Byrjunarliðin komin:

Þá vitum við byrjunarliðið. Það eru sem hér segir:

Liverpool:

Reina

Kelly – Skrtel – Agger – Johnson

Gerrard – Allen – Shelvey

Borini – Suarez – Sterling

Bekkur: Jones, Carragher, Enrique, Henderson, Sahin, Suso, Assaidi.

Suso á bekknum á kostnað Downing. Það eina sem kemur á óvart. Koma svo Liverpool, tökum þennan helvítis leik!

109 Comments

 1. Lindergard er í markinu hjá United, Ryan Giggs er inná og Vidic ekki með !

  Þetta lítur ágætlega út, flott hjá Suso að komast á bekkinn.

 2. Æðisgengið að Suso og Assaidi séu á bekk en ekki Downing + að Shelvey sé í liðinu! Rodgers á réttri leið með hópinn!

 3. Lið Man Utd í dag : Lindegaard, Rafael, Ferdinand, Evans, Evra, Carrick, Giggs, Valencia, Kagawa, Nani, Van Persie

 4. Sorglegt að leikmaður sem kostaði 20 milljónir punda fyrir einu ári sé ekki meðal 18 bestu manna liðsins.
  Ef Suarez er jákvæður og í góðu skapi þá vinnum við þennan leik

 5. Hvernig er það, getur Liverpool ekki farið í skaðabótamál á hendur Downing fyrir vanefndir? Svona að öllu gríni slepptu (hélt að vísu að þetta myndi gerast þegar Sterling tók hann fyrst úr liðinu) þá hlýtur maðurinn að vera að alvarlega að hugsa sinn gang núna.

  Annars lýst mér ágætlega á þetta, Utd. eru reyndar að gera það sem KAR vildi ekki, þ.e. henda slatta af sóknarmönnum inn, og ég var sammála honum. Hins vegar er líka hægt að líta á að það er nú bara einn hreinræktaður miðjumaður inn á hjá þeim. Það ætti að opna fyrir möguleika á að dóminera miðjuna og hindra að sóknarmennirnir komast inn í leikinn. Fer samt ekki af því að ég vil sjá Gerrard ofar á vellinum þar sem að hans mistök hafa verið að kosta mörk.

  Annars þyrftum við að keyra á vörnina hjá þeim, Evra hefur verið að spila illa sl. ár, Rafael hefur verið stressaður í stóru leikjunum og Ferdinand kominn af besta skeiðinu. Vonandi að Luiz geti ollið einhverjum usla. Svo væri líka ágætt að hann þyrfti ekki 10 plús skot til að koma blöðrunni í markið.

  Hversu skemmtilegt væri það svo ef 99 red balloons yrði spilað á meðan Gerrard og Vidic sleppa blöðrunum?

 6. Byrjunarliðið er gott og sprækir guttar á bekknum. Ég segi að Sterling skori í þessum leik…er eiginlega alveg pottþéttur með það. Kæmi samt ekkert á óvart þótt United taki þetta. Vill allavega ekki missa mig í svekkelsi ef það gerist, en segjum bara klassískur 3-2 sigri. Shelvey, Borini og Sterling og Persie 2 fyrir þá.

 7. Rosalega finnst manni óþægilegt að hugsa til þess að góð úrslit velti á því að einn eða tveir menn séu í stuði (Suarez og Gerrard). Djöfull panta ég að við tökum þetta. Suarez og Sterling skora…I’m going to put it out there.

 8. Hvernig getur maður eins og Borini komist í það að spila atvinnuknattspyrnu. Hann kæimst ekki í byrjunarliðið hjá Fram…

 9. Jæja við sækjum og sækjum en eins og vanalega þá komum við ekki tuðruni í netið. Hvenar ætli eina sókn utd komi sem þeir skora strax úr?

 10. Hvernig geta menn eins og Helgi I fengið að tjá sig hérna inná kop.is og rakkað eigin leikmenn stöðugt niður? Hann kæmist ekki einu sinni í úrvalsliðið á Barnaland.is

 11. Shelvey var með takkana á lofti, svosem ekki mikið við þessu að segja, en maður hefði alveg getað séð einungis dæmt gult á þetta eða bara aukaspyrnu án spjalds.

 12. DÓMARINN EYÐILEGGUR ÞENNANN LEIK, þvilikur aumingi… ALDREI RAUTT SPJALD

 13. Mark Halsey sér þetta alveg! Hann fer innanfótar í þetta.

  Liverpool núna 10 á móti 12.

