Opinn þráður

Það er stíft prógramm þessa dagana og liðið vonandi búið að gleyma síðasta leik og allir klárir í slaginn fyrir þann næsta. Höfum opinn þráð fram að upphitun SSteins sem ætti að detta inn á morgun.

Það er annars helst í fréttum að Lucas Leiva er á góðum batavegi eins og það er orðað og er mættur út á æfingavöll í léttar æfingar. Rodgers skaut á ca. þrjár vikur í viðbót (sem er þremur of mikið reyndar).

Pepe Reina ætti annars að vera í búrinu í næsta leik (hann er a.m.k. heill) en staðan á Glen Johnson er ekki alveg vituð. Auk þessara eru Kelly og Borini auðvitað líka meiddir.

En orðið er frjálst

 

21 Comments

 1. Frábært að Lucas sé að koma til baka. En ég ætla rétt að vona að hann og Joe Allen spili ekki marga leki saman í byrjunarliðinu.
  Báðir frekar “passívir” sóknarlega og skora lítið sem ekkert þar að auki. Vona að við förum að fá fleiri mörk frá miðjumönnunum okkar þar sem okkur sárvantar fleiri markaskorara.

  Með Lucas heilann sér maður fram á mikla baráttu þeirra á milli. Sem er ekkert nema jákvætt.

 2. Ætlun Brendan Rodgers var alltaf að hafa þá báða í byrjunarliðinu þannig að í rauninni verða engin barátta þeirra á milli heldur færist Joe Allen framar á miðjuna og Lucas verður varnartengiliður númer eitt. Joe Allen hefur reyndar verið frábær í því hlutverki að leysa Lucas af, sem betur fer.

 3. Í being Liverpool þegar Brendan er að tala við Shelvey segir hann að henn sjái hann fyrir sér sem fremstan á miðjunni, væntanlega fyrir framan Allen og lucas. Gerrard þá á hægri kannti og örugglega nokkuð frjálsan í sínum ferðum. Ef það verður raunin þá held ég að okkar mörkum gæti fjölgað eitthvað.

 4. Mikið rosalega væri gaman ef að Allen, Henderson og Shelvey mundu allir halda áfram á sömu braut. Kaupum jafnvel Sahin. Þá verður Liverpool með rosalega miðju eftir nokkur ár. Ég er farinn að þrá svo mikið að það komi bráðum alvöru striker úr unglingaliðinu þá erum við flottir á öllum vígstöðum upp á framtíðina.

 5. Held að það sé alveg hægt að færa góð rök fyrir því að sóknarleikur Liverpool muni eflast með Lucas og Allen saman á miðjunni. Það myndi klárlega gefa Gerrard, Sahin, Shelvey og öðrum miðjumönnum tækifæri til þess að spila framar á vellinum. Hins vegar gerir maður sér grein fyrir að það gæti tekið Lucas 2-4 mánuði eftir að kemur tilbaka að ná fyrri styrk. En ef hann helst heill þá fullyrði ég það að hann verður stærsti bitinn í janúarglugganum hjá Liverpool. Klárlega einn mikilvægasti leikmaður liðsins.

 6. Má allt í einu taka afstöðu með þeim sem eru ásakaðir um kynþáttaníð ? Ég hélt að það væri til skammar. En ætli það megi bara þegar sannanirnar eru takmarkaðar 🙂

 7. Ég einmitt get ekki beðið eftir endurkomu Lucas því það er eins og Steinar segir að þá verði Gerrard nýttur hægra megin og hann fær meira frjálst hlutverk og þar hefur hann nýst hvað best. Lucas og Allen eiga alveg að geta séð um miðjuna, unnið bolta og komið honum með stuttu spili til manna sem svo aftur eiga að sjá um að sækja fram völlinn.

  Meiðsli Lucas í fyrra og aftur á þessu tímabili hefur skaðað félagið alveg ótrúlega mikið og það er langt síðan að meiðsli eins leikmanns hafa verið svona áhrifarík, það er auðvitað slæmt að treysta svona á einn leikmann en það kemur heldur ekkert á óvart að liðið sakni heimsklassaleikmanns í sinni stöðu.

