Sunderland á útivelli

Eftir enn eitt ergelsishléið er komið að keppni í ensku Úrvalsdeildinni á ný, og við bregðum okkur á norðaustursvæðið, leikum við Sunderland á leikvangi ljóssins.

Þetta hlé hefur verið sérkennilegt. Eftir slæman tapleik gegn Arsenal í kjölfar óvæntrar útkomu gluggalokunar var maður fyrst í stað bara eiginlega sáttur við að anda aðeins frá sér því sem á gekk. Alls nítján leikmenn héldu frá Anfield til að leika með landsliðum sínum og fókusinn fór á það vanalega, að vona að menn kæmu heilir heim.

Helgin leið og fyrri leikirnir skiluðu engum vondum fréttum og þriðjudagurinn á sama veg. Frá miðvikudegi hefur fókusinn verið meiri utan vallar, enda Hillsborough-málið að taka sögulega beygju, sannleikurinn kominn út og nú framundan baráttan fyrir réttlætinu.

En nú er svo komið að alvörunni á ný, liðið okkar hefur aftur leik í deildinni og stefnir örugglega á sinn fyrsta sigur á leiktíðinni. En það er ekki einfalt verkefni sem liggur fyrir um helgina, að takast á við lærisveina Martin O’Neill á velli sem hefur gefið af sér misgóðan árangur í gegnum tíðina.

Leikurinn er fyrsti heimaleikur Sunderland á leiktíðinni, það verður fullur völlur og mikill hávaði, nýliðarnir Adam Johnson og Steven Fletcher klæjar í tærnar að komast á bragðið gegn hálf vængbrotnu liði okkar. Auk þeirra munum við þurfa að fylgjast með Sebastian Larson og Frazer Campbell sem yfirleitt hafa gaman af að spila gegn Liverpool. Alvöru leikur framundan. Ekki spurning!

En stóra spurningin verður alltaf hvernig standið er á okkur. Það er vissulega skárri útgáfa á þessum hléum að seinni leikirnir eru á þriðjudegi. Nú má reikna með að Brendan hafi getað haft góða æfingu í gær og aðra í dag, þannig að búið sé að hrista liðið saman. Lítið um löng ferðalög og að því ég best veit engin ný meiðsl.

Þetta er því mín hugmynd um byrjunarlið okkar drengja:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Gerrard – Allen – Sahin

Borini – Suárez – Sterling

Bekkur: Jones, Carra, Coates, Kelly, Shelvey, Downing, Assaidi.

Semsagt, spái sama liði og hóf leik gegn Arsenal. Kannski verður Downing settur í bakvörðinn og ég sjálfur myndi vilja láta Shelvey vera á miðju og Gerrard í vængsenter en ég spái að Rodgers haldi áfram að reyna að þróa liðið áfram og breyti því litlu. Assaidi kemur inná held ég…

Allen og Sahin byrja fyrir aftan í þríhyrningnum en þegar á leikinn líður mun annar þeirra sitja einn fyrir aftan tvo.

Sunderland munu liggja til baka og beita skyndisóknum eins og lið O’Neill gera vanalega, sérstaklega gegn stærri liðunum. Þeir munu negla boltunum hátt í loft upp, setja pressu og reyna að klára sóknir hratt. Hafa horft á leikinn okkar gegn WBA og leggja hann upp svipað.

Við munum fá að vera 60% með boltann í þessum leik og nú er vonandi komið að því að mörkin komi úr færunum sem við sköpum.

Ég hef sveiflast töluvert í vikunni, ég hallast þó að því að þetta verði erfitt og við gerum bara jafntefli á Stadium of Light, leikurinn muni þá enda 1-1 og Suarez skorar markið fyrir okkur.

Vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér og stigin þrjú verði innbyrt örugglega!

40 Comments

 1. Þetta var ekkert ergelsishlé því við Púlarar höfðum gott af smá hléi og róa okkur aðeins. Ekki satt?

  Annars ætla ég í bíó í stað þess að horfa á leikinn því ég þori ekki að horfa á hann.

  Áfram Liverpool.

 2. Burtséð frá öllu raunsæi og jarðbindingu…. Hvaða leiðindaseggur og fýlupúki spáir jafntefli gegn liði sem ekki er að berjast um 4 sætið… Hver í andskotanum er tilgangurinn í því að vera áhangandi liðs ef að metnaðurinn fyrir hönd þess er ekki meiri en þessi???? Ég bara spyr! =S

 3. Ferðir á Leikvang ljóssins eru yfirleitt erfiðar og leiðinlegar, þær verða ekkert skemmtilegri undri O’Neill. Suarez er lykillinn að þessu, hann verður að vera góður og verður að skora.

