Liverpool 0 – Stoke 0

Hversu óvænt var þetta? Stoke mætti á Anfield, reyndu aldrei að spila fótbolta, lágu í vörn og dúndruðu okkar menn niður. Liverpool dómieruðu, skutu þrivsar í stöng og slá og á endanum var niðurstaðan 0-0 jafntefli.

Rodger stillti þessu upp svona:

Reina

Wisdom – Skrtel – Agger – Johnson

Gerrard -Allen – Sahin

Suso – Suárez – Sterling

Á bekknum: Carragher, Henderson, Jones, Borini, Coates, Joe Cole, Assaidi.

Til að byrja með var nokkuð mikið jafnræði með liðunum og Stoke hættulegir. Dómari leiksins lagði strax þá línu að Stoke menn gætu óhræddur brotið gróflega á okkar mönnum þegar að Huth fékk ekki einu sinni gult fyrir að trampa á liggjandi Suarez.

En Liverpool náðu smám saman undirtökunum í leiknum og voru betra liðið út hálfleikinn. Í seinni hálfleik var svo bara eitt lið á vellinum. Liverpool voru með boltann allan tímann og hefðu klárlega átt að vinna þennan leik.

Sterling, Suarez og Skrtel skutu allir í stöng og Suarez og Gerrard fengu auk þess gríðarlega góð færi. En einsog áður, þá geta okkar menn ekki klárað dæmið.

Slæmur árangur á heimavelli heldur áfram og draumar um fjórða sæti verða fjarlægari með hverri vikunni sem að okkar menn ná ekki að vinna. Því miður.

Það var ýmislegt jákvætt í leik okkar manna og við hefðum átt að klára þetta. En þegar við þurftum mark þá skipti Rodgers inná óreyndum Assaidi og arfaslökum Joe Cole. Með slíkan bekk, þá getum við varla vonast til að leikirnir séu kláraðir (hvenær sigruðum við síðast deildarleik með sigurmarki á síðustu 20 mínútunum?).

Núna er gert hlé á deildinni fyrir blessað landsleikjahlé. Líkt og í síðasta landsleikjahlé er því miður ekkert sérlega margar ástæður fyrir okkur að gleðjast. Jú, spil okkar manna lofar góðu, en hversu mörg mórölsk stig sem við vinnum okkur inn, þá förum við ekki upp töfluna án þess að skora mörk.

128 Comments

  1. Stoke er leiðinlegasta lið gjörvallar knattspyrnusögunnar.

  2. Mér sýnist eitt helsta vandamál Liverpool felast í því hve lítil ógn stafar af kantframherjunum okkar fyrir framan markið. Eins efnilegur og Sterling er þá er hann ekki oft búinn að gera sig líklegan til að skora mörk. Þessar stöður þurfa helst að skila okkur a.m.k 8-10 mörkum hvor yfir tímabilið en ég man ekki eftir einu marki frá manni í þessum stöðum yfir allt tímabilið.

  3. Djöfull er þetta lið mikill viðbjóður! Og dómarinn ekkert að hjálpa í fyrri hálfleik a.m.k.
    Þegar hann leyfir þeim að brjóta svona án þess að refsa þeim þá er nokkuð ljóst að þeir halda áfram.

    En Liverpool skapaði svosem ekkert mikið af færum í leiknum, það verður nú að gera það.

  4. Ömurleg leiðindi og eitthvað sem má alltaf búast við á móti Stoke. Það þarf helst að setjann snemma á móti þeim en þeir komu á Anfield í dag með það eina markmið að halda hreinu og komast burt með 1 stig.

  5. Úff hvað er erfitt að horfa á þessa stoke leiki, en eitt sem ég skil ekki afhverju var Suso tekinn útaf? fannst hann með þeim betri. Súrt að fá ekki meira út úr þessum leik, Suarez má fá orð í heyra útaf þessari dýfu þarna! þetta er ekkert að fara að hjálpa honum.

  6. Vantar allt tempo í okkar spil ásamt hreyfingu án bolta, Suarez er sá eini sem nennir að hreyfa sig án bolta…

  7. Hvað hefðuð þið viljað gera gegn liði sem liggur 75 mínútur inn í sínum teig? Drulluerfitt. Og heppnin lá ekki með okkur. Stoke er ógeðslega leiðinlegt lið með skítakarakter en þessi anti-fútbal virðist ganga upp hjá þeim. Sex gul spjöld segir heilmikið um þeirra hugsunarhátt.

  8. En eina ömurlega framittaðan á Anfield þetta er bara til háborinnar skammar ég er alveg að missa þolinmæðina fyrir Brendan Rodgers mér er bara alveg drullu sem hvað við erum mikið með boltan ef við erum ekki að vinna leiki.

  9. Dammmm..
    Eg setti sem svara 7000 islkr. ad LFC myndi vinna og ad Newc. myndi vinna. Ætladi ad 5 falda fjarfestinguna…

  10. Bara sanngjarnt jafntefli við vorum ekkert að skapa okkur og leiðinlegur leikur og Gerrard má fara að stilla sendingarmiðið.

  11. Við fengum nú færin. Bæði Suarez og Johnson klúðruðu færum sem áttu að fara á ramman. Þrjú skot í stöng.

  12. Þetta gekk því miður ekki í dag, hið sjúklega leiðinlega lið Stoke tókst ætlunarverkið og framdi enn eitt knattspyrnumorðið með tuddaskap og töfum.
    En þetta hefði svo sem getað verið verra, einhverntímann hefði Stoke ná að pota einu og tekið 3 stig.

    Ungu strákarnir komast vel frá þessum leik, Sterling og Suso voru kvikir og flottir að mínu mati og ég vel þá menn leiksins.

    Gerrard sagðist í viðtali fyrir helgi getað bætt sig undir stjórn Rogers, eftir að hafa horft á leik hans í dag er ég því 100% sammála.
    Suarez var ógnandi en hann gerði sér ekki greiða með þessari sjúklega döpru dífu.

    Í heildina vonbrigði og það er svakalegt að sjá stuðningsmenn Liverpool byrjaða að tínast af vellinum í stöðunni 0-0 þegar 4 mín eru eftir af leiknum : (

  13. Liðið skapaði ekki nógu góð færi og á auðvitað að skora en það er frekar erfitt að gagnrýna liðið eftir þennan leik. Andstæðingurinn reyndi allt til þess að drepa leikinn og fengu fullkomið skotleyfi frá Lee Mason hræðilegum dómara þessa leiks. Það er með ólíkindum hvað Stoke sleppur oft við spjöld fyrir nákvæmlega eins brot og önnur lið frá spjöld fyrir. Það er eins og þar sem þeir gera þetta svona oft þá gangi ekki að spjalda þá aftur og aftur. Vona að Lee Mason skoði þennan leik aftur og verði stoltur af sjálfum sér.

    Liverpool er engu að síður með það mikið betra lið heldur en Stoke að við eigum að ganga frá þeim og það kemur vonandi haldi liðið áfram á þeirri línu sem verið er að leggja núna.

    Rodgers fær reyndar nákvæmlega ekkert hrós frá mér í dag fyrir skiptingar í þessum leik. Fyrir það fyrsta fannst mér vanta nýjar hugmyndir og ferskar lappir inná fljótlega í seinni hálfleik. Joe Cole var líklega það allra síðasta sem þurfti inná í þessari stöðu af öllum í hópnum. Fyrir utan það hvað þetta er lélegur leikmaður þá er hann ekki í neinu formi og hefur ekki einu sinni spilað evrópuleik með Liverpool undanfarnar vikur. Hann bætti alls engu við það sem Suso var að gera og satt að segja hefði ég mikið frekar tekið Sterling af velli heldur en Suso.

    Sahin var líklega eitt það síðasta sem þurfti að fara af velli þegar Assaidi kom inn fyrir hann. Aftur hefði ég frekar tekið Sterling sem átti erfitt uppdráttar í dag og gerði lítið sóknarlega frekar af velli og svo var nú alveg spurning hvort hann var að horfa á hvað Gerrard var að gera í dag, ekki var það merkilegt.

    Síðan klárum við leikinn án þess að klára skiptingar þrátt fyrir að liðið væri vel hugmyndasnautt í restina. Andy Carroll hefði sannarlega getað hjálpað til í dag og gefið Suarez mun meira pláss en hann fékk í dag og mér fannst það sjást í dag að það vantar ennþá gæði í hópinn.

    Tveir sigar á Anfield í deildinni það sem af er ári og enginn á þessu tímabili, það er ekki ásættanlegt og verður að breytast strax. Það er erfitt fokkings landsleikjahlé framundan.

    Liverpool á síðan aldrei að tapa leik sem Robert Huth spilar fyrir hitt liðið, hvernig hann fékk ekki tvö rauð í dag er rannsóknarefni. http://farm9.staticflickr.com/8454/8062824317_c85bab7e63_o.gif

  14. Sælir félagar

    Það sem stendur uppúr í þessum leik eru í fyrsta lagi leiðindin sem Stoke býður uppá. Í annan stað er Anfield og áhorfendur þar ekki að virka nú orðið eins og var hér áður. Svo í þriðja lagi fannst mér okkar menn missa móðinn dálítið um miðjan seinni. Menn nenntu ekki að hreyfa sig boltalausir og niðurstaðan engin mörk og færin fá.

    Á móti kemur að leikaðferð Stoke er einhver sú leiðinlegasta sem manni er boðið upp á í fótbolta. Grófur leikur og kýlingabolti sem drepur leikinn hvað eftir annað. Ég held það væri rétt að setja sjónvarpsbann á þetta leiðinlegasta lið knattspyrnusögunnar. En þetta skilar þeim stigi og stigi og jafnvel þramur annað slagið. það er líka viðbjóður í sjálfu sér.

    Það er nú þannig

    YNWA

  15. Stoke náði því sem þeir lögðu upp með. Það var nákvæmlega ekkert sem kom á óvart í leik Stoke. Þeir voru fyrirsjáanlegir í öllum sínum aðgerðum en það sem verra var að Liverpool var það líka. Það var vitað að Liverpool myndi ekki fá mörg færi í þessum leik en þau færi sem myndu skapast yrði að nýtast. Það kom á daginn Johnson og Suarez fengu báðir góð færi í seinni hálfleiknum en þau klúðruðust. Með smá heppni hefði Skrtel getað potað inn marki í lokin. Svekkjandi jafntefli á heimavelli í leik sem 3 stig hefðu verið kærkomin fyrir landsleikjahléð.

    Stoke spilaði eins fast og dómarinn leyfði e.t.v. hefði Liverpool mátt vera meira aggressívir og pressa meira. Vorum ekki að vinna boltann nægjanlega mikið á síðasta vallarþriðjungnum sem þýddi að við vorum að reyna sækja of mikið í gegn skipulögðum 11 manna varnarmúr. Mestu vonbrigðin felast klárlega í að hafa ekki náð að pota inn einu marki því það hefði klárlega dugað til sigurs þar sem Stoke voru aldrei líklegir til þess að skora í dag.

    Það eina jákvæða úr þessum leik er að liðið hélt hreinu sem er ef til vill ekki merkilegt í ljósi þess að andstæðingurinn ætlaði sér aldrei að skora.

    Niðurstaðan að loknum 7 leikjum í deild. 6 stig af 21 mögulegu. Algjörlega óásættanlegt. Framundan óþolandi tveggja vikna landsleikjahlé, en helst hefði maður viljað bæta upp vonbrigði dagsins með öðrum leik í deild eins skótt og mögulegt hefði verið.

  16. Ef að huth fær ekki bann fyrir þetta þramp á bringuna á Suarez þá er fa meiri rasistasamtök en ég hélt . Missti af leiknum , stoke er ennþá djók, en við eigum að vinna djókið

  17. Stoke voru bara betri í dag, Cameron maður leiksins, hleypti engu framhjá sér, svoleiðis var þetta bara, ekkert í gangi hjá Liverpool….

    Að lána Andy Carroll til West ham…. maður hristir hausinn.

