FC Anzhi Makhackala mæta á Anfield

Evrópukvöld á Anfield framundan, ekki þó Meistaradeild heldur litli bróðirinn vinsæli.

Mótherjarnir eru lið sem aldrei hefur mætt til Englands að keppa, hvað þá að leikmenn þess hafi upplifað þá dýrð að labba inn á Anfieldvöllinn undir fljóðlósum og söng heimamanna!

Skoðum mótherjana aðeins seinna, skulum byrja á að velta upp okkar drengjum í alrauða búningnum.

Liðið kemur ferskt til leiks eftir fyrsta deildarsigurinn á heimavelli frá síðustu helgi þar sem við sigruðum Reading 1-0. Það ætti að nýtast liðinu vel í undirbúningi þess fyrir komu Anzhimanna, en leikurinn er sá síðasti í fjögurra heimaleikjaseríu LFC, en staðan í henni nú er 1 sigur, 1 jafntefli og 1 tap.

Sigrar veita sjálfstraust, óháð því um hvaða keppni er að ræða og því hlýtur stefna Brendan Rodgers og drengjanna hans að vera einmitt sú, að vinna leikinn og stíga næsta skref í átt til þess að gera heimavöllinn okkar dýrðlega að gryfju og vígi sem andstæðingar hræðast að mæta í. Það var alveg augljóst að þungu fargi var létt af stjóranum eftir sigur laugardagsins þegar hann notaði hástemmd lýsingarorð í viðtölum og miðað við útkomu viðtala við hann eftir tapið gegn Udinese í síðustu umferð þessarar keppni leggur hann upp með að stilla upp liði til sigurs.

En það er ekki einfalt núna þegar meiðsli hrjá okkar þunna hóp og stórleikur, borgarslagurinn á Goodison, er framundan. Það er ekki nokkur vafi að stóri leikur þessarar viku er ekki leikur morgundagsins og því finnst mér frekar erfitt að átta mig á hvernig liði verður stillt upp gegn Anzhi, eftir töluverðar vangaveltur í gegnum daginn hallast ég að þessu byrjunarliði:

Jones

Wisdom – Carra – Coates – Enrique

Shelvey – Henderson – Sahin

Downing – Morgan – Assaidi

Á bekknum verði svo: Gulacsi, Skrtel, Johnson, Gerrard, Allen, Suarez og Yesil.

Ég held semsagt að við sjáum svipaða uppsetningu og í leiknum gegn Udinese, þar sem þeir leikmenn byrja sem ekki hafa byrjað marga deildarleiki en “kanónurnar” verði geymdar á bekknum tilbúnar að koma inná. Ég tippa á að Morgan verði í byrjunarliðinu á undan Yesil eftir flotta frammistöðu hans í U-21s árs leiknum gegn Manchester City. Það er þó afar erfitt að tippa á byrjunarlið þessa dagana og vel má vera að allt annað lið hefji leikinn gegn Rússunum, en tilfinning mín í dag er sú að lykilmenn liðsins verði hvíldir og látnir berja á blánefum um helgina.

Mótherjar okkar koma frá borginni Makhackala í lýðveldinu Dagestan sem er hluti Rússlands. Babú er þessa dagana að viða að sér upplýsingum um landafræði og sögu svæðisins og því engin ástæða til að vera nokkuð að taka forskot á þá sælu!

Liðið er stofnað 1991 og hóf keppni í rússnesku deildinni ári síðar. Liðið lék í efstu deild milli 2000 og 2002, féll þá niður í næstefstu deild og lék þar í sjö ár þar til það komst aftur í keppni þeirra bestu í Rússlandi árið 2009. Það varð svo skörp breyting á högum félagsins þegar rússneski fjárfestirinn Suleyman Kerimov http://en.wikipedia.org/wiki/Suleyman_Kerimov keypti klúbbinn, en með dyggri (og sennilega ekki óspilltri) aðstoð forseta Dagestan. Kjaftasagan segir að forsetinn hafi tekið klúbbinn eignarnámi og gefið Kerimov hann svo gegn loforði um fjárstuðning til ríkisstjórnarinnar. Svona er víst bara nokkuð eðlilegt þarna um slóðir!