 4. http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/yesil-makes-debut-as-u21s-win

  Krisztian Adorjan fired a superb low drive to make it 3-1 after a dazzling run from Pacheco, and impressive substitute Michael Ngoo made it 4-1 with a fine solo goal.
  Ngoo, who was amongst the Academy squad present at Wednesday’s vigil at St George’s Halll, also paid his own personal tribute to the 96 when he took off his shirt to reveal a shirt displaying the poignant message ’96 reasons for justice’.

  classy Ngoo og vel gert hjá varaliðinu að jarða chealse!

 5. Þetta verður eitthvað.

  Ljótt að segja það, en ég vill sjá Shelvey inná í staðinn fyrir Gerrard.
  Gerrard var engan vegin að finna sig í Arsenal leiknum og ég vona að BR hafi punginn í að henda honum á bekkin ef kauði er ekki að standa sig.

  Annars ætla ég að setja mig í hlutlausa gírin fyrir leik, því ég nenni ekki einhverju svekkelsi.

 6. Goggurinn nr. 3

  1-1 er bara spá Magga. Hann segir svo

  Vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér og stigin þrjú verði innbyrt örugglega!

  Auðvitað vonar hann og vill að Liverpool rústi leiknum en heldur hins vegar að þetta fari 1-1.

 7. Lið sem O’Neil hefur stjórnað í gegnum tíðina hafa oftar en ekki náð góðum úrslitum gegn LFC. Til þess að eiga möguleika á að vinna þennan leik þá bara verður LFC að halda hreinu, ef ekki þá er voðinn vís.

  Ég vona að Liverpool taki þetta 0-2 , Agger og Allen með mörkin.

  Koma svo 🙂

 8. Liverpool er ekkert að fara að berjast um 4. sætið, við verðum í sæti 6-8 þannig að það yrði ágætis úrslit að ná jafntefli. Vonandi getum við barist um 4 á komandi árum en svona er þetta bara því miður !!

 9. Blockquote McDermott#8:
  Vill fara að sjá Ngoo á bekknum
  Blockquote
  Ngoo var einmitt á bekknum í síðasta leik 21 liðsins. Hann fer varla beint af þeim bekk á bekkinn í aðalliðinu…

 10. 11 var ekki endilega að tala um í þessum leik eða næsta, bara á þessari leiktíð.

 11. Menn verða að drullast til þess að skilja það að það sem maður HELDUR og það sem maður VONAST til eru sitt hvor hluturinn, annar er byggður á rökréttri hugsun og hinn á von. Af hverju þurfa allar spár frá mönnum sem tengjast síðum að vera jákvæðar, alltaf þegar að það er takmarkað sem bendir til þess. og menn eiga að vera hugsandi aðdáendur ? Get ómögulega skilið gagnrýni á þetta ..

 12. Ég hef mestar áhyggjur af því ef Sunderland skora fyrsta markið. Þegar liðið lendir undir hengja menn haus og virðast telja baráttuna tapaða, gerðist alloft á síðasta tímabili og undir það síðasta höfðu menn enga trú á því að þeir gætu yfirleitt skorað.

  Mín spá er 2-0 fyrir Sunderland, því miður.

 13. Mig dreymdi að við hefðum unnið Fulham 5-1 á útivelli, Gerrard með 1 og Allen 1 man ekki hverjir skoruðu hin. Var ég ekki bara að ruglast á liðum í draumnum.

 14. Burtséð frá öllu raunsæi og jarðbindingu…. Hvaða leiðindaseggur og fýlupúki spáir jafntefli gegn liði sem ekki er að berjast um 4 sætið… Hver í andskotanum er tilgangurinn í því að vera áhangandi liðs ef að metnaðurinn fyrir hönd þess er ekki meiri en þessi???? Ég bara spyr! =S

  Fyrir það fyrsta erum við ekki að fara að berjast um 4 sætið í vetur nema hlutirnir liggi vel fyrir okkur.
  Í öðrulagi: Áhangandi, tags along svo lengi se útkoman er honum ásættanleg = hann hengir sig á…
  Aðdáandi aftur á móti heldur með sínu liði í gegn um súrt og sætt og vonar alltaf það besta. Síðan eru það raunæir aðdáendur sem hljóma eins og fýlupúkar í eyrum áhenganda þegar við göngum í gegn um stormana.
  Þannig að til að svar spurningunni þinni þá mundi ég segja: Raunsær aðdáandi.

 15. Tippa á liðið komi dýrvitlaust inn í þennan leik og salti Sunderland. Ég er einn af þeim sem vill líka að Gerrard dragi sig út á vænginn. Finnst liðið spila oft betur þannig. Svo mætti Jones koma inná fyrir Reina í markinu. Er ekki hrifinn af forminu á Reina og er drullustressaður í hvert skipti sem andstæðingur kemst í hálffæri. Það getur ekki verið gott. Hvíla hann til tilbreytingar. Liðið verður svona og Sahin, Gerrard og Sterling skora!

