Uppboð Guðlaugs Victors fyrir Barnaspítalann – Treyja Daniel Agger

433.is mun frá og með deginum í dag og til 29. nóvember standa fyrir uppboði á treyjum frá Daniel Agger, Thiery Henry, *hóst* Tim Cahill *hóst* og Rafael Marquez.

Það er Guðlaugur Victor Pálsson miðjumaður New York Red Bulls sem stendur fyrir uppboðinu en hann safnar peningum fyrir Barnaspítala Hringsins. Guðlaugur er nú á láni hjá hollenska liðinu, NEC í Hollandi.

Næstu fjórar vikurnar verður boðinn upp eina treyja á viku og er öllum frjálst að bjóða í treyjurnar.

Uppboðið hefst á treyju Daniel Agger en þessi snjalli varnarmaður frá Danmörku áritaði treyjuna sem hann lék í.

Guðlaugur og Agger þekkjast vel frá tíma Guðlaugs hjá Liverpool en hann lék með unglinga og varaliði félagsins á árunum 2010 – 2011.

Uppboðið á treyju Agger hefst í 10 þúsund kr en þeir sem vilja styrkja þetta góða málefni og bjóða í treyjuna geta sent tölvupóst á hoddi@433.is

Sjá nánar á 433.is

2 Comments

Liverpool 1 – Swansea 3

Opinn þráður