Liðið gegn Newcastle

Liðið gegn Newcastle er komið og það er sem hér segir:

Jones

Wisdom – Skrtel – Agger – Enrique

Gerrard – Allen – Sahin

Suso – Suarez – Sterling

Bekkur: Gulacsi, Carragher, Coates, Henderson, Shelvey, Assaidi, Downing.

Reina og Johnson enn frá, sem og Lucas, Borini og Kelly. Varamannabekkurinn ekki beint sókndjarfur en þetta er sterkasta lið sem völ er á.

Hér er lið Newcastle í dag, Demba Ba er með:

Krul

Anita – Taylor – Coloccini – Santon

Cabaye – Perch – Gutierrez

Demba Ba – Cisse – Ben Arfa

Sterkt lið hjá gestunum, aðeins Cheick Tiote og Ryan Taylor fjarri góðu gamni.

Þetta verður hörkuleikur. Áfram Liverpool!

93 Comments

 1. Þetta er sennilega okkar skársta byrjunarlið en hrikalega vantar mikil gæði og breidd í þetta annars ágæta lið okkar.

  Þetta verður hörku leikur, spái þessu 1-1

 2. Djofullegt að það vanti ennþa Reina og Johnson en verdum að taka 3 stig og eg ætlast til að okkar menn leggi sig hver og einn 100 prosent fram og þa koma þessi 3 stig i hus.

 3. Mer finnst nu bekkurinn bara agætlega sokndjarfur med assaidi, downing og shelvey, eg hefdi alveg verið til i að sja bara assaidi og shelvey i liðinu i dag a kostnað sahin og suzo. Sahin verður að fara syna meira, ef hann var að spila fyrir Dortmund eins og fyrir LIverpool og var valinn bestur i þysku deildinni a þvi þa er þyska deildin bara alls ekki goð. Eg vil sja miklu meira fra Sahin, sja hann þruma a markið og koma með fleiri hættulegar sendingar…

 4. Hvaða gæði vilja menn ? Mér finnst Enrique aðal spurningin, ef hann spilar vel þá finnst mér einhvernveginn allt geta gerst.

 5. Hef fulla trû á þessu liði, held að við löndum þremur stigum með tveimur mörkum frá Suarez…

  Áfram LIVERPOOL… YNWA…

 6. Suso og Sahin, nú er komið að ykkur að sýna stórleik eftir daprar frammistöður síðast…

  Koma svo!!!

 7. Góðan daginn félagar….

  Þar sem ég varð svo óheppinn að talvan mín hrundi í vikunni. og missti ég öll bookmarks sem ég hafði þar á meðal aðalsíðan mín með stream á leiki með liverpool :S eruði til í segja mér hvaða síða er best með sopcast stream á liverpool leiki ? svo verður það sett í bookmars svo ég þurfi ekki pirra aðra með svona leiðinlegar spurningar í framtíðinni 🙂

 8. wiziwig.tv er flott síða. Alltaf fullt af linkum á alla leiki. Ferð bara í live sports og svo football og finnur svo leikinn þar, bæði sopcast og flash 🙂

 9. 11 min bunar og þetta er alger einstefna… okkar menn hljota að fara skora

 10. Er að fíla þetta, Newcastle fá engan tíma og það er eins og það séu Liverpool menn allstaðar á vellinum. Hræddur um að Newcastle eigi samt eftir að fá eithverja skrítna skyndisókn og skora :/

 11. Þetta er kunnuglegt Liverpool sækir og sækir en tekst ekki að koma tuðruni í netið.

 12. Maður býst eiginlega aldrei við því að LFC skori. Er orðin vanur því að Liverpool “domineri” leiki án þess að ná að skora, svo þarf andstæðingurinn bara eina sókn og þá er mark. 🙁 því miður.

 13. Planið virðist “pass to Suarez”. Allir aðrir hafa ákveðið að hann einn geti skorað.

 14. Er það bara ég eða er Allen með óvenju mikið áf feilsendingum í þessum leik?

 15. Hversu oft höfum við séð þetta senario?
  Dominerum leikinn og svo in your’e face!

 16. Góða helv. vörnin. Allt frá því að Ba var leyft að taka boltann niður og jogga af stað, Cabaye með endalaust pláss, og tveir, TVEIR! varnarmenn ná ekki að stoppa fyrirgjöfina frá honum. Hvað í fjandanum er Rogers að gera með liðið á æfingum? Ekkert verið að spá í því hvað klikkaði á móti Swansea???

