Liðið gegn Stoke

Sama lið og vann Norwich. Ég er sáttur við það.

Reina

Wisdom – Skrtel – Agger – Johnson

Gerrard -Allen – Sahin

Suso – Suárez – Sterling

Á bekknum: Carragher, Henderson, Jones, Borini, Coates, Joe Cole, Assaidi.

Adam og Crouch byrja inná fyrir Stoke en Owen er (óvænt!) meiddur.

63 Comments

  1. Jamm, flott lið. Svo blasir auðvitað við þegar maður skoðar dæmið að Charlie allt of seini Adam fær rautt í dag.

  2. Ánægður með að Rodgers hafi hent Downing út úr 18 manna hóp fyrir leikinn eftir ummæli hans og og bara hversu ógeðslega lélegur Downing er

  3. Verðum að vinna í dag. Ég ætla að vera bjartsýnn og spá 3-1 fyrir okkar mönnum í dag.. Suarez, Gerrard og Agger með mörkin!

  4. Greinilegt frá byrjun að það má gera hvað sem er við Suarez. Viðbjóður Huth!

  5. lýst ekkert á þetta….Stoke er alltof mikið með boltann og við erum sífellt að senda óvandaðar sendignar sem rata ekki rétta leið…finnnst vera tapfnykur af þessum leik 🙁

  6. Hvernig er það voru ekki settir inn reglur til að vernda framherjana og að rugby spilarar eins og Huth ættu ekki að fá að vaða uppi og negla niður allt sem hreyfist??

  7. Þetta lítur ekki allt of vel út, Stoke pressar okkur ofarlega og það er mikið óöryggi í sendingunum.

    Huth á bara að vera á Rugby velli en ekki fótboltavelli.

  8. “Huth á bara að vera á Rugby velli en ekki fótboltavelli”

    Þetta á reyndar við Stoke í heild ; )

  9. Við verðum þá bara að vera menn til að taka á móti,ekki bara láta brjóta á okkur!!!

  10. Okkat menn eru ekkert serstakir en eina ferðina enn erum við með domarann þvilikt i hinu liðinu…

    Stoke a allavega að vera komnir með 1 rautt spjald og miðað við rauða sem shelvey fekk gegn united þa gat tæklingin a allenn alveg eins verið rautt. ..

  11. Ja hérna!
    Sjálfstraustið hjá Sterling og Suso er alveg yndislegt : )

  12. Við einfaldlega verðum að vinna þetta lið… gjörsamlega óþolandi með öllu!

  13. Stoke spilar eins fast og dómarinn leyfir sem virðist ætla að leyfa allt. Mikilvægt leikmenn haldi haus og láti hörku andstæðinganna ekki fara í taugarnar á sér. En þetta Stoke lið er klárlega leiðinlegasta lið sem ég man eftir að hafa séð í PL. Lið Big Sam líta út fyrir að spila sambabolta við hlið Stoke.

  14. Ef stók eru svona leiðinlegir og lélegir,af hverju erum við þá ekki að rústa þeim,spyr sá sem ekki veit???

  15. Okkar menn verða að taka fleiri skot af færi, þegar lið eins og Stoke safnast allt fyrir í eigin markteig er vonlítið að ætla að sóla sig í gegn.

    Koooma svo!

  16. Jæja…Liverpool 0- Green Bay Packers 0….ógeðslegt fótboltalið ef maður má fara frjálslega með orðið “fótbolti”.

    Verðum að setja á þá í seinni hálfleik og klára þetta skítalið.

  17. Djöfuls samansafn af sóðahrottum sem Joke er! Sheeeeit hvað AdamSSSS smellpassar þarna inn! En annars ágætis leikur af okkar hálfu! Virka reyndar solltið sjeikí á boltanum stundum en ég er handviss um að við eigum eftir að setja eitt eða tvö! Svo er bara að sprauta smá ofurspreyi á Pepe þannig að hann hætti að leka mörkum og þá er þetta komið!!!

    One Pepe two Pepe three Pepe Reina! Heeeeeeeeey Pepe Reina!!! =)

  18. Hvernig getur aðeins verið búið að spjalda einn hjá stoke?
    Mikið rosalega er þetta leiðinlegt, leikurinn stöðvaður á hverjum 10sek útaf þessu liði.
    Annars erum við ekkert spes, erfitt að spila á móti þessu liði þó…

  19. Þýðir ekkert að mæta hingað inn og væla yfir dómaranum. Stoke eru stórir og sterkir og nota það. Litlu gaurarnir (suso og sterling) verða að gera allt annað en að væla.

    Sýna þessu liði hvernig á að spila fótbolta. Við erum alls ekki nógu spakir á boltanum. En þetta reddast. Ég fór í treyjuna í hálfleik.

  20. Alveg bíð ég eftir því að Stoke læði einu marki það væri svo tíbískt

  21. Þótt við séum ekki að spilan neinn glimrandi bolta þá eru Stoke ekki að gera rassgat. Við eigum bara skilið að pota inn einu marki í lok þessa leiks, spái að það verði Borini.

