Opinn þráður

“I owe Liverpool a huge amount. To the people, to the men in charge, to Benítez and his staff, to the city. Liverpool is a fundamental part of my life. They don’t remember me that way, but time will change that.”

“I could not have chosen a better place to go when I left Atlético. The other day when the news broke about Hillsborough, I felt emotional. I have experienced that, I know what the people have been through, I have seen them cry. I’ve lived that, I made it mine. This has arrived too late but it’s another step [in the right direction]. And it is things like that that playing for Liverpool gives you: it’s a feeling.”

“My son is a Liverpool fan and he was already kicking a ball before he was one. He was born in the football city; he had no choice.”

Fernando Torres. Við lítum hann ekki sömu augum á meðan hann spilar fyrir – og vinnur titla með – Chelsea, eða annað lið á Englandi, en mig grunar að einn daginn verði það gleymt og við munum rifja upp með brosi öll mörkin hans fyrir Liverpool. Ef utanaðkomandi aðstæður hefðu ekki skemmt fyrir væri hann enn fremsti maður hjá okkur, í liði Rafa Benítez sem væri búið að vinna deildina a.m.k. einu sinni.

Lítið annað að frétta. Liðið verður áfram á Anfield, Jen Chang stendur í ströngu gagnvart Twitter-trollum og landsleik Englands var frestað í gær þannig að Gerrard, Johnson og Shelvey fá degi minna til að undirbúa sig fyrir Reading um helgina.

Já og auk Borini og Wisdom er Pepe Reina víst búinn að meiðast líka. Meiddist víst við upphitun spænska landsliðsins í gær, og hann sem fær ekki einu sinni að spila með liðinu. Dásamlegt alveg.

Þetta er opinn þráður – ræðið það sem þið viljið.

71 Comments

 1. Jesús K. Jósefsson hvað það væri frábært að hafa Fernando Torres í liðinu okkar núna til að klára þessa leiki þar sem Liverpool hafa algjöra yfirburði en bara geta ekki drullast til að pota inn einu marki. Torres verður samt aldrei fyrirgefið útaf því hvernig hann fór frá Liverpool. Ekki nema að hann fari fram á sölu frá Chelsea strax í janúar til Liverpool, biðjist afsökunar á framferði sínu og taki aftur upp þráðinn við það að raða inn mörkum fyrir Liverpool.

 2. Þetta er aumt PR stunt hjá Fernando Torres sem er greinilega alger fáviti ef hann heldur að hann blekki Liverpool stuðningsmenn með einhverju svona bullshit. Í raun skil ég ekkert í því afhverju hann stendur í þessu … öllum slétt um Fernando Torres í dag.

  Ég hef séð Torres í viðtölum og hann er fjarri því að vera nógu góður í ensku til að geta notað orðasambönd eins og:

  “the news broke about Hillsborough”
  “I made it mine”

  Sem segir okkur … að þetta eru ekki hans orð!

 3. Rólegur á orðbragðinu Johnny #2
  Viðtalið er úr El País ég veit ekki betur en það sé spænskt dagblað. Ef þú smellir á hlekkinn í fréttinni fyrir ofan þá sérðu það. Guardian þýðir svo viðtalið á ensku.
  Reynum nú að hafa þetta spall okkar örlítið málefnalegt.

 4. VEI, TORRES! og sjálfur Rafael Bentez! Og hvað hefði orðið hjá spænska galdramanninum ef þetta, og ekki þetta hefði gerst. Here we go again!

  Houllier var líka ansi nálægt því 2001.

 5. við fengum 50mills fyrir Torres. Hann fór kannski frá okkur sem var megasúrt en það er ekki hægt að vera reiður útí fjárhæðina sem hann fór fyrir. Hefði getað hangið í nokkur ár og farið frítt.

  Værum sennilega ennþá reiðari útí hann ef hann hefði verið áfram og spilað eins og hann hefur gert fyrir Chelsea undanfarið.

 6. Siggi no. 2 … ég sá svosem ekki linkinn… og alveg rétt, engin ástæða til að kalla menn nöfnum.

  En það er svosem ekki Torres sjálfur sem mér gremst, heldur framkoma hans og það sem hann sagði um klúbbinn í viðtölum eftir að hann fór. Hann virðist hafa séð aðeins að sér síðan þá.

  Í ævisögu Pepe Reina kemur margt fram um afhverju hann fór, og stærsta ástæðan fyrir því var víst sú að hann var orðinn þreyttur á að láta eigendur klúbbsins ljúga að sér (Gillett & Hicks).

  Mest af öllu gremst mér hins vegar hvernig stjórnin fór með þá peninga sem við fengum fyrir hann 🙂 En það er líklega ekki honum að kenna…

 7. Það þýðir ekki að væla þetta. Ég held við séum allir sammála um að við værum betur settir með Torres heldur en Suarez td.
  Suarez er ekkert nema framhald af El-Hadji-Diouf… Þ.e.a.s jafn leiðinlegur. En samt betri í fótbolta.

  Það er ekki hægt að fullyrða neitt um það að Benitez væri búinn að vinna deildina ef hann hefði verið áfram. Staðan er sú að við erum með risastóra sögu á bak við okkur en í dag eigum við ekki break í aðra kúbba í þessari deild. Okkur skortir fjármagn.

  En til að vera jákvæður þá er Liverpool í séns á að setja heimsmet á árinu. Felix hoppaði úr 39 km hæð um daginn. Við eigum góðan möguleika á að bæta met í frjálsu falli……

 8. Torres, Benitez, Gillett og Hicks. Þetta eru draugar fortíðar og alltaf hægt að velta sér uppúr ef og hefði. Torres og Benitez unnu sér inn virðingu á Anfield, það sama verður ekki sagt um hina tvo. Það verða litlar framfarir og lítið gaman ef menn ætla endalaust að velta sér uppúr því sem er liðið og byggja skýjaborgir úr því sem hefði getað orðið. Það eina sem hægt er að gera er að læra af mistökunum í fortíðinni og þau hafa verið ófá á undanförnum árum. Það sem skiptir mestu máli er staðan í dag og að horfa fram á veginn.

  Annars er landsleikjahléð búið og því miður reyndast það Liverpool ansi dýrkeypt í þetta skiptið. Borini out, Wisdom out, Reina hugsanlega out og ensku leikmennirnir fá minni tíma til þess að undirbúa sig fyrir leikinn á Anfield. Ekki yrði ég hissa ef einhverjir U-21 leikmenn þyrfti áfallahjálp eftir meðferðina í Serbíu í gær. Nú er bara að vona að aðrir skili sér tímanlega og heilir á höldnu á Melwood og verði klárir í 3 stig á laugardag.

 9. Getum við ekki bara fengið fleiri landsleiki, fín helgi hjá mér og engin pirringur útí Liverpool fyrir framan mark andstæðingana.

  Varðandi Torres þá nenni ég ekki að væla lengur yfir honum, ég hfði bara viljað sjá peningunum betur varið , t.d Suarez og Falcao og þá væru allir sátttir.

 10. Sælir félagar

  Tími Torres hjá LFC er liðinn. Hann var og er frábær leikmaður sem gott hefði verið að hafa í liðinu um þessar mundir. Mér finnst hann gera vel grein fyrir tilfinningum sínum til klúbbsins okkar og vera maður að meiri. Ég þakka honum allt það góða sem hann gerði fyrir liðið mitt og með því.

  Það er nú þannig

  YNWA

 11. Gaurinn sagðist loksins vera kominn til “Big club” þegar að hann fór til Chel$kí, þarf að ræða þennan mann eitthvað frekar ? Það að hann fór er í sjálfu sér ekki aðalmálið, heldur það sem hann sagði þegar að hann fór sem brenndi allar brýr

 12. Sælir allir
  Getur einhver svarað því hvað er í gangi með Doni hjá Liverpool. Hann er ennþá skráður leikmaður hjá klúbbnum en það heyrist ekkert til hans. Hann er í besta falli þriðji markvörður liðsins og þar með fallið aftur fyrir Brad Jones í goggunarröðinni.
  Hann var klár understudy hjá Reina í fyrra en hvað breyttist? Veit þetta einhver?

 13. Suarez er ekkert nema framhald af El-Hadji-Diouf… Þ.e.a.s jafn leiðinlegur. En samt betri í fótbolta.

  Ja hérna. Það er hægt að snúa hlutunum á ýmsa vegu en þetta verður nú að teljast framúrskarandi hjá þér. En ef þetta er rétt verður að viðurkennast að framhaldið er mikið mikið betra en upprunalega útgáfan. Vonandi gera þeir bara þriðju útgáfuna fljótlega.

