Spjallað við Rodgers

Fulltrúar nokkurra stuðningssíðna og hópa var í gær boðið í spjall á Melwood við Brendan Rodgers. Spjallið átti að taka 20 mínútur en endaði í u.þ.b. 45 mínútum og inniheldur m.a. smá töfluútskýringar stjórans. Þetta er ekki flókið: þetta er SKYLDUÁHORF!

Fyrri partur:

Seinni partur:

Einnig er hægt að hlusta á spjallið á The Anfield Wrap.

Gríðarlega áhugavert spjall og menn kannski tíunda það helsta í ummælunum. Ég er eiginlega sannfærður um tvennt eftir að hlusta á þetta: í fyrsta lagi, þá er ég sannfærður um að Rodgers á eftir að ná árangri með Liverpool. Í öðru lagi, þá er ég nánast sannfærður um að það mun taka tíma og liðið á eftir að eiga fleiri leiki eins og síðasta leik gegn Arsenal, á meðan það lærir að spila eins og Rodgers vill.

Horfið á þetta.

72 Comments

 1. Sjaldan eða aldrei hef ég stutt stjóra þessa liðs jafn heilshugar og hann eftir þetta viðtal, vá.

 2. Lokapunkturinn var sá langflottasti í annars mjög flottu Q&A. Hann var þar að tala um framtíðarárangur og þá samstöðu sem hann vill skapa í klúbbnum.

  “Þegar ég kem á leikdag hleypir öryggisvörðurinn mér inn fyrir. Hann
  mun líka eiga þátt í velgengni okkar. Ekki bara leikmennirnir á vellinum. Við
  munum öll finnast við vera partur af velgengi okkar, því við erum einn
  klúbbur.”

 3. Impressive! Fáránlega góður punktur, þetta er ein stór fjölskylda, snýst ekki bara um 11 leikmenn inni á vellinum á laugardegi.

  Það er erfitt að halda öðru fram en að það séu skemmtilegir tímar framundan, en hann hefur sagt það áður og mun örugglega endurtaka það, þetta tekur tíma. Þolinmæðin er dyggð…

 4. Frábært að hlusta á hann tala, hefur mikinn sannfæringarkraft og veit nákvæmlega hvað hann ætlar að gera. Hefur trú á eigin getu án þess að vera hrokafullur og maður fann bara hvernig þeir sem voru að spyrja hann spurninga leið vel í návist hans og inspired. Líst virkilega vel á hann og tek undir með kommenti nr. 2 hjá Ara.

  Menn geta gagnrýnt eigendurna fyrir ýmislegt, en að mínum dómi er ekkert mikilvægara hjá fótboltaklúbbi en þjálfarinn. Hann er með plan, hann veit hvernig hann ætlar að framfylgja þessu plani svo nú er það aðeins tími sem hann þarf. Ég er viss um það. Ég ef sagt það áður og segi það aftur að við verðum að hafa þolinmæði, ég trúi því að BR hafi verið fenginn inn til langtíma, ekki eitt eða tvö ár heldur for the long run. Ég hélt að menn eins og Maggi og fleiri ættu við það þegar þeir töluðu um þolinmæði þó ég skilji að menn vilja mixa þetta upp, nota unga stráka og styrkja hópinn með hágæða leikmönnum. Það verður gert. En í þessum glugga kom sú staða ekki upp. Þegar framherji verður í boði sem mun vera lykilmaður í liverpool næstu 10 árin þá verður hann keyptur.

  En anyway, BR er rétti maðurinn það er ég viss um og hvað sem hver segir ætla ég að njóta þess (ekki bara næstu 10-20 leiki og missa svo þolinmæðina) að fylgjast með honum þróa og bæta leikmannahóp og spilagetu LFC, hvort sem það tekur 1 mánuð, 1 ár eða meira.

 5. Aaahhh, á þessu þurfti ég að halda. Þvílíkur sannfæringarkraftur í kallinum.
  Það er ég viss um að hann geti sannfært hvaða leikmann sem er um að það að koma til LFC sé rétt “move”, þar sé verið að gera spennandi hluti og bara “glory” framundan. Og ég ætla bara rétt að vona að þeir sem eiga svo að landa samningunum takist það eftir BR er búinn kveikja í þeim að sannfæra viðkomandi um að koma.

 6. Ég stóð upp og klappaði hér fyrir framan tölvuna..

