Stoke í heimsókn á morgun

Fátt tekur meira á taugarnar heldur en að horfa á liðið sitt spila við Stoke City. Ekki nóg með að þetta er eitt leiðinlegasta lið knattspyrnusögunnar með öll aumingjabrögð í bókinni á hreinu í hverjum leik þá hefur okkur gengið frekar illa með þá undanfarin ár og þeir hafa eyðilagt þó nokkrar ferðir hjá okkur Kop.is pennum á pöbbinn saman.

Síðasta ár var reyndar sérstakt því það var mjög mikið á okkur lagt, of mikið. Liverpool þurfti að mæta Stoke fjórum sinnum  sem er rosalegt. Stoke vann fyrsta leikinn í á Brittannia í deildinni hrikalega ósanngjart eins og við fengum oft að kynnast. Luis Suarez gekk frá þeim í deildarbikarnum með tveimur glæsilegum mörkum. Kenny Dalglish ákvað að henda í fimm manna vörn gegn þeim á Anfield með Kuyt einan uppi á toppi sem skilaði sér að sjálfsögðu í einu ömurlegasta 0-0 jafntefli sem ég hef orðið vitni af og það í Pappírs Pésa þynnku. Hræðilega upplagður leikur svo vægt sé til orða tekið. Suarez var kominn úr banninu sínu þegar kom að bikarleikunum gegn þeim og hann ásamt Downing sá um mörkin gegn þeim í 2-1 sigri.

Deildarformið gegn þeim er svona (tekið af LFCHistory.net)

  • League form against them – all: WDLWLD
  • League form against them – home: WWDWWD
  • League form against them – away: LWDDLL
  • .
    Brendan Rodgers stýrði Swansea til sigurs gegn Stoke á heimavelli 2-0 en dæmið snerist við á Brittannia. M.ö.o. við getum verið sæmilega bjartsýn fyrir þennan leik m.v.undanfarin ár. 

    Þessi leikur er eitt mesta prófið sem Liverpool hefur lent í til þessa undir stjórn Rodgers. Liðið er á heimavelli og bara verður að stoppa upp í hriplekan varnarleikinn. Föst leikatriði gegn Udinese voru vandamál og það þarf að skrúfa fyrir allt slíkt gegn Stoke. Þeir gera í því að fiska aukaspyrnur, innköst og horn á vallarhelmingi andstæðinganna til að getað hrúgað mönnum fram til að bomba á og vona það besta. Besta ráðið gegn því væri að leyfa þeim ekkert að koma við boltann.

    Ég reiti af mér hárið ef við fáum aftur að sjá eins varnfærnislegt upplegg gegn Stoke á heimavelli og við sáum á síðasta ári og satt að segja vill ég frekar tapa leiknum. Munurinn á liðinu nú og þá er töluverður en mestu munar um að Luis Suarez er klár í slaginn núna og hann hefur farið illa með Stoke þegar hann mætir þeim. Satt að segja eiga tréhestarnir í vörn Stoke ekki glætu í okkar mann og miðað við hvernig hann hefur verið að spila undanfarið ætla ég ekkert að taka af honum fyrirliðabandið í fantasy neitt fyrir þennan leik. Hann er raunar það heitur að þeir þurfa líklega að fara ljúga einhverju nýju upp á hann fljótlega til að taka athyglina frá fótboltavellinum.

    Að vanda verður fróðlegt að sjá hvernig Rogers mun stilla þessu upp á morgun. Johnson fer líklega aftur í vinstri bakvörðinn þrátt fyrir að hafa spila allann leikinn gegn Udinese og fær að stoppa Pennant og fyrirgjafir hans. Wisdom sem er stór og sterkur heldur líklega sæti sínu í hægri bakverði. Efast um að Jose Enrique kæmist í liðið í þessum leik þó hann væri alveg 100% heill.

