WBA á morgun

Má ekki bara byrja þetta tímabil snöggvast? Ok, þetta er ekki deildarleikur, en er ekki samt fínt bara að vinna eins og eitt stykki Úrvalsdeildarlið til að koma þessu af stað? Fer ekki fram á mikið, bara aðeins að hefna fyrir þennan ósigur í fyrstu umferðinni. Það er alveg magnað hvað maður er samt ennþá spenntur fyrir næsta leik, þrátt fyrir að byrjun tímabilsins hafi verið algjör hörmung þegar horft er til úrslita liðsins. Það má að sjálfsögðu taka ýmislegt gott úr spilamennskunni, en bottom line er að sigrar hafa ekki verið að koma í hús, þ.e.a.s. heimafyrir. Það er algjörlega kjörið að breyta því á morgun.

Það þarf ekkert að fara frekari orðum um það að Steve Clarke veit alveg hvaða liði hann er að fara að mæta á morgun, en Brendan Rodgers á líka alveg að vita hvaða liði hann er að fara að mæta. Hópurinn hjá okkur hefur svo sannarlega ekki verið að stækka, en ég fullyrði samt að hann er sterkari en hópurinn sem WBA er með fyrir leikinn. Það þýðir því ekkert aumingjavæl á morgun, við erum að hefja leik í keppni sem við unnum í fyrra og það er bara ekki ásættanlegt annað en að gera góða tilraun til að verja þann bikar. Jú, margir tala um að þetta sé einhver plast dolla, en ég er algjörlega ósammála því, þó að sjálfsögðu séu til stærri bikarar til að vinna. Þessi er klárlega aftar í röðinni en Meistaradeildin, Premier League, Europa League og FA Cup, engin spurning um það. En ég gladdist engu að síður óheyrilega fyrr á þessu ári þegar við unnum þennan bikar. Væri alveg til í það aftur takk.

Það má í rauninni segja að lið WBA hafi verið spútnik liðið í deildinni það sem af er, þó svo að erfitt sé að tala um slíkt þegar svona fáir leikir eru búnir. Þeir eru allavega í 3-4 sætinu, aðeins þrem stigum á eftir toppliði Chelsea. En þetta er ekki deildin, þetta er bikarkeppni og þeir sem tapa á morgun eru einfaldlega fallnir úr keppni. Leiki okkar menn einhvern svipaðan leik og þeir gerðu á sunnudaginn, þá þarf ekkert að spyrja um úrslit leiksins. Við mættum þessu WBA liði í fyrstu umferð tímabilsins og það var algjörlega fáránlegur leikur, eða öllu heldur lokastaðan í honum. Vorum að gera góða hluti í leiknum, fáum á okkur eitt stykki Wondergoal sem lítið var við að gera og svo byrjaði ballið. Agger fær rautt fyrir ekki miklar sakir, þeir fá víti sem þeir brenna af og svo fá þeir aftur víti fyrir litlar sakir. OK, líklega hægt að réttlæta þetta allt saman á einhvern hátt, en ekki miðað við línur sem hafa verið í gangi í deildinni, svo ekki sé talað um í okkar leikjum almennt. En hvað um það, ég fer ekkert ofan af því að þetta 3-0 tap okkar manna hafi gefið góða mynd af þessum leik og punkturinn minn í rauninni er að hann ætti ekkert að sitja neitt sérstaklega í mönnum.