  Rosalega er maðurinn sannfærandi og með þetta á hreinu! Ef hann er ekki rétti maðurinn, þá veit ég ekki hver það er…

  Well done, well done.. YNWA

 7. ég segj bara einso danirnir hold kæt hvad det var fedt.. djöffull er maðurinn sannfærandi og mér leið ekkert lítið vel eftir að hafa hlustað á þetta.. þetta er framtíðar þjálfari og á eftir að færa LIVERPOOL sinn classa aftur.. held að ég sé ástfanginn af honum.. 😉

 8. ups lyklaborðið að stríða mér.. átti að standa hold kæft hvad det var fedt;)

 9. Hann sagði nákvæmlega það sem þurfti að segja. Ég vissi að það væri plan í gangi og við skulum gefa því tíma til að virka eða klikka. Það sem er mikilvægast er að vera þolinmóður. Við erum engu bættari með enn eitt planið sem við munum aldrei fá að vita hvort hefði virkað. Gefum BR tíma. Ég byrja að pressa eftir árangri í janúar 2014.

 10. Algerlega frábærar 45 mín hjá stjóranum og algert skyldu áhorf hvort sem menn hafa trú á honum eða ekki.
  Sérstaklega fannst mér gaman að heyra hann marg endurtaka í seinnihlutanum að það sem mótherjar Liverpool á vellinum muni verða fyrir, er “death by football” : )

  Flottur kall : )

 11. “Death by football” finnst mér vera það besta í þessu viðtali.

  Það eru kannski ekki allir hér inni sem átta sig á því hvernig er að vera leikmaður að spila á móti liði sem heldur boltanum endalaust og þú ert allan leikinn að reyna að ná boltanum af. Ég spila sjálfur fótbolta og ég veit nákvæmlega hvað hann er að tala um. Að vera leikmaður í liði sem er ekkert með boltann og hitt liðið lætur þig líta út eins og verra liðið gerir þig mjög pirraðan og það er jafnvel niðurlægjandi fyrir mann inná vellinum. Svo eins og hann segir þá er einn maður í keðjunni sem missir þolinmæðina og búmm, allt kerfið hjá liðinu sem er að verjast fer í rugl útaf einum manni sem var orðinn óþreyjufullur. Þetta á svo sannarlega eftir að gagnast vel gegn liðum sem talin eiga að vera betri en við og telja sig ekki eiga að vera elta boltann allan leikinn.

  Hann talar einnig um Suarez og það er kannski atriði sem margir hafa spurt sig að. Af hverju Suarez er uppi á topp og Borini á kanntinum. Af hverju ekki að hafa Suarez úti á kannti að skapa usla og Borini inn í boxinu og slútta öllum dauðu boltunum. En þar segir Rodgers að hann vill hafa Suarez inni í boxinu af því þegar hann fær boltann er hann svo hreyfanlegur og góður í að plata varnarmennina og kemur sér í endalaus færi í hverjum leik liggur við. Aðalvandamálið hjá honum er einfaldlega að klára þessi færi sem hann kemur sér í, það vonandi kemur með meiri reynslu og yfirvegun á komandi árum. Tölfræðin sýnir að Suarez kemur sér í flest færi af öllum í deildinni. Sjálfur set ég spurningarmerki við Borini úti á kanntinum og hann hefur ekki náð að sannfæra mig, finnst hann ekki nægilega skapandi.

 12. Mjög gaman af þessu og eins og áður þegar Rodgers talar, frábært að fá mun meiri innsýn frá honum heldur en maður hefur vanist áður. Ef að hann nær að snúa gengi Liverpool við og ná árangri hérna hefur hann allt að bera til þess að verða goðsögn á Anfield. Hann hefur ansi margt með sér sem maður vill sjá hjá stjóra Liverpool. Hann stendur fyrir fótbolta sem flestir stuðningsmanna félagsins vilja sjá spilaðan á Anfield og hann kann svo sannarlega að tala til stuðningsmanna, gæti verið barnabarn Shankly hvað þann part varðar.

  Á móti er eitthvað sem mér finnst óþægilegt við að sjá málefni Liverpool og stefnu liðsins svona opinbera, sérstaklega þegar nákvæmlega ekki neitt hefur áuinnist á vellinum ennþá. Er orðinn þreyttur á endalausu tali og fögrum fyrirheitum og vill fara sjá meira af árangri. Þ.e.a.s. ég er hrifnari af t.d. Barcelona sem hefur náð árangri og er núna að breiða út boðskapinn og útskýra módelið (upp að vissu marki).

