar bit í sóknarleikinn. Með þessi risastóru vandamál eru jákvæðu punktarnir aukaatriði. Ef Barcelona-liðinu væri stillt upp án markmanns væri það vissulega alveg jafn undursamlega spilandi og alltaf. En það myndi samt aldrei vinna leik.

  53. Það eru bara of margir ónothæfir leikmenn í þessu liði, Downing, Shelvey, Henderson, Borini svo ég nefni einhver nöfn, Allen er farin að spila illa eins og venja er, menn detta alltaf á LFC standardinn eftir góða byrjun. Það þarf 3-4 heimsklassa menn í janúar eins og Falcao ef liðið ætlar einhverntímann aftur að verða gott fótbolta lið sem stefni ekki í að verði næstu árin ef þetta er það sem koma skal, þar að segja að ætla að finna upp hjólið með hverjum kaupum og í hverri ákvörðun sem tekin er. Það er búið að finna upp hjólið, eina sem LFC þarf að gera er að læra að hjóla á því.

  54. Mér finnst að fyrrum Newcastle maðurinn Enrique megi bara fara þangað aftur, annan eins sóknarleik sem og varnarleik hef ég ekki séð lengi. Að bakvörður með svona miklar tekjur geti ekki að minnsta kosti gefið ágætan bolta fyrir er fáranlegt. Hann hægði á öllum sóknunum okkar og ef hann fékk boltann þá tapaði hann honum aftur í lang flestum tilvikum. Tek það samt ekki af honum að sendingin á Suarez er snilld, allt annað sem hann gerði lét mig vilja grenja. YNWA

  55. Verð nú bara að segja að mikið hrikalega sakna ég Greg Bellamy og Dirk Kuyt og janfnvel Benayoun á degi sem þessum, væri svo til að hafa þá enþá.

  56. Skv. Skysports er þetta lélegasta byrjun hjá Liverpool síðan úrvalsdeildin var “stofnuð”. Skítt, næst eru tveir erfiðir útileikir, Anzi og síðan celski. Mér finnst vera helvíti langt í ljósið hjá okkur 🙁 Anfield er orðið virki fyrir andstæðingana sem er ömurlegt og ég get bara ALDREI sætt mig við. Það verður að fara að fá einhvern særingarmann á völlinn og aflétta þessum álögum.

  57. Þegar liðið er að sækja eins og það gerði í þessum leik þá finnst mér rosalega greynilegt að a: það vantar klárara og b: lucas eða einfaldlega maður sem situr eftir og hugsar um að verja fyrstu árás á vörnina!
    Eins er ég orðin langeygður eftir því að fá Coates inn í byrjunarliðið svo að þessir háu boltar og fyrirgjafir á okkar mark hætti að verða þessi hætta.

    ég er stoltur stuðningsmaður Liverpool þessa dagana þótt þeim gangi ekki nógu vel fyrir framan markið. einfaldlega vegna þess að boltinn sem við spilum er mjög skemmtilegur og spennandi.

  58. Verð að viðurkenna að ég var hundfúll með þetta jafntefli. Spilamennskan oftast mjög góð, en allt of mikið af feilsendingum og engin ógnun. Hef áhyggjur af því hversu fáir leikmenn hafa sjálfstraust þegar nálgast vítateiginn. Shelvey og Sterling fór hrikalega með tvö dauðafæri. Alltof mikið treyst á Suares. Guð hjálpi okkar ef hann meiðist. Lélegar hornspyrnur og aukaspyrnur. Spyrnugeta leikmanna einfaldlega ekki góð, skil þetta ekki almennilega. Reynum samt að horfa björtum augum fram á við. Tökum bara Chelsea á útivelli um næstu helgi! Óttast samt að næstu tveir mánuðir verði lengi að líða hjá okkur. Algert möst að styrkja okkur verulega í janúar-glugganum. Það er ljóst að gíðarlegar margir stuðningsmenn munu missa þolinmæðina gagnvart Könunum ef þeir klúðra næsta glugga. Allavega berum höfuðið hátt! Okkar tími mun koma!!!