 17. held að þessi tölfræði hans Brendan að liðið sem er meira með boltann vinnur leiki í 75% tilfella sé ekki rétt, LFC er alltaf mun meira með boltann en samt skora hin liðin alltaf fleiri mörk.

 18. Djöfull er ég orðin svakalega þreyttur á þessu endalausa getuleysi fyrir framan markið hjá þessu liði. BR er alveg klárlega ekki með þetta.

 19. Oj barasta, ég veit að ég á ekkert að horfa á seinni hálfleikinn, þetta verður leiðinda leikur, Newcastle að tefja, Suarez missir hausinn og hinir eiga ekki eftir að geta neitt. Hvort dómgæslan fari ekki líka á móti okkur. Þetta er svona classic Anfield leikur sýnist mér.

 20. Mikið rosalega verð ég ánægður ef við einhvern tímann eignumst breidd svo hægt sé að taka 2 miðjumenn útaf í einu, gerrard og allen búnir að vera alveg sorglega lélegir í þessum leik.

  Annað sem maður tekur eftir en er ekkert nýtt, ef suarez fær boltann fyrir utan teig er ekki nema von að hann reyni alltaf sjálfur, það eru ekki nema 5 svartar treyjur í teignum og ENGIN RAUÐ TREYJA í teignum! Alveg kominn tími á að menn drullist inn í teig svo Suarez eigi einhvern annar sjéns en að fara sjálfur.

  Ps kann einhver regluna um hvað markmaður má vera lengi að taka markspyrnur? hlægilegt að Krul megi stilla boltanum upp tvisvar þrisvar í hvert skipti sem hann ætlar að taka markspyrnu.

  Það styttist í jólin, spái þessu 3-2 fyrir okkar menn eftir ævintýralegann seinni hálfleik!

 21. grátlegt hvað Allen er búinn að eiga slakan dag… en hvað er að gerast líka hjá Gerrard þvílíkt einbeitingaleysi sem hefði getað endað með marki í andlitið á okkur 2 sinnum í lokin á fyrri hálfleik! andskotans vitleysa. En Shelvey inná í hálfleik þá held ég að þetta komi (inná fyrir Allen).

 22. Suso og Sahin flinkir, en þeir hafa engan hraða! Þeir eru eins og gaurarnir í Fifa 2008 allt í botni en ekkert gerist, það hlaupa þá allir uppi. Það jákvæða er að við erum ógeðslega góðir í að sparka á milli, það er bara því miður ekki verið að keppa í því á ólympíuleikum.

 23. Jæja þá kemur að væl og vein kaflanum……. ó eða nei það er ekki minn stíll víst því þrátt fyrir allt og þá meina ég allt þá elska ég Liverpool og stend með þeim fram í eldrauðan helvítis dauðan….. Við liggjum undir 1 mark, 1 óhappamark, spilamennskan er búin að vera frábær á löngum köflum hjá okkar mönnum, vantar bara spólgraðan markaskorara sem er með minnst 20+ mörk á bakinu þá fara hlutirnir að gerast 🙂

  Remember
  YNWA !!

 24. Mjög lélegur fyrri hálfleikur Liverpool. Engin færi, Tim Krul hefur ekkert að gera, miðjumenn Liverpool að vanda ekki að bjóða upp á neitt af viti sóknarlega og vörnin heldur ekki vatni. Af mörgun slökum í fyrri hálfleik held ég að Joe Allen sé sá allra daprasti svei mér þá. Maður verður að fara að kyngja því að Liverpool er orðið að tæplega milungsliði í þessari deild. En vonandi verða þeir heppnir í seinni og ná í 3 stig-EKKI VEITIR AF.

 25. Suarez þarf hjálp þarna frammi, miðjan er alls ekki að hjálpa honum , hann er bara einn frammi og ef hann sendir boltann fyrir þá er enginn þar. Úff hvað þetta er óþolandi.

