BSC Young Boys – fim. kl:17:00

Næstu mótherjar okkar koma frá nokkuð merkilegu landi, Sviss. Þjóð sem á landamæri að Þýskalandi til norðurs, Frakklandi til vesturs, Ítalíu til suðurs og Austurríkis til austur en hefur samt náð að vera hlutlaus frá 1815 og raunar líka löngu fyrir þann tíma. Svisslendingar hafa í raun oftar en ekki verið sáttasemjarar út um allann heim í gegnum tíðina. Kemur líklega ekki á óvart að þeir stofnuðu Rauða Krossinn og aðalskrifstofa sameinuðu þjóðanna í Evrópu er í Sviss.

Reyndar má kannski finna ástæðu hlutleysis þjóðarinnar í því að eftir að ríkið tók að myndast á 13.og 14.öld sönnuðu Svisslendingar að þeir eru úrvals hermenn og vonlausir við að eiga á heimavelli. Til marks um herkænsku Svisslendinga má geta þess að gæslumenn Páfa hafa komið frá Sviss síðan 1501. Sá eini sem náði að hertaka Sviss var Napoleon. Þegar hann skeit upp á þak í stríði gegn Rússum tók gamla ríkjasambandið upp þráðinn aftur og kom stærra og sterkara til leiks. Þeir hafa ekki átt í stríði síðan þá.

Svisslendingar eru ein ríkasta þjóð í heimi og lífsgæði hjá þeim með því betra sem þekkist í heiminum, það skýrir kannski smá af hverju stærstu borgir landsins eru frekar fámennar m.v. að landið telji 8 milljón íbúa. Zurich er stærst með tæplega 400.þúsund Íbúa, Genf næst og höfuðborgin sem er einmitt viðkomustaður Liverpool er fjórða stærst og telur einungis um 140.þúsund íbúa. En í kringum þessar borgir eru mjög margir minni kjarnar. M.ö.o. án þess að koma mikið á óvart búa fjandi margir Svisslendingar í úthverfum. Alparnir og Júrafjöllin móta að sjálfsögðu landið að miklu leiti.

Það eru fjögur opinber tungumál í landinu sem helgast af því að landið er samansett af mismunandi héruðum sem ákváðu að tengjast af pólitískum ástæðum. Upphaflega var landið þýskumælandi og er það útbreiddasta tungumálið í landinu (64%) og opinbert tungumál Bern. Seinna bættust ítölsk- og frönskumælandi héruð við sem og rómanskt mælandi þjóð sem er í austurhluta landsins. Það er því ekki furða að þetta lið sé gott í að miðla deilumálum. Ofan á þetta er landið þekkt fyrir beint lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur í stærri ákvarðanatökum.

Bern er ekki eiginleg höfuðborg Sviss heldur sambandsborg landsins þar sem þingið kemur saman. Landið er skipt í 26 kantónur sem hver hefur sitt þing og ræður sér töluvert sjálft. Forseti Sviss er staðsettur í Bern en er nokkuð valdalítill. Bern er hinsvegar höfuðborg Bern kantónunar sem er sú stærsta í landinu og er á vesturhlutanum. Stutt er í næstu knattspyrnuborgir landsins eins og Basel (95km), Zurich (110km) og Lausanne (100 km).

Aare fljótið umlykur miðbæ Bern og afmarkar vel gömlu borgina sem inniheldur um 123.þúsund íbúa en á svæðinu í kring búa um 350.þúsund manns.

Helstu íþróttalið borgarinnar eru íshokkíliðið sem á sér fjölmarga stuðningsmenn og Young Boys knattspyrnuliðið, eða YB eins og það er kallað í heimalandinu.

Leikurinn fer fram á þjóðarleikvangi Svisslendinga Stade de Suisse sem staðsettur í Wankdorf, Bern. Völlurinn og svæðið í kring var opnaður árið 2005 en hann kom í stað gamla heimavallar Young Boys, Wankdorf Stadium sem var rifinn 2001. Það er því óhætt að efast aðeins um stofnendur þessa ágæta liðs því nafnið þróaðist í Young Boys og um áratugaskeið var spilað á Wankdorf velli. Raunar segir sagan að Stade de Suisse nafnið hafi eingöngu verið tekið upp til að alþjóðlegur heimavöllur þjóðarinnar væri ekki Wankdorf Stadium. Sniðugir Svisslendingarnir.


Völlurinn er sá næst stærsti í Sviss og tekur 32.þúsund manns í sæti, hann var endurnýjaður fyrir Evrópukeppnina 2008 sem haldin var m.a. í borginni. Bern er það nálægt Ölpunum að þeir spila á gervigrasi og því er hann ekki oft notaður sem þjóðarleikvangur landsliðsins. Byggingin hýsir ekki eingöngu knattspyrnuvöll því á þakinu er sólar raforkustöðu sem er það öflug að hún sér vellinum og húsunum í kring fyrir rafmagni. Einnig er þarna ein stærsta verslunarmiðstöð landsins, skólar, líkamsræktarstöðvar og veitingastaðir.

Félagið heitir réttara sagt Berner Sport Club Young Boys 1898 og er eins og gefur til kynna í nafninu stofnað rétt fyrir þar síðustu aldarmót. Félagið varð mjög fljótlega sigursælt og vann sex svæðistitla frá stofnun til ársins 1933 er Svissneska deildin var sofnuð en þar voru þeir meðal stofnfélaga.

Þeir hafa bætt 5 titlum við safnið síðan þá og 6 bikarmeistaratitlum og eru með því eitt sigursælasta lið landsins. Liðið hefur nánast alltaf verið í efstu deild með nokkrum undantekningum en engu að síður hafa þeir ekki unnið titilinn síðan ´86 og bikarinn síðan ´87.

Gullaldarlið Bern var á hátindinum undir lok 6.áratugarins er liðið vann fjóra titla í röð og komst tímabilið 1958 í undanúrslit Evrópukeppninnar sem er besti árangur liðsins utan landssteinana þrátt fyrir að liðið hafi marg oft unnið sér þáttökurétt í Evrópukeppnum.

Leið YB í riðlakeppnina í ár hefur verið nokkuð strembin þrátt fyrir að líta ágætlega út á pappír. Zimbru Chisinau var lagt eftir vítaspyrnukeppni, Kalmar frá Svíðþjóð kom þar næst og að lokum Midjylland sem þeir lögðu 0-3 í Danmörku en voru rétt búnir að klúðra því á heimavelli en sluppu eftir 2-0 tap.

Þeir hafa reyndar verið sterkir í Evrópu undanfarið, margir muna líklega eftir þarsíðasta tímabili er þeir voru rétt búnir að taka Tottenham í bólinu í lokaleik um sæti í meistaradeildinni og komust í 3-0 í fyrri hálfleik gegn þeim. Tottenham náði að laga það í seinni hálfleik er þeir áttuðu sig á gervigrasinu og unnu seinni leikinn sannfærandi. YB fór í Evrópudeildina það ár og komst upp úr riðli með Stuttgart og Getafe aðeins til að tapa fyrir Zenit frá Rússlandi. Á síðasta tímabili sló Braga liðið út í umspilsleik í Evrópudeildinni með fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Þetta er fjórða liðið frá Sviss sem Liverpool mætir og þau hafa strítt okkur í gegnum tíðina. Servette frá Genf var lagt af velli tímabilið 71/72 er 2-1 tapi var snúið með 2-0 sigri á Anfield.

“Joey ate the Frogs legs, made the Swiss roll and now he’s Munchen Gladbach.” borðinn frægi vitnar auðveldan sigur á FC Zurich 1977.

Sion skoraði þrisvar á Anfield (fyrst allra liða í Evrópukeppni) en töpuðu 6-3 og 8-4 samanlagt árið 1997. Sælla minninga um góða sóknarmenn og arfa slaka varnarmenn þess tíma.

Síðustu andstæðingum frá Sviss vill maður síðan helst gleyma enda eitt aulalegasta klúður Liverpool í Evrópusögunni á eftir því er Hamann var tekinn útaf gegn Leverkusen. Liverpool þurfti að leggja Basel af velli til að komast áfram í meistaradeildinni árið 2003 en lenti 3-0 undir í fáránlegum leik. Liðið náði að jafna og var langt um betra en tókst ekki að klára dæmið og með 1-1 jafntefli í fyrri leiknum féll liðið úr leik með skömm. Það síður aðeins á manni að rifja þennan fjandans leik upp svei mér þá.

En eins og sést á þessu þá er Svissneska deildin eins og annað í þessu landi nokkuð jöfn og mörg lið sem hafa náð árangri í landinu. Young Boys hefur ekki verið sigursælt í langan tíma og eðlilega ekki svo ýkja margir þekktir leikmenn í liðinu eða sem hafa spilað með því áður. Fyrir utan kempur eins og Hakan Yakin, Andreas Escobar og Lars Bohinen hefur bara eitt alvöru stórt nafn spilað með YB og það er auðvitað Grétar Rafn Steinsson sem var á mála hjá þeim 2002 -2004. Sá leikmaður sem ég stoppa hvað helst við í núverandi hópi er sænski landsliðsmaðurinn Alexander Farnerud.

Liðið er um miðja deild í Sviss með 12 stig eftir 8 leiki. Þeir eru nokkuð sóknarsinnaðir og spila jafnan leikkerfið 4-3-3.

Brendan Rodgers virðist eðlilega ætla að nota ungu strákana í þessum leik. Ef ekki gegn Young Boys þá hvenær? Samed Yesil hefur þar verið nefndur sérstaklega en hann hefur farið á kostum undanfarið fyrir bæði yngri landslið Þjóðverja sem og unglingalið Liverpool. Hann nánast staðfestir að hann muni koma við sögu í þessum leik. Eins talar Rodgers um uppgang Raheem Sterlingv og hversu mikil hvatning það hefur verið niður alla yngri flokka félagsins að sjá hann svona ungan fá tíma og traust í byrjunarliðinu. Vonandi nær Yesil að koma eins sterkur til leiks og Sterling en báðir verða í hóp á morgun.

Auk þeirra tippa ég á að Suso, Morgan og Robinson/Flanagan verði á bekknum og komi jafnvel inná. Suso fór með liðinu til Sunderland um helgina en komst ekki í hópinn en ég tippa á að hann fái séns núna. Sá er greinilega orðinn mjög hungraður í að spila og hefur lýst yfir mis mikilli ánægju sinni á twitter undanfarið. Morgan virðist vera hugsaður í bikarkeppnirnar og þeir bakvarðabræður ættu að fá séns í svona leikjum. A.m.k. fá að vera með í hóp.

Auk þessara ungu leikmanna eru þrír huldumenn sem ég væri til í að sjá hvort séu á lífi. Assaidi hlítur að fara fá séns bráðum, þetta ætti að vera kjörið tækifæri fyrir hann. Hinir tveir eru Joe Cole sem hreinlega hvarf og Dani Pacheco sem komst í Evrópudeildarhópinn. Ástæðan fyrir því að ég vill sjá þessa kappa er ekki endilega sú að ég sakni þess að sjá þá spila heldur frekar að ég vill hvíla sem allra flesta ef ekki alla leikmenn aðalliðsins fyrir átök helgarinnar. Mér hreinlega gæti ekki verið mikið meira sama um gengi Liverpool í Evrópudeildinni borið saman við deildina, so sorry. Við erum nú þegar búin að eyða of mikilli orku í þetta helvíti sem kom niður á liðinu gegn Arsenal.

Ælta að skjóta á byrjunarlið, frekar mikið út í bláin:

Reina

Kelly – Carragher – Coates – Enrique

Sahin – Allen
Henderson – Shelvey – Downing
Borini

Suarez, Gerrard, Agger og Skrtel ýmist ekki í hóp eða á bekknum. Ungu strákarnir verða held ég á bekknum þó ég væri mikið til í að sjá einhverja þeirra byrja. Tek Sterling ekki með þar enda hann bara orðinn lykilmaður hjá okkur og líklega í liðinu gegn United.

Spá: Vinnum 0-1 með marki frá Borini eftir sendingu frá Downing.

Leiktími: Leikurinn hefst klukkan 17:00 að Íslenskum tíma sem er fáránleg óheppni. Við erum klukkutíma á eftir bretum núna sem eru klukkutíma á eftir svisslendingum og leikurinn því kl. 19:00 hjá þeim. UEFA verður aðeins að hugsa út í það hvenær og klukkan hvað Selfoss á heimaleik þegar svona löguðu er raðað niður!

41 Comments

  1. Skemmtileg upphitun, eins og svo oft áður! Vona svo sannarlega að Yesil fái að spreyta sig, tippa annars á nokkuð þægilegan 0-2 sigur.

  2. Mjög flottur og fræðandi póstur. Two thumbs up!

    Svona vil ég sjá liðið; Einhvern annan er Reina, Kelly, Coates, Carragher, Robinson, Sahin, Coady, Henderson, Assaidi, Pacheco, Ngoo

  3. Nr. 5 Toggi
    Hahaha ég laga þetta með mjög miklum semingi. Grunar að þetta sé jafn rétt en get ekki fullyrt það 🙂

  4. Takk babu, þvílíkur snillingur. 0-2 og þjóðverjinn sem hefur vantað í liverpool siðan haman fór setur bæði, og klarar svo utd a sunnud

  5. Mikið er maður enþá að pirra sig á Jafnteflinu (tapinu) við Sunderland, en jæja. Vill rosalega að Assaidi verði inná.

    svona væri ég allveg til í að sjá þetta:

    Reina

    Mclaughlin – Carragher – Coates – Robinson

    Sahin
    Shelvey - Gerrard

    Henderson Assaidi
    Borini

    Annars hlakka ég eiginlega meira til að mæta Manutd (þó svo að ég efi að við vinnum þann leik, en allt getur gerst.)

  6. Raheem Sterling vs Sunderland

    Pass completion: 33/35 (94%)
    Attacking Third Passes: 16/16 (100%)
    Chances Created: 4 (joint highest with Suarez)
    Take-ons: 5/11 (highest attempted and joint highest completed, again with Suarez)

    It’s not just attacking where he has impressed, his tackle stats from Sunderland are the highest of any player on the pitch, completing 5 out of 5 to give him 100% success.

    Gamann af þessu 🙂

  7. Echo segir í dag að: Skipper Steven Gerrard, Luis Suarez, Glen Johnson, Martin Skrtel, Daniel Agger, Joe Allen and Martin Kelly will all be rested ahead of Sunday’s Premier League showdown with Manchester United at Anfield.

    Reina verður líka hvíldur, Brad Jones í markinu. Sahin og Assaidi byrja leikinn.

    Sterling fór með en kemur líklega af bekknum í mesta lagi.

    Carra og Coates verða miðverðir, Enrique vinstra megin og Kelly væntanlega hægra megin, samkvæmt Echo. Henderson og Downing munu líka spila, ásamt Assaidi.

    Hérna er greinin í Echo.

  8. Kelly verður væntanlega ekki í liðinu ef hann verður eftir á Anfield? Persónulega kvíði ég einna mest fyrir einmitt þeirri stöðu ef Flanagan á að spila hana! Utan við það er ég mjög spenntur að sjá hvernig liðinu verður stillt upp.

  9. Þetta er tekið af twitter:

    RobinLFC ?@Robish13
    Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Kelly, Allen, Gerrard & Suarez hasn’t travelled.

  10. Það er óþarfi að koma með slúður af Twitter þegar það er hægt að lesa um það í Echo. Twitter er ekki það mikilvæg heimild. 🙂

    En er nokkuð ljóst að Liverpool verður að láta ungu mennina spila í Evrópudeildinni, sérstaklega á útivöllum, í vetur. Breiddin á hópnum leyfir liðinu ekkert annað. Það eru auðvitað kostir og gallar við það.

  11. Takk fyrir þetta Eyþór.
    En þetta getur alveg verið á hinn veginn, að Robish13 hafi tekið þetta frá Ecko, en það skiptir í raun ekki máli. Sama hvaðan gott kemur 🙂

  12. Alltaf ljóst að þessi keppni verður að vera í aftursætinu fram í janúar, svo alveg á morguntæru.

    Kom mér á óvart að sjá Flanagan fara með, sá hefur ekki spilað mikið síðan í Ameríku, slúður um að Rodgers hafi hraunað yfir hann í lok ferðarinnar fyrir “lazy attitude” hefur fengið vængi þar sem hann spilaði ekki fyrir U-21 liðið okkar á föstudaginn. McLaughlin er hins vegar enn meiddur svo að sennilega fær Flanno þarna óvæntan séns. Hann átti hryllilegt tímabil í fyrra með öllum þeim liðum sem hann spilaði fyrir en vonandi græjar hann það. Gæti alveg séð Carra fara í bakvörðinn og bara Visdom og Coates í hafsentinn. Visdom á sénsinn meira skilið en Flanno.

    Spái því að Coady verði stillt upp með Sahin og Shelvey á miðjunni, Henderson og Downing á vængjunum og Morgan frammi. Sá Samed Yesil spila á föstudaginn og hann var mjög líflegur og sprækur að koma sér í færi en klúðraði þeim á eftirminnilegan hátt sem var örugglega af því hann var stressaður. Vona að hann fái mínútur, þó ég hefði viljað sjá Ngoo allavega fá að fara með, sá finnst mér spennandi og hefur skorað stanslaust í allt haust.

    Ítreka að ég vona helst að sjá Visdom og Coady, þeir eru næst því að mínu mati ásamt Morgan að geta tekið skrefið upp.

    Vonumst auðvitað eftir sigri en þessir leikir ættu að nýtast til að sjá hverjir ungu mannanna eiga skilið að bera merkið á brjóstinu!

  13. Frábær upphitun að vanda þó ekki Sigurgeirs …
    Þetta er eitt af því besta við Evrópuleikina og hrein unun að lesa TAKK Babu TAKK.
    Ég er búinn að bíða eftir því lengi að fá að sjá unga leikmenn fá tækifæri , það er alltof langt síðan við fengum upp góða leikmenn og ef 2 til 3 leikmenn koma inn í liðið af fullum krafti næsta tímabil verð ég alsæll 🙂
    Er sammála Magga með Flanagan, hann hlítur að sjá og vita að þetta er að renna honum úr greypum svo hann verður að sína sína bestu hliðar á morgun ef hann fær tækifæri ( sem ég er ekki svo viss um )
    Mín tilfinning er að þetta verði opinn og skemmtilegur leikur þar sem margir leikmenn hafa mikið að sanna .
    Raheem Sterling hefur gert mikið fyrir liðið og ekki bara á vellinum heldur hefur hann gert unga leikmenn graða og bjartsýna á að þeir fái LOKS tækifæri til að brjóta sér leið inn í aðalliðið 🙂
    Að lokum , ég hef þá tilfinningu að leikurinn á móti manu verði sá leikur sem færir leikmönnum sjálfstraust og gleði , koma okkur uppúr lægð og á næsta stig 🙂

  14. Flott upphitun.

    Sammála pistlahöfundi – mér er skítsama um þessa Evrópudeild, allavega á meðan það er leikur við ManUtd um helgina. Ef það fæst sigur í þeim leik, þá má alveg tapa þessum leik 48-0!

    Ég verð samt að fá að gera pínu athugasemd við þessa upphitun. Hún var frábær í alla staði – nema:

    Helstu íþróttalið Bern eru íshokkíliðið sem er eitt best studda lið
    Evrópu í þeirri grein og Young Boys Bern knattspyrnuliðið, eða YB eins
    og það er kallað í heimalandinu.

    Pardon my french – en hvurn djöfullinn þýðir “eitt best studda lið Evrópu”? Eru stuðningsmennirnir þeirra almennt séð betri manneskjur en aðrir dauðlegir menn? Eða eru stuðningsmenn þeirra færri, en klappa tvöfalt meira og hraðar en stuðningsmenn annarra liða? Eða … hvað er eiginlega málið!?! 🙂

    Spá fyrir leikinn, 4-1 fyrir Young Boys. Vonum bara að það verði “okkar Young Boys!”

    Homer

  15. Allir kjúlarnir eiga bara að fá sjéns núna bara enginn byrjunar liðsmaður á að vera í byrjnarliðinu og hann Samed Yesil á klárlega að byrja ef hann fer í gang gæti hann reynst okkur vel rest af vetri ekki veitir okkur af framherja..:)

  16. Hlakka til að horfa á leikinn, vona að ungu leikmennirnir standi sig.

    @Homer 21

    Þegar að hann talar um eitt best studda lið Evrópu held ég að hann sé að tala um vinsæld liðsins eða hversu margir halda með því.

  17. Hvar er Doni þessa dagana?

    Væri flott að sjá liðið svona:

    Doni

    Flanno Coates Wisdom Robinson

    Henderson Sahin
    Shelvey
    Assaidi Morgan
    Yesil

  18. @23 Jón Bragi

    Mig grunaði það svosem, en þetta er svo hrikalega vond íslenska að það er ekki einu sinni fyndið.

    Ég veit það er illa séð að vera einhvers konar stafsetningar- eða málfarslögga, þannig ef menn taka þessu illa þá bið ég þá bara um að leið mig hjá sér. Ég geri þetta ekki oft, en þá sjaldan þegar það gerist, þá get ég ekki annað 🙂

    Homer

    ps. tek fram að ég er á engan hátt skyldur Eiði Guðna 🙂

  19. Nr. 26 Eiður Guðna 🙂

    Þetta er nú ekki eins góð ábending og með gælumenn Páfa en í lagi fyrir því 🙂 Var aðeins að flýta mér og því viðbúið að nokkur svona slys leynist inn á milli. Breyti þessu orðalagi, Jón var þó að skilja meininguna hjá mér rétt.

  20. Já, þetta verður mjög forvitnilegur leikur og frekar ungt lið sem við munum tefla fram held ég.

    Persónulega held ég að liðið verði stillt upp einhvernvegin svona:

    Reina

    Flanagan, Carra, Coates, Enrique
    Sahin, Shelvey
    Downing Hendreson Sterling
    Morgan
    Tel að Yesil komi inná tiltölulega snemma leiks og svo koma Coady og Pacheco inn einnig.

    Spái þessum leik 1-3 fyrir okkar mönnum þar sem Morgan setur tvö og Shelvey eitt með einum hamri!

    YNWA – Rogers we trust

  21. Hópurinn á móti Young Boys: Jones, Gulasci, Flanagan, Carragher, Wisdom, Coates, Enrique, Robinson, Coady. Henderson, Sahin, Shelvey, Suso, Pacheco, Assaidi, Downing, Yesil, Morgan

  22. Talandi um Chelsea-Juventus, hann má eiga það þessi Oscar að seinna markið hans var rosalegt

  23. Veit ekki hvort að menn vissu af þessu en fyrsti þátturinn af Being: Liverpool var sýndur vestan hafs á sunnudaginn og er kominn á netið og má finna hérna, 44mín að lengd: http://www.101greatgoals.com/blog/being-liverpool-video-of-the-first-episode-the-silver-shovel/

    Er byrjaður að horfa og þetta er helvíti Bandarískt allt (hvort sem mönnum finnst það gott eða slæmt) en þetta lítur ágætlega út, gaman að fá smá innsýn í klefann og líf leikmannana.

  24. 34

    Þetta var komið á deildu á sunnudag líka, skemmtilegt að sjá.

    En að leiknum sjálfum. Mér persónulega er farið að hlakka til að sjá eintóma “kjúlla” í kvöld, það eru nokkrir sem maður hefur beðið með eftirvæntingu í aðaliðsleik, spái reyndar markaleik ca 3-4

  25. Er ég sá eini sem er að deyja úr pirringi yfir því þegar Werner segir í byrjun þáttar “but these desicions, we make with a great weight on our sholders” með eitthvað helvítis skítaglott og flyssandi í þokkabót. Talandi um þegar þeir ráku Dalglish! Þessi maður ekki að vinna neina vinsældakosningu með svona bulli.

    En svona ef horft er framhjá þessum pirringi þá er ég orðinn spenntur fyrir kvöldinu og vil helst sjá sem flesta unga leikmenn fá sénsinn!

  26. Pæling. Ég er að fara á leik í Pepsideildinni á sama tíma og missi því af leiknum. Veit einhver hvort/hvenær leikurinn verður endursýndur í kvöld á einhverri stöð?

  27. 37 þetta er frétt frá 2005! er ekki alveg að fatta hvað þetta kemur leiknum í dag við,, en who knows 🙂

  28. Liðið er komið:

    The Reds team in full is: Jones, Enrique, Carragher, Coates, Wisdom, Sahin, Henderson, Suso, Downing, Assaidi, Pacheco. Subs: Gulacsi, Sterling, Borini, Shelvey, Yesil, Robinson, Wilson.

  29. 39: Ætli það sé ekki fyrirsögnin frekar en innihaldið sem er áhugavert.

Champions League Dreams eftir Rafa Benítez

Liðið gegn Young Boys