Þriðjudagspunktar

Það er langt liðið á landsleikjahléð og ekkert í raun að frétta, þannig að ég ætla að henda í smá punktablogg eins og í þá gömlu, góðu daga:

  • Ég er ekki viss um að ég hafi gott af því að lesa nýju bókina hans Rafa, Champions League Dreams. Ég las Epic Swindle eftir Brian Reade í fyrra og varð brjálaður alveg upp á nýtt út í Tom Hicks og George Gillett. Ég held að ég muni springa þegar ég les hlið Rafa á málinu. Ég er núna opinberlega búinn að syrgja Rafa lengur en nokkurt rómantískt samband í mínu lífi. Maður er náttúrulega ekki heill á geði.
  • Ég er reiðubúinn að festa skoðun mína á Financial Fair Play: ég hef enga trú á að þetta stöðvi eyðslu liðanna fyrir ofan Liverpool og sé ekki að liðin rétt fyrir neðan toppinn (eins og okkar lið) græði mikið á þessu. Ég las grein Gabriele Marcotti á ESPN um málið og mæli með að þið lesið hana. Beisiklí, þá sýnist honum sem lið geti haldið áfram að eyða og jafnvel brotið FFP-reglurnar og „keypt“ sér Meistaradeildartitil, ef þau eru tilbúin að borga háa sekt fyrir. Ætli Mansour-fjölskyldan hjá City eða eigendur PSG láti sekt stoppa sig?
  • Opinbera síðan birtir í dag jákvæða grein um Stewart Downing og talar um góða innkomu hans gegn Arsenal. Átti hann jákvæða innkomu í þann leik? Það fór alveg framhjá mér. Vefsíðan talar líka um Sunderland sem hans fyrrum klúbb. Ég þurfti nú bara að fletta því upp til að vera viss. Hann spilaði 7 leiki fyrir Sunderland á láni fyrir tæpum áratug. Fyrrverandi klúbbur skal það vera. Hvað sem er, ef það bara fær þig til að sýna eitthvað af viti, Stewart.
  • The Anfield Wrap birtu nýjasta podcastið sitt í gær. Í þessum þætti fjalla þeir mikið um samtalið við Brendan Rodgers fyrir helgi og gluggaklúðrið allt um mánaðarmótin. Þessir þættir þeirra eru alltaf frábærir en mér fannst þessi þáttur sérstaklega góður og mæli með honum, sérstaklega fyrir ykkur sem saknið þess að heyra ekki nýtt Kop.is-podcast þessa vikuna.
  • Fjórir dagar í Sunderland. Geisp. Þetta er opinn þráður, ræðið það sem þið viljið.

    40 Comments

    1. Mj0g stutt varðandi FFP reglurnar því þetta er efni sem erfitt er að skrifa um án þess að rita heila bók, ég að reglurnar eigi einmitt eftir að nýtast liði eins og Liverpool mjög vel(og FSG beinlínis stóla á það sýnist mér), þar sem Liverpool er enþá frekar tekjuhátt félag miðað við mörg önnur. Auðvitað eiga ManU, Arsenal og Chelsea eftir að geta eytt aðeins meiru því þau eru tekjuhærri en City eru það ekki þó tekjur þeirra eigi pottþétt eftir að aukast mjög hratt næstu ár. Þetta mun þó ekki verða nein bylting því þeir eru að ýta þessum reglum hægt inn en ég hef trú á að ef eitthvað lið gefur fifa bara fingurinn með þessar reglur segjum til dæmis PSG þá fáum við mikið kvart og kvein frá liðum eins og t.d. Bayern, ManU og Arsenal sem hagnast hvað mest á reglunum(og komu að því að búa þær til). Þá verða fifa að bregðast hart við en á meðan liðin hemja þetta fyllirí sitt aðeins og þykjast allavega reyna fara eftir þeim þá fá þau sennilega frið, leikmenn munu lækka í verði og launum og við munum sjá þá brjálaða yfir því.
      Ég efast einhvernveginn um að öllum eigi eftir að þykja þessar reglur “fair” en þær munu samt breyta heilmiklu að mínu mati “fair or not”.

    2. Þessi Benítez eftirsjá umræða fer að vera jafn þreytandi og Meireles umræðan hér síðasta haust. Það þýðir ekkert að dvelja við þetta lengur. Kallinn er farinn. Eigendur drulluðu á sig og Benítez náði ekkert lengra með liðið. Hvort sem það hefur með fjármagn að gera eða slæmar liðsuppstillingar eða beggja blands breytir engu í dag.

      Nú er komin ný stjórn og ný framtíðarsýn sem við verðurm að treysta á. Það er gott mál enda veitir okkur púlurum ekkert af því að horfa einu sinni til framtíðar í stað þess að dvelja enn og aftur í fortíðinni að rifja upp það slæma og góða.

      Lets move the fuck on segi ég 🙂

    3. Fói hann var að gefa út bók þar sem (að því er mér sýnist) hann fer yfir sína hlið mála meðan Gillett og Hicks áttu liðið. Held að það sé í lagi að ræða það aðeins enda mjög margir ennþá ösku fúlir yfir brottför hans frá félaginu. Vissi ekki af þessari bók en hef núna áhuga á að kaupa hana ásamt 10 tíma hópmeðferðarkorti hjá sálfræðingi fyrir mig og a.m.k. KAR. Meireiles umræðan var nú ef ég man rétt mest til komin frá þér sjálfum og af honum er langt í frá eins mikil eftirsjá 🙂

      All for it að horfa til framtíðar og vona að félagið standi við stóru orðin hvað það varðar. En eftir síðustu tvo leikmannaglugga er ég með smá áhyggjur af raunverulegu ástæðu þess að það var ekki einu sinni rætt við Benitez um að koma aftur.