 14. Rautt spjald á þessa tæklingu er bara grín. Hvað er eiginlega í gangi með þessa helv dómara á englandi. ! !

 15. takkana á lofti ! ertu hálviti? hann fór með aðra löppina í boltan og sneri löppinni ekki á hættulegan hátt !! aldrei rautt !!! svo er evans með báðar lappirnar á móti

 16. Það er hægt að jafna leikinn öðruvísi en svona. 10 á móti 12 núna.

 17. Þessi enska dómarastétt er ábyggilega sú versta á heimsvísu. FA ætti kannski að reyna að fá nokkra Íslenska lánaða. Geta nú ekki verið verri.

 18. Núna vantar bara að dómarinn dæmi víti á okkur út af einhverjum smámunum….
  En við erum búnir að vera miklu betri og hitastigið er að aukast í leiknum og þá er spurning hvort að fleiri fái að fjúka út af.
  En af hverju gátum við ekki verið búnir að skora svona eins og eitt til tvö mörk fyrst….ohhhh

 19. Og ég sagði það eftir seinasta deildarleik, og segi það aftur núna: Af hverju í andskotanum var Borini fyrsti maður inn hjá Rodgers? Hvað hefur hann gert sem Downing hefur gert verr?

 20. Það er mjög erfitt fyrir okkur að skora með þessum fyrirgjöfum , það er aldrei neinn inní teignum til þess að koma þessu í markið.

 21. Gjörsamlega FÁRÁNLEG ákvörðun hjá dómaranum og gæti alveg farið langt með að eyðileggja þennan andskotans leik.

 22. aldrei séð svona lélegt united lið áður, í 30 ár takk fyrir, yfirspilaðir og gátu ekki skít í fyrri hálfleik. En kannski voru þeir bara værukærir vitandi að þeir hafa nú dómarann á sínu bandi eftir allt saman.

 23. Evans fer í tveggja fóta tæklingu.. rekum þann sem hann tæklar út af.

 24. Báðir með alveg eins tæklingu í 50/50 bolta, annar fer að væla og hinn fær RAUTT!!! Hvaða kjaftæði er þetta? 10 á móti 12 en samt betri í leiknum… Áfram svo

 25. Fyrstu kaup, sem þýðir mikil áhersla, kæri Helgi. Skrýtið í ljósi þess að við höfum kantmann sem kemst ekki í hóp (Downing), en ekki svo mikið sem einn sóknarmann á bekkinn…

 26. Þetta var í mesta lagi gult spjald á þessa tæklingu og ef að þetta var rautt þá hefði nú Evra allavegana átt að fá gult spjald. En þetta er frábært 5 leikir 2 stig lélegast byrjun Liverpool ever staðreynd.

 27. 2 metrum fyrir aftan horfir hann á Shelvey sparka innanfótar í boltann og hlustar svo á línuvörðinn sem er víðs fjarri! Asni.

 28. Skemmtilegt….Pistlahöfundur minntist á með kaldhæðni að bæði lið væru með tólfta manninn inn á, við höfum svo sannarlega fengið að sjá massívan stuðning frá áhorfendum….og dómararassgatið þurfti endilega að leiðrétta stöðuna.
  En ok, þá er bara jafnt í báðum liðum núna, vinnum þetta bara samt, enda búnir að vera miklu betri og þeir hafa bara ekki mætt í leikinn.
  Einhver hér að hrauna yfir Borini, en ég spyr þá á móti, hvað er RVP búinn að gera mikið í þessum leik…bara akkúrat ekki neitt og varla fengið boltann nema til að gefa hann til baka.

 29. Svo er ég að hlusta á Redknapp og Neville, og þeir segja að bæði Evans og Shelvey hefðu átt að fá rautt, úr því það þurfti að sýna rautt.

 30. Þetta rauða spjald er náttúrulega útí hött. Evans er í nákvæmlega sömu stellingu, með báða fætur á lofti!!!!. En hann liggur og vælir eins og stunginn grís og uppsker rautt spjald á andstæðinginn. Fáranlegt.

 31. Þeir lýsendur sem eru að lýsa leiknum hér á Fox eru á því að þetta sé mjög harður dómur, báðir leikmenn fara með sólann á undan sér. Af hverju þá ekki báðir Rautt?? nei, af því að evans fer að væla.

 32. 8(2) Shots (on goal) 3(0)

  5 Corner kicks 0

  62% Time of Possession 38%

  1 Red Cards 0

  Svona er tölfræðin eftir fyrri hálfleikinn skv. Soccernet, en ég er hræddur um að það eigi eftir að breytast eftir svona dómaraafglöp.

