Opin umræða

John Terry fékk í dag fjögurra leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Anton Ferdinand. Ræðið það hér ef þið viljið eða hvað annað sem ykkur dettur í hug. Þetta er opinn þráður.

55 Comments

 1. Svo ég skilji þetta rétt. Það er gaurinn frá Uruguay sem er mesti rasistinn í þessu máli?

  Þessi sem var búið að stimpla með ýmsum stimplum áður en þeim datt í hug að saka hann um rasisma án þess þó að finna neinar sannanir fyrir því.

  Fyrirliði Enska landsliðsins sem náðist á myndband öskra mun verra níði á mótherja sinn fékk bara 4 leikja bann sem er lágmarksrefsing skv. meingölluðum lögum FA, þrátt fyrir að vera reyndar sýknaður fyrir dómstólum. (Suarez málið var svo veikt (lýgi) að það var ekki einu sinni reynt að fara með það fyrir dóm).

  Eins og við sögðum í fyrra og oft á þessu ári, aðal rasistarnir í enska boltanum eru að stjórna enska knasspyrnusambandinu. .

  En nei, klínum þessu á gaurinn frá Uruguay!

 2. Það að Suarez hafi sagt tiltekið orð 7 sinnum var byggt á vitnisburði Evra sem var síbreytilegur og voru engar sannanir fyrir hendi. Suarez hinsvegar gekkst við því að hafa sagt þetta 1 sinni.
  Í Terry málinu voru bein sönnunargögn fyrir hendi þ.e. myndbandsupptaka.

  Hér kemur greinilega í ljós að það skiptir máli hvort um sé að ræða Jón eða séra Jón.

 3. Miðað við þessa tvo úrskurði, þá eru þessir herramenn misjafnlega sekir. Það er aldrei gott þegar það er misræmi í svona málum. Þá er greinilega hagstæðara fyrir leikmenn í ensku deildinni að meiða mótherjann líkamlega. Þú færð í mesta lagi 3 leikja bann fyrir beint rautt, ekki satt? Mér líst ekkert á þetta.

 4. Nr. 2 Stebbi

  Sannaðu það fyrir mér.

  Nei skýrsla FA er ekki marktæk sönnun, það ætti að vera alveg augljóst.

  Suarez viðurkenndi btw að hafa sagt Negro einu sinni og ekki meint það sem niðrandi enda notar hann það orð dagsdaglega yfir vini sína. Þetta var eina sönnun FA.

  John Terry öskraði fucking black cunt og það náðist á myndband.

 5. Fjögra leikja bann handa Terry þíðir að ef hann fer í bann strax er fjórði leikur Chelsea gegn MU, átta leikja bann Suarez hefði einnig orðið síðasti leikur gegn MU ef LFC hefði ekki gert jafntefli í bikarleik. Furðuleg tilviljun.

 6. Í guðanna bænum hættum að spá í þetta mál. Suarez og klúbburinn búnir að leggja þetta til hliðar. Legg til að við gerum það sama.

 7. Nr. 8

  Hjartanlega ósammála. Þetta mál er alls ekki grafið enda þarftu að vera heyrnarlaus þegar kemur að Liverpool leikjum.

  Vona að umræðan um þetta verði sem allra mest og FA nauðbeygðir til að breyta hjá sér reglum og verklagi.

 8. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart, þar sem F.A. er meingallað.

 9. Nú eru Man U menn og hatursmenn Liverpool (lesist Man U menn) komnir með byr undir báða vængi en sá byr kallast tíðni brots. Af því að Suarez átt að hafa sagt negro 7 sinnum samkvæmt dómi FA þá er það svo svakaleg móðgun að kynþáttahatrið og kvenfyrirlitningin sem John Terry náði að summa saman í einu orði fyrir framan myndavélar með handahreyfingum er ekki neitt í samanburði. Þetta er alveg makalaust!

 10. Ég sé fyrir mér þessa vitleysinga hjá FA rökræða bannið svona:

  Hann sagði “Negro” 1 sinni eða 7 sinnum, 1+7 eru 8. Sem sagt 8 leikir í bann!

  Hann sagði “fxxking black cxnt”. Fuck is a 4 letter word. 4 leikja bann!

 11. Hey…hann fékk þó bann og háa sekt….finns að við eigum EKKI að fara að ræða sanngirni/ósanngirni milli hans og Suarez….
  Suarez tók sínum dómi eins og sannur karlmaður og það mál er löngu BÚiÐ.
  Hvet okkur hér að taka þessu sem karlmenn og fara ekki að væla og kvarta um þetta mál þar sem við höfum ekkert með þetta að gera !

  Bjartir tímar framundan og smjörþefurinn kom í gær það sem koma skal hjá klúbbnum, baaaara spennandi !

  Ég er ennþá í sigurvímu frá gærkveldinu og hlakka til laugardags….
  YNWA

 12. Rétt upp hönd sem var hissa.

  Jú ég var reyndar soldið hissa á að hann hafi fengið heila 4 leiki í bann, en Babu skýrir það í pósti #1.

 13. Menn verða að muna eftir því að í málinu gegn Suarez, þar sem vitnisburður Evra skipti mestu máli í dómnum sjálfum, að Evra fékk aðgang að sönnunargögnunum í málinu 3x áður en hann var látinn bera vitni. Suarez hinsvegar sá þau í fyrsta skipti þegar að vitnisburðurinn var, hvor er líklegri að hljóma trúverðugari ? Mæli með því að allir leggi þetta á minnið næst þegar að aðdáendur Scum og annarra liða hrauna þessu á stuðningsmenn LFC.

  En fyrst FA voru að dæma Terry þá átti að vera ómögulegt fyrir þá að dæma hann í minna bann en Suarez, en þeim tókst það einhvernvegin. Og síðan er hlegið að manni þegar að maður bendir á óréttlætið sem LFC þarf að eiga við í dómgæslu og meðferð FA á liðinu ár eftir ár ….

 14. Af hverju fær hann helmingi styttra bann en Suarez en þarf að borga rúmlega 5 fallt hærri sekt?

 15. Eins og ég var búinn að koma inná áður. Held að það sé full þörf á því að rannsaka alla starfshætti og meðhöndlun FA á málefnum Liverpool FC frá Hillsborough slysinu.

  Er það eðilegt að afsökunarbeiðni frá FA á Hillsborough slysinu komi rúmum tveimur áratugum eftir slysið, þegar ljóst var að völlurinn hafði fallið á öryggisprófum? Af hverju stafaði þessi þöggun hjá FA allan þennan tíma? Getur verið að þessi atburður hafi breytt vinnubrögðum sambandsins gagnvart LFC æ síðan?

  Hvernig stendur á því að leikmaður LFC sem er dæmdur sekur af hálfur FA fái lengra bann fyrir sama brot og leikmaður Chelsea?

  Benitez gerði ýmsar athugasemdir við starfshætti FA á sínum tíma. Benti t.d. á mismunun á leikjaniðurröðun liða. T.d. var Liverpool meinað að færa sinn leik um einn dag á meðan að andstæðingurinn fékk sinn leik færðan yfir á hentugari dag.

  Er eðlilegt að t.d. David Gill hafi stórt hlutverk um borð hjá FA? Er það eðlilegt að FA beiti sér fyrir því að fá leikbönn minnkuð sbr. Wayne Rooney?

 16. FA má eiga það að þeir eru “skemmtilega” samkvæmir sjálfum sér í ósamkvæmni sinni.

  Jæja fer þessi leikur á móti Norwich ekki að byja!! Kjúllar vs. Kanarí, bring it on.

 17. Evra er miklu dekkri en Ferdinand og í því liggur dómurinn. Terry fær helmingi styttra bann því hann er ljósbrúnn ! ekki flókið

 18. Kjartan Atli. Terry fær hærri sekt því hann er með hærri laun en Suarez

 19. Mancheaters United hljóta að vera ánægðir að bannið sé minnsta kosti nægilega langt til þess að Terry spili ekki geng Mancheaters, og að þetta bann hafi tekið allan þennan tíma að fara í gegn, það skiptir jú miklu að FA hjálpi mancheaters eins mikið og hægt er þar sem Chelsea er í efsta sæti núna. Maður er reyndar hættur að vera hissa á þessu og þetta er hætt að koma á óvart, það sjá þetta allir. Juventus syndrome á mancheaters, það er bara tímaspursmál hvenær flettist af þessu, ekki langt í það.

 20. Alveg storfurdulegt og mer finnst FA vera mestu ,,kynthattanidingarnir” eda thjodernis øllu heldur!

  En tad styttist i næsta leik. Get ekki bedid!

 21. Brendan hringdi í Mike Riley yfirdómara og sagði skoðun sína á ósanngirninni í dómunum undanfarið.

  Ég styð Brendan í því að vekja formlega athygli á þessu.

  Stuðningsmenn annarra liða mega kalla þetta væl og fleira gáfulegt en það er löngu kominn tími til að dómarar í Bretlandi fari að samræma sig, ekki bara sín á milli heldur einnig í ákvörðunum innan leikja.

  Við viljum heiðarlegri fótbolta, við viljum samræmi og sanngirni í dómum og við viljum að menn hætti að setja einhverja labela á menn og dæma út frá því, eins og hægt er að færa rök fyrir með Suarez sem dæmi.

  Ef Suarez fer niður án allrar snertingar myndi ég vilja sjá Brendan kippa honum útaf með de samme. Mér fannst frábært að sjá Yesil reyna að standa af sér tæklingu í gær þó hann hafi ekki fengið neitt fyrir það. Dómararnir ættu að ræða það sín á milli að dæma hiklaust á brot ef menn reyna að standa af sér og hagnaðarregla gildi ekki og sleppa því að dæma þegar menn húrra sér niður við minnstu snertingu.

  Það er það eina sem kennir þessum köppum að hætta þessu.

  En það eru litlar líkur til þess að dómarar á Englandi bæti sig verandi með þessi Mikka mús FA samtök yfir sér.
  YNWA

 22. Það er þá sem sagt staðfest með þessum dómi að Ferdinand er virkilega “F…ing b…. cunt” Þetta er eitthvað sem ég bjóst ekki við, hélt að hann væri bara svartur. Það er ekki sama að vera að dæma breta og Uruguay mann. FA sambandið er fyrir löngu búið að missa alla “virðingu” hjá almenningi eftir hvernig þeir haga sér. Bann Suarez, áfrýun á banni rooney, bann terry og svo afsökunarbeiðni á Hillborough 23 árum eftir hamrleikinn þar. Ég á ekki nógu sterk lýsingarorð til þess að lýsa viðbjóði mínum á öll þeirra vinnubrögð undanfarin ár.

 23. RASISMINN er þá eftir allt mestur hjá FA. = Federation of assholes.

 24. Mikið er enska hvíta FA yfirstéttin dásamlegt! Manni hlýnar um hjartaræturnar.
  Þetta er rayndar svo fyrirsjáanlegt að maður er eiginlega búinn að vera reiður fyrirfram og yppir eiginlega bara öxlum yfir þessu.

 25. Nú erum við með Suarez sem að er sakaður um að láta sig detta. Hann gerir það oft en ekki alltaf. Og við verjum hann, en hvað með alla aðra leikmenn sem að við höfum drullað yfir fyrir að láta sig falla? s.b. Ronaldo?

 26. Skil vel að flestir eru orðnir þreyttir á þessu Suarez / evra máli. En það breytir því ekki að það var bókstaflega valtað yfir Suarez. Enska knattspyrnusambandið er ekki hæft til að dæma eða ákveða refsingar í svona málum með svona svakalega skitu á bak. Vitleysan ríður ekki einteyming og það kom í ljós í dag með dómi John Terry. Þó menn vilji ekki játa það þá hafa scums óeðlileg tök innan FA enda stóð ekki steinn yfir steini í Suarez/evra málinu. Það þætti “vafasöm” sönnunarbyrði eins og var boðið uppá í Suarez/evra málinu í alvöru dómstólum. Orð gegn orði og enginn heyrði þetta nema Evra sem var að reyna að afsaka skituna sína í þessum leik með því að hann hefði verið svo miður sín yfir þessum meintum ummælum.

  Mest hissa er ég þó á aðgerðarleysi LFC í þessu máli. Að þeir skuli ekki setja athugasemd við misræmið í þessum dómum. Ég er allavega orðinn þreyttur á að það sé bara sjálfsagt að það sé labbað yfir LFC á skítugum skónum sbr Hillsborough. Þar á FA ekki minni sök en þeir sem lugu og báru skítinn uppá þá sem áttu það ekki skilið. Ég vona að þeir sem eigi hagsmuna að gæta í því máli fá ríflegar bætur frá þessu skítasambandi.

  Ef þetta hefði verið Terry vs Evra og Suarez vs Ferdinand og Terry fengið 4 leikja dóm og Suarez 8 leiki með sömu sönnunargögnum og þeir voru dæmdir eftir þá væri rauðnefur froðufellandi á Old Trafford og símalínurnar myndu ekki stoppa hjá FA sem væri að setja saman nefnd til að fara yfir þetta drasl allt saman til að róa kallinn.

  Djöfull ætla ég að vona að LFC svari þessu inni á vellinum og að risinn sé byrjaður að velta sér á hliðina áður en að hann stendur upp og fer að standa undir nafni sem stórklúbbur. Leikurinn í gær hrein unun og framtíðin bara björt.

  Vonandi gera þeir næstu helgi gleðilegri en síðustu helgar 🙂

 27. Mér finnst nú fyrirsögnin í fréttinni sem 28 bendir á mikið úr samræmi við það sem Barton segir. En þetta er reyndar alveg rétt sem Barton segir.

 28. Eg ætla ekki ad dæma ykkar mann ne fyrirlida Chelsea. Til thess ad gera slikt thyrfti eg adgang af øllum gøgnum i badum malum. Thid verid hinsvegar ad komast ur hlutverki fornarlambsins. Thad er ekkert samsæri i gangi.
  Ef eg væri LFC supporter i dag mundi eg einungis spa i thokkalega bjarta framtid felagsins. Ungdomurinn er vægast sagt efnilegur og thad er fyrir ykkur mikid glediefni. Thad er alveg ljost ad ef LFC a ad komast i topp 4 stødu fljotlega verdur thad med godu unglingastarfi og einstaklega snidugum kaupum.

 29. Er ekki hægt að færa Liverpool bara yfir í spænsku deildina eða eh og losna alveg við FA ?.. fjarlægur draumur kanski

 30. Ég er dálítið upptekinn af því hvað kynþáttaníð er og hvað kynþáttaníð er ekki. Allir góðir menn skrifa undir orð Martin Luther King: I have a dream that my four little children will one day live in a nation where they will not be judged by the color of their skin, but by the content of their character

  Þetta er nákvæmlega málið að mínum dómi. Er kynþáttaníð að missa sig í fótboltaleik og segja vanhugsaða setningu? Er ég karlremba og á móti jafnrétti af því ég kallað Jóhannu Sigurðardóttur einu sinni “heimska flugfreyju”? Er ég með fordóma gegn konum og jafnvel flugfreyjum?

  Sjálfur tel ég ekki svo vera, þótt ég sjái eftir orðum mínum, en sjálfsagt finnst Sóleyju Tomm það. FA er að mínum dómi í ruglinu. Terry er ekki rasisti frekar en Suarez. Það er verið að gengisfella hugtakið “rasisti”. Þeir Terry og Suarez eru í mesta lagi óuppdregnir kjánar eins og ég, og það sama má segja um það sem ögruðu þeim. En kynþáttaníðingar, langt frá því!

  Ég er algjörlega viss um Martin Luther King og Malcolm X og fleiri talsmenn fyrir réttindum fólks hefðu algjöra fyrirlitningu á að einhverjir uppar í FA, með öllu án jarðtengingar við raunveruleikann, taki sér leyfi til að taka þetta mikilvæga mál niður á annað eins plan. Við ættum öll að berjast gegn raunverulegu kynþáttaníði sem sem felst í útilokun, einelti og fyrirlitningu af því hvernig þú lítur út en ekki af því hver þú ert.

 31. Æi nr. 32
  Sérðu ekki að menn eru bara að benda á ósamræmið í þessum dómum og það þrátt fyrir að annað næðist á myndband sem myndi amk kallast sönnunargagn en hitt dæmt eftir orðum meins fórnarlams(talandi um fórnarlömb).