      Ég er mjög fylgjandi Rodgers og vill að hann verði stjóri Liverpool næstu áratugina, en 30. og 31.ágúst sl. saknaði ég Benitez töluvert. (Vona samt og treysti á að Rodgers hafi látið heyra hressilega í sér þó það komi ekki fram útávið).

    4. Þetta Financial Fair Play er bara bull, og mun aldrei virka sem skildi, því ofurríku olíufurstanir munu alltaf finna leið framhjá því. Þetta er einfallt kraftur peninga er gríðarlegur og ætla að halda að siðspiltustu menn í æðstu stöðum FIFA séu að fara að setja eitthvað lok á eyðslu risana er bara ekki að fara að gerast.

      Fói ef þér finnst þreytandi að menn sem sjá á eftir Benitez þá slepptu því að velta þér uppúr því, enda færði Benitez okkur von um það að liðið var á réttri leið, enda spila þónokkrir leikmenn úr Liverpool liði Rafa í stærri klúbbum í evrópu og hvað hafa leikmenn einsog Gerrrard, Torres, Reina og fleiri gert eftir að hann fór, enginn af þessum leikmönnum hefur sýnt helming af þeim styrk sem þeir spiluðu á undir stjórn Rafa.

      Þótt það sé kominn ný stjórn, og allt það, enn það er ekki einsog þeir séu að byrja með einhverjum glans, byrja á því að klúðra síðasta leikmanna glugga að önnur eins skita hefur ekki sést áður.

      FSG & og Rodgers hafa allt að sanna fyrir okkur og eiga ekkert inni eftir klúður leikmann gluggans.

    5. Ætla að hlusta á Anfield Wrap í kvöld, hlakka til þess.

      Tveir punktar. Held að KAR sé akkúrat að hitta á rétta naglann, FFP verður aldrei sett upp á þann hátt að sykurpöbbum verði gert ómögulegt að eyða eins og þeir vilja. Þeir munu a) geta tekið eitt og eitt tímabil og eytt sultumiklum peningum í liðin sín á þeim forsendum að svo verði það lagað “í framtíðinni” og b) það verður afskaplega erfitt að svipta lið keppnisleyfum með reglugerðum sem eru í vafa gagnvart almennri lagasetningu, t.d. innan ESB og því verða aðalúrræðin sektir í átt að lúxusskatti. T.d. eins og gengur í NBA. Þar hafa tvö lið undanfarin áratug valið sér að einfaldlega borga þær sektir, það eru Miami og LA Lakers. Boston Celtics datt inn í þann pakka um tíma en hættu því svo. Dallas hefur gert þetta tímabundið og í öllum tilvikum voru þessi lið í toppslag.

      Ég hef afskaplega litla trú á FFP, Etihad samningurinn var auðvitað prófsteinn á það, þó Platini sé vafalítið að reyna að finna eitthvað annað út sem ver þessa hugmynd sína. Þó Bayern, við og united höfum samþykkt þessar reglur þá eru það ekki liðin sem miklu tapa, heldur PSG, City og svo jafnvel nýríku Rússarnir sem þetta ætti við. Það verða liðin sem munu ráða menn til að horfa í gegnum kerfið…

      Rafa. Vill fara með Einari og Kristjáni á sálfræðinámskeiðið og klippa á hann. Veit alveg að FSG munu ekki ráða hann, það eitt hefur valdið mér áhyggjum, en er alveg sannfærður um það að ef að hann hefði ekki verið rekinn á sínum tíma værum við að tala um allt annan raunveruleika á Anfield núna!!!

    6. Varðandi FFP.

      Tökum tvö dæmi:

      Annars vegar er það einhver fursti sem dælir inn pening í Shrewsbury og kemur þeim í efri hluta efstu deildar á sjö árum.

      Hins vegar er það Liverpool sem fær gommu af peningum í gegnum sölu á varning, sjónvarpstekjur, innkomu á heimaleiki o.s.frv. Þeir halda sér í efri hluta efstu deildar á næstu sjö árum.

      Önnur aðferðin er ólögleg, hin er lögleg (samkvæmt tilgangi reglnanna).

      Það væri því hægt að segja að reglurnar eru til þess að vernda þessi gamalgrónu félög sem hafa infrastrúktúrinn til staðar.

      Það væri líka hægt að snúa þessu á haus og segja að núverandi reglur gerðu minni félögum afskaplega erfitt fyrir að komast upp í elítuna. Er það sanngjarnt?

      Tek það fram að ég er ekki að mynda mér neina sérstaka skoðun á þessu öllu saman. Áhorf mitt á enska boltann hefur minnkað mjög vegna þess að leikurinn er farinn að snúast meira og minna um peninga.

      Eitt hef ég þó sterka skoðun á. Það eru ótal hræsnarar sem heimta um leið að félög í dag séu sjálfbær en eru svo á meðan brjálaðir að FSG hafi ekki dælt pening inn í félagið í síðasta transferglugga. Það að félag sé sjálfbært þýðir um leið að eigendur fái einhvern arð að sinni fjárfestingu.