  Með þessu er ég líklega meira að lýsa áhyggjum mínum af t.d. sex þátta heimildaþáttaröð um Liverpool og innra starf félagsins heldur en blaðamannafundum Rodgers. Heimildaþættir sem verða m.a. sýndir í Bandaríkjunum, Englandi í opinni dagskrá og meira að segja hér á Íslandi. Vonandi verður þetta jákvætt fyrir okkur frekar en vandræðalegt því gengi liðsins og starf klúbbsins undanfarið hefur alls ekkert kallað á heimildaþætti. Kaninn er þó sagður “kunna´etta” og vonandi er það raunin hér líka.

  Það að Rodgers gefi sér tíma og gefi helstu stuðningsmannasíðunum kost á að koma (boð Kop.is er ennþá í pósti) á Melwood og ræða við sig er mjög gott mál og m.v. fyrstu viðbrögð virðist hann hafa náð að slá verulega á pressuna sem skapast hefur á hann, liðið og eigedur eftir byrjun þessa tímabils og lok leikmannagluggans. Þetta var ekkert endilega nein halelúja samkoma enda sumar af þessum síðum lýst sínum skoðunum á ekkert of jákvæðan hátt fyrir LFC undanfarið. Þarna fengu þeir a.m.k. séns á að spyrja stjórann beint út og meira er eiginlega ekki hægt að fara fram á.

  Hann talar af mjög mikilli sannfæringu í hvert skipti þegar hann kemst í tæri við míkrafón og sannfærir a.m.k. mig algjörlega um að hann viti mjög vel hvað hann er að gera. Með því að útskýra sína stefnu og hvað hann er að gera einfaldar hann okkur mjög það verk að sýna þessu þolinmæði. Það er mjög jákvætt og prufið t.d. að bera þetta saman við stjórnunarstíl núverandi landsliðsþjálfara Englands sem gat ekki einu sinni útskýrt leikþætti hjá sínu eigin liði og var alltaf í stríði við stuðningsmenn og blaðamenn.

  Eg sé svona 90% fleiri plúsa við “blaðamanna” fundi sem þessa heldur en mínusa, smá partur af mér vildi óska þess að við þyrftum ekki að opinbera málefni Liverpool svona mikið fyrir umheiminum, hann gæti t.d. bara hringt í okkur einn á einn frekar 🙂

  Mjög gaman að heyra hann tala um unga leikmenn og eitthvað ætti það nú að vera hvetjandi fyrir þá að heyra hann tala og sjá hvað hann er tilbúinn að gefa ungum mönnum séns og ábyrgð. Vonandi gerir þetta þá mun fyrr að góðum leikmönnum og VONANDI verður klúbburinn nógu sterkur að halda í þá leikmenn þegar þeir nálgast hátind ferilsins í stað þess að missa þá alltaf eins og t.d. Arsenal gerir.

  Einnig var mjög gaman að heyra hann tala um miðjuna, sérstaklega eftir umræður okkar í síðasta podcast þætti og hér á síðunni undanfarið. Kaupin á Allen eru augljóslega mjög mikilvæg og mjög ofarlega á forgangslistanum sama hvað við áttum marga miðjumenn fyrir. Eins var gaman að heyra hann tala um Lucas þó mig gruni að einhver í okkar samfélagi verði hissa á að heyra það frá stjóranum sjálfum að hann sé okkar besti varnarmiðjumaður og Allen er í hans stöðu í hallæri meðan Lucas sé frá. Allen er að mati Rodgers mun betri ofar á vellinum (sem 2. miðjumaður eins og það er orðað). Hlakka mikið til að sjá þá spila saman í fullu formi.

  Þetta var sterkt spil hjá PR deildinni og Rodgers stóð sig stórkostlega. Finnst hann ekkert endilega vera að taka á sig klúður síðasta leikmannaglugga þó það virki smá eins og það sé verið að senda hann út til að útskýra þetta fyrir okkur, eins og við bjuggumst við. Henry, Werner eða Ayre eru a.m.k. ekki að gefa kost á sér svona.