    Agger og Skrtel ættu að vera klárir og engin ástæða til að hræra upp í því. Agger skirfaði undir nýjan samning í þessari viku sem eru ótrúlega jákvæðar fréttir fyrir okkur. Þetta var leikmaður sem maður óttaðist að Liverpool myndi missa í sumar og því frábært að sjá að hann er búinn að skrifa undir og vilji ólmur vera hjá Liverpool.

    Það er í raun bara ein staða sem ég er mjög óviss með, hægri kantur. Mig grunar að Suso fái að hvíla gegn Stoke og Einhver af Borini, Henderson, Downing, Assaidi eða Cole komi inn í staðin. Borini þar líklegastur þó ég sjái Henderson alveg fá séns líka.  Tippa á að Allen, Sahin og Gerrard verði á miðjunni. Sterling verður líklega á vinstri kantinum og Suarez verður 100% og rúmlega það frammi.

    Reina

    Wisdom – Skrtel – Agger – Johnson

    Gerrard -Allen – Sahin

    Borini – Suárez – Sterling

    Kelly og Lucas eru meiddir og verða það eitthvað áfram. Enrique og Joe Cole (þið munið eftir honum) mögulega klárir í slaginn og Shelvey tekur út síðasta leik í banni í þessum leik.

    Ég er skíthræddur við vörnina í þessum leik og  ætla rétt að vina að liðið komi rétt mótiverað í þennan leik. Láti ekki fautaskap Stoke taka sig út af laginu. Það má alls alls alls ekki lenda undir í þessum helvítis leik. Liðið hefur lekið 20 mörkum í síðustu 12 leikjum og Liverpool hefur unnið einn af síðustu 6 leikjum á Anfield og því verður að breyta og það strax á morgun.

    Spá:
    Er sæmilega bjartsýnn og tippa á að þetta verði okkar fyrsta clean sheet í deildinni og fari 2-0. Suarez og Sahin með mörkin.

    Hjá Stoke eru fjögur mjög kunnugleg nöfn á skrá, Charlie Adam er komin þarna yfir, sama á við um Micahel Owen. Crouch og Pennant eru þarna síðan ennþá.

    Svona er hópurinn hjá Stoke
    Markmenn: Begovic, Nash
    Varnarmenn: Cameron, Huth, Wilson, Shawcross (c), Upson, Shotton
    Miðjumenn: Whelan, Pennant, Palacios, Edu, Ness, N’Zonzi, Adam, Whitehead, Kightly, Delap, Etherington, Arismendi
    Sóknarmenn: Jones, Owen, Sidibie, Walters, Crouch, Jerome

    Önnur spá: 

    Tippa á að Suarez haldi að sjálfsögðu áfram að fá nákvæmlega ekkert frá dómaranum enda ljóst að Stoke mun ekki afþakka svona opið skotleyfi á leikmann (eins og er klárlega á Suarez). Líklega verða þetta 2-3 stór vafaatriði sem Surez fær ekki og getur skv. spekingum líklega af einhverjum illskiljanlegum ástæðum kennt sjálfum sér um. Verið a.m.k. viðbúin þessu og hlustið eftir því.

    42 Comments

    1. Spenntur/stressaður yfir þessum leik, liðið spilaði vel á fimmtudaginn en uppskáru tap, er orðinn yfir mig pirraður að sjá elskulega liðið okkar vera betri aðilinn en tapa samt,, loksins þegar menn eru byrjaðir að skora er vörnin út á þekju,,, kominn krafa á að halda hreynu núna,, bara lámark að spila 7 leiki og að halda hreinu í allavega einum.
      YNWA

    2. er leikurinn ekki syndur a stod2sport2 a morgun ? og klukkan hvad er hann ?

    3. Mjög spenntur og ég ætla að spá 3-1 sigri okkar manna.

      Suarez 44min, Sahin 67min og 89min.

      Koma svo Liverpool!!!

    4. 2-1 En er sammála greinahöfundi. Líkamlega sterkir og þar erum við undir. Tæknilega erum við frábærir gagnvart þeim og vona að það dugi. Hafa ekki séns gagnvart Suares í svona formi. Nei 3-0 og hann verður með öll mörkin.