    7. Keli #4 “Fói ef þér finnst þreytandi að menn sem sjá á eftir Benitez þá slepptu því að velta þér uppúr því, enda færði Benitez okkur von um það að liðið var á réttri leið, enda spila þónokkrir leikmenn úr Liverpool liði Rafa í stærri klúbbum í evrópu og hvað hafa leikmenn einsog Gerrrard, Torres, Reina og fleiri gert eftir að hann fór, enginn af þessum leikmönnum hefur sýnt helming af þeim styrk sem þeir spiluðu á undir stjórn Rafa.”

      Ég veit eiginlega ekki hverju ég á að svara í þessari málsgrein þinni. Ef mér finnst þreytandi þessi Benítez eftirsjá á ég þá að hætta að velta mér upp úr henni út af hverju?? Hvað hafa þessir leikmenn sem þú nefndir eitthvað með það að gera að mér finnst þreytandi að lesa eftisjá íslenskra aðdáenda á kop.is? Skil ekki hvað þú meinar.

      Síðan veit ég ekki betur en að Mascherano, Arbeloa og Alonso hafa allir spilað vel með sínum liðum og unnið marga titla eftir þeir yfirgáfu Benítez.

      Þessi Benítez umræða hefur bara svo oft sprottið upp að ég er orðin þreyttur á henni svo einfalt er það. En hún á örugglega eftir að vera áberandi á næstunni útaf þessari bók.

    8. Maggi, þetta er nú ekki alveg rétt með farið hjá þér varðandi lúxusskattinn í NBA. Þar hefur New York borgað langmest í skatt síðan honum var komið á. Það sýnir að árangur er ekki endilega tengdur eyðslu. Þrjú lið (NY, Dallas og Portland) hafa borgað hærri skatta en Lakers og fjöldi liða er fyrir ofan Miami. Heimild:

      http://www.shamsports.com/media/luxurytax.jpg

    9. 100% sammála Kela # 4. Þessi lið finna alltaf einhverja leik framhjá þessu FFP. Babu, ég kem með í hóptímann hjá sála. 🙂

      YNWA

    10. Það væri náttúrulega lúxus ef Kristján Atli eða einhver ykkar hinna myndu lesa bókina fyrir okkur og fara í meðferðina til að við hinir þyrftum þess ekki…Kannski næsta skref í þjónustu kop.is?

      Annars virðist alltaf meira og meira vera að koma upp á yfirborðið varðandi seinni hluta Rafa hjá félaginu og þótt ég hafi verið einn þeirra sem vildi hann burtu á sínum tíma var ég með efasemdir um arftaka hans. Auðvitað hefur ekki verið spilað vel úr málum síðustu árin en vonandi er það á uppleið. Enginn skyldi hins vegar efast um hæfileika Rafa Benítez til að koma liði í fremstu röð.

    11. Nr. 6 Makkarinn

      Góður punktur og pæling sem hlítur að vera ofarlega á lista þeirra sem komu að þessari reglugerð. Spurning líka hvort þetta sé ekki mjög stór þáttur í ákvörðun FSG að kaupa Liverpool og einmitt einbeita sér mjög að því núna að nýta miklu betur öll markaðstækifæri sem félagið hefur. Eins og FFP horfir við manni (hef ekki grandskoðað þetta) þá virkar þetta einmitt eins og mjög gott mál fyrir félög eins og Liverpool, United, Arsenal o.s.frv. sem hafa mikla tekjumöguleika. Einhver er ástæða þess að FSG treystir svona á þessar reglur.

      Sama á t.d. kannski við kaupin á PSG í Frakklandi. Þeir spara ekkert við að gera liðið að stórveldi núna en ættu svo að vera vel í stakk búnir að takast á við FFP þegar innleiðingu þeirra reglna er lokið. Ef ég man rétt þá er haft eftir Wenger einhverntíma að PSG sé ein verst nýtta gullnáman í fótboltanum enda eina stórliðið á 10 milljón manna svæði. (getur einhver fundið þetta eða staðfest?)

      Hvað ríkir eigendur gætu gert fyrir lið eins og Shrewsbury er t.d. að efla uppbyggingarstarf félagsins og vallarmálin og slíkt án þess að brjóta FFP. Eins líklega komið liðinu upp allar deildir og slíkt áður en það fer að skipta máli upp á Evrópukeppni og slíkt (að því gefnu að liðið reki sig þegar það er komið á þann stall).

      Helsta sem ég hef séð jákvætt við þessar reglur er að þær gera eignarhald eins og var á Liverpool ólöglegt.

    12. Fói (#2 og #7) – Rafa var að gefa út bók sem á fullt erindi við Liverpool-aðdáendur. Mér finnst sjálfsagt að ég minnist á hana. Þótt einhverjir hafi verið fegnir að losna við Rafa (sem ég skil ekki ennþá) er ekki þar með sagt að menn megi ekki minnast á hann og að það eigi að láta eins og hann sé dauður. Það er fullkomlega eðlilegt að minnast á Rafa og nýju bókina hans og fyrst þér leiddist það hefðirðu hæglega getað sleppt því að búa til umræðu um Rafa. Hann hefur verið nefndur mikið oftar í ummælunum einmitt út af því að þú gerðir mál úr þessu.