Kerimov beið ekki boðanna og hóf að kaupa leikmenn, bæði innan Rússlands og erlendis frá. Þekktasti leikmaðurinn er örugglega Samuel Eto’o sem er fyrirliði þess og heimsþekktur markaskorari en fleiri nöfn eigum við að þekkja í leikmannahópnum. Chris Samba kom frá Blackburn, Yuri Zhirkov var keyptur frá vini Suleymans í Chelsea. Besti leikmaður Ungverjalands, Balázs Dzsudzsák kom frá PSV og síðan komu fimm Brassar í kippu með Roberto Carlos þekktasta nafnið. Sá er þó hættur að leika knattspyrnu og er Director of Football hjá liðinu.

Í febrúar síðastliðnum var svo stjórinn fundinn sem á að raða saman liði sem ætlað er að komast hátt í rússneskri knattspyrnu og ná árangri í Meistaradeildinni í framtíðinni, Hollendingurinn Guus Hiddink var keyptur frá tyrkneska landsliðinu og það var hann sem stýrði liðinu í 5.sæti Rússlands í fyrra og kom liðinu áfram í Evrópudeildinni í fyrsta sinn í sögunni.

Dagestanarnir í Anzhi sitja í efsta sæti deildarinnar í ár eftir 12 leiki, hafa unnið 9, gert 2 jafntefli og tapað einum leik. Lið fullt af leikreynslu sem leggur mikið upp úr hröðum sóknarleik og hápressu.

Semsagt alvöru lið sem mætir á Anfield undir vökulu auga Sigursteins Brynjólfssonar, skulum horfa eftir stráknum í útsendingunni því ekki er langt síðan hann lék aðalhlutverkið í innáskiptingum okkar rauðliða í beinni þegar hann kippti Christian nokkrum Poulsen útaf!

Ég ætla að leyfa mér að vera aðeins bjartsýnn þó það sé ekkert endilega ástæða til þess. Rússarnir hafa farið fínt af stað, gerðu jafntefli á Ítalíu og unnu Young Boys en ég held að nú komi að því að okkar menn nýti færi og vinni leikinn. Ég leyfi mér að tippa á 2-1 sigur þar sem Nuri Sahin og Seb Coates setja mörkin.

KOMA SVO!!!!!!!!

51 Comments

  1. Hef slæma tilfinningu fyrir þessum leik, held að Eto’o taki okkur í rassgatið..

  2. Eruð þið allir á því, að maður eigi frekar að vera eitthvað að dreyma um topp 4 sæti í deildinni og detta út úr evrópu deildinni, en að segja bara fokk deildina, og reyna að ná í þennan bikar? Hvernig er það? Ég veit að mér er nákvæmlega sama hvort við verðum í 5. sæti eða 17. sæti í deildinni, ef það þýðir að við komumst langt í bikarkeppnunum og vinnum kanski eina eða tvær.

  3. Nr. 2

    Lið sem eru ofarlega í deildum eru vanalega þau sem eru að ná lengst í þessum bikarkeppnum og evrópukeppnum. Þar fyrir utan kemstu ekkert í þessa keppni nema vera ofarlega í deild eða vinna bikarkeppni. Það hjálpar ekki til við að fá nýja og BETRI leikmenn. Margt sem spilar saman inn í þetta en það skiptir töluverðu máli upp á næsta tímabil hvort lið lendir í 5. eða 17. sæti.

  4. Alltaf gamann að fræðast 🙂

    kop.is er klárlega besta Liverpool blogg síðan 🙂

    keep up the good work!

  5. Jú, það skiptir auðvitað máli, en það sem mér finnst furðulegast er að vera eitthvað að hvíla góða menn í þessari deild. Við sáum hvernig það endaði síðast, og það þarf ekki að tapa mörgum stigum í viðbót til þess að detta út. Mér finnst allavega ekki að það eigi að hvíla alla leikmennina í þessa leiki, þegar þetta er opin keppni, sem við getum unnið ef við leggjum okkur framm.

  6. frábær upphitun.. get ekki beðið eftir þessum leik;) 3-2 morgan,assiadi og seb coates

  7. Flott upphitun ætla ekki að spá neitt því þá töpum við alltaf svo bara go Liverpool!

  8. Ég held að þetta sé langt frá því að vera liðið sem mun spila annað kvöld. Rodgers ætlar að byrja að nota sína sterkustu menn mun gjarnar í Evrópudeildinni. Það er mikið talað um það í Bítlaborginni að svo sé. Mark my words.