 8. Mig grunar að janúar glugginn verði ekki stór og mikill hjá okkur. Við hugsanlega köllum Carroll heim og kannski kaupum einn ódýrann og óþekktann leikmann. Finnst það farið að sýna sig að eigendurnir ætla ekki að standa í dýrum kaupum og janúar glugginn er mjög dýr gluggi. Spurning samt um að skoða lán á sóknarmanni t.d. frá Real Madrid.. það er nóg af þeim þar.

 9. Nr. 9

  Man eftir svipuðum söng í fyrra varðandi janúar gluggann. Samt náðu nokkur lið að styrkja sig umtalsvert og það fyrir skít á priki meðan við gerðum ekkert af viti og bættum liðið ekki neitt. Eftir niðurganginn í lok ágúst er ekkert spurning hvort þeir versli einhvern í janúar heldur bara hvern. Ef ekkert gerist held ég að mjög margir missi trúna á núverandi eigendum. Hvort sem það er sanngjarnt eða ekki.

 10. Babu, ég er alveg sammála þér með það. Þeir verða að styrkja og breikka hópinn í janúar. Ef ekki, þá er ég allavega komin með nóg af þessum USA eigenda tímabili hjá Liverpool FC. Brennt “barn” forðast eldinn. Það hefur lengi verið mín skoðun og ekki minnkar það neitt undanfarið. Bandaríkjamenn SKILJA EKKI út á hvað enskur fótbolti gengur ! !

 11. Nú gulllánsdrengurinn Carroll hjá West ham búinn að vera án markaskorunar 11 leiki í röð. Greinilega ekki bara hjá Liverpool sem partýdýrið fittar ekki inn. seljum hann fyrir klink, hann er hvort eð er sokkinn kostnaður eins og hagfræðin orðar það. Losum okkur við Cole í leiðinni og kaupum einhverja tvo til þrjá eldri en 25 sem geta hjálpað kjúklingunum

 12. Rodgers talaði um að nota Lucas Shelvey Allen og Gerrard þegar þeir eru allir heilir(being Liverpool) væntanlega kemur Sahin eitthvað inn í þessi plön.
  Alveg sama hvernig það fer þá verður að kaupa striker og kantmann sem eru með kaliber til að valda usla á móti hvaða liði sem er.(myndi ekki slá hendinni á móti Walcott).Það virðist alltof langt í þennan blessaða glugga,vonum það besta
  Y.N.W.A

 13. 5# Rak einmitt augun í þetta með Ferguson og Clattenburg. Þetta er mjög skiljanlegt, hann stóð með sínum manni í fyrra og stendur með sínum manni aftur 🙂

 14. Ég vona að það verði gert mikið til þess að fá Walcott til Liverpool í janúar, hann og Huntelaar með Suarez frammi yrði deadly combo.

  Báðir eru að renna út á samningum og ættu að fást á skikkanlegu verði EF þeir hafa áhuga á að koma til Liverpool.

 15. Joe Allen spilaði framar með Swansea en hann gerir hingað til fyrir Liverpool svo endurkoma Lucas verður bara til að gera liðið massívra.

  Ég veit samt ekki hvort liðið sakni Lucas jafnmikið og menn halda, við söknum meira alvöru kantmanna, Striker og betri varnar. (þó Sterling sé rosalega efnilegur þá er hann ennþá alltof lightweight til að koma Liverpool í topp4) Allir okkar varnarmenn hafa verið mistækir og hafa ásamt Reina átt móment þar sem þeir missa einbeitinguna algerlega eða alltof hægir að bregðast við. Samskiptaleysið í vörninni hefur verið alveg hrikalegt í vetur. Skrtel hefði t.d. vel getað komið í veg fyrir seinna mark Everton um síðustu helgi ef hann hefði farið nær og lokað á Fellaini en stóð frekar kjurr eins og álfur á markteigshorninu og gerði sig lítinn. http://www.101greatgoals.com/gallery/gimages/image/gif-steven-naismith-makes-it-everton-2-liverpool-2/

