Kop.is Podcast #29

Hér er þáttur númer tuttugu og níu af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 29.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, SSteinn, Babú og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við leikina gegn Reading, Anzhi og Everton, dómaramistök, dónaskap á netinu og fleira.

26 Comments

 1. Góð og skemmtileg hlustun. Varðandi hvort Reina hafi verið heill eða ekki þá amk. sýndu stöð2sport viðtal við Rodgers fyrir leik þar sem hann sagði að Reina væri hreinlega ekki heill, menn geta svosem gert það sem þeir vilja við þau ummæli. Mér fannst þau nokkuð trúanleg.

  Annars mætti benda á það KAR, að það heyrist yfirleitt talsvert lægra í þér en hinum, amk. í minni tölvu. Annars good job bara, þessi síða er og verður mín uppáhalds síða.

 2. Flottur þáttur að vanda, hlustaði og horfði á ótrúlegan leik Reading og Arsenal. Enn og aftur spilaði dómgæslan stórt hlutverk. Annan leikinn í röð kom dómarinn Arsenal til hjálpar á lokamínútunum. Sleppti varnarmanni Arsenal við sitt annað gula spjald fyrir peysutog þegar sóknarmaður Reading var kominn framhjá honum og svo bætti hann við rúmri mínútu umfram viðbótartímann sem Arsenal nýtti sér.

 3. Ef þú hefðir verið að horfa á leikinn þá hefðirðu séð að Roberts ríghélt í treyjuna hjá Koscielny áður en Koscielny kom við hann, réttur dómur hefði verið aukaspyrna á Roberts. Dómarinn ákveður viðbótartímann, hann má alveg bæta við það sem hann var áður búinn að gefa upp á skiltinu. Reading gerði skiptingu í uppbótartíma og því eðlilegt að bæta smá við.

 4. Setti óvart like á #3, átti að fara á #4… Þetta er rétt hjá #4 Roberts átti ekki skilið aukaspyrnu þarna… Eins og einhver sagði einhvertíman “hinn byrjaði” 🙂

 5. Takk fyrir mig, snilldarpodcast hjá ykkur.

  Algjörlega sammála Magga. Við sem stuðningsmenn LFC eigum að standa við bakið á Suarez og sýna stuðning. Ég skal alveg viðurkenna það að Suarez hefur farið í mínar fínustu og ég jafnvel talið það best fyrir klúbbinn að losa sig við hann. Ekki lengur og sú hugdetta mun aldrei snúa til baka. Suarez er maðurinn.

  Með þessa videodómara og allt það. Ég hef horft þónokkuð á enska boltann síðustu ár og á marga aðra leiki en bara L´pool leiki. Alltof oft eru mistök sem hafa áhrif á úrslit leikja. Og þið einmitt komið inná einn punkt sem hefur verið í hausnum á manni undanfarin ár. Að leikurinn er orðinn það hraður og breyttur að mannleg mistök dómara eru látin viðgangast og sé almennt talinn bara hluti af leiknum. Það er kominn tími til að breyta þessu. Annars hættir maður bara að horfa á þetta ef þessi dómarasirkus heldur áfram. Ég sagði það fyrir nokkrum árum og hef verið að tuða það reglulega hvað þetta væri sáraeinfalt og alls ekki tímafrekt fyrir dómarann. Ef það kemur upp vafadómur, og í leik eru kannski max. 2 skipti, þá hleypur aðaldómarinn að hliðarlínu, þar er skjár, hann sér endursýninguna og dæmir útfrá því. Þetta ætti að taka 15-20 sec. Hvað tekur það langan tíma fyrir dómarann að greiða úr ruglinu sem verður þegar upp kemur vafaatriði í boltanum í dag? Allir að hópast að honum o.s.frv. Lengri tíma en það tekur fyrir hann að hlaupa að hliðarlínu, sjá skjáinn og dæma. Ef einhverjir leikmenn eru ennþá tuðandi eftir þann dóm þá bara gult, ekki flókið.

  Annars sýður ennþá á manni eftir helgina. Ég hreinlega næ ekki þessu bulli sem varð á einni helgi í enska. Ef einhverskonar videotækni kemur ekki inn í þetta þá held ég að samsæriskenningum fari fjölgandi og áhuginn fyrir enska boltanum fari dvínandi. Allaveganna var ég nálægt því að cancela áskriftina að enska.

 6. ?RUMOUR (posted from the The Anfield Wrap hours before they took it down)

  Raheem Sterling has “reportedly” rejected a 15k/week from LFC of a 5 year deal.

  Fokk

 7. Ég er ósammála því sem Steini segir um Riise. Riise skoraði frægt mark gegn Barcelona með hægri fæti og að ég held alveg örugglega eitt annað mark.