  18. Ég er spenntur að sjá hvað Rodgers gerir á miðjunni þegar Shelvey og Lucas verða báðir til taks. Shelvey búinn að spila það vel upp á síðkastið að hann gerir alveg tilkall til að vera í liðinu og Lucas er byrjunarliðsmaður, það er bara þannig. Allen virðist vera fyrsti maður á blað hjá Rodgers, Gerrard er fyrirliðinn og Sahin er að koma gríðarlega vel inn í þetta. Hvað gerir hann? Henderson orðinn 6. kostur. Ekki amalegt hjá liði með enga breydd. Saknar einhver annar en ég Spearing…

  19. Gerrard klúðraði 36 sendingum í dag er ekki bara komin tími á að hann fái aðeins að hvíla sig.

  20. Gerrard á bekkinn þegar Lucas kemur til baka. Algjört möst.

  21. Alveg eins og mig grunaði. Djókið fékk að spila sinn leik, sparka og kýla að vild með fullu leifi dómara. Annað sem mig grunaði var að allir tækju eftir dýfunni hjá Suares okkar, reyndar sýndist mér hann dettta um sjálfan sig (kanski ekki) og færri tækju eftir þegar Huth markaði spor sín á magann á Suares. Dómarinn tók allavega ekki eftir því. Leiðinlegur leikur eins og venjulega þegar stoke er að spila. Það er alveg sama hvaða lið spilar við stoke, það verður úr því ömurlegur leikur. Getur einhver sagt mér hvort það sé virkilega starfandi aðdendaklúbbur hér á landi á fyrir Stoke aðdáendur ef þeir eru einhversstaðar á lífi?

  22. Bara nota Gerrard í stóru leikina. Hann er löngu hættur að geta gírað sig upp í þessa minni leiki …

  23. FSG sendu Rodgers inn í tímabilið með tvo menn sem hafa reynslu af að skora mörk á hæsta leveli. Suarez og Gerrard, Johnson góður sóknarlega. Þessir þrír munu ekki bera þetta lið hærra en um miðja deild.

    Erum ekkert að halda boltanum meira gegn Stoke nú en í vetur eða að fá fleiri færi. Á meðan við fáum ekki fleiri tilbúna sóknarmenn verðum við háðir fyrrnefndum leikmönnum. Anfield dottið úr stemmingu og í fyrsta sinn í sögu félagsins höfum við ekki unnið neinn fyrstu fjögurra deildarleikja okkar.

    Það tek ég út úr deginum, er bara slétt sama um aðra tölfræði í bili…

  24. Burtséð frá öllum leiðindum og lélegheitum andstæðinganna þá á Liverpool alltaf,ALLTAF að vinna stók á Anfield og að vera með 6 stig af 21 mögulegu er algjörlega óásættanlegt þó menn séu uppfullir af þvaðri um uppbyggingu og þolinmæði,ég bara einfaldlega þoli þetta ekki lengur og svo til að toppa helgina þá fara hálfmennin í júnæted í heimsókn til Newcastle og virðast vera að vinna þægilegan sigur.

    get ekki meir í bili!!!

  25. Skrítið að menn segi stoke þetta og stoke hitt stoke leiðinlegir o.s frv. Góð lið bara klára stoke að ég tali ekki um á heimavelli.

  26. Spurning að hætta þessu Stoke er djók brandara..
    Liverpool er DJÓK !! við erum með 6 stig af 21 !!! 7 leikir búnir eða næstum 1/4 af mótinu. Það er aðalbrandarinn í dag í enska boltanum !!!
    Það vita allir hvernig Stoke spilar en að geta ekki ógnað markinu meira en þetta á Anfield en þetta segir allt sem segja þarf um leik okkar manna þessar vikurnar ! Gerrard þarf að taka í alvarlega naflaskoðun og prófa leyfa honum að verma bekkinn kannski.. hann er ekkert að sýna, menn tala um að hann sé bara góður á móti “stóru” liðunum, í dag er 13 lið í deildinni “stærri” en við !

  27. Það er alveg sama hvað menn segja við vorum betri oft. Við erum með 6 stig eftir 7 umferðir. Óásættanlegt.

  28. Þolinmæði,þolinmæði,búinn að sýna ómannlega þolinmæði í rúmlega 20 ár en nú er nóg komið,á ekki til meira af henni í bili!!!

  29. Af því menn vilja tala um tölfræði.

    Liðið skapaði sér 7 sóknarfæri í dag samkvæmt Opta. Gerrard skapaði þrjú af þeim. Fjórir aðrir með eitt slíkt sköpunarfæri, þarf af Allen t.d. enga.

    Veit ekki hvort ykkur finnst mikilvægara núna, að halda bolta eða reyna að skapa. Of fáir menn í þessu liði eru að skapa finnst mér allavega…

  30. Ég er alveg komin með upp í kok á þessu endalausa getuleysi Liverpool. Bara orðin valdur gremu og pirring að halda með þessu blessaða líði. Það kemur mér bara ekkert á óvart menn hafi verið farnir að koma sér heim áður en að leiknum lauk enda ekki verið að bjóða upp á mikla skemmtun bara getuleysi. Brendan Rodgers er bara ekki með þetta það er ekki nóg að spila fallegan fótbolta ef að maður vinnur ekki leiki. Ekki það að drullusokkarnir í FSG hafi gert honum neina greiða í sumar með að bakka hann ekki í leikmannamálum. Þetta er bara aumkunarvert hvað er að verða um liðið okkar við erum bara orðið trúða lið sem að getur ekki neitt. Það sem er verst af öllu er að við erum orðnir svo svakalega lélegir að stuðningsmenn annara liða eru orðnir meðvirkir og hættir að stríða manni og farnir að reyna að stappa í mann stálinu. Ég er allavegana dauðs lifandi feginn að það er komið landsleikja hlé og ég fái 2 vikna frí frá þessari ömurlegu gremju og pirringi sem þetta lið veldur endalaust.

  31. Er ég einn um það að vera kominn með gjörsamlega nóg af Suarez? Óþolandi að horfa á þennan leikmann. Hann er hæfileikaríkur en þetta attitude sem hann fer með inn á völlinn er alveg óferjandi! Stundum skammast ég mín að hafa þennan leikmann í röðum Liverpool.

  32. Mér finnst Allen flottur leikmaður. Sýnist að Maggi sé ekki sáttur við hann.

  33. Takk allar vættir fyrir tveggja vikna pásu!! Það er ódýrt að drulla yfir Stoke sem gerðu nákvæmlega það sem var búist við af þeim. En það sem er sorglegra er að það gerðu okkar menn einnig… yfirspiluðu leikinn og skoruðu engin mörk! Hörmungans.. þetta er þyngra en tárum taki hvernig komið er fyrir liðinu.

    YNWA

  34. Fyrirgefðu nr 40 en ég hef ekki séð nema kanski einn í dag tala um dómgæslu. Helst að menn séu að drulla yfir Stoke og þeirra spilamennsku og já spilamennsku okkar manna. Nei við kennum ekki dómurunum um þegar við töpum, en þegar kjánlegar ákvarðanir dómara eru teknar fyrir á skysports eins og um daginn á móti scums með augljós víti þá halda menn ekki kjafti. Það þekkir þú örugglega sjálfur, grunar að þú sért ekki poolari. Hringir man.utd bjöllum hjá þér?

  35. Það hefur verið köttað á nr 40 sem ég var að tala um, hann spurði hvað væri að poolurum að kenna dómurunum um þegar við töpuðum. 🙁

  36. Alveg hrikalega leiðinlegt að horfa á þetta Stoke lið spila, en það breytir því ekki að Liverpool menn eru ekki að nýta þau fáu færi sem þeir fá í þessum leik og spila hreinlega ekki nógu vel.

    Eins góður og Sterling hefur verið þá skil ég samt ekki að hann fékk að hanga inná í þessum leik, hann virtist vera í vandræðum með líkamlega sterka Stoke menn. Hefði frekar haldið Suso inná og tekið Sterling útaf.

    Suarez átti góða spretti en hann verður að hætta að dýfa sér. Dómarar í ensku úrvalsdeildinni voru sennilega farnir að bíða eftir þessari dýfu eins og hann sýndi í þessum leik. Nú hafa þeir afsökun amk fram að áramótum, ef ekki fram á sumar, að dæma ekkert innan teigs þegar Suarez er annars vegar. Það verður sennilega fjallað um þetta atriði í miðlunum og allir dómar hingað til réttlættir, amk af mótherjum Liverpool.

    Ég hugsaði með mér fyrir leikinn að ef við myndum taka þetta Stoke lið sannfærandi þá gæti maður verið þokkalega bjartsýnn fyrir veturinn en það var ekki mikið sem gladdi mann í þessum leik.
    Að sjálfsögðu styður maður sitt lið áfram og vonar það besta.

  37. þó svo að liðið er ekki að ganga vel og undir væntingum þá er ég mjög hrifinn af BR og vil að hann verði hjá félaginu næstu ár. fótboltinn sem hann vill spila er flottur og ungu leikmennirnir eru mjög flottir og virka mjög sprækir.

  38. Menn verda ad hætta thessu thudi um Stoke og theirra leidinlega fotbolta…Stoke nytir sina styrkleika og gerir thad vel….Eg personulega get ekki annad ad dadst ad Stoke tho eg nenni ekki ad horfa a leiki med theim….Litid lid med litid af peningum milla handanna….Tony Pulis a i raun heidur skilid fyrir hvad hann hefur gert fyrir thetta lid….En skemmtangildi Stoke er litid nema fyrir die hard Stoke fans…..Og ad lokum er herra Suarez ekki gera sjalfum ser neina greida…

  39. Sælir félagar
    fór upp um 97 sæti í Fantasy…. var að vísu í sæti 600 af 600 fyrir leikinn 🙂

    Það er nú þannig

  40. Við gerðum jafntefli á heimavelli við lið sem Charlie nokkur Adam er í. Svekkelsi auðvitað. Ég held samt að þetta hikst í upphafi muni lagast þegar á líður. Við fjarlægjumst auðvitað 4. sætið en ég var amk ekki að gera ráð fyrir að við yrðum í baráttu þar hvort eða er. Við spiluðum glimrandi bolta um síðustu helgi og ég hef áfram trú á Rodgers.

  41. enn einn vonbrigðaleikurinn.. af hverju fær cole ekki sénsinn fyrr? af hverju heldur gerrard alltaf sæti sínu????
    við þurfum að kaupa menn ef við viljum ná þessu champions legueae sæti…

    mín draumakaup væru:
    david villa, neymar, mario götze, zlatann ibrahimovich, gerard piquoe og carlos tevez

  42. Þetta er byrjað:
    http://www.433.is/frettir/england/myndband-skelfileg-dyfa-suarez/

    Mér finnst þessar dýfur svo ógeðslegar að maðurinn gjörsamlega hrynur í áliti hjá mér! Hversu heimskur getur maður verið? Með þessu gefur hann dómurum og öllum öðrum réttlætingu á þeirri meðferð sem hann fær oft á tíðum.

    Nenni annars ekki að tala sérstaklega um þennan ömurlega leik – nema bara að það var afskaplega lélegt að fá ekki 3 stig á heimavelli.

    Stoke spiluðu sinn bolta og ekkert óvænt þar. Liverpool spiluðu sinn bolta og ekkert óvænt þar.

    Svo virðist það því miður vera skrifað í stein að Anfield er orðinn einn lélegasti heimavöllur Evrópu. Það hreinlega leka tár við þá tilhugsun.

    Pollýönnur verða að fara að vakna. Ástandið er grafalvarlegt. Það eru búin 20% af tímabilinu og við erum í 14. sæti með 6 stig og -3 í markatölu. Síðast þegar tímabilið var að ganga svona þá var þjálfarinn rekinn í kjölfarið (Hodgson) og Kóngurinn fenginn til að bjarga liðinu frá falli.

    Uppbygging tekur tíma, við skiljum það öll. En fyrr má nú andskotans fyrr vera – við setjum ekki kröfu á toppbaráttu. Við viljum bara vinna nokkra heimaleiki og ekki vera í fallbaráttu. Komm fokking onn!

  43. Sammála Begga og Hvalnum.. Rodgers þarf að taka upp veskið ef ekki á illa að fara.

  44. Joe Allen er gæðaleikmaður í því að halda bolta. Ekki spurning.

    Það sem liðinu okkar vantar í dag eru menn sem skapa eitthvað á lokaþriðjungnum, nokkra helst. Það er mín eina meining, þeir sem vilja Gerrard út verða að benda mér á einhvern líklegan til að skora eða skapa.

