Ungt lið gegn WBA:

Liðið gegn West Brom er komið og er sem hér segir:

Jones

Wisdom – Carragher – Coates – Robinson

Sahin – Henderson – Downing

Pacheco – Yesil – Assaidi

Bekkur: Gulacsi, Sama, Wilson, Coady, Suso, Sterling, Sinclair

Þetta er einfaldlega fáránlega ungt lið. Meðalaldurinn í kringum 23-24 ár en ef Jones, Carra og Downing eru frátaldir er restin af leikmannahópnum með meðalaldur í kringum 21 ár.

Þetta verður einfaldlega gríðarlega erfiður leikur. Gleymum ekki að Steve Clarke fór alla leið með Liverpool í þessari keppni í fyrra og þeir hljóta að teljast sigurstranglegri fyrir fram vegna þess hvað Liverpool hvílir marga. En ég hef hins vegar lúmska trú á strákunum. Vona að þeir komi fólki á óvart í kvöld.

Koma svo, áfram Liverpool!

101 Comments

  1. Ekki að þetta sé BARA mjög ungt lið heldur er þetta töluvert sókndjarft lið sem hann stillir upp.
    Downing – Pacheco – Yesil – Assaidi eru allir sóknarþekjandi leikmenn og svo eru Sahin og Hendeson á miðjunni 🙂
    Þetta verður athyglisvert svo ekki sé meira sagt. En ég ætla að hafa trú á kjúklingunum.

  2. Vona það besta, en Clarke þekkir alla leikmenn LFC út og inn. Það gefur honum forskot inní þennan leik. Það var samt skemmtilegt að horfa á strákana á móti Young boys, vonandi verður þetta svipað gaman og með svipað góðum úrslitum 🙂

    Koma svo strákar ! !

  3. Hefði viljað sjá 1 reynslubolta á miðjuni til að stjórna, Gerrard eða Allen,, En verður spennandi að sjá kjúlana,, þá sérstaklega Yesil og Assaidi….. KOMA SVO LIVERPOOL,,, YNWA.

  4. Mæta þessum hérna: Foster; Jones, Tamas, Olsson, Ridgewell; Thorne, Mulumbu; Fortune, Dorrans, Rosenberg; Lukaku.

    Verður ekki auðvelt verkefni, en spennandi 🙂

  5. Hver er Sinclair? Annars skemmtilega spennandi lið. Ekki endilega sigurstranglegt, en skemmtilegt.

  6. Sinclair er striker sem liverpool signaði 14 ára frá WBA sumarið 2011. Hann varð 16 ára fyrir viku síðan og er því yngstur til að spila fyrir liverpool ef hann gerir það.
    “A very highly-rated youngster- it has been suggested that the Liverpool coaching staff consider his potential to be at a similar level to that of Raheem Sterling”

  7. Fyndið að kalla allen reynslubolta, fæddur sama ár og henderson. Henderson á fleiri ár í úrvalsdeild einnig. Síðan er sahin reynslumeiri en þeir báðir, komandi frá real madrid og átti 2 mjög góð tímabil með dortmund þar sem hann vann deildina í eitt skiptið sem algjör lykilmaður. Ættum ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að miðjunni vanti reynslunna frá joe allen.

  8. Er einhver snillingur með stream? Hvað heitir síðan ´sem er alltaf með helv fínt streams whzig eða eitthvað álíka?

  9. wiziwig.tv – ekkert stream þar enn sem komið er ef frá er talin rúmensk stöð sem er “uncertain”

  10. Kæru félagar… !!
    Í Fowlers bænum setjiði þennann link í bookmarks http://www.lfclivewire.com/
    Það er úrval af linkum þarna og þú þarft aldrei að leita annað til að horfa á liverpool leiki. 😀

  11. Vá. Bara vá. Þetta var frábært. Virtist koma bara alveg upp úr þurru. Vel gert Sahin. 😀

  12. Rodgers sagði mönnum að skjóta til að skora, flott að sjá hann hlusta á það hehe

  13. WBA fær bara ekki boltann….geðveikt flott og gaman að horfa á þessa spilamennsku… !

  14. Hvernig var þetta ekki gult spjald á Mulumbu ? Jæja, þegar ég skrifa þetta fékk hann þá gult eftir annað brot, en hefði átt að vera kominn með gult fyrr !

  15. Sumir hefðu nú meira að segja gefið honum rautt fyrir þetta, þannig að hann var alveg stálheppinn.

  16. Downing karlinn kemur ekkert alltof vel út úr samanburði við t.d Assaidi.

  17. Hvað ætli Mulumbu hefði fengið mörg rauð hjá Halsey fyrir tæklinguna á Hendo áðan? :p

  18. Downing karlgreyið. Ég er búinn að reyna og reyna að vera ekki of gagnrýninn á hann en ég er alveg kominn með nóg af þessu hjá manninum. Annaðhvort er allt sjálfstraust farið úr honum eða hann er bara ekki sami leikmaður og hann var hjá Aston Villa. Vantar alla hugmyndasköpun og djörfung til að þora að keyra á varnarmennina og gera eitthvað óvænt. Ég held því miður að þetta sé bara ekki að detta hjá honum eins og maður vonaði að það myndi gerast með tíð og tíma.