  Torres átti síðan að spila með Suarez enda búið að ganga frá kaupum á Suarez þegar sala á Torres kom upp. Get alveg séð slíkt samstarf svínvirka.

  Let´s face it Liverpool saknar ennþá Torres og það alveg heilan helling. Þ.e. Torres sem spilaði fyrir Liverpool, ekki þennan sem hefur verið hjá Chelsea undanfarið og augljóslega hundleiðst.

  Það er samt ekki hægt annað en að taka þessu frá Torres með góðum fyrirvara, trúi klárlega að það hafi ekki allt komið upp á yfirborðið í sambandi við samskipti félagsins við hann. En eftir að við losnuðum við Gillett og Hicks var maður að vona að þetta væri ekki issue og sú afsökun því ekki eins marktæk. (Brottrekstur Benitez hefur klárlega ekki hjálpað til heldur).

  Líklega hefur hann bara séð fram á miklu hærri laun og félag í mun betri stöðu…en saknar þess að vera eins stórt númer og mikilvægur og hann var hjá Liverpool, félagi með mun meiri sál heldur en þetta Chelsea leikfang.

 14. Nr. 12

  Skilst að hann sé heima í Braselíu af persónulegum ástæðum og ekki væntanlegur í bráð. Ekkert gefið upp hvað er í gangi hjá honum. Það er held eg m.a. ástæðan fyrir því að Jones fór ekki frá okkur í sumar.

 15. Það sem mér finnst mest svekkjandi með söluna á Torres, allavega í dag, er það hvað við gerðum við peningin sem við fengum fyrir hann. Þessi bissness með Carroll er eitt það heimskulegasta sem maður hefur séð í boltanum. Það er auðvitað búið að ræða þetta alltof mikið en maður verður hálf pirraður að rifja þetta upp. Við hefðum getað gert svo miklu gáfulegri hluti með þessar 35 milljónir.

  Annars er ég sennilega einn af fáum púllurum sem ennþá halda pínu með Torres, allavega þegar hann er ekki að spila á móti okkur…

 16. Getur einhver frætt mig um hvað Jen Chang er að fást við á Twitter? Það hefur alveg farið framhjá mér.

 17. Góður punktur hjá nr. 15. Það er ekki nóg með að við misstum einn besta framherja í heiminum á ömurlegum tíma, heldur voru viðskiptin í kjölfarið algjörlega skelfileg, sem gerir þetta alltsama eina hörmung frá A-Ö. Við eyðum megninu af peningnum í Andy Carroll, sem náði sé aldrei á strik með félaginu og skorar aðeins 6 deildarmörk á einu og hálfu tímabili. Hann er svo núna bara farinn á láni frá félaginu svo að það er nánast útilokað að hann fái fleiri tækifæri til að ná sér á strik með Liverpool. Þannig að staðan er þannig að við misstum Torres, okkar besta leikmann ásamt Gerrard, og við fengum ENGAN í staðinn. Útúr kortinu fáránlega staða! Menn grínuðust oft með að Torres hefði farið og við ekki fengið neinn í staðinn því Carroll var að standa sig illa, en núna er staðan bókstaflega þannig. Torres út – 35 milljónir í ræsið – enginn inn.

 18. Kæru síðuhaldarar…

  Er ekki hægt að setja inn klausu með öllum þráðum þar sem útskýrt hvað varð af Doni? Er það bara ég eða er alltaf spurt að þessu og þessu einnig alltaf svarað?

  En með Torres…frábær leikmaður og ég sakna hans mikið…myndi meira að segja vilja sjá hann aftur á Anfield ef tækifærið gæfist.

 19. BABU =
  Varðandi Suarez, þá hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir því að Gerrard tali ekki við Suarez utan vallar og það á við á æfingum líka!!
  Þessi dýfingarmeistari er ágætur í fótbolta en hann er enþá betri í að eyðileggja móralinn.
  Gerrard er búinn að eiga fund með Brendan þar sem hann fór fram á að annað hvort myndi Suarez hætta þessu eða Gerrard hættir að gefa á hann bolta í leik.

  Hvað finnst ykkur um það ?

 20. 20 hver heimildin þínn fyrir þessu finnst þetta frekar hæppið ef ég á að segja eins og er og vill meina það sé þú sem ert með móral 😛

 21. Varðandi Suarez, þá hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir því að Gerrard
  tali ekki við Suarez utan vallar og það á við á æfingum líka!! Þessi
  dýfingarmeistari er ágætur í fótbolta en hann er enþá betri í að
  eyðileggja móralinn. Gerrard er búinn að eiga fund með Brendan þar sem
  hann fór fram á að annað hvort myndi Suarez hætta þessu eða Gerrard
  hættir að gefa á hann bolta í leik.

  Hvað finnst ykkur um það ?

  Ég hef sjaldan, eða aldrei, hlegið jafnmikið af einhverju á þessari síðu. Takk fyrir mig.

 22. Gunnar Ágúst. Ég man eftir að hafa séð þessa spurningu áður en ég man ekki eftir að hafa séð svar við henni. Babu svaraði henni svo eftir fremsta megni en ég veit jafn lítið um afdrif Doni og fyrir svarið þannig að hugsanlega er ástæðan sú ég hef ekki munað eftir svörunum sú að svarið er nokkurn veginn, “ég veit það ekki”.

  En ég skal ekki spyrja aftur. Þannig að svona klausa er óþörf mín vegna.

  Svo er þessi saga um Gerrard og Suarez mjög trúleg. Sérstaklega í ljósi þess að Gerrard hefur, rétt eins og flestir aðrir alvöru fótboltamenn sem spila framarlega á vellinum margoft verið staðinn að því að reyna að fiska sér vítaspyrnu eða aukaspyrnu. Rétt eins og mér skilst að á Melwood verði unnið eftir Hjallastefnunni frá og með næsta hausti.

 23. matti #7
  En til að vera jákvæður þá er Liverpool í séns á að setja heimsmet á árinu. Felix hoppaði úr 39 km hæð um daginn. Við eigum góðan möguleika á að bæta met í frjálsu falli……

  fyndið var að lesa sama brandara áðan en bara um brondby.. gamla liðið hjá Agger..

 24. Á meðan Torres var hjá Liverpool beið maður spenntur eftir Suarez týpu til að spila með honum og fullkomna hans leik. Loksins þegar Suarez kom, þá fór Torres og nú býður maður spenntur eftir Torres týpu sem myndi fullkomna Suarez.

  Ég elskaði Torres þegar hann var hjá Liverpool og ég var brjálaður þegar hann skipti um lið. Ég hafði afskaplega gaman að því að sjá að honum gekk illa að ná sér á strik til að byrja með, en í dag er mér bara alveg sama. Ég vil bara ekki sjá hann lyfta bikurum, en ég vil ekki að það sé af því að hann/Chelsea spili illa, ég vil að það sé af því Liverpool spilar betur.

 25. Ágætu síðuhaldar

  Hér eru menn stundum settir í bann fyrir að klifa endalaust á sömu hlutum. Hvernig væri nú að líta sér nær og hætta að gráta allt sem hefði (hugsanlega) orðið ef Rafa hefði haldið áfram. Staðreyndin er sú að Rafa er farinn og kemur (væntanlega) aldrei aftur.

  Eigum við ekki að reyna að halda okkur við raunveruleikann (það hvort Rafa hefði landað titlinum fáum við aldrei að vita) og horfa fram á veginn í stað þess að velta okkur upp úr því sem hefði hugsanlega getað orðið?

 26. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum, þá talar dóttir Gerrard ekki við son Lucas. Þetta hefur gert það að verkum að leikskólaráð Liverpoolborgar hefur þurft að leita til einkarekinna leikskóla í Wales til að taka á vandanum. Þar hefur náðst góður árangur með börn Bellamy og Major Lord Toilett, en þau töluðust heldur ekki við. Allt þetta hefur haft mikil áhrif á efnahagsástandið í Ástralíu, enda hefur Harry Kewell oft verið sagður huga að endurkomu í Skoska landsliðið. Þetta hefur gert það að verkum að Sammy Lee ákvað að hlaupa í burtu frá þessu öllu saman, skellti sér á árshátíð á Íslandi og var strax í kjölfarið boðið að taka við liði Bolton. Sömu áreiðanlegu heimildir segja að dóttir Gerrard sé þó byrjuð að tala við son Lucas í gegnum millilið, en það ku vera afabarn Möggu Tattser.

