Liðið gegn Reading – Reina meiddur:

Liðið gegn Reading í dag er sem hér segir:

Jones

Wisdom – Skrtel – Agger – Johnson

Gerrard – Allen – Sahin

Suso – Suarez – Sterling

Bekkur: Gulacsi, Carragher, Enrique, Henderson, Shelvey, Downing, Assaidi.

Sem sagt, Pepe Reina er meiddur og missir af leiknum. Fabio Borini og Lucas eru líka frá vegna meiðsla en Andre Wisdom er heill og heldur stöðu sinni í liðinu ásamt Suso og Sterling. Enginn framherji á bekknum sem kemur ekki á óvart.

Áfram Liverpool!

86 Comments

  1. Gaman að sjá hvað Skrtel er fjölhæfur. Splar bæði vörn og sókn.
    Segi 3-1 fyrir Liverpool og Skrtel hlítur bara að skora!

  2. Vonum að við finnum markaskóna og höldum hreinu. 1-0 væri fínt mín vegna eins og staðan er núna.

  3. Sælir félagar

    Sýnist að þetta lið eigi að vinna öruggan sigur Þó það séu bara tíu inná.

    það er nú þannig.

    YNWA

  4. Mér finnst jákvætt að þrátt fyrir öll þessi meiðsli og þunnskipaðan hóp sé hægt að stilla upp bekk einvörðungu með aðalliðsmönnum fyrir utan markmanninn og meira að segja hafa Coates utan hóps. Oft hefur þurft að fylla upp í bekkinn á svona stundum með unglingum – núna eru þeir hins vegar allir í byrjunarliðinu. Af sem áður var.

  5. Geri ráð fyrir að Skrtel hafi ekki verið klónaður sem framherji og það sé Suarez sem eigi að vera frammi.

  6. fáir og lélegir linkar á wiziwig, er einhver með öflugan sopcast link?

  7. það er kominn sopcast linkur á wiziwig í góðum gæðum en það eru ekki enskir lýsendur

  8. thefirstrow.eu er snilldarsíða

    ….hverskonar sending var þetta hjá Suarez, þetta átti að vera mark.

  9. Jæja Liverpool sækir og sækir en tekst ekki að skora þetta er eftir bókinni bara.

  10. Hehe… Var að kveikja og strax mark!

    Núna er bara að pakka í vörn… djók!

    Koma svo og slátra þessu!!

  11. Vel gert og frábært mark, en svakalega er þetta Reading lið samt lélegt…

  12. Af hverju er Suarez að dýfa sér þarna? Þetta er vandræðalegt.

  13. Mér sýnist hann bara hoppa upp til þess að sleppa frá snertinguni hann bar ekki um neitt.

  14. Suarez fékk aukaspyrnu og áhorfendur standa á fætur. 38.mín. í þessum leik fer í sögubækurnar! Kraftaverkin gerast enn greinilega 🙂

  15. Alger óþarfi að vera svona varkárir og hleypa þessu Reading liði inní leikinn. Nú er bara að keyra upp hraðann og valta yfir þá…

  16. Suarez er búinn að vera vægast sagt geggjaður í þessum leik! Þetta er orðinn algjör farsi varðandi brotin á honum og það er algjörlega fáránlegt að dómarinn skyldi ekki dæma brot þarna í restina. Meira bullið sem þetta er orðið en við verðum að setja 2-3 mörk á þá í viðbót fyrir framan The Kop og klára þetta með sæmd! Ekkert rugl núna, koma svo!

  17. djöfull er það orðið þreytt að liverpool aðdáendurnir verða brjalaðir i hvert skipti sem að suarez fer niður, og fagna ef hann fær auki

  18. Afhverju er það þreytt ramirez það heyrir nú bara til stórtíðinda ef að Suarez fær dæmda aukaspyrnu.

  19. Reading með dapurt lið og áhyggjuefni að við skulum ekki vera búnir að klára þetta á 45 mínútum!!

  20. Strákar hugmynd fyrir Rodgers;

    Wisdom-Sktrl-Agger

    Johnson Downing
    Allen Sahin
    Gerrard Suarez Sterling
    (Vantar CARROLL!)

  21. Suarez er allt í öllu hjá okkur… hann á eftir að skora í þessum leik.

  22. Fyndið að hann Suarez fær dæmda aukaspyrnu þegar engin er snertingin en ekkert þegar augljóslega er farið í lappirnar á honum þegar hann er búinn að klobba gaurinn.
    Dómararnir hljóta að koma frá Twilight Zone.

