Liðið gegn Sunderland

Jæja, þá erum við mætt tilbaka eftir landsleikjahlé. Ég tók mér algjört hlé frá Liverpool. Hætti að lesa um liðið, fór ekki á fótboltatwitter, skoðaði ekki Guardian og svo framvegis. Það eina, sem ég hef lesið um Liverpool hefur verið tengt hinni kærkomnu Hillsborough skýrslu.

Það var ágætt að taka sé hlé frá Liverpool eftir öll ósköpin sem gerðust fyrir tveim vikum.

Rodgers stillir þessu upp svona á Stadium of Light.

Reina

Kelly – Skrtel – Agger – Johnson

Gerrard – Allen – Shelvey

Borini – Suárez – Sterling

Á bekknum: Jones, Enrique, Sahin, Assaidi, Henderson, Downing, Carragher.

Ég var að vonast til þess að Gerrard yrði tekinn af miðjunni, en Rodgers ætlar greinileg að hafa hann þar áfram. Það er þó ánægjulegt að við sjáum Assaidi á bekknum, sem að ætti að geta gefið okkur smá sóknarhættu af bekknum. Þetta lið á klárlega að geta unnið Sunderland á góðum degi. Við skulum vona að þetta sé góður dagur.

101 Comments

 1. Ag hverju kemur þetta svona furðulega ut hja mer? Það stendur bekkur og svo fyrir neðan a bekknum, hvar er sahin td?Er hann a bekknum eða ekki i hop?

 2. @1
  Hann Sahin er á bekknum og seinni bekkurinn er aðalbekkurinn þetta hefur bara komið skringilega út!
  Vona innilega að vinur okkar Rodgers fari að sjá á sem fyrst að Gerrard er ekki 26 ára lengur! Ekkert að ganga hjá þessum vin okkar. Ég spái 2-0 Liverpool, Agger með skalla úr horni og svo hinn ungi efnilegi Sterling taki eitt brjálað skot sem endar inn!
  Gangi okkar mömmum sem best í dag!
  YNWA

 3. Ánægjulegt að sjá að Sterling virðist vera að verða byrjunarliðsmaður og gaman að sjá Shelvey fá tækifæri eftir að hafa átt góðar innkomur upp á síðkastið. Mikið væri ég samt til í að bakverðirnir væru ekki svona.

 4. Buin að àtta mig a þessu nuna. En ja það er óþolandi að sja Johnson vinstra megin og einnig er eg mjog svekktur að Sahin se a bekknum.

 5. Tek undir með nr. 3 og vona að henni MÖMMU sem og MÖMMUM ykkar allra vegni sem best.

  Áfram Liverpool.

 6. Líst ágætlega á þetta lið, er samt skeptískur á að hafa Borini finnst hann ekki hafa sannað sig sem skildi. Annars sáttur með að Sterling og Shelvey byrji

 7. When you come to Liverpool as a player or a manager, you don´t sign a football contract only….you sign for a emotional contract. !

  Þetta var Brendan Rodgers að segja í viðtali rétt áðan. !

  Amen fyrir því !

 8. Tíu mínútur í leik og menn byrjaðir að röfla út af byrjunarliði sem er nokkurn veginn það sterkasta sem er í boði. Finnst mönnum það eðlilegt?

 9. sælir ..
  er jonjo retharður.. af hverju er þessi maður atvinnumaður ?????

 10. það er bara einn kóngur þarna á vellinum .. og það er ginger gaurinn í sunderland… og við komnir undir … MERKILEGT !!

 11. Ekkert nytt i gangi … 1 skot a mark … 1 mark … Thad breytist aldrei neitt tharna…

 12. liverpool vinnur ekki lengur leiki sem þeir lenda undir í… búið

 13. Skelfileg varnarvinna hjá bæði Glen og Martin.

  Jesús minn hvað mig langar til að slökkva á þessu sjónvarpi!

