Liverpool 2 – Udinese 3

Held ég bara hafi hana þessa í styttra lagi, þetta er bara of svekkjandi.

Byrjum á liðsskipaninni.

Reina

Johnson – Coates – Carragher – Robinson

Allen – Henderson – Shelvey

Downing – Borini – Assaidi

Bekkur: Jones, Skrtel, Wisdom, Gerrard, Sahin, Sterling, Suarez.

Klárlega sterkt byrjunarlið hér á ferð, bara Robinson óreyndur og flest allir þarna fyrrverandi eða núverandi landsliðsmenn. Hvort lið fékk eitt gott færi áður en Jonjo Shelvey kom okkur yfir á 22.mínútu eftir flotta stoðsendingu frá Stewart Downing.

Það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins héldum við boltanum minnst 70% held ég og maður var verulega ánægður með sitt lið.

Eftir 32 sekúndur í seinni hálfleik var Udinese búið að jafna, þegar Di Natale að sjálfsögðu nýtti færi sem varð til út af döprum varnarleik. Á 69.mínútu átti Downing að fá rautt spjald á mótherja sem bókstaflega dýfði sér í bak hans og stöðvaði leikmann á hreinni átt að marki með rugbytæklingu. Á einhvern sérkennilegan hátt setti dómarinn bara gult spjald á loft og mínútu seinna vorum við undir.

Aukaspyrna frá hægri inn á okkar vítateig virtist dæmd til þess að Seb Coates myndi skalla hana frá en af einhverjum ástæðum skallaði strákurinn boltann óverjandi í okkar mark. Þremur mínútum seinna var svo enn dapur varnarleikur málið þegar tveir sóknarmenn gegn varnarlínunni okkar náðu að skapa færi fyrir langskot frá Pasquale. Tveimur mínútum síðar varð staðan svo 2-3 þegar að Luis Suarez klíndi boltann í skeytin úr aukaspyrnu.

Við vorum ekki langt frá að jafna, Sterling fékk tvö færi og Downing eitt en ekkert gekk og leiknum lauk með sigri Ítalanna.

Fyrri hálfleikurinn var glimrandi vel leikinn af okkur ef frá eru taldar fyrstu tíu mínúturnar, við stjórnuðum öllu og rákum Ítalana aftar. Því miður kom þó lítið út úr sóknarlínunni okkar þar sem Downing var langlíflegastur. Assaidi komst lítt áleiðis og svei mér ef spurningmerkið yfir Borini er bara ekki að verða stórt.

En í seinni hálfleik kom vandinn í ljós. Þetta lið okkar bara getur varla varist. Johnson gerir barnamistök og Allen hleypir Di Natale framhjá sér og þeir jafna, Coates gerir undarlegt sjálfsmark fyrir mark númer tvö og í marki þrjú bakkar öll varnarlínan með sóknarmanni sem leggur boltann út í skot fyrir miðjumann sem enginn af miðjunni fylgir.

Á meðan að liðið okkar verst jafn ömurlega og sást í seinni hálfleiknum í kvöld er bara rosalega erfitt að vera glaður með jákvæða kafla í leik þess. Fimmta heimaleikinn í röð fara áhangendur af Anfield án þess að sjá sigur og við höfum nú fengið á okkur 19 mörk í 8 leikjum, sem eru 2,4 mörk að meðaltali í leik. Sem er auðvitað skelfilegt og nokkuð sem þarf að fara að laga. Svei mér þá maður er skíthræddur þegar mótherjinn fer yfir miðju.

Auðvitað er ekki allt neikvætt, liðið lék afar vel í fyrri hálfleik og á köflum í seinni hálfleik sá maður margt gott. En það er súrt að tapa og það skyggir á allt hjá mér núna allavega…

Mér finnst afar erfitt að ætla að velja einhvern mann leiksins. Margir áttu góða spretti, Coates, Robinson, Hendo, Allen, Shelvey og Downing þá bestu en þeir duttu allir niður á milli. Ég held ég velji Shelvey mann leiksins af þessum fimm en það er nú léttvægt atriði.

Næst er Stoke á Anfield og þá er morgunljóst að breyting verður að vera á úrslitum. Við töluðum um gráupplagt tækifæri til að fá sjálfstraust í liðið með þessum fjórum heimaleikjum og nú er einn farinn.

80 Comments

  1. Ef maður lítur á björtu hliðarnar, þá er liðið varla búið að klikka á einu einasta víti það sem af er tímabili.

  2. Svekkjandi tap! Miðað við hvað vörn Liverpool er að leka mörgum mörkum held ég að það væri ráð að nota þessa leiki til að spila saman þeirri vörn sem hann vill hafa, hætta róteringu þar. En sagan sú sama, nýtum illa færin þrátt fyrir yfirburði út á velli.

  3. Ég veit alveg að okkur vantar góðan framherja, en vörnin er að verða mikið áhyggjuefni. Við erum að fá á okkur 2-3 mörk í hverjum einasta helv leik.

    Ekki sanngjörn úrslit, en það er ekki spurt að sanngirni í fótbolta. Við erum ekki nógu beittir frammi og náum aldrei að halda hreinu, skítt með þessa helv possession, það eitt og sér vinnur ekki leiki.

  4. Liverpool ströglar á móti liðum sem eru góð að sækja hratt með skyndisóknum eins og sást á móti Arsenal og núna Udinese. Allan, ólíkt Lucas, ræður ekki alveg sem aftasti miðjumaður við svoleiðis lið þar sem bakverðirnir þurfa aðstoð eins og sást í þriðja markinu. Svo halda miðverðirnir jú áfram að gefa mörk sem gerir þetta heldur ekki einfaldara. Það sást svo þegar skiptingin kom að Gerrard ætlaði að taka leikinn yfir og þá er hann ekki að fara spila einfalda bolta heldur frekar Hollywood bolta eins og gerðist í þriðjamarkinu. Sem betur fer róaðist hann við þetta klúður, þannig að vonandi lærir hann eitthvað af þessu. Vonandi fer vörnin svo að hætta þessum slysum en ef til vill gerist það ekki almennilega fyrr en Lucas kemur aftur.

  5. Þetta heitir að henda leiknum frá sér. Yfirspiluðum á löngum köflum í fyrri hálfleik. Of passífir fram á við og menn of mikið að gefa öruggan bolta á næsta mann í stað þess að taka af skarið (ekki bara downing).

    Varnarleikurinn í seinni hálfleik var skita. Menn ennþá í hálfleik í fyrsta markinu, horfðu á gaurinn í knattþrautum KSÍ í öðru markinu og svo klikkaði Coates svo illa í þriðja marknu að ég vil alla aðra í miðvörð fram að jólum!

    Downing, Coates o.fl. komnir á shitlistann í nokkrar vikur. Suarez setti plástur en hann kom fyrir lítið þegar upp var staðið.

    Og svo átti að reka þennan skratta útaf sem hindraði Downing, óíþróttamannslegur leikur og ekkert annað.

  6. Flott spilamennska á köflum. En það er bara ekkert fyrir það.

    Núll stig niðurstaðan úr þessum leik – og það var engum dómara eða óheppni eða eldgosi að kenna.

    Þurfum að nýta færin betur og hætta að drulla upp á bak í vörninni.

    Það er morgunljóst að það er álíka mikilvægt fyrir Rodgers að styrkja vörnina eins og sóknina.

    Við erum með ungt lið og getum auðvitað byggt á frammistöðu sem þessari – en við verðum bara að klára svona leiki. Verðum!

    Það versta finnst mér samt að Anfield skuli vera orðinn fastur í sessi sem léttur völlur fyrir andstæðinginn að spila á. Alltaf góður séns á stigi eða jafnvel þremur. Þetta var einu sinni mesta gryfjan í boltanum og það er bara ömurlegt að verða vitni að þeirri þróun sem á sér stað hvað þetta varðar.

    Núna væri bara fullkomið að keyra í gang byggingu á nýjum velli. Kveðja okkar FORNfræga Anfield og horfa fram á nýja tíma á nýjum risaleikvangi sem fær nafnið Carlsberg Arena og við verðum moldríkir og meistarar ár eftir ár eftir ár. Góður draumur maður.

  7. Ótrúlega svekkjandi tap!