  59. Það er eitt mjög mikilvægt atriði sem Rodgers verður að yfirfara og laga í leik Liverpool til að hlutirnir byrji að ganga betur. Það er ástandið sem skapast þegar liðið missir boltann á miðjunni. Núna myndi ég lýsa þessu ástandi þannig, að ef það yrði lagað þannig að það yrði helmingi betra, þá myndi Liverpool líta út eins og hauslausar hænur. Ég hef aldrei séð fótboltalið sem er eins veikt fyrir skyndisóknum eins og Liverpool. Það fer bara yfirleitt allt í steik innan liðsins ef boltinn tapast í kringum miðjuna. Þessi tölfræði sem maður sér leik eftir leik hjá andstæðingunum, örfáar marktilraunir en samt alltaf að lágmarki eitt mark, þetta er engin tilviljun. Liverpool eru fáránlega brothættir þegar þeir fá á sig skyndisókn, enda hefur maður það alltaf á tilfinningunni að andstæðingurinn sé að fara að skora þegar hann er kominn framyfir miðju. Liðið nær sárasjaldan að halda hreinu þrátt fyrir mikið possession allan leikinn, því alltaf þegar þeir missa boltann skapast stórhætta. Ég vil samt hrósa Rodgers fyrir það sem hann er að reyna innleiða hjá Liverpool, að halda boltanum og leggja áherslu á stutta spilið, en menn verða samt að gera meira við allt þetta possession. Ef Rodgers fer að vinna betur í þessu þá mun Liverpool breyta þessum jafnteflum oftar í sigra.

  60. Halli #67. Þess vegna hefur Liverpool spilað mun betur varnarlega í undanförnum leikjum og eftir að BR sagði eftir Udinesi leikinn að það þyrfti að laga þessi mál.
    Í síðustu 6 leikjum hefur Liverpool fengið á sig sex mörk og þar af eru þrjú þeirra á móti Swansea þar sem við vorum nú ekki að spila á sterkustu 11 mönnunum frá byrjun leiks. Ég treysti BR fullkomlega til að púsla þessu liði okkar saman og hann hefur nú þegar að mínu mati gert flotta hluti þó svo að það sjáist kannski ekki mikið á töflunni en þetta kemur, ég er alveg handviss um það!

  61. Ég lít björtum augum til framtíðarinnar og skal segja ykkur af hverju.