 26. það geta öll lið byrjað leiki með því að hlaupa á fullu og pressa og sækja hratt !! en hvað svo ? Liverpool getur ekki rassgat þegar að teigslínunni er komið ! gjörsamlega með allt niðrum sig en einn daginn

 27. Er ekki bara malið að henda assaidi og shelvey inn i halfleik?

  Forna sahin og allen, færa þa suzo inna miðjuna með gerrard og shelvey. Eda þa að forna allenn og suzo eða sahin og suzo…

  Shelvey er allavega einn af mjog faum sem getur skorað mork og okkur vantar þannig menn inna þvi ekki skora þeir a bekknum

 28. Liðið er bara ekki betra en þetta, það vantar alla breidd hjá okkur.

 29. Ég hafði ekki mikla trú á Brendan Rodgers þegar að hann var ráðin sem stjóri og ég hef ekki enþá séð neitt sem að breytir þeirrui skoðun minni.

 30. Voðalega eitthvað lélegt momentum á Anfield núna. 0-1 undir og eins og menn hafi ekki trú á verkefninu.

 31. Þetta er allt eitthvað svo erfitt. Hvernig er hægt að gera sér þetta svona erfitt? Ótrúlegt!

 32. Af hverju er yfirhöfuð verið að senda boltann á Enrique?
  Hann er handónýtur.

 33. Jæja, þetta er bara að verða enn lélegra, INNÁ með 3 varamenn plís. Anfield er að verða eins og kirkja á sunnudegi. newcastle er að drepa leikinn með því að tefja og taka tíma í allar aukaspyrnur og útspörk. Besta sem maður getur vonast eftir núna er 1-1 jafntefli. Ég bara sé ekki hver á að skora fyrir LFC, væntanlega sjálfsmark nc

 34. Enrique á stórleik… hvað þarf hann að sóla sjálfan sig oftar í viðbót og gefa feilsendingar til að vera tekinn ÚTAF!!!

 35. Þetta eru svakalega hægar uppbyggingar á sóknunum hjá okkur og það virðist lítið mál að verjast þessu. Það kemur heldur ekkert út úr þessum hornum hjá okkur. Spurning um að skipta Shelvey inná fljótlega.

 36. Guð minn góður hvað þetta er ógeðslega leiðinlegur leikur þvílíkt og annað eins getuleysi nær engri átt.

 37. Skot 5-1, horn 9-1. Við erum að fara að tapa þessu miðað við þetta 🙁

 38. Þetta mark BEINT úr uppskrifabókinni hans BR, er það ekki? Nóg af þessum helv. reitabolta með hægum dvergum…

 39. Svona án djóks, við værum í tómu rugli í botnbaráttunni ef við hefðum ekki Suarez. Þeir sem vilja selja hann verða að fara að tjúna hausinn sinn nokkuð mikið.

 40. Svo eru nokkrar sófakartöflur sem vilja selja Suarez. Ég þakka guði fyrir á hverjum degi að þið komið ekki að stjórn klúbbsins.

 41. það er svo sorglega augljóst að það er bara EINN maður sem getur skorað í þessu liði þegar menn geta bara einfaldlega ekki skorað hálfpartinn inní markinu!

 42. ohjjjjjj hvað þetta var ógeðsleg tækling og hats off fyrir Oliver dómara fyrir að sjá þennan viðbjóð, núna þarf bara klára þennan leik og nudda Krul upp úr töfunum!!!

 43. úff Suarez heppin þarna að Colocini hittir ekki nógu vel annars hefði hann örugglega fótbrotið hann.

 44. Hvað ætlaði maðurinn að gera? Ásetningurinn í þessu broti var hreinn og klár viðbjóður. Ef til vill afleiðing þess skotleyfis sem gefið hefur verið á Suarez. Gaman að sjá dómarann taka rétt á þessu.

 45. Shelvey er sorglegur, hvernig fór hann að því að skora ekki eftir þennan frábæra undirbúning frá Suarez?

 46. Nú þoli ég alls ekki Suarez enda ekki mitt að þola hann verandi United maður en mikið hrikalega var ég feginn að sjá þetta rauða spjald fara á loft. Gjörsamlega ólíðandi að menn reyni að taka leikmenn svona út. Suarez búinn að fara mjög illa með varnarmanninn og þetta var bara pirringur og tilraun til að slasa andstæðinginn.

