Um Suarez

Eins og venjulega var bara einn maður til umræðu eftir leikinn í gær, sá sem allir elska að hata. Þannig að við skulum kíkja aðeins á umræðuna um Suarez.

Fyrst, vídjó sem hefur gengið um Twitter í dag og sýnir öll brotin gegn Suarez sem ekki hefur verið refsað réttilega fyrir það sem af er tímabili:

Og í dag, yfirlýsing frá Brendan Rodgers: Suarez fær ósanngjarna meðferð.

Football365 skrifar vel um málið og lýsir hræsni og klækjum Tony Pulis vel. Pulis tókst með því að gagnrýna Suarez eftir leik í gær að beina athyglinni frá sex gulum spjöldum og umdeildum hrottaskap eigin liðs. Gareth Roberts hjá The Anfield Wrap skrifar einnig mjög vel um málið og strákarnir í The Anfield Wrap fóru vel yfir málin í Podcasti dagsins. Að lokum skammar Alan Hansen Suarez og kallar eftir því að hann hætti að dýfa sér.

Sumt vitum við og þurfum varla að fjölyrða: Tony Pulis er hræsnari (lesið grein Roberts hér fyrir ofan), Lee Mason er einn af fjölmörgum enskum dómurum sem leyfir andstæðingum að komast upp með ótrúlegustu brot gegn Suarez og ef þú trúir ekki að Suarez sé að fá ósanngjarna meðferð skaltu íhuga þá staðreynd að Leon Barnett hjá Norwich og Robert Huth hjá Stoke voru báðir fríaðir ábyrgð í skýrslu dómara eftir leikina gegn Liverpool. Þetta er ekki ofsóknaræði í okkur ef við höfum rétt fyrir okkur og staðreyndirnar tala sínu máli.

Einnig pirrar mikið hversu ójöfn umfjöllunin er. Gareth Bale fleygði sér í gær eins og Suarez, og hefur ef ég man rétt verið bókaður tvisvar á árinu 2012 fyrir dýfur eins og Suarez, en sú dýfa fær langtum minni umfjöllun í dag. Af hverju skyldi það vera?

Engu að síður verður að segjast að stærstu vonbrigði mín eru í garð Suarez sjálfs í dag. Það hefur verið farið mjög illa með hann undanfarnar vikur, liðsfélagar hans hafa varið hann í fjölmiðlum, Rodgers hefur háð áróðursherferð til að reyna að vekja athygli á þessu óréttlæti og Liverpool-hliðhollir pennar hafa reynt að tala hans máli í fjölmiðlum …

… og svo tekur hann sína verstu dýfu í gær. Pirraður? Já eflaust. Svekktur? Jájá. Þreyttur á að bíða eftir dómurum? Örugglega. Ekkert af því réttlætir þó hvað hann gerði í gær og hann verður að kyngja því að með þessari ömurlegu dýfu framlengdi hann veiðileyfið á sjálfan sig næstu mánuðina. Samúðin var að byggjast upp um gjörvallt England eftir Norwich-leikinn og hann fékk samt ekkert dæmt á traðk Robert Huth í upphafi leiks í gær.

Haldiði að það sé einhver séns á að hann fái að njóta vafans í næstu leikjum, eftir dýfu gærdagsins? Bjáni dagsins er Suarez sjálfur og hann og liðið munu fá að súpa seyðið af heimskupörum hans næstu vikurnar. Sjáiði bara til.

Að lokum: Mark Lawrenson hraunar yfir Being: Liverpool-þættina. Ég hef séð 4 af 6 þáttum núna og ég er að hluta til sammála honum. Hann er reyndar í ruglinu þegar hann lætur eins og þetta sé Brendan Rodgers að kenna, eins og hann hafi einhverju ráðið um hvort þessir þættir voru teknir upp eða ekki. En það verður að viðurkennast að það er ansi margt í þessum þáttum sem gefur mér mikinn aulahroll:

  • Ian Ayre að trufla Rodgers og Allen þegar þeir eru að velja treyjunúmer fyrir Allen. Ayre segir þeim flissandi að 69 sé laust. Tíhí.
  • Ian Ayre á mótorhjóli. Really?
  • Skáldið í upphafi þátta. Af hverju mátti ekki frekar tala við Anfield Wrap-strákana eða eitthvað? Ég get ekki ímyndað mér að þetta heilli Kanann.
  • Sérstök umfjöllun um Flanagan (þáttur 1), Adam (þáttur 2), Spearing (þáttur 3). Hvar eru þeir í dag?
  • Það verður að segjast: Brendan Rodgers minnir á David Brent úr The Office. Ef hann fer flatt hjá Liverpool og endist ekki út árið 2013 verður þetta gullnáma fyrir grínistana í garð Liverpool næstu árin. “Þið réðuð fokking Mike Bassett: England Manager (Hodgson) fyrst og svo Ricky fokking Gervais í kjölfarið.”

Ég vona að við sjáum ekki eftir þessum þáttum eftir ár. Rodgers sleppur með þetta allt ef hann vinnur leiki. Nú þarf hann bara að … vinna leiki.

90 Comments

  1. Já já sammála því að Suarez gerði í brók að taka þessa dýfu akkurat núna en ætti spurningin ekki mikið frekar að vera eftir að hafa horft á þessa samantekt frá síðustu leiknum, er eitthvað óeðlilegt að hann reyni að fiska brot á þessa varnarmenn m.v. meðferðina sem hann fær frá þeim?

    Það er eitthvað mikið bogið við það að sjá svona samantekt með ljótum brotum og svo eina klippu með leikaraskap og ÖLL umræðan snýst um leikaraskapinn, satt að segja skil ég bara vel afhverju leikmenn eins og Suarez, Ronaldo, Nani o.s.rv. ýki af og til brot á sér. Geri þeir það ekki er ekki séns í helvíti að þeir fái neitt dæmt. Dæmi þess eru mímörg. Því miður.

  2. Mjög flottur pistill.

    Suarez er heimsklassa leikmaður og hann þarf að fara fá virðingu sem slíkur líkt og Messi o.fl.

    Ég vil trúa því að þessari sápu sé lokið og hann fara að fá allar þær auka- og vítaspyrnur sem hann á að fá.

    Nú förum við á beinu brautina og vinnum næsta leik í deildinni gegn Reading.

  3. Suares er heimsklassaleikmadur og thvilikur keppnismadur. En thad maetti vera meira a milli eyrnanna a honum. Thessi heimskupor hans annad slagid, eydileggja svo mikid fyrir honum og skyggja a haefileikana.
    Slaem timsetning a thessu hja honum. Vona bara ad hann svari med 3 naestu helgi.

    Med thessa thaetti, tha eru their hallaerislegir og vekja kjanahroll. Vona bara ad thessir kanar nai ekki ad steypa klubbnum i glotun og eydileggja ordspor klubbsins meira adur en their lata sig hverfa, sem er vonandi sem fyrst. Og vid faum eigendur sem hafa efni a ad eiga klubbinn. Klubburinn fer alltaf nedar og nedar med thessa menn vid stjornvolinn. Tholi ekki thetta moneyball kjaftaedi og pip.
    FSG eru ekkert betri en Gillet og hicks.
    Eg skrifa slakt gengi LIVERPOOL eingongu a eigendurna. Mjog einfalt.
    Eg bid og vona
    Takk fyrir

  4. Sammála Babu, finnst umræðan vera á kolrangri braut, Það hefur viðgengist allt of lengi í Englandi að varnarmenn komast upp með allt of mikið. Sóknarmaðurinn nýtur nánast aldrei vafans. Í tilfellii Suarez er nánast um einelti að ræða. Það reyna allir á einhverjum punkti að sækja vítaspyrnu, stundum ertu óheppinn og það næst á vídeó. Það að dýfan hans Suarez skuli vera fókusinn eftir helgina en ekki traðkið hans Suarez segir meira en ýmislegt.

    Tony Pulis hefði frekar átt að ávíta sinn eigin leikmann fyrir mun verri tuddaskap og óíþróttamannslega framkomu en að vekja athyglu á dýfu manns sem fékk ekkert dæmt á sig í þessum leik þrátt fyrir ítrekuð brot. En nei Tony Pulis er hræsnari dauðans og á hans bæ þykir sjálfsagt eðlilegt að traðka á mönnum. Djöfull vona ég og hlakka til þess dags þegar að Stoke fellur verðskuldað um deild.

  5. Það er stundum sagt að það sé kalt á toppnum.

    Það er líkt og að það sé verið að leggja Suarez í einelti, reyna að losna við hann úr enska boltanum. Það er púað og sungið níðsöngva um hann á öllum völlum á englandi eftir meint “kynþáttaníð hans” og hann er á forsíðum, baksíðum blaðanna eftir að hafa tekið ” dýfu” helgarinnar.

    “Luis Suarez’s comical, cynical and plain cheating dive against Stoke obviously receives a lot of coverage in the morning press. It’s the lead for the match reports in The Times, The Daily Mirror and The Sun, it’s on the back pages of The Daily Express and The Daily Star and the front page of the sports pullout in The Daily Telegraph.”

    Ætli Bale sé á forsíðum blaðanna sem Suarez er á baksíðu og öfugt, held ekki.

    Það kæmi mér ekki á óvart að hann flytti í sólina næsta sumar drengurinn sem væri mikill missir fyrir enska boltann.

  6. svo er eitt atriði sem er ekki sýnt í þessu vídjói sem kom fyrir í Stoke-leiknum. E-n tíma á síðustu 10 ýtti Huth í bakið á honum inní teig sem ég hefði haldið að væri = víti.

  7. Þetta myndband er alveg magnað, Huth hefði getað fengið 3 rauð spjöld í þessum leik en er ekki einu sinni í umræðunni eftir helgina fyrir grófan leik og einelti.
    Miðað við þetta myndband þá finnst mér langlundargeð Suarez vera með eindæmum. Það má berja hann, sparka hann niður en svo tekur hann eina dívu aðeins of seint, sekúndubroti áður hefði verið réttara að láta sig detta, þá verður allt vitlaust.
    En óskabarn breta Bale tekur í raun miklu verri dýfu, ef dómarinn hefði látið blekkjast þar þá hefði markmaðurinn fengið rautt og einungis 10 mín búnar af leiknum…
    Fínt að halda svona myndböndum til haga þá getum við poolað scum á þetta í lok tímabilsins og sagt að við hefðum unnið deildina ef dómarar hefðu dæmt rétt í leikjum hjá okkur 🙂

  8. Sælir félagar.

    Geri ráð fyrir að þið verðið mér ekki sammála en það er í góðu lagi því fátt er leiðinlegra en þegar svo er.

