Opinn þráður

Tíminn líður töluvert hraðar í þessari viku heldur en þeirri síðustu þó ekki sé mikið að frétta í augnablikinu af Liverpool. Pepe Reina er allur að koma til og segist stefna á nágrannaslaginn um helgina sem eru fínar fréttir

Hillsborough var til umræðu á breska þinginu í gær þar sem margar áhugaverðar ræður voru fluttar, mæli sérstaklega með frábærri ræðu frá Everton manninum Andy Burnham sem m.a. urðaði duglega yfir Enska knattspyrnusambandið og breska fjölmiðla. Hægt að sjá þetta hér.

Annars er töluverður spenningur farinn að myndast fyrir Everton leikinn á sunnudaginn og ljóst að þar er komið að fyrsta alvöru sex stiga leik tímabilsins. Kop.is tekur þetta svo alvarlega að við sendum SStein út sem telst víst mjög happa að hans eigins sögn. Fyrst er það auðvitað Anzhi á fimmtudaginn og er upphitun um þann leik væntanleg líklega á morgun.

SSteinn er að nota þessa mynd í sinni upphitun fyrir þennan stórleik og er víst búinn að ná þessum töktum alveg upp á 10. 

Orðið er annars frjálst. Hvað slúður varðar þá er alveg rosalega mikið október ennþá og því nákvæmlega ekki neitt að marka neitt sem skrifað er í slúðurdálkana um hugsanlega leikmenn á leið til Liverpool. Liverpool Echo sagði engu að síður frá því á dögunum að Rodgers hefði klárlega úr einhverjum fjármunum að spila í janúar enda eins gott því ekkert lið skeit eins hátt upp á þak og Liverpool á lokadegi leikmannagluggans.

Trúi því þó þegar ég sé það.

28 Comments

  1. Varðandi janúar, ætli Klaas Jan Huntelaar hjá Schalke sé málið?

    Og skyldi áhugaleysi BR á Andy Carrol hafa eittthvað að gera með það að Andy fer í spilavítin langt fram undir morgun? 🙂

  2. Vissulega góðar fréttir að Reina sé að verða heill. En ég vona að hann gangi ekki inn í liðið á kostnað Brad Jones. Það væri ósanngjarnt gagnvart honum.
    Átti flottan leik gegn Reading og liðið hélt hreinu.

    Finnst að enginn eigi að eiga fast sæti í þessu liði. Hvort sem hann er Jón eða séra Jón.

  3. Opinn þráður, takk fyrir 🙂

    Mikið eru chelskí slappir í kvöld. Hlakka til að sjá pass & play liðið okkar taka á þeim fljótlega!

    Að leiknum á sunnudaginn að það verður slagur, úff… Vona svo innilega að hreðjartakið okkar haldist áfram og að við vinnum þetta 0-2 með mörkum frá Gerrard og Sahin.

  4. Reina er samt fasta maður í markinu og Jones veit held ég vel að hann er eingöngu varamaður fyrir hann. En hann stóð sig vel í seinasta leik og fær örugglega að sýna hvað hann getur á fimmtudaginn á móti Eto’o og félögum.

  5. jæja drengir getið þið frætt mig um hvar sé hægt að ná sér í fótbolta ferðir.

  6. Þetta stefnir í fínan “fyrir” þráð þar sem lagt er til að setja Reina á bekkinn. Þarf að setja á reminder að kíkja hingað aftur þegar Jones fær svo á sig mark og söngurinn byrjar í hina áttina.

    Hér er t.d. hægt að finna fótboltaferðir http://gamanferdir.is/

  7. Sammála Babu með reina! auðvitað er hann markvörður nr 1 hjá okkur! Menn mega ekki gleyma sér í ruglinu….

  8. Ég sá ekki síðasta leik og er þar að auki mikill aðdáandi Reina. Augljóslega er ástæða fyrir því að Reina er aðalmarkvörður, hann er einfaldlega betri. Jafnvel þó hann geri sín mistök, þá hefur hann svo margt annað. Hann er mikilvægur í spilinu, sem sweeper-keeper og er mikill karakter. En mér finnst samt eðlilegt að Brad Jones fái að halda stöðunni ef hann nýtir tækifærin almennilega.

    Ég er spenntur fyrir nýjum senter í janúar. Það liggur við að manni sé alveg sama hver það verður. Football manager draumórarnir mínir segja mér að halda í vonina að það megi sannfæra Fernando (Torres) Llorente. Hann myndi smellpassa sem fremsti maður. En ég sé ekki að það sé séns í helvíti að fá hann eins og staðan er í dag. Getum kannski vonast til að fá menn eins og Darren Bent, Huntelaar og kannski einhverjum senter hjá Newcastle sem hefur rétt tæplega sannað sig.

  9. Fyrst þetta er opinn þráður að þá langar mig að forvitnast hvort einhver veit um síðu þar sem hægt er að horfa á Liverpool leiki með iPad eða iPhone?