Lítum á mannskapsmálin. Jonjo Shelvey er kominn í leikbann eftir rauða spjaldið á sunnudaginn og verður þetta fyrsti leikurinn af þremur sem hann þarf að sitja af sér. Martin Kelly verður lengi frá og gæti alveg orðið svo að hann verði ekki meira með á tímabilinu. Málin með Daniel Agger virðast mun skárri, en líklegast frá í einhverjar vikur. Borini er spurningamerki, en ég stórefast um að tekinn verði nokkur séns með hann í þessari keppni. Svo eru það þeir Lucas og Cole, sem báðir eru byrjaðir í léttum æfingum, en engan veginn klárir í þennan leik. Það er því klárt mál að sá litli hópur sem Brendan er með, hefur minnkað talsvert meira. En það þýðir víst akkúrat ekkert að væla yfir því, við breytum engu í því sambandi. Það hefur verið virkilega gaman að sjá hversu mikið traust hann setur á ungu strákana sína og er ég viss um að við eigum eftir að sjá stórstígar framfarir hjá mörgum þeirra í vetur, fái þeir áfram traustið.

Stóra spurningin verður hvort Brendan ætli sér að nota þessa keppni á svipaðan hátt og hann hefur verið að gera með Evrópudeildina. Ég hugsa það, ég held að hann eigi eftir að hvíla nokkra lykilmenn í þessum leik og sé kominn með augastað á leiknum gegn Norwich um helgina. Hinn möguleikinn er svo sá að hann sjái þennan leik sem tækifæri á að koma liðinu á réttan kjöl og vilji bara láta menn spila sig í stand. Ég er búinn að vera algjör Raggi Reykás með þetta og hef sveiflast á milli. Held mig við það fyrra samt, með nokkra lykilmenn innanborðs. Spái því liðinu svona:

Reina

Wisdom – Coates – Carragher – Enrique

Sahin – Henderson – Suso

Downing – Suárez – Assaidi

Bekkur: Jones, Skrtel, Wilson, Allen, Sterling, Pacheco og Gerrard

Ég kalla samt bara gott ef ég næ helmingnum af þessu rétt því það er ómögulegt að segja hvernig kallinn ætlar að leggja þetta upp. Eins og áður, þá erum við alveg komnir inn að beini þegar kemur að framherjum og býst ég hvorki við því að Yesil eða Morgan verði á bekk. En eftir sem áður er þetta bara nokkuð sterkt lið hjá okkur og á allavega alveg að geta komið okkur áfram í þessari keppni. Ég hlakka til leiksins, en svo á hinn bóginn er hann líka hálfpartinn fyrir næsta leik í deildinni. Æj, ég er búinn að tala í svo marga hringi að það er líklegast best bara að segja staðar numið. Býst við fjöri, vinnum þetta 1-3 og komumst áfram í næstu umferð. Eigum við ekki að segja að Downing skori eitt, Suárez eitt og svo stangar Coates eitt inn úr horni.

51 Comments

 1. Vona að Suarez komi ekki nálægt þessum leik.
  Það verður griðarlegt álag á honum í vetur enda okkar eini alvöru framherji.
  Þannig að það yrði dýrt að missa hann í meiðlsi í svona keppni.

  Annars held ég að við siglum í gegnum Steve Clarke og félaga nokkuð örugglega.
  Ætla að spá 3-1. Mörkin koma frá Coates, Henderson og Sterling.

 2. Án þess að vilja gera gera lítið úr WBA þá vil ég sjá Gerrard og Suarea á bekknum og geta þá komið inná ef illa gengur.
  Ég vil sjá Jones í markinu og Yasil fá sénsinn uppá topp.
  Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu tímabili þó svo að það hafi ekki byrjað vel hjá okkur. Við erum að sjá leikmenn eins og Sterling, Suso, Shelvey, Morgan og marga gutta fá fullt af leikjum og það gerir framtíðana bjartari hjá þeim og LFC.
  Ég spái þessu 3-1 fyrir okkur.

 3. Ég hef trú á að hann leggi aðeins meira í leikinn, hann er kominn með pressu á að sigra lið sem er í úrvalsdeildini, verður blanda af young guns og reynsluboltum, gæti ímyndað mér að Gerrard byrji.
  Svona vill ég liðið,,, nú er bara að senda hugskeyti, spurning með 1 eða 2 þarna,,, en væri til að sjá þetta.

  jones í marki
  Wisdom – Skrtel – Coates – Enrique
  Henderson – Sahin – Gerrard – Suso
  Suárez – Assaidi

  skipta svo Allen, Sterling og Downing inn á eftir því sem á við, jafnvel væri gaman að sjá Yesil koma inn fyrir Suarez ef staðan er í okkar hag.