    Eigum við að ræða það eitthvað hvað þetta var mikið rautt spjald! Ef þetta er ekki rautt, hvað er þá rautt? Udinese voru að komast mikið upp með að toga í leikmenn eins og í rugby.

    Við töpuðum samt leiknum á því að gefa þeim þessi tvö síðustu… Ohhh!!!!

    Fokk hvað ég er svekktur!

  8. Sælir félagar

    Ekki gott, ekki gott. Er svo sem mikið meira um þetta að segja. Ég veit það ekki. Hitt sýnist mér að hefði liðið verið inná sem spilaði við Norwich um síðustu helgi þá hefðum við rúllað þessu upp.

    Ég vil sem minnst tjá mig um einstaka leikmenn en sumir ullu vonbrigðum og aðrir skila ekki því sem til er ætlast af þeim frekar en venjulega.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  9. Augljóslega kostuðu öll þessi mistök leikin, en.. hvar var Borini í þessum leik?

  10. Sammála Svenko, Dude og Kobba.

    Vörnin lekur og lekur og lekur. Nú þarf að þétta raðirnar til baka, haffsentarnir eru ekkert að hlaupa eins mikið og flestir aðrir á vellinum þannig að það á ekkert að vera að rótera þar. Allir varnarmennirnir okkar eru búnir að gera sín mistök í varnarlínunni í haust og það er kannski við því að búast þegar reynt er að spila út úr erfiðum stöðum og pressa ofarlega. 2 mörk á heimavelli eiga allan daginn að duga þótt Shelvey hefði auðvitað átt að skora þarna þegar hann fékk hann í sig á línunni.

    Stilla upp bestu vörninni okkar eins og hún er núna í nokkrum leikjum: Johnson – Agger – Skrtel – Wisdom. Svo kemur vonandi Enrique sterkur inn fljótlega.

  11. Mér fannst Downing fínn og gaurinn sem flugtæklaði hann átti að fá rautt. Þessi tækling var brandari og hann hló þegar hann fékk gult haha

  12. Bunch of smoke but no cigar. LFC lék mjög vel lengstum og leitt að sjá menn magna upp seið til að bölva leikmönnum eins og Coates og Downing. Báðir voru góðir í kvöld að mínum dómi.

    Ítalir kunna fótbolta út og inn. Það sást til dæmis þegar að Ítalía vann Þýskaland á EM í sumar. Sama móment beisiklí og í kvöld; ungt og vel spilandi lið á móti ítölsku útsjónarseminni. Það er ekkert sem heitir réttlæti í fótbolta frekar en lífinu. Hvað skyldi t.d. stuðningsmönnum Dortmund finnast um leikinn við ManCity í gær?

    Ég vil líta á jákvæðu hlutina. Þessir ungu spilarar eru flestir brilljant, skipulagið er gott en augljóslega work in progress og heilt yfir er ekkert annað í stöðunni en að hlakka til næsta leiks.

  13. Jæja svo fór sem fór. Liðið verður núna bara að rífa sig upp, vinna Anzi helst heima og úti og vinna svo Udinese á Ítalíu. Erum ekki alveg búnir að mála okkur útí horn strax þó að þetta tap var vissulega óþarfi.
    En að því margir hérna eru að e-ð að svekkja sig of mikið á þessu þá sitja orð Sigkarls fast í mér eftir leikinn gegn Norwich.

    Frábær leikur, ekki nokkur vafi og niðurstaðan eins og BR hefur sáð
    til. Þó enn sé ýmislegt að laga þá liggur brautin greinilega upp á
    við. Menn verða þó að gera sér grein fyrir að það geta komið dældir í
    þá götu þar sem liðið tapar leik eða leikjum.

    Í dag tókum við eftir smá dæld á þessari leið sem við erum að fara og ég er 100% á því að vinna næstu daga verður að fylla í þessa dæld. Vissulega ollu sumir vonbrigðum í dag en þeir verða að koma sterkari til baka.

    Nú er það bara að taka leikinn á Sunnudaginn í keppninni sem skiptir virkilega miklu máli!

  14. 18. Ef þú heldur að þú sért fyndinn þá hefuru rangt fyrir þér.

  15. Sex leikir á Anfield á tímabilinu og einn sigur (gegn FC Gomel), markatalan 9-10. Ég er ekkert of viss um að sigrunum fjölgi mikið í október ef varnarleikurinn fer ekki að smella.

    Horfði á Being Liverpool í gær og þar talar Rodgers um að það sé lykilatriði að gera Anfield “a fortress”. Því miður virðumst við eiga nokkuð í land með það.

    Hér hafa menn m.a. viðrað áhyggjur sínar af sóknarleik liðsins. Ég held að það sé tími til kominn hjá Rodgers og co. að taka varnarleikinn í nefið. Auðvitað var þetta ekki sterkasta varnarlínan sem við getum stillt upp en engu að síður engir aukvisar.
    Sammála því sem fram kom hér að ofan að Rodgers verður að fara að hætta að rótera vörninni og reyna að fá einhvern stöðugleika þar.

    Svo er annað mál hvernig liðið virtist höndla illa pressuna hjá Udinese í seinni hálfleiknum, auðvitað vont að fá jöfnunarmark í andlitið strax í byrjun seinni hálfleiks en við vorum í verulegu basli lengi vel. Ekki fyrr en við vorum komnir upp að vegg að liðið fór aftur í gang, sérstaklega eftir að Suarez kom inn.

    En það er ljóst að vandamálin eru ekki horfin þrátt fyrir gott gengi í síðustu leikjum, þetta tímabil verður rússibanareið, líklega fram á vor.

  16. Nú eru 11 leikir að baki frá því að liðið lék opnunarleikinn gegn WBA og ég held að BR geri sér nokkuð vel grein fyrir því að hvar vandamálin liggja. Liðið hefur aðeins náð að halda hreinu í einum leik gegn Hearts á útivelli. Í 7 leikjum hefur liðið fengið á sig 2 mörk eða meira!.

    Slíkt statistik er ekki vænlegt til árangurs og þarna þarf að taka á málum. Hvort að lausnin felist í að skipta út mönnum er ég ekki viss um. Ég býst við að BR haldi áfram á sömu braut og vonist til þess að mörkunum fækki eftir því sem að menn komast betur inní taktíkina. Það sem er hins vegar mest svekkjandi við þessi mörk sem liðið er að fá á sig er að um er að ræða mörk sem leikmenn Liverpool eru að færa andstæðingunum þau á silfurfati. Andstæðingarnir þurfa oft á tíðum að hafa ansi lítið fyrir hlutunum upp við mark Liverpool. Hvort ástæðan er einbeitningarleysi, skortur á sjálfstrausti eða óöryggi í taktík skal ég ekki segja til um en BR verður að fara finna lausnir á þessu vandamáli.

    Ég man undir stjórn Benitez þegar liðið var búið að tapa einhverjum leikjum þá færði hann liðið aftar og spilaði mjög aftarlega og varfærnislega (uppskar gagnrýni). Þannig fór liðið að halda hreinu og jafnvel vinna leiki með einu marki. Þannig jókst sjálfstraustið smátt og smátt. Þegar sjálfstraustið var komið fór liðið að færa sig framar og spila bolta með meira skemmtanagildi. Það var engin tilviljun að Reina sló félagsmet Liverpool undir stjórn Benitez að vera sá markmaður sem hefur haldið hvað oftast hreinu á einu tímabili.

    Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er að velta upp þeim möguleika hvort að BR ætti að taka eitt skref til baka og byrja byggja upp varnarleikinn og reyna þannig að ná sjálfstrausti í mannskapinn. Ef til vill er sá tími ekki kominn og kannski kemur hann ekki.

    Ég hef fullan skilning á að menn geri mistök þegar þeir eru að venjast nýjum leikstíl en nú vill maður fara sjá mistökunum fækka og helst fara sjá smá stöðugleika. Anfield á að vera grifja, það á ekkert lið að koma þangað og sækja þrjú stig. Nú þegar hafa þrjú lið farið þaðan með sigra og sett samtals 7 mörk í andlitið á okkur. Rétti tíminn til þess að snúa við dæminu er á sunnudaginn!

  17. Hendum Pepe Reina. Þessi maður er ekki að gera það sem þarf á milli stangana og raunar má gjarnan henda vörninni eins og hún lagði sig í kvöld. Að þetta skuli vera hálaunaðir atvinnumenn er íþróttinni ekki sæmandi.