  Rodgers náði að sannfæra mig á sínum fyrsta blaðamannafundi og raunar var ég búinn að lesa mig það vel til að ég var honum mjög fylgjandi fyrir. Það hefur ekkert breyst og ég vona innilega að hann fái alvöru tíma hjá okkur og mun betri stuðning frá eigendum heldur en í sumar. Fari það svo að Rodgers verði ekki stjóri Liverpool í upphafi næsta tímabils tel ég eins og staðan er núna mjög líklegt að vonbrigði/reiði mín beinist mun frekar að FSG heldur en Rodgers. Þetta er sá hestur sem þeir þurfa að veðja á og nú þarf að komast á alvöru stöðugleiki sem skilar árangri.

 13. Ég veit ekki með ykkur félagar góðir en hann var fyrir löngu síðan búinn að sannfæra mig um að hann væri rétti maðurinn. Það mun engu máli skipta fyrir mig þótt við töpum á móti Sunderland og ManJú hann mun samt sem áður leiða liðið til betri vegar. Og svona til þess að gleðja ykkur þá munum við vinna Euro deildina í ár.
  Eigið góða helgi.

 14. Hvernig er hægt að vera neikvæður út í Brendan Rodgers.
  Alveg frábær á þessum fundi.
  Og annars, mörgæsir búa á suðurpólnum.

 15. Enn eitt vel rökstudda commentið frá Steingrími!

  En ég sit nánast mér stjörnur í augunum eftir að hafa horft á þetta viðtal. Hann var fyrir löngu búinn að sannfæra mig og trúi ég að með þolinmæði geti hann leitt Liverpool á þann stað sem við viljum vera.

  Ekki bara kemur hann vel fram heldur er ég sammála honum í svo mörgu sem hann talar um. Sjálfur hef ég mikla trú á ungum leikmönnum og þegar Dalglish var við stjórn gagnrýndi ég hann oft hérna á kop.is fyrir að gefa ekki ungu leikmönnunum meiri séns. Við vorum með lið sem var að drulla í brók. Downing gat ekki blautann en samt sem áður fékk ekki einu sinni Sterling almennilega séns.
  Hvað kemur svo á daginn. Þegar Sterling fær séns er hann snöggur að sanna það að hann er mun betri heldur en Downing þrátt fyrir ungan aldur. Vissulega notaði Dalgish Robinson og Flanagan en ég er sannfærður um að það hafi verið vegna þess að hann lífs nauðsynlega þurfti á því að halda.

  Ég hef einnig mjög mikla trú á leikmönnum eins og Adam Morgan og Suso. Svo er spurning hvort Samed Yesil komi á óvart.

  En ég er spenntur að sjá hvernig tímabilið þróast. Ég er ekki bjartsýnn að þetta allt saman smelli saman á næstu mánuðum en ég hef trú á því að við eigum eftir að sjá mikin mun á leik liðsins eins og hann er núna og hvernig hann verður í Mars.

  In Brendan I trust!

 16. Takk fyrir commentið #20 Birkir Örn.

  Það er afskaplega gaman að halda með varaliðinu og únglíngunum. Ég geri það líka.

  Í öllum alvöru klúbbum eru liðin aðskild.

 17. Er ég sá eini sem vildi fara í grimman sleik við hann eftir að áhorf?

  Mér hefur alltaf litist vel á hann sem þjálfara en eftir að hafa séð þetta er ég fullkomlega heillaður, ég hef fulla trú á manninum og ég vil hafa hann í þessari stöðu sem lengst sama hversu brösuleg byrjunin getur orðið. Flottur punktur hjá Babu, hann minnir heldur betur á Shankly í tali.
  Eina sem mér finst svolítið slæmt er að það er verið að neyða hann til að nota ungu leikmennina, hann talar um að þannig vilji hann gera þetta og það er allt gott og blessað, en hann er í þeirri stöðu að ef einn leikmaður í réttri stöðu meiðist, þá verður hann að nota ungan leikmann hvort sem honum líkar betur eða verr.

  En hvað um það bjartsýni um góða framtíð með Rodgers alla leið!

 18. steingrimur@icos.is – mættir vinsamlega reyna aðeins að leggja meiri metnað í þetta í stað þess að hreyta þínum skoðunum í okkur.

  Þvílík froða.

  Af hverju er þetta froða?

  Það er ekki annað hægt nema að stoppa eftir 10 mínútna hlustun.

  Af hverju gastu ekki meira?

  Mörgæsir búa á norðurpólnum.

  Nei það gera þær ekki, hver er punkturinn?

  Reynum að halda þessu eins málefnalegu og við getum þó við séum ekki endilega sammála um allt. Það eru engin verðlaun í boði fyrir að geta drulla sem best yfir það sem er til umræðu hverju sinni án rökstuðnings og nánast án undantekninga dregur það umræðuna niður. Það skiptir í alvöru máli hvernig hlutirnir eru orðaðir.