    Mín skoðun er sú að eftir dívuna á móti Stoke þá eigi alvarlega að íhuga að selja Suartez. Trúið mér að ég elska hann sem fótboltamann að öllu leyti nema þessum óþolandi dívum. En skoðun mín byggir á þrennu:

    Það er ekkert sem meira í taugarnar á mér en svona leikaraskapur og þá skiptir engu hver á í hlut. Liverpool hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir að vera fótbotlaklúbbur þar sem heiðarleiki hefur verið virtur sem og virðing fyrir andstæðingum sbr. að á fáum völlum er klappað fyrir góðri frammistöðu leikmanna aðkomuliðsins. En þess eru mörg dæmi á Anfield. Ég lít svo á að dívur/leikaraskapur er óvirðing við leikinn og andstæðinginn.

    Ég er algjörlegar ósammála að tilgangurinn helgi alltaf meðalið. Þoli ekki þegar mönnum finnst í lagi að sóknarmaður kasti sér niður +i teignum ef hann finnur snertingu, en þetta er orðinn viðtekinn skoðun og er sagt sóknarmanni til hróss. Algjörlega ósammála. Eru kannski gamaldags viðhorf en er viðhorf sem ég vil halda í.

    Brendan Rogers og fleiri eru búnir að vinna í því að endurreisa orðspor Suarez og voru í meðbyr eftir Norwich leikinn (sást víða í pressunni). Hvað gerir Suarez, tekur sína verstu dívu og eyðurleggur allt og gott betur. Mikil óvirðing hans við Brendan og félagið og í raun alla liðsfélaga hans. Mér allveg sama þótt hann hafi verið pirraður á meðferðinni sem hann fékk. Svona gerir maður ekki.
    Breska pressan (sem by the way er mesta eineltispressa í heimi) mun ekki láta hann í friði héðan í frá. Þetta munu andstæðingar okkar nota sér héðan í frá, brjóta á Suarez og hlaupa til dómara og heimta spjald á hann fyrir leikaraskap og belive me að hinir hugumprúðu ensku dómarar munu kaupa það í framtíðinni.

    Ergó: Ég tel að það eigi að selja hann við fyrsta hentuleika.

    Over and out.

  9. Eftir að hafa horft á þetta myndband þá er það bara tímaspursmál hvenær Suarez dettur út úr liðinu vegna meiðsla. Það er augljóst að varnarmenn eru alltaf farnir að ganga lengra og lengra í hörkunni gegn Suarez enda eru þeir farnir að sjá að þeir komast upp með hörku gegn honum sem þeir kæmust ekki upp með gegn öðrum leikmönnum.

    Þegar maður skoðar brotið gegn Norwich er ekki óeðlilegt að maður veltir fyrir sér að það er eitthvað átak í gangi hjá dómurunum gagnvart Suarez, enda svosem þekkt á dómarafundum að ákveðnir leikmenn koma uppí umræðuna þegar ákveðin málefni eru tekin fyrir. Þetta brot er svo absúrt, ekki nóg með að varnarmaðurinn flækir löppunum utan um fæturnar á Suarez þá lemur hann olnboganum á axlirnar á honum líka…..og kemst upp með það.

  10. Auðvitað erum við öll mótfallin dýfingum. Það er ömurleg iðja, alveg sama hjá hverjum það er. Líka okkar mönnum.

    Suarez hefur um langa hríð verið sá leikmaður sem enskum finnst best að hata, ég er alltaf sama rispaða platan en staðreyndin er einfaldlega sú að erlendir leikmenn hafa bara aldrei verið á sama plani og heimamenn fyrr en eitthvað tikkar í einhver box og þeir eru viðurkenndir.

    Augljósasta dæmið er Cantona sem fékk svakalega meðferð hjá andstæðingum sínum fram að banni, draumaleikmenn eins og Vinny Jones fengu sko heldur að berja á honum duglega. Reyndar fékk Vinny Jones ótrúlegt leyfi til að berja á mönnum í fjölda ára en Cantona fékk ekkert. Þegar hann missti sig þá kom sú umræða upp að honum hafi loks verið nóg boðið. Hann steinþagði þessa mánuði sem hann var í banni og kom breyttur maður til baka. Hann var áfram sparkaður niður en nú allt í einu hætti hann að fá spjöld og smám saman datt hann “réttu megin” við dómarana.

    En við skulum heldur ekki gleyma því að hann fór tiltölulega ungur frá Englandi, líkt og margir aðrir erlendir leikmenn, suma þekkjum við og aðra ekki.

    Það að umfjöllunin þessa helgi sé svo einhliða um Suarez og hans bulldýfu en varla orð um Bale í kjölfar þess að um síðustu helgi var sleppt augljósustu vítaspyrnu margra ára í Englandi fyrir brot á honum er bara áframhald þeirrar sögu að enskir knattspyrnublaðamenn elska ekkert meira en að eiga útlenska óvini. Terrydómurinn t.d. virðist í þeirra augum margra bara nokkuð eðlilegur. Segir það ekki eitthvað?

    Luis Suarez mun ekki vera í Englandi mikið lengur ef framkoma í hans garð breytist ekkert. En fyrst þarf hann að gera “Cantona-tilraun” og standa allt af sér, láta stíga á sig, hreyta í sig bulli og hlusta á allar stúkur syngja “You know what you are”. Af því hann er í breska boltanum í breska samfélaginu. Sem betur fer fyrir hann er annar hver leikur á Anfield þar sem enn er sungið um hann, það heldur honum gangandi.

    Er búinn að horfa á þrjá þætti af “Being Liverpool”. Fyrsti fannst mér ágætur, hinir lélegir. Eftir stendur það að engu knattspyrnuliði hefur áður dottið í hug að gera þetta og ég satt að segja skil ekki hvaða tilgangi það t.d. þjónar að sýna heiminum hvað þjálfarinn okkar segir fyrir leiki og í hálfleik (fyrir utan að hann endar allar setningar á ókei). Þetta skaðar engan enn, en ég spyr núna hver tilgangurinn með þáttunum er…og segi eins og Kristján að ef að ekki fer að ganga betur inni á vellinum verða þessir þættir eitthvað sem hlegið verður að um langa tíð!

    Hins vegar átti Brendan Rodgers ekki nokkurn þátt í því að þessir þættir voru gerðir. Ákvörðun um það tóku eigendur félagsins í samráði við Ian Ayre sem fær alltof mikla athygli hingað til.

    Það sem Lawraenson og Hansen svíður mest held ég er að klúbburinn okkar er auðvitað kominn langt frá því sem hann var á okkar bestu árum. Daginn sem Rafa Benitez var rekinn var varanleg beygja tekin af þeirri leið. Dalglish reyndi að beygja að einhverju leyti inn og var rekinn og nú er haldið áfram inn í “nýja tíma”.

    Enn á eftir að koma í ljós hverju sú hugmyndafræði mun skila og einfaldlega ekki gramm af ástæðu til að dæma það í dag, 9.október 2012…

  11. Stundum í þessu myndband er reyndar beitt hagnaðarreglu þar sem Liverpool heldur boltanum. Einnig eru nú nokkur brot þarna sem var refsað fyrir með gulu spjaldi. Það sem háir Suarez er að hann á það til að falla eins og hann sé skotinn í hvert sinn sem hann er tæklaður. Það er ekki eðlilegt að menn ýki brotin svona og það er ekki að hjálpa honum. En jesús kristur hvað þetta eru mörg brot, það er ótrúlegt að Suarez hafi ekki meiðst fyrir löngu.

    Ein spurning, miðað við víta nýtingu Liverpool á seinasta tímabili, er maður þá ekki bara sáttur með að Liverpool fær ekki víti, því þeir skora ekki úr nema þriðjung spyrna eða eitthvað álíka.

  12. Nú get ég hreinlega ekki orða bundist, var langt kominn með pistil um þetta málefni í gær, en náði ekki að klára hann og KAR varð á undan. En svona komment eins og hérna númer 9 eru svo ótrúleg að það hálfa væri bara helvítis hellingur. Nú skora ég á þennan svokallaða Hamlet að skella sér á netið og koma tilbaka með linka á allar þessar dýfur hjá Luis Suárez, bara endilega. Ég er nefninlega búinn að eyða talsverðum tíma á netinu við að reyna að finna þær, en árangurinn er lítill. Þetta er helvítis þjóðsaga sem rauðvínslegna tyggjótröllið er búið að koma fyrir í hugum stuðningsmanna og það sorglega er að það virðast vera stuðningsmenn LFC sem kokgleypa þetta.

    Jú, Luis hefur látið sig falla, en alls ekki oftar en flestir aðrir. Að ætla að selja þennan mann út af dýfunni gegn Stoke er svo stjarnfræðilega vitlaust að ég bara trúi því ekki að ég hafi séð það á prenti. Er menn í alvöru ekki bara að djóka?

  13. Maggi #11 er ekki bara fínt að reyna að fara inná nýja tíma? Ég skil ekki hvað allir eru hræddir við að fara inná nýja tíma og reyna að nútímavæða þetta lið. Fyrst Rafa var rekinn finnst mér rétt að reyna breyta gildum hjá klúbbinum. Það tókst ekki og liðið fékk Hodgson sem var verri en flestir í að nútímavæða knattspyrnu. Dalglish var heldur ekki maður sem var að nútímavæða eitt né neitt. Enda af gamla skólanum rétt eins og Hodgson (Samt himin og haf á milli þeirra). Rodgers er síðan af nýja skólanum og vonandi að honum tekst þetta ætlunarverk sitt. Þrátt fyrir að hann lendir í miklum mótbyr í augnablikinu.
    Ég held að besta leiðin til að skilja sig síðan frá gamla tímanum væri það að fara byggja nýjan völl og hætta að spila á Anfield, enda virðist hann ekki vera það virki sem hann var hér áður fyrr.