 14. Jæja þá er það spurninginn ætli okkur takist að hala inn 3 stigum í einu fyrir lok september?

 15. þú verður að senda manni uppskriftina að því að geta kúplað sig alveg út úr fótbolta einar örn, þetta er að fara gríðarlega illa með geðheilsu manns ….

 16. Ég ætla að slökkva á kop.is núna því það er svo niðurdrepandi að lesa vælið í ykkur strax….eftir hálftímaleik….kýs frekar að horfa á leikinn…tölum svo seinna, eftir leik 😀

 17. Þetta var bara eins og drekka vatn fyrir leikmenn sunderland að skora þetta mark. Walk in the park 🙁 Úff. en það hlýtur bara að vera nóg að vinna í possession.. Hvenær náum við að halda hreinu :-(((

 18. Furðuleg dómgæsla samt þarna, stoppa leik þegar liverpool er að reyna komast í skyndisókn og svo mínútu seinna ekkert spjald þegar Sterling er tekinn niður + veggurinn var 5 metra frá Suarez þegar spyrnan var tekin.

  Hefði reyndar verið fínt að hafa júnæted dómarann núna því hann hefði gefið víti á þessa dýfu hjá Suarez.

  Menn verða nú að fara girða sig í brók svo þetta endi ekki 3-4 núll.

 19. Það er eins og Johnson nenni ekki að spila, ótrúlegs hægur og letilegur.

 20. Suarez er nú farin að vera frekar þreytandi með þessar endalausu dýfingar. Það er ekkert skrítið að hann fái aldrei aukaspyrnur þó það sé brotið á honum.

 21. ég held að það hafi ekki skipt jafn miklu máli og menn halda að hafa ekki fengið striker í þetta lið í glugganum….. það er eitthvað miklu meira sem vantar heldur en bara það..

  þetta er hrein og klár hörmung að horfa uppá þetta lið

 22. Fyrir nokkrum aratugum sidan øfundadi eg alla sem heldu med Liverpool. I dag thakka eg fyrir ad halda med Millwall 🙂

 23. Jesús Pétur, hvað er að frétta bara. Leikskipulagið í tómu rugli og Glen Johnson alveg týndur. Þetta lítur ekki vel út.

 24. Þessir svörtu leðurhana búningar eru svo við hæfi fyrir Liverpool.Elska að láta að refsa sér fyrir minnstu mistök en eru algjörlega óhæfir til að refsa hinum fyrir sín aulamistök. BDSM

 25. Hef sagt það áður að Rodgers á afar mikið verk fyrir höndum. Það er að sanna sig í dag. Liðið gefur andstæðingunum gjafir þegar LFC ætti að vera komnir yfir. Nálgunin í grunnatriðunum er einfaldlega langt á eftir og mun taka tíma að taka þetta í gegn. Mjög kæruleysislegt að sjá varnarvinnuna í þessu marki.

  Held samt að Liverpool vinni 1-2. Sahin mun koma inn á og eiga þátt í að breyta leiknum. Suaraz skorar svo líka pottþétt.

 26. Hvers þarf maður að gjalda fyrir að elskan þennan klúbb……þeir þurfa aldeilis að girða sig í brók! vil fá assadi inn bara gæti ekki versnað mikið

 27. Það sem vantar í þennan tiki taka fótbolta hjá Liverpool eru i-in í tiki og a-in taka. Flestar hreyfingar án boltans eru án tilgangs, ef þú ert að hreyfa þig án boltans þá áttu að reyna að gera það með þrennt í huga, fara í opin svæði, opna svæði með því að taka varnarmann með þér eða til að fá boltann. Jú menn eru að reyna að fá boltann en hitt tvennt er ekki að gerast og ef svo heppilega vill til að menn ná að opna svæðin að þá eru sendingarnar út úr kú. Mikið verk framundan hjá BR á æfingasvæðinu það er nokkuð ljóst.