  Útskýringin í næsta kommenti er aðeins í áttina en virkar á mann eins og verið sé að skamma þann sem kom með gagnrýnina (Nr.20), Twitter og facebook eru fínar síður fyrir svona pirringsfærslur, reynum að hafa umræður hérna eða skoðanir á fullorðinsstigi.

 19. Gaman að lesa það sem þeir sem voru þarna hafa sagt um Rodgers. Þetta átti t.d. upphaflega að vera 20mín fundur en eftir hálftíma þá á hann Rodgers að hafa beðið Press Officerinn um töflu svo hann geti útskýrt taktíkina betur og hélt áfram í annan hálftíma.

  Hefur augljóslega gaman að þessu kallinn.

 20. Ég verð nú að segja að þetta er eins langt frá froðu og ég get ímyndað mér. Þessi gaur er eins og mini-me frá Bill Shankly. Hann mun verða goðsögn. Hann veit nákvæmlega hvar liðið er statt, hvaða leikmenn munu fúnkera í kerfinu og hverjir ekki. Hann veit að þetta mun taka tíma, hann veit hvað er að og hvers vegna liðið tapar leikjum. Það eina sem hann á eftir að sanna eru klókindi á leikmannamarkaði og ef það gengur upp eru frábær ár framundan. Kannski ekki þetta ár og ekki næsta en fljótlega mun Liverpool rísa á ný. Klárt mál, svo framarlega sem hann fær stuðning eigendanna.

 21. “I’m good at what I do” er línan sem sannfærði mig 😀 töffari

 22. Steingrímur #22: “Það er afskaplega gaman að halda með varaliðinu og únglíngunum. Ég geri það líka. Í öllum alvöru klúbbum eru liðin aðskild.”

  Ef ég er að túlka þetta rétt þá verð ég bara að viðurkenna það að þetta er nú algjör þvæla hjá þér.

  Það er alveg þveröfugt á veg farið hjá “öllum alvöru klúbbum” álfunnar. Lið sem hafa að miklu leyti verið að dóminera Evrópuboltann sem og deildirnar í sínum löndum eru mjög tengd sínum vara- og unglingaliðum.

  Við þekkjum öll til Barcelona þar sem að liðið er að mjög stórum hluta byggt upp á leikmönnum sem yngri flokka starf þeirra hafa mótað og skapað. Real Madrid er líka duglegt við að nota efnilega leikmenn sem hafa verið í vara- og unglingaliðum þess, t.d. Casillas, Granero, Nacho, Callejon og fleiri.

  Svo auðvitað dæmið sem er “næst” okkur, Man Utd. Þeir hafa verið rosalega iðnir við að gefa mönnum úr vara- og unglingaliðum sínum tækifæri. Þar má að sjálfsögðu telja upp Giggs, Scholes, Beckham, Neville og co, en í dag eru Fletcher, Cleverley, Evans og Welbeck leikmenn sem hafa komið upp úr þeirra unglingastarfi. Svo eitt sem ég get ekki annað en gefið Man Utd kredit fyrir (afsakið það!) en það er hve rosalega mikið fé þeir hafa fengið fyrir “uppalda” leikmenn – guð má vita hvað þeir hafa fengið fyrir spaða eins og Kieran Richardson, John O’Shea, Wes Brown, Fraizer Campbell og fleiri á síðustu árum.

  Ajax er svo auðvitað annað dæmi um félag sem framleiðir aðalliðsmenn úr varaliðum sínum í tonnavís og það má alveg örugglega finna fullt af fleiri dæmum ef maður vill.

  Ég gæti verið að mistúlka orð þín og meiningu þeirra en ef þú ert að segja að það sé ekki aðgengileg brú á milli aðalliða og unglinga-/varaliða “alvöru klúbba” og að þau reyni að halda þessum liðum aðskildum þá er það svo langt frá því að vera rétt.

 23. Ég skil ekkert í mörgum ykkar að þið skulið vera að gefa tröllum, eins og Steingrími@icos.is, að borða.