  14. Góður pistill.

    Ég facepalmaði og barði í borðið á sama tíma þegar Suarez lét sig falla á móti Stoke, því ég vissi hvað myndi fylgja. Þarna gaf hann Pulis gullið tækifæri til að beita smjörklípuaðferðinni og núna eru fulltrúar og stuðningsmenn Liverpool uppteknir af því að sleikja smjerið af skottinu sjálfum sér. Í staðinn fyrir að umræðan snúist um menn sem reima á sig takkaskó, klæða sig í karatebúninginn, ganga út á fótboltavöllinn og fara að sparka í fólk.

    Það sem stendur upp úr eftir að hafa horft á Being Liverpool þættina er að Ayre virðist vera einhver léleg og ódýr týpa af steik. Mig grunaði það áður, en núna er ég sannfærður.

  15. 13 ég held að þessi mynd segi allt sem segja þarf um málið:

    http://www.talksport.co.uk/sites/default/files/imagecache/ts_magazine_big_picture/SuarezDive081012.jpg

    En að öllu gamni slepptu þá held ég að vandamálið í þessu sé ekki Ferguson, Rogers þarf að halda áfram með Suarez, mér finnst persónulega hann ekki vera að gefa eins mikið færi á sér og á síðasta sísoni, þ.e.a.s. Suarez. Dýfan á móti stók var óþarfi hinsvegar, en það er óþarfi að fara á límingunum út af henni. Man einhver eftir Ronaldo???

  16. Ég hef horft á þessa 4 þætti sem búið er að sýna af Being Liverpool og mér finnst þeir að flestu leiti ágætir. Ágætis innsýn inní klúbbinn sem annars er yfirleitt ekki veitt. Samt er ekki á nokkurn hátt verið að virða óhreina tauið í þáttunum.

    Tilgangur þáttanna er svo afskaplega einfaldur held ég. Að stækka nafn Liverpool í Bandaríkjunum fyrst og fremst. Þess vegna er þátturinn helst til of dramatískur. En ef ætlunarverkið tekst þá skilar það meiri treyjusölu og meiri tekjum.

    Ef það klikkar þá segi ég eins og Maggi þetta skaðar engann.

  17. Ég stend með Suarez. Flottasti og litríkasti leikmaður deildarinnar. Ekki spurning. Andstæðingurinn ræður bara ekkert við hann og eina sem þeir geta er að brjóta á honum til að stoppa hann. Það versta er þó að andstæðingurinn virðist mega vera harðari og kvikindislegri við hann en nokkurn annan. Ein dýfa hér og þar hjálpar kannski ekki til (sem er ekkert miðað við að kýla og sparka og komast upp með það) en keppnisskapið er bara svo hrikalega mikið hjá honum að það er unun að horfa á hann. Alltaf að, alltaf að bjóða sig, alltaf að taka menn á. Að segja að ekkert sé á milli eyrnana á honum eða heimta að hann verði seldur út af einni dýfu er bara hlægilegt bull. Standið með ykkar manni. Áfram Suarez.

  18. Hættum að tala um Suarez.

    Leikaraskapur og blekkingarleikur við dómarann er að eyðileggja íþróttina. Þetta mein stækkar og stækkar. Hvers vegna? Vegna þess að það er ekki nógu vel skilgreind viðurlög við leikaraskap.

    Tillögurnar í athugasemd 4 eru róttækar og hefðu án efa sín áhrif. Viðurlögin þurfa hins vegar ekki að vera svona hörð eða flókin. Það hefur sýnt sig að einföld og auðskilin viðurlög hafa mest áhrif.

    Hugmyndin um að skoða myndbandsupptökur eftir leiki er augljós kostur. Leikaraskapur er tegund af agabrotum (það er jafnmikið agaleysi að svindla í prófum og að kalla kennarann fífl) og refsað er fyrir agabrot eftir leiki. Ég skil eiginlega ekki af hverju þetta hefur ekki verið gert. Getur nokkur nefnt mann sem fór í bann fyrir leikaraskap?

    Mín tillaga að auðskildum viðurlögum er einföld:

    Leikaraskapur – eins leiks bann.

    Bale, Young, Welbeck (auk manna sem við erum ekki að tala um) væru búnir að lenda í þessu.

    Árétting á reglunni: Leikaraskapur – eins leiks bann.

    Það skiptir ekki máli hvort maður var snertur eða ekki, ef maður ýkir brotið lendir maður í eins leiks banni. Munið þið eftir James Perch, manninum sem þoldi illa stroku ennis markvarðar Liverpool við kinn sína? Reina átti skilið þriggja leikja bann en samkvæmt til lögðum viðurlögum hefði Perch fengið eins leiks bann.

    Það eru allir sammála um að þetta er að skemma leikinn. En það fer bara of mikil orka í að benda á leikmenn í öðrum liðum og verja sína leikmenn til að eitthvað sé gert.

    Fótboltayfirvöld, lausnin er til. Hættið að ræða málin og gerið eitthvað.

    Vonandi endar umræðan sem er hafin í alvöru viðurlögum.

  19. Sko þessi dýfu-umræða er náttúrulega á algjörum villigötum. Breska pressan er einfaldlega full af skít. Stoke-leikurinn (og reyndar fleiri) minnti mig helst á þegar mest var verið að dúndra í Maradona á sínum tíma. Upp úr 1990 ef ég man rétt var farið að taka miklu harðar á tæklingum aftanfrá, tveggjafóta, sólatæklingum og slíku, dómurum var uppálagt að vernda tekníska sóknarmenn. Kannski Maggi dómari geti farið betur yfir þetta.

    En það sem stendur upp úr núna er að leikmaður eins og Suarez (og reyndar nokkrir fleiri), fær enga vernd frá dómurunum. Þeir eiga fyrst og fremst að vernda hann fyrir svona óþjóðalýð eins og þessu Stoke-liði og öðrum hægum lurkum sem geta ekkert annað en beitt bolabrögðum til að stöðva hann. Hann þarf að stökkva upp úr tæklingum til að forða sér frá meiðslum og ef það er engin snerting, er það þá dýfa? Ég er alls ekki að verja dýfuna frá því um helgina, en ég fullyrði að þetta er fyrsta dýfan hans í margar vikur. Og náunginn er breyskur. Það er búið að dúndra hann niður stöðugt allan leikinn og hann er bara búinn að fá nóg. Og lætur sig detta, ákvörðun sem hann tekur á sekúndubroti. Röng ákvörðun.

    Þessi umræða um að selja hann er algjör fásinna. Við verðum að halda honum þangað til hann er búinn að fá nóg af þessari meðferð. Sem verður eflaust næsta sumar eða þarnæsta. Og þá get ég alls ekki verið fúll út í hann.

    Varðandi Being Liverpool, þá finnst mér bara fínt að fá þessa innsýn í undirbúning og ræður Rodgers. Ég er þannig gík að ég myndi vilja fylgjast með öllu sem gerist á Melwood og hvernig Rodgers höndlar liðið. En hvort þetta er gott fyrir klúbbinn er annað mál. Eitt kommentið á grein Roberts kemur þó með áhugaverðan punkt, að þetta sé bara byrjunin á nokkurra ára projecti sem endar (vonandi) með því að liðið hampi titlum.

  20. Varðandi það að þættirnir hafi fjallað svolítið mikið um leikmenn sem eru ekki að spila með liðinu í dag þá gæti það verið vegna þess að fyrirmynd þessara þátta eru þættir sem fjalla um undirbúningstímabil amerískra fótboltaliða. Þar eru leikmenn “köttaðir” úr hópnum eftir því sem nær dregur keppnistímabilinu og oft er fylgst með þessum leikmönnum til að sjá hvort þeir meiki það eða ekki. Það gæti verið skýringin.

    Algjörlega sammála KAR með Suarez, hann gerði sjálfum sér engan greiða með þessari dýfu gegn Stoke. Þetta er með öllu óþolandi hversu mikið hann á það til að dýfa sér, mér er drullusama um það hversu mikið aðrir gera þetta líka. Þetta á ekki að sjást, ekki hjá neinum.

  21. Þetta eru greinilega ósjálfráð viðbrögð hjá Suarez, þetta var eins langt frá því að vera víti eins og hægt er. En mér finnst að kop.is ætti að taka saman Suarez special videó og senda fjölmiðlum með öllum klobbunum hans í stað þess að einblína á það neikvæða. Gaurinn er búinn að klobba fleiri leikmenn heldur en allir aðrir í deildinni samanlagt yfir sama tímabil. Fullyrðing sem ég get ekki sannað en væri gaman að sjá og ætti að þagga niður í mönnum.

  22. Suarez er eins og hann er , hann er villtur og ákafur leikmaður sem gerir mistök og lætur skapið ráða ennn hann er frábær leikmaður sem er tilbúinn að fórna sér í ALLA leiki fyrir okkar lið . Sjáið muninn á wr hjá mu , fyrst þegar hann kom þangað var hann villtur og með skap en í dag er búið að skóla hann til , er hann sami leikmaður ?? Nei hann er lakari leikmaður því hann fær ekki að vera hann sjálfur , það má ekki að mínu mati hlekkja svona leikmenn svo mikið að þeir hætta að vera villtir …Þeir gefa lífinu lit
    Bara mín skoðun …

  23. Sælir drengir og stúlkur.

    Mig langar aðeins að koma með smá innlegg í þessa umræðu sem og seinasta leik þar sem ég ákvað að taka ekki þátt þar.