    5. Sælir félagar

      Fín upphitun hjá Babu og ég er henni sammála að öllu leyti. Það er vitað að ekkert er eins erfitt og spila fótbolta við menn sem eru að spila einhvern allt annan leik eftir allt öðrum reglum og hafa þar að auki leyfi til að brjóta á okkar mönnum út í það óendanlega. Veiðileyfi enskra dómara á liðið og þó aðallega Suarez er hneyksli og enskum fótbolta til mikils vansa.

      Þetta verður því andskotanum erfiðari leikur en ef vörnin heldur (Carralaus Babu ;))) þá ætti þetta ekki að verða jafnerfitt. Lykilatriði er að vörnin taki sig saman því sóknin (Suarez) virðist vera að gera sitt. Spá 3 – 1 í fyrri og 2 – 1 í þeim seinni, samtals 5 – 2 ef mér skjátlast ekki.

      Það er nú þannig

      YNWA

    6. frábær upphitund einsog aðvanda hjá þér Babu.. er sæmilega spenntur fyrir þessum leik, en Stoke er ekki þekkt fyrir að fá mikið af mörkum á sig.. þannig að ætla að setja 2-1 sigur á þetta þar sem þetta verður skelfilega leiðinnlegur leikur að hálfu stoke manna, og possesionið verði klárlega okkar meginn.. en ætla að tippa á að súarez setji eitt og sterling fynni markið í seinni hálfleik..

    7. Vona að Rodgers hafi tekið upp hárþurrkuna eftir síðasta leik. Gjörsamlega vonlaust að láta 35 ára gaur taka sig ósmurt.

      Er svartsýnn á leikinn en vona að liðið hrökkvi í gang sem það er fullfært um. Segjum að allar flóðgáttir opnast. 4-1 fyrir L´pool

    8. Urslitin thessa helgina :
      Man City V Sunderland 2 – 0
      Chelsea V Norwich 5 – 1
      Swansea V Reading 2 – 1
      West Brom V QPR 3 – 0
      Wigan V Everton 1 – 1
      West Ham V Arsenal 2 – 1
      Southampton V Fulham 2 – 2
      Liverpool V Stoke 3 – 0
      Tottenham V Aston Villa 1 – 0
      Newcastle V Man Utd 1 – 1

      Goda PL helgi…

    9. Engir sopcast linkar inn á wiziwig. Er einhver með eitthvað gott hérna inni af linkum á leikinn?

    10. Nr. 11
      Eigum við ekki að bíða með þetta til morguns þegar leikurinn er 🙂

      Einar Nr. 2
      Það er eiginlega alltaf hægt að sjá upplýsingar um næsta leik hérna hægra megin á síðunni. Upplýsingar um dagskrá stöð 2 sport er að finna á heimasíðu þeirra.

    11. Babu alltaf verulega góður og frábærir punktar.

      Legg svo til að við hættum að tala um að við séum alltaf að tapa eða gera jafntefli þó við séum betri aðilinn. Ég vil meina að við höfum ekki alltaf verið betri aðilinn þó við höfum verið meira með tuðruna og brennt af fleiri færum. Málið er að í nokkrum leikjum höfum við verið að spila illa í vörninni og varnarleikur er stór þáttur í fótbolta eins og við vitum. Ef sókn og miðja er að standa sig en vörnin í rugli er mjög erfitt að vera betri aðilinn.

      En þetta verður allt saman í standi á morgun og við vinnum 3-1! Agger fagnar nýjum samningi með einni bombu fyrir utan teig…þvílikar gleðifréttir að hann hafi skrifað undir nýjan samning 🙂

    12. Mín spá

      Stoke pressar okkur mjög ofarlega og við fáum á okkur 2 fáránlega klaufaleg mörk og verða Skrtl og Johnson þar í aðalhlutverki. Bæði Crouch og Owen setja mörk.
      Suarez verður tekin niður í vítateig en fær ekki víti að vanda og við skjótum c.a. 7 sinnum í stöngina og einu sinni í slána.. lokaúrslit verða 0-2 , Stoke í vil. Hinsvegar munum við spila stórkostlegan fótbolta og vera betra liðið allan leikinn og verðum með statistic sem á skylt við Barca..