    Allen er flottur leikmaður, ekki spurning um það, en ég leyfi mér að velta fyrir mér hvort kaupin á honum voru á réttum tíma…

  45. Dómarinn gerði ekkert rangt í þessum leik. Hann sá ekki þegar Huth trampaði á Suarez, skiljanlega þar sem boltinn var annars staðar. Hann gaf Stoke mönnum 6 gul spjöld en Liverpool mönnum ekkert og Stoke-arar hlupu nokkrum sinnum til dómarans til að kvarta yfir dómum sem að mér fannst skiljanlegt oft á tíðum. Hann hefði til dæmis átt að spjalda Suarez fyrir leikaraskapinn. Hættum að nota dómarana sem afsökun.
    Liverpool lék ágætlega í þessum leik. Betur í síðari hálfleik en þeim fyrri. Possession football á að virka miklu betur gegn liði eins og Stoke heldur en Dalglish boltinn að nota kantana og koma honum fyrir á Stoke-tröllin í teignum. Í síðari hluta síðari hálfleiks voru Stoke-menn nánast allir fyrir aftan miðju – alltaf. Samt fóru okkar menn í það að dúndra boltanum fyrir markið helst til oft fyrir minn smekk. Suarez, Suso, Sterling eiga ekki mikið í skallabolta gegn hálendinu í vörn Stoke.
    Annað sem vakti áhuga minn þegar ég skoðaði statistíkina eftir leik. Liverpool á 18 total shots, 2 á markið. Það er mjög lítið.
    Við fengum eitt stig gegn Stoke á heimavelli sem er mínus. Sluppum með spjöld og meiðsli gegn Stoke á heimavelli sem er plús.

  46. Hvað er að ykkur sem haldið ekki með Liverpool? Hvað eruð þið að gera hérna inná okkar síðu og drulla yfir okkar lið? Drullist bara til að vera á ykkar eigins skíta síðum. Hættum svo að drulla yfir Gerrard, hann er þá allavega að reyna að skapa eitthvað og auðvitað klikkar eitthvað. Hvað gerir Allen, jú hann sendir boltann bara til hliðar eða til baka.

  47. Bömmer að ná ekki að skora, vantaði herslumuninn. Suarez auðvitað frábær í leiknum en orðinn vel pirraður í seinni hálfleik. Það verður að kaupa mann í hans klassa með honum þarna, liðið stendur og fellur með honum allt of mikið. Hann gæti fengið 3 leikja bann fyrir þessa dívu sem hann tók. Sem væri ekki sanngjarnt miðað við ruddaskapinn í Stoke. Gjörsamlega ömurlegt lið að spila við.

    En leikurinn tapaðist allavega ekki og Wisdom, Suso og Sterling stóðu sig allir mjög vel og Assaidi og J.Cole komu inná.

    Teknískir flínkir leikmenn eru að taka yfir á Liverpool og það er gaman að sjá.

  48. Sumir virðast alltaf þurfa að minnast á dómarann, þetta sá ég í fljótu bragði. Allir svo vondir við greyið Liverpool.

    Djöfull er þetta lið mikill viðbjóður! Og dómarinn ekkert að hjálpa í fyrri hálfleik a.m.k.

    Andstæðingurinn reyndi allt til þess að drepa leikinn og fengu fullkomið skotleyfi frá Lee Mason hræðilegum dómara þessa leiks. Það er með ólíkindum hvað Stoke sleppur oft við spjöld fyrir nákvæmlega eins brot og önnur lið frá spjöld fyrir. Það er eins og þar sem þeir gera þetta svona oft þá gangi ekki að spjalda þá aftur og aftur. Vona að Lee Mason skoði þennan leik aftur og verði stoltur af sjálfum sér.

    Alveg eins og mig grunaði. Djókið fékk að spila sinn leik, sparka og kýla að vild með fullu leifi dómara. Annað sem mig grunaði var að allir tækju eftir dýfunni hjá Suares okkar, reyndar sýndist mér hann dettta um sjálfan sig (kanski ekki) og færri tækju eftir þegar Huth markaði spor sín á magann á Suares. Dómarinn tók allavega ekki eftir því.

    Suarez átti góða spretti en hann verður að hætta að dýfa sér. Dómarar í ensku úrvalsdeildinni voru sennilega farnir að bíða eftir þessari dýfu eins og hann sýndi í þessum leik. Nú hafa þeir afsökun amk fram að áramótum, ef ekki fram á sumar, að dæma ekkert innan teigs þegar Suarez er annars vegar. Það verður sennilega fjallað um þetta atriði í miðlunum og allir dómar hingað til réttlættir, amk af mótherjum Liverpool.

  49. Það sem mér fannst best við þennan leik, var það þegar Walters held ég, fór með hnéð í hnakkan á Wisdom og lá óvígur eftir, en okkar maður stóð upp og hristi höfuðið. Svo segja menn að Stoke sé harðasta lið deildarinnar, piff. En annars eins og við var að búast, grútleiðinlegt jafntefli, gegn grútleiðinlegu Stoke liði.

  50. Við þurfum að bæta okkur, koma svo Liverpool – bætum okkur. Við getum ekkert, verðum að bæta okkur. Getum við bætt okkur strax?

  51. Var að horfa á Fan Zone og þeir sýndu dýfuna hans Suarez aftur og aftur og þetta varð einhvernvegin pínlegra og pínlegra fyrir okkar mann með hverri endursýningu . Hafi drengurinn átt einhverja samúð einhverstaðar þá er hún farin núna og sennilega verður hann seldur í janúar og kanske skiftir það ekki svo miklu máli þar sem maðurinn virðist ekki getað skorað á móti góðum liðum.

    Svo verð ég bara að segja það sem varla má segja hérna, Rodgers setti þetta greinilega ekki rétt upp í dag og innáskiftingarnar voru vægast sagt hlægilegar og gerðu alveg útaf við allar vonir um að það yrði skorað í dag. Og ef Brendan Rodgers heldur að hann geti komið og sagt eftir leik að Liverpool leiki vel þegar það gerir það ekki verður hann ekki lengi stjóri hjá Liverpool og ég neita að trúa því að hann verði lengi í starfi ef við ekki förum að vinna nokra leiki .
    Maðurinn talar alltof mikið,það ætti kanske einhver að segja honum að í gamla daga sögðu stjórar Liverpool að leikmennirnir þeirra létu verkin tala á vellinum.

  52. Sa thetta a erlendri spjallsidu adan og verd ad jata ad eg hlo…Efast um ad thid verdid eins hrifnir en : Brendan Rodgers : We just needed the final touch in the box to round up some good play.” . Does he mean the touch to actually bring Suarez down then?

    En djøfulis snilld ad horfa a El Classico….frabær fotbolti…

  53. Plúsinn er auðvitað sá að við héldum hreinu í fyrsta sinn í vetur í deildinni. En ummæli Rodgers koma mér á óvart þar sem ég hefði haldið að hann hefði einmitt ekki verið ánægður með sóknarleikinn. Það var allt of mikil óþolinmæði í leikmönnum á síðasta þriðjungnum og Suarez og Gerrard voru hvað verstir í því. Ef menn ætla í gegnum Stoke þá verða þeir að bíða eftir því að þeir gefa færi á sér, draga þá út úr skotgröfunum. Það tókst ekki í dag.

    That said. Lee Mason var auðvitað eins og kjáni í fyrri hálfleik í dag. Huth átti að vera kominn með rautt og tvö gul þegar hann loksins fékk gula spjaldið sitt. Síðan dæmir hann brot á Suarez þegar hann var að elta boltann, nákvæmlega sama gert við Sterling en ekkert dæmt. Eins og vanalega þá er dómgæslan í þessari deild til skammar.

    Suarez hjálpar sér samt akkúrat ekkert með þessari dýfu. Hann gefur skotfæri á sér og eins og við höfum séð í dag er það svo sannarlega nýtt. Að vanda fengu rugby-leikmenn Stoke að djöflast eins og þeir vildu.

  54. Bara eins og vid matti buast. Vid erum ekki med nogu marga gaedaleikmenn til ad vera mikid ofar i deildinni. En samt vonadi madur ad Brendan Rodgers inni kraftaverk i vetur. Serstaklega eftir ad thad for ad sjast ad thad eru nokkrir mjog efnilegir ungir leikmenn ad koma inn. Hopurinn er bara ekkert sterkari en thetta sem stendur ,heilt yfir.
    Brendan Rodgers var odyr lausn fyrir eigendurna eftir algjort flopp i leikmannamalum hja Kongnum.
    Samt finnst mer kaup Rodgers ekkert alltof spennandi. Borini=Downing
    Hefdum thurft leikmann med gaedi sem hefdi strax ahrif.
    Assaidi sama og Adam. saemilegur leikmadur en alls ekki i theim klassa ad geta spilad fyrir Liverpool.
    Ungu mennirnir sem Benites keypti hafa bjargad klubbnum fra algjoru afhrodi i vetur.
    Eg man i fyrra thegar menn voru ad tala um ad gefa monnum tima, downing, adam, og carroll. Malid er bara ad their eru ekki nogu godir til ad spila fyrir topplid. sumir sja thad bara ekki enn og kalla eftir carroll t.d. nuna.
    Vona bara ad thetta fari ad batna, allavega getur thetta ekki versnad mikid meira.
    Eg vona sidan ad sumir haetti ad vaela ut af domurunum. Eins og thad se theim ad kenna ad lidid geti ekki unnid djok nuordid. frekar mikd vael.
    vid tokum tha 8-0 thegar gauji thordar var med tha.

    Thad var enginn skopun eda hugmyndir sidastu 30 min i leiknum i dag.
    Takk fyrir

  55. Hættiði að drulla yfir Suarez, þetta er eini maðurinn sem getur virkilega eitthvað í þessu liði og skapar hættu. Allt í lagi dýfan hans var vandræðileg í dag en hann er búinn að skána þvílíkt síðan á síðasta tímabili. Hann verður ekki seldur næstu 4 árin. Hann er framtíðin okkar og við munum byggja lið í kringum hann. Hann er líka langt frá því að vera eini dýfarinn í ensku deildinni, það er einn í hverju einasta liði. Ég sem fótbolta maður sjálfur þekki vel þessa tilfinningu að vilja bara láta sig falla þegar það er nartað í mann. Hættiði nú þessu röfli og hugsiði um jákvæðu punktana í dag. Við erum á réttri braut en í vitlausum gír. Rodgers fer að stíga á kúplinguna og skipta um gír ég veit það.

    Bjartir tímar framundan

    YNWA

  56. Hafiði samt tekið eftir því að Tony Pulis í leikjum og Tony Pulis í viðtölum er bara sitthvor maðurinn. Það er ótrúlegt hvernig einn maður getur breyst með því að taka af sér derhúfuna.

  57. Okkar maður, Suarez er að gera sig að fokking hálfvita. Mér finnst hann góður leikmaður en þetta eyðileggur ímynd klúbbsins okkar. Vil hann burt.

  58. Eru menn ekkert að grínast í Suarez drullinu hérna inni? Já hann gerði illa í brók með heimskulegri dívu eftir að hafa misst jafnvægi inni í teig (sýnist nú reyndar verið farið í ökklann á honum sem varð til þess að hann missti jafnvægið til að byrja með). Svonalagað viljum við ekki sjá og þetta hjálpar honum því miður ekki þegar hann virkilega á að fá dæmda aukaspyrnu eða vítaspyrnu, sem er í mikið mun fleiri tilvika. Eins er þetta eitt af fáum atvikum sem hægt er að nota gegn honum þegar hann er sakaður um leikaraskap því maður myndi ætla að það væri allt morandi í svona augljósum atvikum á netinu m.v. hype-ið.

    En að vilja fá hann úr landi og burt frá klúbbnum fyrir þetta er magnað. Ég hef séð svipaða hluti hjá öllum liðum og það ítrekað, Man Utd, Spurs, Chelsea, Barcelona, Real o.s.frv. og það hefur lítið haft með ímynd félagsins að gera.

    Eftir að hafa horft á þennan leik er ég reyndar á því að Suarez eigi að gera eins mikið í því og hann getur að fá dæmdar aukaspyrnur og víti helst ekki fyrir neina snertingu því nógu andskoti mikið fengu þeir að traðka á honum, hrinda honum og sparka í hann í dag án þess að neitt væri dæmt nema í mesta lagi lágmarksrefsing.