 4. Sammála liðinu hans SSteina, nema hvað Suarez varðar.

  Ég er almennt á móti því að “það þurfi að hvíla menn” – þetta eru atvinnumenn sem gera ekkert annað nema að spila og æfa fótbolta. Ég bara skil ekki hvernig menn geta ekki spila 2 leiki á viku án þess að vera svo ofboðslega þreyttir!

  Núna þarf ég að brjóta odd af oflæti mínu og segja að ég skil vel ef Rodgers ákveður að hvíla menn á morgun. Leikmannahópurinn er svo þunnskipaður að það er ekki einu sinni fyndið.

  Þannig, ég vil ekki sjá Suarez spila á morgun. Hann má nota þennan tíma til þess að hvílast. Reyndar væri ég alveg til í að gefa Carra líka frí á morgun og leyfa Wilson að spila í staðinn. Bæði vegna þess að Carra kemur til með að detta í liðið í staðinn fyrir Agger á næstu vikum, og ég vil sjá Wilson fá sín tækifæri.

  Mér er sama hvernig leikurinn fer. Segjum bara 2-0 fyrir Liverpool, bæði sjálfsmörk.

  Hópurinn hjá okkur hefur svo sannarlega ekki verið að stækka, en ég
  fullyrði samt að hann er sterkari en hópurinn sem WBA er með fyrir
  leikinn.

  Fyrir utan Gerrard og Suarez, þá myndi ég frekar hallast að því að þessir hópar væru nokkurn veginn á pari. Það er samt önnur umræða sem vert er að taka síðar 🙂

  Homer

 5. Rolegur Homer a að hoparnir seu svipaðir utan Gerrard og Suarez, er það ekki pinu gróft? Okkar hopur að minu mati er sterkari i ollum stoðum en hopur wba.

  Þetta fer i vitakeppni a morgun, leikurinn fer 1-1 og við vinnum i vitó…

 6. nr. 4
  “vegna þess að Carra kemur til með að detta í liðið í staðinn fyrir Agger á næstu vikum”

  Tja, þegar Agger var í banni á móti City var Coates látinn byrja og hann stóð sig vel. Coates hefur einnig staðið sig mun betur en Carra í evrópuleikjunum, og grunar mig að Coates byrji næsta deildarleik, standi hann sig á morgun.

 7. Mín spá er að það verði ungu liði teflt fram og Gerrard hvíldur og Carra byrji því og verði með bandið til að reka ungu strákana áfram.

 8. Vonandi að það verði ekki tekin áhætta með Johnson, Gerrard og Allen. Restin má alveg spila og Suraez ætlar sér í meistaradeild þarf hann að venjast því að spila tvisvar í viku.
  Annars var maður að vonast eftir að sjá Flanning hvað ætli hann hafi gert af sér til að verðskulda það að vera aldrei í liðinu?

 9. Vonandi verður Carra bara uppí stúku. Eru menn búnir að gleyma því þegar Lukaku hljóp í gegnum hann um daginn?

 10. Vona að þessi leikur verði tekin eins og Evrópudeildarleikur. Gefa þeim sem eru á bekknum séns í bland við kjúklinga. Það detta ekki nema 4 leikmenn úr hóp eftir síðasta leik sem er 6 leikmönnum of mikið og því alveg ljóst að við megum alls ekki við meiðslum fleiri lykilmanna.

 11. Suarez má alls alls alls ekki spila þennan leik, munum bara hvað kom fyrir Lucas á móti Chel$kí í fyrra. Ef menn meiðast í deildarleikjum þá verður bara svo að vera, en það má alls ekki nota svona mikilvægan mann í þessum leikjum.