 24. Á bilinu 3:20-3:50 verður hann tvísaga um af hverju hann kom til félagsins. Fyrst segir hann að það hafi fyrst og fremst verið vegna félagsins sjálfs og sögu þess en svo að það hafi fyrst og fremst verið vegna eigendanna. Það er svo sem ekkert skuggalegt við það, bæði eru gildar ástæður. Við skulum hins vegar muna að leikirnir og keppnirnar vinnast ekki á fundum hjá Brendan Rodgers. Hann verður dæmdur af frammistöðu liðsins á vellinum, vonandi til lengri tíma en skemmri.

 25. Takk fyrir Babu… sitjum hérna í Aarhus og horfum á stream-ið sem þú settir inn

 26. Babu #24

  Babu ekki vera á þessu plani: Af hverju borða ísbirnir ekki mörgæsir? Þú veist betur.

  Held að flestir viti hvert stefnir á meðan ísinn bráðnar.

  P.S. Ok, ætla að reyna að hlusta á restina (held það séu 35 mín) en tuðið um tíma og sögu Liverpool fóru me’da á fyrstu 10.

 27. Ég er viss um að Brendan Rodgers gæti sannfært mig um að skeina mér með rifjárni!

 28. Líkurnar á að þessi Steingrímur grætur sig í svefn á kvöldin? Myndi ekki veðja á móti því allavega

 29. gæsahúð…flottur kallinn…gefum honum 2 til 3 ár og við blómstrum 😉

 30. Af hverju var Suarez ekki hjóp á móti Kólumbíu? Var hann í banni eða er hann meiddur?

 31. Hann er einsog William fucking Wallace.

  En auðvitað á árangurinn að sjást á vellinum, menn tala ekki út úrslit. En minni á að Ferguson átti erfitt uppdráttar til að byrja með og var næstum rekinn þegar hlutirnir fóru svo að ganga. Brendan er að innleiða eitthvað sem heitir nútíma/framtíðar fótbolti.

  Það tók Barcelona mörg ár að innleiða þetta, og sjáum hvar þeir eru núna, þeir þurfa bara ca. 1 kaup í hverjum glugga afþví þeir drita leikmönnum út í gegnum unglingastarfið. Þar er aðalmálið að öll lið innan klúbbsins vinni eins. U14-u18 liðin spila 4-2-3-1 sem má færa í nokkur mjög svipuð kerfi einsog 4 – 6 og 4-3-3. Leikmennirnir sem koma svo upp vita nákvæmlega að hverju þeir ganga, koma beint inní sína stöðu og vita uppá hár útá hvað þetta gengur.

  Nærtækasta dæmið um þetta sem ég veit er örugglega FH. Þar spila fjórði og uppí annan flokk sama kerfi og meistaraflokkurinn spilar, 4-3-3. Þetta byrjaði um 2002-2004 og það sést að þeir eru alltaf unga leikmenn til að koma inn og vita nákvæmlega hvernig þetta gengur fyrir sig. Árangur þeirra á Íslandi og árangur Ajax, United og Barcelona síðust ár og áratugi er enginn tilviljun. Það vinna allir innan klúbbsins að sama markmiði, með sömu hugsjónir.

  Þessvegna held ég að maður með svona sterkar skoðanir, svona mikla alþjóða þekkingu á fótbolta og nútímalegar aðferðir eigi eftir að rífa klúbbinn upp. Hann er ungur og ég sé hann alveg fyrir mér sem stjóra eftir 10 – 15 ár. En þetta er kannski gömul klisja en ég vil sjá FSG halda í hann eins lengi og hægt er þó að árangurinn sé ekkert frábær til að byrja með. Mig langar dáldið að líta á hann sem Nóa og hann er í bátnum núna með það litla sem var þess virði að halda í, svo þegar flóðið klárast sem hefur verið síðstu ár þá liggur leiðin bara upp. Ég lít á þetta tímabil sem núllpunkt og eftir þetta tímabil þá er stefnan alltaf sett hærra.

 32. Sá sem getur fundið eitthvað neikvætt við þetta viðtal á skilið cool stig fyrir effort. Tröll spjallborðsins, sem af einhverjum orsökum fær að hanga hérna inni, er á villigötum. Nafni þinn hann Steingrímur J gæti það ekki einu sinni þó svo að hann myndi reyna. Hefur þú í alvöru ekkert betra við tíma þinn að gera ?

  Frábært viðtal í alla staði

 33. Kannski er eg bara halfviti en eg finn enga linka a þetta i upphafsfærslunni. Það stendur þarna fyrri partur og seinni partur en ekki hægt að yta a það. Finn þetta heldur ekki þegar eg ýti a anfield wrap dótið. Er ekki hægt að setja link sem færir mann beint a þetta með þvi að smella a hann?