    Það er í raun magnað að þetta atvik sé eini punkturinn sem tekinn er frá þessum leik.

    En ef þetta atvik hjá Suarez er afsökun fyrir dómara að dæma ekki neitt á Suarez fram að jólum í það minnsta útskýrið þá fyrir mér afhverju leikmaður eins og Young fær ennþá dæmdar aukaspyrnur og víti? Eða hvernig Drogba fékk þetta allann sinn tíma hjá Chelsea? Þetta er engin afsökun.

  59. Suarez er maðurinn, hættið þessu væli um okkar besta leikmann 😉 Og Gerrard er líka maðurinn, menn að gagngrýna hann fyrir margar floppaðar sendingar, en hann er oft á tíðum að reyna skapa eitthvað með þeim, verið frekar pirraðir útí Joe Cole sem kom inná og gerði ekki neitt og þorði ekki að reyna neitt, var alltaf með eins save sendingar og hann gat og þorði ekki að taka menn á! Suarez og Gerrard geta gert ótrúlegustu hluti og hafa margoft gert það og munu gera það aftur 🙂

  60. Suarez er eini heimsklassaleikmaðurinn hjá okkur í dag. Það er staðreynd. Að vilja hann burt eftir þetta er galið. Auðvitað var þetta skita en þetta er því miður útum allt í boltanum í dag. Annars er hrikalegt að hafa ekki annan senter sem getur skorað. Það er klárlega að koma okkur um koll núna. Maður hefur trú á BR og hans hugmyndafræði en honum er bara gert alltof erfitt fyrir. Ef hann hefði fengið 1-2 sóknarmenn er ég sannfærður um að við værum í töluvert betri málum. Hann er að senda skýr skilaboð til farþega eins og Downing og ég er ánægður með það. Þurfum að fá eitthvað bit í sóknina í janúar og þá held ég að þetta komi.

  61. Eiga almennilegir dómarar ekki að sjá hvort menn eru að dýfa sér eða ekki??? Ekki er ég að verja þessa hörmung hjá Suarez en menn fá komast upp með allt of mikið þegar hann á í hlut.

  62. Það vissu nú allir að þetta yrði erfitt á móti liði sem leikur með 9-10 manns í vörn allan leikinn. Við vorum óheppnir en liðið lítur miklu betur út en það gerði fyrir 5 leikjum. Vissulega áttum við að ná 3 stigum í leiknum, en svona er þetta stundum, reyndar aðeins of oft.
    Varðandi dýfur og augljóst brot á Suarez þá eiga nú stuðningsmenn Liverpool að hafa vit á því að þjappa sér að baki þessa leikmanns í stað þess aðstoða andstæðinga okkar í drulla yfir hann. Það er ekkert sem réttlætir það að dómari líti undan þegar augljóst brot á sér stað, þó að sami leikmaður hafi einhverntíman kallað úlfur úlfur. Svo vil ég minna menn á aðra sem eiga það til að dýfa sér; menn eins og Valencia, ashley young, Rooney, Torres og Van Persie. Ekki hef ég heyrt stuðningsmenn þessara manna óska þess að þeir hyrfu á brott, enda væri það útí hött.

  63. Látið ekki svona. Suarez er bara að fleygja sér í auðmýkt fyrir fótboltanum.

    Menn meiga alveg hafa skoðun á hversu gáfulegt þetta er og allt það en ég verð að taka undir með að þeir sem hér koma inn og heimta okkar hættulegast mann úr liðinu þurfa einna helst að skoða sjálfan sig í spegli og athuga með hvaða liði þeir halda. Suarez á sínar dökku hliðar sem og aðrir. Hann á bara svo miklu fleiri bjartari hliðar.

  64. Sama sagan leik eftir leik. Þetta verður sagan endalausa og ætlar seint að breytast og lagast. En hvað maðurinn var að hugsa með að setja ömurlega Cole inn á er mér algerlega fyrirmunað að skilja og að taka Suso út af ennþá óskiljanlegra.
    Er að reyna að vera bjartsýnn en það er að verða erfiðara og erfiðara. Eru þessi ömurlegu landsleikjahlé ekki bara ákveðin blessun, þá fær maður smá frí frá þessum endalausu vonbrigðum alltaf hrein.

  65. Held þetta verði svona framað áramótum hjá okkur, við munum koma til með að stjórna leikjum með einhverjum undantekningum, vonandi verða sigrarnir fleiri en töp/jafntefli en það verður ekki á vísan að róa með það, að mínu viti erum við þó klárlega á réttri leið, bara ekki alveg komnir með rétta mannsskapinn. Allt tal um að BR sé á út leið er tal útí bláinn, Kanarnir sætta sig við að vera fyrir ofan miðju þetta tímabilið, gæti trúað að takmarkið sé að verða í 8 efstu sætunum, CL væri bónus. Næsta tímabil verður krafan klárlega CL sæti og svo verður gerð atlaga að toppnum eftir það, það held ég að hafi komið í ljós þegar að Gerrard tjáði sig um daginn. Núna og næstu mánuði verður þolinmæði dygð hjá okkur Liverpool konum og köllum.

    Langar aðeins að koma inná dýfuna hjá Suarez og hvernig þessi dýfusjúkdómur fer í gegnum boltann í dag. Þegar að ég byrjaði að fylgjast með boltanum á síðustu öld stóðu menn í lappirnar þótt að einn, tveir og jafnvel þrír menn reyndu að taka mann niður, í dag hendast þeir niður ef að svo mikið sem fluga sest á þá. Þarna finnst mér knattspyrnustjórar hafi alveg klikkað, það er staðreynd að þeir eru þeir einu sem geta unnið eitthvað á móti þessu, ef þeir hefðu áhuga á því að útrýma þessu gætu þeir gert það en hann virðist bara ekki vera fyrir hendi. FIFA, UEFA, FA eða hvað allir þessir aðilar heita breyta þessu ekki nema með einni aðferð. LEIKBÖNN FYRIR LEIKARASKAP!! Menn verði dæmdir af aganefndum í leikbönn fyrir leikaraskap af myndböndum, hætt verði að gefa gula spjaldið og 3 leikja bann verði við fyrsta brott og þyngist um einn leik við ítrekuð brott, sektir virka ekki.

    Vonandi verðum við Liverpool menn leiðandi í framtíðinni um að standa eins og menn í lappirnar við minstu snertingar!!

  66. Suarez er heimsklassa leikmaður. Það vita það allir. Hann þarf bara að hætta þessum leikaraskap og þá er hann fullkominn. Vissulega er brotið mikið á honum en það er líka brotið mikið á Messi. Hann lætur það ekki pirra sig.

    Hinsvegar er ég að verða saddur á Gerrard og hans vinnu fyrir klúbbinn okkar. Held að hans tími sé kominn. Væri ekki vitlaust að selja hann í glugganum á meðan við getum fengið eitthvað fyrir hann.

    Upp með sokkana og áfram LIVERPOOL…!!!

  67. Selja Gerrard ? vantar heilt skiptilyklasett í kollinn á sumum hérna ?

  68. Gerrard virkaði ekki, Suarez reyndi allt,

    ég segi við erum allavega ekki að fá á okkur mark !

    En Stoke er djók !

  69. Áhangendur Everton eru kátir núna…í fjórða sæta og 10 sætum ofar en okkar lið næstu 2 vikurnar….ef maður á að líta á björtu hliðarnar þá er það að búa ekki í Liverpool borg núna;) Í alvöru, uppbygging og allt það…úff þetta er mjög lélegt hjá okkur það sem af er tímabili. Að reyna að kenna Stoke og/eða dómurum um er fáránlegt. Við áttum bara að klára þetta! Joe Cole og Assaidi inná til að bjarga málum…hm…B.Rodgers verður að geta betur en þetta. Ég trúi enn að honum takist að koma okkur á réttan stað en…hann getur gert betur en þetta með svona mannskap. 6 stig eftir 7 leiki….það er skelfilegur árangur.

  70. Mikið rosalega er ég sammála #75 Stjáni:

    Leikaraskapur í knattspyrnu er gjörsamlega óþolandi. Finnst að það ætti að skoða leiki eftirá og dæma menn í leikbann ef þeir eru að leika. Við sjáum NBA, NHL , NFL vinna gegn þessu…nýlega voru innleidd nýjar reglur í NBA fyrir leikaraskap. Þetta er algjört krabbamein á íþróttir og á að eyða í fæðingu!!!!!!

  71. Stoke er ekki meira djók en að við eigum alltaf í þvílíkum vandræðum með þá. Hata þennan Stoke klúbb samt. Óþolandi bolti sem þeir spila.

    Já selja Gerrard á meðan við getum kannski fengið 20-30 milljónir punda fyrir hann. Hann er ekkert búinn að gera fyrir okkur síðustu ár né heldur landsliðið. Mitt mat. Kaupa heimsklassa miðjumann í staðinn.

    Verðum að hugsa stórt.

  72. Steven Gerrard á hægri vænginn, Suso í holuna. Suso er miklu betri í stuttu þríhyrningsspili við Suarez heldur en Gerrard. Gerrard getur hins vegar komið með eitraðar fyrirgjafir af kantinum.

  73. Liverpool hélt allavega hreinu í dagm,það er jákvætt. Mikið grátlega vantar okkur alvöru striker, það er svo langt í janúar 🙁 Það er líka áhyggjuefni hvað við hittum sjaldan á rammann í öllum okkar skottilraunum. Eru menn bara í reitabolta á æfingunum 24/7 hjá honum Brendan ? Það er þá bara að vona að landsliðsmenn okkar fái skotæfingar hjá landsliðum sínum.

    Þetta er erfitt, en hlýtur að fara að ganga betur.

  74. Þessi leikur í dag er eitthvað sem maður átti alveg von á (allavega ég) og framhaldið á eftir að verða erfitt.

    Maður vissi þegar félagaskifta glugginn lokaði að þetta yrði erfitt fram að áramótum allavega þar sem við létum Carroll fara og ekki með neinn striker í liðinu, því fyrir mér er Suarez ekki alvöru (deadly) striker. Mér einfaldlega finnst sá leikmaður alls ekki eiga heima í stöðu sóknarmanns heldur frekar úti á kanti, hann gæti jafnvel komið með eitt og eitt mark þaðan en þetta er enginn klárari (þó svo hann hafi sett mörk á móti liði eins og Norwich segir mér lítið). Ef eigendur Liverpool opna ekki veskið í Janúar til að versla í það minnsta tvo alvöru sóknarmenn þá held ég að við eigum erfitt með að enda fyrir ofan miðja deild í lok tímabilsins.

    Þó svo að ég sé ekki Suarez fan þar sem mér finnst hann alltof mikill og leiðinlegur tuðari og leikari og þar með búinn að skapa sér það uppá eigni spýtur að fá enga dóma með sér þá er þetta sennilega eini maðurinn í liðinu sem getur leist framherja stöðuna eins og staðan er í dag.

  75. Það er ekki langt síðan Stoke heimsótti Stamford Bridge. Stoke var nær því að skora í þeim leik heldur en í gær. Whelan minnir mig skallaði í slá snemma leiks til dæmis. Í þessum sama leik fékk Ivanovic spjald fyrir dýfu innan teigs. Mjög slæma, sem enginn man eftir í dag. Og þrátt fyrir að spila Oscar, Mata og Hazard fyrir aftan Torres þá það þurfti twitter drenginn Ashley Cole til að klára dæmið á 85 min. (Skrtel skaut í stöng á sama tíma í gær). Chelsea situr á topp deildarinar, eru ríkjandi CL meistarar. Þeir áttu nánast í sömu vandræðum með Stoke. Nema þeim tókst að læða inn einu í lokin.

    Heimtufrekjan hérna er rosaleg, og alltaf á að kenna dómaranum um. Jújú, Huth hefði mátt fá spjald fyrr en viljum við ekki öll hafa 11 á móti 11 samt. Og Stoke spila bara boltan sem Pulis telur líklegastan til árangurs gegn Liverpool. Auðvitað.

    Rodgers hefur staðið sig mjög vel og að sumir séu búnir að “missa þolinmæðina” á honum finnst mér ótrúlegt. Það sem okkur vantar að mínu mati er meðal annars að skapa hættulegri færi. Færi sem erfiðara er að klúðra. FSG hefur núna séð að Rodgers er ekki bara með flottar hugmyndir heldur hefur honum tekist að innleiða þær furðu hratt. Nú vantar að kaupa meiri gæði í sóknarlínuna. Það vantaði ekki mikið uppá að við skoruðum í gær.

