Liverpool verður áfram á Anfield (staðfest)

Liverpool Echo hafa eftir sínum heimildamönnum innan klúbbsins að Liverpool muni verða áfram á Anfield og að völlurinn verði bættur í stað þess að flytja yfir í Stanley Park.

While no official confirmation has yet been given, an announcement about plans for the council’s “Anfield Village” housing regeneration scheme is due to be made on Monday at the Town Hall, and the ECHO understands that part of the briefing will include the club revealing its intentions to stay put.

Þetta er stór frétt og það verður spennandi að sjá hvernig menn leysa vandamálin tengd stækkun Anfield, sem við höfum verið að ræða um í mörg ár. Það kemur væntanlega í ljós á mánudaginn hvað menn hafa í huga.

Uppfært (EÖE) 15 okt kl 10.09: Ian Ayre er í viðtali á official síðunni þar sem hann staðfestir að Liverpool verður áfram á Anfield. Hann segir að það sé búið að ná samkomulagi við íbúa nálægt vellinum en ennþá eru mjög mörg mál óleyst og því ekki hægt að tilkynna hvernig nákvæmlega völlurinn verður.

41 Comments

 1. Hlakka mjog til manudagsins nuna. Verdur forvitnilegt að sja hvað kemur út úr þessu. Það er frabært að vera àfram a anfield ef hann verður stækkaður i 60,000 sæti til að byrja með, vonandi verða samt moguleikar seinna meir að stækka i 70-75 þusund.

  En ja goðar frettir og nu biður maður verulega spenntur eftir mànudeginum: )

 2. Mikið ætla ég að vona að þetta eigi við rök að styðjast!
  Á enn eftir að fara á Anfield og þétt ætti að auka líkurnar á að maður komist þangað á endanum.

 3. Ef United geta fyllt 75 þúsund manna völl?
  Er þá ekki raunhæft að völlurinn okkar muni taka slíkt hið sama?
  Verðum að geta fengið svipaðar tekjur út frá miðasölu og Utd. Þ.e.a.s. ef við ætlum að keppa við þá um ókomin ár.

  Vona allavega að metnaðurinn sé að keppa við þá á öllum vígstöðum.

 4. Já þeir virðast ætla að byrja á því að byggja ofan á Main Stand og Anfield Road Stand og ná þannig 60.000 sætum. John Henry segir jafnframt að stækkun á vellinum sé ekki lykilatriði í því að geta keppt við toppklúbba Evrópu heldur sé það frekar gert með sölumennsku á vörum tengdum klúbbnum.

  “Our future is based not on a stadium issue, but on building a strong football club that can compete with anyone in Europe. This will be principally driven financially by our commercial strengths globally.”

  http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/19935925

  Ég verð að vera ósammála Henry þarna, ef þú eykur tekjur um 20 milljónir punda á ári þá ertu snöggur að borga upp 150 milljóna punda kostnað við stækkunina. Og 20 milljónir punda er ekki eitthvað sem fæst 1,2, og 3 með sölumennsku. En mér lýst samt ágætlega á það að halda sig við Anfield, þótt það sé vissulega áhættusamara fjárhagslega.

 5. Það að ManUtd sé að fá meira inn á leikdegi er tengt tekjum per sæti en ekki bara að Old Trafford taki 30.000 fleiri í sæti.

  Liverpool er að fá inn tæp 900 pund í tekjur per sæti (all included).

  ManUtd er að fá inn uþb 1.425 pund í tekjur per sæti.

  Ef Old Trafford væri jafn stór (lítill) Anfield þá væru þeir samt að fá rúmlega 24.000.000 pund meira en LFC í kassann, á leikdegi.

  Auðvitað tengjast þessar tölur eitthvað því að fyrir þessi (30.000) aukasæti þá skilar það sér í fleiri túristum per leik sem auðvitað eyða meira á leikdegi en ársmiðahafarnir (sem og miðarnir eru dýrari sem auðvitað hækkar þessi rev. per seat tölur). En það breytir því ekki að Liverpool er engan vegin á pari við þessi CL félög.