 12. Auðvitað á að fara í allar keppnir til þess að vinna þær en í þessari keppni á að treysta squad-players og kjúllum í að reyna fara langt í ár.

  En er ekkert að frétta af áfrýjun rauða spjalds Shelvey? Á hann að fara í 3ja leikja bann fyrir 50/50 tæklingu þar sem andstæðingurinn kemur með 2ja fóta á móti honum. Á klúbburinn endalaust að segja bara já og amen við FA?

  Ég vona að það verði bara svipað lið og á móti Young Boys. Henda bara Robinson í vinstri bak fyrir Enrique. Væri svo til í að sjá Wisdom, Suso, Morgan, Coady, Assaidi, Ngoo og Sahin spila eitthvað.

 13. Flott upphitun. Ég er svona nett sammála liðsvali Steina þótt ég sé ekki alveg sammála því hjá honum að við séum eitthvað klárlega með sterkari hóp en WBA. Þeir eru bara með nokkuð lunkið lið og þótt við kannski segjum að t.d. Sterling eða Suso séu hæfileikaríkari en Chris Brunt eða Zoltan Gera þá eru þeir enn ungir og skila því ekkert endilega jafn miklu í svona winner-takes-it-all leik.

  Ég lofa að vera bjartsýnn fyrir helgina en þetta leggst ekki vel í mig á morgun. Ég spái því að við töpum í jöfnum og spennandi leik, jafnvel í framlengingu eða vító.

 14. Ef að við þurfum að gera eitthvað þá VERÐUM við að vinna næsta deildarleik.
  Er á því að gefa ungum og óreyndum löppum traustið hefur bara gefist vel.
  ÁFRAM LIVERPOOL!

 15. Því fleiri ungir gaurar sem spila, því betra, það kemur allaveganna meira úr þeim en flestum 25+ gaurum hjá okkur.

 16. Ég nenni ekki þessum leik, engin óvirðing samt. Ég vil bara fá deildarleik strax, helst í kvöld og ná fokking 3 stigum loksins.

 17. Fínt að fá þessa leiki inni á milli. Þeim mun fleiri leikir því betra fyrir okkur því BR er að pússa þessu saman og hver leikur og vika skiptir máli.

 18. Sælir félagar

  Mér er sama hverjir spila þennan leik fyrir LFC og hverjir ekki. Ég bara þrái vinningsleik sem setur punkt við núverandi stöðu liðsins og markar upphaf sigurhrynu sem gefur leikmönnum og stjóra sjálfstraust og baráttuhug og fótboltadug.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 19. Ég verð að segja að ég væri spenntur fyrir að sjá þessu uppstyllingu.

  Bekkur:Gulacsi, Carragher, Johnson, Allen, Gerrard, Suarez, Morgan

 20. Þessi leikur legst ekkert svakalega vel í mig, við eigum alltaf erfitt með “lélegu liðin” og WBA flokkast kannski undir það.

  Ef ég reyni að stilla þessu lið upp í hausnum hjá mér þá er hægt að gera mjög mikið allveg framm að sókn. Það er bara ekki hægt að stilla henni vel upp, Suarez og borini og sterling, eins góðir og þeir eru þá skora þeir ekki neitt (sem komið er allavega). Ég held að það væri fínt að hafa Adam morgan inná og Borini þarna með honum og svo Assaidi vinstra meginn. Jafnvel hægt að gefa unga Samed Yesil sjéns í A-liðinu. Miðjan fyrir mér er eitthvað sem við eigum ekkert í svo mikklu basli með, allavega mundi ég hafa Hendó, Sahin og Suso. Vörnin er svo bara Wisdom, Carra, Coates og Enrique/Robinsson og svo Jones í markinu.