    Það sem skiptir mestu máli hjá knattspyrnuliði til að ná árangri er þjálfarinn. BR veit alveg upp á hár hvað hann er að gera og allt rugl um að hann sé kominn á endastöð er fáránlegt. Hann leggur leikina rétt upp og finnst mér hann velja réttu mennina í liðið. Hann veit það manna best að við þurfum styrkingu í frammlínuna og ef vel heppnast í kaupum á sóknarsinnuðum mönnum trúi ég því að þetta smelli. Hann er enn að læra eins og síðasti leikmannagluggi sýndi en hugmyndafræðin, man-management og hreðjar til að taka á málinum sýnist mér vera til staðar. Margur aðdáandinn er orðinn pirraður á að heyra um þolinmæði enda höfum við verið að bíða í tvo áratugi eftir þeim stóra en það verður líka að sjá þetta frá sjónarhóli þeirra sem stýra liðinu í dag en þá kem ég að eigendunum.
    Þeir tóku við klúbbi á barmi gjaldþrots og það þurfti að stabílisera klúbbinn. Hodgeson var látinn fara réttilega og Kenny tekur við í þeim rétta skútina við. Hann var ráðinn tímabundið og menn biðu með að langtíma ráðningu en fékk langtíma samning vegna hve góðum árangri hann náði seinni hluta tímabilsins. Menn vissu það þó flestir og líklega KD manna best að hann fittaði ekki inn í það sem FSG vildu innleiða. Hann fékk þó væna summu til að eyða sem skilaði engu og þar blasa við afleiðingar sem höfðu áhrif á síðasta leikmanna glugga hjá okkur. Ef ég ætti klúbbinn og hefði sett í hann 100 mil punda sem skilaði engu myndi ég fara varlega í slíka eyðslu í framtíðinni. Við hljótum að átta okkur á því að við getum ekki keppt við hina eyðsluseggina í deildinni og er ekki viss um að við myndum vilja það. Menn drulluðu upp á hnakka í sumar þegar kom að leikmannamálum en ef við hugsum þetta út frá eigendunum sem vilja byggja liðið upp þar sem þeir fá sem mest fyrir peningin plús það hvernig fór þegar þeir eyddu vænni fúlgu síðast finnst mér ekkert skrítið að bremsan hafi verið sett á og menn farið að hugsa hlutina öðruvísi. Ég hef ennþá trú á þeim en næsti gluggi mun skera úr um skoðun mína á þeim en eins og staðan er í dag finnst mér ég skilji pælinguna á bakvið þá uppbyggingu sem er í gangi en menn verða að læra af mistökum síðasta glugga og gera betur. Talandi um mistök hefur allt of mikið verið um að illa sé tekið á málum utan vallar en eins og áður þá gera menn mistök, þjálfari, eigendur, leikmenn osfrv en það eina sem skiptir máli er hvernig menn bregðast við og að menn læri af mistökunum.
    Þá er komið að leikmönnunum okkar. Hópurinn er þunnur en engu að síður höfum við topp markmann sem þrátt fyrir smá hikst mun koma til baka. Ég fæ alltaf ákveðin kvíðahnút í magann að sjá Jones þarna í markinu þá hann hafi staðið sig vel en Pepe er okkar markmaður nr.1 og mun ná fyrri styrk, held að hann sé einfaldlega þannig karakter. Vörnin lítur vel út og eru allir mjög frambærilegir nema vinstri bak en þar þarf að skipta út þegar við höfum bætt við sóknarlínuna. Miðjan lítur vel út, Gerrard virðist ekki alveg vera á pari ef horft er til fyrri ára en samt sem áður mikilvægur hlekkur, Allen og Lucas eru svo menn sem verða vonandi í liverpool treyjunni í mörg ár í viðbót. Sahin virkar eins og hann eigi oft erfitt með hraða enska boltanns en hefur hæfileikana til að blómstra en það á eftir að koma í ljós. Jonjo shelvey er svo strákur sem ég hef mikla trú á og á bara eftir að verða betri, þannig að mínum dómi er miðjan virkilega sterk. Framlínan þarf svo styrkingu, Suarez er besti leikmaður ensku deildarinnar ásamt Van Persie. Svona leikmenn vinna leiki og ef við fáum inn einn leikmann með honum sem kann að skora (jafnvel tvo) þá mun það breyta öllu fyrir okkur.

    Niðurstaðan í þessari langloku hjá mér er því sú að klúbburinn er á réttri leið. En og þetta er stórt EN menn verða að læra af mistökunum og ef það verður gert tel ég að þetta muni smella. Að mínu mati vantar svoooosáralítið upp á á öllum vígstöðum hvort sem horft er til eigendanna, þjálfarans eða leikmannana. Smá viðbót frá öllum og þetta smellur. Liðið er að spila vel, enginn vafi og með smá viðbót trúi ég því að þessi jafntefli verði að sigrum og Anfield verði aftur það mikla virki sem það var. Allir eru hungraðir í árangur og það skín úr hverju andliti, þetta er að smella og mun smella andskotinn hafi það, ég finn það á mér.

    Afsakið hvað þetta er langt en það er bara svo miklu skemmtilegra að pæla í og skrifa um Liverpool heldur en að lesa þessar 500 blaðsíður um tenginu heimspeki við sálfræði sem ég þarf að lesa fyrir próf sem er á morgun.

    YNWA

  62. Strákar ….

    Lucas kemur inn á miðjuna, Allen og Sahin verða með honum þar eða Gerrard.
    Það mun stoppa skyndisóknirnar þar sem Lucas mun vera okkar “kústur” og hjálpa til. Með endurkomu Lucasar kemur meiri breidd í hópinn sem er gott. Brendan er búinn að segja það að hann keypti ekki Allen til að “taka við” hlutverki Lucasar, heldur ættu þeir að “komplimenta” hvorn annann. Gerrard getur þá frekar “hvílt” eða farið í frjálsari sóknarhlutverk á miðjunni sem er akkúrat það sem hann þarf, hann er orðinn 33 ára og ekki með eins ferska leggi og áður.