  En að öðru, Rodgers er fyrir longu buin að heilla mig og eg hef griðarlega tru a honum en það mun engu breyta hversu frabær hann er ef eigendurnir bakka hann ekki upp a leikmannamarkaðnum. Hann àn stuðnings kemur Liverpool ekoi i meistaradeildina sem dæmi. Það mun engin stjori i heiminum koma Liverpool topp fjora nema eigendurnir bakki viðkomandi hressilega upp. Kluðrið a markaðnum i siðustu viku er aldrei Rodgers að kenna, hann var klarlega svikinn þar af yfirmonnum sinum og það er það sem eg hef ahyggjur af en ekki af Rodgers.

 34. Viðar : Þú ert líklega í Ipad eða farsíma? Farðu í tölvu og þá virkar þetta líklega.

 35. Varðandi eigendurna, þá finnst mér þetta nokkuð spot on hjá Brian Reade:
  “Stop running this massive club, via Skype, from Boston, appoint a heavyweight figure as CEO who works out of Liverpool, make an announcement on the stadium and back your young manager to the hilt.”

 36. Sammala Sverrir. Hver er þetta sem skrifar þetta til FSG manna og er einhvet sens a að þeir sjai þetta sem hann skrifar til þeirra.

  Ja eg var i farsima þess vegna hefur þetta ekki gengið hja mer. Skoða þetta betur þegar færi gefst a.

 37. Ja BR er algjør snillingur og eg er thess fullviss ad ef hann fær sinn tima og audvitad peninga til ad byggja upp lidid ad tha munu næstu arin verda okkur skemmtileg 🙂

 38. Hvað er það eiginlega sem heillar ykkur við BR??? Ég vil bara sigra og ekkert bull! Það er árangurinn á vellinum sem skiptir máli ekki orðagljáfur eða einhver sannfæringakraftur!!Árangur strax annars fáum við ekki almennilega menn janúar glugganum.

 39. Ég skil ekki alveg hvað megnið af þessu sem að Rodgers talar um á skylt við almenning. Eins og mér líst nú vel á Rodgers að þá finnst mér hann tala of mikið og eins og það hljómar nú einkennilega að þá finnst mér hann vera full hreinskilinn. Það þarf ekki ALLT að vera eins og opin bók hvað félagið og hans hugmyndir varðar.

 40. Héldum við ekki allir það sama með Roy og Kenny. að þeir myndu ná árangri en það tæki tíma? er sama vögguvísan í gangi ?

 41. 58

  55

  Það er nú varla hægt að bera saman BR og svo Woy og KK….39 ára maður sem á klárlega framtíðina fyrir sér..og svo 2 ellilífeyrisþega. Auðvitað þarf BR tíma en auðvitað skilur maður líka þau sjónarmið að ná árangri strax. Sennilega hefði verið hægt að ráða Mourinho í sumar, eyða 200 milljónum punda í leikmenn og byggja 100 þús manna völl, fara svo á hausinn fljótlega, dæmdir niður um deild og byrja allt upp á nýtt.

  Ansi huggulegt viðskiptamódel ekki satt?

  Ætli ég kjósi þá ekki frekar að gefa þessu plani 3-4 ár og sjá hvernig klúbburinn verður staddur eftir þann tíma.

 42. Suarez í banni… Það getur ekki verið 🙂

  Jú auðvitað vill maður árangur en til þess að hann náist að þá þarf að byggja hann upp, ekki satt? Það væri gaman að vita hvað óþolinmóðu aðilarnir vildu gera fyrst þeir vilja ekki BR og þessa uppbyggingu. Myndu menn vilja t.d. Capello og djúpa vasa til að kaupa og kaupa. Það gæti kannski gefið okkur einhvern skammtíma árangur en þessi leið er í mínum huga margfalt heilbrigðari og ég ítreka ánægju mína yfir því að skera launin niður. Ef tölurnar eru ca. réttar að við séum núna að eyða 500.000 pundum minna á viku en samt með flottari hóp að þá finnst mér heldur betur verið að horfa til framtíðar og það með réttum gleraugum.

  Viðtalið var frábært og BR er algjörlega frábær karakter, vona innilega að hann fái frið til að vinna sína vinnu því hann er með þetta. Hann er í mínum huga gríðarlega spennandi þjálfari og hefur allan pakkann. Ekki skemmir fyrir að hlusta á írskuna hans, hún er algjör sinfónía í mínum eyrum.

