Mánudagspælingar – Opin umræða

Jæja, þá er góðri helgi lokið og það er vissulega mikill léttir að geta glaðst yfir jákvæðri umferð í Úrvalsdeildinni. Liverpool vann fyrsta sigur sinn og sumir af erkifjendunum töpuðu stigum þannig að útlitið er aðeins jákvæðara í dag en það var.

Hins vegar er allt í lagi að benda á það að þótt þetta hafi verið fyrsti sigurinn í Úrvalsdeildinni er liðið búið að hálfpartinn laumast til að fara á smá “rönn” síðustu vikur. Hér eru síðustu fimm leikir Liverpool í öllum keppnum:

  • 1-1 jafntefli gegn Sunderland
  • 5-3 sigur gegn Young Boys
  • 2-1 tap gegn United
  • 2-1 sigur gegn WBA
  • 5-2 sigur gegn Norwich

Þetta eru sem sagt 3 sigrar, 1 jafntefli og 1 tap í síðustu 5 leikjum. Og fjórir þessara leikja voru á útivelli. Og það er ekki eins og liðið hafi leikið illa eða átt skilið tap í þessum eina leik. Þannig að þótt liðið hafi beðið til 29. september til að vinna fyrsta deildarleikinn hefur liðið unnið 4 af 5 Evrópuleikjum (sá fimmti var jafntefli gegn Hearts) og erfiðan útileik í Deildarbikarnum það sem af er á tímabilinu. Og eins og við höfum margoft farið yfir hefur liðið verið að spila flottan bolta á köflum í deildinni en nánast allt gengið gegn því þar, þar til nú um helgina.

Það sama má segja um vörnina. Í fyrsta deildarleiknum var liðið að spila vel þegar Zoltan Gera skoraði frábært mark og breytti gangi leiksins. Í upphafi seinni hálfleiks missti Liverpool mann út af og fékk á sig tvö víti og endaði í stórtapi. Í næsta deildarleik yfirspilaði liðið Manchester City á heimavelli (Yaya Touré sagði það erfiðasta leik sem hann hefur spilað á Englandi) en svakaleg mistök Martin Skrtel gáfu meisturunum stig undir lokin. Í næsta leik þar á eftir komu Arsenal í heimsókn og eru sennilega eina liðið á leiktíðinni sem hefur hreinlega spilað betur en Liverpool og verðskuldað sigur. Því næst fór liðið til Sunderland þar sem lélegur varnarleikur gaf heimamönnum mark, aftur var Skrtel vafasamur auk Glen Johnson og Pepe Reina, sem hafði gefið mjög klaufalegt mark gegn Hearts nokkrum dögum áður.

Því næst fór liðið til Sviss þar sem hálfgert varalið gaf þrjú mörk en aðeins eitt þeirra var eitthvað sérlega klaufalegt, þegar Jose Enrique klúðraði hreinsun í fyrsta marki Young Boys. Næsti leikur var svo gegn United þar sem ekkert var við vörnina að sakast og þótt það virtist sem Brad Jones hefði gefið klaufamark í upphafi leiks gegn WBA sýndu endursýningar að Jonas Olsson setti höndina í andlit hans og það mark hefði ekki átt að standa. Um helgina gaf liðið svo aftur tvö klaufamörk, fyrst Pepe Reina í stöðunni 4-0 og svo Martin Skrtel í stöðunni 5-1 en þau mörk komu ekki fyrr en leikurinn var orðinn útkljáður og því kannski frekar hægt að skrifa þau á einbeitningarleysi frekar en einhverja erfiðleika í spilamennsku.

Mitt mat er það að þótt vörnin hafi verið lek í upphafi tímabils og liðið ekki enn haldið hreinu sé leikur liðsins klárlega að batna dag frá degi og vörnin sé þar engin undantekning. Pepe Reina er gæðamarkvörður og þótt hann hafi í 2-3 skipti gert sig sekan um slæm mistök í upphafi tímabils treysti ég honum til að rétta úr kútnum og það er rétt að minna á að fyrir utan þessi 2-3 atvik hefur hann verið að spila mjög vel. Menn tala helst um að staða Martin Skrtel sé í hættu vegna einstaklingsmistaka og þess að Sebastian Coates sé að banka á dyrnar en ég lít Skrtel sömu augum og Reina – hann spilar frábærlega fyrir utan þessi 2-3 skipti í upphafi tímabils sem hann hefur að mínu mati misst einbeitningu frekar en spilað illa.

Ég hef fulla trú á að þetta sé allt að smella nokkuð laglega saman hjá okkur. Að sjá liðið spila jafn vel og það gerði um helgina, á útivelli, með nokkra lykilmenn frá vegna meiðsla, var mjög jákvætt en sú bjartsýni sem í mér býr í garð Brendan Rodgers og þessa liðs er ekki bara byggð á einum góðum deildarsigri. Hún er byggð á því að í fyrstu 12 leikjum tímabilsins í öllum keppnum hefur liðið aðeins einu sinni verið lakari aðilinn í leik (Arsenal) og það er núna á flottu skriði þegar síðustu fimm leikir eru skoðaðir.

Fram undan eru fjórir heimaleikir í Evrópu og Úrvalsdeild gegn Udinese, Stoke, Anzhi og Reading áður en liðið heimsækir Everton í lok október. Ég er nánast sannfærður um að liðið á eftir að bæta við sig þeim sex stigum sem eru í boði og styrkja stöðu sína á toppi Evrópuriðilsins áður en það fer yfir garðinn í heimsókn til nágrannanna í bláu.

Brendan Rodgers er á réttri leið með þetta lið.

Þetta er opinn þráður – ræðið það sem þið viljið.

77 Comments

  1. Áhugavert að skoða þetta svona sérstaklega miðað við hvaða hóp Rodgers hefur verið að nota í þessum leikjum. Nokkrir að spila stór hlutverk sem við bjuggumst ekki við í ár.

    Liverpool spilar ekki leik utan Liverpool borgar í október. Næsti útileikur er 8.nóv í Rússlandi. Þetta eru 5 heimaleikir + Everton úti í millitíðinni. Tveir af þessum leikjum eru í Evrópudeildinni auðvitað.