  18. Verulega vel spilaður leikur af hálfu okkar manna og sárgrætilegt að fá ekki neitt úr þessum leik. Udinese menn skoruðu úr öllum sýnum færum en við aftur á móti ekki.

    Fyrri hálfleikur var unaðslegur hjá okkar mönnum, stjórnuðum leiknum frá A-Ö og Udinese voru ekki líklegir til að gera neitt, er sannfærður um að ef að betri leikmenn hefðu byrjað þennan leik þá hefðu Udinese ekki tekið öll 3 stigin en ég græt þessi úrslit ekki því mér finnst nauðsynlegt að svokallaðir rotation leikmenn fái þessa leiki til að þróast og vaxa og að aðaláherslan sé lögð á deildina þar sem x11 eiga að sýna sínar bestu hliðar og vera vel hvíldir og tilbúnir í slaginn.

    Vil mun frekar fá sigur á móti Stoke í næsta leik heldur en sigur í kvöld og tap á móti Stoke. Vonandi bregðast strákarnir mér ekki og sigra Stoke örugglega þá verður þessi leikur fljótur að gleymast.

  19. spurning..
    professional faule, veit að það er til því að agger fék 1 leik í bann en jojo fék 3… svo þetta hugtak er allavega til þegar á að dæma menn í bann….
    þegar brotið er á Downing er það klárlega ásetningur og hann reynir ekki og á ekki séns að taka boltann.. en hann er samt ekki aftasti varnar maður og brotið var ekki með ásetningi í að meiða leikmaninn…..

    jæja… þá kemur spuninginn…. á að géfa rautt spjalld ?? eða er þetta professional faule sem gefur gult spjald ??

  20. Common strákar, við vorum að spila við gott lið sem að spilar agaðan bolta og áttum skilið að tapa, vorum ekki nægilega skipulagðir…. mér finnst eins og margir hérna haldi að við seum komnir með gott lið bara vegna þess að við unnum WBA í skíta bikarkeppni og svo unnum við lélegasta liðið í ensku deildinni Norwich en fengum samt á okkur 2 mörk í þeim leik !!! Svona vakknið ef allt gengur vel verðum við að keppa um eitt af 4 efstu sætumum eftir 2-3 ár.

    Svona er þetta bara, góða nótt.
    YNWA

  21. Vandamálið frá því í fyrra er amk dautt. Við erum með 15 mörk í síðustu fimm leikju. Sem er ágætt. Nú er bara að finna lausn á þessari vörn…

  22. Hef nú ekki teljandi áhyggjur af því að tapa leik í þessari keppni enda klárlega verið að nota hana til að leyfa frindge leikmönnum að spreyta sig í bland. Það er samt ótrúlegt, en samt svo líkt Liverpool, að eiga 21 marktilraun og yfir 70% posession og ná samt að tapa hvað þá fá á sig 3 mörk úr 7 markskotum.

    Varnarlínan er að leka allt allt of mikið af mörkum inn en það verður þó að taka með í reikninginn að þetta var ekkert varnarlínan okkar í dag. Bara Johnson er að spila fyrir “aðalliðið” af þessum leikmönnum og hann átti reyndar dapran dag í dag.

    Jamie Carragher er búinn að eiga frábæran feril hjá Liverpool og hefur alla tíð verið frábær þjónn Liverpool. Hann er hinsvegar búinn á þessu leveli og það er svolítið síðan það gerðist og héðan af óttast ég að hann skemmi bara fyrir minningu sinni sem leikmaður heldur en að bæta hana. Hans tækifærum á eftir að fækka grunar mig þegar líður á þetta tímabil. Coates var reyndar mjög flottur í þessum leik þar til hann smellti þessi annars stórgóða sjálfsmarki í bláhornið. Hann er stórhættulegur í teignum í öllum skilningi þess orðs en ég vill fara að sjá hann spila með einhverjum öðrum (Agger) heldur en Carragher við hliðina á sér.

    Eins og markatala Liverpool annars sýnir þá söknum við Lucas Leiva ennþá alveg hrikalega og ég skal lofa því að vörnin hrekkur í lag um leið og hann kemst í spilaform aftur. Sahin og Allen gera þetta að miklu miklu minna veseni heldur en í fyrra en okkur vantar engu að síður Lucas og þá hina tvo framar á miðjuna.

    Reina finnst mér síðan vera að koma til þó það kunni að hljóma asnalega m.v. hvað liðið er að leka inn af mörkum. Hann er farinn að taka alvöru vörslur við og við og m.v. viðbrögð Rodgers eftir leik ætti að vera stutt í næsta clean sheet.

    Ætla ekki að dæma Borini strax þó hann hafi verið vonbrigði það sem af er en Stewart Downing er hinsvegar kominn yfir síðasta séns. Þvílík vonbrigði sem sá leikmaður hefur verið, virkar algjör rola á vellinum með jafn mikla trú á verkefninu eins og áhorfendur hafa á honum. Þetta segir maður þrátt fyrir að hann hafi líklega átt einn sinn besta leik fyrir Liverpool átti stoðsendingu og allt.

    Hvernig þetta brot á honum verðskuldaði bara gult í knattspyrnuleik er annars rannsóknarefni. (Á móti fékk Suarez dæmda aukaspyrnu í þessum leik og sá sem braut fékk gult spjald, hélt að það þetta væri villa í tölvunni).

    Slatti jákvætt úr þessum leik engu að síður. Liðið er að spila mjög vel heilt yfir og vonandi er Suarez kominn í gang hjá okkur. Hann virðist vera alveg sjóðandi heitur í augnablikinu. Það var ekki sóknarleikurinn sem felldi okkur í dag. Liðið var að skapa slatta af færum og setti tvö mörk. Það á alltaf að duga á Anfield.

    Sigur á Stoke og ég verð búinn að gleyma þessum leik um leið.

  23. Eru menn og konur að segja að þetta hafi verið rautt…..hahahaha.
    Og er verið að væla yfir dómaranum enn einu sinni…..shæse!!!

  24. Eins og markatala Liverpool annars sýnir þá söknum við Lucas Leiva ennþá alveg hrikalega og ég skal lofa því að vörnin hrekkur í lag um leið og hann kemst í spilaform aftur. Sahin og Allen gera þetta að miklu miklu minna veseni heldur en í fyrra en okkur vantar engu að síður Lucas og þá hina tvo framar á miðjuna.

    Lestu ekkert hvað Siguróli hefur sagt. Lucas er ekki nógu góður í byrjunarliðið…
    (Set þennan sviga bara til að útrýma þörfinni á útskýringu á kaldhæðninni neðar í þessum þræði)

  25. einare #22

    Fullkomlega sammála þér með þetta.

    Sérstaklega þegar að miðjan okkar er jú alveg tussu góð af mínu mati, (klárlega ekki vandamálið okkar) og frekar fara að vinna í vörninni meira.

    Anzhi Makhachkala… eru þeir að fara vinna þetta liverpool lið sem var að keppa í dag?

  26. Maður er hálf hissa ennþá. Fyrri hálfleikur var svo góður að maður var orðinn nokkuð viss um að liðið mundi fá stig út úr þessu.

    Fyrsta mark Udinese var náttúrulega ótrúlegt, eftir að Glen missir boltan gengur nákvæmlega allt upp 100% hjá Udinese, hlaup, sendingar og að lokum skotið sjálft. En verst var sennilega tímasetningin, Liverpool náði aldrei að jafna sig.

    Coates finnst mér hafa litið vel út undir stjórn Rodgers. Ég var sérstaklega spenntur að sjá hann byrja í kvöld. Finnst hann hafa verið öruggur á bolta, yfirvegaður, vel staðsettur og taka góðan þátt í spilinu. Ef eitthvað finnst mér hann full “slakur” á því. Og þó markið hans í kvöld sé óheppni og lítið annað, þá finnst mér eimmit hann hefði mátt vera ákveðnari, en þetta kemur. Drengurinn er bara 21 og spilar miðvörð. Og hann átti flottan leik.

    Síðasta mark Udinese var svo aftur bara mark sem gekk 100% upp hjá þeim ítölsku. Liverpool spilar ofarlega og erfitt fyrir vörnina að staðsetja sig þegar boltinn tapast við miðju og sótt er hratt. Og þar með var leikurinn búinn, leikmenn Liverpool trúðu ekki á sigur lengur (held ég).