      Annars er ég á sömu línu og Maggi og Babú og fleiri hérna. Ég sé mikið eftir Rafa. Hann var ekki fullkominn stjóri en hélt liðinu uppi talsvert hærra en það átti skilið að vera 2009 og 2010 og um leið og loks fór að halla undan fæti hjá honum var honum hent í ruslið fyrir menn sem skiluðu liðinu … enn neðar í deildinni. Ég hef fulla trú á Rodgers og er mjög ánægður með að hann sé stjóri Liverpool í dag en það breytir því ekki hversu stjörnuvitlaus ákvörðun var tekin við stjóraskiptin sumarið 2010.

      Makkarinn (#6) – Að vissu leyti er það rétt hjá þér að FFP mun vinna að því að vernda status quo ef/þegar þær eru komnar í þá virkni sem maður heldur og vonar. Ef einhverjum finnst það ósanngjarnt þá það, ég er akkúrat ósammála. Hingað til hefur knattspyrnan stýrst af því að lið geta bætt sig og klúbbar dafnað með góðri stjórn og góðum rekstri. Leeds var einu sinni í neðri deildum en þeir komust upp í Úrvalsdeild og unnu titil á eðlilegan hátt: með góðri þjálfun og góðum rekstri. Svo fór allt lóðrétt á hliðina hjá þeim en það er ekki pointið.

      Málið er það að þegar góð þjálfun, góð skipulagning og skynsamlegur rekstur stýrir því hvernig klúbbum gengur erum við að tala um eðlilega samkeppni. Ef Manchester United er stærri klúbbur en Liverpool í dag þá er það sanngjarnt því það er vegna þess að sá fyrrnefndi var betur rekinn í langan tíma. Þetta eru staðreyndir. Það getur enginn Liverpool-maður sagt að það sé ósanngjarnt í dag að United séu stærri klúbburinn.

      En að Manchester City séu stærri/farsælli klúbbur? Plís. Það er bæði óeðlilegt og ósanngjarnt. Það eru allir aðrir að spila Matador á borðinu og skyndilega sest nýr aðili við borðið, reiðir fram tífalt það magn sem er í umferð á borðinu af platseðlum og byrjar að kaupa upp alla reiti og öll hótelin. Og það er sanngjarnt af því að … ?

      Það er það sem FFP á að stoppa. City voru orðnir stöðugur PL-klúbbur með góðum og skynsömum rekstri og þar voru alveg undirstöðurnar (stór borg, nýr völlur, peningar frá leikmannasölum eins og Anelka og Wright-Phillips) til að bæta sig enn frekar, svipað og t.d. Newcastle og Tottenham hafa verið að gera síðustu árin.

      En nei nei, þá detta City í lukkupottinn og eru skyndilega ekki komnir skrefi ofar heldur tóku þyrluferð alla leið upp á fjallstoppinn. Og af því að þeir fá frípassa þangað er skyndilega einu plássinu minna fyrir Tottenham, Arsenal, United, Newcastle og jú, Liverpool og Everton, í fyrirheitna landinu (Meistaradeildinni).

      Það er það sem FFP á að stöðva. Chelsea fengu frípassa upp á toppinn fyrir tæpum áratug og FFP mun halda þeim þar og manni sýnist á öllu að City fái að festa sig í sessi þar líka. Ég skil ekki hvernig þú getur litið á það sem eitthvað annað en ósanngjarnt gagnvart öðrum liðum. City stærri en United? Chelsea stærri en Arsenal? Það er eitthvað rangt við þá jöfnu.

    13. Getur einhver frætt mig um það afhverju PSG, City og Chealse eru ekki á þessum lista hjá UEFA? Ég hef bara enga trú á því að þetta FFP muni koma niður á þeim sem það ætti að koma mest niður á heldur verður einmitt eins og á þessum lista einhverjum minni liðum í evrópu refsað fyrir að vera með 500 kall í yfirdrátt. Og ef refsingin verður fyrir því að fara ekki eftir reglunum verða einhverjar fjársektir þá hefur það engan fælingar mátt fyrir þessa kalla.

    14. New York er náttúrulega eitt svakalegasta dæmi um luxury tax og mistök félags, nokkuð sem erfitt er að tala um sem eitthvað annað en bland af meiðslum og heimskulegum samningum.

      Portland gerði stóra tilraun að titli sem mistókst og þú sérð beina tengingu við það þegar þeir hættu að borga lúxusskatt og hvenær þeir hættu að berjast um NBA titilinn.

      Svo er líka forvitnilegt að sjá að með nýju reglunum hjá NBA fækkar liðum yfir þakinu því stöðugt er skatturinn aukinn. Þrátt fyrir það bæta t.d. Miami og Lakers við launareikninginn og viðbúið er að Boston og Dallas fylgi í kjölfarið, ef ekki núna í sumar þá það næsta. Það sem ég meina er einfaldlega það að lið munu alltaf borga sektir ef þau hafa efni á því til að gera liðið samkeppnishæft.

      Dæmin í NBA sem við eigum að horfa á eru Chicago og Oklahoma, þar sem byggt hefur verið upp án “lúxusskatts”. Þegar kemur að því að endurnýja samninga lyklana þeirra, munu þá félögin halda sig áfram neðan við skattinn og þá eiga á hættu að missa þá frá sér eða borga bara sekt og eiga séns á titli?