      En guð hvað ég vona að ég hafi rangt fyrir mér.

    13. Númer 2, leikurinn er sýndur á Stöð2 sport3 klukkan 14:00 og er ekki í HD. Þeir finnast Man Utd vs Newcastle stærri leikur sem er auðvitað fáranlegt og óskiljanlegt.

    14. @Babu
      Þarf Suarez einhverja hjálp við að kvarta þegar kemur að dómaratuði?

      kv. frá Votmúlaveginum.

    15. Hvers vegna heldurðu að Suso verði hvíldur?
      Hefði einmitt haldið að hann yrði notaður á morgun þar sem hann var ekki í hópnum á móti Udinese síðastliðinn fimmtudag?
      Er ekki maður eins og Suso kjörinn í leik sem þessum; á móti andstæðingum sem eru stórir og þungir. Vegna þess að hann er helvíti teknískur á boltann og gott auga fyrir skapandi spili.

    16. Vona svo innilega að Borini verdi a bekknum og annaðhvort assaidi eða suzo verdi i liðinu a hans kostnað, ef suzo er i liðinu vil eg hann a miðjuna og Gerrard framar a vollinn.

      En ef við naum að pakka stoke saman og Rodgers nær að leysa það þegar andstæðingurinn er með 11 menn inni sinum eigin vitateig þa erum við i frabærum malum. Hofum lent i griðarlegum vandræðum a anfield siðustu arin með lið sem pakka i vörn en hef tru a að Rodgers se með motleik gegn þvi sem er að spila boltanum aftarlega, draga andstæðinginn framar og sækja svo mjog hratt td uppi hornin…

      Eg er bjartsynn a morgundaginn og se suarez skora allavega 2 ef ekki 3. Segjum 4-1 og suarez með þrennu og sahin 1.

    17. Mikið hrikalega er leiðinlegt að koma hingað inn upphitun eftir upphitun með von í hjarta um góða umræðu og sjá svo að 70% ummæla fjalla um ,,hvar sé hægt að finna gott stream á leikinn” eða ,,er leikurinn sýndur á Sýn og þá hvenær”. Google is your friend drengir og stúlkur. Það er betri vettvangur fyrir þetta heldur en ummælasvæðið á Kop.is. LÆRIÐ AÐ BOOKMARKA!! http://www.lfclivewire.com.

      Þ E T T A E R E K K I F L Ó K I Ð

    18. uss, hef engar áhyggjur af þessum leik. Liverpool vinnur sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu og slátrar Stoke og kemur markatölunni í plús. Suarez er í ótrúlegu formi og Stoke vörnin á ekkert eftir að ráða við hann.

    19. Ég hef hingað til ekki gert mikla kröfu á Rodgers að ná stigum. Hef viljað sjá framfarir og eitthvað til að trúa á. Hef líka sýnt varnarmistökum skilning og skrifað þau á innleiðingu hugmyndafræði Rodgers. Ég er glaður með gang mála.

      En þegar maður skoðar stöðu Liverpool í deildinni er morgunljóst að liðið þarf 3 stig í dag. Við erum á heimavelli með betra lið og nú þarf að spila til sigurs. Rodgers verður bara að gera ráð fyrir að liðið leki mörkum að óbreyttu og þar sem Stoke fær helst ekki meira en eitt mark á sig í leik þá verður Rodgers að breyta þessu, finna lausn ef liðið á að sigra í dag. Við getum ekki gefið Stoke 2 mörk. Vinnum leikinn.

      Förum upp fyrir Stoke á töflunni í dag, förum úr 5 í 8 stig. Annað er ekki hægt.