    Suarez er ennþá flottastur að mínu mati, það er gríðaleg pressa á honum, hann fær hvergi frið, ekki einu sinni inná íslenskri aðdáendasíðu besta félags í heimi. Við eigum að þakka fyrir hann skrifaði undir, hann er okkar besti leikmaður í dag og einn sá besti í deildinni. Gleymum þessari dýfu. Maður rís á fætur í hvert skipti sem maðurinn fær boltan, hann er alltaf líklegur. Eins og staðan er í dag ber hann einn uppi sóknarleik Liverpool. Það er pressa. Þá gerist það að menn taka dýfu. Fokk it!!!

    Áfram Liverpool!!!

  76. “Heimtufrekjan hérna er rosaleg, og alltaf á að kenna dómaranum um. Jújú, Huth hefði mátt fá spjald fyrr en viljum við ekki öll hafa 11 á móti 11 samt.” Rauð spjöld og mörk breyta leikjum. Væri til í að sjá rök þeirra aðila sem halda því fram að Huth hafi ekki átt að fá rautt fyrir að traðka á Suarez í byrjun leiksins, ef rökin eru þá einhver. Suarez átti að fá spjald fyrir dýfuna, held að það sé enginn sem geti neitað því.

    Svo sýnir Burgerinn enn einu sinni fram á það (fréttablaðið í dag) að hann sé algjörlega ófær um að skrifa um Liverpool og málefni tengd liðinu. Þetta hatur hans sem kemur fyrir í skrifum hjá honum er fyrir löngu orðið þreytt.

  77. Að selja Steven Gerrard eru eflaust það heimskulegasta sem ég hef lesið hérna inni.. Maðurinn er fyrirliði okkar, fyrirliði enska landsliðsins, okkar lang besti sendinga maður (ef einhver mótmælir því bendi ég honum að kíkja á leikinn á móti Scum), okkar helsta ógn að marki (og þið sem mótmælið því ættuð að skoða aðeins hver á flestu stoðsendingar okkar og flest skot á markið) og síðast en ekki síst sá maður sem hefur stærsta Liverpool hjarta sem finnst !! Ef það er ekki maður sem við þurfum að hafa í okkar liði þá veit ég ekki alveg hvað við þurfum.. Breiddin í okkar hóp býður ekki upp á það að við missum menn eins og S. Gerrard !

  78. Allt of lítið af góðum færum þrátt fyrir fínt spil. Stangarskotin voru öll úr frekar erfiðum færum og hefði í raun verið framar vonum ef við hefðum verið að skora úr þeim færum miðað við það sem á undan er gengið. Verðum að líta í eigin barm með þessa hluti og hætta að kenna öllu öðru um.

    Hins vegar algerlega óþolandi og horfa fótbolta þar sem markvörður getur tekið sér upp undir 30 sek. í útspörk aftur og aftur, svipað langur tími í aukaspyrnur og flest innköst taka um 20 sek. Alveg með ólíkindum að ekki skuli tekið á þessu í reglunum og þetta pirrar alveg óendanlega mikið. Það á að setja 10 sek. reglur á allt þetta dót – annars gult. Þessir kallar eiga bara ekki að komast upp með að labba í hægðum sínum við þetta. Hins vegar meðan reglurnar leyfa þetta þá skil ég alveg að lið eins og Stoke nýti sér þetta til fullnustu.

    En BOTTOM LIN – Liverpool liðið ekki nógu gott í gær og alls ekki nægur hraði í aðgerðum liðsins.

  79. Það er alveg skelfliegt að koma hingað inn eftir sumar leiki hjá okkur. Það er bara þannig að ég held að allt of margir hérna geta ekki gert greinarmun á FM og raunveruleikanum. Góður punktur hjá Halfiðason nr 85 með Stoke á Stamford Bridge nýverið. Staðreyndin er að Stoke eru fastir fyrir og það getur verið erfitt að skora á móti þeim, þarf oft smá lukku með sér sem var ekki hjá okkur í dag.

    Held að menn verði bara að vera aðeins rólegir, held við séum á réttri leið með BR en þetta tekur tíma. Ef við erum fyrir ofan miðja deild um áramótin þá held ég að við gætum vel gert atlögu að 6 sætinu sem væri meira en ásættanlegt í ár.

  80. Langar að snerta aðeins á þessu gáfulegu “Rodgers Out” ummælum sumra hérna inni…

    Liverpool spilaði mjög vel í gær, hélt boltanum vel og skapaði nokkur færi og það sem meira er, hamlaði Stoke að skapa sér neitt að viti (nema náttúrulega þessi tvö varnarmistök sem þeir náðu sem betur fer ekki að nýta).

    Gerrard átti gott skot í fyrri hálfleik sem Begovic varði vel, Suarez spændi sig tvisvar í gegnum alla Stoke vörnina og í annað skiptið setti hann boltann út á ahin sem skaut í Sterling (annars hefði boltinn sennilega farið inn) og í hitt skiptið setti hann boltann framhjá með vinstri. Glen Johnson átti gott skot frá teignum sem Begovic varði og svo tók hann vel á móti “Hollywood” bolta frá Gerrard og setti hann yfir úr dauðafæri. Agger setti hann rétt framhjá, Skrtel setti hann í stöngina og Suarez setti hann í stöngina.

    Mín spurning er einfaldlega…hefðu þeir skorað ef einhver annar væri þjálfari?

    Bara pæling….

  81. Núna er Pulis að reyna að fá Suarez í 3 leikja bann fyrir þessa dýfu. Og miðað við að Liverpool hafa oft verið hafði r sem fordæmi þá er nokkuð ljóst að Suarez er að fara í bann.

  82. Ég hef verið mjög hlynntur því að dýfarar fari í bann eins og gert er á ítalíu, en það verður ekki gert einn tveir og þrír upp úr þurru út af rugby þjálfarinn Pulis heimtar það, FA þarf að kynna svoleiðis hluti fyrir tímabilið.

    Þeir menn sem líklegast ættu að fara í bann eftir helgina að mínu mati eru Huth fyrir stampið, RVP fyrir að kýla Cabaye og svo Fellaini fyrir rosalegan olnboga en mín spá er að enginn þeirra fái bann því FA taka oftast bara fyrir “bad boys” á þessum þriðjudagsfundum sínum.

    Bottom lineið eftir þennan leik er samt að Gerrard verður að minnka þessar Hollywood sendingar sínar og við verðum að fara klára betur þessi færi okkar. Stoke spilar eins hart og dómarinn leyfir og mjög oft fá þeir að spila alltof hart en það er ekki stoke að kenna heldur dómaranum að leyfa það.

    Stoke spilar sinn bolta og hefur gert það lengi og gera það bara nokkuð vel ef við tökum liverpool gleraugun af okkur. Ekki myndi ég vilja halda með liði sem spilaði svona bolta en þetta er bara þeirra bolti og hann er nokkuð árangursríkur sem slíkur.

  83. Hvað er eiginlega að fólki hérna ?

    90

    Suarez verður að hætta þessu – hann er að gera félagið að athlægi.

    66

    Okkar maður, Suarez er að gera sig að fokking hálfvita. Mér finnst
    hann góður leikmaður en þetta eyðileggur ímynd klúbbsins okkar. Vil
    hann burt.

    Rooney hefur dýft sér. Liverpool menn hlægja, en það er allt í lagi. Hann er engum til skammar nema sjálfum sér. Shit happends

    Gerrard hefur dýft sér. Utd menn hlægja, en það er allt í lagi. Hann er engum til skammar nema sjálfum sér. Shit happends

    Viera hefur dýft sér. Arsenal menn grétu ( http://www.youtube.com/watch?v=74KfbEqEl60 ) . En það er líka allt í lagi. Hann er engum til skammar nema sjálfum sér. Shit happends

    C. Ronaldo hefur dýft sér. Það var af því að hann var á svo miklum hraða (tilvitnun, Utd menn). Það var líka allt í lagi, rifist um þetta en ekkert meira.

    A.Young dýfði sér ítrekað í fyrra. ( http://i221.photobucket.com/albums/dd44/jaimiekanwar/youngdivevilla.gif ) . Meira að segja SAF ræddi við hann um þetta, en engin heimtaði að hann yrði sendur til Afganistan (í Suarez tilfelli Afríku).

    Bale dýfði sér ítrekað í fyrra, engin í deildinni fékk jafn mörk spjöld fyrir dýfur og hann. (síðast í gær, http://i.minus.com/iI04qBVyEBQp2.gif) . En það var allt í góðu. Hann er líka frá stóra Bretlandi.

    Welbeck hefur dýft sér ( http://www.433.is/ads/ali-al-habsi-saves-javier-hernandezs-penalty.gif ) . Þeir fengu meira að segja víti út á þetta, lítið sagt.

    Nani hefur samt ekki dýft sér, http://www.mbl.is/sport/enski/2012/10/02/ferguson_nani_dyfir_ser_ekki/

    Svo dýfir Suarez sér, þá stoppar heimurinn, menn heimta þriggja leikja bann – og það sem verra er, þessir pappakassastuðningsmenn sem hingað koma inn heimta að hann verði seldur og að hann sé félaginu til skammar.

    Er ykkur alvara ? Hvernig í andskotanum er Suarez Liverpool Football Club til skammar ? Mig grunar að þið séuð bara orðnir uppiskorpa með rök til þess að verja ykkar mann í vinnunni gegn nokkrum Utd mönnum og sjáið frammá erfiðan mánudag í vinnunni þar sem þetta var LOKSINS fest á filmu (allar hinar dýfurnar hans týndust á youtube). Þið þurfið ekkert að verja hann, það er (leiðinleg) staðreynd en þetta er hluti af boltanum í dag, allir leikmenn gera þetta.

    Þið getið ekki gagnrýnt aðra leikmenn fyrir þetta en getið svo ekki kyngt því þegar leikmaður LFC verður tekinn fyrir þetta. Jafnt verður yfir alla að ganga og Suarez á ekkert að fá betri (eða verri) meðferð en hinir.

    Í deildinni hafa menn spilað sem hafa:

    1) Játað að hafa meitt (og endað feril) menn viljandi.

    2) Sofið hjá konu bróður síns

    3) Sofið hjá konu liðsfélaga á meðan eiginkonan var kasólétt.

    4) Sofið hjá miðaldra vændiskonu á meðan eiginkonan var kasólétt.

    5) Fallið á lyfjaprófi (já eða ekki mætt).

    Og svo mætti áfram telja. En nei, Suarez er klúbbnum, treyjunni, landinu og mannkyninu til skammar. Ekki hinir herramennirnir í dæmunum hér að ofan. Þvílíkir hræsnarar.
    .

    Gerrard:

    Já selja Gerrard á meðan við getum kannski fengið 20-30 milljónir
    punda fyrir hann. Hann er ekkert búinn að gera fyrir okkur síðustu ár
    né heldur landsliðið. Mitt mat. Kaupa heimsklassa miðjumann í staðinn.

    Þú ert félaginu til skammar aftur á móti og þið hinir sem viljið selja leikmanninn. Gerrard hefur haldið trausti við félagið í gegnum mjög erfiða tíma þar sem að allir stærstu klúbbar heims hafa viljað kaupa hann.

    Hann hefur reddað okkur milljón sinnum, hann hefur dregið klúbbinn áfram þegar engin annar var tilbúin að stíga upp. Istanbul er honum að þakka, FA bikarinn 2006 er honum að þakka osfrv. En þegar fer að halla undan hjá honum, kominn á síðustu metra ferilsins, eftir erfið meiðsli. Þá vilt þú, og nokkrir aðrir skoðunarbræður þínir hér að ofan, selja fyrirliðann og einn besta leikmann í sögu klúbbsins. Henda honum eins og hverju öðru rusli.

    Við skulum ekkert minnka spilatíma hans eða eitthvað í þá áttina. Nei, við skulum henda honum og selja.

    Og 20-30 milljónir ? Þú ættir að minnka dagdrykkjuna.