    Spái liðinu svona:

    Jones

    Wisdom - Skrtel - Agger - Johnson

    Gerrard - Sahin - Shelvey

    Downing - Suarez - Assaidi

  9. Voðalega ertu kurteis að nefna Kerimov eingöngu sem fjárfesta. Sennilega einn af verstu glæpamönnum samtímans.

    Annars er einhver jafnteflisfnykur af þessum leik. Segjum 1-1

  10. Byrjunarliðið á morgun

    Jones

    Johnson – Skrtel – Coates – Enrique

    Henderson – Sahin – Shelvey

    Yesil – Suarez – Assaidi

    1-1

  11. Ég verð nú bara að segja að ég hef verulegan viðbjóð á svona klúbbum og fólki sem starfar hjá þeim. Guus Hiddink og þessir leikmenn setja mjög niður í virðingarstiganum mínum við að taka við svona blóðpeningum. Ekki eins og þeir eigi ekki nóg af þeim fyrir.

    Það er ekkert eðlilegt við að menn séu að eyða þvílíkum milljörðum í klúbb sem er umkringdur fátækt allt í kringum sig. Héraðshöfðinginn hefði betur stuðlað að aukinni velferð í héraðinu sínu. Þess vegna vona ég innilega að þessi klúbbur detti sem allra fyrst út úr keppninni og nái aldrei nokkrum árangri. Þetta er bara óhugguleg forheimska sem þarna er í gangi.

    Að því sögðu vonast ég eftir því að okkar menn rústi þessu liði. Bíð svo spenntur eftir því að Babú komi með gott yfirdrull á þennan gjörspillta héraðshöfðingja í Dagestan.

  12. Maggi minn, ég fékk ekki miða í Main Stand að þessu sinni og mun því ekki sjá um skiptingarnar. Þarf að sætta mig við það að standa í The Kop á morgun, en ég get fullvissað þig um það að ef Christian Poulsen lætur sjá sig einhvers staðar nálægt vellinum, þá verð ég ekkert kyrr í Kop, hann verður skriðtæklaður upp fyrir axlir og sendur beint með einkarellu til Horsens eða einhvers annars bæjar í DK, með kærri þökk fyrir ónotin (ekki afnotin í þessu tilviki).

  13. Þar sem Poulsen var að spila í kvöld í Meistaradeildinni þá tel ég ólíklegt að hann sjáist nálægt Anfield annað kvöld. Hversu viðbjóðslegt er að hugsa til þess að Chirstian Poulsen sé að spila í Meistaradeildinni og að vinna Man City á meðan við erum í þessari blessaðri Evrópudeild. Segir manni bara það að við VERÐUM að fara að komast aftur í Meistaradeildina, þó það verði væntanlega ekki á næsta tímabili verðum við að fara að komast í þessa deild fyrr en síðar.

    Smá athugasemd varðandi hóp Anzhi að þá náði Balázs Dzsudzsák ekki að festa sig í sessi í Dagestan og var seldur til Dynamo Moscow en á móti er búið að kaupa nokkra menn í staðinn, t.d. Lassana Diarra frá Real Madrid (money money) og Lacina Traore sem er tveggja metra framherji sem þarf klárlega að passa vel upp á.

    Það er alveg klárlega ömurlegt að það sé hægt að búa til svona lið með peningum einum saman en það er alveg klárt mál að þetta er hörkulið með hörkuþjálfara og við þurfum klárlega að mæta með eitthvað nálægt okkar sterkasta liði ef við ætlum að ná úrslitum á móti svona sterku liði. Einhvers staðar las ég að Suarez og Gerrard yrðu í liðinu á morgun og það er klárt að við þurfum á þeim að halda. Ég spái 2-1 sigri okkar, Suarez með eitt og SSteinn með annað 🙂

  14. Eftir síðustu leiki er maður bara farin að vera bjartsýnn. Spái að Shelvey bæti tvem í Evrópu reikninginn og við klárum þetta 2-1. YNWA

  15. Spái því að Brendan hvíli flesta þá sem byrja leikinn á sunnudaginn enda miklu mikilvægari leikur en þessi í kvöld. Spái því að við töpum illa og komumst ekki uppúr þessum riðli.