  19. 43.

    Hefði ekkert fengið frá Halsey því

    a) Henderson fór ekki að grenja eins og Evans

    b) Alex Ferguson er ekki að stýra WBA

  20. He he, gaman að sjá Carragher með öllum kjúllunum.

    Assaidi kemur með hraða og spennu þarna á kantinn sem maður hefur saknað lengi. Sahin öruggur á miðjunni.

  21. Margt spennandi í þessu.
    Út með Downing og inná með Sterling og við erum með yngsta og graðasta lið norðan alpafjalla, þó svo Carra sé með.

    YNWA

  22. Downing er fínn þangað til kemur að gefa fyrir eða skjóta. Skil ekki hvað hann er að pæla stundum. Hann verður að líta betur í kringum sig við vítateiginn.
    Held að við vinnum þennan leik.

  23. Mér finnst þetta bara gaman. Mér sýnist vörn WBA eiga í stökustu vandræðum með þessa ungu, fljótu og teknísku gæja. Ágætt að Foster hafi ákveðið að jafna út mistök Jones. Hlakka til síðari hálfleiks.

  24. Flottur fyrrihálfleikur fyrir utan fyrstu 5 mín. Enn sér mað allsvaklegan mun á milli dómara. Háskaleg tækling en okkur maður fór ekki að grenja og því aðeins tiltal!!!! Menn standa af sér tæklingu við teiginn og fá ekkert, er eitthvað skrítið að menn láti sig falla við snertingu! Koma svo Liverpool

  25. Virkilega ánægður með spilamensku liðsins. Liðið er að halda boltanum vel og kjúllarnir eru áræðnir og duglegir. Vörninn virkar ekki traust en miðjan er að standa sig mjög vel og við erum meira ógnandi sóknarlega heldur en þeir.
    Sahin er búinn að vera virkilega góður og Assaidi er áræðin og væri gaman að henda Boruni( Ítalska fúlegginu) út fyrir Assaidi þegar við spilum næsta leik.

  26. Æjji Downing…

    Æjjji Carragher…

    Hljótum við ekki að eiga einhverja menn í staðinn 🙂

    Annars var Mulumbu stálheppinn að fá ekki rautt þarna, fer með sólann á undan og á lofti í löppina sem Henderson stendur í… Maður hefur séð bein brotna við svona glórulausar tæklingar….

  27. Mér finnst bara skrambi gaman að horfa á þetta. Wisdom er huggulegri varnarmaður en Johnson. Robinson lítur út eins og Robero Carlos samanborið við Enrique. Carra með 2005 tæklingu á Lukalu , sem var við það að sleppa einn í gegn. Germanin nýji er dugnaðar drengur þarna frammi og gæti verið sonur Sweinsteigers og Özil og Assaidi fljótur og þorir , bara spurning hvenær þetta dettur hjá honum og Henderson lítur ágætlega út þegar hann spilar stöðuna sína . Gaman að sjá menn djöflast og sýna að þeim sé annt um klúbbinn , svo kemur þetta bara hægt og sígandi hjá okkur með tímanum. Liverpool að eilífu , sama hvernig gengur.

  28. Við rífumst við United-menn um hvor átti verri tæklinguna, Shelvey eða Evans. Mulumbu átti eina verri en þeir báðir áðan og hann slapp með tiltal. Samræmi dauðans.

    Viljiði sjá Assaidi og Downing á köntunum? Eins og svart og hvítt. Þetta er ekki hægt. Downing hlýtur að hverfa frá í janúar með þessu áframhaldi.

    Annars bara sáttur í hálfleik. Menn jöfnuðu sig fljótt eftir að þeir fengu fyrsta markið gefins, tóku öll völd í leiknum og gætu hæglega verið komnir yfir ef Yesil væri ekki einn þarna frammi. Á hvaða mínútu í seinni hálfleik ætli Pacheco verði tekinn út af fyrir Suso? Ég giska á 58.

  29. Feintzebra er kominn með mörkin í gif að vanda. Nokkuð skemmtileg Liverpool síða með alls kyns dóti og gríni.

  30. það verður fróðlegt að sjá hvort Suso verði valinn fram fyrir Sahin og Henderson um helgina. Amk kom það mér á óvart að hann hafi ekki byrjað. Vonandi koma Suso og Sterling fljótlega inn fyrir Downing og Pacheco.

  31. Ég án djóks vildi óska þess að við gætum spilað með svipað lið í deildinni. Þeir virðast einhvern veginn svo miklu skemmtilegri og betri heldur en “senior playerarnir” okkar (Ekki beint, en þið vitið hvað ég meina vona ég).

    Það er hreinn unaður að horfa á þetta

  32. Það verður að skjóta á helvítis markið………..foster er týndur……

  33. Gaman að horfa a þennann leik. Yesil og Assaidi sprækir en alls ekki hrifin af Pacheco, timi hans hja felaginu hels eg se buin i siðasta lagi næsta sumar.