      Sektir munu aldrei vefjast fyrir sultumilljónerum, that’s my main point.

      Svo er þegar ljóst að það verður forvitnilegt að lesa bók Rafa. Það hefur að mínu mati verið alveg með ólíkindum hversu vel ryki var dreift í augu okkar frá janúar 2009 til loka leiktímabils 2010 hversu lítið af velgengninni hann átti þátt í og hvað hann átti sök á miklum vanda félagsins. Mikið verður hressandi ef að hann er að benda á þátt manna innan félagsins þar. Maður getur nú þegar lesið um þátt Gillett og Hicks í leikmannakaupunum 2009 þar sem þeir bökkuðu hann ekki eins upp og var lofað (sem ég hef áður talað um að sé höfuðsynd eigenda) og síðan hvað fylgdi í kjölfarið, þar sem allar gerðir félagsins áttu að þjóna bönkunum.

      Ekki verður síður gaman að lesa upplifun hans á Parry og Purslow, hvað þá þátt leikmanna liðsins þennan síðasta vetur.

      Stend algerlega við þau orð mín áður að galnasta ákvörðun í sögu Liverpool FC var brottrekstur Rafa Benitez í miðju söluferli, hreint ótrúleg vanvirðing við hans vinnu og full ástæða til þess að læra af því þá góðu lexíu að það að reka stjóra getur leitt til mun verri árangurs, en ekki mítunnar um að allt lagist með nýjum vendi.

      Í dag er alveg ljóst að Rodgers á minn stuðning heilan og ég treysti því að FSG muni virkilega bakka hann upp á komandi árum en ekki ári en á sama hátt tel ég algerlega ljóst að ef að “project” Rodgers gengur ekki upp á Rafa skilið annan séns.

      Enginn stjóri hefur náð viðlíka árangri og hann í Liverpool frá 1991, það eitt og sér segir allt um hann og hans hæfni!

    15. Kristján: Að sjálfsögðu ert þú ósammála. Liverpool er einn af þeim klúbbum sem myndi hagnast hvað mest á þessum breytingum.

      Þetta er samt svo tvíeggjað dæmi. Er það ekkert kjánalegt ef nýr eigandi myndi taka við Everton, hann myndi vilja styrkja liðið með 40 m punda innspýtingu en nei, það bara mætti ekki. Aðeins liðin sem eru í meistaradeildinni, fá inn meira en 50.þús áhorfendur og eru með mikla markaðshlutdeild eiga möguleika á því.

      Ég er alveg sammála að maður er með óbragð í munninum yfir því hvernig City og Chelsea hafa komist á toppinn en það var lítið skárra óbragðið að sjá alltaf sömu 4-5 liðin í meistaradeildinni og einoka tekjurnar þaðan.

    16. Hérna talar Platini nú um að þeir geti sett leikmenn í bönn ef liðin fara ekki eftir þessu. Ég veit ekki hverngi “sykurpabbarnir” ætla framhjá því.
      Ef að t.d. City eða PSG eyða 150 milljónum í 3 leikmenn en fara ekki eftir FFP þá verða þessi leikmenn einfaldlega settir í bann. Liðin útilokuð frá Meistaradeildinni líka. Ekki viss um að það sé vel séð hjá eigendum félaganna.

      http://soccernet.espn.go.com/news/story/_/id/1155932/uefa-withholds-cash-over-possible-financial-fair-play-breaches?cc=5739

    17. Það er góð ástæða fyrir því að Rafa er ennþá atvinnulaus og hún er sú að hann er bara ekki hæfur til þess að leiða stórlið í knattspyrnu og það yrði svartur dagur ef hann tæki aftur við sórliði LFC , ég er grjótharður Intermaður líka eftir að hafa búið í Milanó sl 3 ár og hann gerði sig að atlægi í borginni með fáránlega gamaldags og heimskulegum stjórnunarstíl ! Hér í borg er ennþá haldið uppá daginn sem Rafa drattaðist burt !

      Lifi Lfc

      TR

    18. Var að fylgjast með England-Úkranía
      og þar er einn leikmaður sem stendur upp úr.
      Leikmaður númer 10 hjá Úkraníu,
      Yevhen Konoplyanka.
      Þvílík raketta sá drengur og skoraði stórkostlegt mark.
      22 ára, vonandi er Brendan að fylgjast með þessum!

    19. Þetta er eflaust ekki alveg rétt hjá þér makkarinn… ég er ekki viss um að það sé neitt því til fyrirstöðu að nýr eigandi kæmi inn með pening til að styrkja liðið á meðan það er ekki í UEFA keppnum en með framtíðarplan um hvernig á að ná inn tekjum fyrir þessum tímabundna “hallarekstri”… Hluta af því plani væri að ná betri deildarárangur og ná jafnvel í meistaradeildarpeninginn…
      Ef það myndi ekki ganga upp, þá skiptir það ekki máli því FFP eru hvort eð er bara reglur frá UEFA.

    20. Nr. 19 Trölli

      Ég skal vera með

      Hvernig finnst þér þá Moratti?

      Benitez fékk lítið sem ekkert að breyta Inter liði sem Mourinho náði árangri með sem eitt og sér er ekki vænlegt til árangurs enda menn með mjög ólíkan stíl. Ofan á þetta var Inter liðið frekar gamalt, mjög þreytt og það fóru ekki nema 21 leikmenn á meiðslalistan þá 6 mánuði sem Benitez var í Mílan. Samt vann hann reyndar þá bikara sem voru í boði og hélt Inter í bikarkeppnum. En já vonandi er þetta gefandi fagnaðardagur hjá þér. Inter hefur í kjölfarið svona líka blómstrað undanfarið

    21. Það eru allt allt alltof margir að tjá sig um FFP sem annaðhvort hafa ekki lesið sér til um reglurnar og/eða hafa einfaldlega ekki þekkingu á reikningsskilum og vita því ekki hvernig þetta gengur fyrir sig.

      Makkarinn – afhverju ætti nýr eigandi ekki að geta sett pening í liðið ?

      Nokkur dæmi fyrir þá sem ekki vita þessu tengt.

      a) Þegar það kemur peningur inn í klúbbinn, í formi láns frá eiganda þá er þetta einfaldlega færsla sem fer í gegnum efnahagsreikning félagsins og kemur ekki nálægt rekstrarreikningnum.

      b) Þegar leikmenn eru keyptir fara þeir ekki í gegnum rekstrarreikninginn. Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum eru þeir eignfærðir (efnahagur) og afskrifaðir yfir samningstímann (rekstur, 20% á ári ef um 5 ára samning er að ræða.).

      c) FFP gengur út frá því að félög séu ekki rekin með tapi ár eftir ár (tekið er tillit til kostnaðar sem fellur til við uppbyggingu leikvangs- og æfingasvæðis). Þ.e.a.s. að rekstrarreikningurinn komi ekki út í mínus, tekjur séu hærri en gjöld.

      d) Laun eru það eina sem fer beint í gegnum rekstur.

      Dæmi um hve vitlaust þetta Chelsea og City dæmi er, að t.a.m. á síðasta tímabili var City með laun sem var um/yfir 120% af tekjum félagsins. Engin eðlilegur fyrirtækjarekstur gengur upp við svoleiðis aðstæður.

      Þetta er það sem eigendur LFC vinna út frá. Þeir þurfa að auka revenue per sæti áður en þeir fara út í það að byggja nýjan völl. Ef tekjur per sæti (aðgangur, eyðsla í veitingar og varning á leikdegi) eru skoðaðar á milli félaga erum við langt langt fyrir aftan lið eins og Arsenal og ManUtd. Lið sem eru á sama rekstrargrundvelli og LFC, ekki City og Chelsea.

      Ef efnaður eigandi myndi vilja kaupa lið og setja pening í það – og FFP væru actually að virka. Þá yrði hann að byggja liðið rétt upp. Hvað þýðir það ? Jú, auka tekjurnar, byggja klúbbinn upp að innan til þess að geta greitt hærri laun án þess að vera ár eftir ár í taprekstri og þar með falla á tútt nefnum FFP. Hvað nákvæmlega er neikvætt við það ?

      Ef þið viljið frekari útskýringar á þessu, leitið þeirra eða spurjið. Ekki bara bulla út í eitt.

    22. Rafa vill stýra á Englandi. Síðan Inter spörkuðu honum hafa amk 14 lið sem leikið hafa í úrvalsdeild á þeim tíma skipt um stjóra, án þess að vitað sé til þess að nokkurt þessara liða hafi sett sig í samband við hann.

      Sampdopria er eina liðið frá Inter brottrekstri, sem hefur opinberað áhuga sinn á spánverjanum með skeifuna.

    23. Þekka þykir mér besta skemmtun að þegar það skapast tækifæri til að nefna Rafa á nafn, vegna útkomu bókar frá honum, þá stökkvi heitir andstæðingar hans upp á nef sér og halda uppi umræðu um hann og lýsa því enn yfir að þeir þoli ekki þá umræðu. Svolítið svona masókismi í þessu.

      Annars er ég með hugmynd. Ég skal vera sáli. Set bara upp slatta af földum myndavélum og streama því út á netið þegar þið félagarnir KAR, Maggi, Babu og fleiri komið með aumt á sálinni 🙂 Fátt örugglega sem slær svoleiðis raunveruleikadrama út…

    24. Annars er ég með hugmynd. Ég skal vera sáli. Set bara upp slatta af földum myndavélum og streama því út á netið þegar þið félagarnir KAR, Maggi, Babu og fleiri komið með aumt á sálinni 🙂 Fátt örugglega sem slær svoleiðis raunveruleikadrama út…

      Þú ættir að sitja sum kvöldin með okkur. Í eitt skiptið í fyrra fór næstum heil máltíð á Argentínu steikhúsi í að haldast í hendur og hrista hausinn í sameiningu yfir Rafa/Roy-skiptunum. 🙂

    25. Mjög vel gert Elías. Ég, verandi einn ad þeim sem ekki er sérfræðingur í rekstri fyrirtækja, sé þetta svona í einföldu máli.

      Eigendur geta sett peninga í eignir (kaup á leikmönnum + nýframkvæmdir) en laun verða að stemma við innkomu í ársuppgjörum.

      Það er í rauninni bara spurning með auglýsinga samningana, fara þeir ekki inn í tekjur? Sbr City völlurinn.

    26. Ég gladdist svolítið í gær þegar ég sá að Gerrard hafði fengið rautt. Það minnti mig á gamla góða Gerrard sem var snældurvitlaus út um allan völl, tæklaði helst til mikið og þrumaði boltanum út við stöng af 30 metra færi.

    27. Nr. 22 Babu

      Í hvaða bikarkeppnum hélt hann Inter í? Meistaradeild Evrópu, þar sem hann náði 2. sæti í hinum gríðarsterka riðli með Tottenham, Twente og Werder.

      Hann vann Supercoppa gegn Roma 3-1 og svo varð hann heimsmeistari með Inter
      þar sem hann vann 2 leiki, gegn liðum frá Kóreu og Kongó.

      Hann tapaði evrópska ofurbikarnum.

      Benitez var grín á Ítalíu, með langbesta hópinn og ég get lofað þér því að það sakna hans mjög fáir.

      Allt í lagi að segja hlutina bara eins og þeir eru.

    28. Elías:

      Rólegur foli. Mér var nú skapi næst að svara ekki svona hrokaskrifum en ég bara varð.

      Ég nefndi dæmi um epli og þú ákvaðst að svara mér með radísum. Allt sem þú segir er satt og rétt. Hins vegar svarar þetta engu með meint óréttlæti að lið með góðan infrastrúktúr hafi einhvern heilagan rétt á að halda sér á toppnum.

    29. Maður er í sjokki eftir að hafa lesið á Twitter nokkur atriði úr þessari Hillsborough skýrslu. Svo virðist vera sem að skipulögð yfirhylming hafi verið í gangi hjá lögreglu og yfirvöldum á sínum tíma til að færa sökina yfir á þá aðdáendur Liverpool sem voru á leiknum. The Sun var svo aftur notað til að ýta undir þá ímynd að aðdáendurnir hafi verið fullir og með ólæti. Skýrslan í dag virðist leiða í ljós að hér hafi verið um eitt risastórt skipulagsklúður af hálfu lögreglu og yfirvalda og þeim einum sé um að kenna hvernig fór. Þetta er eitthvað sem maður hélt að gæti bara gerst í þriðja heims ríki. Þetta er dagur sem aðstandendur hafa beðið eftir í 23 ár. Loksins kemur það í ljós sem þau hafa haldið fram allan þennan tíma.
      Það búa rétt um 460.000 íbúar í Liverpool. Maður getur bara yfirfært þessa atburði yfir á Ísland og ímyndað sér ef yfirvöld hér á landi hefðu gerst sek um álíka samsæri. Hér væri allt brjálað.

    30. Dagurinn í dag er stór dagur fyrir þá sem hafa barist fyrir sannleikanum í kringum Hillsborough harmleikinn. Loksins koma fram sannanir um að það sem lögreglan sagði um harmleikinn var lýgi og stuðningsmenn Liverpool bera ekki ábrgð á hvernig fór. David Cameron hefur beðist afsökunar, en þessu máli er hvergi nærri lokið, það er víst.
      BBC

    31. Einkennilegt að hvorki heimasíða Liverpool.is né kop.is sé komin með neitt um þetta Hillsborough og maður lesi þetta á erlendum síðum og á facebook síðu stuðingsmanna Liverpools á Íslandi.

      Enn þetta er smá sárabót frá forsætisráðherra Bretlands sem staðfestir það sem allir vissu, löggan skeit upp á bak.

    32. Sælir allir !

      Ég kem í friði og vona að ég megi koma með smá innslag í þessa umræðu.
      Eins og nafnið ber til kynna þá er ég City maður og hef verið í 35 ár.

      Síðan meistaradeildin breyttist í núverandi form þá hefur tækifæri liða eins og Forrest,Ipswich,Aston Villa,Derby,WBA,Everton,Newcastle svo ég taki einhver dæmi , til að eiga möguleika á því að vinna deildina eða komast í meistaradeild horfið eins og dögg fyrir sólu. Þessi lið hafa á einhverjum tímapunkti verið við topp deildarinnar og jafnvel verið besta liðið síðan ég byrjaði að fylgjast með enska boltanum.

      Arsenal,Manchester United og Liverpool eru og verða stærstu og frægustu lið enskrar knattspyrnu um það held ég að ekki sé deilt þau voru öll við toppinn þegar peningar meistaradeildarinnar komu færandi hendi og gerðu þau á skömmum tíma enn öflugri en þau voru og höfðu verið.
      Ég hef ekkert út á það að segja það er bara markaðslögmál og við skulum bara gefa okkur það að þeirra staður á toppnum hafi verið verðskuldaður vegna mikillar vinnu, góðs reksturs og framúrskarandi þjálfara og leikmenn sem lögðu mikið á sig til að ná árangri.
      En það eru önnur lið í deildinni sem einnig hafa sína sögu og lið eins og vinir ykkar í Everton hefðu sjálfsagt kosið það að meistaradeildarformið hafi komið í kring um 1985 þá má segja að hugsanlega hefði þeim verið gert auðveldara fyrir að viðhalda þeim árangri sem þeir þá náðu.
      Það sem ég vill benda á hérna er það að skrímslið var til og ekki hannað af liðum eins og Manchester City. Í mörg ár voru lið eins og Liverpool , Manchester United og Arsenal já og Chelsea kölluð topp 4 liðin þó að mótið væri ekki einu sinni byrjað. Það voru frátekinn 4 efstu sætin og stuðningsmenn annara liða horfðu á með aðdáun. Hvernig kemst maður inn í svona klúbb ? Maður þarf að fá betri leikmenn , betri þjálfara , betri æfingaraðstöðu, betri yngri leikmenn.
      Allt þetta höfðu þessi topp lið betri aðgengi að í langan tíma …. Þangað til City kom.
      Það er greinilegt að mönnum hérna finnst ósanngjarnt að nota peninga sem koma frá eigendum til uppbyggingar liðs og ætla ég ekki að reyna breyta þeirri skoðun.
      En City til málsbóta þá langar mér að benda á söguna og biðja menn að horfa til baka sanngjarnt og þá kannski sjá menn að saga enskrar knattspyrnu er full af eigendum sem hafa komið inn og sett peninga í verkefnið til uppbyggingar.
      Núna eru bara meiri peningar í gangi og spurningin sem hlýtur að vera sanngjarnt að velta fram er afhverju þarf jafn mikið af peningum til að komast inn í elituna ? Menn benda á lið eins og Newcastle og Tottenham sem lið sem gera þetta skynsamlega en þau eru ekki alveg að ná því að komast alla leið er það og munu ekki gera það á næstunni.