  Sterling – Suarez – Gerrard
  Sahin – Allen – Shelvey
  Enrique – Agger – Skrtel – Johnson
  Jones

  Varamenn: Downing – Borini – Henderson – Reina – Kelly – Coates – Morgan

  2 miðjumenn, 2 sóknarmenn og 2 varnarmenn á bekknum. Allt eins það á að vera. 3-1 sigur. Við tökum eitt blunder í leiknum að sjálfsögðu til að gera þetta spennandi.

 16. við vinnum 3-1. Sterling skorar 2 og okkar ástkæri fyriliði 1.

  Áfram Liverpool. 😀

 17. Er einhver staður niðrí bæ sem er duglegur að sýna Liverpool leiki?

 18. vona að við fáum að sjá sigur nr 1. hjá liðinu spái sannfærandi 1-4 sigri komum svo með bullandi sjálfstraust á anfield fyrir manu leikinn næstu helgi 🙂

 19. Assaidi kom meiddur, verður meiddur og fer meiddur 😉 með soddan kjúkklingaleggi greyið!

  Það á bara að vera formsatriði að klára leikinn á eftir. Ég er ekkert að grínast með það! Munurinn á Liverpool og Sunderland er mjööög mikill. Leikmenn Liverpool eru í öðrum gæðaflokki og klúbburinn er að eyða töluvert hærri fjárhæðum í laun í leikmenn. Við erum með Brendan Rodgers en ekki þeir. Við erum með Sterling og hann er A-landsliðsmaður! Ég ætlast til að sjá sigur hjá mínum mönnum í dag og það öruggan að mér á eftir að líða eins og við séum með eitt besta liðið í deildinni.

  (Já ég er að peppa mig upp fyrir leikinn) YNWA 🙂

 20. Ánægður með það að boltinn sé farinn að rúlla aftur, held að málið sé ein góð Rizzo pizza og hálfur líter af bjór með leiknum í dag.
  Er því miður lítið bjartsýnn fyrir leiknum sjálfum, einhver jafnteflisfnykur af þessu…..
  Menn og stjóri eru ennþá að basla í að ná tökum á leikskipulaginu ásamt því að fjandi okkar frá því í fyrra (getulausir í að klára færi) hangir ennþá í okkur.

  Hef þó trú á að vörnin haldi. 0-0 í leik þar sem við erum 60-65% með tuðruna.

  YNWA

 21. vill ekki sjá Reina hjá Liverpool hann gerir alltaf mistök greyið en svona á liðið að vera

  Jones
  kelly Agger Skrtel enrique

  Gerrard sahin Allen

  downing suarez sterling

  JÁ TAKK

 22. Vitið þið um einhverja góða síðu til að streama enska gegnum ipad?

 23. You’ll Never Walk Alone er mest sótta lagið á iTunes í Bretlandi þessa vikuna. Ef leikmenn eru í einhverjum tengslum við aðdáendurna og það sem er að gerast í Liverpool hljóta atburðir vikunnar að hafa mikil áhrif á þá. Vonandi skilar það sér í auknu sjálfstrausti. YNWA!!!

  http://www.youtube.com/watch?v=8smO4VS9134

 24. Thad er half vonlaust ad streama a ipad nema thu hafir vafra sem spilar flash eda önmur hjalpartól.

 25. Alveg magnað hvað maður er samt alltaf jafn spenntur þegar okkar menn eru að fara spila, ég er skíthræddur við leikinn á eftir og spái 1-1 en vona svo innilega að fyrsti sigurinn komi… vonandi að Sahin sýni okkur eitthvað í dag og eins væri gaman að fá að sjá Assaidi eitthvað….

  vil sjá Allenn, Sahin og Shelvey á miðjunni, Gerrard og Sterliing úti á vængjunum og Suarez í boxinu…

 26. Kristó. Ég náði í soapcast app og horfði þannig í Ipadinum um daginn.

 27. Guðni #34

  Menn horfa á leikinn á heimavelli Liverpoolklúbbsins á Akureyri sem er Sportvitinn neðarlega í strandgötunni !!
  Kíktu við og það verður vel tekið á móti þér…

  Insjallah…
  Carl Berg

 28. À akureyri horfa menn a sportvitanum sem er við eimskips bryggjuna…

 29. Liðin kominn: Reina, Kelly, Agger, Skrtel, Johnson, Shelvey, Gerrard, Allen, Sterling, Borini, Suarez. Subs: Jones, Enrique, Sahin, Assaidi, Henderson, Downing, Carragher
  Sunderland :
  Mignolet; Gardner, O’Shea, Cuellar, Rose; Larsson, Sessegnon, Cattermole, Colback, McClean; Fletcher

 30. Vinnum thetta 1-3.

  Upp med høkuna og sendum jakvæda strauma! Vid erum med flott lid sem er i throun og allt a rettri leid.

Hálf fullt eða hálf tómt?

Liðið gegn Sunderland