  Þessi samanburður verður jafnvel vandræðalegri ef við skoðum LFC og Chelsea, en þeir hafa jú svipað stóran völl.

  Stamford Bridge tekur rúmlega 42.000 manns í sæti, sem er 3.000 færri en Anfield. En tekjur á leikdegi hjá Chelsea eru 67,50 vs 40,90 hjá LFC (!!!). Þeir eru að fá rúm 1.600 pund per sæti á meðan við erum að fá tæp 900 pund.

  Lausnin er ekki svona einföld, að reikna: “Fjöldi sæta sem stækkun/nýr völlur skilar x miðaverð = xx.xxx.xxx” – Bingó, cased closed, það var lagið, money money money. Liðið er búið að dragast langt aftur úr öllum markaðsmálum (takk Rick Parry), og þó að samningar og þau skref sem við höfum tekið á síðustu 18 mánuðum eða svo séu skref í rétt átt. Þá eigum við samt langt langt langt í land.

  Mér lýst ágætlega á stækkun Anfield. En set þó spurningarmerki við ýmislegt. T.a.m. eru VIP boxin að gefa margfalt meira per haus en auka sæt og ekki eru þau mörg á Anfieldi, búðina verður að tvö- eða þrefalda í stærð, hver er kostnaðurinn samanborið við byggingu á nýjum velli og verður möguleiki til staðar fyrir frekari stækkanir seinna meir eða er verið að fresta vandanum, osfrv osfrv.

  En loksins loksins er frétta að vænta, maður bíður spenntur.

 6. Líst vel á þetta. Gróðarsjónarmið mega samt ekki eingöngu vera ofan á við stækkun leikvangsins. Það er nr eitt að geta fjölgað um þessi 15-20 þúsund sæti án þess að skerða autmospherið. Söngurinn og lætin þurfa að berast á sem bestan hátt um stúkuna. Það er grundvallarprinsipp og vonandi verða hinir ýmsustu fræðingar fengnir til þess að mæla slíkt út.

 7. Varðandi innkomu per sæti og smanburð við Chelsea, Red Sox og Man U þá benti Henry á það í góðu viðtali fyrr á árinu að það er ekki hægt að bera saman Liverpool við London og Boston.

  Liverpool borg er einfaldlega mun fátækari en þessar borgir og miklu minna framboð af fyrirtækjum, sem eru tilbúin til að borga há verð fyrir miða í Liverpool. Þess vegna munum við aldrei geta keppt við Chelsea hvað þetta varðar. Ekki vegna þess að Chelsea sé á nokkurn hátt betri klúbbur en LFC heldur eru Chelsea í miklu efnaðara umhverfi.

 8. Liverpool borg er einfaldlega mun fátækari en þessar borgir og miklu
  minna framboð af fyrirtækjum, sem eru tilbúin til að borga há verð
  fyrir miða í Liverpool. Þess vegna munum við aldrei geta keppt við
  Chelsea hvað þetta varðar. Ekki vegna þess að Chelsea sé á nokkurn
  hátt betri klúbbur en LFC heldur eru Chelsea í miklu efnaðara
  umhverfi.

  Ákkúrat!

  ….svo fá stuðningsmenn þeirra auðvitað einning plastfána að gjöf frá félaginu sem væntanlega skýrir að hluta til hátt miðaverð 😉

 9. Þetta verður spennandi og ég hef sjálfur verið mjög tvístígandi hvað væri klúbbnum best til framdráttar að gera. Auðvitað vill maður ekki skipta um völl en það þarf nauðsynlega að upgrade-a Anfield ef við eigum að vera þar áfram.