 28. Slaka á vælinu drengir… leikurinn er bara hálfnaður ! Leit reyndar ekkert illa út fram að marki

 29. Það er átakanlegt að horfa á liðið spila þennan fótbolta. Færanýtingin sennilega sú versta í Ensku deildinni þó víðar væri leitað.
  Ég vil sjá Sahin inná og sjá hvort að þessi Assaidi komi ekki með einhvern hraða í þetta.

 30. Losum okkur við Suarez… gaurinn er rotið epli.

  3 spjöld í 4 leikjum segja allt sem segja þarf…

 31. Kræst hvað það er orðið leiðilegt að horfa á Liverpool ekkert nema vonbrigði. Þetta er svona svolítið eins og að horfa á bílslys manni langar rosalega að líta undan en getur það einhverra hluta vegna ekki

 32. Hvar er strikerinn okkar? Kann enginn að skjóta á markið? Ef að við tökum ekki upp budduna í janúar þá föllum við. Við erum ekki með of gott lið til að falla.Leeds var með betra lið þegar þeir féllu.

 33. Hvernig væri að taka Suarez aðeins minna af lífi. Sést greinilega í endurýningu að þetta var töluverð snerting og hefði átt að vera víti.

 34. Markid gegn gangi leiksins. Menn mæta trylltir i seinni og vid klarum thetta 1-3!

 35. sammála, klárlega snerting. Aldrei víti en alls ekki gult spjald!

  Fékk Welbeck gult fyrir dýfuna sína í dag?

 36. Það er enn von fyrir Liverpool því Titus Bramble var að koma inná fyrir sunderland í hálfleik 🙂

 37. Hvað er þetta með ykkur, þetta var pura víti. Þulirnir hjá espn sammála með það…

 38. 44

  Þú þarft ekkert að gjalda fyrir að halda með Liverpool, það er ALLTAF heiður að halda með Liverpool , núna og um ókomna framtíð, Suarez er alltaf vinnandi og að skapa hættu, oftast vita sóknarmenn ekki hversu snertingin verði mikil eða mögulega engin, þarna var snerting enn lítil og því ekki víti, en ekki beint leikaraskapur, nú verðum við að spíta í lófa og vinna þennan leik . YNWA

 39. Já gaman að segja frá því að ef við töpum leiknum (sem allt stefnir í) þá er þetta verstu byrjun Liverpool í deild síðan 1903.

  Kanski ágætt að menn velti því fyrir sér…

 40. Nei boltinn i slànna, hvað ætli se langt siðan boltinn fra okkar monnum for i stong eda sla og inn?

 41. Því miður með raunsæi sér maður ekki að þetta lið muni ná 3 stigum í einum einasta leik allavega fyrir áramót.

 42. Þetta a eftir að taka tíma og reyna a þolinmæðina. Samt alltaf gaman að horfa a Liverpool.

 43. Vá, aftur í stöngina.

  Þetta er rannsóknarefni hvernig hægt er að skjóta svona oft í stangirnar án þess að skora mörk.

 44. Hei…Eg veit ekki a hvada leik thid erud ad horfa en LFC er klarlega betra lidid so far….Vantar bara ad klara færin…En thad hlytur ad koma..

 45. 68. Það er nú einu sinni það sem þarf til að vinna leiki. Klára færin.

 46. Það stefnir allt í að það verði en einn svartur mánudagur í vinnuni. Það sorglegast við það er að vinnufélagarnir eru alveg hættir stríða manni. Liverpool eru orðnir svo lélegir að stuðningsmenn annara liða eru hættir að stríða manni þegar við töpum og jafnvel farnir að peppa mann upp “þetta hlítur að fara að koma, ég hef trú á þessu hjá ykkur” hversu sorglegt er það.

 47. LOL 69…
  Vissulega en thad er ekki eins og LFC sem lakara lidid…Remember Power of positive thinking 🙂
  Mer fannst bara ansi mikill bølmodur i mørgum her….

 48. Þetta er svo mikið harðlífi hjá Liverpool. Suarez er mesti einspilari sögunnar og sóknarleikurinn fer allur í gegnum hann. Einstaka efnilegar sóknir. Þetta er bara ömurlegt.

 49. Yes, positive thinking. Vantar bara að pota einu kvikindi inn hjá okkur. KOMA SVO ! ! !

 50. YYYYYYYYYYYYYYYYEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSSSSSSSSS !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 51. Það er bara ekki nóg að vera betra liðið, við höfum alveg séð það síðustu árin, því ef það væri mælikvarði á árangur værum við líklegast í þriðja sæti í heiminum og júnæted bara meðallið……

  en AUÐVITAÐ skorar gulldrengurinn okkar á meðan ég skrifaði þetta.

  GAME ON!!!!!!!!!!!1

 52. Vá og ég var að slökkva á leiknum, held ég sleppi því að kveikja aftur.

 53. Jú, Titus gaf okkur eitt þarna.

  En, við erum búnir að stjórna þessum leik og eigum skilið að sigra á Leikvangi ljóssins í dag.

 54. shelvey er búinn að vera góður, Johnson sömuleiðis. Gerrard er búinn að vera betri en oft áður. Sterling á sín moment en virðist vera orðinn þreyttur. Allen hefur varla sést. Borini ….jahh….

 55. Jæja ekkert væl, þetta er einu stigi meira en í seinast leik.

  **YNWA**

 56. Skelfilegt?

  Búnir að vera mjög góðir í þessum leik. Sunderland eitt færi sem þeir þó nýta. Menn verða bara að halda áfram að sína álíka leik og þá koma sigrarnir.

  United á Anfield næst. Koma svo!

  YNWA

 57. Eftir mikið röfl og tuð hjá mörgum hér í dag lít ég á björtu hliðarnar……… komnir úr fallsæti! :O) Og þrjú stig til viðbótar næstu helgi, munið það!!

 58. Jæja þetta var að vanda drullulélegt hjá Liverpool. 4 leikir 2 stig 8 mörk á okkur búin að skora 3 17 sætið. ég gæti grátið. Það hefur ekki gerst síðan 1911 að Liverpool hafi ekki tekist að vinna neinn á fyrstu 4 leikjunum sínum. Þetta er framför eða hvað? Tiki taka?

 59. Höfum ekkert að gera með Carroll eða slíkan í þetta lið erum með þvílíkar markamaskínur í framlínunni hjá okkur

 60. Flott að ná jafntefli, þetta er erfiður útivöllur og gott að sleppa með stig. Ég var skíthræddur um að þetta yrði eins og á móti WBA í fyrstu umferð eftir að Sunderland komust yfir en vel gert hjá Sterling í jöfnunarmarkinu og gott stig í hús.

  Mjög erfiður leikur næst á móti ManUtd og held að stig yrði líka gott þar.

 61. Allavega framför að sundurspila Sunderland á þeirra heimavelli. Liðið er farið að spila betur á miðjunni og þá held ég að róin fyrir framan markið komi.

 62. chelsea og manchitty gerðu nú ekki betur í dag! fannst við vera betri mest allan leikinn þetta er allt að koma!

 63. Gerrard

  “It would have been really nice to take the three points home today and dedicate it to the supporters but every fan who watched that game would have been proud of the effort the lads gave.”

  Eagle

  Every fan, nema stór hluti íslensku stuðningsmannana á kop.is… Þeir væla og skæla augun úr sér.

  Persónulega fannst mér þessi leikur vera merki um work in progress. Stjórnuðu leiknum, slatti af færum á erfiðum útivelli. Enn ein varnarmistök kosta 2 stig ídag.

  over&out

Sunderland á útivelli

Sunderland 1 – Liverpool 1