    Auðvitað reyndu Liverpool að skora og meistara Suarez tókst það. Sem var frábært, gott að sjá hann setja hann beint úr aukaspyrnu. Maður þarf að fá aftur trú á að Liverpool geti skorað beint úr aukaspyrnum.

    Þessi leikur verður bara að vera wake up call fyrir Stoke leikinn, spurning hvort Rodgers geri eins og einare leggur til hér að ofan og færi liðið ögn aftar. En svo er spurning hvort það sé málið gegn Stoke. Allavega vona ég við fáum ekki á okkur mark í þeim leik. Síst af öllu frá Owen.

    Áfram Liverpool !!!

  27. Eftir Norwich leikinn skrifaði ég þetta (við litlar undirtektir í skiljanlegu bjartsýnisflóðbylgju athugasemda):

    “Ég er vissulega þakklátur fyrir sigurinn og mörkin, og ánægður með margt í okkar leik. En ég hef áhyggjur af því að Norwich (af öllum liðum) hefði hæglega getað skorað 6 mörk á okkur í dag (og þá teljum við bara dauðafærin). Á móti sterkari andstæðingi, eða á degi þar sem Suarez skorar ekki þrisvar fyrir utan teig, hefðum við auðveldlega getað tapað þessum leik. Eitthvað í varnarleik liðsins eða jafnvægi milli sóknar og varnar var vanstillt í dag og því þarf að kippa í lag sem fyrst.”

    Ég sá mínútur 10-45 af fyrri hálfleik í dag: Algjörlega frábærar, eina sem hægt var að setja út á var skortur á penetration og sköpun á góðum færum, sem kemur með Suarez/Sterling/Gerrard/Sahin. Annars sýnast mér ummælin að ofan eiga ágætlega við. Og Brendan veit það. Hann vissi það eftir Norwich leikinn, en vissi líka að hann byggir best upp trúna á því sem hann er að gera með því að beina athygli blaðamanna og stuðningsmanna að því jákvæða í þeim leik. Í dag getur hann aftur á móti leyft sér að ræða varnarleikinn.

  28. Hvað sagði TT í vor … Jurgen Klopp er svarið en ekki einhvað one season wonder frá N-Írlandi sem heldur að það sé nóg að vera aðdáandi Barcelona, þá spili liði eins og Barcelona !
    Við eigum að hafa meiri metnað en þetta !

  29. Þetta er nú ekkert flókið, ef þú færð rautt með því að ýta í menn, þá er þetta rautt allan daginn.

  30. Heimavallarformið heldur áfram að vera hörmung. Ömurlegt að tapa þessu. Ég myndi nota orðið ótrúlegt yfir þetta en það bara á ekki lengur við Liverpoool liðið. Þetta er bara svo svakalega oft sama sagan. Menn eiga stórkostlega erfitt með að klára þessi leiki með sigri þrátt fyrir að hafa mikla yfirburði og stjórna alveg umferðinni. Virkilegt áhyggjuefni. Eins ávallt er það sjokkerandi hvað það virðist alltaf létt fyrir andstæðinginn að skora gegn Liverpool.

  31. Það hefur aldrei verið gefið beint rautt á svona í history of football….en Liverpool á auðvitað að fá það….auðvitað
    Það er að verða vandræðalegt að vera aðdáandi LP í dag.

  32. Babu #30 Carra var flottur í dag ég bara skil ekki þetta comment frá þér. Hann er jú varnarmaður og skilar því hlutverki betur en nokkur annar sem er á samning hjá LFC. Fram á við er hann ekkert seps og er ekki þessi smjörpungur með boltatækni, en gæti verið okkar besti varnarmaður þangað til að hann verði tjaaa allavega 44 ára. Sást í 3 markinu þá þurfa menn að snúa við og gefa boltann út þegar þeir mæta honum. En hann getur ekki stoppað það þegar menn detta af miðjunni og koma í sóknina, sama má segja um sjálfsmark líka.

  33. Kanill, ef brotið á ekkert skylt við fótbolta þá á að refsa í samræmi við það.

  34. Það er ekkert skrítið að Reina hafi ekki verið jafn traustur upp á síðkastið og við eigum að venjast þegar varnarmenn Liverpool eru hættulegustu sóknarmenn andstæðingana. Hann getur átt von á marktilraun frá hverjum sem er. Ég væri allavega smá nervus.

  35. Fyrir þá sem eru að líkja broti Pinzi á Downing við rugby tæklingu verða að kynna sér rugby betur. Þar eru menn reknir útaf fyrir svona lagað.

  36. Hörmulegur varnarleikur eina ferðina enn. Nær 70% possession á heimavelli og fá samt á sig 3 mörk!!! Fokk! Það hefur enginn fengið verðlaun fyrir það eitt að vera með boltann innan liðsins og liðið er nánast EKKERT að opna vörn andstæðingana eða ógna að neinu marki með alla þessa possession. Markvöður Udinese koma varla við boltann í leiknum. Gæði leikmanna eru ekki nógu góð og það sýnir sig eina ferðina enn. Gerrard og Suarez eru í algerum sérflokki í þessu liði og hinir eru meðalmenn. Lið eru ekki óheppin endalaust-það eru gæðin sem eru ekki nógu góð. Liðið verst illa sem heild og sóknaraðgerðirnar eru lítt beittar. Nuri Sahin verður að koma inn í liðið og Allen er algert 0. Gerir EKKERT með boltann nema stimplar á kanta og á markmann-býður sig aldrei í hlaup fram á við. Jákvætt við þennan leik er notkun á ungun mönnum en that´s about it.

  37. Nr. 40

    Ætla nú ekki í sandkassaleik til að drulla yfir Carragher en kallgreyið hefur því miður verið átakanlega lélegur núna undanfarið og hefur engan hraða í þetta lengur. Hvað þriðja markið varðar þá fékk Di Natale nú að halda á lofti nokkuð slakur inni í teig áður en hann lagði boltann út og vörnin var allt of ótraust í dag.

    Fyrir það fyrsta er það bara ekkert nóg lengur að vera bara góður varnarmaður hjá Liverpool og dragbítur sóknarlega og í öðru lagi er hann ekki nálægt því að vera lengur besti varnarmaður Liverpool. Meðal miðvarða er hann líklega sá 4 besti.

    Þetta er hvað getu í dag varðar (að mínu mati). Ekki vit á leiknum og hvað þá áhuga.

    Nr. 39 Getur það ekki haft eitthvað með það að gera að þetta hefur aldrei sést í sögunniáður? Eða ertu með dæmi? Það er nú ekki eins og stuðningsmenn Liverpool séu einir að velta þessari árás fyrir sér. (Veit sjálfur ekki með þetta en það er alveg ljóst hvor hagnast meira þarna,hallast nú mun frekar að því að þetta sé hálvitalegur ásetningur og rautt).

  38. samt sko, downing er kominn í gegn, hann kemur aftan að honum og “togar” hann niður… Mér finnst þetta vera rautt spjald. En það er bara mitt álit.

  39. Það þarf að fara stoppa aðeins upp í götin á vörninni hjá okkur. Erum að fá á okkur allt of mikið af ódýrum mörkum.

    En djöfull finnst mér gaman að horfa á Liverpool leikina undanfarið. Það er bara tóm skemmtun í 90 mínútur þó svo að úrslitin séu ekkert til að hrópa húrra fyrir.
    Hugsa bara til baka í svefnboltann sem Rafa spilaði og það að maður var ekkert sérstaklega spenntur fyrir leikjunum okkar. Allt annað upp á teningnum núna. Strax farinn að hlakka til næsta leiks og við skulum vona að menn fari nú að girða í brók þarna í vörninni. Kominn tími á að halda hreinu!

    YNWA – framtíðin er björt. Sannið til.

  40. Nr. 48

    Er þetta wind up? Ömurlegt að vera í þessum úrslitaleikjum eða í grend við toppinn. Úff hugsa bara aftur með hryllingi. Svo líka fengum við svo fá mörk á okkur, alveg glatað.

    (Uppfært – var of fljótur á mér og opna á Rafa umræðu með þessu sem er alls ekki á dagskrá núna, afsaka það. Látum þetta standa úr þessu).