  23. Það er nátturulega lögreglumál hvað Suarez getur farið illa með færin…

  24. 16 marktilraunir 10 á ramman 1 mark þessi töfræaði segir allt sem segja þarf um vandræði Liverpool og nýtingin er óvenju góð í þessum leik.

  25. Rosalega er það slappt að vera ekki löööööööngu búnir að gera út um þennan leik. reading er enn inn í leiknum útaf því að við nýtum ekki færin.

  26. Finnst okkar menn óöruggir í öllum sínum aðgerðum í seinni hálfleik. “Fullorðið” lið væri búið að klára þetta fyrir löngu!! Ekki rólegur fyrr en dómarinn hefur flautað leikinn af…….. og þá vonandi 3. stig í hús!

  27. Get ekki orða bundist en mikið svakalega er þetta slök frammistaða hjá Liverpool í dag. Gott og vel liðið er yfir (í augnablikinu) en varnarleikurinn og sóknarleikurinn er gjörsamlega í ruglinu. Hversy týpískt væri það ef þessi leikur myndi enda í jafntefli

  28. Þetta er ekki hægt hvað Suarez fer illa með færin… en hann býr þau reyndar til flest.

  29. Okkar menn að fá ágætis færi síðustu mínúturnar. Er eitthvað að leikmönnunum okkar? Um leið og markið er í augsýn, þá er eins og að fæturnir láti ekki að stjórn. Ég skil þetta hreinlega ekki. Þetta hlýtur að vera einhver sjúkdómur.

  30. Ég ætla bara að segja það að Suárez er bara skít helvíti lélegur klárari og það er langt frá því hægt að kalla hann einhvern markaskorara, drengurinn er að fá færi trekk í trekk í trekk í trekk og hann klúðrar þeim öllum, þetta á eftir að kosta liðið helling af stigum í vetur að hann er ekki að ná að klára þessi færi, það er ekki nóg að vera góður og klár í að koma sér í færi, þú þarft að getað klárað færin með marki annars telja færin bara ekki rassgat!!!!

  31. Nú er maður að verða virkilega stressaður… Reading meira og meira með boltann og við ekki traustvekjandi varnarlega!

  32. Boltavaktin hjá Vísi búin að senda mér tilkynningu um að Reading sé búið að jafna ?????

  33. Það fer að verða svolítill Andy Cole í Suárez……hann þarf 100 dauðafæri til þess að skora eitt mark!!!!!!!!!!!!!!ekki gott….

  34. reading að pressa Liverpool á Anfield í lok leiks í von um að jafna, það segir manni meira en mörg orð. 🙁

  35. Tæp var það en 3 stig í hús rosalega er þetta Liverpool lið lélegt nauðvörn í lokin á móti Reading á Anfield.

  36. Sáttur við 3. stig í dag en ekkert meira en það. Everton úti næstu helgi…… segi úff miðað við spilamennskuna í dag!

  37. Líður eins og liðið mitt hafi tapað í dag.. ég er ekki sáttur

  38. Góð þrjú stig í dag og það á heimavelli hehe! Allt á uppleið en það þarf að pússa þetta betur saman, það er klárt.

    Margt jákvætt í dag en líka neikvætt en það sem skiptir mestu máli eru stigin þrjú, ekki satt??

  39. Þetta var alveg öfugt við bókina – Liverpool ósannfærandi, héldu hreinu og fengu 3 stig á Anfield

    = Sáttur með max-útkomu 😀

  40. Sigur….. Vúpp dí dú get bara því miðu ekki verið sáttur

  41. 3 stig!!!
    Liðið einfaldlega miklu betra en Reading. Yfirburðir í fyrri hálfleik, vandræði í seinni hálfleik. Dæmigerður Liverpool leikur. Þetta er líklega okkar besta lið í augnablikinu og vonandi hægt að byggja á þessu. En liðið verður náttúrulega að fara búa til einhverja liðsheild, þetta gengur ekki svona.

  42. Sá ekki leikinn en hvað er að mönnum hér, allir brjálaðir yfir að vinna ekki stærri sigur og verjast í restina, bara jákvætt að ná að halda hreinu, alveg nóg að skora eitt ef við fáum ekkert á okkur, hvort sem það er Reading eða eitthvað annað lið, að vinna lið sem er lægra skrifað á þessum tímum er bara merki um batnandi tíma.

Reading á morgun

Liverpool 1 Reading 0