    Deildin er það sem við verðum að fókusera á og hvert sæti uppávið er mikilvægt, þessi evrópudeild skiptir minna máli eins og staðan er í dag.

  16. Liverpool Echo segir í dag að helstu kanónur liðsins verði ekki hvíldar í kvöld og líklegt er að Gerrard og Suarez byrji.

    Mér líst ekki nógu vel á það, Gerrard hefur varla fætur í það að spila þrjá leiki á rúmri viku og Suarez var virkilega þreyttur strax í upphafi síðari hálfleiks gegn Reading…

    En það er líka mikilvægt að standa sig vel í þessari keppni… þetta er erfitt val fyrir Rodgers og félaga.

  17. Liðið sem Sigmundur Davíð nefnir í ummælum #8 er mjög líklega rétt byrjunarlið ef eitthvað er að marka AlanD á Twitter. Sá hefur nær alltaf rétt fyrir sér þegar hann spáir byrjunarliðinu.

    Það er áhugavert fyrir mér að Henderson fái ekki að byrja þennan leik. Af þeim sem eru á bekknum í deildinni þessa dagana hefði ég hengt mig mest á að þetta væri leikur fyrir hann en karlinn ætlar enga sénsa að taka og setur Shelvey inn fyrir Allen á miðjuna, það er eina „hvíldin“ sem hann gefur þar. Sýnir líka hversu mikið ofar í goggunarröðinni Shelvey er umfram Henderson.

    Allavega, sterkt byrjunarlið og Agger, Gerrard og Suarez sérstaklega óvænt látnir byrja þremur dögum fyrir borgarslag. Plís, ekki meiðast strákar.

    Og fyrir þá sem eru að spyrja um Steina og Poulsen þá náðist Steini á mynd að fagna því þegar Nathan Eccleston var skipt inná fyrir Christian Poulsen gegn Napoli á Anfield í nóvember 2010: http://www.kop.is/2010/11/09/22.15.27/

    Af mörgum slæmum leikjum var þetta sennilega versti leikur Poulsen fyrir Liverpool og Steina var alveg nóg boðið og steytti hnefum þegar hann sá hver var að fara út af. Þar sem hann sat við hliðarlínuna beint fyrir aftan Eccleston sást þetta allt í þráðbeinni á Stöð 2 Sport og við vorum ekki lengi að redda skjáskotum af snilldinni. Þið getið séð myndirnar í leikskýrslunni hér að ofan. 🙂

    Af Christian Poulsen er það annars helst að frétta að hann og Ryan Babel voru í byrjunarliði Ajax sem stútaði Man City 3-1 í gær. Þvílík hetja. 🙂

  18. Já ansi magnað að bæði Babel og Poulsen hafi spilað allan leikinn í sigri Ajax gegn City.

  19. Sé að ég hef ekki náð að fá réttustu upplýsingarnar, flott að því með Diarra og Traore var bætt við. Takk fyrir það Þröstur.

    Hef miklar áhyggjur af því ef að Gerrard og Suarez verða báðir látnir byrja í kvöld og mun þá fyrst og síðast velta því fyrir mér hvort þeir standa tæklingar af sér og haltra ekki útaf. Þeir VERÐA að spila gegn þeim bláu.

    Steini, ekkert svona. Þú verður að vera nálægt Rodgers, þetta svínvirkaði seinast!!! Skemmtið ykkur vel félagi – treysti á að orkan þín hjálpi drengjunum!

  20. Ég bara trúi því ekki að UEFA séu búnir að heilaþvo Rodgers það mikið að hann sé farinn að trúa að þessi keppni sé á pari við Meistaradeildina! Við höfum akkúrat enga breidd til að fara fórna okkar bestu mönnum í svona leik.

  21. Carragher verður skilinn eftir með buxurnar á hælunum þegar Eto’o fer framhjá honum.

  22. Hvaða andskotans væl er það að menn geti ekki spilað tvo leiki í viku? Vilja stuðingsmenn Liverpool ekki komast í CL? Eigum við þá alltaf að hvíla alla okkar bestu leikmenn í CL því það er deildarleikur um helgina? Hættið þessu væli, þetta eru atvinnumenn og eiga að vera í formi til að spila 2-3 leiki á viku. Ekki eins og það sé mikið álag á þessum gæjum, plús það að þeir þurfa ekki að ferðast neitt í þennan leik.
    Þannig ég sé ekkert athugavert við að nota okkar allra besta lið sem völ er á, enda eru við í mjög erfiðri stöðu ef liðið tapar í þessum leik í kvöld. Það er í raun að duga eða drepast og því vonandi að Liverpool vinni þennan leik

    Áfram Liverpool þeir vinna þetta 3-1 og Suarez setur þrennu.