 27. Torres var frábær þegar hann var hjá Liverpool, ástæðan fyrir því að hann fór gæti alveg hafa verið að hann hafi verið leiður á að hafa þessa hamborgara sem eigendur og svo að fá aftur hamborgara, þá hefur honum örugglega ekki litist á blikuna. Við fengum allavega góðan pening fyrir hann, en eyddum honum ekki vel. Það sást bara vel á honum eftir að hann skipti yfir í olíuliðið að hann missti alla gleði í langan tíma, komin í lið sem hefur enga sál, bara olíu.

  Ef Liverpool heldur áfram á sömu leið og við erum að gera núna þá eignumst við okkar eigin FOWLER innan nokkra ára, þangað til þá þurfum við að kaupa markaskorara fyrir liðið, strax í janúar.

  YNWA

 28. Engin ástæða til annars en að gleyma Torres. Hann vann engan titil með félaginu og í óendanleikanum og sögunni verður hann því í sama klassa og Collymore, þ.e. eftir 20 – 30 ár.

  Það hefur t.d. Owen framyfir Torres, um hann er enn talað sem sigurvegarann sem t.d. vann FA cup nánast einn árið 2001. En það er ekki nokkur ástæða til að muna hann fyrir annað en það en að hann vann nokkra leiki fyrir okkur og suma mikilvæga. En hann verður ekki í neinu All-star liði LFC sem sagan geymir. Framherjarnir Rush, Dalglish, Hunt og Fowler eiga þau sæti.

  Hann er núna leikmaður Chelsea og var í okkar liði síðast fyrir 2 árum. Engin ástæða til að horfa í aðra átt en það. Sama með hverjum hann heldur, alveg eins og Xabi, Masch og fleiri sem farnir eru.

  Annars svarar Steini vel því sem ég vildi, allt bull um misklíð #7 og #8 er grínið eitt í allar áttir. Og að líkja Suarez við Diouf er svo ótrúlega ömurlegt að mig langaði til að eyða þeim ummælum…

 29. Held að það sé full ástæða til að muna eftir Xabi Alonso sem vann stærsta titil sem félagið hefur unnið á seinni árum ásamt því að vera með betri miðjumönnum félagsins allavega síðan 1990

  (lagaði þetta – Babu)

 30. “Ef utanaðkomandi aðstæður hefðu ekki skemmt fyrir væri hann enn fremsti maður hjá okkur, í liði Rafa Benítez sem væri búið að vinna deildina a.m.k. einu sinni.”

  WTF

 31. Varðandi Torres.
  Ég mun alltaf bera mikla virðingu fyrir honum sem framherja enda skoraðii hann mörg gull falleg mörk fyrir okkur í Liverpool, ég vil als ekki kalla hann Júdas.
  Honum var frjáls að fara og fyrst hann vildi fara þá bara mátti hann fara það er bara ekkert af því. Við fengum mjög gott verð fyrir hann líka.

  Ég segi bara eins og í SS auglýsingunni. Torres takk fyrir að vera til 🙂

  KV JMB

 32. Já þetta er allt gott og blessað vona að mönnum beri gæfu til að versla MARKASKORARA !!!!!! í janúar svo þessari vitleysu fari að linna.Það þarf enga tilraunastarfsemi bara versla mann sem er búinn að sanna sig sem markaskorara má vera 28 ára mín vegna.Dempsey og Sigurðsson hefðu verið fínir en menn veðjuðu á Borini og Assaidi.

 33. Minn draumur er að fá Sturridge og Ba i januar, spila þà með Suarez og Sturridge i vængframherjastoðunum og Ba inní boxinu.

  Reyndar væri draumurinn að kaupa Baines fra Everton a 20 kulur og taka svo Sturridge a 13 og Ba a 7 milljonir, þetta eru 40 milljonir en það ma fà segjum 17 fyrir Carroll, 8 fyrir Downing og 5 fyrir Enrique sem eru þà 30 í solur fyrir 3 leikmenn sem við notum ekki neitt og þa þyrftu eigendurnir að splæsa 10 milljonum i viðbot til þess að fà 3 gæðaleikmenn sem myndu klarlega styrkja liðið verulega.

  Er ekki að sja að þetta gæti allt gerst i januar en hugsanlega væri hægt að kaupa senterana 2 i januar og kannski losa Downing i januar a moti, næsta sumar mætti losa Carroll og Enrique og reyna að fa Baines…

  Hlakka allavega mjog til næstu glugga og rett vona að FSG sjai það nuna að það þarf að styrkja liðið all hressilega.

 34. Ég veit það ekki Magnús nr 36. Finnst þessi grein nú í meira lagi einkennileg og enn einkennilegra að taka hana upp úr þessum sora og þýða hana yfir á íslensku. Til hvers eiginlega spyr ég bara ?

 35. Það má líka benda á að ein stærstu mistök í sögu Liverpool undanfarin tvö ár er að eyða 35 milljónum punda í Andy Carroll. Jájá, við fengum Suarez líka og blabla, en eins og sagan sýnir eru þetta verstu kaup í sögu Liverpool, held ég. Við hefðum alveg getað borgað yfirverð fyrir betri leikmann. En það er auðvelt að vera vitur eftir á…

  Torres var frábær fyrir okkur, og það er erfitt að gráta hann þegar við fengum 50 milljónir punda fyrir hann. Mig minnir nú að ég hafi samt lesið miður skemmtileg ummæli sem hann sagði, eða á að hafa sagt.

  Og hann ber enga ábyrgð á því hvenær tilboðin koma í hann. Ég man að ég var brjálaður að hann skyldi fara á síðustu stundu, fyrir lok félagaskiptagluggans, en af hverju ætti honum ekki að vera sama. Á hann að bíða í sex mánuði og vona að Chelsea sé enn tilbúið að kaupa sig þá?

  Ég lagði ekki mikla vinnu í leitina að slæmum ummælum Torres sem mig minnti að ég haf séð, en ég tók eina af fyrstu fréttunum sem ég sá frá áreiðanlegum miðli. Hér er viðtal við hann strax eftir félagaskiptin á BBC.

  “I think they have great ambition and they are doing the right things to get back, but it will take time. I didn’t have that time.” – Skiljanlegt.

  Svo segir hann við Marca:
  “I knew I was an idol at the club but it was no longer the same. There was also the departure of [the manager Rafael] Benítez and the club was in chaos with the sale. There was so much said, so much talk about projects, but then nothing. It reminded me of Atlético Madrid: great history, lots of ideas but without money you need time. And I didn’t have much of that.”

  Eftir allt, mjög skiljanlegt. Klúbburinn var í ruglinu og er bara rétt núna að vinna sig út úr því. Mjög eðlilegt raunar að hann hafi farið, hvað svo sem hann sagði.

  Hann sagði líka þar að hann gæti ekki hugsað sér að fara til United af virðingu fyrir Liverpool, eða Real Madrid af sömu ástæðu vegna Atletico Madrid.

 36. Hjalti – ég er ekki alveg sammála þér með Carroll þó ég geti tekið undir það að 35m punda voru allt of há upphæð fyrir hann og greinilega upphæð sem hafði þær afleiðingar að FSG eru núna “gun shy” hvað varðar dýr innkaup.

  Málið er samt það að ég var bara alls ekki reiðubúinn að gefast upp á Carroll í sumar og mér fannst það enn stærri mistök að fórna honum fyrir ekki neitt í staðinn í sumar heldur en upphaflegu kaupin voru.

  Annars tísti ég um þessa TalkSport-grein sem Elvar þýddi á Fótbolta.net í kvöld. Mér finnst hún góð og ég get ómögulega annað en tekið undir nánast hvert atriði:

  Duncan Jenkins-málið: Við vitum ekki hvað er satt og logið í þessu máli en það eina sem báðir aðilar hafa viðurkennt er að þeir hittust í Manchester. Það segir okkur að klúbburinn hafði nógu miklar áhyggjur af fake-Twitter-gaur að þeir sendu Jen Chang út til að taka á málinu.

  Með öðrum orðum, þá lítur þessi saga illa út fyrir Liverpool af því að þeir halda áfram að misskilja samfélagsmiðla svakalega ef þeir halda að einhver tíst frá Jenkins um Borini (sem hann fékk frá tístum áreiðanlegri blaðamanna eins og Neil Jones hjá Echo) hafi kostað klúbbinn pening. Þá lítur þetta líka mjög illa út fyrir Liverpool af því að Chang var einmitt ráðinn í sumar til að laga það sem fór aflaga sl. vetur, það er klaufaskap Liverpool í PR-málum. Og hvað gerist svo með Chang á 3. mánuði tímabilsins? Jú, hann endar sjálfur í stóru, stóru PR-klúðri.