  En þetta er samt lið sem ég er ekkert sérstakt, en þetta er svona nokkurn veginn það besta miðað við að þurfa að kvíla lykilmenn. Ef við skorum mörk, kannski 2-3 verð ég gríðalega sáttur 🙂

  SLÆMT að missa jonjo núna. (Slæmt að missa hvaða leikmann sem er akkurat núna)

  YNWA!!!

 21. Ég er svona nett sammála liðsvali Steina þótt ég sé ekki alveg sammála því hjá honum að við séum eitthvað klárlega með sterkari hóp en WBA

  Ég met þetta bara út frá því hversu margir menn úr hópi WBA ég teldi komast í byrjunarlið hjá Liverpool miðað við þann mannskap sem Brendan hefur úr að spila núna: Reina, Johnson, Skrtel, Coates/Carragher, Enrique, Allen, Sahin, Henderson, Gerrard, Sterling og Suárez. Er á því að hópur okkar sé ennþá talsvert sterkari, þó vanti marga menn. En auðvitað er eitt að vera sterkari á blaði og svo annað í sjálfum leiknum.

  Annars sýnist mér allt benda til þess að við sjáum mjög ungt lið á morgun. Adam Morgan ferðaðist allavega með liðinu, gæti alveg séð alla þá sem eiga að spila um helgina, hvílda frá byrjunarliðinu.

 22. Reikna með að leikmenn Liverpool komi vel stemmdir til leiks með trú á verkefninu.

  Þetta gæti samt orðið gríðalega erfiður leikur fyrir Liverpool. WBA hefur litið mjög vel út undir stjórn Steve Clark og liðið getur bæði varist og skorað mörg, eins og við fengum að kynnast nýlega. Sé menn eins og Lukaku og Long alveg getað skorað á þessa vörn okkar.

  Eftir síðustu tímabil, þegar maður sest niður og spáir í komandi leiki þá finnst manni eins og öll lið geti unnið okkur, maður sér alla veikleikana í liði Liverpool sem hafa kostað okkur svo mikið, og ekki er auðvelt að ímynda sér hvaðan mörkin eiga að koma þessa dagana.

  En það er einn maður sem sér þetta allt saman betur en við öll og það er að sjálfsögðu Rodgers, mikið held ég hann ættli sér sigur í þessum leik, þó ekki nema væri bara til að tapa ekki fyrir WBA aftur. Einnig er þetta okkar besti möguleiki á bikar, þessi Capital One keppni.

  Nú er komið að einn leik í einu, get skilið þá sem vilja hvíla Suarez en ég er ekki einn af þeim, ég vil sjá okkar besta lið inná og ég vill sigur og ekkert annað. Vona við byrjum með sterkara lið en SSteinn stillir upp hér að ofan.

  Koma svo, við hljótum að geta unnið einn leik sannfærandi, skorað snemma og verið betri aðilinn og unnið sannfærandi. Ég bið ekki um mikið, þetta er WBA og Odemwingie í banni. Set 2-0 á þetta og ekkert kjaftæði.

  Áfram Liverpool!!!

 23. Það er víst eitthvað tal um að Jerome Sinclair veriði með í hópnum í kvöld. Hann varð 16 ára fyrir stuttu, og ef hann spilar í kvöld verður hann yngsti leikmaður í sögu aðalliðs Liverpool.

  En varðandi leikinn og keppnina sjálfa er ég algjörlega sammála. Það skiptir mig engu máli hvað annað fólk heldur um þessa keppni, þetta er bikar sem við getum unnið. Ef við værum með liðið í að einbeita okkur að deildinni myndum við væntanlega gera það, en það er bara ekki stjarnfræðilegur möguleiki á góðu sæti, þessvegna eigum við að gera allt sem við getum til að vinna þennan bikar, og eins með Europa League og FA Cup.

  Vill ekki jinxa neitt, svo ég spái ekki í úrslitin, en ég er nokkuð bjartsýnn. Vonandi förum við að skora, Guð veit að við þurfum á því að halda.