 47. Ömurlegt á Anfield að venju spurnig hvort það fer ekki að koma reisupassa tími á BR hann er ekki að gera neit að viti.

 48. Áttum að vinna þennan leik, okkur vantar bara annan striker með suarez sem er eitraður. Það er eins gott að það gerist í janúar.

 49. Svekkjandi :-/ Flottur bolti enn eins og allir vita og sjá þá vantar hársbreidd uppá á síðasta þriðjungi… Mér finnst Sterling flottur enn yfirleitt vera sprunginn um miðjan seinni hálfleik…

 50. nr 82. Ertu ekki að grínast í mér.

  Hversu oft eigum við að byrja upp á nýtt? Það er svo mikið væl á þessari síðu að maður nennir varla að kíkja orðið hingað inn. Ef við töpum þá er allt ómögulegt og það á að selja Suarez og reka BR. Ef við vinnum þá eru þessir sömu menn í guðatölu en samt allt ómögulegt.

  Það vantar stórkostlega breidd í þetta lið sem vonandi verður bætt úr í janúar. Annars er liðið að spila flottann bolta en því miður er það ekki að skila mörkum enn sem komið er.

 51. Fínt að segja sem allra minnst î ca korter eftir svona úrslit. Annars getur skapið komið manni ì bobba…

 52. Djöfull eru margir slakir leikmenn í þessu Liverpoolliði. Skömm að þessu. Jose Enrique?? Joe Allen?? Downing?? Sahin ( Er þetta sama Sahin og var hjá Real Madrid eða er þetta Nuri Bahin hálffrændi hans??) Steven Gerrard ferlegur í dag og það er sárt í hjarta að horfa upp á hann svona lélegan. Á ég að trúa því að Jordan Henderson sé lélegri en Shelvey?? Hvaða sulta er hann eiginlega??? Hann er best geymdur í Blackpool þar sem hann var. Spurning er bara þessi: ER BOTNINUM NÁÐ????Lið sem vinnur aldrei nánast aldrei leiki verður í fallbaráttu og ég óttast að það verði hlutskipti Liverpool í vetur. Erfitt að kyngja þessum hörmungum og ég samhryggist Liverpoolstuðningsmönnum…

 53. Frábær árangur að landa einu stigi gegn sterku liði. Alveg í anda BR. Tiki Taka. Við vorum bara óheppnir að skora ekki meira.

  Ef fram fer sem horfir munum við ekki FALLA.

  Þessir neikvæðu geta hætt að skrifa.

  Maður bara brosir.

 54. Sá því miður ekki leikinn en þrátt fyrir arfaslaka byrjun á tímabilinu, líklega sá verstu frá því Guð talaði við Moses þá erum við aðeins 6 stigum á eftir 4. sætinu. Það má bjarga því ef við höldum sjó fram í janúar þar sem flestir virðast geta týnt stig af öllum.

 55. Hversu stórkostlegur leikmaður er Suarez. Þvílíkur baráttuvilji og þvílík tækni sem einn maður hefur. Held að leikmenn Liverpool ættu að taka þennan mann til fyrirmyndir. Hann bara vill ekki tapa og stoppar aldrei. Vinnslan í Kuyt er bara barnaleikur á við Suarez. Þetta er líklega albesti leikmaðurinn í EPL. Við erum stórkostlega heppnir að hafa þennan leikmann hjá okkur. Þetta mark er náttúrulega ótrúleg snilld.
  Hann skorar þetta frábæra mark, leggur upp dauðafæri fyrir Shelvey og fiskar einn mann út af….. á móti Everton þá skoraði hann þrjú mörk og var allt í öllu. Hann er að komast í topp 3-5 í heiminum og við ættum að gera okkur grein fyrir því hversu ótrúlega heppin við erum að hafa þennan leikmann.

  amen.

 56. Captain colo var ekki ‘fiskaður’ útaf… Þetta var morðtilraun og fullverðskuldaði rautt. Verð hissa ef þetta dregur ekki dilk a eftir sér. Þetta minnir mig solltið á Keane á Alf Inge Haaland hérna um árið. Fokking carreer ending tækling… Rugl

 57. Sárus var geðveikur í thessum leik! Sturla hefði átt að nýta sér thetta færi sem hann fékk

Newcastle á morgun

Liverpool 1 Newcastle 1