  Þetta bara lítur illa út fyrir klúbbinn. Punktur.

  Being: Liverpool: Sko, við vitum að þessir þættir eru gerðir fyrir Bandaríkjamenn sem þekkja kannski lítið til Liverpool og enska boltans. Þeir eru ekki gerðir fyrir okkur sem lifum og hrærumst í boltanum. Það breytir því ekki að það er endalaust af efni í þessum þáttum sem hægt er að gera grín að. Ian Ayre á mótorhjóli, Brendan Rodgers í sportbíl með mynd af sjálfum sér uppá vegg heima hjá sér, leikmenn eins og Spearing og Flanagan í fókus sem koma svo ekkert við sögu hjá Liverpool í vetur og svo endalaust framvegis. Rodgers talar mikið í þessum þáttum og það á allt saman eftir að líta afskaplega illa út ef hans vera á Anfield gengur ekki upp.

  Það er einfaldlega frekar mikið undir hvað varðar ímynd klúbbsins í vetur og þessir þættir einfalda þau mál ekki neitt.

  Luis Suarez: Greinin hittir naglann á höfuðið. Þetta snýst ekki um hvort Suarez sé rasisti (sem hann er ekki), hvort hann er dýfari (sem hann er) eða hvort hann sé versti dýfarinn (sem hann er ekki). Þetta snýst um það að á ákveðnum tímapunkti verður hann að hætta að valda klúbbnum óþarfa vandræðum.

  Dæmi: eins fáránlegt og þetta handabanda-kjaftæði er allt saman átti hann að taka í höndina á Evra í febrúar. Hann var búinn að lofa Dalglish því og segjast ætla að gera það en sleppti því svo og fyrir vikið lenti Dalglish og klúbburinn allur í þeirri stöðu að þurfa að biðjast afsökunar og fordæma gjörðir hans eftir leik. Um leið leyfði það Evra að líta út eins og enn frekara fórnarlambi og SAF gat blásið um þetta allt eftir leik án þess að nokkur annar gæti sagt neitt.

  Ef Suarez hefði bara tekið í helvítis höndina á manninum hefði þetta ekki verið neitt mál. Fáránlegt eða ekki, menn verða á endanum að velja “the lesser of two evils”.

  Annað dæmi: gat Suarez átt heimskulegri dýfu á verri tíma en í lok leiks gegn Stoke fyrir rúmri viku? Ef hann hefði sleppt henni hefði sá leikur farið í safnið sem enn eitt stóra óréttlætið í garð Suarez sem hafði nákvæmlega ekkert fengið í leiknum. Á endanum hefði almenningsálit snúist honum í vil og dómarar lent undir pressu til að sýna honum sanngirni. Rodgers var líka búinn að fara mikinn í fjölmiðlum og verja hann, sem og liðsfélagarnir Gerrard og Johnson.

  Þessi dýfa var einstaklega vanhugsuð og eyðilagði allt fyrir Suarez, félaginu og það sem verst er, gerði ummæli Rodgers eftir Norwich-leikinn að athlægi.

  Suarez verður einfaldlega að fara að hætta þessu. Hann er umdeildur karakter og það mun ekkert breytast úr þessu en hann heldur áfram að búa til vesen þar sem við vildum helst óska okkur að hann sleppti því og einbeitti sér bara að því að spila fótbolta, sem er jú það sem hann er bestur í.

  Innkaupastefnan: Þarf ég að fjölyrða um þetta? Hvað var planið? Var planið að halda Dalglish til lengri tíma þangað til hann keypti illa inn og olli vonbrigðum í fyrra? Og þá er hann settur út fyrir Rodgers en sá fær ekki nema brot af þeim fjármunum sem Dalglish fékk og er sett það verkefni að lækka launakostnað. Og ef þetta er allt rétt, af hverju í fjandanum eigum við þá ekki að efast um metnað FSG?

  Ég skal meira að segja bæta við fimmta atriðinu:

  Heimavöllurinn: Þessa vikuna eru tvö ár liðin síðan FSG keyptu klúbbinn og nú tilkynntu þeir loksins eitthvað: þeir ætla sér að vera áfram á Anfield og endurnýja völlinn. Nema hvað, á blaðamannafundinum sl. mánudag varðist Ian Ayre öllum spurningum um smáatriði eða nánari upplýsingar og menn tala um að hægt verði að byrja í fyrsta lagi eftir tvö ár, 2014.

  Ég vona að það sé ekki verið að slá ryki í augun á okkur en vegna skorts á smáatriðum og rúms tímaramma sem gefinn er í verkefnið, auk þess að FSG hafa verið tvístíga í öðrum verkum (peningar í leikmenn, þjálfaramál, PR-klúður á PR-klúður ofan) ætla ég ekki að opna kampavínið og fagna fyrr en ég sé pottþétt að þeir séu að fara af stað með framkvæmdir. Eigendur hafa áður haldið blaðamannafundi um þessi mál og ekkert gerst í framhaldið…

  Að lokum um Torres: eins og Hjalti komst að orði var þetta bara á endanum nokkuð eðlilegt að Torres færi. Við verðum bara að kyngja því. Hann stóð illa að því gagnvart Liverpool, svona í blálok janúargluggans, og misreiknaði sig ef hann hélt að það væri ómögulegt að fara til United en í lagi að fara til Chelsea, en á endanum hafa þeir titlar sem hann hefur unnið með Chelsea og staða þess liðs í dag sannað að hann hafði rétt fyrir sér: endurkoma Liverpool á toppinn mun taka tíma – hversu mikinn tíma vitum við ekki – en meiri tíma en hinn 28 ára gamli Torres var reiðubúinn að gefa og á meðan Liverpool hefur tekið djúpa dýfu hefur hann verið að vinna titla með Chelsea og Spáni.

  Rétt eins og Alonso og Arbeloa hjá Real og Mascherano hjá Barca. Þeir fóru allir frá „sökkvandi skipi“ ef við getum svo að orði komist og ef við ætlum að hengja Torres en hlífa hinum þremur verð ég að segja að mér finnst það ósanngjarnt. Þessir fjórir voru lykilmenn í uppáhalds Liverpool-liði mínu sl. 20+ árin (2006-2009 lið Rafa) og þótt það sé sárt að sjá þá vinna titla annars staðar óska ég þeim einskis ills. Nema þegar þeir mæta Liverpool, sem gerist oftar hjá Torres en hinum þremur. En að Torres vinni titla frekar en United eða skori mörk gegn Arsenal og Tottenham, það grætir mig ekkert.

  Til að súmmera upp: Ég hef margar efasemdir um Liverpool í dag, Rodgers þar á meðal, en er reiðubúinn að sýna þolinmæði á meðan ungt lið dafnar. Ég sakna leikmanna eins og Torres og ég sakna Rafa og áskil mér rétt til að fjalla um það á minni eigin síðu. Og ég er langt því frá sannfærður um að það hafi verið rétt að gefast upp á Andy Carroll strax í sumar.

 37. Kristján Atli #41

  Ég er sammála öllu sem þú skrifar þarna, nema því að Alonso og Arbeloa hafi verið að fara frá sökkvandi skipi, eftir að liðið lenti í 2. sæti í deildinni. Nema þú sért þá að tala um það sem var í gangi utan vallar, eigendamálum og svoleiðis, en innan vallar var Liverpool ekki sökkvandi skip.

  Vildi bara koma þessu að

 38. Er langt frá því að vera alltaf sammála þér Kristján Atli en hérna ertu alveg með þetta. Aldrei verið jafn sammála neinum hérna á kop áður, ekki einu sinn sjálfum mér 😉

 39. Allt mjög góðir punktar.

  Hvernig haldi þið að byrjunarlið liverpool verði á móti Reading?

  Reina——–Johnson–Skrtel–Agger–Robinson
  ———-Gerrard—-Allen
  ————–Shelvey
  Sterling—–Suarez—–Cole

  jæja, nú má cole fara að gera eitthvað af viti 🙂

  Áfram liverpool!!!

  YNWA

 40. Kristján Atli hittir naglann á höfuðið! Og þá sér í lagi um sjöuna!

 41. Gott komment Kristján. Aðal málið hjá mér er í raun og veru ekki Carroll sjálfur, heldur týpan af leikmanni. Af hverju að kaupa svona leikmann eins og Carroll, fyrir mann eins og Torres? Liðið var nokkurn veginn stillt inn á leikmann eins og Torres, ekki fyrir mann eins og Carroll. Hefði ekkert verið á móti því að fá Carroll, en þá með svipuðum leikmanni og Torres. Er scouting deildin okkar í alvöru það léleg að hún á ekki lista yfir 10 leikmenn sem koma til greina ef einhver leikmaður fer? Og var ekki hægt að borga 10 milljónum of mikið fyrir einn af þeim? Ég nenni ekki að taka dæmi þar sem ég er að tala um þetta almennt, en ég vona að þetta komist til skila.