  22. Og mér sem fannst Suso einna sprækastur fram á við. Vonandi hefur Joe Cole rifjað upp hvernig á að spila fótbolta.

  23. svekkjandi jafntefli líkleg niðurstaða….Hvenær fer þetta eiginlega að detta inn hjá okkur?

  24. Ég er ekki að horfa, fylgist eingöngu með hér… í guðanna bænum farið nú að pósta marki hjá okkar mönnum hér inn

  25. Komaso!!! Fyrsti sunnudagurinn í mánuðnum og ég enn með hann í hálfa, nú verða menn bara að klára þennan leik.

  26. Það var vitað að við myndum ekki fá mörg færi í þessum leik, en við verðum að nýta þau fáu sem við fáum. Halda hreinu og þá er möguleikinn opinn til þess að klára leikinn í 20 mín í viðbót

  27. Æji Suarez, ekki ofleika svona : (
    Jesús minn, ég skammast mín bara

  28. 1-0 Frábært mark hjá Suarez !!!! djöfull elska ég hann

  29. Djöfulsins dýfa hjæ Suarezl hvernig ætlar hann að losna við orðsporið svona??? My guess er að þessi dýfa verði meira sýnd eftir leikinn en vítaspyrnur sem hann hefði átt að fá, HELVÍTIS!!

  30. Inná með Andy Carroll, það er okkar besti möguleiki úr þessu!!!

  31. Það þarf eitthvað sérstakt!! Það þarf drama, hef trú á að það gerist í dag!

  32. Þetta er bara nákvæmlega eins og undanfarin ár, lið Stoke liggur núna bara aftarlega og við sköpum okkur ekki neitt, allt of slow og hugmyndasnautt.

  33. Daði Ólafsson Fylkismaður #1 segir:
    07.10.2012 kl. 15:34
    1-0 Frábært mark hjá Suarez !!!! djöfull elska ég hann

    Vertu ekki að setja svona helv. bull hér inn….setur mann alveg í keng og svo ertu bara að bulla!!!

    ég er þó tilbúinn að hyllla þig sem mikinn sjáanda ef Súarz skoarar svo á endanum 🙂

  34. Voðalega sést í þessum leik að Sterling er bara 17 ára þegar hann er að spila á móti þessum jötnum. En mér finnst þetta búið að vera hálf undarlega spilaður leikur hjá Liverpool, meira verið að passa upp á að fá ekki mark frekar en að reyna að skora. En Stoke eru búnir að vera góðir finnst mér, hápressan hjá þeim alveg að setja allt spil hjá Liverpool í rugl og svo eru þeir bara endalaust duglegir þarna í vörninni. Liverpool allavega alveg hugmyndasnauðir.

  35. Fyrisjáanlegt og steingelt fram á við. Ekkert plan b. Háir boltar skapa mestu hættuna, en Skrtel er bara ekki alltaf frammi…

  36. Ungu pjakkarnir eru að standa sig ágætlega finnst mér. Lítið hægt að klaga upp á þá. Það vantar svo “finisher” í þetta lið að það er átakanalegt.

  37. 6 gul spjöld á Stoke, segir allt um hvernig “fótbolta” þeir spila. En eins og oft áður vantar okkur hugmyndaauðgi til að klára leikinn.
    Tveir menn sem eru að reyna að gera eitthvað óvænt Suso og Suarez…

  38. Langar bara að óska vörnini til hamingju með að halda hreynu…. segi ekki meir

  39. Já er það ekki mjög jákvætt hjá okkar mönnum að halda hreinu ? Ég held það nú bara. Hefðum alveg getað sett eitt eða tvö úr þessum færum en svona er lífið.
    Týpískur Stoke leikur að baki og mikið er ég feginn að þessi leikur er búinn.

  40. Það að fá gul spjöld hefur oft verið talið merki um að menn séu tilbúnir til að berjast þannig að ef við fengum ekkert spjald en stók 6 þá….?

  41. Mér sýnist að það verður Gerrard sem er næstur á bekkinn!!
    Sár vantar framherja í þetta lið!!
    Og Cole á ekki að láta sjá sig í Liverpool-búning!!

    Því miður 100.000 pund á viku!!!!!!!! í ekkert….er ekki gott.

  42. En eina ömurlega framittaðan á Anfield þetta er bara til háborinnar skammar ég er alveg að missa þolinmæðina fyrir Brendan Rodgers mér er bara alveg drullu sem hvað við erum mikið með boltan ef við erum ekki að vinna leiki.

  43. Væri gaman að vita afhverju BR þótti viturlegt að henda Joe cole inná!! En jæja þessi úrslit eiga ekki að koma okkur á óvart þar sem að við erum búnir að vera í vandræðum með markaskorun fyrir utan einn og einn leik ég meina þetta er STOKE!
    Smá vonbrigði með captain steve í þessum leik :/ Joe allen minn MOM…..

Stoke í heimsókn á morgun

Liverpool 0 – Stoke 0