  84. Fyrir slatta mörgum árum hætti ég að fara inná spjallið á Liverpool.is þar sem mér leiddist sú neikvæða umræða um Liverpool FC og heimskulegar og illa rökstuddar athugasemdir sérútvaldra sófaspekinga. Góður kunningi minn benti mér á kop.is sem væri haldið úti af nokkrum einstaklingum og síðan þá hefur það verið vinsælasta Liverpool síðan mín. Venjulega voru þar 20-50 komment eftir hvern leik þar sem málefnaleg umræða átti sér stað. Svo gerðist það að síðan varð vinsælli og vinsælli og í dag er þetta án ef vinsælasta Liverpool á landinu í dag. Því miður hefur það gerst að að þessi margir af þessum sófaspekingum og jafnvel einhverjir villuráfandi stuðningsmenn annarra liða eru farnir að koma hingað reglulega inn og kommenta misgáfulegum athugasemdum.

    Af hverju í ósköpunum eru menn að drulla yfir Suarez á þessari vefsíðu? er ekki nóg að þurfa hlusta á þennan skít frá stuðningsmönnum annarra liða og lesa um ómerkilegheit hans á íþrótta vefmiðlum? Ef að Suarez er að gera félagið að athlægi þá held ég að það séu frekar stuðningsmenn klúbbsins sem eru að gera hann að athlægi með svona athugasemdum um einstaka leikmenn liðsins og lesa má hér að ofan!! Suarez er einn okkar besti leikmaður, vissulega hefur hann sína galla en kostir hans eru bara svo margfalt meiri að þeir yfirdekka gallana.
    Selja Gerrard! henda Gerrard útúr liðinu! Setja Reina á bekkinn! eru ekki óalgengar upphrópanir hér. Hugsið aðeins, teljið uppá 10, áður en þið berið heimsku ykkar á torg. Vissulega eiga þessir leikmenn ekki alltaf sínu bestu leiki en engu að síður þá eru þetta leiðtogar liðsins. Hvað sem menn segja um Gerrard þá er hann hjartað og sálin í klúbbnum og sá leikmaður sem menn líta upp til. Hann er leikmaður sem getur breitt leikjum og í gær var það ekki Gerrard að kenna að Johnson klúðraði einn á móti markmanni eftir 30 metra sendingu frá honum inn fyrir vörn Stoke. Vissulega má gagnrýna Gerrard fyrir ýmislegt en það er lágmark að gera það með virðingu um viðkomandi leikmann. Hann á ekkert annað skilið frá stuðningsmönnum þessa liðs.

    Vil taka það fram að það eru margir málefnalegir einstaklingar sem kommenta hér með ritstjóra þessara síðu fremsta í flokki. Ef svo væri ekki væri maður ekki að eyða mörgum klst í hverjum mánuði á þessari síður. Vissulega geta menn hlaupið á sig í kommentum í hita leiksins en stundum blöskrar manni umræðan. Það sem fékk eiginlega pottlokið til þess að sjóða uppúr hjá mér núna var að allur þessi fjöldi af neikvæðum og sérstaklega persónulegum kommentum í garð einstakra leikmanna.

    Sorry, varðandi komment #37 þá verð ég segja að ég skammast mín 100% meira fyrir ykkur 34 sem hafið sett like á þann status en þið skammist ykkar fyrir að hafa Suarez í LFC

    YNWA

  85. Já suarez er að gera liverpool að athlægi útaf dýfum. Rétt eins og ronaldo er real til skammar. Einmitt! Sama hvað ykkur finnst suarez pirrandi þá er hann langbesti maður liðsins og ef það væri ekki fyrir hann værum við í mun verri málum. Tala nú ekki um að hann er 1 af svona 3 mönnum í þessu liði sem gætu lokkað einhvern leikmann til okkar. Hver myndi ekki vilja spila með suarez?

  86. Ætti þá Huth ekki að fá 10 leika bann fyrir mannvonsku?

  87. Eitt gleymist í þessari umræðu. Það er ekki nóg að opna veskið og reyna að kaupa heimsklassa menn. Það kemur enginn heimsklassa striker til liðs í fallbaráttu. Sérstaklega ekki þegar launakostnaður er í gjörgæslu.
    Þessi hópur sem er núna hjá liðinu verður allavega að koma liðinu uppfyrir topp 10 til að aðrir flottir leikmenn líti til félagsins. Það sorglega er að hópurinn í dag er nógu sterkur til að vera á topp 10. Það vantar bara smá drápseðli. Flott að halda boltanum innan liðsins en vörn og sókn verður að gtaka sig saman í andlitinu.

  88. Tek mjög mikið undir með 94 og 95.

    Það er hægt að gagnrýna einstaka leiki hjá lykilmönnum án þess að þurfa sífelt að heyra strax tal um að það þurfi að selja manninn um leið. Sérstaklega þegar við erum að tala um menn eins og Gerrard. Fyrir utan að vera ennþá einn af okkar langbestu leimönnum þá (eins og Maggi bendir á) var hann líklega að skapa hvað mest í okkar liði þrátt fyrir að eiga frekar lélegan leik.

    Það er síðan magnað að sjá trikkið hans Tony Pulis virka svona hrikalega vel, meira að segja hérna inni. Hann tekur Suarez út eftir leik og drullar yfir hann en minnist ekki orði á Robert Huth sinn sem var aðal skúrkur gærdagsins. Hann kemst bara alveg upp með þetta gangnýnilaust og Suarez hatrið heldur áfram.

    Það verður fróðlegt að heyra rök þeirra sem skammast sín svona mikið fyrir Suarez þegar hann fer frá Liverpool, mig grunar að það fyrsta sem þessir sömu spekingar segja þá er að okkur vanti svona Suarez týpu.

  89. Var að horfa á MOTD highligts eftir leikinn og held nú að menn verði að viðurkenna að þessi bolti sem við erum að spila núna er alveg hrikalega flottur!

    Þó svo að úrslitinn séu ekki að detta okkar meginn þá er alveg fáránlega flott að horfa á þessar syrpur þegar liðið fer að senda hratt á milli sín. Hef ekki trú á öðru en að þessi færi fara að liggja í netinu með auknum tíma og sjálfstrausti.

    http://www.101greatgoals.com/gvideos/liverpool-0-stoke-0-motd-3/

  90. Dómarar vinna ekki leiki, leikmenn gera það.

    Við getum endalaust bent á dómarana, enn þetta er sama vandamálið frá því á síðasta tímabili okkur er lífsins ómöglegt að nýta almennilega færin okkar þegar þau gefast og þá er nú auðvelt að benda á dómarann sem sökudólg.

    Það verður að koma almennilegur striker hús með Suarez það er klárt mál það sjá það allir að það gengur ekki að reyna að bera liðið uppá einum manni nú þegar Gerrard sá oft um það áður.

    Röflið um Suarez hvort hann sé ekki að láta sig falla eða ekki og dýfan hans um helgina var nú ekki að hjálpa honum.

    Samt sem áður er ekki eðlilegt hvað menn fá að atast í honum með spörkum og jafnvel trampað á honum á þess að það sé dæmt á það eða verðskulda spjald.
    Ansi hræddur að það komi að því að hann verður straujaður almennilega niður af andstæðingum með einhverjum afleiðingum og hver á þá að búa til eitthvað og setja mörkin.

    Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá er Suarez okkar helsta ógn í dag á vellinum, það sér það hver maður hann er ávallt að draga til sín 2-3 leikmenn úr stöðum sínum enn liðsfélagar hans virðast hreinlega ekki geta nýtt sér það.

  91. það eru ekki LFC aðdáendur sem eru að gagnrýna Suarez, ekki eyða tíma í að svara þessu rugli. hann hefur fengið svo mikið útlendinaskítkast og fordóma í Englandi að það hálfa væri nóg. tevez tók undir þetta nýlega, ronaldo upplifði það sama.

    ég er ánægður með hópinn og baráttuna. YNWA 🙂

  92. næsta skref er sem sagt að andstæðingur brjóti á honum báðar lappirnar en sleppa samt með það

  93. Já sæll.

    Suarez krossfestur af eigin fólki…viðurkenni að hafa misst kjálkann í borðið við það! Auðvitað var hann ekki að gera sér greiða með að reyna að sækja víti og kannski ekki nokkur ástæða til að reyna verja hann, en að sækja að honum??? Alveg með ólíkindum ef þið spyrjið mig og mikið vona ég að það séu einhverjir í dag sem sjá eftir þessum skrifum sínum.

    Enn eru einhverjir að ræða um Gerrard og Opta-stats jafnvel nefnd sem hluti af því. Það er ekki úr vegi að benda á einu sendinguna í leiknum sem var þess eðlis að geta unnið leikinn sem var frá honum á Johnson og átti auðvitað að skila marki. Það að taka hann út til að láta bara “einhvern” í staðinn vekur mér svo mikla umhugsun að ég hreinlega hef af því áhyggjur.

    Næstbesti fótboltamaður liðsins og klárlega leiðtogi klúbbsins innan og utan vallar. Er ástæða til þess að taka hann útaf núna “til að kenna honum”?!?!?!?!?!? Jesús minn.

    Svo varðandi þolinmæðina sem er vísað á mig. Hún stendur gagnvart Rodgers. Klárlega. Ég hef haldið því merki á lofti frá 1.september að rangar ákvarðanir voru teknar í lok félagaskiptagluggans og eigna þær FSG 85% hið minnsta. Því miður er það að koma í ljós að liðið er óbalanserað og algerlega háð markaskorun tveggja manna, þó vonandi takist að skora úr hornum og fá Shelvey í gang. Þolinmæðina þarf því að skoða út frá því.

    Því miður er breska pressan byrjuð að hamast á Rodgers, farin að draga “concept” hans í efa, benda á að hann notaði ekki Borini í mínútu í gær og að töluvert af fólki úr Kop stúkunni yfirgaf leik töluvert fyrir lok hans og stemmingin á vellinum var lítil í seinni hálfleiks. Svo draga menn viðtal hans út og suður til að draga úr trúverðugleika hans þar sem hann talaði vel um félagið sitt.

    Brendan Rodgers er okkar von í vitleysunni sem á hefur gengið undanfarna mánuði og hann á allt gott skilið, jafnvel þó ég hafi verið afar ósammála innáskiptingum hans í gær og sakni “leiðar B” á ákveðnum tímapunktum.

    En það þýðir ekki að maður megi ekki verða reiður yfir einum slæmum úrslitunum enn á Anfield eða benda mönnum á að t.d. í fyrra var liðið ansi oft að stýra leikjum lengst af og skapa sér færi sem þeir svo ekki nýttu.

    Það mun ekkert breytast fyrr en gæðin á síðasta þriðjungi aukast verulega og við fáum menn sem skila okkur 15 – 20 mörkum sjálfir og með stoðsendingum. Þangað til verðum við í sama strögglinu og við höfum verið undanfarin ár. Leiðirnar eru tvær, annars vegar er sú sem var valin og lagði ábyrgðina í fætur ungum mönnum sem munu stundum leika vel, stundum allt í lagi og stundum illa. Skulum alveg t.d. átta okkur á því að Stoke var undirbúið undir Sterling í gær og nú er það hans að vinna sig út úr því þegar Reading reynir það sama, stóran mann sem stígur inn í hann til að stöðva.

    Það vantar miklu meiri gæði í þennan leikmannahóp elskurnar mínar…við skulum ekki fara í þann farveginn enn einn ganginn að drulla yfir stjórann. Hljótum að hafa lært hvað mikið er að græða á því!!!

  94. Sá ekki leikinn, en kíkti á highlights linkinn hér að ofan. Okkar menn eru bara aular að klára ekki leikinn, spilandi þennan fótbolta. Aulaskapur og ekkert meira um það að segja. Tveir sigurleikir á Anfield í deildinni árið 2012 ef ég hef talið rétt. Þetta er alvarlegt mál.

  95. Nr. 103

    Maður á bara erfitt með að trúa þessu, ekki var Mason svo heimskur að viðurkenna að hafa séð þetta atvik og veifa samt ekki einu sinni spjaldi? Var hann með lokuð augun í leiknum eða var búið að borga manninum? Eineltið á Suarez verður ekki mikið ljótara en þetta ef satt er.

    …og aðal vandamálið og umfjöllunarefnið eftir leik er dýfan frá helvítis erlaneda leikmanninum!

    Vona að flest lið taki upp á því að dýfa sér og svindla sem mest þau geta gegn Stoke meðan þeir komast upp með brögð eins og Huth notaði.