  41. Borini??? maðurinn sem átti að gleðja Liv, aðdáendur, rosalega er maður klökkur út af honum og fleirum. Gerrard má alveg fara að spila betur þó að hann spili ekki rosalega illa en þetta kemur vonandi.

  42. Er þetta wind up? Ömurlegt að vera í þessum úrslitaleikjum eða í grend
    við toppinn. Úff hugsa bara aftur með hryllingi. Svo líka fengum við
    svo fá mörk á okkur, alveg glatað.

    Sammála, ég kvíði þeim degi sem við skorum aftur flest mörkin í PL.

  43. Við erum búnir að fá á okkur alveg ótrúlega mörg mörk úr skyndisóknum í vetur, þeas þegar við missum boltan á hættulegum stöðum og mótherjinn snýr vörn í sókn sem endar einkennilega oft með marki. Gerrard á sök á nokkrum svona mörkum nú þegar í vetur þ.a.m 3 mark Udinese í gær. Algjörlega óþolandi hjá fyrirliðanum og hann verður einfaldlega að hysja upp um sig buxurnar ef hann á að hanga þarna inná vellinum.

  44. Líflegar umræður hérna. Fyrst um dómgæsluna – auðvitað átti þetta að vera rautt spjald. Það er ekki öll hrinding rautt spjald – Finnur (#26) bendir á brot þar sem Suarez grípur um Heitinga og togar hann niður í bikarleiknum við Everton sl. vor. Það ætti að vera brot og gult en aldrei rautt enda boltinn ekki nærri og hann ekki að ræna Heitinga sóknarfæri.

    Í gær var ásetningurinn klár. Maðurinn nær ekki Downing sem er á hraðleið inn í teig með boltann þannig að hann hendir sér á axlirnar á honum og rífur hann niður með báðum höndum. Þetta er ekki gróft að því leyti að Downing meiðist illa en þarna er um kláran ásetning að ræða og a.m.k. tveir menn með dómararéttindi hér fyrir ofan (Maggi sem skrifar skýrsluna og Elías Már) og einn til sem ég þekki á Facebook hafa allir sagt að þetta hefði átt að vera klárt rautt. Það nægir mér.

    Ég sé ekki að það þurfi að ræða þetta spjald eitthvað frekar. Þetta voru slæm mistök hjá dómara leiksins.

    Þessi dómaramistök réðu samt litlu um gang leiksins. Auðvitað er hægt að segja að ef hann hefði fengið rautt hefðu Udinese orðið manni færri og nær örugglega ekki unnið leikinn. En þetta gerðist samt í stöðunni 1-1 og mörkin sem komu í kjölfarið skrifast alfarið á vörnina okkar, ekki dómarann.

    Það er að mínu mati verulega mikið áhyggjuefni hvernig við erum að spila í upphafi tímabils, og ekki síst á Anfield. Liðið var miklu betra á Anfield gegn Hearts en gaf Skotunum mark sem kostaði okkur næstum þátttöku í Evrópudeildinni, áður en Suarez bjargaði málunum í lokin. Í deildinni mættu Man City þangað og voru yfirspilaðir í 90 mínútur en fengu samt að sleppa með 2-2 jafntefli. Næst komu Arsenal og þar sáum við aldrei til sólar, svo United-leikurinn þar sem þeir skora úr sínu fyrsta færi og [ritskoða sjálfan mig hérna, nenni ekki að ræða restina af þeim leik aftur].

    Í gær yfirspilar liðið svo Udinese í svona 75 mínútur en fær samt á sig þrjú mörk. Rodgers hitti naglann á höfuðið eftir leik þegar hann sagði að vandamálið væri það að við gætum ekki endalaust ætlast til að liðið skori 3-5 mörk í leik til að vinna leiki. Að fá á sig að meðaltali 2,4 mörk í leik er stórt, stórt, STÓRT vandamál.

    Gefum Rodgers tíma. Við vissum að þetta yrði ekki auðvelt, en hann hefur tekið framförum þegar með þetta lið. Sóknin mallar vel, Suarez er sjóðheitur og liðið stjórnar núna orðið nær öllum leikjum sem það spilar. Vörnin smellur vonandi fljótlega.

  45. Ja hérna.. þegar mar skoðar þetta statt:
    LFC UDINESE
    19(14) Shots (on goal) 6(3)

    71% Time of Possession 29%

    19 SKOT GEGN 6

    OG 71% með boltann og að ná á einhvern ótrúlegan hátt að tapa þeim leik, þetta á ekki að vera hægt!!!

    Ekki það að ef LFC hefði verið með Sktrel,Agger,SG,LS,Sterling og alla með frá byrjun þá hefðum aldrei nokkurn tíman tapað þessum leik..
    Við vorum það mikið betri í gær að mar hefði ekkki einu sinni sætt sig við jafntefli!!!

    En sem betur fer var þetta í UEFA cup, keppni sem er alveg gaman að Liverpool myndi vinna, en EPL er það sem skiptir máli!!!

    Ég er svo hlynntur því að hvíla okkar aðal-menn í UEFA cup, gæti ekki verið meira sammála Rodgers í því….

    En svo er komið að (Ugly-Footy) a.k.a. Stoke City um helgina….

    Algjörlega must win leikur fyrir okkar menn..

    Liggur alveg í augum uppi að Wisdom og Suso eru að fara að byrja þann leik.

    Tippa á : Reina,Wisdom,Johnson,Skrtel,Agger,Allen,SG,Sahin,Suso,Suarez,Sterling

    Mín spá vinnum ,,ugly,, 1-0 sigur með marki frá meistara SUAREZ sá er on fire þessa daganna, og já Reina heldur hreinu!!! heyrðuð það fyrst hér…

    Twitter
    @ragnarsson10

  46. Þetta tap skiptir litlu máli ef Liverpool vinnur Stoke á sunnudaginn. Ef þessi leikur hefði unnist hefði það skipt litlu ef Liverpool myndi tapa fyrir Stoke á sunnudaginn. Þetta er bara “bónuskeppni”.

  47. Las ekki öll kommentin hér fyrir ofan, en guð minn góður hvað G. Johnson er slakur varnalega! Ég vill ekki sjá hann í bakverðinum, frekar að spila honum á kantinn eða skella honum bara á bekkinn. 10 kg of þungur og kæruleysið skín af honum. Borini slakur einnig í gær, var pirraður einnig út í Hendó, stóð stundum bara á sama stað engin hreyfing á honum og horfir aldrei fram á við þegar hann fær boltan.

  48. Næst komu Arsenal og þar sáum við aldrei til sólar…

    Ég þarf greinilega að horfa á þennan Arsenal leik aftur. Mig minnti endilega að hann hafa verið akkúrat á þá leið að við réðum gangi leiksins, en eins og stundum (alltof oft), réðum ekki við skyndisóknir liða sem liggja aftarlega og beita slíku. Þarf greinilega að skoða aftur, hef verið að horfa á einhvern allt annan leik.

    Þessi dómaramistök réðu samt litlu um gang leiksins.

    Þetta er svo annað sem ég fæ ekki skilið, hvernig í ósköpunum ráða svona dómaramistök litlu um gang leiksins? Ég gæti trúað að það væri nálægt 100% leikja sem breytast verulega við það að lenda manni færri á útivelli, svona atvik breyta leikjum ég bara neita að kvitta undir neitt annað.

    Annars get ég lítið tjáð mig um leikinn sem slíkan, sá hann ekki, er bara búinn að sjá mörkin og svo þetta brot á honum Downing. Sýnist á því sem kemur fram hér að ofan að þetta hafi enn og aftur verið leikur kattarins að músinni, en menn svo sofnað algjörlega á verðinum og fengið á sig öflugar skyndisóknir sem mótherjarnir nýttu hrikalega vel. Svekkjandi? Jahh hátss. Þunglyndir og allt í volli? Nauts. Bring on Stoke.

  49. Það verður að hrósa því sem að vel er gert.
    1. Reina átti nokkrar frábærar markvörslur en átti enga sök á mörkunum.
    2. Robinson er að setja fína pressu á byrjunarliðið, átti ekki stórleik en gerði engin mistök sem ég man eftir.
    3. Coates átti virkilega fínan leik framan af en gerði sig sekan um 2 mistök.
    4. Shelvey er farinn að minna mig ótrúlega mikið á ungan Gerrard og ég held að þessi strákur eigi eftir að verða lykilmaður hjá okkur á næstu árum. Hann er að bæta sig með hverjum leik sem hann spilar.
    5. Suarez er sjóðandi heitur og vonandi erum við að fara að sjá þann Suarez sem einbeitir sér að skora mörk eins og hann gerði hjá Ajax.
    6. Downing átti sinn besta leik lengi og vonandi að þetta spark í hann frá Rodgers skili sér í betri frammistöðu frá honum.

    Neikvætt við þennan leik.
    1. Erum að fá of mikið að auðveldum mörkum á okkur.
    2. Allen var alls ekki góður og það kemur nákvæmlega ekkert frá þessum strák nema 150 sendingar sem skila engu nema að liðið heldur boltanum. Í þessum leik átti hann óvanalega mikið af lélegum sendingum.
    3. Borini var skelfilegur og sá þarf aldeilis að fara að rífa sig í gang. Það er allt of mikil munur á fyrsta kost(Suarez) og öðrum kost (Borini) og vonandi verður það lagað um áramótin.
    4. Carrager kallinn er bara alls ekki nægilega góður til þess að spila á þessu leveli lengur, hann gæti verið fínn í bikarleikina en ég vil sjá minna af honum.
    5. Gerrard þarf að fara að hætta þessum hollywood sendingum sem skila sér bara í töpuðum boltum. Hann þarf að fara að gera þetta einfaldara og styttra spil.

    En þessi leikur er engin endalok og ég sé framfarir á spilamennsku liðsins og hef trú á því að vi förum upp úr þessum riðli.

  50. Hæ aftur.

    Sammála Kristjáni Atla að mér finnst varnarvandamálið vera stórt. Leikkerfi Rodgers er töluverð breyting frá því áður, ekki síst fyrir það að langa kafla í leiknum eru menn ekki í “hefðbundinni” varnarvinnu þar sem við erum með boltann lengi lengi en ekki að fá á okkur pundasóknir. Það kallar á annað form einbeitingar sem mér finnst enginn varnarmaður okkar í raun ráða við.

    Þá er ég bara að meina varnarlega. Ég veit allt um það að Agger og Johnson eru góðir sóknarlega en þeir hafa alveg eins og allir hinir verið í miklu basli að fá á sig sóknir.

    Og í gær fannst mér Joe Allen eiga slakan seinni hálfleik varnarlega, bara mjög slakan. Svæðið fyrir framan hafsentana var alls ekki að gera sig, hvað þá eftir að Hendo var tekinn útaf fyrir Gerrard og Allen var gerður ábyrgari varnarlega. Mark númer þrjú er svo mikil kennslubók í lötum, lélegum og einbeitingarlausum varnarleik að hálfa væri nóg. Fyrir utan bullið sem Gerrard reynir þá er aldrei lokað nema á eina leið hjá Di Natale. Carra lokaði á þá leið en Coates fór að varadekka þá lokun frekar en að loka á sendingarleiðina út úr teignum. Johnson flatur og alltof aftarlega til að loka á seinni bylgju og Allen margar mílur frá því að loka á sóknarmanninn sem kemur af miðjunni. Einfaldlega arfaléleg vörn eftir tvær gjafir á undan.

    Ég held að bara aldrei í sögunni höfum við verið með svona varnarstatistík á þessum tímapunkti, kannski undir lokin hjá Evans, en þetta verður auðvitað að skoða.

    Fótbolti er úrslitabissness og á spjallborðum þýðir enn eitt heimatapið ýmislegt. “Fortress Anfield” er auðvitað hlegið að núna og á nokkrum stöðum (þ.á.m. hér) er farið að tala um hversu illa Borini lítur út (Fowler ekki glaður með hann eftir leik), Assaidi sé langt frá því nógu beittur kantmaður og Joe Allen skili litlu sem engu sóknarlega og því sé sótt á of fáum, svo að kaup Rodgers séu ekki að líta vel út. Coates er sérlega negldur í bresku pressunni sýnist mér og farið að setja spurningamerki við hann.

    Þetta eru umræðupunktar sem eru auðvitað ekki sanngjarnir þegar svo stutt er á veg komið en á meðan að slök úrslit á heimavelli hrannast upp þá er svona umræða í gangi.

    Anfield í gær var lítið stemmdur og mér fannst annað look á Rodgers, auk þess sem viðtalið var á annarri línu. Það er ekki lengur hægt að líta framhjá ömurlegum varnarleik. Það skiptir engu máli að vera með posession 70% ef þú vinnur ekki leiki. Enda var kallinn bara ekkert að draga strik yfir þetta tap og það gladdi mig. Hundfúll yfir leti og einbeitingarleysi, taldi sig vera kominn yfir þann hjalla og “body language” hjá honum sýndi mér allavega að hann svaf lítið í nótt.

    Fyrir Stoke leikinn vill ég sjá liðið nú með sína bestu varnarmenn í liðinu í öftustu línu, með allri virðingu fyrir sóknartilburðum þá þurfum við að fá öflugustu varnarmenninn í fjögurra manna línunni og finna út hver best fyllir skarð Lucasar Leiva fyrir framan þá.

    Auk þess þarf heldur betur að fara yfir varnarleik liðsins í set-piece atriðum í gær sem var arfaslakur þó okkur hafi bara verið refsað einu sinni. Þar verðum við að standa okkur betur gegn liði eins og Stoke!

  51. Ég er nú einn af þeim sem finnst þetta hafa verið rautt spjald. Hugsa að um 90% af heildinni sé sammála því. Hins vegar mun ég aldrei samþykkja það að þessi dómaramistök, eða einhver önnur, hafi kostað okkur leikinn. Við nýttum ekki nokkur dauðafæri í leiknum ásamt því að vörnin okkar er hriplek og það er það sem kostaði okkur sigurinn. Ekki mennirnir í gulu búningunum.

  52. 57

    Ég botna ekki alveg í gagnrýninni frá þér.

    Hvernig geturu sagt að það komi ekkert frá Allen nema 150 sendingar og að liðið haldi boltanum? Viltu að liðið haldi ekki boltanum og hafi engar sendingar? Svo kemuru með að Stevie G gerir of mikið af Hollywood sendingum og hann þurfi að gera þetta einfaldara og gera meira af styttra spili ?

    Ertu ekki aðeins að krossa hérna? Þú vilt semsagt ekki fá hollywood sendingar og ekki að liðið haldi boltanum en vilt samt fá stuttar og einfaldar sendingar sem er klárlega styrkleikinn hjá Allen ? Er ég að misskilja eitthvað hérna ?

    Sammála þér annars með Borini, Carragher og auðveldu mörkin.

    Ást og friður,

    Benny lú

  53. Enn og aftur hrikalega svekkjandi en maður er orðinn vanur þessu þannig að þetta raskar ekki ró minni. Hægt að taka fullt af jákvæðum hlutum frá þessum leik, vorum að mínu mati miklu betri en erum endalaust að lenda í því að vafaatriði falla ekki með okkur og að svo virðist sem allt sem kemur á markið okkar endar í netinu, hvort sem það er Reina að kenna eða ekki þá virðist allt leka inn á meðan við sólundum hverju færinu, heppni eða klaufagangur, á fætur öðru. Skallinn hjá Coates, sem mér fannst spila mjög vel, endaði að sjálfsögðu í markinu á meðan Shelvey hittir ekki knöttinn á marklínu og fær hann í stöðu fótinn og að sjálfsögðu skoppar hann út en ekki inn. Þetta hlýtur að fara að snúast við, erum reyndar búnir að upplifa þetta ansi lengi.
    Lang flest mörkin sem liðið fær á sig koma eftir einstaklingsmistök, af völdum varnar- og miðjumanna, um leið og menn fara að einbeita sér meir og betur og spila eins og menn þá fækkar þeim og um leið mörkunum sem við fáum á okkur. Get verið sammála þeim sem tala um að BR þurfi að spila meira á sínum bestu fjórum í vörninni til að fá betri samhæfingu og samvinnu þeirra á milli, en á það ekki við miðjuna líka sem eru ekki síður mikilvægir í varnarleiknum. Miðjan var AWOL í þriðja markinu.

