Liðið gegn Anzhi Makhachkala

Brendan Rodgers ætlar greinilega ekki að vera með neitt kæruleysi í kvöld og stillir upp (allt of) sterku liði gegn Anzhi ef miðað er við fyrri leiki Liverpool í þessari keppni og auðvitað næsta leik.

Suarez og Gerrard byrja báðir ásamt Sahin, Johnson, Skrtel og Agger rétt eins og búið var að slúðra um í gær. Downing og Assaidi fá séns á vængjunum í dag á meðan Allen, Sterling og Suso fá hvíld á bekknum. Yesil er í hóp sem næsti sóknarmaður. Að öðru leyti er áhugavert að sjá Coates ekki í hóp og Henderson (bara) á bekk.

Jones

Wisdom – Skrtel – Agger – Johnson

Gerrard -Shelvey – Sahin

Downing – Suárez – Assaidi

Bekkur:
Gulacsi, Henderson, Carragher, Allen, Sterling, Suso, Yesil.

Þá er bara að leggjast á bæn að enginn meiðist í kvöld og vona að þetta lið landi nú sigri á Anfield.

Lið Anzhi er svona:
Anzhi: Gabulov; Agalarov, Samba, Joao Carlos, Zhirkov; Shatov, G Gabulov, Boussoufa; Carcela-Gonzalez, Eto’o, Smolov.
Einhver þekkt nöfn þarna inn á milli með Eto´o auðvitað fremstan í flokki.

49 Comments

  1. Er hann ekki að hugsa þetta þannig að hann vill mikið komast uppúr riðli bara 🙂

    mér finnst þetta sniðgut. Og plús að þetta eru allt atvinnumenn í fótbolta og hljóta að geta tekið 2 leiki í viku í eitt skipti

    Flott lið ÁFRAM LIVERPOOL!!!

    YNWA!

  2. Mjog spes að hann hvili ekki fleiri fyrir sunnudagsleikinn. En vonandi holdum við hreinu, skorum nokkur og allir haldist heilir.

  3. Rosalega ánægður að Yesil sé á bekknum vonandi sjáum við hann spila í kvöld 🙂

  4. Þetta er gott, en eitthvað hrognamál … sop://broker.sopcast.com:3912/124891

  5. það er greini legt að Brendon ætlar að spila með sterkt lið á heimavelli í þessari deild og svo kjúklinga lið á útivelli 🙂
    Mér líst vel á það !!

  6. jæja var að koma að leiknum, hvernig hefur þetta verið?
    Getum við eitthvað?

  7. Getum alveg fullt! 🙂 Flottur leikur í gangi, hraður og meira að segja Suarez fékk aukaspyrnu fyrir utan teig og fiskaði gult spjald! 🙂

  8. Góður dómari. LÆtur leikinn ganga vel og er ekkert að flauta á einhvern tittlingaskít.

    Og já kemur Johnson ….

  9. Afskaplega lítið i gangi. Finnst vanta að pressa þá aftar með því að smella 1-2 leikmönnum á vítateigslínuna. Þá hefðum við líka einhverja til að stinga inn á og á endann á fyrirgjafirnar. 0-0 lykt að þessu.

  10. Vona að ég hafi ekki verið sá eini sem sá þetta mark hjá Downing með HÆGRI! svona bara svo fólk haldi ekki að ég sé að ljúga 😉

  11. Downing að borga loksins fyrir launin sín. Hann hefur sýnt svona en bara ekki í okkar búning

  12. WISDOM ber nafn með réttu. Spilar eins og reyndur landsliðsmaður. 🙂

  13. Downsarinn skorar og streamið dettur niður á sömu sekúndunni. Ég missti af þessu. DJÖ. þetta var svona næstum því once in a lifetime dæmi þar sem Downsarinn var annars vegar…

  14. Þarna kemur staðfesting á því að Downing á ekki að spila sem bakvörður.

  15. Þá er hann búinn að koma sér endanlega í left-back blessaður. Ábyggilega blendnar tilfinningar hjá Downing.

  16. Þurfa dómarar ekki að kunna reglurnar?? Þetta var mark hjá Agger…

  17. Já þarf hann ekki að vera með báðar hendur á til að þetta sé aukaskyrna? 2-0 fyrir Liverpool.

  18. Er Jones að stimpla sig inn í liðið á kostnað Reina?
    Búinn að vera ferlega solid kallnn sem er ekkert smá ánægjulegt

  19. Jones er búinn að vera mjög öruggur í markinu, vel staðsettur og ekkert fát á honum.

  20. selja Suarez í Janúar, reyna að fá eitthvað þokkalegt verð fyrir hann ef það er hægt og fá einhverja sóknarmenn í staðinn alveg sama hverjir það eru þeir verða alltaf betri en hann allavega!!!

  21. Frábært sigurmark og flottur sigur! Assaidi var frábær og fleiri voru að standa sig vel.
    Munið að BR sagði um daginn að það þyrfti að laga vörnina eftir Udinese leikinn. Hvað hefur gerst??
    Jú, liðið okkar hefur haldið hreinu í þremur leikjum í röð og unnið tvo og gert eitt jafntefli. Það er greinilega ýmislegt spunnið í Norður Írann okkar!
    Jones var öruggur og heldur áfram að vaxa. BR er greinilega að ná miklu út úr hópnum sem hann hefur og þetta er (enn og aftur) allt á uppleið!

    YNWA!

  22. það er ótrúlegt hvað markaðsetning og slæmt umtal getur gert. Núna er búin að vera herferð á móti Suarez, byrjar með Fergi og svo enska pressa og endar með einhverjum fávita hjá Fifa, Jim Boyce að nafni sem engin þekkir (það var gott svarið hjá Suarez um hann).
    Það er bara staðreynd ef þú tala nógu legni illa um einhvern þá fer fólk að trúa því? Suarez er frábær fótbolta maður og sennilega einn sá besti í heiminum í dag! Mér finnst ömurlegt á sjá svona skrif þar sem stuðningsmenn Liverpool fc eru að tala niður til hans. það eru ekki stuðningsmenn Liverpool að mínu mati.

  23. Það getur vel verið að Suarez sé ágætis knattspyrnumaður en hann er alls enginn sóknarmaður, það er klárt. Hann er í það minnsta notaður í kolvitlausri stöðu þessi misserin það sjá það allir sem opna augun.

FC Anzhi Makhackala mæta á Anfield

Liverpool – Anzhi 1-0