  Annars flottur þáttur hjá ykkur og ég er nokkuð sammála öllu þarna, sértaklega með myndbandsupptöku.

 8. Takk fyrir sopcastið strákar! Alltaf gaman að hlusta á ykkur

 9. Frábært! Tusen takk!! 🙂

  Og nr.7: Hahahahaha… Þekki marga sem flöskuðu á þessu 25.maí 2005 🙂

 10. Já, nákvæmlega! Er einhver staður sem sýnir leikinn í kvöld? (Ekki stream)

 11. Sæl/Sælir, hlakka til að hlusta á podcastið á eftir, en annars rakst á ansi góða grein um hvernig hægt er að ná árangri með góðri stjórnun. Stjórnun sem treystir á gott Scouting kerfi (kaupa góða unga leikmenn með gott endursöluverð), traust á ungviði, lágan launapakka, auglýsinga tekjur, etc. Kannski eitthvað sem að okkar menn eru að reyna að gera, en þarf tíma. Endilega skoðið þessa grein, hún er afar áhugaverð og öfundsverð.
  http://swissramble.blogspot.ch/2012/10/borussia-dortmund-back-in-game.html

 12. Leikurinn virðist ekki vera sýndur “neinsstaðar” í kvöld. (veit ekki með önnur lönd, en hann er ekki sýndur á Bretlandi eða Íslandi).

  Stöð 2 fékk þau svör að ekki væri í boði að fá leikinn, Fékk þetta frá einum (Púllara) sem vinnur á Stöð 2 (sent á Twitter):

  Við ætluðum að sjálfsögðu að sýna þennan leik en fengum afsvar að utan… Not possible var svarið.

  Skil ekki hvernig sjónvarpssamingar eru í deildarbikarnum og afhverju í fjáranum ekki sé frekar stuðlað að því að sýna alla leiki (ath. það er ekkert Stöð 2 sem stjórnar því, þeir sýna alltaf Liverpool þegar það er mögulega valkostur) en svona virðist þetta vera og ætti kannski aðeins að sýna hver áhuginn er á þessari keppni.

 13. Leikurinn virðist hreinlega ekki vera í boði fyrir sjónvarpssendingar. Þannig að ég skil ekki alveg hvernig hægt sé að bjóða uppá stream frá viðkomandi leik….

 14. Inn á thefirstrow.eu er hann allavega listaður kl. 8. Langbesta stream síðan með íþróttir að mínu mati.

  En að liðinu þá er náttúrulega kominn tími á að Joe Cole skríði fram úr rúminu og setji hann fyrir Liverpool. Dugar ekkert minna því annars er þetta lið aldrei að fara vinna 2-1

  Cole - Yesil - Downing
  Suso - Shelvey - Henderson

  Enrique – Carragher – Coates – Wisdom
  B.Jones

 15. Þegar við duttum úr keppni gegn Northampton hérna um árið var hann heldur ekki sýndur neinsstaðar. Sama hvar ég leitaði það var hvergi hægt að finna stream á leikinn og ég endaði á að finna einhverja útvarpsútsendingu af honum, það var frekar furðulegt en minnti mann á þegar ég hlustaði á Bjarna Fel lýsa íslenska boltanum í gamla daga, oh the good old days 🙂

  Með Arsenal manninn þá var hann ekki búinn að gefast upp, hann skrapp aðeins frá. Þetta er Twitter síðan hans og hann er með myndir sem sanna að hann fór aldrei, menn voru víst búnir að stofna haturs facebook síðu gegn honum :/

  https://twitter.com/myzanand

 16. Flottur þáttur hjá ykkur strákar.

  Ég var mjög ánægður með umræðuna um að nota skuli tölvutækni/sjónvarpstækni til þess að aðstoða dómara með erfið tilfelli. Hef haldið því fram í mörg ár, síðan tæknin var fyrst notuð í USA, að drífa ætti að setja þetta upp í fótboltann. ‘Rantið… 🙂 ‘ hjá Magga á 44. mínútu Podcastsins fannst mér vera SPOT ON.
  Þessi umdeildu atriði hafa aukist ef eitthvað er undanfarin ár og þeir sem eru enn andvígir þessu eiga lítið sem ekkert inni eftir í rökum sínum.

  Takk fyrir mig.

 17. Ekki að eg ætli að vera með diss, en var ekki loksins komið a næsta leik her til hægri? Se bara NÆSTI LEIKUR
  Anzhi
  Anfield
  Europa League
  25. Október kl. 19:05

  En frabær siða i alla staði

Swansea á miðvikudag & ýmislegt annað

Byrjunarliðið komið