  54. emphasized text2. Allen var alls ekki góður og það kemur nákvæmlega ekkert frá þessum strák nema 150 sendingar sem skila engu nema að liðið heldur boltanum. Í þessum leik átti hann óvanalega mikið af lélegum sendingum.

    Skellti uppúr þegar ég las þessa setningu…

    150 sendingar í einum leik er meira en Stoke nær á heilli leiktíð!!!

  55. spurning um að fara að æfa og nota svona “tæklingu” eins og Downing fékk í leiknum finnst það er bara gult fyrir það frekar en að eiga á hættu að fá rautt fyrir venjulega tæklingu……

  56. Hvað er að þessu FA batteríi. Voru að staðfesta bannið yfir Terry og segja

    “Terry’s ban is half the length of the eight-match suspension Liverpool’s Luis Suarez was given for racially abusing Manchester United defender Patrice Evra last season.
    according to the report, is that “Mr Terry’s racist insult was issued only once” whereas Suarez was found guilty of repeating his.
    The difference between the cases, ****

    And the Commission’s findings made it clear “it is accepted by everyone involved in the criminal and disciplinary proceedings that Mr Terry is not a racist.”

    Kræst!

  57. Nr. 64

    Þetta er enn eitt grínið frá FA sem er jafnvel ósvífnara en sjálfur Alex Ferguson. Suarez átti að hafa svo gott sem eyðilegt ensku knattspyrnuna og mátti hypja sig úr landi. Terry móðgaði Ferdinand…hálfpartinn óvart. Gátu ekki annað en sett smá bann á hann fyrst þeir gerðu það við Suarez en sömdu samt hentuga ástæðu til að hafa þetta vægara fyrir Terry (sem þó var með mun augljósara og grófara níð). Lágmarksrefsing á landsliðsfyrirliðann.

    Þeir opnuðu ormagryfju sem þeir eiga í basli með að komast uppúr og enginn náði að orða þetta betur heldur en Ashley Cole rétt áðan
    http://fotbolti.net/fullStory.php?id=134505

    Skil ekki umræðuna í kjölfarið á þessu frá Cole, allt of fáir að taka þann vinkil að hann sagði ekkert rangt þarna.

    Vel unnið úr þessu samt hjá FA. Þetta mál hefur kostað þá landsliðsþjálfarann (rétt fyrir stórmót), fyrirliðann, Rio Ferdinand og núna hugsanlega Ashely Cole. Bravó.

    Best er að núna sitja þeir uppi með Roy Hodgson í staðin.

  58. Sælir félagar

    Ég get ekki orða bundist vegna ummæla Babu um Carra. Vörnin hefur verið að leka ótrúlega í leikjum haustsins. Hvað stóran hluta þeirra leikja hefur Carra leikið. Hann er ef til vill að spila illa á bekknum?

    Að kenna Carra um slakan varnarleik Coates er ótrúleg yfirsýn á leikinn, nánast ófresk verð ég að segja. Ég verð að viðurkenna að ég hef hana ekki. Leikgreining af þessu tagi er mögnuð og leitt að BR hafi ekki leikgreinanda af þessu kaliberi innan handar.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  59. Varðandi Carragher þá hefur hann spilað gegn flestum af lakari liðunum sem við höfum mætt og með lauslegri talningu er þetta svona:

    Andstæðingur – Mörk á okkur – spilaðar mínútur
    Udinese 3 90.mín
    Norwich 1 15.mín
    WBA 1 90.mín
    Young Boys 3 90.mín
    Hearts 1 90.mín
    Hearts 0 90.mín
    WBA 2 30.mín (manni færri)
    Gomel 0 90.mín

    Það er engu að síður frekar leikur hans sem heillar mig vægast sagt ekki, mér finnst liðið liggja aftar með Carra inná og ráða illa við kraftmiklar skyndisóknir. Rétt eins og í gær hefur varnarleikurinn virkað mjög ósannfærandi.

    Auðvitað alls ekki við Carra einan að sakast og reyndar ekki bara varnarmennina ef út í það er farið. En þó ég særi tilfinningar með þeirri skoðun minni að Carra sé búinn á þessu leveli þá stend ég nú við hana.

    Það er nú þannig.

  60. Eftir skyndilesningu hér niður þá hlýt ég að vera með eitthvað brenglað sjónarhorn. Mér fannst leikurinn í gær flottur … liðið er að ná að halda bolta miklu betur og gera skemmtilega hluti, allskonar flottar sendingarleiðir og færslur … það er bara orðið nokkuð skemmtilegt að horfa á Liverpool leiki þessa dagana. Það hlýtur að segja sig sjálft að þessi breyting úr því að spila ömurlegan fótbolta með max 40% posession yfir í þann bolta verður ekki sársaukalaus… Mér er svo skítsama hvort við vinnum þessa leiki ef við spilum eins og í gær, finnst liðið vera í stöðugri framför og vonandi eru góðir tímar framundan.

  61. Eru önnur lið svona 10 sinnum betri heldur en við í skyndisóknum eða erum við bara með ömurlega vörn. Það vantar að skipuleggja vörnina hjá okkur miklu betur þegar við erum í sókn. Miðað við hraðaupphlaupin sem Liverpool er að fá á sig þá er suicide að vera með Carragher þarna sömuleiðis inná.

    Þokkalega pirrandi úrslit. Djöfull er þetta lið lélegt ennþá maður.

  62. Já og jæja.

    Varnarleikur LFC hefur verið hundslakur alveg óháð því hvort Carra spilar eða ekki, ég reyndar held að eitt af því sem Brendan muni skoða er hvort varnarmennirnir okkar ráði við að vera jafn hátt á vellinum og hann óskar. Alveg eins og hjá Vilas Boas með Chelsea í fyrra þá þarftu að skoða allt liðið þitt og hvað það ræður við.

    Einmitt það held ég að hann hafi verið að meina í gær þegar hann talar um að “ég hélt við værum komnir yfir ákveðinn hjalla”. Við ráðum bara illa við skyndisóknir og erum viðkvæmir á okkar þriðjungi. Hefur engu skipt hvort þar var stillt upp Kelly – Skrtel – Agger – Johnson eða Wisdom – Carra – Coates – Enrique.

    Carra sjálfur er í miklum metum hjá Rodgers og hefur allt annað hlutverk en allir hinir. Þarna er á ferðinni næstleikjahæsti leikmaður í PL þessa stundina (á eftir Giggs) og maður sem fer nákvæmlega og út í hörgul eftir því sem stjórinn biður um. Sjáið bara hvert hann færir sig þegar verið er að spila boltanum á okkar helmingi, hann er klárlega að senda miklu færri bolta langa en Skrtel fram á við, sem er pottþétt afrakstur samtala hans við Rodgers. En Carra er varnarmaður og ekki mjög góður fram á við. Það pirrar suma, jafn mikið og það pirrar t.d. vini mína sem spila með Scum að þeirra langbesti VARNARmaður er mikið meiddur og annar sem er óskaplega elegant með boltann í fótunum spilar í hans stað.

    Carra er í miklum metum hjá Rodgers og mun verða viðloðandi LFC til framtíðar. Mér finnst það alveg hið besta mál, hann er ekki lykilmaður í vörn liðsins lengur en fær fullt af minútum og það er fullkomlega ómetanlegt að hafa slíkan mann inni á vellinum með ungum leikmönnum. Mörkin sem Babu bendir á að hafi verið skoruð á okkur voru fæst honum tengd og vert að ræða undir öðrum lið um aðra leikmenn. Ég hef engar áhyggjur af þessu trausti Rodgers á Carra, stjórinn er búinn að marghafa það eftir sér að Carra leggi harðast að sér á æfingasvæðinu, sé með mesta fótboltaheilann af öllum leikmönnum liðsins og ætlar honum hlutverk. In Rodgers we trust finnst mér eiga að gilda um allt…er ekki?

    Ég hef miklu meiri áhyggjur af varnarfærslu liðsins í heild og óöryggi almennt þegar í varnarstöðu er komið. Það þarf að vinna með og sennilega hnýta einn miðjumannanna í DM-C til að verjast framan við hafsentana þegar að Lucas er ekki með. Ég var að vona, og vona enn, að Allen geti leyst það hlutverk en það tókst honum alls ekki í gær.

    Ég held við eigum að færa liðið aðeins aftar á völlinn og minnka “flæðið” í stöðum á miðjunni…kannski var of snemma farið í það, betra að negla það fast um sinn…

    Og það á ekkert skilið við það hvaða leikmenn eru inná hverju sinni!