 42. Ég var nú einn af þeim sem hélt að Carroll yrði súperstriker fyrir okkur. Hélt að United væri pottþétt að fara kaupa hann þegar hann var hjá Newcastle.

  Ég skil ekki hvað við erum að pæla, gaurinn er ungur og var meiddur eða í lélegu formi en við sáum hvað hann getur í lokin þegar hann var að dóminera boxið.

  Það hefði þurft Harry Redknapp eða einhvern gosa til að þjálfa svona gaur. Carroll átti aldrei sjéns hjá Brendan. Algjör synd.

 43. Fín tafla hér um kostnað á völlunum.

  http://www.bbc.co.uk/news/uk-19842397

  Sjáiði seasonticket verðin hjá Chelsea og Arsenal (vissulega 7 leikjum fleira á Emirates, en það er gert þar sem völlurinn er sjaldan fullur).

  Góð vísbending á það að það eru fleiri pund til skiptanna í kringum þessa tvo klúbba í London en uppi í norðrinu. Ekki bara í L’pool heldur líka í stórborgunum Manchester og Newcastle. Ódýrasti miðinn á Stamford er svipað dýr og sá dýrasti á Anfield!

  Annars held ég að umræðan hér sé á fínum stað. Er bæði sammála og ósammála Kristjáni í hans pistli hér að ofan. Deili áhyggjum hans á eigendum og vallarmálum og hef engu fagnað enn, bíð eftir skóflustungunum. Hef haft gaman af ákveðnum þáttum í Being Liverpool, en það er auðvitað kannski eitthvað tengt því að hafa verið á æfingavöllum í 30 ár og í klefanum, gaman að sjá að þar virðist 95% vera eins og bara á Íslandi. Treysti því t.d. að menn séu að átta sig á að “hárþurrkumeðferðir” eru ekki mikið stundaðar. En viðtölin á heimilum leikmanna og á æfingasvæðum barna þeirra, eða marklaust ferðalag til USA hjálpar engu. Ég er bæði með og á móti Suarezpunktum hans, sammála því að Suarez þarf að leggja meira á sig til að eyða orðrómi um sig, en þessi síðasta dýfa hans á engu að breyta þar. Maðurinn er lagður í einelti á Englandi og fólk í þannig aðstöðu bregst stundum alls konar við. Líka inni á fótboltavelli. Þetta Jenkinsmál er augljóslega klúður en það á ekki að alhæfa að klúbburinn sé að stjórnast í þessum málum.

  Held að svona mál séu stanslaust í gangi um allan heim, þegar klúbbar reyna að finna leka, þarna gekk nýr maður hjá LFC of langt…

 44. Tony Barrett hjá Times var að skrifa grein sem er frábær og segir í mestu það sama og ég sagði hér að ofan. Greinina má finna hér en þar sem Times-vefsíðan er bara opin í klukkutíma áður en hún lokar aftur fyrir aðra en áskrifendur set ég greinina í heild sinni inn hér fyrir neðan:

  Rash of wrong turns highlights deep fault line running through Liverpool

  Tony Barrett

  One evening in the summer of 2005, Robert Kraft retired to his bed having made a monumental decision – he was going to buy Liverpool Football Club. Talks with David Moores, the then Liverpool chairman, had gone better than he had expected and when the owner of the New England Patriots brought an end to what appeared to be a significant day his final thoughts were dominated by Anfield and the Premier League.

  The following morning, though, Kraft awoke with a start. Something felt wrong. Here he was in Brookline, Massachusetts, planning to take control of a ‘sports franchise’ which was based more than 3,000 miles away. The business magnate picked up the phone and immediately called Moores. He could not conclude the deal, he said. As far as Kraft was concerned, the limitations of being an absentee owner were such a concern that he feared being unable to do justice to both Liverpool and himself if he proceeded.

  Fast forward to the present day and Liverpool are conspiring to make that decision seem particularly wise. Under American ownership – this time in the guise of Fenway Sports Group – the Merseyside club seem only to list from one crisis to another, with some being more serious than others, as their Stateside proprietors seem unable or unwilling to find a way of bridging the geographical divide.

  Over the last week, a new farce has surrounded them, one which has caused deep and unnecessary embarrassment to a club which used to pride itself on doing things the right way; in their terms “the Liverpool Way”. It is a shambles which, in fairness, would not have been possible in a previous era but it was also one which was wholly avoidable in the present one.

  Everyone knows about it by now as it has been played out in both mainstream and social media. But for anyone who has avoided the online madhouse that is Twitter or steered clear of newspapers for a few days then the basics are that Jen Chang, Liverpool’s communications director, has been accused of threatening a supporter by the name of Sean Cummins who had been operating a spoof Twitter account under the pseudonym of Duncan Jenkins.

  Without going into detail, Chang denies the allegations and unless hard evidence is produced by Cummins it is hard to imagine how the shocking claims made against the FSG appointment will be upheld. But what is probably beyond dispute is that by tracking down and trying to stop the activities of a fan who was doing little more than tweet titbits of team and transfer news, Chang was guilty of the kind of naivety which has characterised Liverpool on far too many occasions since FSG took over the club two years ago.

  The street smart route – one which would have been followed in the days when the late Kevin Dooley and more recently Richard Green provided legal counsel – would have been to look into ‘Jenkins’s’ tweets and then to accept that there are some things that go beyond the reach even of Liverpool Football Club. Basically, there are some fights that are worth fighting and some that are best avoided and a spoof Twitter account giving out information that was freely available in other areas of cyberspace, not to mention in the free world, definitely fell into the latter category.

  The country’s biggest football clubs have decisions of this type to make on an increasingly regular basis. The difference between the Liverpool of today and the one which Kraft considered buying is that it seems to make the wrong moves more often than the right ones.

  A young manager making his first tentative steps in a difficult job? Make him the subject of a fly-on-the-wall TV documentary. A top player accused of racially abusing a fellow professional? Don’t give him a QC. A desperate need to sign a forward? Allow deadline day to pass as confusion reigns.

  It is one bad move after another and each failing has, to a greater or lesser extent, undermined the stature and reputation of a club which is in danger of becoming a bigger parody than the Twitter account which drove it to distraction. That all of these situations have occurred since FSG took ownership suggests that such cock-ups are not a coincidence and that there is a deep fault line running through the club.

  Arguably the most plausible solution is inexperience. John W Henry, Liverpool’s principal owner, confessed upon purchase that he had much to learn about his new asset and also football in general. He has strived to overcome this by studying football with a zeal bordering on obsession and resorted to a reliance on statistics in an attempt to make up for his lack of natural feel for the game, but he has still managed to make a series of decisions which he has later regretted and which have helped usher Liverpool into their current malaise.

  Such inexperience would perhaps not be the debilitating problem that it is if it wasn’t for the fact that it is replicated throughout the club. Ian Ayre is Liverpool’s longest serving director but has only been at Anfield since 2007. Natalie Wignall, their legal counsel, dates back only to the time when Christian Purslow was in situ. Chang became director of communications last summer. Changes to their medical staff were made even more recently than that. In their pomp, Liverpool’s board of directors hardly changed from one decade to the next, now it is populated by newcomers, most of whom reside in the USA.

  It is against this backdrop that Brendan Rodgers, himself relatively inexperienced at the highest level, must attempt to revive Liverpool’s flagging fortunes. At 39 years old, he is Liverpool’s youngest manager since Kenny Dalglish stepped into Joe Fagan’s shoes at the age of just 34 in 1985. Unlike Dalglish, though, Rodgers is not blessed with a time-served board. If he wants to speak to his chairman he has to either call or email Tom Werner in Los Angeles, Dalglish merely had to knock on the door of John Smith’s office. He is also unable to call on the wise counsel of a Peter Robinson never mind a Bob Paisley.

  Liverpool do not boast such figures anymore, they are a brand new club in almost every conceivable way. The radical changes that have been made at Anfield over the past two years may eventually pay off. Mistakes that are being made now may come to be looked back on as important lessons learned in the fullness of time. But the worrying thing from Liverpool’s point of view is that so many of their most recent problems have been self-inflicted and unnecessary. Rodgers needed a forward, he didn’t get one; he could have done without a fly-on-the-wall documentary holding him up to
  scrutiny, but he got one; Luis Suarez needed a QC, he didn’t get one; Chang didn’t need to pursue a tweeter but he did anyway.