 33. Jamie Redknapp og Gary Neville voru sammála um að þetta var ekki rautt á Shelvey og þeir væru báðir “out of position”, sem þýðir að þeir áttu báðir að fá spjald en ekki bara annar. Merkilegt þegar dómarar þurfa að ráða úrslitum leikja.

 34. er að horfa á sky, Gary Neville og Jamie Redknapp báðir á því að bæði Evans og Shelvey hafið farið með takkana og báðir hefðu átt að fá rautt, eða gullt..
  sammála því

 35. Aðeins að öðru, hvenær átti að sýna fyrsta þáttinn í Being Liverpool?
  Er ekki búið að sýna þetta í USA?

 36. Algjörlega fáranlegur dómur – þetta átti að vera rautt á Evans. Hann kemur fljúgandi inní tæklinguna með báðar fætur á lofti !!

 37. JJJJJJJJJJJJJJJJJJájájájá!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Gerrard er kann að þagga í þeim!

 38. úfff….ekki bakka of mikið drengir, þá kemur mark….ohhhhoooo og það var það nákvæmlega sem gerðist….

 39. Þetta var BARA víti, ótrúlegt hvað þarf til þegar Surez er annarsvegar,

 40. Mér fannst þessi skipting frekar skrítin. Sterling búinn að vera frábær. 😐

 41. Sko…hvað sagði ég….dómarinn varð auðvitað að gefa þeim víti líka.

 42. Þetta er ótrúlegt , fyrsta tækifæri sem halsey hálviti fær þá dæmir hann víti. ÓTRULEGT ! ! ! !Er þessi maður hálviti??? fár hann bónusinn frá utd eftir þennan leik ??

 43. LFC búnir að spila þennan leik frábærlega. Þvílík skita upp á þak hjá dómaranum. Hann ætti aldrei að fá að dæma leik aftur á þessu Leveli. Þvílíkur pappakassi

 44. Gjöf frá fíflinu , ég vona að þetta verði skoðað og að hann dæmi ekki meira. Það er í lagi að tapa þegar allt er sanngjarnt , en þegar dómarinn er að vinna leikinn fyrir hitt liðið þá er mér nóg boðið

 45. Er ekki hægt að fá a.m.k B klassa dómara? Þeta er ótrúlegur fá…..

 46. Þetta er meira ljóta ruglið. Takk dómari,u have just made my day,fokker.
  Arrrrggg

 47. Skemmtilegt hvað dómarinn þarf ALLTAF að eyðileggja leikina á milli þessara liða og það vil svo skemmtilega til að hann eyðileggur ALLTAF fyrir Liverpool.

 48. Halsey er kominn með eina stoðsendingu og leikurinn er ekki búinn.

 49. Liverpool liðið á STÓRT hrós skilið fyrir snilldar frammistöðu! Því miður er ekki séns á að vinna DÓMARANN í Man. Utd. treyjunni! Ég er gjörsamlega orðlaus yfir þessu fífli, sem skemmdi frábæran leik…

 50. er ekkert hægt að gera, eigum við sem neytendur þessarar vöru ( enska boltans ) að þurfa að sætta okkur við svona dómara í leikjum ?

 51. halsey hálviti er vanvirðing við atvinnuknattspyrnumenn. Þeir æfa tvisvar á dag og græja sig upp fyrir hvern leik í úrvalsdeildinni og fá svo þennan viðbjóð í andlitið. Þvílíkur viðbjóður.

 52. ég spyr í alvöru, væri ekki hægt að koma af stað einhverskonar fjöldamótmælum ? Ef þið hugsið þetta þá var þessi dómari bara alveg útúr kú og þetta á ekki að leyfast,

 53. Þetta leit hræðilega út hjá Kelly. Vonandi er þetta minna en það leit út fyrir að vera.

  Að auki legg ég til að Halsey sé drekinn.

 54. Helvítis fokking fokk….megi þetta verða mín einu orð um þennan leik….og vonandi fær dómarinn nokkuð gott frí eftir þennan leik; LFC átti þetta ekki skilið….

 55. Jæja versta byrjun á tímabili ever hjá Liverpool það er að detta í október og Liverpool ekki komin með einn sigur í deildinni þurfum við ekki að fara setja fram spurninguna hvort Rodgers sé í alvörunni rétti stjorinn fyrir okkur? 5 leikir 4 mörk skoruð 10 mörk á okkur og 2 stig þetta er bara sorglegt.