 24. Hérna höfum við þetta úr Echo

  Jose Enrique has been ruled out with a niggling knee injury, joining
  Lucas Leiva, Daniel Agger, Martin Kelly, Fabio Borini and Jon Flanagan
  on the casualty list.

  Jonjo Shelvey starts a three-match ban following his red card against
  Manchester United and Joe Cole isn’t yet ready for action having only
  started training again last week after a hamstring strain.

  With only a dozen senior players fit and available, Rodgers will not
  risk his star names tonight.

  Steven Gerrard, Luis Suarez, Martin Skrtel, Glen Johnson, Pepe Reina
  and Joe Allen will all be rested ahead of Saturday’s league clash at
  Norwich City

  .Þannig að Enrique, Lucas, Agger, Borini, Kelly, Flanagan, Shelvey, Cole, Gerrard, Suarez, Johnson, Skrtel, Reina og Allen… Alls 14 Leikmenn heima! Þetta verður spennandi að sjá. Geysilega ungt og spennandi lið sem við fáum vonandi að sjá í kvöld.

  Annað slúður úr Echo segir að Agger svari endurhæfingunni mjög vel og gæti orðið klár fyrir Norwich á laugardag! Praise the Lo… Danish Vikings!

 25. Oft hafa leikmenn okkar þurft að skammast sín fyrir framistöðu í leikjum og vissulega hafa úrslit undanfarið ekki alveg verið með okkur en mikið er ég ósammála því að það “þurfi sigurleik til að komast á rétt ról” eða hvernig sem þetta var orðað.

  Í síðustu viku vorum við með ungt og skemmtilegt lið sem vann ungu drengina í Sviss 3 – 5, og það á útivelli, þið vitið. Í síðasta leik vorum við miklu betri en djöflarnir frá Manchester en töpuðum þeim leik. Þökk sé dómaranum. Út frá þessum leikjum þurfum við ekkert að hengja haus og horfa á þennan leik í dag sem einhvern möst leik til að vinna. Við eigum auðvitað að fara í hann til að vinna, ég er ekki að segja annað. Er einmitt sammála SStein að við ættum að vera með betri hóp. Spurningin er hinsvegar sú þar sem við erum að fara að mæta Clarke sem þekkir okkur út og inn og er enginn aukvissi hvort við náum að klára þennan leik. Getur verið 50/50 leikur. Segi 0 – 1 fyrir okkur (hef aldrei rétt fyrir mér).

 26. Alveg hreint ótrúlega þunnur þrettándinn í Liverpool FC þennan veturinn….

  Og maður trúir því varla að maður sé að segja það en ég er nánast bara sáttur að láta guttana kljást við aðrar keppnir en deild þennan veturinn þótt það þíði að við dettum út snemma í ár….

  Ég verð límdur við skjáinn í kvöld eins og vanalega og hlakka til að sjá hvað guttarnir hafa uppá að bjóða.. Spái að við séum með leikinn í höndum okkar allan tíman en töpum 2-1 og Suso setur eina slegju í möskvana

 27. Þetta verður spennandi leikur og gott að hrista af sér slenið eftir þennan blessaða leik á sunnudaginn. Líst vel á að fá ungu strákana upp, hlakka til!

  Tökum The Secret á þetta og sjáum liðið okkar ná langt! 🙂

 28. Orðrómur frá Dave Usher á The Liverpool Way (sem er nú nokkuð ábyggilegur gaur) um byrjunarlið kvöldsins: Jones; Wisdom, Carra, Coates, Robinson; Sahin, Hendo, Suso; Downing, Assaidi, Yesil

 29. Meðalaldurinn rúm 23 ár, og samt draga þeir Jones (30), Carra (34) og Downing (28) þetta mikið upp. Meðalaldur leikmanna fyrir utan þessa þrjá er 20,6. Verður fróðlegt að sjá hvernig guttarnir standa sig í kvöld. Bekkurinn verður væntanlega svaðalega ungur, Gulacsi þar væntanlega lang elstur, 22 ára, ásamt reynsluboltum eins og Danny Wilson og Daniel Pacheco.