  How FSG puts such failings right isn’t clear. They could sack some more employees and replace them with new appointments but that option has already been pursued with vigour and without any indications up to this point that it is ready to pay off. They could appoint a so-called football man with experience and street smarts but they appeared to throw the baby out with the bath water on that front when Dalglish’s ties with the club were severed last summer. They could appoint a respected former player or even an outsider to act as a buffer between Rodgers and the board, only the manager has already made it clear that he would not approve of the creation of such a position.

  There are no easy answers to Liverpool’s problems and the added complications caused by geographical distance, time difference and physical detachment are making it even more difficult for FSG to come up with the necessary solutions. It was such a scenario that helped prompt Robert Kraft’s change of heart and FSG’s ongoing struggles at Anfield are making its fellow American’s U-turn look like the kind of smart move that their club currently seems incapable of making.

 45. Meira kjaftæðið. Glazer-arnir eiga Man.Utd. Stan Kroenke er meirihlutaeigandi í Arsenal. Sheikh Mansour á Man City. Osfrv.

  En Liverpool aðdáendur væla af því að eigendurnir búa ekki í Liverpool! Það hefur ekkert með árangur liðsins að gera. Stundum er kafað fulldjúpt í ástæður lélegs árangurs Liverpool. Peningaleysi og léleg stjórnun hefur eitthvað þar að segja, hvort sem menn eru amerískir eða enskir.

 46. Alveg meira kjaftæðið, bara. Af því að þetta er allt sambærilegt við stöðu Liverpool?

  United: Glazerarnir keyptu klúbbinn en daglegur rekstur hans er sem fyrr í höndum David Gill og Alex Ferguson. Þeir eiga hann að nafninu til en hafa ekki þurft að bylta eða rífa upp lélegan rekstur.

  Stan Kroenke á Arsenal en þar er nákvæmlega sama staða. Wenger stýrir liðinu og stjórnin sér um reksturinn. Þar var búið að byggja völl og endurnýja liðið þegar Kroenke eignaðist það og hann hafði verið í stjórn félagsins í mörg ár og því varla “nýliði” í þessum málum.

  Mansour-fjölskyldan hjá City leysti öll vandamál með peningum. Ógeðslega miklum peningum.

  Er eitthvað af þessum þremur dæmum einu sinni nálægt því að vera líkt stöðu Liverpool þegar FSG keyptu? Nýliðaþjálfari, nýliðar í öllum stöðum, ungt lið, Ian Ayre sá sem hefur verið lengst í stjórn félagsins og það er bara síðan 2007 þannig að það er öll fótboltaklúbbsreynslan. Og við eigum bara að hætta þessu væli af því að United, Arsenal og City lentu ekki í þessum vandræðum?

  Mér sýnist einhver annar en ég vera með kjaftæði hérna.

 47. Jú, mikið rétt. Ég tók fulldjúpt í árinni.

  En vandræði Liverpool eru amk. 20 ára gömul. Það vantar peninga til að kaupa leikmenn og hefur alltaf vantað.

 48. Ég hef mikin áhuga á markaðsmálum. Hvet alla þá sem hafa áhuga á að velta sér upp úr PR málum og hvernig hægt er að (mis)nota netið til góðs eða ills að lesa þessa bók: http://trustmeimlying.com/

  Annars er SSteinn með þetta í kommenti #28

 49. Tony Barrett er með’etta.

  Hef verið mjálmandi þetta í podcöstum annað slagið. Fyrirtæki sem rekur stanslaust yfirmenn sína er stefnulítið og brothætt fyrirtæki. Hvað þá þegar að eigendurnir tengjast lítið klúbbnum sínum nema gegnum veskið, og HVAÐ ÞÁ þegar þeir kaupa lið í íþrótt sem þeir þekktu ekkert þegar þeir eignuðust það.

  Ekki misskilja mig. FSG eru miklu, miklu, miklu betri eigendur en fyrirrennararnir. Þeir voru “asset-strippers” í ætt við Glazerana. United er í vondum málum þó vel gangi inni á vellinum. Liðið er í eigu félags sem er skráð á einhverri eyju sem “hlutafélag með rekstur í skemmtanaiðnaði”. En á meðan Rauðnefur og Gill stjórna þá leggja Glazerarnir ekki í að ráðast nær kjarnanum.

  FSG hafa áhuga á íþróttum, alveg án vafa. Þeir ætla ekki að yfirskuldsetja félagið og eru að reyna að færa vel heppnað íþróttaviðskiptamódel á milli íþróttagreina og íþróttasvæða. Fair enough. Þeir eru amerískir og hugsa amerískt. Það er ekkert, alls ekkert vont við það. Ameríka á mörg af sterkustu íþróttafélögum í heimi.

  En vandinn er sá að þeir eru ekki að vinna í Ameríku og frá eignarhaldi þeirra skilst mér að þeir séu búnir að reka á þriðja tug stjórnenda og þjálfara frá félaginu. Ekki bara framkvæmdastjórann heldur njósnarateymið tvisvar, aðstoðarþjálfarana tvisvar og læknateymið allt eins og það lagði sig í vor.

  Valdamesti maðurinn í félaginu er Ian Ayre sem var fullur þátttakandi í vitlausustu ákvörðun LFC á síðari tímum þegar Rafa var rekinn og Hodgson ráðinn. Hann var stjórnarmaður sem samþykkti þessa ráðstöfun 5-0 og tók við já-austrinum um Roy þegar Broughton fór að draga sig út. Þessi sami Ayre var stjórnandi hjá félaginu þegar rabbað var við Klinsmann forðum daga, vissulega í markaðsdeildinni, en ein af ástæðum þess að rætt var við Klinsmann voru vinsældir hans vestanhafs…sem á líka viðskiptalega sögu. Ayre var líka sá sem rætt var við þegar teikningarnar komu frá Stanley Park…en nú er það hann sem talar um Anfield…eftir að hafa sagt “verulegan áhuga” á nafnarétti nýs vallar.

  Umgjörð fyrirtækis hefur 90% með árangur þess að gera. United á sinn Gill, Roman býr á Stamford Bridge og Marwood stýrir City. Ég tel hvorki Ayre eða eigendur félagsins ná tökum á því að koma upp stabílum rekstri á félaginu. Þar þarf mann til sem stýrir klúbbnum í þeirra umboði án of mikilla afskipta og einhver sem kallar umsvifalaust á virðingu leikmanna og framkvæmdastjóra. Ég er ekki að tala um að maðurinn hafi EINN putta í þjálfun eða að velja leikmenn til að kaupa heldur sá sem “keeps the house in order”. Það er lífsnauðsynlegt að félög hafi kjarna í yfirstjórn og ákveðna stefnu!

  Sjáið FH sem hefur verið 90% með sömu stjórnarmenn síðustu 10 ár. Sá stöðugleiki hefur birst í samfelldri sigurgöngu á meðan að lið sem að skipta stanslaust um stjórnir og þjálfara ná inn einstaka titlum en fjara svo út.

  FSG eru alls ekki alslæmir, en það er ennþá ekki margt sem sannfærir mig um það að þeir og þeirra verk muni verða til að vinna titilinn eina og sanna. Við unnum fyrsta bikarinn okkar í fyrravor, og næstum tvo. Eftir fyrri úrslitaleikinn lofsungu þeir starf Kenny, Comolli og alls þjálfarateymisins. Ekki síst fyrir að búa til stöðugleika í klúbbnum.

  Þrem mánuðum seinna var sá stöðugleiki farinn og á einstaklega klaufalegan hátt töpuðu þeir frá sér hæfileikamönnum eins og Steve Clarke (sem Rodgers vildi hafa með sér) og Pep Segura (þegar þeir gengu bak orða sinna um framgang hans innan félagsins) auk þess að í kjölfar þess að þeir réðu afskaplega óreyndan, en mjög efnilegan, stjóra til starfa sendu þeir hann til leiks í kjölfar lélegasta tímabils síðari tíma með veikari leikmannahóp en áður.

  Og hvað gerist? Jú. Blöðin eru farin að sletta í andlit þess manns fullyrðingum eins “where is the fortress Brendan” og “should tiki-taka be bli-bli and bla-bla”. Allt live í sjónvarpi að auki…

  Sumir halda að þeir standi pottþétt bakvið Brendan. Ég skora á þá sömu að googla viðtölin í kjölfar League Cup sigurs og síðan fletta upp ræðunni þegar þeir réðu RedSox stjórnandann sem þeir ráku núna síðast…

  Flott grein hjá Barrett.