 32. Málið er samt alltaf, hvað í fokkanum er að því að kalla svart fólk svart?! Er það bara bannað, ég meina ég er alveg sammála Ferdinand í því að hann er rétt svona smá brúnn, en að brjálast svona yfir því að vera kallaðu svartur skil ég ekki. Frekar yrði ég reiður ef ég væri kallaður kunta frekar en svartur…. Shit hvað ég hata þessi rasista mál þar sem þetta er bara svona rugl sem er sagt í hita leiksins og sennilega eru allir nokk sama um eftir leik….

  Meina er eithvað verra að kalla eithvern “svarta kuntu” frekar en “ljótan, heimskan, leiðinlegan og asnaleg” sem dæmi? ER ÉG SÁ EINI SEM ER EKKI GEÐVEIKUR HÉRNA?!?!

 33. Hvernig geta FA verið að dæma menn í bönn fyrir rasisma þegar þeir eru sjálfir rasistar? Þvílík og önnur eins hræsni! Á ekki til orð!

 34. @ 35
  Eg get ekki dæmt um thad frekar en thid…..Thad er ørugglega god og gild astøda fyrir thessum domum….Knattspyrnumenn eru ekki alltaf beittasti hnifurinn i skuffunni….Eg veit ekki hvernig their svørud fyrir sig thegar malin voru rannsøkud ne hversu sannfærandi their voru….Eg personulega tel ad hvørugt malid se rasismi en FA er undir mikilli pressu ad taka a thessu…Thad sem thessir menn søgdu i hita leiksins er meira heimskulegt en rasismi….

 35. Thad hefur aldrei verid thrattad um ad Suarez kalladi Evra negrito og ad JT kalladi AF black cunt….Hinsvegar ef menn hafa tulkad negrito sem nigger tha er thad kannski øllu alvarlega…Ekki mitt ad dæma um thad 🙂

 36. Terry ætlar að leggja fram fyrirspurn til enska knattspyrnu sambandsins, hann vill fá skýringu á niðurstöðu dómsins.
  Fyrirspurnin hlýtur þá að vera sú, hversvegna “bara” fjóra leiki, en ekki átta?

 37. Terry ætlar að leggja fram fyrirspurn til enska knattspyrnu sambandsins, hann vill fá skýringu á niðurstöðu dómsins.
  Fyrirspurnin hlýtur þá að vera sú, hversvegna “bara” fjóra leiki, en ekki átta?, eða hvað?

 38. John Terry banned for four games & given £220,000 fine following FA disciplinary hearing.

  John Terry releases a statement on his ban:
  “I’m NOT a racist. Racism is a crime – and crime is for black people.”

 39. Stebbi #2

  Munurinn er sá að Terry sagði þetta einu sinni en Suarez 7 sinnum.

  Skiptir nákvæmlega engu máli hversu oft þetta var sagt í báðum málunum,
  ef ég frem morð með því að skjóta mann í hausinn skiptir engu máli hvort ég skít hann einusinni eða fjórum sinnum eða sjö sinnum, ég er alveg jafn sekur um morð!
  Alveg eins og Terry er jafn sekur um rasisma eins og Suárez þannig að þessi dómur er til skammar.

 40. Þetta er mjög skrítið allt, og það sem er skrítnast er að FA þarf ekki að gefa neinar útskýringar, hversvegna þeir komast að þessari niðurstöðu, það eina sem maður getur sannarlega lesið út úr þessum dómi er að þetta er allt gjörspilt og alveg með ólíkindum að svona nokkuð sé látið líðast 2012… En samt það er spilling viðskiptalífinu um allah heim og Fótbolti er í dag ekkrt annað en viðskipti fyrst og síðast…

  Áfram LIVERPOOL…YNWA…

 41. Knattspyrnusambandið á eftir að skila sínum rökstuðningi. Það verður væntanlega 300 blaðsíðna doðrantur og kemur út á gamlaárskvöld eins og í fyrra…

  … annars eru svona 10 mínútur í að nýtt podcast detti inn þar sem við ræddum þessi mál og allt annað í þaula.

 42. Hverjum er ekki sama um John Terry. Farið að draga hressilega af honum og bara dragbítur á sín lið. Lifir á fornri frægð.

 43. Nr. 41

  Eðlilega fer hann fram á skýringu. Það er búið að sýkna hann fyrir dómstólum.