    Fyrst um Luis Suarez. Ég er virkilega ósammála þeim sem vilja selja Suarez. Á tímabili sem hefur verið byrjað brösulega eigum við framherja sem er búinn að skora 5 mörk í 7 leikjum í deildinni. Hann er í 2.-6. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar, einu marki frá Demba Ba sem er í efsta sæti. Já .. við skulum bara kasta honum frá okkur útaf því að sumir hérna virðast ekki lengur geta þolað það að “verja” manninn undan því mjög svo ósanngjarna níði sem hann er að fá frá öðrum liðum og þeirra stuðningsmönnum. Ef þetta er næg ástæða til að henda okkur lang besta manni í dag þá guð hjálpi okkur. Comment frá Eyþóri Guðj. #94 í seinasta þræði var gjörsamlega spot on og finnst mér að það comment ætti eitt og sér að verða að grein á þessari síðu. Það þarf ekki að segja meira um þetta mál en þar kom fram.

    Svo að Being: Liverpool þáttunum. Svo virðist vera að sumir hér séu að fá kjánahroll yfir mörgu sem komu fram þarna og skiljanlega. En fyrir þá sem fá kjánahroll af þessu vil ég segja eitt. Hugsið þið aðeins fyrir hverja það er verið að gera þessa þætti. Þetta var ekki gert fyrir Evrópumarkað eða Asíu markað þar sem Liverpool gengur mjög vel. Þetta var gert til þess að herja á gullnámuna sem Bandaríkjamarkaður gæti orðið ef allt gengur vel. Eftir að hafa sagt það þá langar mig að spyrja ykkur hvernig helstu hollywood myndir eru? Þær eru Cheesy og kjánalegar en þær seljast nægilega andskoti vel þarna vestanhafs.
    Ef Brendan Rodgers þarf að vera kjánalegur í sex þætti til þess að hefja gott markaðsátak til Bandaríkjanna, hverjum er þá ekki sama hvað Mark Lawrenson finnst um þetta? Það er ekki eins og hann hafi sé að dást að Liverpool í hverjum MOTD þættinum á eftir öðrum.

    Svo langar mig aðeins að koma að okkur sem commentum hér á þessa síðu. Eins og kom fram í seinasta þræði (#95) þá hætti ég að kíkja á liverpool.is bloggið því þar var oftar en ekki umræðan komin á mjög lágt plan. Hvort sem það voru Liverpool menn að rífast undan þessu “ömurlegu leikmönnum” sem léku með Liverpool eftir tap eða jafntefli eða jafnvel rifrildi við stuðningsmenn annarra liða. Mér var því bent á kop.is en þar átti umræðan að vera á mun hærra plani sem og hún var. En með auknum vinsældum virðist einhverjir viltir einstaklingar hafa ratað inná síðuna líka. Til ykkar sem eru viltir vil ég segja eitt … OPNIÐI AUGUN!

    Við viljum ekki að þessi síða breytist í commentakerfi dv.is en oft á tíðum erum við ekki langt frá því. Þegar ég kem með þessa gagnrýni er það ekki á síðuhaldara heldur okkur hina sem leggjum leið okkar hingað. Það er allt í lagi að koma hingað inn og vera með mismunandi skoðunir en aðrir en ég vil biðja þá sem eru ósammála mönnum að gera það málefnalega. Þegar ég meina málefnalega þá á ég við það að við segjum ekki við næsta mann að hann sé fífl/hálfviti/asni/þrolli …. vegna þess að hann hafi ekki sömu skoðun og þú. Ef við erum ósammála þá finnst mér það lágmarks virðing og kurteisi að við segjum við þann sem við erum ósammála:
    “Þú mátt hafa þína skoðun og ég virði það, en ég er ósammála vegna þess að …….”

    Ég hef virkilega gaman af því að koma hingað inn og ræða við ykkur frábæra fólk um Liverpool. Við höfum allir það sameiginlegt að styðja þetta frábæra lið og vegna þess að liðið er þetta stór hluti af okkur öllum þá viljum við ræða um liðið bæði þegar það gengur vel og illa. Vissulega er tónninn mismunandi eftir hvernig liðinu gekk, en ég er hræddur um að ef við förum ekki aðeins að velta því fyrir okkur hvað við skrifum hérna þá hætti mjög gott fólk að skrifa hérna inn eða jafnvel að virkileg ritskoðun þurfi að fara fram og ég vona að til þess þurfi aldrei að koma.

    Að því sögðu þá vona ég að við getum öll farið að brosa meira eftir næstu leiki. Þetta hefur verið erfið byrjun en við því var að búast. Ég hef persónulega trú á því að þetta verði erfitt alveg þangað til á nýju ári en á nýju ári gæti ég trúað því að við förum að sjá þann stögugleika sem okkur skortir. Vonandi fyrr en en þetta er svona mín tilfinning eins og staðan er í dag.

  24. Góður punktur sem Ívar kemur inná.

    Í starfslýsingum dómara kemur ítrekað fram að hæfileikaríkir leikmenn eigi að fá vernd og nákvæmlega eins og Ívar tiltekur þá var það gert í kjölfar líkamsárása inni á knattspyrnuvelli gegn hæfileikaríkum mönnum eins og Maradona á níunda og tíunda áratugnum. Enskir dómarar hafa hins vegar aldrei tekið þetta alvarlega, Howard Webb t.d. leyfði hollensku landsliði nærri því að leikbrjóta sig til heimsmeistaratitils í síðasta úrslitaleik HM. Ekki nokkur maður utan Englands og Platini skildi ákvörðunina að hann dæmdi þann leik, þar sem Holland átti a.m.k. að fá á sig tvö rauð spjöld fyrir fautagang.

    Svo aðeins umræðan um “nýja” tíma.

    Menn láta eins og það hafi eitthvað magnað gerst á einhverjum tíma sem hafi breytt einhverju þannig að eitthvað annað varð úrelt. Miðað við það sem ég hef lesið um José Mourinho t.d. er að hann virkilega horfir til andstæðinga sinna varðandi sóknarfærslur gegn þeim en byggir sinn leik á varnarleik sem hann tileinkaði sér ungur, þar sem áherslan liggur gríðarlega í líkamsstyrk varnarmanna og síðan öskufljótum sóknarmönnum. Æfingar hans og upplegg “oldstyle” ef það er til. Di Matteo tók við Chelsea liði og færði það til “oldstyle”. Sama er um Rauðnef að segja…

    Nýir tímar hafa verið m.a. eignaðir mönnum eins og Vilas Boas, Martinez og “tikitaka” útfærslunni. Í fyrra spiluðu tvö “old style” lið til úrslita í CL, Real vann á Spáni og Arsenal var ekki nálægt titlinum á Englandi.

    Ég held reyndar að bara ekkert sé nýtt lengur í fótboltaheiminum, tiki-taka hugmynd Barca kom í kjölfar Johan Cruyff sem lærði af Rinus Michels sem stjórnaði sennilega skemmtilegasta fótboltaliði sögunnar sem vann engan titil…hollenska landsliðsins.

    Enginn má misskilja mig, mér líst vel á hugmyndafræði Rodgers og það er hrikalega gaman að horfa á unglingaliðið okkar og varaliðið sem byggt er upp af Borrell og hröðum sendingaleik. Hef mikla trú á því sem verið er að gera á Anfield, en það byggir fyrst og fremst á sannfæringu stjórans. Þar liggur árangur liða, að stjórinn hafi sannfæringu sem gengur upp hjá þeim leikmannahópi sem hann stjórnar eða fær að kaupa. Skiptir engu máli hvaða stíll verður fyrir valinu ef að þetta gengur upp, fótboltafílósófía sem stemmir við leikmenn liðsins. Það var t.d. vonlaust hjá Chelsea og Vilas Boas og við vitum hvernig það endaði…

    Þessa dagana tala allir um tvö lið og stjóra sem séu að standa sig. Everton og Moyes þekkja allir en hitt liðið?

    W.B.A. og þar stjórnar hver? Steve Clarke sem margir hér vildu meira að hefði “úreltar og gamlar hugsanir”, þó að hann hafi eins og Mourinho sagði átt a.m.k. helminginn í gullaldarliði Chelsea.

    Nýtt eða gamalt breytir mig engu…árangur með skemmtilegum fótbolta er það sem ég vill sjá!

  25. Ívar kemur inn á þetta að þættirnir Being Liverpool eru gerðir til að fjölga stuðningmönnum Liverpool í Bandaríkjunum og punktur. Ekkert annað.

    Með okkar elskulega Suarez. Þann mann vil ég hafa eins lengi og hægt er og hann er að skila okkur mörkum og tækifærum fram á við. Hann á sína galla sem eru í raun fáir og hann á sína kosti sem eru margfallt fleiri og vega þyngra.

    Eins og fram kemur í Anfield Wrap þætti þá hefur verið svindlað í fótbolta frá því hann var fundinn upp. Menn sparka t.d. viljandi botla út í rass til að tefja eða taka langan tíma í útspark sem dæmi, menn brjóta á mönnum til að stoppa sóknir og margt fleira. Þetta vita allir sem horfa á boltann. Menn dýfa sér meira að segja og Gvuðmundur Góður….! En sú hætta með dýfingar! Eða hvað? Svona er þetta, svona hefur þetta verði og svona verður þetta. Til þess eru nefninlega dómarar leiks. Til að sjá til þess að framkvæmdin sé eftir reglum og þar, því miður, hafa þeir verið að klúðra oft málum eins og t.d. á sunnudaginn. Ath. Ég er ekki með þessum orðum að meina að við töpuðum útaf dómaranum. Hann var bara alls ekki að höndla þennan leik. Það átti að reka Huth útaf fyrir traðkið. Það átti að spjalda Suarez fyrir dýfuna.

    Suarez þarf að taka þetta mál og snúast til varnar með því að halda áfram að herja á andstæðinga og láta þá djöflast í sér. Standa betur í lappir en fara niður þegar klár og mikil snerting er. Hann var byrjaður á því m.a. með því að láta hafa eftir sér að hann væri ekki sár yfir því að fá lítið frá dómurum. Sagði bara að þeir væru mennskir og þetta væri partur af fótboltanum (sem það og er) en svo setti hann því miður sín mál nokkur skref aftur á bak með þessari dýfu.

    Niðurstaða: Suarez þarf að taka smá Gladiator á þetta bara. Halda áfram að berjast, byrja frá grunni og vinna sig upp á stóra sviðið og verða hetjan þar.