  63. Flott rök, en Carragher er hægari heldur en allt hægt. En meðan það er ekki til neinn annar þá gerir hann náttúrulega sitt. Gallinn við liðið er skipulagið á vörninni þegar við erum í sókn. Það mistekst sending og það eru allt í einu 3 á 3 í hraðaupphlaupi???…þetta þarf bara að gerast 1-2 í leik og þá er komið mark. Coates er ennþá mistækur finnst mér og að hafa mistæka varnarmenn inná vellinum er ekki málið þegar varnarleikurinn í heild sinni er ótraustur. Við erum að spila eins og Wigan í augnablikinu…og erum að fara spila við Stoke. Stefnir í ömurlega viku ef liðið girðir sig ekki í brók. Vonandi fer liðið í leikinn eins og það er að fara spila við United. Allir brjálaðir í 90 mínútur.

  64. Sælir félagar

    Við Babu erum ósammála um Carra og það er allt í lagi. Það særir ekki tilfinningar mínar en Carra hefur ekki notið sannmælis finnst mér ansi lengi og það finnst mér leiðinlegt. Eins og Maggi bendir á er ekki hægt að skrifa upptalningu Babu á leiknum mínútum hjá honum og þar með mörk fengin á sig sem upptalningu á mistökum þess gamla. Því gefur tölfræði af þessu tagi ekki rétta mynd af frammistöðu hans.

    Hinu er ég sammála að Carra er kominn yfir hólinn og farinn að renna niður brekkuna hinu megin. En samt er það þannig að hann á að njóta sannmælis. Hann á það einfaldlega inni hjá okkur öllum sem fylgjum þessu liði og munum lengra en til dagsins í dag.

    Mér fannst Carra spila betur og gera færri mistök en Coates í síðasta leik. En það segir ekki að Coates sé óalandi og óferjandi. Síður en svo. Hann er að mínu viti framtíðarmaður í vörn LFC og verður þar þegar Carra verður endanlega farinn út sem leikmaður.

    Eins vil ég taka fram að ég tel að BR sé að gera rétta hluti með liðið. Sú dæld sem við lentum í núna verður ekki sú eina í vetur. En um hitt er ég sannfærður að þessum dældum fækkar og gengið batnar til framtíðar litið.

    Það er nú þannig

    YNWA

  65. Bara mark númer þrjú í gær kom eftir skyndisókn, hin tvö er ekki hægt að afsaka með neinu skyndi…heldur bara einbeitingarleysi og skort á vinnuvilja (leti)

  66. Coates og Carra eiga sök í öllum mörkunum í gær, sama hve menn eru blindir af ást á Coates, og einhverju öðru á Carra.

    Í fyrsta markinu togar sóknarmaður Udinese þá báða á nærstöng, þannig að þeir gleyma Natale (þó Glen eigi vissulega mestu sökina).

    Í marki tvö missir hann mann framfyrir sig, Carra missir sinn mann aftur fyrir sig. Við vitum svo rest.

    Mark #3, þá standa þeir félagar og horfa á Natale (eftir að Carra mistekst að hreinsa í fyrsta eftir löturlausan háloftabolta frá miðju), en dettur ekki í hug að setja pressu á hann þó að þeir séu 3 gegn einum (Allen kom framað að honum). Carra er í bakinu á honum, Coates með tunnel vision á boltan án þess að gera árás á hann þó..

    Menn geta ekki drullað yfir Carra en hrósað Coates þegar þeir klikkuðu báðir (mismikið) í öllum mörkum liðsins.

    Þessi mörk skrifast að engu leyti á leikstíl liðsins, tiki taka, total football, kick and run, 4-4-2, 4-3-3 eða hvað það nú heitir. Þetta heitir vandræðilega léleg varnarvinna á fleiri en tveimur og þremur leikmönnum í öllum tilfellum.

  67. Er búinn að renna lauslega yfir þessa umræðu og allt ágætt,en það er náttúrulega ekki gott fyrir sjálfstraustið að vera að fá 2-3 mörk á sig í hverjum leik.Kanski þarf Rodgers aðeins að slaka á 4-3-3 ekki er ég að segja að við eigum að pakka í vörn en þegar andstæðingurinn getur keyrt á vörn Liverpool á miklum hraða þá er alltaf stór hætta til að stoppa þetta þá þarf að hafa fjóra miðjumenn og einn af þeim á að vera afturliggjandi.Það er ekkert að Reina og það er ekkert að varnarmönnum Liverpool.(voru með þriðju bestu vörnina á síðustu leiktíð,að mig minnir)Með þessu er ég ekki að segja að það megi ekki spila 4-3-3 það má líka prófa eitthvað annað.Svo í lokin þá má selja Downing og Glen Johnson,hana búinn að segja það,veit að Johnson á marga aðdáendur en ef menn skoða þetta nánar þá á hann sök á fleirum mörkum sem við fáum á okkur en hann skapar má kanski nota hann á vængnum þar sem hann sinnir minna varnarhlutverki.Det er nu det!

  68. Fyrir utan sjalfsmarkid…Tha var thetta nu bara vel spilad ad halfu Udinese og ekki mikid vid thessu ad gera…Flest lid hefu lent i vandrædum…Vera jakvædir 🙂

  69. Það frábæra við þennan leik er að hann bætist í lærdómssarpinn. Það verða klárlega endurbætur í kjölfarið.
    Það verður gaman að sjá hvernig BR vinnur úr þessu. Dregur hann tvo miðjumenn aðeins aftar til að styðja við vörnina eða drífur hann miðverðina framar þannig að styttra verður fyrir miðjumennina að bakka þá upp í skyndihlaupum.
    Amk. þurfa menn að vera meira compact þarna bakatil og loka betur á 2 – þrjá sóknarmenn sem taka sprettinn.
    Ég vil halda pressunni uppi áfram og hafa menn sem geta hlaupið mann með bolta uppi og lokað á hann.
    Held að Stoke verði safarík bráð og auðmelt.
    YNWA

  70. Maggi….telur þú í alvöru að tvö fyrstu mörkin hafi verið leti og einbeitingaleysi!?

    Fyrsta markið þeirra var tær snilld hjá Udinese (reyndar Shelvey markið líka)…ef þetta hefði verið Liverpool mark þá hefði þetta verði eitt af mörkum ársins. Hef einmitt stundum heyrt að öll mörk í fótbolta komi upp úr mistökum hjá andstæðingunum en maður verður nú að gefa liðinu sem skorar smá kredit. Á fótboltavelli sem er 90m-120m eru aðeins 11 í hvoru liði og fullt af plássi til að skora þó andstæðingurinn geri ekki mistök (latur/einbeitingaleysi).

    Annað markið var heldur ekki leti eða einbeitingaskortur. Frekar reynsluleysi og rangt mat hjá Coates því hann hélt að leikmennirnir fyrir framan myndu ná snertingu á boltann….eitthvað sem reynslumiklir varnarmenn gera sjaldan…en gera þó.

    Fótbolti er jú dínamískur leikur þar sem margir hlutir spila inn í og breytast sekúndu fyrir sekúndu.

  71. Kanill #79: Ég er sammála þér að fyrsta mark þeirra var virkilega flott og vel spilað en ég man ég hugsaði að Joe Allen hefði átt að elta hlaupið frá Di Natale inní teiginn og þá hefði hann aldrei náð þessu skoti. Allen, sem að mínu mati var góður í þessum leik, var þarna sekur um einbeitingarleysi (kannski leti?) þrjátíu sekúndur inní seinni hálfleikinn og svona lítil mistök breyta gangi leikja… Aldrei að vita hvað hefði gerst hefðum við haldið hreinu fyrstu mínútur seinni hálfleiks.

    En að mínu mati er alger óþarfi að örvænta. Mistök eru til að læra af og ég treysti því að Rodgers tækli þessi mál. Má segja að það sé ágætt að þetta hafi komið upp í þessari keppni en ekki deildinni, því áherlsan er á hana. Ég lít á hinar keppninar tvær sem ágætis æfingaleiki, þó auðvitað eigi að stefna að sigri.

    Minn túkall amk…

    YNWA – SverrirU

Liðið gegn Udinese

Auglýsingapláss á Kop.is