  10. Sammála mönnum um að ef allt er í toppstandi að þá er Reina einfaldlega betri markvörður. Staðreyndin er samt sú að það sem af er tímabili höfum við verið að fá 1 til 2 góð færi á okkur í leik og 1 til 2-3 mörk leka samt inn. Í síðasta leik fengum við líka 1-2 góð færi á okkur en héldum samt hreinu og það ber að verðlauna finnst mér. En ég held að við þurfum ekkert að velta okkur mikið uppúr þessu. Jones spilar á morgun og spilar sennilega ekki gallalausan leik(vonandi þó) og Reina kemur inn í leik helgarinnar með reynsluna gegn Everton. Það er mín spá.

  11. Ég verð að viðurkenna fyrir þennan everton leik að “hatur “mitt á everton er minna heldur en “hatur “mitt á manutd. Það er bara eitthvað vinalegri barátta milli þessara Liverpool félaga, oft er þetta fólk úr sömu fjölskyldum sem fer saman á þessa leiki, klætt í blátt og rautt. Síðan var fallegt að sjá hvernig everton minntist Hillsbourough fyrir nokkrum vikum síðan. Þetta eru nú einu sinni félög frá sömu borg.

    Varð bara að koma þessu að hérna. Þýðir samt ekki að ég sætti mig við að tapa fyrir þeim 😉

  12. Ekki get ég skilið hvað Liverpool á að gera við framherja einsog Darren bent eða álíka menn ef Aston Villa geta ekki notað hann því sildum við geta notað hann,það er lítill metnaður ef þetta það sem koma skal.

  13. Vita allir að Reina er sterkari á pappír.
    Það sem ég er að segja er að það á að gefa Jones sénsinn á meðan hann stendur sig. Svo ef hann fer að drulla uppá bak. Þá er hægt að setja Reina inn.

    Málið með Reina er að hann hefur aldrei fengið verðuga samkeppni sem markvörður Liverpool. Og hef ég trú á því að það sé ein af ástæðunum fyrir spilamensku hans uppá síðkastið.

  14. Styrmir (10):
    Ég hef allavega oft horft á boltann í gegnum símann minn (Samsung Galaxy SII), ætti nú að geta það þá líka í gegnum netið í iPhone býst ég við.. En ég nota t.d. þessa síðu: http://atdhenet.tv/index.html

  15. Eigum við ekki að sjá Jones á móti alvöru sóknarmanni (Eto’o) áður en menn vilja fá að sjá hann á móti Everton.
    Jones er ábyggilega fínast markmaður en leikur á móti Reading er ekki mælikvarði á hversu góður þú ert. Ég ætla samt alls ekki að taka það af honum að hann stóð sig vel í þeim leik.

  16. @10, @18,
    Samsung Galaxy S2 styður flash, það gerir hvorki iPhone né iPad, langflestar netútsendingar eins og t.d. á atdhenet nota flash og virka því hvorki í Ipad né Iphone.

    Ef ég ætla að horfa á útsendingu í iPad, en þá ræsi ég sopcast-ið á heimilsitölvunni og nota t.d. oPlayer til að horfa á strauminn þaðan á http://192.168.1.XXX:8902, þ.s. 192.168.1.XXX er iptala heimilistölvunnar. virkar yfirleitt fínt, en þarft þá að vera á sama neti og heimilstölvan.

  17. Takk fyrir þetta héðinn. Er þá komið sopcast fyrir macann eða eitthvað álíka?

  18. Samkvæmt fréttum frá Frakkland eru Lyon í miklum fjárhagsörðuleikum og ætla að selja 2-3 leikmenn í janúar, Bafetimbi Gomis, Anthony Reveillere og Michel Bastos.

    Hefði ekkert á móti Gomis og Bastos fyrir réttan $.

    Gæðaleikmenn sem kæmu til með að styrkja liðið mjög mikið.

  19. Fyrst að Steini er í heimabænum(Liverpool ekki Höfn eða Hveragerði) þá vinnum við. En ég er samt stressaður. Sá liðið okkar vinna everton á okkar heimavelli. Þá var SSteinn í stúkunni, líklega 2001, vonandi að ekkert breytist Steini er í stúkunni og Emilie Heskey í skammarkróknum að þessu sinni.

  20. Sævar, þetta var algjörlega epic ferð, ekkert flóknara. Og svona til að bæta enn um betur, þá hefur konan mín farið á heila 2 leiki í heildina og hún var einmitt með okkur þarna 2001. Hún kemur sem sagt núna líka. Ég hef bara ekki ennþá getað hugsað mér að fara á Woodison þar til nú, og það að Tim nokkur Cahill sé farinn, hjálpaði verulega til. 🙂 En Heskey ku vera eins langt frá Anfield eins og möguleiki er (kannski fyrir utan suðurskautið).

    Rétt Bragi, Hoffell í Nesjum er sko staðurinn (þó Liverpool teljist að sjálfsögðu alltaf til heimabæjar). Ég get líka alveg verið smá frá Hveragerði Sævar, stoppaði nokkuð lengi þar við á tímabili 🙂

Liverpool 1 Reading 0

FC Anzhi Makhackala mæta á Anfield