    Þið verðið líka að muna að þetta er uppbyggingartímabil. Ég held að það hafi verið 5 af þeim sem komu við sögu í gær sem eru 21 árs eða yngri, Það finnst mér frábært, og veit vonandi á gott þegar þeir fá þá reynslu sem þarf til. Þið verðið að vera þolinmóðir og stilla væntinum í hóf.

    Hvað janúar ber í skauti sér, kemur svo í ljós, vonandi fáum við góðan sóknarmann sem kemur hungraður til okkar og passar inn í stílinn.

    En hættið að vera neikvæðir, það þarf ekki að selja alla eða reka alla, við elskum þennan klúbb og við verðum að gefa honum tækifæri að komast á réttan stað. Þeir yfirspiluðu Newcastle á löngum tímum í gær og með heppni, sem skiptir líka máli, hefði þetta farið 3-1 fyrir okkur.

  63. Var að sjá highlights úr leikum inn á footytube. Þvílíkur mórall að hafa ekki náð að skora fleiri. Átti Shelvey ekki að vera góður?

  64. Thetta med ad okkur vantar markaskorara er ordin dalitid threytt tugga. Vid gaetum verid med 10 soknarmenn i hopnum en adeins einn er inna i einu og ekki fara their ad spila a midjunni thar sem adal vandamalid er.

    Okkur vantar leikmenn a midjuna sem hafa meira killer instinct og leikskilning en thad sem til stadar er. Ungu strakarnir Suso og Sterling eru ad minu mati their sem skapa mest fyrir utan Suarez, en sa sidast nefndi er allt i ollu hja okkur.

    Midjan hefur algjorlega brugdist okkur ad minu mati enda eiga ad koma mork thadan og thar a ad vera hjartad i lidinu. Hingad hefur litid komid thadan og mest talad um jakvaeda tolfraedi hvad sendingar varda til samherja en annad. Okkur skortir algjorlega einhvern meiri neista af midjunni sem getur hjalpad okkur ad koma boltanum hradar upp vollinn en vid erum allt of lengi ad koma boltanum upp vollinn. Gerrard er skastur i tvi en hann fellur oft i thad hlutverk ad tynast a vellinum i stadinn fyrir ad vera leidtoginn.

    Thetta er allt “work in progress” sem tekur naestu 2-3 transfer glugga ad laga en a medan verdur thetta spjallbord logandi i kvortunum og kveini. Framherji og creative midjumadur er algjort lykilatridi hvad framhaldid vardar.

  65. Sammála 72 hérna, það vantar alltaf að fá seinni bylgjuna inn í teiginn frá miðjumönnunum, það er helst að Sahin láti stundum sjá sig þarna. Ótrúlega oft sem Sterling og Suarez eru komnir áleiðis í teignum en svo er bara nákvæmlega enginn annars mættur til að bjóða upp á fleiri möguleika.

    Þetta er það sem hefur t.d. verið eitt af aðalmerkjum Man. Utd. á þeirra sigurtímabili, Scholes og félagar eru alltaf mættir til að tæta í sig boltana sem falla í teignum og fyrir utan hann. Má einnig nefna Frank Lampard í þessu dæmi, en hann hefur nokkurn veginn fullkomnað þessa list og skilað 10-20 mörkum á tímabili í mörg ár. Mætti líka benda á hér að sú staðreynd að Gerrard hefur verið látinn spila mun aftar undanfarið en hann gerði t.d. á seinni hluta tímabils Rafa með liðið, en þá einmitt sallaði hann inn mörkunum að vild. Má líka kannski reikna með að meiðsli og form hans spili eitthvað þarna inn í.