 56. Deus, við vorum að yfirspila manu allan leikinn, meir að segja eftir að við urðum manni færri. þannig að gleymdu því. LFC á hrós skilið fyrir leik sinn í dag, algerlega . Hinsvegar þá þurfum við að sætta okkur við að hafa svona dómara á þessum leik og það er enginn spurning um að hann vann leikinn fyrir þá.

 57. 95 deus, hvernig væri bara stundum að halsa kjafti????

  Fannst okkar menn frabærir i dag, Rodgers er a harrettri leið með liðið og þetta er allt að smella.

 58. Leiðindarúrslit, en jákvætt að ungu mennirnir séu að koma svona sterkir inn. Verða enn betri næsta season, með smá exp. undir beltinu. Lít algjörlega á þetta season sem aðlögun að nýju kerfi og reynslu fyrir þá ungu. Ætla ekki að vera að svekkja mig of mikið á töpum í vetur.

 59. Dómarinn eyðilagði leikinn. Einfalt mál. Okkar menn voru frábærir í þessum leik. Ég legg til að við tökum allt það jákvæða út úr þessum leik. Stutt liðið af mótinu og ég er SANNFÆRÐUR um það styttist í sigurinn. Hef áhyggjur af meiðslum Agger.

  Púlarar, berum höfuðið hátt!

 60. Hrikalegt svekkelsi! Liðið að spila vel í dag en því miður er dómarinn með dagskipun að vera á bandi lélegu MU liði með öll vafaatriði. Of mörg til að telja upp hér! Aldrei hægt að vinna svona leik manni færri og með dómarann á móti sér einnig!!

  En ánægður með spilamennskuna og vona okkar menn haldi haus og sjálfstrausti og komi yfirvegaðir í næsta deildarleik og byrji að hala inn 3 stig þar! Þetta getur ekki versnað!! YNWA!!

 61. Fallbaratta framundan? Allavega er Brendan Rodgers kominn undir prufu og allt heila sistemið á Anfield. Og menn skulu allveg hafa það á hreinu að nú fer þetta að fara á sálina á mönnum að ekki tekst að koma tuðrunni í netið.
  Ég veit að það gekk ekkert með okkur í dag með dómarann og það sem verra er þá er Agger sennilega frá í langann tíma en þetta er ekki gott.. Það virðist alla vega vera langt í heiðann himinn og fuglasöng á Melwood. En nú reynir á stuðnigsmennina það er næsta víst.

 62. erfitt að kyngja þessu. Við erum ekki með jafn breiðan hóp og utd. Við verðum bara að horfa á næsta leik og vinna hann. Persónulega fannst mér þetta ekki vera víti annars féllu ákvarðanir dómarans ekki með okkur í dag. Vorum einnig með 2 gutta undir 20 á móti þessu firna sterku liði. Framtíðin er björt hjá Liverpool og nú held ég að við séum að klára að ganga í gegnum þennan erfiða storm sem byrjunin á leiktíðinni hefur verið.

 63. Sjatt hvað maður er þungur núna maður!! Held að maður verði bara að fara í Kost á Dalvegi og kaupa sér gamla góða kókópöffsið!!!

  En burtséð frá því rugli sem þessi leikur var, þá má benda á það að liðið var heilt á litið FRÁBÆRT. Og þá sér í lagi ef tekið er mið af því mótlæti sem það sætti af hálfu Halsey!

  Shelvey, Sterling, Gerrard, ALLEN, Suso og fleiri mjög flottir og það er hið besta mál!

  Það slæma er hinsvegar formið á aumingja Glendu. Það verður að segjast eins og er að þegar hann sótti þá átti hann nokkra spretti! En þegar hann verst þá er hann einfaldlega eins og hauslaus hani…. Að síðustu þá bera ákvarðanir hans um hlaup og tæklingar keim af skítugri ungbarnableiu þar sem steinsmugan hefur lekið langt upp á bak! Ég er ekki frá því að Enrique sé illskárri kosturinn þrátt fyrir að vera mistækur að sama skapi…

  Mark Halsey mætti negla upp á kross mín vegna!

  Í dag er ekki hægt að kenna dagsformi liðsins sem heildar um tapið!

 64. 98 Viðar 5 leikir 4 mörk skoruð 10 mörk á okkur og 2 stig. Er bara ekki nógu góður árangur hvernig sem þú lítur á það sama hvernig liðið spilar ef það vinnur ekki leiki þá er þetta ekki nógu gott.

Manchester United á Anfield

Við 1 Þeir 2