  26. Ég var staddur á Anfield á sunnudaginn og er ennþá hás því ég öskraði svo mikið á dómarann í leiknum, það var alveg hreint ótrúlegt hvað hann leyfði Stoke mönnum að ganga langt í þessum leik.

    Í gærmorgun var ég svo með kveikt á sjónvarpinu á hótelinu og fylgdist þar með morgunþætti BBC og þar var eingöngu talað um þessa dífu hjá Suarez og svo ávallt birt það sem Pulis hafði að segja eftir leik. Ekki var minnst einu orði á traðkið hjá Huth, eða önnur svona atvik eftir helgina, eins og t.d. meintan olnboga hjá V. Persie. Ég sá svo örlítið brot af Sky News fréttum og þar var þetta líka aðalefnið, örlítið minnst á önnur atvik helgarinnar.

    Suarez fær ekki hálft breik þarna úti í Englandi og þegar svona áróður er í gangi eins og á BBC þá mun hann aldrei fá neinn séns hjá dómurum þarna. Vissulega hjálpaði hann sér ekki með þessari dífu en þegar það er endalaust verið að brjóta á manninum í 90 mínútur án þess að hann fái aukaspyrnu nema í þriðja hvert skipti þá hlýtur eitthvað að láta undan

  27. Suarez er 100% minn maður í þessu máli. Hann er síst meiri dýfari en aðrir leikmenn. Það er traðkað á Suarez, það er sparkað látlaust í hann, olnbogaskot og barsmíðar fær hann í skrokkinn í meira mæli en nokkur annar leikmaður í PL. Þessu til viðbótar hópast leikmenn andstæðingana að dómurunum og hrópa “leikaraskapur, leikaraskapur” í hvert skipti sem hann er sparkaður í völlinn. Þá kyrja áhorfendur látlausa níðsöngva um hann á útivöllum. Suarez fær 8 leikja bann fyrir eitthvað sem engin gat fært sönnur á en John Terry 4 leikja bann vegna ummæla sem voru til á upptöku. Suarez er eini leikmaðurinn í nokkurri atvinnumannadeild þar sem dómarar hreinlega samþykkja að sé laminn og sparkað í eins og heypoka án nokkurra afleiðinga fyrir árásarmennina.

    Mótlætið sem Suarez þarf að stríða við er fáránlega mikið og fáránlega óréttlátt. Það er aðalatriðið en ekki þessi dýfa sem er algjört smámál miðað við þá aðför sem sem fjölmiðlar, dómarar og framkvæmdastjórar telja að sé sæmandi á hendur einum af bestu fótboltamönnum heims.

    Fyrir þá sem eru að óska Suarez í burtu frá LFC segi ég bara – Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur!

  28. Af hverju erum við ekki að tala um hvað Suarez er ótrúlega góður leikmaður, og að okkur vanti fleiri leikmenn eins og hann í Liverpool. Ég vill frekar að hann láti sig detta heldur en að hann fótbrotni eftir einhvern eins og huth.

    Kaupum fleiri heimsklassaleikmenn eins og SURAEZ ! ! Það er yndislegt að horfa á hann spila fótbolta.

  29. Þetta er nú orðin meiri þvælan þessi umræða um Suarez. Eina sem hann vill er að vinna leikina og hann gerir hvað sem er til þess og honum er skítsama hvernig hann gerir það. Þannig er bara hans hugsanagangur á meðan leikur er og hann leggur sig klárlega allann fram. Snarklikkaður Úrugæji innan vallar en er besti leikmaður liðsins og örugglega vænsti gaur utan vallar. Skal alveg viðurkenna það að hann fer í taugarnar á mér stundum með þessum látalætum sínum og hvernig hann missir boltann alltof oft en hey hann er sá sem býr til mest og skorar mest. Hann er leikmaður LFC og vonandi verður það um komandi ár.

  30. Það er hreinlega alveg gapandi vitlaust að segja að verið sé að leggja Suares í einelti! Hann þarf núna einfaldlega að liggja í því rúmi sem hann bjó um sjálfur! Þessi meðferð dómara (eins leiðinleg og hún er) á Suarez er sjálfsskapnaður að öllu leyti! Þessvegna er ekki hægt að vera hissa á því hvernig hlutirnir hafa þróast á síðustu mánuðum! Það er einfaldlega barnalegt!

    Manni getur vissulega þótt þetta leiðinlegt og um er að gera að ranta um það! En það sem er ennþá leiðinlegra er að horfa upp á leikmann sem maður vill virða og hafa gaman að því að horfa á spila, svindla hvað eftir annað. Það er jú vissulega það sem þetta er! SVINDL! Auðvitað eru dómarar misgóðir og oft er hægt að gagnrýna þá um ansi margt! Það breytir því ekki að Suarez svindlar og það bitnar á liðsfélögum og klúbbnum í heild! Við erum að athlægi sem stuðningsmenn reynandi að bakka upp svindlarann okkar og það er miður!

    Mikið djöfull vona ég að hann fari að hysja upp um sig brókina og fari að spila eins og sannur karlmaður en ekki eins og díva… Það er sannarlega ekki of seint…

  31. Væri alveg til í að þumall niður væri ennþá í gangi til að setja á Gogginn númer 33. Suarez er svo sannarlega að fá allt aðra og verri meðferð hjá dómurum, leikmönnum og stuðningsmönnum annara liða en aðrir leikmenn og það kallast einelti! Þetta einelti á fyrst og fremst uppruna sinn í ummælum fauta eins og Fergusons og Pulis en í hans eigin hegðun.

  32. Sorglega við þetta allt saman er einfaldlega að maður sé að fylgjast með ensku knattspyrnunni. Hún er langt langt á eftir. Þar sem menn komast upp með að negla menn niður, traðka á þeim og fleira því um líkt trekk í trekk þar er eitthvað mikið að. Eins og þessir spánverjar segjast ekkert skilja í, af hverju í fjandanum er klappað fyrir varnarmanni sem brýtur illa á sér eða hreinsar boltann lengst upp völlinn þegar hann auðveldlega hefði getað sent á mann stutta sendingu sem var síðan í góðri stöðu til að bera upp boltann. Fólk utan englands myndi almennt ekki horfa á þetta nema að deildir annars staðar hafa aðra galla. Ég er allavega alveg að gefast upp á að horfa á lið eins og stoke. Þetta er að drepa knattspyrnuna á englandi. England þarf fleiri stjóra eins og rodgers, laudrup, villas boas, martinez og færri stjóra eins og tony pulis, sam alladyce og fleiri leiðinda sekki.

  33. Það sem mér finnst vanta er að Rodgers sem og aðrir innan LFC styðji almennilega við bakið á Suarez.. ég er orðinn hundleiður á einhverjum Dipló svörum og ath.semdum frá okkur.. það á bara að hrauna yfir FA og dómarana í hvert einasta skipti sem við höfum tækifæri til og borga bara sektirnar.. benda á t.d. Bale , Huth… Ef við horfum á hvað sörinn gerir þegar eitthvað fellur ekki með með honum. hann gagnrýnir dómarana harðlega.. og það virkar … Ef það kostar okkur Rodgers í leikbann eða sektir , þá er það bara fínt.. en á meðan við gagnrýnum leik eftir leik.. þá fer það að sökkva inn í meðvitund þeirra sem dæma.. Suarez er okkar laaaaaaaaaaaaangbesti leikmaður og sá besti sem hefur spilað hjá LFC í mörg ár. Við eigum aldrei nokkurn tíman að selja hann….. heldur sýna honum endalausan stuðning og láta hann finna fyrir honum .. það mikið að hann vilji aldrei nokkurn tíman fara frá LFC..
    Mig grunar sterklega að hann íhugi að fara ef tilboð berst frá RM eða Barcelona .. því þar fá leikmenn eins og hann vernd frá dómurum…
    Svo má ekki gleyma því að Bretar eru Kanar evrópu… jafnvel verri…. trúa öllu sem er matað ofan í þá og eru hræsnarar fram í fingurgóma.. ennþá brenndir af því að vera ekki þetta gamla heimsveldi.. því hata þeir þegar útlendingar eru betri en þeir í fótbolta og öðru..

  34. SSteinn #13

    okei Suarez er einn langversti dýfarinn í þessari deild, ég einfaldlega skil ekkert í því að þú finnir ekki eina einustu dýfu af honum, ertu eitthvað að leita?
    svo að segja að hann sé að lenda í einelti er náttúruleg algjört kjaftæði það er púað á helstu stjörnur stórliðanna á öllum leikvöngum á Englandi,
    þetta er alveg nákvæmlega sama meðferð og og josé antonio reyes fékk þegar hann kom, Cristiano Ronaldo fékk líka þessa meðferð áður en hann minnkaði dýfurnar sínar, það eina eru núna þónokkuð margir leikmenn búnir að kalla hann dýfara, 2 þjálfarar og nánst allir fjölmiðlar eru með það á hreinu.

    Það eina sem hann getur gert er að hætta þessu og þá fer umræðan að breytast.

    smá dýfur:

    http://www.abload.de/img/rodwell00bkl.gif
    http://www.abload.de/img/suarez2yd0v.gif
    http://www.abload.de/img/suarezbeingsuarezmkvei.gif
    http://teamwinning.files.wordpress.com/2012/04/suarez-dive-wolves.gif
    http://i.minus.com/i4VwN12waD41N.gif

    2 slæmar með Ajax:
    http://i960.photobucket.com/albums/ae90/blotus_2010/suarezajaxck42q.gif
    http://i.minus.com/ijEPrJIiKpVln.gif

  35. Hvar eru samherjarnir þegar verið er að traðka á sínum manni?
    Setja smá pressu á dómarann Barcelona style, þar sem Valdes er mættur fyrstur manna að heimta pjald haha

  36. Páll # 36. Hvernig í ósköpunum geturðu sagt að þetta sé dífa: http://www.abload.de/img/suarezbeingsuarezmkvei.gif

    Ansi oft er farið hressilega í Suarez þó svo að það sé ekki oft mikil snerting þegar uppi er staðið. Það þarf stundum að hoppa upp úr þessum tæklingum líka. Þá er öskrað dýfa.