    Joe Allen er ég ekki að sjá í þessu hlutverki, þótt góður hann sé. Hef mikla trú á miðju sem mun innihalda hann og Lucas ásamt framsæknum manni, t.d. Gerrard (sem ég myndi líka vilja sjá sem einn af þremur fremstu), Sahin eða Shelvey (sem, þrátt fyrir aulalegt klúður í gær, virðist vera með mörk í sér).

  66. Ég þreytist ekkert á að segja þetta, svipað og nr. 72, nema það er hraðinn sem vantar og eins og hann nefndi meira creative leikmenn. Leikmenn sem geta gert hið óvænta og valdið vandræðum í vörn andstæðingana með hraða sínum og leikni. Í dag er það bara Suarez sem getur það. Því miður.

    Annars fannst mér mikið batamerki á liðinu fyrstu 25 mínúturnar af leiknum á móti Newcastle. Þ.e.a.s. það sem hefur skort hjá okkur á þessari leiktíð og Brendan Rodgers er búinn að nefna oft er tempóið í okkar leik. Við höfum hingað til verið allt of lengi að láta boltann ganga á milli manna og menn verið of mikið að klappa honum. Þetta breytist að sjálfsögðu með tilkomu leikmanna sem eru fljótari. Sjáið bara hversu mikilu það munar að fá Sterling þarna inn. Leikmaður sem er fljótur og áræðinn.

    Ég var t.d. að horfa á Liverpool Channel um daginn (sem ég geri reyndar ekki oft) en þá var verið að sýna leik frá tímabilinu 2006 (held ég). Þar gekk boltinn hratt á milli manna í fáum snertingum og allir voru tilbúnir að hlaupa í svæði bæði án bolta og einnig þegar þeir höfðu nýlega losað sig við hann. Þetta hefur varla sést hjá Liverpool í vetur. Við höfum verið að reyna þessa Barcelona taktík með að halda boltanum innan liðsins og “svæfa” andstæðinga okkar með spili á milli manna. Munurinn hefur hins vegar verið sá að við höfum hvorki gæði né leikmenn í að klára málið þegar kemur að síðasta þriðjungi vallarins, eins og flestir hafa tekið eftir í vetur.

    En ég ber mikla virðingu fyrir Rodgers og vill sjá liðið okkar spila fótbolta, ekki þetta kick and run dæmi sem er spilað hinumegin á Merseyside. Þess vegna veit ég að þetta á eftir að taka tíma en ég leyfi mér þó að efast um þá leikmenn sem eru innan okkar liðs í dag og getu þeirra til að spila þann bolta sem Rodgers vill sjá. Kanski væri hægt að fara einhverja millileið… hver veit….

  67. Bara ef við fáum 20+ markaskorara þá fer þetta allt að ganga….

    Bara ef við hefðum fengið vítið á 5.mín þá hefðum við unnið þennan leik….

    Bara ef Suarez nýtir færin betur þá vinnum við alla leiki….

    Bara ef dómarnir féllu meira fyrir okkur og stangarskotin breyttust í mörk….

    Bara ef Lucas kemur aftur þá lagast vörnin og miðjan….

    Bara ef við hefðum meiri hraða í liðinu þá væri allt betra….

    Bara ef við fáum betri kantmann eða kaupum hinn eða þennan þá koma færin og mörkin á færibandi….

    Endalausar afsakanir. Ef, ef, ef, ef, ef…. og ef. Ég er búinn að fylgjast náið með Liverpool síðan ég var 5 ára. Þetta er búið að vera svona í 2 áratugi hjá Liverpool í ensku deildinni. Svo gerast þessir hlutir sem við vonumst eftir þá poppar upp annað stórt vandamál uppúr engu! Hvenær ætla menn að fatta að hollingin og mótiveringin á liðinu er bara ekki rétt? Hver heimsklassa leikmaðurinn á fætur öðrum hefur verið keyptur til Liverpool en flestir koðna þeir niður hjá liðinu. Núna kemur Nuri Sahin inní liðið og hann er kominn í sama löturhæga “gefum bara á Suarez og Gerrard og reynum að vera ekki fyrir” gírinn og allir hinir. Hvað er að gerast þegar Shelvey stendur á markteig með hálfopið mark eftir að Suarez leggur boltann út og býst ekki við að þurfa skjóta, dettur á hausinn og hittir varla boltann?
    Svona hlutir eiga að gerast sjálfkrafa eftir að hafa verið æfðir stanslaust á Melwood.
    Það er bara eitthvað mikið að þjálfuninni, einbeitingunni og/eða skipulagningu liðsins. Það vantar hreinlega sigurviljann og ástríðuna í liðið og hefur gert lengi. Mestallt liðið bara býst ekki við að skora/sigra.

    Við eigum massaerfiðan leik við Chelsea á útivelli næstu helgi. Gætum verið með 11 stig eftir 11 umferðir ef við töpum. Þetta er bara fallbaráttu form á okkar liði og skammarlegt á að horfa. Mér er alveg sama þó það sé uppbygging í gangi og við að spila á ungum strákum því félagsskiptaglugginn misheppnaðist. Ef það er eitthvað virkilega spunnið í Rodgers þá finnur hann lausnir við að blanda hæfileikaríkum strákum saman við þá heimsklassaleikmenn sem við þó höfum, það hefur ekki gerst. Menn eiga ekki að þurfa hrúgu af afburðaleikmönnum til að vinna leiki á heimavelli. Gott skipulag og botnlaus barátta stutt af grimmum áhorfendum á að færa liði sigra. Þjálfari sem talar grimmt um að við verðum að gera Anfield að óvinnandi virki aftur verður að hætta Barack Obama blaðrinu og fara framkvæma í stað þess að tala fallega í hringi. Mér líður orðið eins og ég sé að horfa á kvennabolta í hvert sinn sem ég horfi á leiki með okkar ástkæra liði á Anfield. Þessi frjálsi sóknarbolti sem Rodgers lætur liðið spila er ekki að skila stigum og Rodgers verður að bregðast við því.
    Þetta ástand er bara ekki nógu gott fyrir Liverpool FC.

    Sá eini sem náði einhverjum árangri með Liverpool síðan 2000 er Rafa Benitez. Hann var Hr.Skipulagning útí eitt og eini þjálfarinn sem hafði hreðjar til að setja ofanívið Captain Ofurbrók og setti hann á vinstri kantinn ef það hentaði liðinu þann daginn. Rodgers, Hodgson og Dalglish hafa allir hlaðið lofi á fyrirliðann til að festa sig í starfi. Kannski er eitthvað orsakasamhengi þarna á milli.
    Benitez var sá eini sem náði smá jafnvægi í liðið, hjá honum voru allir jafnir og mörkin komu úr ýmsum áttum. Segi ekki að ég vilji Benitez aftur í dag en Rodgers fer vonandi að fatta hvað virkar best á þennan liðshóp sem á sífellt hættu á að verða hræðslu og minnimáttarkennd að bráð vegna hversu langt er síðan við unnum titilinn. Hann ætti að gera meira úr þessum hóp en 11 stig af 30 mögulegum.

    Það þarf annars að fara hvíla Sterling aðeins. Hann er hræðilegur varnarlega eins og sást í markinu í gær og skilar ekki nóg sóknarlega. Er bara ekki tilbúinn að lyfta liðinu alveg strax. Bara of mikið lightweight að vera með hann og Suso saman á vellinum eins og sást á algjörlega fyrirsjáanlegum fyrri hálfleik. Hef áður skrifað hér um að þessi miðvarðapars samsetning Agger-Skrtel er bara of mistæk fyrir enska boltann. Þurfum heimsklassa miðvörð til að koma ró á og stýra varnarleiknum.

    Áfram Liverpool.

    p.s. Það er samt alger geðveila að vera krefjast afsagnar Rodgers strax eftir nokkra mánuði. Hvað er að ykkur hérna? Reynið að halda smá málefnastandard á kop.is Hvað er líka að bjánum sem koma reglulega með þetta lame og ógeðfellda kjúklingasalat úr kjúklinga**** komment hér? Geta ritstjórar síðunnar ekki bannað svona niðrandi rugl?

Liðið gegn Newcastle

Tíu leikir að baki…