  Skrtel átti líka baksendinguna sem gaf Man City óverðskuldað stig og seldi sig mjög ódýrt t.d. í markinu gegn Sunderland o.s.frv. Ég var líka að vona að Glen Johnson myndi ná sér vel á strik í hraðara leikkerfi sem gerði honum kleift að vera mikið í boltanum. Hann er búinn að vera mjög slappur hingað til og stöðugt að koma róti á vörnina hvort sem hann spilar í hægri eða vinstri bakverði með hræðilegum staðsetningum. Þetta aðal miðvarðapar okkar í Agger & Skrtel tel ég að sé bara ekki nógu gott til að bera uppi jafn óstabílan leikmann og Johnson, hvað þá Enrique.
  Coates verið ansi mikil vonbrigði og í litlum takti við enska boltann en Wisdom er virkilega efnilegur. Held að heimsklassa miðvörður eða vinstri bakvörður sé eitt af algerum must kaupum fyrir Liverpool árið 2013. Jafn mikilvæg og þessi margumtalaði slúttari frammi

  Sé ætlunin að spilað 4-3-3 þá bara verður að fara á fullt í að næla í mann eins og Walcott eða Loic Remy hjá Marseille. Mikið væri það svo mikill draumur ef við næðum að lokka óánægðan Edin Dzeko frá Man City. Með framlínuna Suarez-Dzeko-Walcott og miðjuna Sahin-Leiva-Gerrard værum við komnir með þvílíkt dúndur sóknarlið.

  Allt í allt þá er fótbolti liðsíþrótt sem hefst á góðri vörn og að stýra miðjunni. Þetta er ekki mikið flóknari íþrótt en það. Við þurfum til þess miklu meiri hraða í liðið og meiri tækni og yfirvegun. Þetta er allt hlutir sem Rodgers metur mikið í leikmönnum og hann ætti að vita hvað þarf að gera í næstu gluggum. Það komið nóg af því að hann tali eins og pólitíkus og fari núna að sýna og gera réttu hlutina í verki.

 16. nr 5 og 14.
  Þetta er eitthvað sem Brendan mætti kynna sér, þá fengum við sjálfsagt meiri uppbótartíma og fleirri aukaspyrnur með okkur enn ekki á móti……

 17. Ég er nokkuð viss um að Carroll verði ekki kallaður tilbaka þar sem Liverpool vonast líklega eftir að West Ham kaupi hann ef þeir halda sér uppi. Upphaflega átti samningurinn að vera þannig að West Ham væri skyldugir til að kaupa hann fyrir 17 miljónir punda ef þeir héldu sér uppi en það er víst ekki þannig í núverandi díl. Það eitt og sér er mjög skrýtið og því gætu West Ham alveg eins fengið hann á mun minna næsta sumar. Ég myndi allan daginn taka 17 miljónum punda fyrir Andy Carroll í dag.

 18. Hvers vegna telja allir á hreinu að Sahin verði til framtìðar hjá okkur?

  Finnst hann enn langt frá því að vera búinn að sanna sig ennþá allavega…

 19. Skoðið það sem Raggi79 segir í Liv-Swa þræðinum nr. 62 þið sem ekki hafið séð það. Two thumbs up.

 20. Verð bara að segja, að það vantar vilja í nokkra menn. Standa oft hreyfingalausir og nenna ekki að krækja í boltann, spila sig útúr takt við aðra leikmenn og láta taka af sér boltann og það var gert nokkru sinnum við Allen í síðasta leik, sem reyndar átti ekki spes leik þann daginn, ekki er nægilegt að spila boltanum fram og aftur en skora svo lítið eða ætla að halda leiknum í 1-0. Leikmenn eiga að skjóta að marki, alveg sama hvaða stöðu þeir eru í og Allen nokkur, ætti að skoða það mál. Semsagt að æfa á markið og hætta þessu að spila með hendur í vösum, eða þannig.

Uppboð Guðlaugs Victors fyrir Barnaspítalann – Treyja Daniel Agger

Newcastle á morgun