 30. Ég sé Liverpool ekki vinna þennan leik ef að WBA stillir upp sínu sterkasta liði..

 31. Nr 20 er allveg meðetta vonandi verður byrjunarliðið eitthvað í líkingu við hans uppstilingu vill allavega fá Yesil í byrjunar liðið okkur veitir ekki af markheppnum mönnum og svo sýndu kjúlarnir í síðasta Evrópuleik að þeir geta svo sannarlega skorað 🙂

 32. 36 Kári Sigur

  Mér sýnist þetta liggja svona og þá er Coates miðgildið:

  Carra 28.01.1978
  Jones 19.03.1982
  Downing 22.07.1984
  Assaidi 15.08.1988
  Sahin 05.09.1988
  Coates 07.10.1990
  Hendo 17.06.1990
  Wisdom 09.05.1993
  Robinson 01.09.1993
  Suso 19.11.1993
  Yesil 25.05.1994

 33. Best að leiðrétta sjálfan mig, auðvitað Hendo sem er miðgildið 🙂
  Hann er aðeins eldri en Coates.

 34. Svo ég svari nú þessu hérna hjá Homer #4:

  Ég bara skil ekki hvernig menn geta ekki spila 2 leiki á viku án þess
  að vera svo ofboðslega þreyttir!

  Þá verð ég að reyna að útskýra. Ég hef ekki persónulega reynslu af atvinnumannafótbolta, en ég hef reynslu af deildarkeppni á Íslandi, og ég get fullvissað þig um að einn leikur á viku getur verið alveg ferlega lýjandi þegar líður á tímabilið. Þá erum við að tala um 18 leiki í deild +1-5 í bikar + 5-10 í undirbúningstímabili. Gróft áætlað 30 leikir á ári og er það alveg nóg.

  Með professional æfingaprógrammi og atvinnumannaumhverfi er án efa hægt að ná meiru úr líkama leikmannana, en við erum þá farnir að tala um hátt í 60 leiki á ári ef vel gengur, án undirbúningstímabils! Líkaminn getur bara einfaldlega ekki höndlað þetta álag án þess að láta á sjá.

  Ef stjórnendur liða gætu keyrt á sama liði endalaust og ekkert spáð í t.d. seinni hluta tímabilsins, svo ekki sé talað um næstu tímabil á eftir, þá værum við ekkert að spá í róteringu.

 35. @ 32
  ég sé þessa spurningu alltaf reglulega hérna, en svarið fer annaðhvort alltaf framhjá mér eða kemur ekki.

  Ég spyr því eins og þú “Hvað er að frétta af Doni???”

 36. Doni er í leyfi í heimalandinu sínu af fjölskylduástæðum, það hefur ekki verið gefið upp nánar um það.

 37. Jerome Sinclair @jeromeNo9
  On the bench! So buzz! #dreams!

  Þá er það staðfest að það er strákur sem varð 16 ára þann 20. september á bekknum. Eins og SSteinn benti á hér að ofan ef hann kemur inn á þá verður hann yngsti leikmaður frá upphafi til að spila fyrir Liverpool

 38. Line-up Jones, Robinson, Coates, Carragher, Wisdom, Henderson, Sahin, Downing, Pacheco, Assaidi, Yesil.

  Hér höfum við liðið, Suso ekki í starting; byrjar um helgina?…. varla 🙂

 39. Ég vona svo innilega að þetta þýði að Suso starti um helgina, gæti svo ekki verið spenntari að sjá Yesil fá sénsinn.

 40. @wbafcofficial team v @lfc (4-2-3-1): Foster; Jones, Tamas, Olsson, Ridgewell; Thorne, Mulumbu; Fortune, Dorrans, Rosenberg; Lukaku.

Opinn þráður

Ungt lið gegn WBA: