Opinn þráður

Tilkynningar:

Fabio Borini er bólginn á ökkla. Þarf að hvíla í einhverja daga, missir sennilega af næstu 2 leikjum.
Daniel Agger er ekki frá eins lengi og óttast var fyrst (út tímabilið) en þó eitthvað. Hann skaddaði liðbönd þannig að það er samt alltaf einhver tími.
Martin Kelly er væntanlega frá í 6 mánuði með meiðsli í hné.
Jonjo Shelvey er kominn í þriggja leikja bann og gæti fengið meira ef knattspyrnusambandið kærir hann fyrir ósæmilega hegðun gagnvart Ferguson. Annað eins hefur nú gerst.

Góðar stundir.

(Þetta er opinn þráður – ræðið það sem þið viljið.)

71 Comments

  1. Núna kemur vonandi sahin inni þetta a fullu fyrst Shelvey er komin i bann.

    Nuna væri eg til i að sja Gerrard i einni af senterastoðunni ef Borini er frà og nota þa Allenn, Sahin og Suzo a miðjunni….

  2. Þetta þéttir bara hópinn saman. Alvöru fótboltalið þjappa sér saman við mótlæti og það kemur maður í manns stað.
    Hlakka til næsta leiks og hatur mitt á manjú hefur aldrei verið meira en nú!

  3. Ekki glaesilegt , en ungu leikmenninrir okkar lita vel ut tad hjalpar okkur .
    Ljott ad segja en vona ad vid tettum ur tessum bikarkeppnum sem fyrst ,
    minkar alagid leggja aherslu a deildina .

  4. Þetta er alvöru mánudagur c”.)
    Mér segir svo hugur að Wisdom þurfi að fara að reima á sig skóna.

    Nú eru menn búnir með þessa byrjun sem þeir hafa horft á og hugsað um síðan leikjaprógrammið var tilkynnt. Nú geta menn hryllt sig og hrist sig og byrjað uppá nýtt að hugsað bara um næsta leik.

    Það mun duga til alvöru úrslita. YNWA

  5. Nei alls ekki að detta út úr bikarkeppnunum… Miklu betra að spila fleiri leiki og pússa liðið saman þó svo að einhverjir detti út á meðan. Skil ekki svona viðhorf.

  6. Vonandi batnar þessum mönnum hið fyrsta en ég hef ekki áhyggjur af því að við höfum ekki mannskap i þetta.

  7. Það er eins gott að Johnson haldist þokkalega heill þetta tímabil og spila eins og hann gerði í gær. En ætli þetta sé ekki í fyrsta sinn í sögunni sem maður meiðist eftir að hafa tæklað liðsfélaga sinn eins og Agger gerði í gær?

    Þetta ætti samt að gefa manni eins og Flanning tækifæri, ef hann er ekki ennþá útí kuldanum hjá Rodgers.

  8. úffff…þetta er skellur og eykur á vonbrigði gærdagsins en nú er ekkert annað en horfa fram á veginn. Staðan í deildinni er ekki góð og vonandi að menn beini vonbrigðum og reiði gærdagsins í réttan farveg og mæti rétt mótiveraðir í næstu leiki. Alvaran byrjar aftur eftir tvo daga þegar við mætum WBA í keppni þar sem við eigum titil að verja.

    Eðlilega þá man maður ekki öðrum eins mótbyr í byrjun móts og þetta árið. Það hafa orðið miklar breytingar á hóp og mikil endurnýjun er í gangi. Þá hafa ýmis vafaatriði fallið á móti liðinu eins og brottvísanir á móti WBA og Man U. Þá hefur liðinu verið meinað um vítaspyrnur þegar augljós brot hafa átt sér stað á meðan sum önnur lið hafa ekki undan við velja vítaskyttur fyrir sína leiki. Hins vegar þýðir ekkert að væla og benda á aðra. Eina leiðin útúr þessum ógöngum er að líta í eigin barm og laga það sem er að hjá liðinu.

    Það eru nokkur augljós vandamál í leik liðsins. Það fyrsta er að liðinu gengur ekkert að halda hreinu. Það verður alltaf erfiðara að vinna leiki ef að liðið manns þarf að skora 2-3 mörk í hverjum leik. Mikið af þessum mörkum sem liðið er að fá á sig er ekki vegna þess að andstæðingurinn er að spila Liverpool uppúr skónum heldur fyrst og fremst fyrir eigin klaufagang. Sjáið til dæmis adragandan að seinna markinu í gær. Liverpool er með boltan í þægilegri stöðu fyrir fram miðjuna, ein skelfileg sending þvert á völlinn. Boltinn fellur beint á Valencia sem keyrir hratt á vörnina sem var í mjög slæmri varnarstöðu og í algjöru ójafnvægi. Það sama gerist á móti Arsenal, Man City og WBA. Þessum mistökum verður að fækka enda virðast andstæðingar okkar einungis þurfa 1-2 skot á mark í leik til þess að ná stigum á móti okkur.

    Annað vandamál er sóknarmeginn þar sem liðinu gengur bölvanlega að skora og nýta þau færi sem það er að fá. Borini hefur ekki komið með mörk inní liðið og spilamennska hans hefur e.t.v. ekki staðið undir væntingum. Ætla þó ekki að afskrifa hann, hann þarf tíma og mér finnst ég sjá framfarir í leik hans. Hann á eflaust eftir að koma sterkur inn eftir því sem líður á tímabilið. Persónulega finnst mér vanta einhvern storming striker í þetta lið. Einhvern sem hefur það hlutverk að skora mörk og vera ógnandi í framlínunni. Í síðustu leikjum hafa skapast nokkur tækifæri þar sem að boltinn er að fara í gegnum teiginn án þess að það sé nokkur sóknarmaður sé búinn að koma sér í sóknarsvæðin. Einnig er enginn sóknarmaður nálægt í fráköstum eða seinni bolta þegar boltinn er kominn inná hættusvæði andstæðinganna. Ég veit að BR talaði um að hann vildi ekki að markaskoruninn myndi velta á einum manni en heldur að markaskorunin myndi frekar dreifast á fleiri leikmenn. Það má hins vegar ekki gleyma því að þetta helst oft í hendur, ef að einn leikmaður byrjar að skora þá losnar oft um aðra leikmenn í liðinu og þeir byrja að skora.

    Þessi meiðsli koma alveg á versta tíma. Liðið í lægð og þarf að fara vinna leiki og á sama tíma er hópurinn mjög lítill. Meiðsli Kelly gera það að verkum að Johnson fer væntanlega aftur hægra meginn og Enrique verður einfaldlega að fara koma sér í stand. Ef ekki þá er ekki ólíklegt að Wisdon og Robinson fari að fá tækifæri. Meiðsli Agger eru vissulega slæm fyrir liðið en þau gætu vissulega gefið Coates stóra tækifærið sitt að spila reglulega, spurning hvort hann sé tilbúinn að standa undir því.

    Það er allavega ljóst að kjúklingunum á eftir að fjölga í hópnum í næstu leikjum. En ég er viss um það að liðið á eftir að koma sterkara uppúr þeim öldudal sem það er nú í. Ungir leikmenn fá meiri reynslu, eldri leikmenn fá ekki að komast upp með neina meðalmennsku (sbr.Enrique og Downing) líkt og gerðist hjá Dalglish og stuðningsmenn fylgja sér allir á bakvið stjórann.

  9. Vonjandi notar hann Coates frekar en Carrhager sem má muna sinn fífil fegri. Borini hefur ekkert sýnt svo að enginn kemur til með að sakna hans . Suares og Gerrard verða að skora mörkin þar sem aðrir virðast alveg hæfileikalausir á því sviði. Shelvey fær svo ekki nema einn leik í bann . FA þorir varla að dæma hann í lengra bann eftir allt sem á undan hefur gengið.

  10. held að við getum gleymt deildini í ár, fint að vera samt í top 6, (auðvita er draumurinn top 4),, en stefna á að reyna að vinna ALLA aðra tittla í boði,,, tökum deildina á næsta ári þegar Young guns eru komnir með reynsluna.

  11. Fyrir 3 arum var eg staddur i thailandi fekk mer tetta fina lfc tatto a hendina , daginn eftir for eg i tekkt buddahof tarna og hitti tar buddamunk . Nu hann sagdi mer ad tad aetti eftir ad ganga vel hja mer sjalfum og mjog vel hja liverpool , sidan ta hefur ekkert gengid hja minum monnum ( lfc) og eg er mikid ad spa i ad fara ut og sparka duglega i rassinn a tessum munk , med kvedju einn pirradur

  12. Núna eru akkurat að koma leikir þar sem Borini hefði ef til vill getað spilað sig í gang, vægast sagt erfitt að mæta í PL og fá í hausinn Shittí, Arsenal og Scum í fyrstu 5 leikjum sínum. Hef samt trú á því að strákurinn komist í gang, enn einusinni sína menn fáránlega óþolinmæði að aflífa 21 árs strák samstundist út af því að hann spilar ekki eins og engill frá fyrsta leik.

  13. http://farm9.staticflickr.com/8178/8015368309_37ab580c42_o.gif

    Það á að áfrýja þessu rauða spjaldi, það er enginn ásetningu í þessu frá Shelvey.

    A) Það sjá það allir að hver kemur með 2 fætur á undan sér í þessu tæklingu.
    B) Þetta er einskær óheppni, Evans fer með hægri fót undir hægri fót Shelvey sem ýtir honum yfir á vinstri fót Evans og lendir með takkana á undan sér í legghlífina.
    C) Því miður sýnir enn og aftur að til að veiða menn á spjöld þarftu að væla einsog stunginn grís einsog Evans gerði. Shelvey gerði þau (mistök) að rjúka upp enda var hann ákafur í þesum leik. Shelvey hefði þurft að liggja líka í grasinu þá hefðu báðir átt að fá gult sem hefði verið fullkomlega sanngjarnt.
    D) Samkvæmt þessu er dómarinn með gott sjónarhorn á þessu broti.

  14. Aðeins varðandi Borini.

    Vissulega er hann ekki að nýta færin en er ég einn um það að sjá vinnsluna í manninum og þá staðreynd að hann er að KOMA SÉR Í FÆRI í hverjum einasta leik og það jafnvel dauðafæri?

    Hann hlýtur að fara að koma boltanum í markið og í kjölfarið öðlast hann meira sjálfstraust. Það er nú ekki eins og við séum vanir því að framherjar fái fljúgandi start hjá okkur þannig að við skulum bíða og sjá.
    Ég ætla að spá Borini velgengni…..

  15. Nú er maður loksins orðin alvöru stuðningsmaður Liverpool FC.
    Ég held að þessir erfiðleikar eiga eftir að styrkja okkur, hef fulla trú á verkefninu og gjörsamlega búinn að fá nóg af Man U

  16. úff hvað mér er illa við þennan dómara. bara kemmst ekki yfir hvernig hann höndlaði þennan leik í gær. Og ekkert hægt að gera, bara gráta..

  17. Þrátt fyrir allt er ég bjartsýnn á framhaldið. Það er nóg af ungum og efnilegum leikmönnum þarna sem fá nú væntanlega tækifæri að sýna sig og sanna. Okkar menn eru að spila flottan bolta og bara spurning hvenær við förum á “run” og hölum inn stigum.

    Væri þó sáttur við að eiga einn alvöru markaskorara “a la Keegan/Dalglish/Rush/Fowler”, (já já, allt í lagi, er búinn að halda með Liverpool síðan 1973!) :O)

  18. Strákar hvaða leikur er þetta á miðvikudaginn á móti W.B.A ( capital one cup) ? deildarbikarinn?

  19. verð að viðurkenna það,að ég er ekkert svekktur yfir meiðslum Borini og Kelly, Susó og wisdom munu þá fá að koma í liðið……….Borini út og Kelly út, mun bara styrkja Liverpoolliðið……

    smellti þessu hérna inn líka,vona að það sé í lagi………….

    umræðan á að snúast um okkur,ekki dómara mistökin, sem verða alltaf partur af leiknum…..
    Rodgers fær marga plúsa hjá mér fyrir þennan leik, flottur bolti….. kraftur og vilji 100% og við miklu betri en UTD megnið af leiknum
    Allen frábær, Gerrard góður , Sterling og suso flottir, Johnson ógnandi og Skrtel og Agger að spila frábærlega, fyrir utan mistökin hjá Agger þegar þeir fá vítið

    það sem ég get ekki skilið, og var búinn að vara Babu við fyrir mánuði síðan, er þetta með Borini…. ég sagði þá að hann fengi smá séns hjá mér, en ég taldi hann vera Downing no 2….. sem virðist svo vera hárrétt…. hann getur ekki neitt
    af hverju varð Rodgers að kaupa hann ????????? af hverju þessir stjórar svona blindir??? við eyddum 10 mills í hann, hvaða rugl er þetta ?
    ég hoppaði hæð mína hálf nakinn , þegar Suso kom inn á fyrir hann….. og hrósaði Rodgers í ca 2 mínútur…… en komst svo að því að hann var tekinn út af í hálfleik meiddur !!!!!!!!
    liðið á sunnudag var flott, en okkur vantar að henda Shelvey ( Sahin í staðinn, þegar hann er kominn í form) , Borini(suso í staðinn) og Kelly(wisdom er betri) á bekkinn , þá erum við komnir á meðal þeirra bestu aftur….. þannig að það er stutt í þetta
    Babu , því miður hafði ég rétt fyrir mér einu sinni enn……. með Borini (Carrol,downing, henderson, adam)……

    þegar þið svo sáuð seinustu 20 mínúturnar í gær, Allen taka rispurnar sínar fram á við og skila alltaf sinni varnarskyldum, þá hljótið þið að sjá að hann er klassa ofar en Lucas á öllum sviðum nema einu ?

  20. Liverpool liðið spilaði mjög vel í gær bæði 11 gegn 11 og eins 10 gegn 12. Leikurinn var frekar rólegur upp á tæklingar og slagsmál að gera og samt fór þetta nánast eins illa og það gat mögulega farið.

    Shelvey fær rautt spjald í fyrri hálfleik þegar United maðurinn hefði ef eitthvað er frekar verðskuldað spjaldið enda með báða sóla á lofti. Gult á báða þó alveg dugað og leikurinn ekki ónýtur.

    United skorar úr fyrsta skoti sínu á markið og það draumamark með vinstri frá fokkings Rafael.

    Dómarinn hikar síðan ekki við að flauta vítaspyrnu er Valencia komst í gegn og fraus upp við markið… en fór í mjög stóran hóp dómara sem leggur Luis Suarez í eineltii á Englandi er hann dæmdi ekkert hinumegin.

    Núna er afsökunin um að „Suarez hafi skapað sér þetta orðspor svolítið sjálfur“ orðin þreytt og því fundið upp á nýrri afsökun til að skilja afhverju ekki var dæmt víti. Suarez nefninlega sneri höfðinu svo vitlaust þegar hann var að falla, einmitt. Það er nánast í hverjum leik atvik þar sem Suarez nýtur ekki vafans.

    Órættlæti í svona leikjum er bara partur af þessu og lítið við því að gera, stundum fellur þetta með manni og stundum ekki, fáir reyndar hissa á að allt hafi dottið með United, nema auðvitað United menn. Halsey er einnig ágætur dómari en hann var ekkert að hjálpa til við að afmá nickname-ið sitt í þessum leik og fékk réttilega fyrirsagnirnar.

    Ofan á þetta fór þessi leikur þannig að fjörir leikmenn sem voru í byrjunarliðinu gegn United geta ekki spilað næsta eða næstu leiki. FJÓRIR.

    Shelvey fær þriggja leikja bann fyrir þetta! Borini er lítillega meiddur og Agger er frá í einhverjar vikur. Gott að þetta var ekki verra en samt fúlt og rándýrt að missa hann. Svo er Martin Kelly enn einu sinni meiddur og líklega ekki væntanlegur á þessu tímabili.

    Liðið er með 2 stig af 15 sem er hræðilegt, þetta gat ekki farið mikið verr í byrjun hjá okkur en spilamennskan gefur virkilega tilefni til bjartsýni til framtíðar og það er mjög gaman að sjá Rodgers henda ungum leikmönnum svona í djúpu laugina, sérstaklega þegar þeir sýna að þeir kunna að synda.

    Nr.26
    Til hamingju þú ert yfirnáttúrulega klár, held að við gerum bara lesendum greiða og sleppum því að ræða fótbolta saman.

  21. Mér þykir menn taka heldur betur stórt upp í sig (!) þegar þeir segja að Wisdom sé betri en Kelly, og Suso betri en Borini.

    Ekki skilja það sem svo, að ég sé eitthvað að missa mig yfir knattspyrnuhæfileikum þeirra Kelly og Borini – satt best að segja þá hef ég lítið álit á þeim, þótt þeir séu eflaust gæðablóð – en fyrr má nú aldeilis vera.

    Hvað hafa Suso og Wisdom sýnt? Kelly má nú eiga það að hann hefur staðið sig almennt sæmilega vel – aldrei neitt yfirburðagóður en heldur aldrei neitt einstaklega lélegur – og samt vill #26 setja Wisdom í flokk fyrir ofan Kelly! Wisdom skoraði mark gegn Young Boys en hefur nákvæmlega ekkert fengið að spreyta sig með aðalliðinu þess utan.

    Nákvæmlega sömu sögu er að segja af Suso. Átti einn góðan leik gegn Young Boys, en ekki beint verið að vaða í sénsum með aðalliðinu. Borini, þrátt fyrir allt, hefur spilað fleiri leiki á hærra stigi en Suso, og við skulum ekki afskrifa það bara einn, tveir og bingó, bara að því að það er efnilegur leikmaður sem kemur inn í staðinn.

    Þeir eru efnilegir, og ef það er eitthvað jákvætt við stöðu Liverpool í dag, þá er það einmitt að nú getur varla annað verið en að þessir ungu og efnilegu strákar fái sín tækifæri – og þá kemur í ljós hvort einhver þeirra hafi það sem til þarf.

    Ég segi bara eins og í pistlinum um leikinn – Liverpool er djók í dag. Menn geta keppst við að trúa því að framtíðin sé björt hjá okkar mönnum. Ég get svo sem tekið undir það, svona 10 ár fram í tímann þá er Liverpool í ágætis málum. Til skemmri tíma litið, 1-2 ár, þá eru hlutirnir orðnir ansi ískyggilegir.

    Ég bið menn, og konur, um að spá virkilega í því hvort Liverpool sé raunverulega nógu gott til þess að falla í vor.

    2 stig eftir 5 leiki er óásættanlegt fyrir Liverpool FC – hvað sem líður öllum afsökunum.

    Við getum ekkert stungið höfðinu í sandinn og sagt að hlutirnir skáni, aðþvíbara. Aðþvíbarahvað? Aðþvíbara Rodgers segir það? Aðþvíbara liðið heldur boltanum svo vel?

    Liðið skorar ekki mörk og vörnin er hörmung. Það er orðið ömurlegt að horfa upp á andstæðinga Liverpool þurfa aðeins eitt skot til að skora, tvö skot til að skora tvö mörk. Það segir manni bara að vörnin er eins og næfurþunnt gatasigti. Sem væri kannski í lagi, ef sóknin væri þeim mun betri. Liðið hefur tvo leikmenn sem eru líklegir til að skora – Gerrard og Suarez. Enga aðra. Nákvæmlega enga aðra.

    Ég er ekki að segja að það eigi að reka Rodgers. Ég hef samúð með honum, hann vinnur við erfiðar aðstæður, og hefur ekki stuðning stjórnarinnar til starfsins. Það er ömurlegt. Ég styð hann, en ég styð hann ekki í því að reka Liverpool í fallbaráttu til lengri tíma. Það er alveg á hreinu.

    Homer

  22. Af því að þetta er opinn þráður.

    Hvernig setur maður svona mynd af sér við bloggið sitt.

    Mér finnst þið alveg eiga skilið að sjá mynd af mér, þar sem ég er óheyrilega myndarlegur, reyndar eins og allir Lfc aðdáendur.

  23. Suso virkar hrikalega vel á mig, held að þessi strákur eigi eftir að gera góða hluti. Þetta með wisdom umræðuna, þá er hún sjálfdauð þar sem að enrique kemur klárlega inní liðið núna og glen í hægri bak.
    Hvernig er það samt með carrol hvenar getum við afturkallað lánið? er það í næsta glugga eða hvað? Held að það sé ekki spurning lengur hvort við gerum það heldur hvenar.

  24. Já.

    Ég hef sjaldan verið svona reiður eftir leik eins og í gær. Maður verður oftast fúll eftir leiki sem tapast, yfirleitt vegna frammistöðu tiltekinna leikmanna. En það er alls ekki algengt að sjá svona óheyrilega ósanngjarnt tap.

    Liðið er án vafa á réttri leið. Þessir lykilmenn okkar, Skrtel og Agger hafa verið í vandræðum, sem er kannski eðlilegt þegar þeir eru beðnir að spila svona hátt uppi á vellinum, enda er það lykilatriði í pressuvörn svo ekki myndist svæði á milli varnar og miðju og miðju og fremstu línu. Það verður síðan að koma í ljós hvort þeir félagarnir séu nógu sterkir leikmenn – fljótir og klókir – í þessa tegund af vörn. Ef ekki, þá þarf að kaupa í þessar stöður eða bíða eftir að unglingarnir komi upp og verði nógu öflugir.

    Liðið hefur nú spilað mjög vel gegn Man City og Man Utd. Í næstu leikjum reynir heldur betur á Rodgers upp á að leikmenn geti byggt ofan á það gegn “veikari” liðum. Eða verður sama gamla sagan uppi á teningnum? Detta niður á þeirra plan og tapa eða gera jafntefli vegna eigin klaufaskaps? Mér finnst fyrst núna reyna virkilega á Brendan Rodgers og starfslið hans. Það var vitað að byrjunin yrði erfið en nú er svo komið að meiðsli hrjá hópinn og hann var fyrir ansi þunnskipaður, þannig að nú er spurning hvernig menn bregðast við. Næstu vikurnar verða því afar spennandi og stressandi.

    Leikurinn við Man Utd. var dýr. Mjög dýr. Ekki nóg með þetta ósanngjarna tap sem fer eflaust á sálina á mönnum, heldur misstum við fjóra leikmenn úr hóp á einu bretti. Það mun gera það að verkum að næstu leikir verða þrælerfiðir. Mér sýnist á öllu að erfið barátta bíði okkar næstu mánuði, jafnvel fallbarátta. Eitthvað sem við erum ekki vanir að standa í. En menn vöruðu við þessu, liðið er ekki of gott til að falla þótt ég eigi alls ekki von á að það muni gerast. Samt vonum við það besta.

  25. Það þýðir ekkert að væla þótt manni langi mest af öllu til þess og öskra eins og ljón. Mestu máli skiptir að alveg eins og réttlætið náði fram að ganga í málum aðstandenda þeirra sem létust mun réttlætið einnig að lokum ná til fótboltans.

    Ég vill enn og aftur taka ofan fyrir Rafa. Þessir strákar Sterling, Shelvey og Suso eru gaurar sem Rafa fann og sótti til LFC. Allt efni í stórspilara. Þá er Wisdom ekkert til að kvarta yfir. Og eitthvað er verið að gera rétt í unglingaakemdíunni. Þessir guttar eru, fyrir utan meðfædda hæfileika til að spila fótbolta, vinnusemin uppmáluð.

    Það er a.m.k. hægt að láta sig hlakka til þess að horfa á þessa töframenn taka út þroska í vetur.

  26. Eitt sem ég fór að spá í (þá sjaldan sem maður hugsar).

    Nú eru United aðdáendur duglegir við að syngja um Liverpool: “Always the victims, never your fault” eða eitthvað í þá áttina – ég legg það ekki í vana minn að læra svona hroðbjóð á minnið. Hvað gerðist í vor eftir að þeir töpuðu titlinum á síðustu mínútu? Jú þeir lögðust í rannsóknarvinnu og komust að því að ef dómararnir hefðu ekki verið svona agalega vondir við þá, hefðu þeir þegar allt kom til alls orðið meistarar.

    “Margur heldur mig sig” segi ég nú bara.

  27. Dabbster #32

    ,,Ég hef trú á þessu verkefni hjá BR gefum honum smá tíma”

    Já gefum honum allavega tvær vikur í viðbót! 😉

  28. Það sem er minnisstætt frá being liverpool þáttunum er það sem BR sagði við hópinn. Þeir ættu að halda þessu áfram, hafa þolinmæðina, spila vel og halda hausnum uppi og á endanum eiga þeir eftir að ná þessu, þreyta andstæðingin og rúlla yfir þá.

    Þetta tekur tíma, höldum hausnum uppi strákar, ekki langar mér enn og aftur í nýjan stjóra og bíða þá enn lengur eftir uppbyggingu hans.

    YNWA

  29. Rogers er á réttri leið með liðið, enda frábærir hlutir í gangi miðað við nýja kerfið… við erum gjörsamlega búnir að láta Man. Utd og Man. City líta mjög illa út á Anfield! Eina sem felldi okkur var mistök í fyrri leiknum (mjög nálægt að sigra) og united dómarinn í seinni leiknum. Við erum að skora einum færri, yfirspila, halda kerfinu og sækja fram á síðustu sekúndu í leikjunum 🙂

    Spái því með þessu áframhaldi þá sigrar Liverpool – Barcelona í úrslitaleik meistaradeildarinnar árið 2015 😀

  30. Jonjo Shelvey : Fæddur 1992. Siguróli dæmir þennan mann sem rusl og vill henda honum? WTF? Shelvey hefur klárlega alla burði í að gegna stóru hlutverki í framtíðarplönum Liverpool. Kannski ekki tilbúinn til þess að vera fastur byrjunarliðsmaður en sjáðu til, hann er 20 ára á þessu ári. Sjáum hvernig hann þróast þetta tímabil og það næsta undir handleiðslu BR. Að því loknu er hægt að “henda” honum ef þannig ber undir. Þetta er ekki Football manager Siguróli…

    Borini : Fæddur 1991, 4 leikir með Liverpool so far? Jájá afskrifum hann bara, Siguróli hefur svo mælt. Það er svo engan veginn tímabært að ætla að afskrifa þennan mann. Finnst algjört lágmark að gefa honum þetta tímabil og sjá hvernig hann stendur í lok þess, ekki eftir fjóra leiki…

    Henderson: Fæddur 1990. Eitt season með Liverpool þar sem hann ásamt flestum öðrum leikmönnum liðsins stóð ekki undir væntingum en gott mál, hengjum hann bara fyrir síðasta tímabil. Ungur leikmaður með fullt af potential en Siguróli hefur dæmt hann ónothæfan. Hendum honum bara. Við skulum bara ekkert sjá hvernig hann kemur til með að þróast undir stjórn BR.

    Martin Kelly: Fæddur 1990. Annar ungur leikmaður sem Siguróli hefur dæmt sem ónothæfan. Reyndar mikil meiðslahrúga hér á ferðinni en ágætur sem backup leikmaður að mínu mati (meðan hann kostar ekki morð fjár í launum) Gæti risið upp sem byrjunarliðsmaður seinna en þangað til er fínt að hafa varnarmann sem getur leyst af nánast allar stöður í vörninni (ekki honum að kenna að liðið er þunnskipað og hann fer úr því hlutverki að vera backup í að vera í byrjunarliðinu ). Siguróli er samt búinn að afskrifa hann, er einhver til að senda Brendan mail svo það sé hægt að klára að selja hann?

    Ég er hins vegar alveg sammála þér Siguróli að ég fagna því að sjá leikmenn eins og Suso, Sterling, Wisdom og fleiri unga og efnilega menn fá tækifæri með aðalliðinu en hvað ef þeir sýna ekki stjörnuframmistöðu í fyrstu leikjunum eða jafnvel fyrsta tímabilinu með aðalliðinu? Á þá bara að henda þeim og fá aðra inn í staðinn? Svo eru þessi skot þín á Lucas að verða ansi hreint þreytandi svo ekki sé meira sagt.

    PS. Það er núll klassi yfir því að fagna meiðslum okkar eigin liðsmanna. Virkilega, virkilega, virkilega lélegt.

    PPS. Mæli með því að draga úr Besserwissera töktunum, það hjálpar þínum málstað nákvæmlega ekki neitt en er líklegra til að vekja andúð á þér og þínum skrifum.

    PPPS. Ætla að taka það fram að ég hef ekki hugmynd um hvernig þessir leikmenn sem ég er að ræða um hér að ofan muni þróast hjá Liverpool en við skulum allavega sem stuðningsmenn liðsins reyna að standa við bakið á þeim og styðja það góða starf sem þeir ásamt BR eru að vinna þessa dagana. Það er ótímabært að afskrifa unga menn hægri vinstri sem er að byrja sinn feril hjá nýjum stjóra Liverpool.

  31. Er virkilega spenntur fyrir framtíðinni. Sérstaklega ef Rodgers verður næstu 10-30 árin.

    Liðið myndi verða svona eftir nokkur ár
    Markmaður
    Kelly-Wisdom-Coates-Robinson
    Suso-Shelvey-Henderson
    Yesil-Morgan-Sterling

    síðan eiga pottþétt eftir að koma betri leikmenn inn fyrir Robinson t.d.
    Svo verða Suarez,Carroll,Allen og fleiri ekkert það gamlir eftir 5-8 ár.

    Framtíðin er björt

  32. Ég er alveg sammála því sem margir segja hérna um United leikinn.. Að þetta hafi verið óréttlát úrslit og skrítnir dómar.
    En jesús minn, það er ekki eins og þetta hafi verið total rán! Þið fenguð engin clear cut dauðafæri, markið ykkar var það ekki einu sinni. Þið voruð meira með boltann og ógnuðuð meira – en hversu mörg opin marktækifæri sköpuðuð þið?

  33. Sköpuðum fleiri færi en manjú. Vorum hættulegri og ákveðnari í nánast öllum leiknum, meira að segja einum færri. Áttum að fá víti en þess í stað fengum á okkur ódýrt víti og rauða spjaldið var auðvitað bara staðfesting á því að það átti að passa upp á það að ferguson og company myndu fá sitt. Hvers vegna í fjandanum þetta var hreint rautt er mér óskiljanlegt, það er eins og dómarinn hafi hreinlega ekki séð atvikið en samt gefið rautt!

  34. Er ekki hægt að blokka Sigurola utur þessu spjalli, hann nær alltaf að eyðileggja mjög oft malefnalegar umræður með hreinni favisku og leiðindum, og mer finnst fullkomlega oþolandi þegar að menn rakka niður sitt lið og hrosa happi yfir þvi þegar að menn meiðast. Svona menn eiga ekkert að vera að horfa a fotbolta ef þeir lata alltaf eins og leikskolabörn!

    Annars vil eg segja að eg held að BR se a rettri leið enda liðið að spila mjög skemmtilegan fotbolta, það eina sem vantar er markaskorun og eg hef fulla tru a að það fari að koma ef að liðið heldur afram að spila jafn vel.

  35. Það sem er mest pirrandi er að liðið er að spila ágætlega en ekki að fá stig fyrir á meðan t.d. utd er ekki að spila vel og rakar inn stigum. Það vantar match winnera í þetta og heppni

  36. Liðböndin eru ekki sködduð hjá Agger. Hnéð á honum er samt bólgið og hann verður eitthvað f

  37. Liðböndin eru reyndar ekki sködduð hjá Agger. Hnéð á honum er samt bólgið og hann verður eitthvað frá

  38. Magnús, hvar lastu það?
    Agger er frá mjög lengi, las á virtri síðu að liðböndin hjá Agger væri þokkalega sködduð og hnn væri lengi frá? Lestu þig til um áður en þú ferð að tjá fáfræði þína hér.

  39. Egill màr 51, siguróla útaf síðunni? Er ekki i lagi með þig og fleiri? Ma Siguróli ekki bara hafa skoðanir? Margt sem siguroli hefur haft að segja hefur bara verið mjog gott þo eg se ekki sammala honum allsstaðar en það er svo sem engin penni herna sem eg er alltaf sammala þó Maggi komist ansi nalægt þvi þó.

    Menn hljota að mega hafa bara sinar skoðanir og tæða malin, finnst td ekkert að athugasemdinni hja sigurola i þessum þræði, hann segir þar sinar skoðanir og buið mal. Eg er ekki sammala þeim ollum en samt mikið til i sumu af þeim. Eg td er ekki að kippa mer upp við það þo Borini missi kannski af 2-3 leikjum þvi hann hefut alls ekki verið nogu goður, eg er samt ekki buin að afskrifa hann ennþa en se ljosa punkta við að hann fai sma frí, hendum Gerrard bara framar, komum Sahin og Suzo meira inni þetta og holdum àfram.

    Annars mjog jakvætt að meiðsli Agger eru ekki alvarleg og vonandi kemur hann sem allra fyrst aftur…

  40. Alveg slakur Olgeir #52, opinber heimasíða klúbbsins hefur hingað til verið talin ágætlega “virt” síða og á henni er eftirfarandi frétt:
    http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/kelly-agger-and-fabio-update
    Í fréttinni kemur m.a. fram eftirfarandi:
    Meanwhile, fellow defender Daniel Agger, who was stretchered off the pitch 13 minutes before Kelly limped out of action, has suffered a significant bone bruise to the left knee.

    No ligament damage was sustained but further tests will be carried out before it can be established when he will be able to return to training

    Undarlegt í besta falli að kalla fólk fáfrótt þegar það hefur í raun mikið til síns máls.

  41. Tek undir með Viðari Skjóldal í commenti # 53. Ég hef lesið flest það það sem Siguróli hefur skrifað hér á kop og þrátt fyrir að vera oft ósammála honum hefur margt af því sem hann hefur skrifað reynst rétt. Og þó að ég sé mikill aðdáandi bæði Shelvey og Lucas, hef ég ekki látið það fara fyrir brjóstið á mér þó hann sé ekki á sama máli. Hann hefur sína skoðun á málunum og hefur fullan rétt á því. Mér finnst einmitt stærsti kostur við kop.is að hér er hægt að lesa mismunandi sjónarhorn eða skoðanir manna og rökræða málin.

  42. Svavar Station #50
    er ad leita mida laet vita , einsgott ad mannfjandinn se en lifandi annars gref eg hann upp !

  43. Styð Siguróla.
    Hann hefur sýnar skoðanir, stundum dálítið hressandi og hvassar. Sumu hef ég verið sammála, sumu ekki.
    Þó honum langi til að henda mönnum hingað og þangað þá vill hann bara sjá ennþá betri menn í staðinn.
    Sumir láta eins og hann fari með framkvæmdavaldið í klúbbnum og sé að fleygja mönnum fýsískt.
    Slaka aðeins á, Borini verður áfram og Shelvey sannarlega. Svo koma gluggar og menn fara og aðrir koma.
    Trúi þvi að við munum verða sterkari eftir hvern næstu þriggja glugga.
    Mestu skiptir að við höfum hámarks performera í hverjum leik og droppum þeim sem fá skitu svo þeir fái tækifæri til að vinna sig til baka á æfingasvæðinu og í hausnum.
    Lucas verður ekki aftur góður fyrr en hann er búinn að ná sér og kominn í toppform en þá verður hann líka flottur og mikilvægur.

    YNWA

  44. Varðandi rauða spjaldið, ef einhver nennir í þá umræðu aftur, þá hef ég ekki séð mikið um þátt aðstoðardómarans. Það sáu allir hvað Halsey var að hlusta mikið í eyranu svo að ég er hreinlega á því að það hafi verið línuflaggarinn sem á endanum tók ákvörðunina.

    Annars hefur maður áður séð svona sóli á móti sóla tæklingar og það fer alltaf þannig að sá sem kemur verr undan tæklingunni sleppur. Man einhver eftir að hafa séð tvo menn fara í tæklingar og báðir fá rauða spjaldið? Hefur sjálfsagt gerst einhversstaðar en það er þá algjör undantekning

    Öll þessi vafatriði voru ekki clear cut , hvað þá á fullum hraða án endursýningar. Ekki þar með sagt að dómarinn eigi ekki að gera betur en svona fer þetta bara stundum og eins og einhver bendir á, liðið var ekki að skapa neitt sérstaklega mikið af færum þrátt fyrir töluverða yfirburði.

    Að sama skapi gaf liðið færi á sér með klaufaskap og United refsaði. Á meðan Liverpool getur ekki refsað þá fara þessir leikir of oft svona þrátt fyrir yfirburði.

  45. Byrjunarliðið í næsta leik?

    Sterling – Suarez – Downing
    Sahin – Allen – Gerrard
    Enrique – Carragher – Skrtel – Johnson
    Reina

    Sterling er 17 ára, Downing er vonlaus, Sahin er nýr, Enrique er kaldur, Carragher er ellismellur og Reina ver ekki skot.

    Eru menn bjartsýnir?

  46. Að sama skapi gaf liðið færi á sér með klaufaskap og United refsaði. Á meðan Liverpool getur ekki refsað þá fara þessir leikir of oft svona þrátt fyrir yfirburði.

    Voru mótherjar okkar að skapa sér færi? Refsuðu þeir en við ekki. Þú veist að við skoruðum eitt mark, þeir reyndar refsuðu okkur með marki stuttu síðar, en restin var bara þegar Halsey var að refsa okkur, ekki ManYoo.

  47. Ég er bjartsýnn maður. En ég er nokkuð klár á því að liðið okkar muni ekki ná þessu margumrædda 4. sæti í vor.

    Ég er þó griðarlega bjartsýnn á að þessir ungu strákar í herbúðum okkar eigi eftir að koma klúbbnum okkar á rétta braut með tíð og tíma.
    Þess vegna er ég griðarlega ánægður með að Rodgers sé að gefa þeim tækifæri.

    Vonast til í að sjá sem flesta fá sénsinn núna. Til að hrista úr þeim allt stress og sjá hverjir eru tilbúnir að gegna hlutverki á næstu leiktíð.

    YNWA!

    P.S. Downing, Enrique og þessir kallar sem hafa ekki verið að skila neinu eru bara að taka leiki af Robinson, Suso og fleirum sem eru hungraðir í að standa sig og eru framtíð þessa klúbbs.
    Ég vil frekar sjá þessa stráka gera mistök og læra af þeim. Heldur en að horfa uppá fullmótaða leikmenn gera það nákvæmnlega það sama.

  48. “Upp með þumlana ef þið viljið ______ út af síðunni!”

    Ég henti ummælum ykkar beggja út. Verið ósammála án þess að vera barnalegir.

  49. Eg se bara jakvaett framundan thratt fyrir leikbann og meidsli og thessi tvo stig. Lidid hefur verid oheppid en synt ad thad getur klarad leiki en ungu strakarnir sem hafa komid inn hafa stadid sig frabaerlega og megi their koma fleiri inn!

    Nu er timi kominn a ad setja Suso inn fra byrjun gegn Norwich og jafnvel gefa odrum sens eins og td Wisdom. Thetta er alls ekki svo galin stada thott margir seu byrjadir ad munda skotvopnin i midri neikvaedninni. Seasonid byrjar a erfidum utileik gegn frisku Norwich lidi. Thad er ekki leikur sem vid EIGUM 3 stig fyrirfram, heldur tharf lidid ad t hjappa ser betur saman og klara daemid. BR taladi mikid um ad fyrstu 2 manudir timabilsins verdi erfidir gegn erfidum lidum. Nuna er sa kafli buinn og timi til kominn ad byrja timabilid.

  50. Flottur Olgeir, eins og þú orðaðir það: ,,Lestu þig til um áður en þú ferð að tjá fáfræði þína hér.”

  51. Magnús minn. Hvað helduru að þú sért? Heldurdu ad tu sert eitthvad yfir adra hafinn? Ma eg giska, tu byrjadir ad halda med liverpool fyrir svona 3 arum og tykist vita allt.. i rauninni veistu orugglega ekki neitt. Myndi giska a ad tu vaerir um 15 ara gamall og eins og eg sagdi sjalfur, fafrodur. Tess vegna bid eg tig ad haetta skrifum tinum her og koma aftur tegar tu ert ordinn troskadur en ekki bara einhver krakki. Eg er med heimildarmann fra liverpool og tel mig vita tad fullvel hvad tetta mal snyst um.

  52. Legg til að menn lesi þessa grein, algjörlega frábær: http://tomkinstimes.com/2012/09/football-and-finance-liverpool-and-the-top-six/

    Það eru ástæður fyrir því að ekki er búið að ákveða að byggja nýjan völl, kemur vel fram þar. Matchday tekjur eru alltaf að verða minni og minni hluti af kökunni og fjármögnunarkostnaður við byggingu ásamt afskriftum er gríðarlega þungur baggi á liðum.

    Eins kemur þarna fram af hverju þessi launamál eru svona mikilvæg.

Við 1 Þeir 2

WBA á morgun