    Ekkert sjálfgefið að þetta sé jákvætt fyrir okkur enda erfiðir leikir þarna á meðal en líklega er alveg óhætt að bíða með að panikka yfir stöðunni í deildinni þar til a.m.k. fram í miðjan nóvember.

  2. Sammála því að Brendan Rodgers er á góðri leið með liðið. Mjög flottur fótbolti á löngum köflum og ég er sérstaklega ánægður með hvað Rodgers er óhræddur við að henda ungu strákunum inn í liðið. Það er ótrúlega mikið af efnilegum strákum sem eru að koma upp hjá Liverpool núna. Líklega á Rafa Benitez mikinn heiður af þessu, held að hann hafi fengið alla þessa leikmenn til liðsins, Sterling, Suso, Wisdom og líka Jonjo Shelvey.

    Pepe Reina er góður markmaður, hann hefur sýnt það í mörg ár með Liverpool. Hann var samt ekki góður í fyrra og hann hefur byrjað illa í ár. Mér finnst eins og Reina geti ekki lengur “bjargað” okkur, ef þið skiljið hvað ég á við. Ef menn komast í gott færi gegn Liverpool, þá skora þeir. Ef menn fá víti, þá skora þeir. Hér áður fyrr bjargaði Reina heilum helling af stigum fyrir okkur, en hversu oft í fyrra sáum við tölfræði eftir leiki á Anfield þar sem Liverpool var með boltann nánast allan tímann, áttu milljón skot, en andstæðingurinn 1-2 skot sem hittu á rammann, og leikurinn endar með jafntefli eða tapi? Ekki misskilja mig, útileikmennirnir bera mikla ábyrgð með því að drullast ekki til að skora úr svona mörgum færum, en það væri mjög gott að eiga markmann sem oft stoppar þessi 1-2 færi sem andstæðingurinn fær.

    Reina bwer samt alls ekki höfuðábyrgð á gengi liðsins að mínu mati, síður en svo. Miklu frekar sóknarmenn liðsins því þeir þurfa grilljónir af færum til að skora 1 mark. Vildi bara aðeins ræða þetta þar sem Kristján Atli var að tala um hann í þessum pistli. Það er alveg sjokkarandi hvað Liverpool þarf að leggja mikla orku í að skora eitt mark, og hvað það virðist fislétt fyrir andsæðinginn að setja mörk á Liverpool. Menn þurfa ekki beint mörg færi til að skora gegn okkur. Þetta er eitthvað sem verður að laga í hvelli.

  3. Alveg sammála þér Kristján með Reina.

    Margir virðast hafa talið mig vera að höggva Reina í herðar niður með því að svekkja mig á markinu sem hann fékk á sig gegn Norwich og ég taldi hann eiga. Það var ég ekki að gera, bara alls ekki.

    Ég hef enn fulla trú á Reina og hann er klárlega markmaður sem fellur inn í hugmynd Brendan um mann sem getur tekið við bolta og er yfirvegaður að spila honum út. Hann á að mínu mati að vera algerlega sá markmaður sem verður í rammanum næstu 10 árin.

    En hann veit pottþétt betur en við að hann hefur fengið á sig þriðju flestu mörkin í deildinni í vetur og þar eru mörk sem hann á að gera betur í. Því hann gerir GRÍÐARLEGAR kröfur á sjálfan sig. Ég vona innilega að honum takist að halda hreinu á næstunni því það er einmitt það sem gefur manni mest sjálfstraust standandi inni í þessum ramma í 90 mínútur.

    Ég hef meiri áhyggjur af Skrtel. Ef Carra væri í byrjunarliðinu í þessum leikjum í haust og gert sig sekan um þessi mistök þá væri spjallborðið LOGANDI. Vissulega er Skrtel hrikalega stór og sterkur og er í dag besti kosturinn með Agger. Hins vegar er verið að leggja upp með allt aðra hluti sem lykilatriði fyrir hafsenta og ég hef töluverðar áhyggjur af því að það angri risann okkar. En ég vona innilega að hann hrökkvi í gírinn, því eins og með Reina er hann á þeim aldri að við eigum að geta notað hans krafta ansi lengi um sinn!

  4. Það er alltaf jafn skemmtilegt að lesa það sem er sagt hérna inni og sannarlega er gaman að sjá liðið spila. Getur einhver frætt mig um stöðuna á Morgan er hann meiddur eða kemst bara ekki í lið?

  5. Eins og var sagt í commenti í “Norwich 2-5 Liverpool” skýrslunni hér á kop.is þá veit Rogers greinilega hvað hann er að gera!

    Allt á upleið!

    YNWA!

  6. Það er alveg ljóst að Rodgers er á réttri leið með þetta lið og ég persónulega hef gríðarlega trú á honum og hans hugmyndafræði og sé fyrir mér að þarna sé okkar Wenger/Ferguson og loksins munum við fá stöðugleika í brúnna og það er mikilvægasta staðan í liðinu.

    Miðjan okkar með Gerard, Allen, Lucas, Sahin, Shelvey og Henderson er svo fáranlega mikil styrking frá því í fyrra að það er hlægilegt ef maður hugsar til baka og sér leikina þar sem að Spearing, Adam og Henderson sáu um í marga leiki í fyrra.
    Ef við bætum við okkur klassa sóknarmanni í janúar þá held ég að þeta tímabil gæti orðið fínt hjá okkur.
    Það er rosalega gaman að sjá þessa ungu stráka sem að ég átti ekki von á að myndu spila svona stórt hlutverk í vetur og vona ég að þeir fái alla leiki í bikar og UEFA bikarnum.

  7. Er bara að elska það að sjá svona mikið að ungum leikmönnum að spilla svona stór hlutverk mann ekki eftir því að hafa séð svona áður kannski bara svo ungur til að dæma um það en hopurinn hefur stækkað allsvakalega frá því fyrir fyrsta leik á tímabilinu sem er mjög jákvætt og með því að eyða ekki krónu í þá!!

  8. Ég er sammála Magga með Skrtel. Hann er frábær varnarmaður sem hefur vaxið mikið á síðustu tveimur leiktíðum. Vandamálið undir stjórn BR er að liðið spilar öðruvísi varnarleik en undir stjórn fyrri stjóra. Liðið spilar varnarlínuna framar í dag en það hefur áður gert, sem krefst þess að verða að vera fljótir að falla til baka, meira um návígi (one on one) og vera klókir á að loka á stungusendingar. Þá eru gerðar meiri kröfur á miðverðina í sóknarleiknum þar sem þeir eru í hálfgerðu leikstjórnenda hlutverki og verða því að vera öryggir á boltann. Ég held að Skrtel eigi erfiðara með að aðlaga sig að þessum stíl frekar en Agger, sem birtist í klaufalegum mistökum úti á velli eins og við höfum séð í síðustu leikjum. Þó svo að menn vilji gefa honum hvíld á þýðir það ekkert að menn séu afskrifa viðkomandi leikmann.

    Ég fer ekkert ofan af því að Skrtel er frábær leikmaður en því miður þá eru mistökin í hans stöðu dýr og við eigum mjög góðan varakost, Coates í þessa stöðu sem gæti orðið framtíðar miðvörður hjá LFC. Það er því ekkert óeðlilegt að þessi umræða eigi sér stað, það á enginn að vera sjálfkjörinn í byrjunarlið hjá Liverpool og sjálfsagt mál að gefa nýjum mönnum tækifæri þegar hlutirnir eru ekki að ganga. Vörnin hefur verið vandamál þetta tímabilið og ég get alveg séð Agger og Coates mynda öflugt teymi.

  9. Mæli samt með því að menn rýni í þessi mörk sem þeir kenna Reina um betur. Í mínum augum þá á hann 1 mark 100% skuldlaust á þessu tímabili og það er markið á móti Hearts. Jöfnunarmark Shittí 1-1 skrifaðist á Skrtel (og Kelly sem mistókst að hreinsa boltann í burtu) þegar að hann skallaði boltann áður en Reina náði að kýla hann frá. Markið hjá Sunderland var fyrirgjöf frá gjösamlega opnu færi af vítateig og hann varð að taka sénsinn á að ná boltanum frekar en að vera á línunni og fá skot á sig frá markteig.

    Markið núna um helgina var heldur ekki 100% á hann, jú misheppnað útkast en það voru 2-3 ! varnarmenn sem áttu að vera búnir að taka á manninum með boltann, erfitt mjög fast skot sem breytir um stefnu, Reina var búinn að taka skrefið og missir boltann, klaufalegt en alls ekki alfarið Reina í því marki.

  10. Utd að fá aTom Ince á 6m punda sem við losuðum okkur við frítt. Svekkjandi ef hann svo blómstrar þar. Annars vona ég að voð tryggjum okkur Sahin sem fyrst. Áður en hann fer í stærra lið.

  11. Man ekki hvort ég hafi lesið frá SStein eða einhverjum að það væri klásúla um að við gætum keypt Sahin (svo framarlega að drengurinn hefði áhuga á að skipta yfir)……

    er það vitleysa ???

  12. Utd að fá aTom Ince á 6m punda sem við losuðum okkur við frítt.
    Svekkjandi ef hann svo blómstrar þar.

    Er glugginn opinn ?

    Annars vona ég að voð tryggjum okkur Sahin sem fyrst. Áður en hann fer
    í stærra lið.

    Stærra lið en Real Madrid ? Þau eru nú ekki mörg ef einhver…

    Aðeins að Reina umræðunni. Menn geta rifist um það eins og þeir vilja hvort hann átti lélegt kast út, hefði átt að verja til hliðar, grípa eða hvað það nú heitir. En hann er ekkert ósnertanlegur frekar en aðrir leikmenn.

    Hvað er langt síðan Reina vann stig eða leik fyrir okkur ?

    Ekki miskilja mig, ég elska manninn. Er frábær markvörður og virkar jafnvel enn flottari og sterkari karakter. En mér finnst samt stórmerkilegt hvað menn eru fljótir að afskrifa einn besta leikmann Liverpool frá upphafi, Steven Gerrard, eftir erfitt tímabil eftir meiðsli sem næstum enduðu ferilinn hjá honum. En eru á sama tíma tilbúnir að verja Reina með kjafti og klóm þegar hann hefur átt erfiða 14-16 mánuði. Já eða Skrtel, leikmann ársins 2011/12, eftir nokkuð brösótta byrjun á þessari leiktíð.

    Markmenn eru dæmdir út frá stöðugleika og Reina hefur reynst klúbbnum frábær og á vonandi eftir að ná sér á strik aftur. Hann sýndi okkur hollustu þegar klúbburinn gekk í gegnum gríðarlega erfiðleika (annað en ónefndur landi hans) og á það skilið að við sýnum honum stuðning þegar hann er að ströggla. En það verður samt sem áður að gerast fljótlega, tveggja til þriggja ára lægð er andskoti langur tími í fótbolta.

  13. Flottur pistill. Sammála að öllu leyti.

    Hvað finnst mönnum hins vegar um Demba Ba? Er hann the missing link í sóknina? Ætti klúbburinn að leggja mikla áherslu á að fá hann í janúar?

  14. Ég hef engar áhyggjur af þessu varnarleik, hann kemur bara til með að skána þegar lengra tíma er litið. Meðan þessi pressubolti sem við erum að spila slípast til hjá okkur mun varnarleikurinn bara lagast. Og með tilkomu þessara leikmanna í sumar + ungu strákana erum við búnir að stórbæta boltatæknina,skilninginn og sendingargetu sem hefur skilað okkur hraðari og markvissari sóknarleik. OG SVO STJÓRINN OKKAR, MYNDI EKKI SKIPTA HONUM FYRIR NEINN STJÓRA Í VERÖLDINNI.

  15. Áskorun til Magga ….. Mæta í LIVERPOOLDRESSI í næsta þátt af útsvari 🙂

  16. Talandi um Reina og Sktrel, 2-3 misktök sem þeir hafa gert í upphafi tímabils. Reina er klassa markmaður og á bara að vera í markinu þar sem við höfum ekki annan klassa markmann. En við höfum annan klassa varnarmann að mínu mati í Coates og mér finnst allt í lagi að skipta Sktrel aðeins út og sjá til. BR er búinn að vera gera þetta með miðjuna til að finna rétta jafnvægið þar og mér finnst allt í lagi að gera það sama í vörninni.

    YNWA

  17. Það er ekki annað hægt en að vera jákvæður eftir þessa helgi. Varðandi vörnina okkar og að geta ekki haldið hreinu, þá er einföld lausn sem ég er nokkuð viss um að liðið stefni að 100% possession og þá getur hitt liðið ekki skorað.

  18. Sammála því sem fram kemur hérna í þessum fína pistli.

    Í dag er mánudagur, og meira að segja 1.október og Liverpool lúrir í 14.sæti deildarinnar með 5 stig. Við slíkar kringumstæður ætti maður að vera algerlega sótaður af bræði vegna stöðu liðsins, en maður er það ekki. Af hverju, er það vegna þess að maður er orðinn samdofinn slæmu gengi/fréttum af liðinu undanfarin ár, eða er það vegna þess að manni finnst spilamennska liðsins vera búinn að vera það góð að uppskeran er í engu samræmi við það.

    Ég get óhikað sagt að seinna dæmið eigi við, um mig a.m.k. Ég sjálfur er ósáttur við 2 leiki á tímabilinu, WBA-leikinn og svo Arsenal-leikinn heima. Í þeim leikjum fannst mér liðið vera alveg átakanlegt, svolítið ýktur leikur vissulega WBA-leikurinn, enda leikurinn sjálfur í járnum í 43mín, eða þar til ungverjinn skoraði fallegasta markið á ferlinum (og auðvitað var það gegn Liverpool).

    Aðra leiki er ég ánægður með, mínus kannski aðeins Sunderland-leikinn. Manchester-leikirnir báðir verðskulduðu 6 stig til Liverpool, svo ofboðslega einfalt er það og liði er einfaldlega rænt sigrum þar, fyrst af Martin “égereinbeitingarlausí2-3míníhverjumleik” Skrtel og svo af dómara sem búið er að hlægja af í mörg ár um gjörvalla heimsbyggð, og í raun ótrúlegt að hann skuli enn fá að dæma knattspyrnuleiki í bestu deild í heiminum.

    Í dag eru loksins að fá tækifærið ungir leikmenn liðsins og þeir hafa mætt banhungraðir í hverjum leik, hungraðir í að sanna sig og er það vel.

    Ég spái því, og legg áherslu á það, að ég er múlbundinn við jörðina þegar ég segi það að þegar aðventan gengur í garð að þá verður staða liðsins mikið mun betri, og þá er ég ekki að spá okkur upp um 5-6 sæti heldur kannski 10 sæti. Það öskrar á mann að Liverpool-liðið er að bæta leik sinn og handbragð Rodgers á liðinu að koma í ljós, spila boltanum og finna næsta mann. Svosum engin nóbelsverðlaun á bak við það, en eitthvað sem allavega King Kenny og Hodgson tókst ekki að gera.

    Þannig að ég spái því enn á ný, sallarólegur að bjartir tímar eru framundan þrátt fyrir allt.

    …og svona rétt í lokin, ég myndi ekki vilja skipta á Reina og neinum öðrum markverði í heiminum.

  19. Skrtel er okkar Titus Bramble, frábær varnarmaður í 89 mínútur í leik en gefur 1-2 mörk! 🙁
    Niðurstaða. Titus Bramble er ekki álitinn gæða leikmaður út af þessum 2 mín í leik. Því tími til að selja Skrtel því að við eigum heldur ekki mörg “sellable assets!.

  20. Nr. 20

    Nei hættu nú alveg, Skrtel hefur verið með betri leikmönnum Liverpool og jafnari undanfarin tímabil. Hann er að hiksta aðeins í byrjun í nýrri útfærslu af varnarleik. Afskaplega fátt sambærilegt með þessum mönnum nema kannski það að báðir eru miðverðir.

  21. Ætla að reyna að tala beint frá hjartanu núna og á eins góðri ísl-ensku og ég get:

    Fokk hvað ég fíla þessa bloggsíðu!
    Fokk hvað ég er spenntur fyrir þessu tímabili og þjálfara og leikmannahópi.
    Fokk hvað ég get ekki beðið eftir næsta leik, leik eftir leik eftir leik!

    P.s. hef verið í nokkrum samböndum um ævina, skipt um vinnur, skipt um bíla og húsnæði en ég hef aldrei skipt um fótboltalið. Svo segja menn að þetta sé bara leikur! 🙂

  22. Mér finnst miðjan vera orðin frábær. Unglingarnir eru fínir þarna í sókninni með Suarez en það vantar meiri brodd þar samt. Svo á eitthvað eftir að stokka upp í vörninni sem fékk að sitja á hakanum núna.

    Heilt yfir þá eru nokkur lið betri en við og ég tippa á 6.sætið

  23. Þeir sem hafa séð þriðja þátt af Being Liverpool sáu að Brendan Rodgers tók ræðu yfir liðinu sem mér fannst vera frábær. Við sem Liverpool stuðningsmenn könnumst manna best við erfiða leiki gegn minni liðum þar sem við oftar en ekki gerum jafntefli eða töpum. Liðið kemur svo með þvílíkan eldmóð inn í næsta leik gegn ManU, City, Arsenal, Chelsea etc…
    Varðandi þetta þá held ég að BR hafi hitt naglann á höfuðið. Hann tók þessa ræðu eftir æfingu. Ég reyndi að finna hana á netinu en tókst það ekki svo ég skrifaði hana niður sjálfur. Það er örugglega e-ð vitlaust skrifað þarna og biðst ég afsökunar ef svo er enn flestir ættu að ná coneceptinu.

    Our training mentality is good, for me it can be better. The little games you get found out and the exercise is throughout, okay. Now what
    my point is that the quality is different class and will get better
    and better and better. But sometimes there are few that are wee bit
    lose and when you will be going into the game you will be like that
    for sure. If we want to get better and if we want to improve it’s not
    just in the game, it’s every day of your life! Every day of your
    life!! So you need make sure that mentally, every time you come out
    you’re right on it or else you‘ll get found out. So it’s so important.
    Don’t just see it as you’re coming out to train, because you train
    dogs, you come out to be better and improve and for that you need to
    be 100% on it. Okay? So like I said it something to plant a seed in
    your mind so if you want to improve on the field on a Saturday, on a
    Wednesday or a Thursday, you need to be better on here mentally. And
    keep demanding the best of your self. You won’t always be your best,
    but as long as you can give your best and are hard to beat, we’ll be
    alright. The problem will come when there is one or two that are not
    because that one or two goes into the team and that’s when you concede
    and lose games. So just add that extra one percent every day in
    training and if you do that it just increases our mentality and
    ability to be better. Okay, it’s good but we want to be better than
    that cause good enough isn’t good enough. We need to be better.

    Það kemur mér ekkert á óvart ef þetta hefur verið vandamál mörg tímabil sem ekki hefur verið tekið næginlega á. En þetta heldur áfram að undirstrika trú mína á Brendan. Eftir þessa ræðu held ég að Downing og fleiri hafi hreinlega farið grátandi heim.

  24. Smá pæling með Skrtel. Tvö af þessum mistökum hans sem gefið hafa mörk má klárlega rekja til nýja leikskipulagsins. Gegn City hefði hann getað þrumað upp í stúku (og átti að gera) en hann kaus að reyna að spila boltanum. Svo gegn Norwich um helgina þá hefði hann getað neglt boltanum í burtu en hann reynir að gefa stutt á Allen (minnir mig) en hittir ekki boltan og missir hann undir sig.

    Rodgers vill að menn spili “possession football” og menn eins og Skrtel þurfa meiri tíma en aðrir til að aðlagast því, ólíkt t.d. Agger, sem hefur oft sagt að hann vilji spila boltanum en ekki dúndra honum út í buskann.

    Ég er viss um að Skrtel á eftir að ná tökum á þessu og ég er líka nokkuð viss um að Rodgers átti alveg von á þessum mistökum í upphafi móts. Þetta tekur allt tíma en er þó farið að líta helvíti vel út.

  25. Að einhverju allt öðru… http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=EPL4317 Mark Halsey að dæma á Craven Cottage helgina eftir skandalin á Anfield.

    Í leiknum dæmir hann hrikalega ódýrt víti eftir dýfu frá Riise… Auk þess (án þess að ég hafi séð það sjálfur) vildu einhverjar miðlar meina að City hefði átt að fá tvö víti í leiknum…

    Halsey hlýtur að vera undir hættulega miklum áhrifum frá Ferguson 😉

    Annað áhugavert af síðunni http://refereedecisions.co.uk fyrir þá sem hata Howard Webb… “This may come to a surprise to non-Manchester United supporters but Howard Webb was not the ref with the highest pro United bias score. No in the un-weighted decisions he has the lowest bias swing of all refs.” 😀

  26. ferguson er algjör hræsnari og hefur gengið allt of vel í gegnum tíðina en sá tími mun koma að hann stígi af sjónarsviðinu og þá erum við með ungan, frábæran og frískan stjóra sem gæti hæglega verið hjá okkur í áratugi ef allt gengur eins og menn vilja.

  27. Liverpool ætti að venja sig á að hirða upp leikmenn sem komast ekki að í brjálæðinu hjá Madrid. Frábærir leikmenn oft. Skemmtilegt þegar þeir losuðu sig við Sneijder, Van der Vart og Robben sem tóku svo allir Evrópu með trompi.

    En varðandi Reina þá held ég bara að staða hans hafi verið orðin alltof þægileg. Hann var ósnertanlegur og hylltur fyrir að halda tryggð við félagið. Svo virðist hann fá útrás fyrir sigurþörfina með spænska landsliðinu þó hann sé bara varamaður. Hann þarf að fá smá spark í rassinn.

  28. Flanagan er meiddur á meðan Andre Wisdom og Ryan McLaughlin eru báðir að gera góða hluti fyrir aðal- og varaliðið. Ég held að leiðin til baka í aðalliðið verði löng hjá Flanagan.

    Adam Morgan lék hins vegar með U21 og skoraði gegn Fulham þannig að ég gæti alveg ímyndað mér að hann verði jafnvel á bekk gegn Udinese á fimmtudag.

    Fokk hvað ég er orðinn spenntur fyrir þessum Udinese-leik.

  29. 16 Spurning hvort að Maggi mæti ekki bara í markmannsdressi í þáttinn?

    Með okkar blessaða. Maður er að sjá jú breytingu á liðinu og það sem mér finnst mest um vert er þetta þor BR til að taka inn ungu strákana og láta þá spila á stóra sviðinu. Hef svo sem aldrei fattað afhverju þeim hefur ekki fyrr verið teflt fram. Finnst á tímum sem það sé verið að hafa þá í bómul þangað til þeir mygla.

    Þó er margt eftir eins og nefnt hefur verið en mikið vona ég að þessi leikur um helgina kveiki hressilega í mannskapnum og ekki síst honum Suarez. Sá tók í spaðan á kjánabangsanum í Man Yoo leiknum og þá er það allt um lönd og leið og nú blasir dalurinn við fyrir neðan okkar mann. Hann á sviðið þetta tímabil spái ég. Viðhorf hans til dómara eftir meðferð undanfarið finnst mér vera skýrt merki þess að hann ætlar ekki að láta neitt stoppa sig.

  30. 21 Sá einmitt þennan þátt í gær og var mjög ánægður með einmitt þessa ræðu hjá kallinum. Einnig fannst mér flott (man ekki hvort það var í þessum þætti eða þeim á undan – sá þetta allt í einni beit) þegar hann talaði um að leggja allt í leikinn fyrir ekki bara félagið heldur líka Lucas Leiva sem var að spila sinn fyrsta leik eftir meiðslin.

    Mér finnst þessir þættir mjög góðir og lausir við þessa Amerísku væmni og drama sem maður var skíthræddur við. Meiri svona BBC klassi yfir þessu.

    En spilamennskan er bara að verða betri og betri og ég verð alltaf spenntari fyrir hverjum leiknum.

  31. Ég vil ekki vera partý spoiler hérna en nú virðist jákvæðnin vera í miklum og ótrúlegum hæðum. Ég er reyndar líka bjartsýnn og líst vel á þetta allt saman. B.Rodgers virðist rétti maðurinn og bara frábært að sjá alla þessa ungu leikmenn stíga svona upp og fá tækifæri. En…það er ótrúlega erfiður vetur framundan og til að liðið komist í topp 4 þarf allt að ganga upp. Getum við það? Já. En það verður tæpt spái ég og margt þarf að ganga upp. Meðal annars:

    1.Það mun kalla á þolinmæði og t.d. ekki að úthrópa hetjum eins og Reina, Skrtel og Gerrard þó þeir geri mistök, eins og reyndar allir aðrir. Vilja menn í alvöru rífa þessi hjörtu úr liðinu? Það er verið að læra á nýtt kerfi, sem tekur tíma.

    Við þurfum að fá Borini í gang og nýjan öflugan striker strax í janúar. Ekkert múður.

    3.Það þarf að meðhöndla kjúklingana rétt. Láta þá bera ábyrgð og styðja þá en þó ekki láta liðið á þeirra herðar. Þess vegna m.a. tökum við ekki út leikmenn nefnda í lið #1.

    Það þarf að fókusera á deildina, númer 1, 2 og 3! Þetta virðist vera stefnan í dag og heldur vonandi áfram.

    Njótum þess að bursta Norwich og þessa “mini-röns” hjá okkur en höldum okkur á jörðinni…við erum ekki enn orðnir bestir….en það kemur!!!!

  32. Nú vita dómararnir að Nani dýfir sér ekki, spurning hvað hann fær margar vítaspyrnur á næstunni

  33. Eg hlakka til að sja okkar menn eiga við varnarmur stoke manna um helgina, finnst eins og Rodgera se að koma með nyja vídd i soknarleik okkar manna með þvi að draga andstæðingin framar a völlinn. Hofum att i miklu basli undanfarin àr með lið a anfield sem spila með 11 menn inni sinum eigin vitateig. Ef Rodgers er með lausn við þessu um næstu helgu og við tokum stoke td 2-3 eda 4-0 þa breytist hin rosalega mikla tru min a Rodgers i OFURTRU a þvi sem hann er að gera. Eg vil sja okkar menn pakka stoke saman um helgina og na að galopna vorn þeirra að vild i 90 minutur…

    Það er margt jakvætt i gangi og maður er að verða afar bjartsynn.. nu er bara að vona svo að FSG bakki kallinn almennilega upp i januar og næsta sumar svo hægt verði að taka nokkur skref i viðbot afram.

  34. ég vill benda á það að halda einbeitningu er hluti af því að vera góður leikmaður,reyna og skrtlel hafa bara verið lélegir og óþarfa að sykurhúða það eitthvað en vonandi eru þeir búinir með mistaka kvótann sinn

  35. stöð2 sport ætlar að sýna Being Liverpool ef einhver vissi ekki af því

  36. Eg hugsa ad thessir thættir gætu ordid ein besta markadssetning sem gerd hefur verid a fotboltalidi i søgunni. Burt sed hvort thu heldur med lidinu eda ekki, allir hafa skodanir a thessu og thetta vekur umtal. Algjør snilld!

  37. Fyrstu 3 þættirnir af Being Liverpool eru komnir inná Deildu.net

  38. Getum við ekki fengið Benitez til að finna og signa til okkur unga og efnilega leikmenn svona rétt á meðan hann er ekkert að djobba :=)

    Bara gaman að því að sumir af þessum guttum sem eru að spila núna eru leikmenn sem hann keypti s.s Shelvey, Sterling og Suso.

  39. Nr. 35

    Ég vil ekki vera partý spoiler hérna en nú virðist jákvæðnin vera í miklum og ótrúlegum hæðum.

    Aðeins að skjóta á þetta. Hvað ertu að meina? Hver er að missa sig og spá okkur titlinum í lok þessa tímabils…eða bara pottþétt í topp 4?

    Held að menn geri sér nú bara almennt mjög vel grein fyrir því hér inni að þetta tímabil verði mjög erfitt og afar fáir með ótrúlegar væntingar (að mínu mati). En á móti er óþarfi að skjóta niður bjartsýni á liðið og leik þess undanfarið. Það hefur klárlega verið léttir að sjá hvernig leikur liðsins er að þróast og það með ungu og efnilegu leikmönnunum okkar með í bland. Fullkomlega eðlilegt að vera jákvæður yfir því og bjartsýnn til framtíðar.

    En ef við horfum á heildarmyndina held ég hreinlega að væntingar til Liverpool liðsins hafi bara aldrei nokkurntíma verið eins litlar og einmitt núna. Ekki síðan ég fór að fylgjast með a.m.k.

  40. Nr. 40

    Ég keypti bara season pass á iTunes store á eitthvað undir 20$ og fæ þættina í HD en það er líka hægt að kaupa season pass á 10$ en þá eru þeir í SD gæðum.

    Annars eru þetta frábærir þættir og sá nýjasti finnst mér vera sá besti.

  41. Chris Foy, dómarinn sem dæmdi leik United og Tottenham um síðustu helgi mun dæma leik Accrington Stanley og Rochdale í League Two um helgina. Hvað segir það okkur um áhrif Ferguson á FA og dómaramálin í Englandi ?
    Mér skilst að þetta sé Twitter orðrómur en ansi margir hafa verið að nefna þetta og líklega er því sannleikskorn í þessu.

    Það er eitthvað rotið þarna, það bara hlýtur að vera.

  42. Einmitt. Það sagði einn ágætur maður á Twitter að Foy myndi örugglega ekki dæma aftur United leik á næstu árum eftir þennan Tottenham leik og ég var svo innilega sammála honum. Það verður gaman að sjá hvort það reynist ekki rétt.

  43. Ánægður með Shelvey að blasta yfir Ferguson.fólk fer þá að hugsa hvort hann hafi eitthvað til síns máls og menn sem hafa fylgst með enskri knattspyrnu vita að rauðnefur þarf ekki annað en að ræskja sig og þá gera dómarar ekkert sem honum gæti mislíkað.

  44. Ferguson hefur svo mikil áhrif að Shelvey verður að spila í annari deild það sem eftir er tímabils fyrir að láta hann heyra það 🙂

  45. Veit einhver hvað þetta munu verða margir þættir af „Being LIverpool“?

  46. Nr. 53

    Held að þeir séu “bara” sex. Væri allveg til í að hafa þá fleiri.

  47. FACTS : 1. Mike Dean, referee, when Blackburn beat Manchester United 3-2 and hasn’t refereed a Manchester United game since.

    2. Mike Dean – referee, in 2010, after Manchester United’s defeat to Chelsea, was demoted to the Championship.

    3. Alan Wiley, called “fat and unfit” by Alex after Manchester United’s draw with Sunderland,” agreed to retire” that season, he was also the ref on OT when the mancs lost 1-4 to Liverpool.

    4. Mark Clattenburg refereed Manchester United’s 6-1 defeat to Manchester City, hasn’t refereed a single Manchester United game after that Manchester derby. (has acted as 4th official in 3)

    5. Martin Atkinson -Involved in Manchester United’s defeat to Chelsea, criticized by Alex, hasn’t refereed Manchester United game since.

    6. Ex referee Jeff Winter openly stating that he hadn’t been given a Manchester United game for 2 years after sending Roy Keane off.

    7. Howard Webb has been Manchester United’s most used referee since the defeat to Manchester City.

    8. More than 18% of the penalties Webb has awarded in his 8 year career have been to Manchester United.

    9. Manchester United’s CEO is on the board of The FA.

    10. Alex Ferguson not happy with Chris Foy, Foy referees a League Two game. something he hasn’t done since the 2001-02 season…..

  48. Málið er bara að Ferguson fer í taugarnar á andstæðingunum. Þessi þráður á okkar ástkæru Liverpool spjallsíðu er uppfullur af vangaveltum um Ferguson og það er nákvæmlega það sem hann vill. Afvegaleiða andstæðingana svo þeir séu með hugann við Ferguson sjálfann en ekki leikinn. Hættum bara að velta okkur upp úr Ferguson.

    Ég hef í gegnum tíðina eytt alltof mikilli orku í hatur á United og Ferguson. En ég er hættur því núna, því það eru miklu skemmtilegri hlutir að gerast hjá Liverpool. Ég veit það að ég og mitt ástkæra félag erum stærri klúbbur en United. Við berum virðingu fyrir leiknum og andstæðingnum, alveg sama þó þeir hagi sér illa. Ef þeir eru með skítlegt eðli, þá er það þeirra vandamál og ég nenni hvorki að eyða orkunni í þeirra vandamál né að detta á þeirra plan.

    Mér finnst ég ekki þurfa að koma með tilvísanir í Munchen slysið til að svara United manni ef hann kemur með tilvísun í Hillsborough eða Heysel. FÖRUM EKKI NIÐUR Á ÞETTA PLAN, HVAÐ SEM GERIST. EKKI HUGSA UM FERGUSON, ALVEG SAMA HVAÐ HANN SEGIR Í FJÖLMIÐLUM.

    Ég lofa ykkkur því að lífið verður miklu betra. Áfram Liverpool!!!

    Í blálokin verð ég að hrósa snillingunum hér á kop.is fyrir frábæra og málefnanlega umfjöllun um fótbolta, skemmtilegar upphitanir og sérstaklega í pod “köstum”.

  49. Þorkell #59.

    Sammála þér að það er letjandi að hafa einhverja ,,bad guys” á heilanum sbr ferguson, múrínhó eða einhvern annan en það breytir því samt ekki að þessi listi er ansi magnaður og ef eitthvað er til í þessu að þá ber að vinna í þessum málum.
    Þarna er um að ræða eitthvað MIKLU meira heldur en eitthvað nágrannahatur á manu.

    En ég óska eftir kommenti frá SSteinn á þessum lista 🙂

    Annað:
    Í síðustu fimm leikjum okkar sem eru nefndir hér í greininni að þá erum við búnir að skora 14 mörk eða 2,8 mark í leik. Nú geta menn hætt að tala um markastíflu eins og rönnið er hjá okkur núna.

    Leikdagur á morgun og ég get ekki fokkings beðið!

  50. Chris Foy látinn dæma League 2 leik eftir að Ferguson kvartaði yfir UPPBÓTARTÍMANUM (gat hann ekki fundið eitthvað skárra til að væla yfir?) á meðan Mark Halsey sem drullaði upp á hnakka í leik Liverpool og Man U dæmir Fulham-City viku síðar! Hefði verið nóg fyrir Rodgers að kvarta yfir Halsey og þá hefði hann verið færður niður í 1. eða 2. deild? Nei ég bara spyr.

  51. 58. Ég hef engar sérstakar heimildir fyrir þessu. Fannst þetta bara vera áhugaverður listi.

    59. Ef þú ert að halda því fram að ég sé að gera lítið úr Munchen-slysinu þá skjátlast þér frekar mikið.

    Ég hef virkilega gaman að því að ungir leikmenn séu að fá sénsinn hjá LFC. Vonandi helst þetta sem lengst þótt að maður vilji vissulega líka hafa menn sem hafa sannað sig. Núna er maður með miklu jákvæðara hugarfar gagnvart liðinu og því sem er í gangi en undanfarin ár og er það vel.

  52. Og afhverju er hann að kvarta yfir uppbótartímanum? Hans lið hafði 90 mínútur til að spila vel á móti Tottenham en spiluðu illa í 45 mínútur og vel í 45. Gat hann ekki frekar kvartað yfir eigin leikmönnum og þeirra frammistöðu heldur en að kvarta yfir uppbótartímanum? Og svo dýfir Nani sér aldrei en Suarez alltaf…(er það ekki annars, hefur sörinn ekki alltaf rétt fyrir sér?) Þeir áttu vissulega að fá víti gegn Tottenham, gat hann ekki bara kvartað yfir því?

    Svo er Graham Poll að skrifa pistil hérna:

    http://www.dailymail.co.uk/sport/article-2210908/Graham-Poll-Alex-Ferguson-right–Its-time-football-rethink.html

    Ég velti því fyrir mér hvort þessi umræða væri í gangi ef Paul Lambert hefði kvartað yfirr uppbótartíma.

  53. ” Ég veit það að ég og mitt ástkæra félag erum stærri klúbbur en United. ”

    Þetta er það fyndasta sem ég hef lesið í vikunni.