 10. Góðar fréttir. Hugsa að við þurfum að vera þolinmóð um sinn, áður en við heyrum beint frá klúbbnum nákvæmlega hvernig plönin verða. Það er bara talað um að á morgun, mánudag, verði borgaryfirvöldum tilkynnt að Liverpool ætli ekki að nýta sér lóðina á Stanley Park, heldur byggja við Anfield.

  BBC segir: “The council will announce it has given the go-ahead for a series of compulsory purchase order consultations on houses that would need to be demolished. If the process remains on schedule, redevelopment would begin in 2014.”

  Næstu skref eru væntanlega að reyna að kaupa nærliggjandi hús, til að rýmka fyrir stækkun stúkunnar.

  Þetta er risastór ákvörðun, sem þýðir meðal annars að innkoma okkar verður einhverju lægri en á nýjum leikvangi. M.a vegna “corporate boxes” sem verða færri og lélegri á Anfield en á nýjum Anfield. Einnig er eiginlega útilokað að við seljum nafnið á Anfield núna, sem þýðir í raun tapaður peningur. Auðvitað er maður svolítið að selja sálina sína með því að selja nafnið sitt, en við gætum auðveldlega hagnast um nokkra tugi milljóna punda með því að selja nafnið. Sem betur fer eru peningar ekki allt!

  Það verður gaman að sjá blaðamannafund um málið og nánari útskýringar á verkefninu.

 11. Sælir félagar

  Gott er ef satt er. Hvað sem öllum gróðasjónarmiðum líður þá er Anfield heimavöllur LFC og verður það alltaf í mínum huga. Það hefur ef til vill eitthvað með aldurinn að gera en ég er búinn að halda með þessu liði í hartnær 50 ár og það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja (annrs staðar).

  Það er nú þannig

  YNWA

 12. Ég hefði kosið nýjan völl. Bara allt miklu stærra batterí. Fleiri verslanir og veitingastaði og þvíumlíkt. En aðallega til að fá stærri völl, grasflötinn s.s. Það þarf að kveðja Anfield og taka skrefið fram á við.

 13. Ef a að stækka Anfield þa hlytur að eiga að rífa main stand alla og buggja nyja töluvert mikið stærri frà grunni og ma er nu ekki mikið vandamal að koma fyrir helvitis helling af vip boxum i henni. Mundi vilsja sja koma einnig svona horn stukur sem mundu tengja main stand, anfield road stand og centenary stand allar saman og svo kop a móti þeim.

  En ja verdur forvitnilegt að sja teikningar og allar hugmyndir a borðinu

 14. Hjalti 10, þu segir að næstu skref hljoti að vera að reyna að kaupa nærliggjandi hus, það hlytur að vera buið að græja þau mal eða na samkomulagi ef að menn eru bunir að akveða að stækka anfield og hættir við loðina i stanley park.

 15. Eyþór Guðj, Ertu ekki með alveg hrikalega staðreyndavillu, það er verið að tala um árlegar tekjur, ekki per leikdag.

 16. Eyþór Guðj, Ertu ekki með alveg hrikalega staðreyndavillu, það er
  verið að tala um árlegar tekjur, ekki per leikdag.

  Jú, þetta eru annual tölur auðvitað. Ég talaði bara um á leikdegi, vantaði að það kæmi skýrar fram að um annual tölur væri að ræða. Það væri ekkert slor að vera að fá inn yfir 40mp per heimaleik. 😉

 17. Eg segi nu bara hvað er að gerast? Það eru heil 2 komment buin að koma her inn siðan kl 13 i dag.

  Hafa menn virkilega engan ahuga a að ræða þetta vallarmal eða er folk bara daið ur leiðindum i þessi ömurlega landsleiljahlèi

 18. Það er bara svo lítið hægt að segja… því þetta kemur allt í ljós á morgun. 🙂

 19. Reyndar er kannski ekkert serstakt hægt að ræða um þetta en eg man aldrei eftir þessari síðu jafn liflausri og i dag: (

 20. ég var á anfield fyrr á árinn og svo best sem ég gat séð þá voru flest hús í kringum anfield annað hvort tóm eða áttu stutt eftir.. svæðið í kringum anfield er frekar ljót að sjá þannig að það ætti ekki að vera erfitt að kaupa upp allt í kringum anfield en svosagði einn liverpool maður még að FSG væri að kaupa upp allt um kring.. þannig að þetta hefur sennilega alltaf verið plannið hjá þeim.. hver veit..

 21. Ok krakkar fyrirgefið en ég bara sé ekki hvernig Liverpool er á leið í fremstu röð á ný. Ég hef í rauninni heilmiklar áhyggjur af þessu. Eins og Einar nefnir gerir það málin ekki einfaldari í nútímasamfélagi að vera í borg á borð við Liverpool. Peningarnir og nútímametrófótboltamaðurinn er í London, Madrid, París og álíka borgum.

  Hafa menn svo horft á þessa being Liverpool-þætti (sem btw eru ekki að vekja neina athygli hérna vestanhafs)? Ég hreinlega veit ekki enn hvað mér finnst um Rodgers. Hann virkar engan veginn á mig sem einhver æðri vera. Vonandi stendur hann þetta af sér, en að mínu mati gæti hann alveg endað eins og Owen Coyle, Paul Jewell og margir slíkir stjórar.

  Nóg um það. Þó það sé að vísu heillandi að vera áfram á Anfield, þá væri augljóslega langbest ef hægt væri bara að byggja nútímalegt mannvirki með öllu tilheyrandi. Menn hérna geta lifað í afneitun og viljað ekki fá neina alvöru innspýtingu af peningum í félagið, en málið er að öðruvísi kemst félagið aldrei í fremstu röð. Aldrei. Hins vegar skil ég að eigendurnir haldi aðeins að sér höndum því þegar litið er hlutlaust á hvernig var farið með þessar 70 milljónir þá er það eitt svakalegasta klúður sögunnar (skiptir ekki hvað kom inn á móti, þessar 70 milljónir fóru út í stað þess að vera þá bara á bankareikningi félagsins í Landsbankanum).

 22. Þessi umræða um er nýjan völl er orðin langdregin og þreytt. Auðvitað gott að verið sé að vinna í þessu en ég sem aðdáandi Liverpool FC vil fyrst og fremst fara sjá liðið vinna inn stig á þessum fornfræga velli.

 23. 5

  Liverpool er að fá inn tæp 900 pund í tekjur per sæti (all included).
  Manchester United er að fá inn uþb 1.425 pund í tekjur per sæti.

  nú hef eg farið á nokkra leiki og borgaði mest 120 pund fyrir miðann. þegar þú talar um 900 pund per sæti (all included) eru það per leik eða per season sem liðið fær fyrir sætið ??

 24. Held að menn séu einfaldlega orðnir þreyttur á þessum málum varðandi Anfield og byggingu nýs leikvangs. Búið að vera í umræðunni í nær 10 ár og ekkert gerst!

  Ég er samt alveg á því að það hefði verið skynsamlegra að gera nýjan leikvang. Þó svo að maður elski Anfield og söguna sem honum fylgir.
  Málið er að hann var byggður fyrir það löngu síðan og byggingartækni hefur tekið miklum framförum síðan þá.

  Það er flott að geta stækkað hann í 60 þúsund áhorfendur. En þrátt fyrir það erum við ennþá með 15 þús sætum færri en Old Trafford.
  Verður virkilega hægt að stækka völlinn í 70-80 þúsund eftir “x” mörg ár eða er verið að fresta vandamálinu?

 25. nú hef eg farið á nokkra leiki og borgaði mest 120 pund fyrir miðann.
  þegar þú talar um 900 pund per sæti (all included) eru það per leik
  eða per season sem liðið fær fyrir sætið ??

  Þessar tölur eru annual, kemur ekki nógu skýrt fram hjá mér og það vantar “bíííb” edit takkann til að smella því inn. Sbr póstur frá Magga í #16 og svar frá mér í #17.

  Það sem þú hefur væntanlega borgað fyrir miðann er líklega í gegnum þriðja aðila, ekki beint frá klúbbnum sjálfum. Svo spilar fleira þarna inní eins og sú staðreynd að ársmiðahafar greiða minna fyrir miðann per leik en þeir sem kaupa úr almennri sölu. Fyrir utan VIP boxin þá geri ég ráð fyrir að hinir almennu miðar skili mestu inn. Ársmiðahafarnir kaupa jú ekki í búðinni fyrir stór fé leik eftir leik.

  Til að taka allan vafa af þá eru þetta annual (meðaltals) tölur.

  Ég held að með fréttum dagsins sé nokkuð ljóst að klúbburinn hafi ekki náð að fá inn nógu gott tilboð varðandi nafnarétt á nýjum velli, því JWH sagði á sínum tíma:

  “We’ve been exploring a new stadium for the past 18 months. At one
  point we made it clear that if a naming rights deal could be secured
  of sufficient size, we would make every effort to build a new
  facility
  .

  “Liverpool FC has an advantage in being a global club and
  a naming rights deal could make a new stadium a reality. It is
  something we are working on. There has been interest.

  Hann hittir svo naglann á höfuðið í sama viðtali:

  “Can Liverpool as a community afford Chelsea or Arsenal prices?
  No.”It is often said that for Liverpool to compete in match-day
  revenue with United, Arsenal and Chelsea, we need a new stadium. But
  you can see that the £50 or £60 million differences stem as much from
  revenue per seat as from the number of seats. Even if Liverpool were
  able to get to 60,000 seats, there would have to be an increase from
  £900 to £1550 in revenue per seat as well to catch Arsenal
  .

  Það er ekki einu sinni víst, ef klúbburinn myndi byggja nýjan völl, að það myndi borga sig, amk ekki short term. Því þó að tekjur af ~15.000 sætum kæmu beint í kassann ásamt þeirri sölu er þeim fylgir. Þá myndi auðvitað koma hellings fjármagnskostnaður á móti vegna þeirrar fjármögnunar sem félagið yrði að fara í (og yrðu væntanlega talsverðar).

  Annars er það skemmtileg tilviljun (já eða ekki) að þessi tilkynning kemur nákvæmlega tveimur árum eftir að FESV (þá FSG) gengu frá kaupunum á klúbbnum.

 26. Þetta var einstaklega aumt allt saman, lítið að segja nema það sem komið var fram áður. Held að það hafi verið ljóst í nokkurn tíma núna að við myndum vera áfram á Anfield. Borgarstjóri Liverpool talar um að það að við gætum verið að tala um “planning application” í byrjun næsta sumars sem þýðir að það væri hugsanlega hægt að byrja á þessum breytingum næsta haust.

  En vonandi fáum við að sjá einhverjar almennilegar hugmyndir í vor, teikningar og myndir og þá fáum við væntanlega að vita hvaða stærð er verið að tala um.

 27. Er ekki besti tíminn til að byrja svona breytingar strax eftir tímabil, hvort sem það verður eftir þetta tímabil eða næsta. Hvar spilar svo liðið þegar framkvæmdirnar fara fram, hver getur svarað því ?

  YNWA

 28. Ég fyrirgef lítinn pening til leikmannakaupa ef það á að fara endurbyggja völlinn. Hvenær er fyrsta skóflustungan?

 29. Þessar breytingar hefjast eftir 2 ár eða meira samkvæmt því sem ég hef lesið…

 30. Mér finnst þessi þróun mjög jákvæð og þó svo það sé ekki nema bara að maður viti loksins í hvaða farvegi þessi mál eru.

  Eins og ég er alltaf að japla á hérna að þá finnst mér reksturinn hjá LFC vera að komast í betra form þegar horft er á launakostnað og uppspretta ungra leikmanna. Það er alveg ljóst að Liverpool hefur dregist aftur úr nokkrum klúbbum hvað varðar þessar tekjulindir en það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að snúa þeirri þróun við með skynsömum hætti og ábyrgum ákvörðunum.

  Mér hefur oft orðið óglatt að sjá launakröfur leikmanna og þetta hefur algjörlega keyrt um þverbak eftir að trilljónakallarnir mættu til leiks til chelskí og man sjitty.
  Miðað við það sem maður hefur fundið hvað varðar leikmannamarkaðinn að þá sitja margir mjög efnilegir og góðir leikmenn á hakanum því skortur á fjármagni er víða. Þar kemur LFC sterkt inn því klúbburinn okkar er sögufrægur og metnaðurinn er gríðarlegur þó svo að það hafi ekki dugað til að Gylfi nokkur Sigurðsson hafi viljað koma. Hann verður alltaf gaurinn sem sagði nei við LFC 🙂

  Svo heyrist manni á flestum að þessi niðurstaða sé sú rétta. Stuðningsmenn LFC vilja ekki rífa niður Anfield og mikið er ég sammála því.

 31. Ég veit þráðrán en ég vildi vekja athygli ykkar á könnuninni sem er inn á fotbolti.net um hvort Luis Suarez eigi skilið þessa umfjöllun sem hann hefur fengið. Hvet náttúrulega alla til að kjósa NEI. Með hreinum ólíkindum að styðja við svona einelti.

  Allavega lýst vel á Anfield stækkaðan og vona að það verði minna mas og meiri framkvæmd hjá þessum eigendum en hinum fyrri.

 32. Já áhugavert allt saman en punkturinn hjá Liverpool er ekki endilega fjöldi þeirra sem mæta á völlinn heldur hvað menn eru að eyða þegar þeir mæta. Liverpool verslunin á Anfield er náttúrlega til skammar fyrir svona stóran klúbb. Ég hef farið þarna inn og þá hafa ekki verið til allar treyjurnar í öllum stærðum og síðan er þessi búið þröng og lítil og því ekki mikið flæði sem nær að fara í gegnum búðina. T.d hjá Chelsea eru þeir með tvær búðir sem eru að selja varning fyrir leiki og ég held ég sé ekki að ljúga þegar ég segi að þær séu stærri en Liverpool búðin. Held meira að segja að Bolton sé með jafn stóra verslun og Liverpool.

  Þetta er bara hluti af því klúðri sem markaðsmál Liverpool hafa verið í undan farna áratugi. Moorse og Parry skitu svo upp á bak í öllu sem tengist þessum klúbbi að það hálfa væri nóg. Ég er reyndar alltaf jafn hissa á því hversu litla gagnrýni þessir tveir hafa fengið í gegnum tíðina. Getur svo sem vel verið að þeir hafi fengið meiri gagnrýni á erlendum spjallborðum en fyrir mér eru þessir tveir aðilar sem eiga hvað stæðastan hlut í því hvernig komið er fyrir félaginu í dag.

 33. Þetta er bara sagan endalausa. Rökréttasta move-ið hvað framtíðina varðar væri að koma sér á annan stað þar sem hægt væri að hafa leikvang og æfingasvæði á sama staðnum. Hinsvegar er bara alltof mikil saga og rætur á Anfield sem ekki er hægt að slíta klúbbinn frá.

  En smá off topic. Átti ekki að vera þáttur nr. 5 af Being: Liverpool núna á sunnudaginn?

 34. Skv. episode guide hjá þeim er fimmti þáttur 21. okt og sjötti þáttur 28. okt.

Landsleikjahlésleiðindi og opinn þráður

Opinn þráður