Liðið gegn Norwich

ATH: Við ætlum að fjalla um þennan leik í rauntíma (að sjálfsögðu) og skýrsla kemur strax eftir leik. Bara ábending fyrir ykkur sem ætlið að horfa á leikinn kl:16 að slökkva á netinu núna.

Byrjunarliðið er svona:

Reina

Wisdom – Skrtel – Agger – Johnson

Gerrard – Allen – Sahin

Suso – Suárez – Sterling

Bakkur: Jones, Carragher, Henderson, Downing, Assaidi, Coates, Borini.

Liðið er eins sóknarlega og SSteinn var með í upphitun enda Rodgers búinn að gefa hint í þá átt. Sóknarlínan inniheldur Sterling, Suarez og Suso og miðjan er mjög sterk. FRÁBÆRT að sjá að Agger er leikfær í dag og Borini er ekki meira meiddur en svo að hann er á bekknum.

Eina sem gæti komið á óvart er að Wisdom heldur sæti sínu í hægri bakverðinum á kostnað manna eins og Enrique og Downing.

Það er alveg ljóst að það skiptir engu máli hvað þú heitir eða hvað þú hefur gert áður, ef þú ert að standa þig NÚNA færðu séns. Stewart Downing og Joes Enrique sem báðir kostuðu sitt fyrir rúmlega ári síðan hafa fengið gula spjaldið og rúmlega það frá Rodgers sem óbeint segir þeim að hann vilji enga aumingja í sitt lið. Svonalagað fær mann til að vilja knúsa gaurinn. Enrique ætti að slökkva á FIFA núna og Downing þyrfti að fara á djammið með Andy Carroll og finna einhverja grimmd og áræðni aftur. Að Wisdom sé í liðinu frekar en þeir er þéttingsfast högg utanundir.

Lýst vel á þetta lið og langar alls ekki að koma með látum niður á jörðina eftir síðasta leik.
Sigur í dag, mér er skítsama hvernig.

107 Comments

 1. Væntanlega á þetta að vera Agger við hliðina á Skrtel.

  “Svonalagað fær mann til að vilja knúsa gaurinn.”

  No homo.

 2. Sorry smá mis, var búinn að stilla upp liði áður og bjóst ekki við Agger. Kom þó inn á þetta í texta 🙂

  Frábært að fá hann inn strax aftur.

 3. Lyst hrikalega vel a þetta lið.

  Sahin er alltaf að fara skora i þessum leik og einnig suarez. Ætli suzo geri ekki mark lika.. skorum 3-5 mork i dag held eg. Spai 1-4….

 4. Frábært að sjá stjóra með smá pung sem þorir að taka áhættu á ungu strákunum.
  Suso og Sterling eru vel að þessu komnir og gaman að sjá Wisdom í liðinu líka, ég hafði aldrei séð þennan dreng fyrir þetta tímabil og núna er hann kominn í byrjunarliðið.

 5. Er mönnum ekki orðið það ljóst að Rodgers rate-ar ekki Downing sem bakvörð ? 19 ára gutti sem spilar hægra megin og Johnson vinstra megin áður en hann treystir Downing í þetta, ætti vonandi að svara öllum spurningum sem menn hafa …

 6. Jæja félagar, ég eiginlega heimta bara sannfærandi sigur med þetta sóknarþenkjandi lið!
  En er ekki eitthver snillingurinn herna sem er með link á stream í góðum gæðum?

 7. Veit einhver hérna um stream síðu sem sýnir í HD? Fann eina svoleiðis síðu og streamið var betra en á stöð2 sport. Hef leitað og leitað en virðist ekki ætla finna þetta.

 8. Frábært að sjá þetta, ekkert kjaftæði! Menn fá greinilega ekki áskrift að liðinu því þeir kostuðu þetta í glugganum og gátu þetta hjá sínu fyrri liði fyrir tveimur árum. Brendan Rodgers keyrir á þetta af bláköldum veruleika, ef þú ert duglegur og stendur þig þá ertu í liðinu, ef ekki þá ertu á bekknum eða hreinlega bara heima hjá þér.

  **YNWA**

 9. BLOODZEED reyndar ekki að senda út leikinn núna en mæli með að leita eftir því hverja helgi 😛

 10. Ég set þetta nú bara í feitt og stórt letur. DJÖFULL ER ÉG ÁNÆGÐUR MEÐ BR!! Kominn tími til og væri frábært ef ungu strákarnir noti tækifærið í dag og sendi þessi marg milljón punda drengi endanlega út í kuldann!! Jólin í des og annar í jólum í jan. Fróðlegt að sjá hvað gerist þá!!

 11. Frábært að sjá byrjunarlið Liverpool í dag, framtíðin er NÚNA, Brendan Rodgers er alvöru,,,, það verður spennandi að fylgjast með okkar mönnum í næstu leikjum,við munum kannski ekki vinna allt ,,,,,,,,,,,, en við erum að hefja nýtt tímabil í sögu Liverpool vil ég meina og vona, bjartir tímar framundar. YNWA

 12. @Bond #16 já hann virkar… Ertu ekki örugglega ekki búinn að downloada Sopcast?

 13. Hvað kostar byrjunarliðið hjá okkur í dag? Og berum það síðan saman við helstu keppinautana okkar í deildinni. Ég held að það sé óhætt að segja að við séum komin með nokkuð góð gæði miðað við kostnað!

 14. Liverpool þarf bara um 2 mínútur til að skora á meðan Suso er inná. 3 í röð hlýtur að gera það algilt.

 15. Maður hefur nú séð dæmt víti á þetta brot á Agger í teig.

 16. það þarf nú einhver snillingurinn hér að koma með smá leiðbeiningar um hvernig þið berið ykkur að í þessu; sopcast, ilivid, bloodzeed og hvað þetta heitir allt …..

  hvernig er best að bera sig að til að horfa í góðum gæðum ?

 17. Hvernig er hægt að dæma ekki víti á þetta? hann beinlínis olnbogaði hann í hausinn og hljóp hann niður..

 18. Leiðinlegt hvað Suarez er með lélegt orðspor hjá dómurum Englands

 19. Maður fer að trúa því að það sé eitthvað dómarasamsæri í gangi gegn Liverpool. Augljósara víti hefur sjaldan sést.

 20. Er eitthvað dómarasamsæri í gangi? Það verður vart meira áberandi!

 21. Þetta einelti dómara á Luiz Suarez er farið að verða frekar þreytt.

 22. Er það bara ég eða hefur Suarez stórlega lagast með grenjið og röflið þegar eitthvað dettur ekki með honum?

 23. er með svo hrikalegt net hérna í vinnunni að ég get ekki streamað shit

 24. Þarf Suarez að deyja inní teig til þess að fá víti ??? Djöfulsins rugl,
  Hvað skiptir orðspor máli þegar brotið er gróflega á þér ???

 25. Ljótt að segja það en mér sýnist þurfa að nauðga Suarez, drepa föður hans og svívirða móður og skilja hann eftir með hnífsett í bakinu, 10 brotin rifbein og heilablæðingu inná markteig andstæðinganna til hann fái svo mikið sem 1 víti í enska boltanum.

  Djöfull er þetta orðið fokking óþolandi. 🙁

 26. hmmmm gult spjald fyrir að brjóta á Suarez? dómarinn eitthvað að ruglast hlýtur að vera,

 27. Dómarasamband uk er greinilega búið að gefa út veiðileyfi á Suarez 🙁

 28. Frábært mark,frábær leikmaður! Er Brandan ekki bara búinn að finna byrjunarliðið sitt plús mínus Jonjo og Lucas:)

  YNWA hvað þetta er gaman.

 29. Hvernig finnst ykkur Gerrard vera að spila? Ég veit ekki með ykkur en mér finnst hann alls ekki búinn að eiga góðan leik.

 30. Djöfull er gaman að horfa á þetta lið spila fótbolta ! Tveir leikir í röð á útivelli þar sem heimaliðið fær lítið að snerta boltann… bara gaman 🙂 Og Suarez… ójá !!!

 31. Suarez er alveg búin að eigna sér þennan leik, er algjörlega allt í öllu í leik Liverpool.
  Og það sem meira er að hann röflar ekki yfir einu eða neinu. Bara nýtur þess að spila fótbolta og hakkar í sig Norwich. Kann greinilega vel við að spila gegn þeim, þrenna á síðasta tímabili og komin með 2 núna. Hlakka til að sjá seinni hálfleik.

  Áfram Liverpool

 32. 58# Hann var nú næstum búinn að skora úr baneitraðri sókn með Suarez.
  Þetta er Steven Gerrard langbesti leikmaður Liverpool síðan við unnum deildina síðast,hvað er fólk alltaf að trolla.

 33. nr. 45

  Er það bara ég eða hefur Suarez stórlega lagast með grenjið og röflið þegar eitthvað dettur ekki með honum?

  Nei það var ekki málið, hann bara hló eins og við hin enda var þetta bara grín. Mestu rasistar enska boltans eru allir á vegum FA eða innan veggja FA, það er alveg morgunljóst. Þetta er bara orðið ótrúlegt.

 34. Þetta er eiginlega bara fyndið að það hafi ekki verið dæmt víti þegar hann braut á Suarez. Það er bara ekki hægt að skilja þetta………

 35. Heyrði gæja í Viasat studíóið segja: Suarez hefði fengið víti ef hann væri á Craven Cottage… Veit maðurinn ekki hvaða dómari er á Craven Cottage eða?

  Þetta víti sem Riise fékk er meiriháttar djók!… dýfa sem virtsist þar að auki vera fyrir utan teig.