  96. Gunnar Ágúst #91 segir:

    Langar að snerta aðeins á þessu gáfulegu „Rodgers Out“ ummælum sumra
    hérna inni…
    […]
    Mín spurning er einfaldlega…hefðu þeir skorað ef einhver annar væri
    þjálfari?

    Þetta er náttúrlega spurning sem ekki nokkur lífs eða liðinn getur svarað. Hvernig á maður að svara þessu? Ég bara spyr.

    Staðreyndin sem blasir við öllum er þessi:

    Liverpool er í 14 sæti deildarinnar með 6 stig eftir 7 leiki. Það er minna en eitt stig að meðaltali í leik.

    Liverpool hefur aldrei áður í sögunni farið í gegnum fyrstu 4 (eða 5) leiki tímabilsins á heimavelli án þess að sigra.

    Markatalan er 9-12 í 7 leikjum.

    Mér finnst það bara merkilegt að hér séu ekki fleiri búnir að hoppa á “Rodgers burt” vagninn en raun ber vitni.

    Ég spyr á móti – hvað bendir til þess að Rodgers sé á réttri leið. Spilamennskan, jú, en að öðru leyti þá hefur hann, leikmennirnir og ekki síður stjórnin/eigendurnir gjörsamlega allt niður um sig, og eru ekki að sannfæra mig um að það sé neitt betri tímar framundan.

    Ég ætla ekki að öskra Rodgers burt – ég var efins um hans ráðningu en gef honum séns. En hann fær ekkert að stýra liðinu örugglega niður í fallbaráttu án þess að ég gagnrýni hann. Harðlega. Það er alveg klárt.

    Homer

  97. Ég er alveg harður á því að Rodgers sé rétti maðurinn í þetta starf. Það má ekki gleyma því að þessi hópur sem hann hefur er sennilega sá yngsti sem nokkur þjálfari hjá Liverpool hefur verið með í höndunum.
    Seldir í sumar eða lánaðir
    Fabio Aurelio
    Dirk Kuyt
    Maxi Rodriguez
    Alberto Aquilani
    Craig Bellamy
    Andy Carroll (Útlán)
    Jay Spearing (Útlán)
    Charlie Adam
    Nathan Eccleston

    Og hann fékki ekki mikla peninga til þess að styrkja liðið, hann keypti jú Borini og Allen á einhverjar summur en miðað við hvað það fóru launaháir leikmenn í burtu þá hefði ég viljað sjá hann fá meiri pening og svo var hann auðvitað svikinn á seinasta degi leikmannagluggans annars hefði hann aldrei látið Carrol fara.
    Spilamennska liðsins er að batna mikið og það tekur tíma að slípa þetta lið saman.

  98. Eitt sem sló mig varðandi Brendan Rodgers í þessum Being Liverpool sápuþætti var höllin sem hann býr í og svo ekur hann um á Porche. Það er ekki mikil auðmýkt í því. Og mér finnst (og þið verðið að fyrirgefa ) að hann sé búinn að setja allt of mikla pressu á sjálfan sig og liðið með þessum ummælum sínum um hvernig Liverpool eigi að spila fótbolta,það þarf einhver að segja honum að Shankley,Paisley og Fagan fundu upp pass and move fótboltann og hann þarf ekkert að finna upp hjólið aftur.

    Ég er efins mjög um að þetta gangi upp hjá manninum ,en vona svo innilega að mér skjátlist,en ef úrslitin fara ekki að falla með honum verður hann rekinn alveg eins og þjálfarinn hjá Red Soxs sem var rekinn fyrir helgi eftir ömurlegt gengi. Fótbolti er nefnilega bissness og ef leikir fara ekki að vinnast á Anfield verður hann farinn fyrr en seinna . Við þurfum samt ekkert að óttast ,Rafa býr jú enþá í Liverpool.

    Og svo má alveg segja Magga frá því að það er ekki bara enska pressan sem farin er að efast um liðið okkar mér sýnist gömlu hetjurnar okkar vera farnar að efast líka.

  99. Það er einfalt að koma með svona yfirlýsingar Homer en sleppa því að minnast á að sjaldan eða aldrei hefur Liverpool fengið jafn erfiða mótherja í byrjun móts, plús það að vera með nýjan þjálfara og algera yfirhalningu á leikstíl.

    Í fyrsta leik skíttapar Liverpool útileik fyrir WBA, vonbrigði já, en síðan þá hafa WBA gert jafntefli Tottenham á úti velli og unnið Everton heima, og eru sem stendur í 6. sæti deildarinnar, vel skipulagt lið og getur strítt flestum.
    Við gerum 1-1 jafntefli við Sunderland á útivelli og rúllum yfir Norwich á utivelli.
    Þarna inn á milli leikum við svo heima gegn City, Arsenal og Man Utd, sorglegt auðvitað að ná ekki að landa sigrum gegn City og Man utd, en við vorum yfirspilaðir af Arsenal og töpuðum verðskuldað.

    Og svo núna þessi leikur gegn Stoke, þeir spila agressífan en árangursríkan (anti)fótbolta sem reynist flestum liðum erfiður viðureignar, allavega náðu hvorki Arsenal né Man City betri úrslitum við þá en Liverpool gerði.
    En Stoke átti að vísu heimaleik í báðum þeim leikjum.

    Vildi bara benda á þetta : )

  100. Nenni ekki að tja mig um þennann leik, þeir i sunnudagsmessunni voru mjog langt fra þvi að vera bjartsynir fyrir hondokkar manna…. eg veit ekki hvort eg er bjartsynn eða svartsynn, hef enn mjog mikla tru a rodgers en a endanum snyst þetta bara um það hvort FSG bakki hann allrosalega upp a markaðnum eða ekki. Eg er ekki sammala þvi að liðið okkar se bara ekkert betra en 14 sæti, þetta lið a alltaf að lenda lagmark i 5-8 sæti en að ætlast til meira en það er ekki sanngjarnt.

    Og eitt enn, er ekki að koma PODCAST?

  101. Ég átti nú ekki von á flugeldasýningu í þessum leik. Auðvitað er maður svekktur með að Liverpool hafi tapað en liðið fékk ekki á sig mark sem er framför, Stoke vældi eiginlega meira yfir tæklingum og lágu lengur í grasinu en okkar menn. Ég vil náttúrulega losna bæði við Gerrard, Reina, Suarez og Agger, þeir geta náttúrulega ekki blautan eða er það ekki svo getum við fengið einhverja í staðinn einhverstaðar frá og nýjan stjóra líka einhverstaðar frá. Þetta kemur allt saman, við verðum ekkert að berjast um meistaratitilinn á þessu ári hvort sem er en 3-4 sigrar í röð og liðið rýkur upp töfluna. Annars er komið í ljós að Huth fær víst ekki bann og ekki Van Persie heldur þar sem Howard Webb sá ekkert athugavert við olnbogaskotið þar sem hann skoðaði málið. Þeir hefðu nú alveg eins getað látið Fergusoninn skoða þetta sjálfann.

  102. Var aðeins að horfa á dífuna hjá Suarez aftur. Klárt mál að það er krækt í löppina á honum og hann hrasar við – enginn virðist hafa tekið eftir því – síðan kemur hann hins vegar með þetta leikatriði sem auðvitað lítur illa út. Síðan klappa þessir leppalúðar í Stoke á hausinn á honum sakleysið uppmálið eins og enginn hafi komið við hann.

    Eftir á að hyggja þá er ég sáttur við Suares þó hann hafi ekki gert sér neina greiða um helgina. Frábær leikmaður með frábært hugarfar sem gefst aldrei upp. Hins vegar skíthræddur um að hann gefist upp á eineltinu í Englandi.

  103. Ég skil vel þennan pirring en trúið því kæru vinir að þetta er að koma hjá okkur, það var alveg vitað að þetta tæki tíma og við munum að lokum uppskera það sem við höfum sáð, því lofa ég. Vona samt sem áður að við kaupum stræker í janúar.

  104. Þetta var alveg fínt í fyrri hálfleik spilalega séð. Ef það hefði haldið áfram þá er ég viss um að við hefðum náð að skora. Í seinni hálfleik varð þetta einstaklingsframtak tveggja manna Gerrard og Suarez og þótt þeir séu í heimsklassa þá er liðið ekki að fara vinna blautan þannig.

    Þetta vandamál finnst mér hafa verið að hjá Liverpool í langan tíma og Brendan er ekki búinn að leysa málið. Kantmennirnir eru ekkert að fá boltann inn fyrir, miðjan er ekkert að skora því þeir fá ekkert boltann.

    Það er ekkert spil í liðinu við vítateig anstæðinganna. Punktur.

  105. Gunnar Ágúst segir:
    08.10.2012 kl. 09:18

    Gerrard átti gott skot í fyrri hálfleik sem Begovic varði vel, Suarez
    spændi sig tvisvar í gegnum alla Stoke vörnina og í annað skiptið
    setti hann boltann út á ahin sem skaut í Sterling (annars hefði
    boltinn sennilega farið inn) og í hitt skiptið setti hann boltann
    framhjá með vinstri. Glen Johnson átti gott skot frá teignum sem
    Begovic varði og svo tók hann vel á móti „Hollywood“ bolta frá Gerrard
    og setti hann yfir úr dauðafæri. Agger setti hann rétt framhjá, Skrtel
    setti hann í stöngina og Suarez setti hann í stöngina.

    Mín spurning er einfaldlega…hefðu þeir skorað ef einhver annar væri
    þjálfari?

    Bara pæling….

    Þá spyr ég að sama skapi:

    Hvers vegna var þá Kenny rekinn? Liðið undir hans stjórn var oftar en ekki að dóminera leiki en inn vildi boltinn ekki. Hefði boltinn farið inn ef einhver annar væri þjálfari?

    Bara pæling….

    Ég er ennþá á því að það hafi verið augljós mistök að reka Kenny en ég ætla rétt að vona þeir reki ekki Brendan líka. Það væru enn ein mistökin.

    Ég og nokkrir aðrir, m.a. meistari Maggi, erum margoft og í langan tíma, búnir að tjá okkur á þann veg að málið sé ekki svona flókið og snúist ekki svona mikið um þjálfarann. Það þarf betri leikmenn í liðið.

    Við erum með nokkra eðalmenn en alls ekki nógu marga – þetta er því sama tuggan, aftur og aftur:

    Þú gerir ekki kjúklingasalat úr kjúklingaskít.

  106. Það er alveg deginum ljósara og allir vita það að það þarf að styrkja liðið enn frekar.
    En við eigum marga mjög efnilega leikmenn sem eru að fá dýrmætan spilatíma undir stjórn Rodgers og það á eftir að skila sér þó það taki tíma að sjálfsögðu.
    Við erum að sjá 17 ára strák taka stöðuna af Downing og svo er Wisdom 19 ára að koma sterkur inn í hægri bakvörðinn og svei mér þá ef það er ekki bara best að hafa Johnson vinstra meginn og láta Wisdom taka þessa hægri stöðu miðað við framlag Enrique hingað til.
    Suso enn annar strákur sem er að stimla sig í liðið ásamt Jonjo Shelvey sem var verið að taka inní aðalliðið hjá Enska landsliðinu.
    Þannig að framtíðin er björt hjá okkur en það þarf að gefa þessu tíma og að mínu mati þá er alls ekki tímabært að ræða um brotthvarf Rodgers.

    Það þarf að fá inn klassasóknarmann og Lucas kemur svo vonandi sterkur inn og þá förum við að klífa upp töfluna.

  107. Ég held að allir ættu bara að hætta að dæma Suarez. Og frekar að hugsa jákvætt til hans. Persónulega finnst mér allveg glatað að fólk sé pirrað yfir dífu hjá Suarez ef að leikmenn Stoke fái að traðka á hann eins og ekkert sé, og meira pirrandi að dómarar virðast aldrei sjá þetta… jæja, áfram nú. Látum ekki bugast!

    YNWA!

  108. Hafliði #111 segir:

    Það er einfalt að koma með svona yfirlýsingar Homer en sleppa því að
    minnast á að sjaldan eða aldrei hefur Liverpool fengið jafn erfiða
    mótherja í byrjun móts, plús það að vera með nýjan þjálfara og algera
    yfirhalningu á leikstíl.