    Fyrst Suzi er a bekknum a hann liklega að byrja a laugardaginn sem eg finnst mjog spennandi. Nokkuð ljost að. Allenn, Gerrard, Suso, Sterling ogSuarez verða 5 af 6 fremstu monnum laugardagsins og. Bara spurning hvort það verði Sahin, Assaidi eda kannski Yesil sem fær þetta 6 sæti a laugardag. Eg vil sja Allenn, Suzo og Sahin a miðjunni a laugardag og sterling og gerrard i kantstoðunum með suarez i boxinu, annars væri lika spennandi að sja assaidi inni a laugardag þa a kostnað sahin eda suzo og gerrard þa niður a miðjuna.

    Annars a þetta lið sem er inna i kvold að klara þetta wba lið og restin af leiknum leggst vel i mig, spai að yesil setji eitt og gæti alveg sed sahin skora annað og suzo eda sterling gætu sett eitt ef þeir koma inna. Er allavega sattur við spilamennskuna og bara bjartsynn a framhaldið

    Ps ekki er það sigmundur davið formaður framsoknarflokksins sjalfur að kommenta herna? Eda er þetta einhver annar kannski?

  34. hægri kanturinn er svo steingeldur, inná með einhvern únnlíng 😉

  35. Úff Carra, Carra, Carra……ÉG heyrði “keeper” heim í stofu…..af hverju heyrði Carra það ekki?

  36. Assaidi er svo með þennan bakvörð í meðferð að það er ekki fyndið!

  37. Ég er með skelfilega lélega linka…virkar en rosalega lélegt. Er einhver með sæmilegan link? Og já ég er búinn að fara í gegnum alla linkana á LFC Livewire og þeir eru allir vondir eða virka ekki

  38. Jerome Sinclair, yngsti leikmaður til að leika opinberan leik í sögu Liverpool FC!!!

    Verði ykkur að góðu, framtíðarframherji LFC ef að hann heldur áfram á sömu braut…

  39. Mikið rosalega er ef að fýla hvað Rodgers er óhræddur að gefa ungum og mjog ungum monnum tækifæri.

    Nu er bara að klara leikinn.

    I þessum toluðu orðum skorar sahin aftur, eg skrifaði i kommenti aðan að eg sæji alveg sahin skora aftur i kvold. Sa er að komast i girinn

  40. Er farinn að hallast að því að kjúklingaliðið okkar sé sterkara en aðalliðið…

  41. SVONA Á AÐ GERA ÞETTA. Frábærlega gert. Yndislega fallega spilað hjá þeim! Það eru svona mörk sem ég vill sjá, spila sig bara í gegnum allan völlinn.

  42. Suso er FRÁBÆR! Þvílíkt efni.

    Er stoltur af rodgers að treysta ungu kjúllinn um sínum.

  43. Virkilega stoltur af okkar mönnum og þetta er ekki lélegt wba lið margir virkilega spennandi leikmann hjá okkur ekkert nema bros 😀 mæli með því að þessi keppni verði héðan í frá fyrir kjúklinga

  44. Varaliðið Liverpool er búið að skora 7 mörk, já SJÖ MÖRK á útivelli í 2.leikjum og 2.sigrar og það í bikar og evrópukeppninni! Það er verið að setja þokkalega pressu á Aðaliðið… Vá hvað það eru margir að gera sterkt tilkall til sæti í Aðalliðið 🙂

  45. godur leikur og nokkrir framtidarleikmenn LIVERPOOL.

    Og downing thad tharf ekki ad raeda thad frekar. Eg held ad allir sjai ad hann a ekki heima i klubbi eins og LIVERPOOL. Sama med hvada gleraugum their horfa.
    Suso er otrulega godur
    Takk

  46. Það er enginn kjúklingaskítur í þessu kjúklingasalati

  47. 🙂 Bara gaman – Ótrúlega gaman að hvað hann er með gríðarleg eistu Rodgers !

  48. Frábær sigur og mikilvægur! Æðislegt að þessi ungir strákar fái að taka bikarkeppnina og Evrópudeildina. Þeir verða bara betri og betri. Líst rosalega vel á þetta upplegg Rodgers. Sammála #93 að margir þeirra gera tilkall til aðalliðsins. Vonandi er tímabilið að byrja núna! Algerlega frábært!!!

  49. Vá hvað ég er ánægður með kjúklingana! Leikurinn var svo skemmtilegur á köflum að ég var nánast farinn að vona að WBA myndu jafna undir lokin, svo maður fengi að sjá meira!

  50. Suso á eftir að verða Legend. Mark my words. Frábær leikur og allt hrós á Rodgers fyrir að hafa pung í að gefa ungu strákunum sénsinn.

  51. Utd setur traust sitt á menn eins og Giggs og Scholes (sem detta rétt bráðum á fimmtugsaldurinn) á meðan Liverpool treystir á 16 til 18 ára snillinga sem eiga bjarta framtíð í frábærum klúbb!!!

WBA á morgun

WBA 1 Liverpool 2