      Koma Svo!!!

    20. Ég ætla að spá því að ömurleg taktík hins ömurlega stjóra Tony Pulis verði jöfnuð við jörðu eftir 10-15mín leik. Þá verður orðið 2-0 fyrir Liverpool. Eins mikið og mig hlakkar til að horfa á þennan leik, að þá samt sem áður kvíðir mann aðeins fyrir því. Það er ekkert lið í veröldinni allri sem spilar leiðinlegri bolta en Stoke. Ef öll lið hefðu sama upplegg í hverjum leik og stoke væri fótbolti jaðaríþrótt í íþróttaheiminum. En sem betur fer höfum við Luis “El Pistolero” Suarez sem skellir annarri þrennu í dag, beint ofan í 8-9 miðverði Stoke.

      Er bjartsýnn og ætla að spá 4-0 sigri Liverpool.

    21. Þó svo það sé löngu orðið úrelt að segja að þetta sé mikilvægasti leikur tímabilsins og þannig frasar.
      Þá er þessi leikur samt að fara sína okkur hvaða lausnir BR hefur við þessum Varnarmúrum sem koma á Anfield.
      Ég er ekki viss um að Suarez muni skora mörkin í dag þar sem Stokarar munu leggja ofur áherslu á hann, því tel ég að hann verði meira í því að opna svæði fyrir hlaup hjá öðrum.
      Ef Stoke vinnur verður það á föstum leikatriðum eins og allir vita, ef Liverpool vinnur verður það út af frábæru spili.

      KOMA SVOOO Strákar

    22. Hér talar hver besserwisserinn eftir annann um það hverssu leiðinlegt lið Stoke er,en spá ekkert í það að í þessu liði eru ansi margir EX Liverpoolmenn.
      Í augnablikinu man ég eftir Pennant,Crhauts,Owen og Adam og kanske gleymi ég einhverjum? Allavega höfum við ekki efni á að tala illa um lið sem eru fyrir ofan okkur á töflunni.

      Að því sögðu vil ég lýsa ánæju minni með að Agger hafi fengið nýjann samning sem er víst samkvæmt dönskum heimildum upp á 36 mills danskar krónur á ári sem segir mér að kanarnir virðast vera tilbúnir að borga sínum bestu mönnum góð laun og eru það góðar fréttir fyrir okkur stuðningsmennina. Nú vona ég svo að Agger sé framtíðarfiriliði klúbbsins því að mér hefur alltaf líkað attitutið hans á velli, hann er maður með óbilandi trú á sjálfum sér og ber aldrei neina virðingu fyrir anstæðingum sínum og einbeitningin skín af honum í tunnelnum í hvert einasta skifti sem hann gengur inn á völlinn. Daniel er Liverpollmaður inn að beini.

      Það sem ég hef áhyggjur af í klúbbnum í dag er markmaðurinn Reina sem því miður virðist vera búin að missa það sem toppmarkmaður og það er að kosta okkur dýrt þessa dagana og þetta lánleysi hans hefur ekki neitt með óheppni lengur að gera og Rodgers verður að fara að taka á málinu alveg eins og hann gerði með Caroll. Tilfinnigasemi dugar ekki þegar kemur að því að velja í fótboltalið og það vita alvöru stjórar.

      Áfram Liverpool !

    23. Samkvæmt BR í viðtali á opinberu síðunni er Carra einn teknískasti leikmaður Liverpool í dag, frábær tíðindi, eitthvað sem þessi flotti leikmaður hefur falið fyrir okkur í 700 leikjum.

      Setjum hann þá á kantinn og látum hann galopna sterka Stokevörn í dag, taka nokkur létt skæri.

      Ljóst að BR sér glasið hálffult, ætla að taka hann mér til fyrirmyndar og spá því að við höldum loksins hreinu og skilum einum eða tveimur í netið.

      áfram Liverpool.