  Allir þessir brottrekstrar undanfarin ár hafa skilið eftir stór skörð og nú er kominn tími á að hugsa á annan veg.

  Mitt mat allavega…

 50. Það var glæsilegt að fá 50 millur fyrir hauslausann Torres.

  Það sem verra var að kaupa Andy Carroll í staðinn..

 51. Tek heilshugar undir allt sem Maggi “Mark” segir. Ég get bara ekki að því gert en alltaf þegar ég hugsa til þess að Kanar eigi “minn” ástsæla klúbb, þá fæ ég einhvern hroll. Vonandi hverfur það með tímanum.

 52. Hef ekki tíma til að blanda mér í þetta að fullu en er að mestu sammála Barrett/KAR/Magga þó ég hafi nú smá samúð með FSG líka.

  Hvað var það sem þeir gengu inn í hjá Liverpool þegar þeir keyptu félagið?
  Roy Hodgon og hans staff og ætlar einhver að fara halda því fram að það hafi verið rangt að reka þá loksins þegar það var gert? Sé ekki eftir nokkrum manni sem fór í þeim hreingeringunum og þá er ég svo sannarlega líka að tala um Purslow, manninn sem tafði framgöngu félagsins um svona 2-3 ár.
  Hvað þetta varðar hef ég fulla samúð með FSG.

  Næsta skref heppnaðist ekki nógu vel hjá þeim og er mikið í lagi að gagnrýna það harðlega. Dalglish kom inn undir erfiðum kringumstæðum, líka fyrir FSG sem greinilega voru ekki að fá inn “sinn mann”. Eins var mikið traust lagt á Comolli sem gefist var mjög fljótlega upp á. Það að reka Dalglish og Comolli var ekki bara dýrt að því leyti að þeir voru á góðum samningum heldur líka vegna þess að þeir voru búnir að kaupa leikmenn og móta (óljósa) stefnu sem er svo umturnað enn á ný með ráðningu Rodgers. Andy Carroll væri t.d. ekki á láni hjá West Ham núna og alls ekki í plönum Liverpool ef Dalglish væri ennþá með liðið (Á móti er kannski hægt að tala um að FSG hafi veðjað á rangan hest því þessi leikmannakaup heppnuðust sögulega illa eins og komið hefur á daginn undanfarið (a.m.k. Carroll, Downing og Adam, ekki gefist upp á Henderson ennþá).

  Fyrir mér þá má gagnrýna FSG fyrir ósannfærandi stefnumörkun undir Dalglish og Comolli, hinsvegar hrósa ég þeim fyrir að reka Hodgson og þá sem honum fylgdu og eins að losa klúbbinn við Gillett og Hicks og flesta sem þeim tengdust.

  Þannig að í minni bók koma þeir nokkurnvegin út á sléttu og ég hef ennþá miklar væntingar til þeirra og lýst vel á margt af því sem þeir hafa verið að gera. T.d. ráðning Rodgers og sú stefna sem þeir vilja innleiða með honum. Sakna ekki old school breskra þjálfara eins og staðan er núna og skil vel að þeir hafi ekki ekki viljað byggja til framtíðar á þeim.

  Síðustu leikmannagluggar hafa hinsvegar verið mjög mikil vonbrigði og fíaskóið í ágúst fer ekki af þeim fyrr en í janúar í fyrsta lagi. Eins á eftir að reyna á það hvað Rodgers og hans sjónarmið fá mikin tíma hjá Liverpool.

  Að lokum eru fréttir af enduruppbyggingu Anfield spennandi þó ég sé ekkert voðalega hrifinn af því að fá inn fleiri ríka áhorfendur. Leyfi þeim þó að njóta vafans í bili enda augljóslega verið að vinna á fullu í lífsnauðsynlegri stækkun og endurbótum á heimavelli Liverpool.

 53. Vilja manutd menn ekki bara dæma leikinn sjálfir?
  hvernig er þetta hægt?
  Gæti þetta knattspyrnusamband eitthvað verið rotnara?

 54. Varðandi FSG finnst mér heilt yfir að þeir hafi staðið sig vel en verið óheppnir. Þeir gerðu mistök en þau fólust í að reyna að fara styttri leiðina en rata þess í stað beint ofaní kelduna. Þá á ég við að ráða Kenny sem eftir á að hyggja var ekki í formi til að taka réttar ákvarðanir eftir næstum áratug á golfvellinum. Hugmyndir Kenny um leikmenn sem áttu að styrkja leikmannahópinn og upphæðirnar sem hann var tilbúinn að borga segja allt sem segja þarf. Þarna voru FSG uppi við vegg sem er vondur staður til að taka ákvörðun. Allt sem hefur gerst síðan verður að skoða í því ljósi að þeir tóku vonda ákvörðun, sem skrifast á reynsluleysi. með því að framlengja samninginn við Kenny.

  FSG hljóta að hafa verið forviða þegar í ljós kemur hvað lítið þeir fengu fyrir mikla fjármuni. Ég sé heldur ekki fyrir mér að Kenny hafi heillað þá upp úr skónum þegar hann var spurður um stefnumörkun og taktík til lengri tíma. Eftir að FSG náðu tökum á verkefninu sér það hver maður að það er ekki spurning um hvort heldur hvenær félagið verður samkeppnisfært á hvaða mælikvarða sem er. Eftirfarandi eru mín rök fyrir ofangreindu:

  FSG hefur mótað stefnu sem byggist á sjálfbærum rekstri og langtímahugsun. Það er mikil undiralda í Evrópu gegn BoyToy klúbbum eins og Chelsea og ManCity sem mun að endingu leiða til alvöru FFP reglugerðar.
  FSG ´hefur unnið frábært markaðsstarf og á samt mikið inni þar. Hvað sem mönnum finnst t.d. um Being Liverpool er algjörlega á hreinu að þetta er snilld til að vekja umtal og áhuga á liðinu.
  FSG hefur ráðið ungan þjálfara sem vinnur eftir skipulagi til lengri tíma. Brendan hefur sýnt að hann kann til verka og það er unun að horfa á liðið spila fótbolta á góðum degi. Það er mikið verk óunnið en fyrir minn sjóhatt gæti ég ekki verið ánægðari með þjálfarann. Nýlegt dæmi er þegar hann tekur af allan vafa um að Carroll er orðin nafn í sögubókunum. No nonsense!
  FSG hefur landað ákvörðun um stækkun Anfield. Hér er loks verið að klára verk sem margir hafa talað um en síðan ekki söguna meir. Frábært að sjá leikvallarmálum komið í heila höfn.

  Við þurfum að horfa aftur til Benitez áranna til að sjá eitthvað sambærilegt við það sem er að gerast í dag. Raunar erum við enn að njóta starfa Rafa því þessir ótrúlega spennandi strákar sem fá núna tækifæri undir stjórn Brendan komu til LFC á hans tíma.

 55. Ég tek heilshugar undir skrif guderian hér að ofan. Mér finnst FSG vera að gera góða hluti en vandamálið er að áætlanir þeirra fóru pínu í rugl þegar Dalglish var ráðinn. Háar fjárhæðir fóru í að kaupa leikmenn sem eru núna ekki í plönum núverandi stjóra og lítið fæst fyrir miðað við hvað þeir kostuðu. Því er eðlilegt að þeir haldi aðeins að sér höndunum þegar kemur að leikmannamálum. Og líklega, eins og guderian nefnir að ofan var framtíðarsýn Dalglish ekki sú sama og FSG. Þessi uppbygging á liðinu og umgjörðinni í kring um klúbbinn, eftir allt undangengið rugl, tekur tíma og gerist ekki á einni nóttu.

  Ég hef gríðarlega trú á Brendan og hann er að gera flotta hluti með þetta lið. Hef einnig fulla trú á að leikmenn verði keyptir í janúar til að styrkja liðið enn frekar.

  Og þessi upptalning á ástæðum þess að klúbburinn er fyrir suma athlægi þá segi ég: hverjum er ekki drullusama hvað öðrum finnst.

  Það sem mér finnst skorta er þolinmæði stuðningsmanna. Þolinmæði, þolinmæði, þolinmæði elskurnar mínar, sagði einhver.

 56. Benitez regime….þetta hljómar eins og rispuð plata. Sakna miklu meira Bob Paisley áranna!

  Ef menn vilja tala um sigurvegara og árangur þá vitna menn í Paisley.

 57. Semsagt.

  Það er hægt að treysta þeim núna þó þeir hafi gert langan samning við mann sem ykkur finnst rangur?

  Ef þeir reka þá Rodgers í vor á sömu forsendum og Dalglish, þ.e. að áttunda sætið sé óásættanlegur árangur. Er það þá líka í lagi?