  54. “Poll tekur einnig fram í pistlinum að það sé engin furða þó Sir Alex vilji fá lengri uppbótartíma enda hafi United skorað ófá mörkin í blálok leikja. Hann bendir einnig á að á síðasta tímabili hafi leikir United, sem þeir voru að tapa, verið að meðaltali 74 sekúndum lengri en leikir sem þeir voru að vinna”

    Þetta er gjörsamlega óskyljanlegt og getur bara ekki verið tilviljun !

    ..og já þetta er biturt en samt óþægilega óþolandi.

  55. Ég er stuðningsmaður Liverpool. En ætla menn í alvöru að halda því fram að dómararnir séu alltaf á bandi Utd og þar með eftir götunum?
    Þeir eru og hafa einfaldlega verið með betra lið en við unanfarin 20 ár og það er ekki einhverjum dómurum að kenna.
    Finnst þetta vera biturleki á hæsta stigi. Því miður.

  56. Staðreyndirnar ganga lengur en það sem getur kallast tilviljun…

    Ætla samt ekkert að taka það frá United að þeir hafi verið með betra líðið og því unnið alla þessa titla…
    En ég er ekkert að sakast beint við United, það er hinsvegar eitthvað rotið hjá FA og dómarasambandinu.

  57. Burtséð frá öllu öðru sem stendur í þessari grein þá skil ég bara ekki hvernig dómarsambandið á að geta útskýrt þessar ákvarðanir…

    Maybe we’re just paranoid…

    Or maybe not… Chris Foy failed to give Manchester United a penalty in
    their 3-2 loss to Spurs last Saturday. The PGMOB have not handed Foy a
    Premier League game to referee next weekend: instead, he will referee
    in League 2 for the first time in more than 4 years.

    Mike Jones meanwhile, who missed a blatant penalty on Luis Suarez at
    Norwich, will take charge of West Brom vs QPR in the Premier League.
    Finally, Howard Webb (who sent off Jordi Gomez on Saturday; a red card
    today rescinded by the FA) will take charge of Newcastle’s home game
    against…Manchester United.

    Why did Foy’s errors on Saturday lead to his demotion to the lowest
    professional league in England while Webb’s and Jones’ mistakes didn’t
    cost them?

    … Og hérna vantar meiraðsegja Mark Halsey og staðreyndirnar um hvernig hann stóð sig um síðustu og þar-síðustu helgi.

  58. Ég er nú jafn fylgjandi samsæriskenningum tengdum Ferguson, United og FA eins og næsti maður en verð nú að taka þessar staðreyndir sem listaðar hafa verið upp með helvíti miklum fyrirvara. Ég nenni nú ekki að leggjast í rannsóknarvinnu til að hrekja þessi dæmi sem nefnd eru í þessu bloggi frá Beirut en vandamálið við þann pistil er að hann gerði það ekki heldur.

    Flestir fyrir utan United menn eru nú sammála því að dómar virðast ansi oft falla með United frekar en á móti þeim og það væri gaman að sjá tölfræði yfir uppbótartíma þegar United er að tapa eða vinna. En að FA sé meðvitað að taka þátt í beinu samsæri gegn United og refsa öllum þeim dómurum sem Ferguson röflar yfir, erum við í alvöru að halda því fram?

    Langar a.m.k. að sjá hvort þetta sé eitthvað öðruvísi með United heldur en önnur lið og bara hvort þau dæmi sem nefnd hafa verið eigi við einhver rök að styðjast.

    Ferguson er samt kapítuli útaf fyrir sig og þrátt fyrir bann af og til frá FA þá er eins og hann njóti friðhelgi á Englandi. Umfjöllun fjölmiðla um hann er grín miðað við aðra stjóra og ef þeir setja út á eitthvað honum tengdu eru þeir komnir í bann á OT. Benitez hitti líklega naglann betur á höfuðið en aðrir hafa þorað í facts blaðamannafundi sínum um Ferguson. Ekki að fjölmiðlar hafi kannað það e-ð frekar.

  59. Ætla að commenta á þetta hjá ykkur með dómarana, veit að þið liverpool menn farið oft djúpt oní alskonar vitleysur, en þetta með dómarana og ef þetta er satt sem þið eruð búnir að vera commenta hérna þá lýst mér ekkert á þetta.

    Það er ekkert sem ég elska meira en fótbolti, elska hann meira en liðið mitt sem er jú reyndar man utd. Því finnst mér skömm af því að sjá oft mína menn fá lengri uppbótartíma, finnst oft eins og þeir eigi bara að vera búnir að vinna leikina fyrr og fannst commentið hans Ferguson með að fá ekki nægan aukatíma vægast sagt aumt! Hvað þá að greyjið dómarinn sé dæmdur niðrí 3 eða 4 deild!

    FA á að vera hlutlaust, það á enginn sem kemur nálægt liðum sem eru í þeirra keppnum að geta komist nálægt ákvarðanatökum þeirra.

  60. Það þýðir samt voða lítið fyrir okkur að tuða yfir hvernig reglur FA eru og hvernig þeim er framfylgt…

    In a challenge to the setting up of the Premier League in 1992

    Following a trial in the Queen’s Bench Division of the High Court by Justice Rose, it was held that the formation of the Premier League was not subject to judicial review, The Football Association being governed by private law.

    http://en.wikipedia.org/wiki/Foundation_of_the_Premier_League

    FA getur dæmt menn rasista og sektað, raðað leikjum niður eins og þeim sýnist og fært dómara niður um deildir og þurfa ekki að svara til neins æðra yfirvalds nema sinnar eigin “private law”.

  61. Sæl öll.

    Ég hef undanfarið verið að horfa á fyrstu 3 þættina af Being Liverpool og verð að viðurkenna, eins og fleiri, að ég er mjög sáttur með það sem ég hef séð.

    Í lok 3ja þáttar finnst mér eins og að verið sé að undirbúa okkur undir þá ákvörðun eigendanna að Liverpool F.C. verði áfram á Anfield Road. Verð að viðurkenna að ég fékk smá gæsahúð við tilhugsunina því ég er eiginlega sannfærður um það að þetta verði raunin.

    Hefur eitthvað slúður birst um þetta?

    YNWA

  62. 76

    Já, ég sá slúður um að eigendurnir ætluðu að fjárfesta 150m punda í að stækka Anfied.

Norwich 2 – Liverpool 5

Udinese á morgun