    24. Ég spái 5-0

      Clean sheet – Sterling með 2 og Suarez 3

      Koma svo……………..

    25. Ef eitthvað er að marka fyrri leiki tímabilsins þá verður þetta markaleikur, en svo eru Stoke-áhrifin kannski að vega eitthvað upp á móti því. Ég ætla að vera svartsýni gaurinn og spá 0-1 tapi, þar sem einhver af fyrrverandi Liverpool gaurunum skorar sigurmarkið. Reina verður kennt um samkvæmt venju.

    26. Oh hvað það er mikilvægt að vinna þennan leik og byrja á því að byggja upp Anfield-virkið okkar! Missi af leiknum en vona svo sannarlega að ég sjái flottar tölur síðar í dag!

      Koma svo Liverpool!

    27. Spái 2-2 úrslitum. Við fáum á okkur eitt mark úr föstu leikatriði eftir spyrnu frá Adam og annað eftir mistök á miðjunni!

    28. Sko… burt séð frá breytum eins og geðheilsu og heimavallarstolti þá er bara staðan þannig í deildinni með 5 stig eftir 6 leiki að það er barasta lífsspursmál að vinna þennan leik! Það getur reynst hættulegt að ætla að vera með allt niðrum sig í of langan tíma… það endar bara með skelfingu! Við erum tvö stig frá fallsæti gott fólk! Segi og skrifa tvö stig. Það þarf að breytast og það í gær. Koma svo Liverpool. Og ég tek jafntefli fram yfir tap allann daginn alltaf. Ég þigg bara hvert einasta stig með þökkum. Akkúrat núna er Liverpool ekki í einhverju miðjumoði sem hefur hingað til þótt toppur niðurlægingarinnar fyrir Liverpool – Það er búið að færa þann standard skör lægra. Ég geri mér bara engar grillur. Það er nákvæmlega ekkert sjálfgefið og þó liðið okkar líti ef til vill sæmilega út á pappírum og er glimrandi flott á vellinum þá er það ekki það sem telur! Tölfræðin telur! Koma svo Liverpool og taka Stoke í nefið eða Premier Leuge tekur ykkur í nefið!

      YNWA

    29. Reina, Wisdom, Skrtel, Agger, Johnson, Allen, Gerrard, Sahin, Suso, Sterling, Suarez. Subs: Jones, Henderson, Cole, Assaidi, Coates, Borini, Carragher

    30. Liverpool Starting XI: Reina, Wisdom, Skrtel, Agger, Johnson, Allen, Gerrard, Sahin, Suso, Sterling, Suarez
      Subs: Jones, Henderson, Cole, Assaidi, Coates, Borini, Carragher

      Stoke Starting XI :Begovic; Cameron, Shawcross, Huth, Wilson; Walters, Whelan, N’Zonzi, Adam, Kightly; Crouch
      Subs : Sorensen, Upson, Edu, Whitehead, Etherington, Jones, Jerome.

    31. Suso heldur sæti sýnu í liðinu m.v. þetta og eina sem ég var ekki með í líklegu liði. Flott mál, Borini hefur ekki heillað öfugt við Suso og mjög hressandi að sjá þá trú sem Rodgers hefur á ungu stráknunum (meðan þeir standa undir henni 🙂

      Owen er síðan ótrúlegt en satt meiddur og ekki í hóp hjá Stoke.

    32. hvernig er það með þessa lfclivewire síðu… ég sé bara e-a linka frá því á Udinese leiknum?.. am i doing it wrong?

    33. Þetta Stoke lið er svo mikið djók og dómarinn í klassanum fyrir neðan. Megið informa mig þegar að Stoke fer að spila fótbolta! Shawcross alltaf vælandi þegar að flautað er á þessa vitleysinga, ferlega þreytandi búðingur. Ég hefði viljað sjá surprising transfer og sjá Gunna Nelson inná taka Shawcross og Huth í standandi henginu…

    Auglýsingapláss á Kop.is

    Liðið gegn Stoke