  Eða erum við orðin svo desperate eftir G & H farsann að við erum bara til í allt annað en þá…

  Svo aðeins varðandi stefnumörkun. Mér finnst ansi margir búnir að missa sig í það að telja stefnumörkun eina og sér vera jákvæða. Það er alls ekki. Vilas Boas æddi af stað í stefnumörkun þó hann hefði alls ekki leikmennina í það. Er að reyna það aftur með Tottenham og á spjallborðum Spursara eru ansi margir farnir að biðja um Harry gamla með sitt vængspil aftur. Ef ekki hefði komið til sigurinn á Old Trafford þá væri erfitt hjá Portúgalanum strax í byrjun. Stefnumörkun Dalglish var í ákveðna átt, það má ekkert gleyma því að við t.d. stútuðum Arsenal á Emirates síðasta haust og fram í janúar. Menn tala um “old school” og “new school”. Tiki taka er vísun í leikaðferð sem varð til um 1970. Er það ný stefna eða gömul? Rafa Benitez notaði m.a. ákveðnar sóknarfærslur frá ungversku landsliði sem var álitið það besta á sjötta áratugnum. Mourinho lærði að eigin sögn 90% vinnuaðferða sinna af Bobby Robson.

  En í nútímanum er auðvitað komin ótrúlega detaljeruð nákvæmni í leikaðferðavinnu og framkvæmdastjórar fá analýseruð gögn frá her manna út í eitt. Það er nýji tíminn og skiptir alveg heilmiklu að menn lagi sig að því. Sjáið bara Lagerback á Íslandi, maðurinn er á sjötugsaldri en nýtir alla mögulega tækni sem til er.

  Bara eins og gert var í fyrra. Á einhverjum tímapunkti í fyrra kom upp að “engin stefna væri í gangi”. Sem ég skildi aldrei og skil ekki enn. Mér fannst t.d. undanúrslitaleikirnir gegn Man. City í deildarbikarnum frábærlega settir upp í alla staði og í 90% leikja liðsins stjórnuðum við leiknum algerlega en alveg vonlaus nýting færa kostaði okkur töluvert.

  Bara eins og er í gangi núna.

  Svo heyri ég fullt af fólki tala um að nú sé bara “eðlilegt” að við séum ekki að taka skref áfram. Mikið vona ég að sami söngurinn verði sunginn í vor og að þjálfari verði ekki rekinn fyrir að enda í 8.sæti og vinna einn bikar. Ég hef miklar áhyggjur af því að sú þolinmæði sé ekki til staðar hjá eigendum félagsins.

  Varðandi leikmannakaup Dalglish þá voru keyptir leikmenn og fyrir upphæðir. Eins og Rodgers hefur nú gert. Hann hefur keypt þrjá leikmenn, Joe Allen sem er mjög góður leikmaður og virðist muni uppfylla sínar væntingar. Fabio Borini verður ekki dæmdur fyrr en hann kemur úr meiðslum og svo fékk hann ekki að kaupa fleiri leikmenn. En við borguðum mikið fyrir óreyndan ítalskan leikmann, skulum ekki gleyma því að 11 milljón pund er mikill peningur ef leikmaðurinn virkar ekki. En kaup á honum eru eðlileg í dag og það verður fólk að muna, því fótbolti dagsins í dag er alltof mikið litaður af eftir-á-fræðum og ég-vissi-það-alltaf staðreyndum.

  Hann mun að sjálfsögðu gera mistök á leikmannamarkaðnum hann Rodgers, en það er einmitt málið að leyfa mönnum að fá tíma til að gera sín mistök og einblína á að sá sem þjálfar fái vinnufrið.

  Það sem Rodgers hefur best gert hingað til að mínu mati er að nýta þá ungu leikmenn sem Rafa keypti, Suso, Shelvey og Sterling, til fullnustu hingað til. Auk þess að vera stefnufastur, en það voru Dalglish og Clarke líka. Clarke er að taka þeirra stefnu og stýra W.B.A. á þann hátt með góðum árangri hingað til.

  Fótbolti er “úrslitavinnustaður” og raddirnar neikvæðu sem gusu um eftir Stoke-jafnteflið verða enn háværari ef sömu úrslit verða um helgina.

  Og ef þetta verður sagan fram í janúar er ég óskaplega hræddur um að einhver fari að nota það sem afsökun til að leyfa manninum ekki að versla….en vonandi hef ég rangt fyrir mér í þessum efnum.

  En ég segi eins og áður að þangað til skóflan er komin í jörðina við Anfield og þangað til Rodgers fær backup á leikmannamarkaðnum og/eða ég sé eigendurna bakka hann upp í erfiðri stöðu eins og var uppi hjá félaginu í vor þá vantreysti ég því að FSG viti hvernig á að reka klúbb sem ætlar sér á toppinn í heimsfótbolta.

  Það er nú þannig….

 58. 60 og #61

  Skrítið að Bolton hafi ekki fengið alla dóma með sér undanfarin ár þar sem að yfirmaður FA er Bolton maður…svo léleg samsæriskenning og alltaf eruð þið fórnarlömb…aular

 59. Aðeins um stefnumörkun en ekki er víst að allir skilji það hugtak á sama hátt. Þegar ég tala um stefnumörkun er ég að tala um hanna framtíðina. Þá er ég að meina að gera réttu hlutina. Þegar ég tala um taktík þá er ég að tala um að gera hlutina rétt.

  Í mínum huga eru FSG að sýna að þeir eru að gera réttu hlutina en að sjálfsögðu blasir við hverjum manni að árangurinn, fram til þessa, er lélegur. Taktíkin er s.s. ekki enn farin að virka. Hitt er líka morgunljóst að í fyrsta sinn síðan Rafa var og hét er verið að vinna eftir strategíu sem hönd á festir og FSG á hrós skilið fyrir það.

 60. Flottur Stefán #67, æðsti yfirmaður FA var reyndar CEO hjá City, og er mikill City aðdáandi í dag.
  Annars tek ég ekki undir þessa kenningu um að hann hafi einhver ítök á vellinum, hann er í stjórn sambandsins, en ekki dómari. Það er eins og að kenna Jóhönnu og Steingrími um mistök sem lögreglan gerir. Einhverntíman vorum við með mann í stjórninni og ég veit ekki til þess að við höfum verið að græða eitthvað meira á því á vellinum.

 61. Tek það fram að mér finnst Diouf alger drulla sem manneskja en það er oft sem svona karakterar segja fyrst sannleikann þegar þeir eru búnir að mála sig útí horn og hafa engu kúli að tapa lengur. http://fotbolti.net/fullStory.php?id=135196

  „Ég virði Gerrard sem fótboltamann en það er enginn sjálfselskari en hann. Honum er sama þó Liverpool tapi ef hann nær að skora. Honum er sama um alla aðra. Ég hef talað við gamlar hetjur hjá Liverpool og enginn þolir hann.”

  Ætli sé eitthvað til í þessu? Hvaða gömlu hetjur ætli blessað barnið sé að tala um? Er Hollywood sendinga fyrirliðinn Gerrard hugsanlega orðinn of stórt egó fyrir klúbbinn og að eyðileggja framþróun liðsins? Í ljósi þess að Gerrard skiptir sér af leikmannakaupum og bankar uppá hjá þjálfurum biðjandi þá um að fá Torres o.fl. tilbaka til Liverpool. Var Carroll hugsanlega látinn fara því hans hátign Gerrard fílaði hann ekki lengur? Fær Henderson ekki sénsa lengur vegna þess að Gerrard setti þumallinn niður á hann?

  Varðandi FSG og þjálfaramál er maður orðinn að verða pínu þreyttur á að Liverpool sem fótboltaklúbbur sé rekinn í gegnum Skype og Ian Ayre. Þetta er stjórnarfyrirkomulag FSG er eins og að hafa verið giftur sömu konunni í áratugi en sofa ennþá hjá henni með smokk því þú ert í opnu sambandi alltaf að halda framhjá henni með nýjum bólfélaga (þjálfara).
  Liverpool er fjölskylda og yndislegasta eiginkona í heimi en þú verður að treysta henni ef þú vilt spila hraðan “sexy football” almennilega.

 62. Nr. 70

  Ákveðinn vonbrigði hvað þú varst lengi að bregðast við og reyna eftir bestu getu (jafnvel þó þetta sé frá Diouf komið) að taka undir gagnrýni á fyrirliðann. Vera aðeins með puttann á púlsinum gamli.

Liverpool verður áfram á Anfield (staðfest)

Reading á morgun