 36. Eru fleiri en ég að upplifa vandamál með sopcast? kemur alltaf cannot access sopcast server á öllum stöðum sem ég prófa

 37. Flottur fyrrihálfleikur hjá okkar mönnum. Vonandi fáum við fleiri mörk í þeim seinni 🙂 Athyglisvert hvernig farið er með Suarez leik eftir leik…..hlítur að vera hundfúlt að fá nánast aldrei neitt dæmt með sér. Ætli dómarar skoði ekki leikina eftirá og sjái og heyri hvernig frammistaða þeirra var!! Líka merkilegt ef hann var að reyna að fiska víti….af hverju fær hann þá ekki gula spjaldið eða í það minnsta tiltal frá dómara. Finnst reyndar Suarez vera að þroskast í afstöðu sinni til dómara og það er bara flott. YNWA

 38. Frábær frammistaða hjá liðinu en vörnin virkar samt smá shaky og menn verða að vera á tánum í 90+ í dag ef ekki á að fara illa.
  Suso og Wisdom eru að spila eins og þeir hafi verið í liðinu í mörg ár.

 39. Voða verð ég samt að hrósa Reina í dag, hefur verið frábær og honum að þakka að Norwich hafi ekki skorað í dag. Er gjörsamlega að minna á sig eins og hann var þegar hann var upp á sitt besta. Nokkrar frábærar vörslur og tekið vel þátt í spilinu

 40. Það er ótrúlegt að fylgjast með þessum unglingum í Liverpool það er bara eins og þeir hafi alltaf verið í liðinu. Spila ótrúlega vel framtíðin er björt ef þeir halda áfram á þessari braut. Að fá Suso og Sterling inn í liðið er bara eins og að vera með 2 10m+ leikmenn í liðinu.

 41. Það lekur klassi af Sahin. Verðum að fjárfesta í honum næsta sumar. Suarez með toppleik. Unglingarnir schnilld.

 42. Nr. 72

  Æ ég meina að skýrslan kemur inn strax eftir leik, ekki þegar búið er að sýna leikinn á Stöð 2 Sport 3

 43. Verid velkomnir til leiks i ensku Premiunni i vetur!! Thvilik snilldarframmistada!

 44. Suarez og Sahin eru svo miklir háklassaleikmenn, ekki bara góðir heldur heimsklassa.

  En voðalega erum við eithvað heppnir í vörninni, eða Norwich óheppnir í sókninni, fullt af færum en klúðrast allt. Er þetta lögmálið um jafnvægið að verki?

 45. Ég held ég sé kominn með lausnina á vandamálum Norwich.

  Þeir kaupa bara Suarez, hann skorar alltaf þrennu á Carrow Road…

 46. Við bara eigum ekki að ná að halda hreinu. Vörnin ekki búin að vera uppi á sitt besta í þessum leik.

 47. Eins frábærir og við höfum verið fram á við þá erum við ekki beint búnir að vera sannfærandi í vörninni. Norwich ættu að vera búnir að skora þrjú.

 48. Hvað kom eiginlega fyrir eftir að Steve Clarke fór? Varnarmennirnir okkar eru eins og hauslausar hænur, það er hræðilegt að horfa upp á þetta. En annarsstaðar á vellinum höfum við verið frábærir í dag.

 49. Brendan Rogers verður orðinn landsliðsþjálfari Englendinga eftir ca 10 ár, hann er alveg með´etta

 50. Mun eiga blautan Joe Allen-draum í nótt, hann er búinn að vera það góður að ég finn ekki viðeigandi lýsingarorð.

 51. Styrmir,
  Getur sótt SopCast Lite í iPad, iPhone og iPad. Fæst í AppStore

 52. þrátt fyrir varnarskallana þá er Lucas ekki að fara slá Joe Allen úr sinni stöðu. Sahin og Allen bókstaflega frábærir í dag. Wisdom skilaði sínu með miklum sóma. Frábær þrenna frá manni leiksins.

 53. Haukur 103

  Og virkar þetta ? Ég prófaði að setja þetta upp í ipad og fékk ekki til að virka. Fann ekki neitt stream.

 54. Hallur Sig:

  Já, svínvirkar alveg. Þú ferð bara á einhverja P2P síðu til að finna SopCast streymi, t.d wiziwig.tv, afritar sopcast slóðina þaðan inn í forritið í iPadinum.

  SopCast slóðirnar eru svona: sop://broker.sopcast.com:…………………

  Ferð í favorites í forritinu og býrð til nýtt, peistar inn slóðina og skrifar eitthvað nafn. Ferð svo til baka og smellir á favoritið sem þú bjóst til.

  Ég notaði þetta í gær til að horfa á streymi frá BloodZeed, virkaði fínt bæði í iPad og iPhone og gæðin voru frábær.

 55. 46 Hallur, takk fyrir þetta. Á svo bara að opna slóð í wiziwig og hún opnast í sopcast, eða hvernig setjið þið mismunandi slóðir í sopcast ?

  103 Haukur, hvernig horfir þú í ipad ? Er búinn að ná í sopcast lite, og sé þar channels, virðast á kínversku…. en síðan er hægt að bæta við channels virðist vera á channel feed, en það var ekki að virka.

  Allar upplýsingar vel þegnar :).

Norwich á morgun

Norwich 2 – Liverpool 5