  23. Örn, staðreyndin er samt sú að við eigum bara einn sóknarmann í augnablikinu og það er Suarez og ef að hann meiðist í þessum UEFA leikjum þá verðum við fucked í deildinni og það færi væntanlega ekki vel í þig frekar en aðra.
    Það er í góðu lagi að still upp sterku liði en ég myndi helst vilja að Suarez yrði á bekknum í kvöld.
    Restin má spila mín vegna.

  24. Sammála Fuglinum. Það er must að vinna þennan leik í kvöld, annars verður mjög erfitt að komast upp úr riðlinum. Og þessir leikmenn eiga að geta spilað 2-3 leiki á viku. Ég vil sjá sterkt lið í kvöld. Gerrard má samt alveg hvíla þennan leik, hann hvort sem er mætir bara einbeittur í Everton leikinn. Miðjan mætti vera Hendo, Shelvey og Sahin. Og fremstu þrír Assaidi, Suso og Suarez. Svo er bara að vonast til að vera í góðri stöðu eftir 60 min. og taka þá Suarez og Sahin útaf.

  25. Sá í þráði hér um daginn spurning um áhorf á ipad / iphone og deili þeirri forvitni ef einhverjir vita góða og trausta leið. SopLite er allavega ekki að virka.

    En appið Filmon.tv sýnir fullt af sjónvarpsstöðvum og þar á meðal nokkrar breskar. Þar er t.d. aðgangur að ITV4 en leikur Liverpool er sýndur þar í beinni í kvöld. Það er því ein leið til að horfa í kvöld, í gegnum Appið Filmon.tv.

    En aðrar hugmyndir / ábendingar eru vel þegnar.

  26. Horfði á Ajax vs ManCity í gær. Fannst soldið magnað að sjá að hjá Ajax sem gjörsamlega rústaði City voru tveir fyrrverandi Liverpool menn sem fengu lítil tækifæri hjá Liverpool á sínum tíma. Kannski ekki hægt að velta sér uppúr Poulsen sem er nú kominn á síðari hluta ferilsins, en það er spurning með Babel. Þessir menn spila í meistaradeildinni en Liverpool er í miðjuhnoði í deildinni og spilar í evrópudeildinni. Samt er Babel sem er aðeins 25 ára í dag að tala um að vilja spila hjá Liverpool. Sjá hér Eins og margir aðrir talar um að fá ekki tækifæri. Ég persónulega þá að mér fannst Babel ekki frábær þá er ég sammála því að hann sé betri en Carroll, Henderson og Adam t.d og bara ótrúlegt að við höfum ekki getað notað þennan leikmann.

  27. Fékk Babel ekki fullt af sénsum og misnotaði þá nánast alla?
    12 mörk í 91 leik :-/

  28. Fékk Babel ekki fullt af sénsum og misnotaði þá nánast alla?
    12 mörk í 91 leik :-/

    Annars er ég skít hræddur við leikinn í kvöld, vona að það sé ástæðulaust.

  29. Ég hef streamað leiki á ipad í gegnum browser sem styður flash, heitir Puffin, fæst frítt í Appstore (að ég held).

  30. @Hafliði
    Hvað voru margir af þessum 91 leik innkoma af bekknum. Ef mér misminnir ekki, þá voru það ekki margir sem hann byrjaði. En ég man samt eftir Babel að skora sigurmarkið í leik á mót Utd t.d. Ekki að segja að hann sé besti leikmaður í heimi en þegar hann var hjá Liverpool þá hélt Riera honum úr liðinu og ekki hefur hann nú gert neitt annars staðar. Það er bara spurning hvort það sé gott að taka leikmann sem að augljóslega elskar félagið í janúar á lítinn pening til að setja smá kjöt á beinin á þessum hóp. Spila hann frammi sem hann fékk aldrei hjá okkur áður. Ef að Fabio Borini þykja góð kaup og sé sá klassi sem Liverpool getur búist við að fá, þá tel ég að Babel sé alls ekki slæm kaup eða lánskostur.