      Það er auðvellt ef maður er pirraður og reiður að ýkja svo málstaður manns verði áhrifameiri, en mín skoðun er sú að það mun á endanum ekki hafa þau áhrif sem ætlast er til.
      Ætla mætti miða við hvernig menn tala að City hafi innan sinna raða alla dýrustu og frægustu leikmenn sem fótboltinn hefur séð og þeir fái borgað hæstu launin sem í boði eru.
      En það er ekki svo, er það ? Hvar eru Messi,Ronaldo,Iniesta,Rooney,Xavi osfrav ?

      Chelsea borga hæstu launin í deildinni ekki City, Rooney og Van Persie eru launahæstu ekki Aquero og Yaya Toure. Vissulega er tap síðasta ársreiknings City fáranlegt og ef áfram yrði haldið á þeirri braut þá væri ég sammála öllum hérna en það er ekki haldið áfram og rekstrartekjur félagsins mun hækka og rekstrarkostnaður lækka. Það var alltaf markmiðið að liðið yrði sjálfbært og það er ennþá markmiðið það tekur nokkur ár en við skulum spyrja að leikslokum.

      Eins og ég sagði áðan þá er ég ekki hérna til að reyna láta einhvern skipta um skoðun bara að koma með sjónarhorn City aðdáanda .

      Hérna inni hafa margir tjáð sig um Etihad samninginn og að það sé allt saman svindl , nú sat ég ekki við samninga borðið og ætla að láta aðra um það að dæma hvenær styrktarsamningar eru svindl og hvenær ekki. En ég er búinn að kynna mér út á hvað allt gengur og ef menn halda að þetta snúist bara um það að breyta nafninu á völlinum þá er það ekki rétt hérna er lýsing á samningum. Etihad campus verður eitt af flottustu academy fyrir unga leikmenn í heiminum.

      Verulega hefur dregið úr leikmannakaupum City undanfarna leikmannaglugga þó margir kjósi að sjá annað.

      En allavegana þá fannst mér þegar ég stóð ofarlega á Etihad vellinum með City trefilinn þann 13.mai síðasliðinn eftir rosalegustu rússibana reið sem ég hef farið í gegn um, peningunum vel varið og stoltið og gleðin var ósvikin eins og hjá restinni af þeim 48 þús sem voru á vellinum. Það sem átti sér stað þarna hefði aldrei orðið til nema vegna fjárfestingarinnar og Manchester United hefði unnið deildinna auðveldlega eins og venjulega.
      Smá að lokum vegna FFP , Makkarinn er með hárrétta sýn á þetta og finnst mér ótrúlegt að fleiri skuli ekki ræða þetta á þeim nótum. Þessar reglur tryggja það að tekjuhæstu liðin núna og þá burt séð hvernig þau urðu það eða hversu mikið þau skulda , þau lið munu hafa gríðarlegt forskot á önnur lið og samkeppnin mun minnka.
      Nottingham Forrest verður þannig ALDREI aftur meistari í Evrópu.

    33. Kristján Atli #13

      “Það er það sem FFP á að stoppa. City voru orðnir stöðugur PL-klúbbur með góðum og skynsömum rekstri og þar voru alveg undirstöðurnar (stór borg, nýr völlur, peningar frá leikmannasölum eins og Anelka og Wright-Phillips) til að bæta sig enn frekar, svipað og t.d. Newcastle og Tottenham hafa verið að gera síðustu árin.”

      Ef þú mundir skoða staðreyndir á sölu Anelka og Wright-Phillips, þá mundir þú sjá að þetta er alls ekkert gert til að bæta sig frekar, þeir högnuðust jú 18 milljónir í leikmanna markaðnum þessi ár, en Anelka var seldur á helmingi minna en hann var keyptur á. Tímabilið eftir, lækkuðu stig City töluvert og þeir féllu neðar á töfluna.

      Ég skil ekki hvernig þér dettur í hug að klúbbur sem selur 2 bestu leikmenn sína sé skynsamlega rekinn..

    Opinn þráður – Sterling í landsliðið

    Hillsborough – afsökunarbeiðni Cameron