    Þetta var nú ekki miklar yfirlýsingar, heldur meira staðreyndir 🙂

    Ég myndi sjálfur segja að það væri oft betra að byrja tímabilið á að keppa við stóru liðin, sem enn eru að sanka að sér leikmönnum og að spila sínum mönnum saman. Liverpool var blessunarlega laust við að sanka að sér mörgum leikmönnum, og fyrir utan þá sem fóru í sumar þá er þetta í meginatriðum sami hópur og hefur verið hjá okkar mönnum.

    Annars get ég tekið undir með þér, að Liverpool spilaði ekkert “illa” gegn þessum stóru liðum. Það sem upp á vantaði í öllum þessum leikjum voru gæði á fremsta hluta vallarins. Þannig, þessi rök um að andstæðingarnir hafi verið erfiðir, eru enn veikari fyrir vikið, að mínu mati.

    Liverpool má mín vegna halda boltanum 90% af tímanum og sendir boltann 10 þúsund sinnum sín á milli, en á meðan liðið nýtir ekki þá yfirburði, þá er það tölfræði sem skiptir bara engu máli. Leikurinn snýst um að skora mörk og hala inn stig.

    Annars er ég bara í þessu til að skapa umræður – það er fúlt að opinbera þessa skoðun, en kannski er bara kominn tími á að við sættum okkur við að liðið er ekkert betra en þetta. Staða okkar manna er ekkert vondum dómurum eða ManUtd að kenna, og við getum ekki bara trúað í blindni að liðið muni ná sér á næstunni. Menn skapa sér sína eigin gæfu, og á meðan menn horfa alltaf á aðra í stað þess að líta í eigin barm, þá er lítil von um betri tíð.

    Stóra spurningin er sú, hvort menn hér telji að Liverpool sé of gott til þess að falla?

    Homer

  109. @ 119..

    Held ad thad væri best fyrir BR ad minnast sem minnst a Suarez næstu vikurnar..
    Tveir minusar verda bara plus i stærdfrædi 🙂

  110. Er að horfa á leikinn í endursýningu og eitt er það sem vantar algerlega, eitthvað sem að við höfum getað treyst á síðustu áratugina, en það er stemmningin á vellinum! Manni líður eins og maður sé að horfa á æfingaleik gegn þýsku þriðjudeildar liði um miðjan ágúst.

  111. Ég samt skil ekki hvernig Liverpool getur verið svona lélegt í sóknini þegar Suarez dregur til sín 2-3 varnarmenn nánast í hverri einustu sókn. Liverpool liðið verður alveg ótrúlega einhæft á köflum í leikjum þar sem Suarez fær hann fyrir miðju og byrjar að sóla. Ef kantmennirnir eða miðjan fá hann tilbaka þá er yfirleitt enginn til að gefa á í sókninni. Miðjan og kantmennirnir verða að koma sér betur inn í leikina því núna er þetta meira one-man show heldur en nokkurn tímann þegar Gerrard var upp á sitt besta. Og á þessu ber Brendan ábyrgð og hann er þokkalega ekki að standa sig bara svo það sé á hreinu.

  112. Ég bakka ekkert með mína hugmynd að selja Gerrard. Vissulega er hann hjartað í liðinu okkar en hann hefur ekki skila miklu innanvallar síðustu ár. Ég man ekki t.d. hvenær við skoruðum síðast úr hornspyrnu sem hann hefur tekið. Það líður ekki sá leikur sem hann á flest ef ekki öll sín skot hátt uppí stúku. Ég tel á þessum tímapunkti er hægt að fá einhver pund fyrir hann og því ættum við að gera það. Hann er jú orðinn 32 ára og á ekki mörg góð ár eftir. Persónulega finnst mér hann búinn að dala mikið síðustu þrjú ár.

    Verðum að stokka upp og fá ferska góða (helst 1-2 heimsklassa eins og Suarez) inní okkar lið til viðbótar.

    YNWA

  113. Gefðu kallinum break, hann er að læra nýtt leikkerfi. (sem gæti verið að flækjast fyrir honum eitthvað, ég veit ekki)

    Rodolfo Borrel var með ungu strákana að spila einhvern tiki-taka bolta, á meðan að Senior strákarnir voru að spila eitthvað bland af Benitez, Hodgson og Kenny bolta, og að því leyti finnst mér skiljanlegt að þetta komi ekki bara einn tveir og bingo. En skil ekki afhverju við náum ekki að setja hann inn oftar (he he he)

    YNWA!

    Það er ekkert annað að gera en að bíða eftir næsta leik!!! 🙂

  114. Djöfull er hægt að væla á þessari síðu, Súares er að fá ranga “treatment” frá öllum nema BR og liðinu hans, sérstaklega FA sem er mesta skíta drasl sem ég veit um. fer ekki lengra með þetta og segi að þeir sem vilja **Gerrard burtu vita ekki neitt um fótbolta.og að selja hann er útí hött. BR fékk ekki það sem hann vildi á seinasta degi gluggans þannig þetta sem við erum með í dag er yngra en Arsenal er og hefur verið með undanfarin ár (held ég fari rétt með það) og það er eitthvað sem við Liverpool menn eigum að vera stoltir af því þá er framtíðin björt.

    Sorry… En þegar ég byrjaði að lesa þessa síðu fyrir umþaðbil 5 árum var allt í guddy á henni og allir voðalega jákvæðir varðandi liðinu, en það sem ég hata er vælið í sumum mönnum… það fer alveg rosalega mikkið í taugarnar á mér að T.d. vilja Gerrard í burtu vá sumir vita ekkert…. Downing,Allen,Henderson,Borini,Joe Cole,Assaidi og þetta eru leikmenn sem eiga að fara á undan honum og þetta eru bara miðjumenn+wingerar og já (borini er enginn senter) sem eru lélegri en hann. það er eins og menn gefast bara upp á liðinu og nenna ekki að styðja það lengur og fyrir mér böggar það mig ….. vildi bara koma þessu á framfæri.

  115. Þolinmæði er dyggð segir einhvers staðar. Nú hætta eflaust margir að lesa en mig langar að fara aðeins yfir það hvernig málin þróuðust hjá “vinum” okkar á Old Trafford eftir að rauðnefjaði skotinn Fergie tók við þar.

    Þeir sem halda að stjórnunartíð mislynda skoska tyggjójórtrarans hafi verið dans á rósum alla tíð ættu að skoða aðeins sögubækurnar. Liðið var í botnbaráttu þegar hann tók við í nóvember 1986. Hann vann sannkallað “kraftaverk” þetta fyrsta tímabil og skilaði liðinu alla leið upp í 11. (já ellefta) sæti á sínu fyrsta tímabili. Hversu margir hér ætli biðji um höfuð Brendan Rodgers ef Liverpool hafnar í 11. sæti á þessari leiktíð?

    Fyrsta heila tímabil Fergie endaði liðið hans í 2. sæti, aðeins Liverpool FC voru betri það tímabil, okkar menn reyndar með fáránlega gott lið það ár, spiluðu að mig minnir 29 fyrstu leiki tímabilsins án þess að tapa.

    Næsta tímabil (88/89) lentu Fergie og co í 11. (já ellefta) sæti aftur. Var hann rekinn með skömm? Nei, Nostradamus og co í stjórn félagsins ákváðu að halda áfram tryggð við manninn sem virtist ekki geta búið til lið sem sýndi einhvern stöðugleika.

    Hér hljóta margir að spyrja sig hvaða hálfvitar skipuðu stjórn Scum Utd á þessum árum, af hverju maðurinn var ekki rekinn strax eftir fyrsta árið, þetta er og var náttúrulega svo stór klúbbur! Þegar Fergie tók við voru liðin ca. 20 ár frá síðasta meistaratitli félagsins (hvað er aftur langt síðan LFC vann síðast meistaratitil?).
    Pressan var vissulega farin að aukast á Sörinn um þetta leyti en engu að síður hélt hann starfinu.

    Tímabilið 89/90 datt svo loks fyrsti bikar í hús hjá Lexa, heilu þremur árum, og hálfu betur, eftir að kauði tók við, FA bikarinn nánar tiltekið. Þarna er gengið loks farið að mjakast upp á við en þó var enn langt í að fyrsti deildarmeistaratitillinn kæmi í hús. Gengi liðsins fór þó sífellt batnandi, liðið vann m.a. gamla CupWinnersCup í Evrópu ’91.

    En það var þó ekki fyrr en 1993, sex og hálfu ári eftir að mannfýlan tók við að Scummarar urðu fyrst deildarmeistarar með hann við stjórnvölin.

    Spáið í því, 6 og hálft ár, þetta er rúmlega helmingi lengri tími en samningur Brendan Rodgers hljóðar upp á. Hér eru sumir menn öskrandi á það að það sé allt glatað hjá Liverpool, liðið spili lélega vörn og sóknin sé handónýt, það eina sem við gerum vel sé að halda boltanum.

    Fyrir þá sem hugsa svona bið ég um smá reality check. Eins og dæmin sanna getur uppbyggingarstarf tekið óratíma. Það er ekkert víst að þetta gangi upp hjá Brendan og félögum. Það mun tíminn leiða í ljós. En tími er einmitt það sem við þurfum að gefa honum. Það er því gjörsamlega fáránlegt að ætla að hengja manninn í byrjun október þegar hann hefur fengið heila þrjá mánuði til að byggja upp liðið.

    Vissulega var tíðarandinn annar þegar Fergie tók við sínu liði fyrir fáránlega mörgum árum. En breska pressan var litlu betri þá en í dag og hefur eflaust gert sitt til að setja pressu á að kallinn yrði rekinn með reglulegu millibili. Það tók hann nefnilega töluverðan tíma að verða “Hr. Ósnertanlegur sem ekki má móðga eða spyrja rangra spurninga”.

    Sjá menn eitthvað mynstur hérna? Jú, það hefur nefnilega tekið fleiri en eitt ár og fleiri en tvö fyrir kallinn að búa til orðspor sitt. En það var hans gæfa að hann fékk tíma og frið til að vinna sína vinnu sem hann virðist alltaf hafa trúað á, hann var ekki nema ca. 45 ára þegar hann tók við,

    Brendan Rodgers er 39 ára, fullur af sjálfstrausti og eldmóði, segir réttu hlutina og er farinn að láta liðið spila áferðafallegan bolta, þó árangurinn láti enn sem komið er á sér standa. Þó verður að segja alveg eins og er að gæfan hefur ekki verið honum hliðholl hingað til. Það er algerlega ótímabært að dæma manninn af verkum sínum. Vissulega hefur þetta byrjað brösuglega, erum enn án sigurs á heimavelli í deildinnni, versta byrjun í áratugi, eða hundruð jafnvel og þannig mætti áfram telja.

    En gefumst ekki upp á honum eftir þrjá mánuði, það er í besta falli fáránlegt. Það er margt jákvætt að gerast, ungir strákar eru að fá sénsinn sem getur bara skilað sér í aukinni breidd í framtíðinni, margir lykilmenn hafa undanfarið skrifað undir nýja samninga, menn sem vinna með Rodgers daglega, þeir hljóta að sjá að það er eitthvað jákvætt í gangi sem við sem horfum utan frá og inn sjáum ekki endilega strax á leik liðsins.

    Liðið er vissulega ótraust varnarlega (hélt reyndar hreinu í síðasta leik, loksins) og sóknin býður ekki upp á marga valkosti (Brendan hefur reyndar aukið þá til muna með ungu stráknunum). Miðjan er hins vegar býsna sterk og verður jafnvel betri þegar menn eins og Lucas koma til baka, það hvernig við dómineruðum Scum sýnir það svart á hvítu hvað miðjan er öflug.

    En liðið er að venjast hugmyndum nýs stjóra (eina ferðina enn). Slíkt tekur alltaf tíma, ekki síst núna þar sem hugmyndir Rodgers sem er af nýrri kynslóð stjóra ríma ekkert sérstaklega vel við það sem King Kenny, og hvað þá Woy Hodgson prédikuðu. Lærdómsferlið er tímafrekt og því þurfum við að sýna þolimæði.

    Trúið mér, ég er að fara á taugum yfir þessu gengi hjá okkur eins og flestir aðrir sem tjá sig hérna inni en við verðum að gefa þessu tíma, tíma, tíma.

    Þolinmæði er dyggð.

Liðið gegn Stoke

Um Suarez