  31. Ég tæki Babel fram yfir Borini eða Downing alla daga vikunar til að spila með Suarez og Sterling frammi.
    Babel fékk aldrei meira en 3 leiki í röð þó svo að hann hefði skorað mark í leiknum á undan. Ég hefði viljað sjá þennan strák verða að alvöru leikmanni í höndunum á Rodgers.

  32. Hvernig í ósköpunum er umræðan um þennan leik kominn í þann farveg að við þurfum að fá Babel til baka til að bjarga okkur. Maðurinn var algerlega vonlaus hjá Liverpool. Virtist hafa lítinn skilning á leiknum og stóð sig almennt frekar illa þegar hann spilaði. Þó hann hafi átt einn og einn ágætan leik. Við fengum að mig minnir dágóðan pening fyrir hann og er ekki ágætt að þar við sitji. Þess fyrir utan þykir mér þó nokkrir hér vera að gæla við hugmyndina um að það hafi verið mistök að láta Poulsen fara.

    Ajax voru underdogs í þessum leik og þurftu að eiga algeran stjörnuleik til að vinna hann. Svipað og Nordsjelland þurfti á öllum sínum lukkudísum að halda til að gera jafntefli við Juventus. Þó árangur náist í einum leik er það ekki ávísun á að slíkt verði endurtekið ítrekað.

    Annars er ég á því að leikurinn í kvöld verði hel erfiður og um leið mjög fróðlegur. Neglum 1-1 jafntefli á þetta.

  33. Ég hef nákvæmlega ekkert á móti Babel, og veit ekki hversu oft hann byrjaði inná.
    En ég hef enga trú á að hann verði keyptur aftur til Liverpool, vona að við fáum öflugri mann en hann er í janúar.

  34. @Hafliði
    Málið er nefnilega það að Liverpool er hreinlega ekki sami klúbbur og hann var og við getum ekki búist við einhverjum stjörnuleikumönnum. Þurfum að finna leikmenn sem geta styrkt okkur sem hafa virkilegan áhuga á að spila fyrir klúbbinn. Þessar stóru stjörnur hafa ekki áhuga að spila fyrir okkur.

  35. Ryan Babel tognaði svo hressilega á heila að hann átti ekki heldur breik hjá Hoffenheim og eftir að umbinn hans hafði reynt að koma honum að um alla Evrópu þá ákvað Ajax að gambla með hann og það virðist ganga ágætlega miðað við leik gærdagsins.

    Hef traustar heimildir fyrir því að hann eigi afskaplega erfitt uppdráttar í hópíþrótt og mikill farangur fylgi stráknum. Þess vegna fékk hann lítið að spila, fór þess vegna frá LFC og þess vegna sögðu lið í Englandi, Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu nei við honum í sumar.

    Skemmum ekki þráðinn með þessum pælingum, sýnist á öllu að við stillum upp sterku liði í kvöld, sterkara en ég reiknaði með. Viðurkenni eilítinn kvíða og er töluvert hugsi yfir því. Europa League er að mínu mati í síðasta sæti forgangsröðunar vetrarins, aftan við báðar bikarkeppnirnar og deildina. Eftir flakk landsliðsmannanna í síðustu viku og síðan hörkuleiks framundan hefði ég viljað sjá þá í jakkafötunum. En sennilega er einhver skjálfti yfir heimaleikjaformi vetrarins, sem er líka alveg skiljanlegt!

  36. anzhi lélegt lið vinnum þetta 6-0 suarez 3 gerrard 1 yesil1 suso1

  37. Maggi #41 ég vil meina að Liverpool eigi að setja þessa keppni framar en deildarbikarnum. Miklu stærri keppni en sú keppni og eflaust meiri peningur fyrir að vinna hana. Vonandi að Liverpool stefni á að vinna þessa keppni, eigum alveg að geta það.

  38. Liðið komið:

    Jones,
    Wisdom, Agger, Skrtel, Johnson,
    Gerrard, Sahin, Shelvey,
    Assaidi, Downing,
    Suarez.

    Sigmundur Davið i #8 alveg með þetta, hvernig fer leikurinn svo Sigmundur?

Opinn þráður

Liðið gegn Anzhi Makhachkala