    En það er eitthvað meira í gangi. Það á bara að ganga frá Suarez, fyrst innan vallar og svo er haldið áfram utan vallar. Varnamenn brjóta illa á honum og ef hann fellur þá er taktíkin sú að öskra dýfa og heimta spjald. Eftir leiki koma stjórar andstæðinganna, halda áfram þar sem frá var horfið og níða skóinn af Suarez (Ferguson byrjaði og hinir hafa svo fylgt í kjölfarið). Hafið þið heyrt BR gagnrýna af hörku leikmenn annarra liða og heimta þá í bann? Gerði Dalglish það? Eða Benitez? Það er einfaldlega búið að gefa skotleyfi á Suarez. En hann einn getur svarað fyrir sig og gerir það á vellinum.

    Þetta er orðin ógeðsleg umræða og við sem Liverpool aðdáendur eigum ekkert að hlusta á þetta bull. Þeir sem ætla að stökkva á þennan vagn geta bara hoppað upp í ra******* á sér.

    Góðar stundir.

  37. Babu #38 er þér alvara? þetta eru allt dýfur,
    Kristján #39 þegar að þekktur dýfari er að spila þá fær hann ekki að njóta vafans, það eina sem hann getur gert er að hætta að dýfa,fara auðveldlega niður, þykjast vera skotinn við hverja einustu snertingu frá mótherjanum, og einfaldlega “ride out the storm” rétt eins og Reyes og CR7 þurftu að gera. Ef hann gerir það ekki þá er ekkert að fara að breytast,

    virtur dómari er sammála:http://soccernet.espn.go.com/news/story/_/id/1176507/ex-ref-graham-poll:-liverpool's-luis-suarez-harmed-by-reputation?cc=5739

  38. Páll, þú ættir að nýta þinn tíma á síðum með skoðanbrærðum þínum. Að koma hérna inn til að sverta Suarez og með þessum myndböndum þar sem menn fara á móti honum með sólann á lofti og kallar það dýfu segir mest um hvers konar gleraugu þú er með á nefinu. Síðustjórnendur má ekki loka á komment frá þessum manni. Við sem styðjum Liverpool eigum ekki að þurfa að lesa svona drullu hér. Nóg af henni á öðrum síðum!

  39. Auðvitað á maður ekki að svara svona vitleysu eins og í númer 36, hvað þá ef menn geta ekki lesið ritað mál. Ég sagði hvergi að það væri hvergi hægt að finna eina einustu dýfu hjá Suárez, lestu betur og ef þú skilur ekki enn, þá get ég ekki aðstoðað þig frekar.

    Það segir bara meira en allt að þessi myndbönd sem þú kemur með hérna inn máli þínu til stuðnings, séu flokkaðar í þínum huga sem dýfur. Það þarf eiginlega ekki að segja neitt meira. Síðasta myndbandið, hann vs. Distin, er klár dýfa. Sama má segja um helgina vs. Stoke. En þessir hinir brandarar sem þú kemur með eru bara út úr korti og ef þú sérð það ekki sjálfur þá er eitthvað mikið að þessum gleraugum þínum.

    Graham Poll, virtur dómari, ja hérna hér, bætist í brandarabankann sífellt. Eru kannski þrjú gul á sama manninn jafnt og eitt rautt?

  40. Maður hefur það líka mjög á tilfinningunni að það sé verið að reyna að æsa Suarez upp, fá hann til þess að “snappa”. Þá yrði nú breska pressan ánægð.

    En ein skitin dýfa (sem var eftir á að hyggja pínu fyndin) og þá er allt honum að kenna. Hann bjóði bara upp á þetta og því megi ráðast á hann úr öllum áttum, bæði líkamlega og andlega. Mér finnst þessi átroðsla Huth bara ótrúlegur fantaskapur og ætlunin einungis að meiða og/eða æsa Suarez upp. En af því að það var Suarez, ja, þá bara mátti það. Hann er soddan dýfari eða ýkir öll brot og býður bara upp á þetta. Allt honum að kenna.

    Fíflaleg umræða.

  41. Já og Kristján, það er ekki flokkað sem svindl. Ekki heldur þegar þú tekur manninn niður inni í teig (Norwich) gróflega og heimtar svo spjald á þann sem brotið var á. Það er ekki svindl…neeehh. Þvílík og önnur eins hræsni sem er í gangi að það hálfa væri svo svaðalega mikið meira en hellingur.

  42. Ég er á því að það sem hefur skapað Suarez þetta vonda umtal séu viðbrögð hans eftir að það er brotið á honum. Hann veltir sér út um allt og veifar hendinni eins og ferlinum sé lokið. Í endursýningunni sér maður svo að vissulega sé um brot að ræða en ekki meira en það. Þetta er fótbolti! Menn eiga að tuskast í hvorum öðrum og ef það fer yfir strikið þá er einfaldlega dæmt brot. Ef hann myndi bara detta án þess að ýkja brotið eins og hann gerir væri hann ekki með þennan stimpil á sér. Það getur verið vont að vera tæklaður illa en hvernig hann bregst við brotum er bara alltof mikið. Hann á einfaldlega að setja hausinn niður, standa upp og hætta þessum óþolandi látbrögðum.

    Ekki halda samt að ég vilji manninn burt enda okkar besti leikmaður en þetta er alveg óþolandi partur af hans leik.

  43. Ég held að það sé nær lagi að í 9 af hverjum tíu er Suarez tekinn niður og finnur til við það, mismikið auðvitað, en í raun veit það enginn nema Suarez sjálfur svo ég veit ekki hvað þessi Kightly er tjá sig um það. Sálfsagt enn ein leiðin til að draga athyglina frá leiðindabrotum Stoke manna.

    Fyrst fólk er farið að vísa á dýfur þá eru hér eru nokkrar skemmtilegar dýfur frá Hr. Rooney sem er af mörgum, mér meðtöldum, talinn einn besti leikmaður Englands og þó víðar væri leitað.
    http://www.youtube.com/watch?v=zm5-zLu8S9U

    Mig rekur ekki minni til þess að hann hafi verið úthrópaður svindlari eða eitthvað þaðan af verra og hreinlega tekinn af lífi í sumum fjölmiðlum eins og gert er við Suarez A.m.k. fór þá ekki svona mikið fyrir því.
    Er það ekki annars líka svindl að brjóta á leikmanni og heimta síðan spjald á viðkomandi eins og farið er að tíðkast þegar brotið er Suarez. Er það ekki ein tegund af leikarskap og þ.a.l. svindl?

    Ég hef lengi fylgst með boltanum í Evrópu, ábyggilega í um 35 ár, en mest þeim enska. Ég man ekki eftir að nokkur leikmaður hafi fengið aðra eins meðferð og Suarez, sérstaklega hjá fjölmiðlum, en með því er fókusinn tekinn af mun alvarlegri hlutum sem gerast bæði utan vallar sem innann. Mér finnst t.d. mjög sérstakt varðandi Huth traðkið að Mason dómari segist hafa séð atvikið mjög vel en ákveðið að aðhafast ekkert. Honum fannst semsagt ekkert athugavert við þetta eða …?

    Í mínum huga er verið að skapa ákveðna múgæsingu til að hrekja Suarez á brott og er það fyrst og síðast vegna þess að sumir stjórar og leikmenn annarra liða eru skíthræddir við hann sem leikmann og hafa verið það frá því hann kom í ensku deildina. Sjálfur hef ég lengi spilað fótbolta og mér þætti draumur að leika með jafn hæfileikaríkum og duglegum leikmanni þó svo ég vilji hvorki sjá hann né nokkurn annann reyna að fiska víti eða spjöld á aðra leikmenn.

  44. “…og sýnir öll brotin gegn Suarez sem ekki hefur verið refsað réttilega fyrir það sem af er tímabili”

    Voru menn að horfa á e-h annað vidjó en ég?.. Ég gat ekki séð betur en að í lang flestum tilvikum er dæmt þegar brotið er á honum eða hagnaði beitt.

    Og að gera e-h svona montage myndband breytir því ekki að hann hefur verið að fara alltof auðveldlega niður og hreinn og beinn leikaraskapur í nokkrum tilvikum.

    Útaf það var brotið á honum 20 sinnum í einum leik er þá ekki rétt að kalla hann út fyrir augljósan leikaraskap í öðrum leik? Skil ekki alveg þetta logic.

    Horfum fram á veginn!

  45. Eins og margoft hefur komid fram i umraedunni er vitad mal ad viti daemast aldrei ef menn gera minnstu tilraun til ad standa i lappirnar. Suarez er trufladur, missir jafnvaegid og sjer ad boltinn er farinn of langt fra sjer. Tha akvedur hann ad lata sig detta til ad reyna ad fa eitthvad fyrir sinn snud. Hann er ekki ad dramatisera eda ofleika get ekki litid a thetta sem dyfu.

  46. Við megum ekki alveg missa okkur og láta eins og allur heimurinn sé á eftir okkur því Suarez er með stórt skotmark á sér akkúrat núna.

    Þegar Ronaldo var hjá United var nákvæmlega sama umfjöllun um hann.

  47. Nr. 51

    Þegar Ronaldo var hjá United var nákvæmlega sama umfjöllun um hann

    A – Þá var líka sama vörn uppi þeim megin, skiptu skyndilega um lið núna reyndar!
    B – Herferðin gegn Ronaldo var aldrei eins svæsin og hún er gegn Suarez núna, ekki nærri því.
    C – Hvað var Ronaldo lengi að óska eftir það vð komast frá United og Englandi?

  48. Þetta er hárrétt hjá Sigurði Helga. En svona er þetta bara þegar menn eru yfirburðarmenn í sínu sporti.

    Annars eru nokkrar kostulegar “dífur” í þessu myndbandi, sérstaklega topp fjórar.

  49. Ein pæling í þessari umræðu. Þegar rætt er um brot og dívur þá gleymist oft að bæði þessi atriði, brotið og dívan, geta gerst í sömu tilvikum. Þannig gerist það oft hjá Súaresi að þegar brotið er á honum þá dívir hann sér. Þegar dómari sér leikmann henda sér upp í loftið með hendurnar enn hærra þá fara þeir að efast um að brot hafi átt sér stað, og ég líka. Í kjölfarið verður Súares pirraður og fer að ýkja brotin enn meira. Mér finnst að Brendan þurfi að útskýra þetta fyrir Lúisi því þetta er orðið gott af dívum hjá þessum framúrskarandi leikmanni sem hann er.
    YNWA

  50. ég þoli nú ekki dýfur , en þad er nú ekki hægt annad en ad vorkenna Suarez vegna þessarar medferdar . Og þessi litla dýfa á helginni þad er nú ekki eins og hann sé ad fá mikid frá dómurum þegar hann er ad reyna standa i lappirnar , þad álag sem er á honum þessa stundina ég held ad þad sé bara spurning hvenær hann brotnar . Hann er jú bara mannlegur ekki satt

  51. það versta við komment nr. 24 er held ég að þeir sem virkilega þurfa að lesa það, munu ekki gera það, heldur halda áfram að skrolla beint niður í einhverju reiðiskasti og henda inn sínum “athugasemdum”. Þó svo að þessi pistill sé í nokkuð góðu jafnvægi (fyrir utan einn augljósasta trollara í heimi), enda menn almennt sammála um málefnið, hvort það sé Suarez eða þættirnir, en svo fer þetta líklega í sama farið þegar styttist í, og eftir leik…

    annars fer það verða óþægilegt að fylgjast með umræðunni um Suarez, ég held að það væru margir búnir að bugast og pakka saman í töskurnar, og yfirgefa England, og fara eitthvað þar sem fólk kann að meta hann! djöfull vona ég að hann sé nógu harður til að höndla þetta allt saman!

    Áfram Liverpool…. Áfram Suarez

  52. okei Suarez er einn langversti dýfarinn í þessari deild, ég
    einfaldlega skil ekkert í því að þú finnir ekki eina einustu dýfu af
    honum, ertu eitthvað að leita? svo að segja að hann sé að lenda í
    einelti er náttúruleg algjört kjaftæði það er púað á helstu stjörnur
    stórliðanna á öllum leikvöngum á Englandi, þetta er alveg nákvæmlega
    sama meðferð og og josé antonio reyes fékk þegar hann kom, Cristiano
    Ronaldo fékk líka þessa meðferð áður en hann minnkaði dýfurnar sínar,
    það eina eru núna þónokkuð margir leikmenn búnir að kalla hann dýfara,
    2 þjálfarar og nánst allir fjölmiðlar eru með það á hreinu.

    Það eina sem hann getur gert er að hætta þessu og þá fer umræðan að
    breytast.

    smá dýfur:

    http://www.abload.de/img/rodwell00bkl.gif
    http://www.abload.de/img/suarez2yd0v.gif
    http://www.abload.de/img/suarezbeingsuarezmkvei.gif
    http://teamwinning.files.wordpress.com/2012/04/suarez-dive-wolves.gif
    http://i.minus.com/i4VwN12waD41N.gif

    Klippa #1 (Everton1)

    Það er klárlega snerting frá Rodwell þarna. Á sínum tíma þegar þessi leikur fór fram þótti mönnum rautt spjald harður dómur, en engin þrætti fyrir brot og/eða snertingu. HVað ertu að reyna að benda á þarna ?

    Klippa #2. (Norwich)

    Ætlar þú í alvöru að láta sem þú sjáir Norwich manninn ekki krækja í hann. Jæja, þeir hlaupa þá saman, gefðu okkur það amk. Það er klár snerting þarna. Hvað ertu að reyna að benda á þarna ?

    Klippa #3 (QPR)

    Það er erfitt að sjá hvort það sé eh snerting þarna. Látum það liggja á milli hluta, en þessi tækling hjá varnarmanninum (með sólan á undan) er kolólögleg.

    Klippa #4 (Wolves)

    Vinstri fótur Suarez fer í hægri fótinn á honum með þeim afleiðingum að hann dettur. Ertu blindur á fótbolta eða bara svona yfir höfuð ?

    Klippa #5 (Everton2)

    BRAVÓ!! Í fimmtu tilraun tókst þér að koma með eitthvað sem getur kallast dýfa. Engin snerting frá Distan þarna. En er þetta samt það besta sem þú getur komið með frá “versta og mesta dýfara í heimi” ?

    okei Suarez er einn langversti dýfarinn í þessari deild, ég
    einfaldlega skil ekkert í því að þú finnir ekki eina einustu dýfu af
    honum
    , ertu eitthvað að leita?

    Skilur þú það núna ? Það tók þig 5 lélegar tilraunir að finna eina. Afhverju er það þér svona mikið hjartans mál samt ? Þetta er Liverpool blogg síða þar sem menn eru almennt sammála um að framkoma gagnvart honum sé yfir strikið. Hef ekki séð einn einasta mann mótmæla dýfunni um helgina sem slíkri eða að hann ýki brot yfir höfuð.

  53. Við erum að horfa uppá nákvæmlega sama season og í fyrra. Skelfilegt gengi í deildinni og neikvæðar fréttir um Suarez í öllum fjölmiðlum. Ég er ekki þannig að ég sé ekki sólina fyrir Suarez. Hann er góður leikmaður, en þeir eru til betri. Ég myndi vilja selja hann næsta sumar og reyna að fá eins og 1-2 heimsklassa framherja með topp stykkið rétt skrúfað á. Ég loka augum og eyrum þegar Suarez fleygir sér í grasið leik eftir leik með þvílíkum tilþrifum, svo gerir hann sig að fífli þegar hann byrjar að nöldra og væla í dómaranum því hann fær ekki það sem hann vill. En það er eitt sem er víst. Í dag er Suarez að verða fyrir einhverju ógeðslegasta fjölmiðlaeinelti sem ég hef séð. Þetta kemur ekki aðeins frá mér, heldur líka félögum mínum (United, Chelsea, Arsenal…..) sem eru svo hjartanlega sammála mér. Áfram LFC, YNWA

  54. Góðan daginn Kop.is – er ummælum mínum eytt út af thví að a) stakk uppá að detta ekki í gryfju sem Pullis setti upp, b) vill loka á stuðningsmenn annarra liða undir dulnefni (Goggurinn), c) benti á að Mark Lawrenson er ekki vinsæll með sínar skoðanir hjà stórum hluta LFC aðdáenda??

    Svar (Kristján Atli): Já. Haltu þig við umræðuefnið.

  55. Ok takk fyrir að ùtskýra Kristján. Verð samt að segja að thetta kemur spánskt fyrir sjónir að eyða svona út ummælum LFC stuðningsmanns sem styður Suárez og vill tala af virðingu um Brendan. Var bara að benda á að umræðan í thessum thræði stangast à við thað og við ættum kannski ekki að eyða mikilli orku í að velta okkur uppúr hvað Pullis, Ferguson og Lawrenson segja um klúbbinn… YNWA

  56. Ég vil koma með einn púnt hérna, ég hef sagt hér áður að ég er ekki sáttur með Gerrard sem fyrirliða upp á síðkastið ( ci 2ár) , mér hefur fundist hann vera allt of passífur sem fyrirliði, þegar á móti blæs þá fynnst mér að hann eigi að láta HEYRAST í sér, td í leiknum á móti United þá hefði hann átt að væla eins og stungin grís,,,, hann hefði átt að láta heyrast svo vel í sér að hann fengi gult spjald, eins hefði Brendan átt að láta öllum íllum látum eftir leikinn þannig að henn hefði gengið 1-3 leikja bann,,,,, Liverpool á ekki að láta fara svona með sig, við erum Liverpool og mótmælum með öllum kröftum svona móltæti og ranglæti eins og í umræddum leik og eins og Bretar virðist leggja Suarez í einelti þá á Gerrard að láta í sér heyra svo eftir er tekið en ekki eins og pissudúkka sem kinkar kolli stöku sinnum,Gerrard verður að fara að átta sig að hann er fyrirliði Liverpool ,,,, en ekki Enska landliðsins,,,, Liverpool er svo MIKLU MILKU stærra en Enska landsliðið. þegar menn lifa í landi eins og Englandi þar sem fordómar eru mjög ríkjandi ( td enskaknattspyrnusambandi) þá verða menn kannski værukærir.
    Ég er ekki að gagnrína Gerrard sem leikmann heldur hlutverk hans sem fyrirliða Liverpool, Gerrard er einn besti leikmaður sem Liverpool hefur átt,hann er goð,,,,,,, en hann þarf heldur betur að taka sig á í hlutverki Fyrirliðans, stundum hef ég hugsað hvort það væri gott að fá annan fyrirliða gætu við þá fengið að sjá Gerrard eins og hann var þega hann var uppá sitt besta, stundum þurfa menn að fá kalda vatnsbunu til að vakna oa spýta í lófa og setja í annan gír,,,,,áfram Liverpool áfram Suarez

  57. Það er nú alltaf sagt að það er hægt að láta hvaða fótbolta mann sem er líta út eins og snillingur á youtube, sýnist að það sé hægt að fara í hina áttina líka og gera menn að fórnarlömbum!

    Þetta video að ofan sýnir brot, dívur, leikræna tilburði o.s.v.fr hjá Suarez. Ég viðurkenni að ég var farinn að vorkenna kauðanum en eftir að hafa séð þessa klippu þá er ekkert að vorkenna svo sem.

    Hann er ekkert að fá verri brot á sig en aðrir, þótt sum verðskuldi aukaspyrnu, kannski eitt eða tvö víti og eitt brot sem verðskuldar rautt spjald á andstæðinginn. Á móti ætti hann líka að vera búinn að fá fullt af gulum spjöldum fyrir leik og dívur!

    Þetta er bara enski boltinn, og hvaða leikmaður sem spilar í PL fær þessi brot á sig um hverja helgi, Suarez er ekkert sérstakt fórnarlamb hvað þetta varðar!!

  58. Brian Clough var mikill snillingur og hér er hann að hakka bresku pressuna í sig kringum 1980. Á einstaklega vel við í dag.

  59. 65. Þú hefur greinilega ekki verið að horfa á enska boltann á þessu tímabili.Ég fullyrði það allavega mjög svo stórlega.

    ALDREI (já, ég fullyrði það) hefur umfjöllun og umtalið í kringum einn leikmann verið nálægt því eins neikvæð og Suarez núna. Á þessu vídjói sé ég: A) A.m.k. þrjú rauð spjöld (Mertesacker sem var bæði á spjaldi og aftastur), B) Norwich-gaurinn sem lamdi hann inní teig, C) Huth um helgina. A.m.k. FJÖGUR víti (Mertesacker, Norwich-dúddinn, O’Shea og Evans). Þá er ég bara að tala um víti og rauð spjöld sem Suarez hefur átt að fá á andstæðinginn.

    Það er enginn sem getur neitað dýfu Suarez um helgina en af hverju er umfjöllunin (og umtalið) sú sama í kringum aðra leikmenn sem dýfa sér? Skv. sumum þá væri Suarez að dýfa sér þótt hann væri myrtur á vellinum eða ef hann mundi lenda í svipaðri tæklingu og Haaland lenti í frá Roy Keane.

  60. Ég ætla að vera ósammála þér #67 nema með Huth þegar hann stígur á bringuna. En ég man líka þegar City maður steig, eða traðkaði, á bringu Ronaldo og þá var ekkert dæmt sem kemur þessu svo sem ekkert við nema að svona hlutir koma því miður fyrir.

    Vissulega er eitthvað af þessu á gráu svæði o.s.v.fr. en það er margt annað líka.

    Ég veit ekki afhverju þessi umræða er svona mikil um akkúrat Suarez, enska pressan á þetta til að taka menn fyrir og hafa gert það áður. Eina reglan er að leikmaðurinn sem um er talað má ekki vera enskur og svo sannarlega ekki landsliðsmaður. En hitt er svo annað mál að Liverpool menn halda þessarri umræðu mikið á lofti og spila Suarez sem einhvert fórnarlamb inn á vellinum….

  61. 69. Ef þú ætlar að halda því fram að Suarez hafi ekki að fá víti og rautt á Norwich-gaurinn þegar hann var laminn inní teig. Hvað finnst þér þá vera víti? Hvað þarf þá til að leikmaður fái rautt? Þarf að skjóta hann til að andstæðingurinn fái víti og/eða rautt fyrir brot á Suarez?

    Mertesacker teikaði hann inní teig, var þá á spjaldi. Þó það væri ekki beint rautt þá á þetta skv. öllu eðlilegu að vera gult spjald og þ.a.l. rautt.

  62. Ég held að þú sért ekki að lesa commentið mitt…. Ég vissi ekki að hann hafi verið á gulu en jú þá er það líklega gult (og þar með rautt) og síðan víti.

    En það sem ég er að benda á að hann er ekkert að lenda verr í því en margur annar leikmaður (samkvæmt þessari klippu) og að stilla honum upp sem einhverju fórnarlambi er bara asnalegt! Bara úr þessu videoi þá eru 3-4 dívur sem hann réttilega fær ekki víti en heldur ekki gult (að ég best veit) sem hann ætti svo sannarlega að fá. Hann er þannig að fá helling af hlutum með sér. Síðan mætti hann róa sig í þessu drama þegar brotið er á honum!

    Heilt yfir, það er verið að brjóta á honum enda góður leikmaður. Hann er líka að fá aukaspyrnur en að hann sé að kljást við einelti er bara vitleysa!

  63. Annað: Þú segir að Liverpool-aðdáendur spili Suarez sem fórnarlamb. og að þú sjáir 3-4 dýfur sem hann fái réttilega ekki víti. Eina sem er umdeilanlegt í þessu vídjói í færslunni er O’Shea. Í seinna tilvikinu í leiknum gegn Norwich þá sást það í sjónvarpsútsendingu að hann hafi ekki beðið um víti þótt hann hafi dottið í teignum.

    Finnst þér eðlilegt að það sé fjallað um dýfu Suarez um helgina eins og hann hafi framið árás á vellinum? Finnst þér eðlilegt að það sé EKKERT fjallað um í fjölmiðlum um atriðin með Norwich-dúddann og/eða traðkið hjá Huth? Er það allt í einu verra að dýfa sér en að reyna að slasa andstæðing sinn?

    Það sem ég og (ég geri ráð fyrir) aðrir LFC-aðdáendur viljum er að hann njóti sanngirni bæði í umfjöllun fjölmiðla sem og hjá dómurum sem er því miður augljóslega ekki.

    Síðan hef ég séð hann fá aukaspyrnur á tímabilinu, það er ekkert nýtt sem þú ert að segja mér þar. Hinsvegar er ótrúlegt hvað allt of mörgum sinnum andstæðingar LFC hafa komist upp með gróf brot á honum.

  64. Hollt að muna fyrir LFC aðdáendur…
    Luis Suarez “Everyone should focus on their own team. Those who want to talk can do so, I’m not worried about what they say.” #LFC

  65. Umfjöllunin í kringum Ronaldo var aldrei nærri svona slæm eins og hún hefur verið um Suarez

    Æji kommon. Er einhver vísindalegur mælikvarði til á það? Man einhver eftir blikkinu hjá Ronaldo og fjölmiðlaumfjölluninni um heim allan í kjölfarið?
    Það er enginn að neita því að Suarez hefur lent undir smásjánni hjá breskum en að þetta sé það versta sem sést hefur er algjörlega fráleit fullyrðing.
    Erlendir leikmenn eru teknískari, erlendir leikmenn lenda í því að það er meira brotið á þeim og erlendir leikmenn virðast eiga auðveldara með að ýkja viðbrögð og láta sig falla. Frábærir erlendir leikmenn lenda jafnframt frekar undir smásjánni hjá fjölmiðlum.

    Í augnablikinu er það Suarez. Ef að Hazard fer að láta sig hrynja á augljósan hátt er aldrei að vita nema fókusinn fari á hann. Hann er nota bene ekki breskur líkt og Bale. Það er ekkert samsæri í þessu þetta er bara kúltúrinn og gamaldags hugmyndafræði hjá hinum íhaldsömu bresku fjölmiðlamönnum.

    Bendi þó á ritsjórnarpistil í Mirror þar sem að var hraunað yfir Terry. Hugsanlega er að verða viðhorfsbreyting en mér er það til efs

  66. Suarez þarf að fá Drogba aftur í Ensku deildina til þess að taka skotmarkið af sér.

  67. Suarez þarf að fá Drogba aftur í Ensku deildina til þess að taka
    skotmarkið af sér.

    Adolf Hitler eða Joseph Stalin væru nærri lagi, slík eru viðbrögðin.

  68. Nr. 73
    Les nú einmitt út úr þessu að þetta væri eitthvað fyrir alla aðra en Liverpool aðdáendur að taka til sín.

    Nr. 78
    Ekki illa meint og vonandi ekki of óviðeigandi, en þeir voru nú báðir með fjölmiðla með sér í liði á sínum ferli, svo illa að það væri jafnvel hægt að finna samlíkingu við það í enska boltanum 🙂

  69. Ekki illa meint og vonandi ekki of óviðeigandi, en þeir voru nú báðir
    með fjölmiðla með sér í liði á sínum ferli, svo illa að það væri
    jafnvel hægt að finna samlíkingu við það í enska boltanum 🙂

    Haha, touché!

  70. Mér finnst alveg ótrúlega ömurlegt að sjá stuðningsmenn Liverpool stimpla Suarez sem einhvern dýfara og falla í þá gryfju að hlusta á það sem fjölmiðlar, stjórar og leikmenn annarra liða segja um Suarez.
    Eins og sést hefur bara hér í þessum þræði þá eru afar fá dæmi til um raunverulegar dýfur Suarez (þ.e.a.s. þegar hann hefur hent sér í jörðina án þess að vera snertur). Menn gera sorglegar tilraunir til að leita þau uppi (t.d. nr. 36) með litlum árangri.

    Ég skil vel að stuðningsmenn annarra liða þoli ekki Suarez, enda er hann ótrúlega erfiður viðureignar og nær eina ráðið gegn honum er að negla hann niður. Það er nú orðið næstum löglegt sökum fjölmiðlafárs í kringum manninn. Það eina sem angrar mig við Suarez er þegar hann röflar yfir öllu, en ég er ekki frá því að það fari minnkandi með hverjum deginum.

    Ég elska að horfa á hann spila fótbolta. Hann getur skotið með hægri og vinstri, inni í teig og fyrir utan. Hann er góður skallamaður, hann er snöggur og ótrúlegur með boltann. Hann getur lagt upp mörk og búið til færi upp úr engu. Hann er blóðheitur og hefur sína galla. En andskotinn hafi það, mér er alveg sama um gallana á meðan hann hefur alla þessa kosti.

  71. Ef menn vilja fá dýfur út úr boltanum, þá verða dómarar að fara að dæma á brot þó menn hendi sér ekki niður! Það er nánast regla í dag að farir þú ekki í jörðina, þá er ekki dæmt!

  72. Dómarinn á alltaf að dæma þegar leikmenn fara út fyrir þann ramma sem heimilaður er með knattspyrnureglunum. Þá er alveg sama hvort boltinn fer út fyrir endalínu, brotið sé á leikmanni eða leikmaður reynir að fiska auka- eða vítaspyrnu. Ef dómari telur að ekki hafi verið brotið á Suares þegar þegar hann fellur með tilþrifum í vítateignum þá á hann að gefa honum spjald. Ef ekki þá á hann að dæma vítaspyrnu. Suares á að gjalda fyrir það sem hann gerir rangt og andstæðingar hans eiga að gjalda fyrir það sem þeir gera rangt. Persónulega finnst mér að Suares hafi ekki verið að gjalda fyrir það sem hann gerir rangt heldur sé hann og allir þeir sem halda með Liverpool að gjalda fyrir það sem andstæðingar hans gera rangt.

  73. Owen búinn að viðurkenna að hafa látið sig detta tvisvar á HM.Merki um hugrekki að viðurkenna þetta,vonandi fara menn að koma fram þannig að það líti ekki út eins og Suarez sé eini maðurinn sem hafi tekið dýfu.

  74. The FA have charged luis suarez over the war in afghan, global warming & the current world wide recession #blamesuarez

Liverpool 0 – Stoke 0

Kop.is Podcast #28