 44. Sorry, vill ekki skemma daginn fyrir ykkur, en ég er enn að pirra mig á þessari dómgæslu um helgina. Datt inn á þessa síðu og er síðu og er búinn að fara yfir eitt og annað á hundavaði.

  http://www.refereedecisions.co.uk/how-the-refs-treated-man-u-last-season/

  Það var eitt sem stakk mig í augun – af öllum dómurum sem dæmdu United leiki í fyrra, var Mark Halsey með versta skor í “High for” í leikjum hjá United. Hann var ekki með flestar “hlutdrægar” ákvarðanir United í vil, en hann var áberandi hlutdrægastur þegar kom að stórum ákvörðunum, af þeim dómurum sem dæmdu leiki United í fyrra. United var í fjórða sæti af öllum liðum í deildinni hvað varðar hlutdræga dómgæslu. Peter Walton var sá dómari sem reyndist United hvað verstur, hann starfar ekki lengur sem dómari í ensku úrvalsdeildinni.

  Á þessari síðu er Liverpool einnig tekið fyrir, og almennt voru dómarar hliðhollari okkur en gengur og gerist í deildinni – en ekkert í líkingu við United. Eftir að Kenny kvartaði í Riley í fyrra fengum við áberandi hlutdræga dómgæslu með okkur í næstu 4 leikjum eftir það. Sjáum hvað gerist núna eftir símtalið frá Rodgers!

  Dómarar voru ekki sérstaklega hliðhollir City í fyrra skv. þessari úttekt, þeir voru svona í kringum meðaltal.

  Ég er ekki að reyna að finna út neina sérstaka samsæriskenningu með þessum pósti, en finnst magnað að einhverjir hafi nennt að leggjast yfir þetta og vona að þetta sé nálægt því að vera marktækt.

 45. Það er nú líka bara gaman að skoða leikina okkar gegn United seinustu 2 árin og skoða skandalana sem hafa gerst þar..

  Sem dæmi vítið hans berba í fyrra í FA cup..

  http://www.youtube.com/watch?v=0XFaCJLkOn4&feature=player_detailpage#t=25s

  Annars er þessi Terry dómur fáránlegur með öllu, þetta skemmdi tímabilið hart hjá okkur þetta suarez bann, á meðan að Terry fær stutt og laggott bann eftir að hann fær að klára að spila í meistaradeildinni og EM..

 46. Mér finnst augljóst af ummælum hér að menn hafa annað hvort ekki lesið dóminn yfir Suarez eða eru búnir að gleyma honum.

  Þar kom m.a. skýrt fram að ákvörðun um sekt eða saklaysi var allt önnur heldur en refsiákvörðunin. Fyrst var sem sagt úrskurðað að Suarez væri sekur. Þá tók við ferli um að ákvarða refsingu og þá skipti aðeins máli að hann hafði verið fundinn sekur, ekki hvernig sú niðurstaða var fengin.
  Þá var að skýrt tekið fram að refsingin var þyngd vegna þess hversu oft hann átti að hafa sagt Negro og reyndar einnig öðrum til varnaðar.

  Það er því lögfræðilegt samræmi í þessum refsingum FA og að mínu viti ekkert við þeim að segja. Vitleysan er að hafa dæmt Suarez sekan fyrir þetta yfirhöfuð. Skýrslan sýnir það glöggt, full af mótsögnum og FA ákveður hreinlega að trúa öðrum 100% en véfengja hinn að öllu leyti. Það er hið raunverulega hneyksli.

 47. Málið er það, strákar mínir, að enska knattspyrnusambandið getur gert það sem því sýnist og við höldum samt áfram að horfa. Langvinsælasta íþrótt í heimi og vinsælasta deild í heimi. Þó þeir myndu ekki dæma hann í bann, þá myndum við samt halda áfram að horfa.

 48. Séra Jón og Jón og allt það. Ekki jókst það litla álit sem ég hafði á ensku slúður pressunni við þetta:

 49. Nr. 54

  Ættir svo að skoða muninn á pistlum Ollie Holt um þessi mál í Mirror. Ekkert smá vont fyrir hann að Terry færi í samskonarmál enda lítur Holt út eins og fíflið sem hann er á þessum háa hesti sem hann var þegar kom að Suarez málinu.

WBA 1 Liverpool 2

Kop.is Podcast #27