  P.s. Smá út úr dúr og vonandi fæ ég að hanga hérna inni en norðmenn eru í sárum eftir landsleikinn og ég mæti að sjálfsögðu með íslenska fánann í vinnuna á mánudaginn 🙂

 43. Bara handahreyfingarnar einar og sér hjá Brendan Rodgers þegar hann er að lýsa eða útskýra t.d. hugmyndir sínar eru ótrúlega sannfærandi..

 44. Kallinn er greinilega búin að sitja yfir myndböndum af Shankly. Kann að segja réttu hlutina. Auðvitað vill hann ekki tala illa um eigendurna, segir samskiptin bara vera “góð”. Þarna eru bara blaðamenn frá local blöðunum. Þetta er svona svipað og að Mao heitinn hefði boðið blaðamönnum Kínverska kommúnistaflokksins only til að spyrja sig spurninga.

  Ég finn bara PR þef af þessu og tek undir með því sem einhver sagði. Helv kanarnir þurfa að hætta að stjórna LIVERPOOL FOOTBALL CLUB í gegnum skype frá Ameríku og ráða einhvern General Manager sem er staðsettur í Liverpool borg.

  Á meðan bíð ég bara eftir að þeir láti verkin tala, og held áfram að bíða eftir árangri inná vellinum, því þeir geta talað um allan fjandann, það breytir ENGU. Það þarf að sýna það inná fótboltavellinum.

  YNWA

 45. kalla kk ellilifeyrisþega þvilikur hroki . bara þad sé á hreinu liverpool hefur ekki mörg ár í einhverja uppbyggingu , mestalagi þetta og næsta timabil eftir þad munu leikmenn sem önnur lid hafa áhuga á fara . fótboltamenn hafa enga þolimædi og ef lengri bid verdur á ad vid komumst í meistaradeildina þá eru menn farnir .

 46. Frábært spjall við RodgersSkyldu-Hlustun

  Frábær náungi í alla staði, held að þessi maður gæti talað mig inn á að Liverpool væri að fara að taka DOLLUNA í ár, svakalegan sannfæringarkraft sem hann hefur…

  En af því að það er minnst á The Anfield Wrap… varð ég að koma inn á einn mjög svo athyglisverðan punkt sem þeir minntust á í síðasti podcasti…
  ,, síðast þegar mikið var um meiðsli og ekki mikið keypt, var þegar Souness v ar með liðið og varð hann því að henda nokkrum Korn-ungum drengjum út í djúpu laugina, og 3 af þeim stóðu upp úr : Fowler, McManaman og Redknapp,, skildum við vera að verða vitni að því sama:#HistoryRepeatingitSelf Fowler:Morgan, McManaman:Sterling, Redknapp:Shelvey

 47. Flott viðtal við Rodgers og maður verður sífellt sannfærðari um hæfni hans sem stjóra.

  AFSKAPLEGA fynnst mér það þó ennþá slappt að FSG gátu ekki backað manninnn upp þegar kom að því að kaupa framherja.

  Skil menn vel sem tala um að margt af því sem hann talar um eigi heima bak við luktar dyr en ég trú því að þetta sé eimmit það sem að stuðningsmennirnir þurfa.

  Þ.e. að stjórinn setjist niður tali um hvernig hann sér liðið, klúbbinn, leikmennina, taktík, sjálfan sig og allt annað sem brennur á stuðningsmönnunum að vita einfaldlega til að vinna þá á sitt band þannig að allir í klúbbnum og í kring um hann standi saman og vinni að sama markmiðinu, en þetta hefur eimmitt verið vandamálið hjá LFC í gegn um árin.

  YNWA

 48. Gríðarlega fínt viðtal. Nú er hins vegar komið nóg af tali og útskýringum. Nú vill maður sjá liðið þokast upp töfluna og hala inn einhver stig með þessari spilamennsku. Alveg með hæfilegum skammti af þolinmæði.

 49. Frábært viðtal, ég stóð upp þegar hann sagði “they got to MAN UP!”. Fannst alveg eins og hann væri að tala við mig!

  En ég er sammála einhverjum hérna að hann segir óþægilega mikið um það hvernig hann ætlar að spila. Hann skilur eftir “no room” fyrir óvissu þegar mótherjarnir stúdera Liverpool fyrir leiki.
  En á móti kemur að þá hefur Barca spilað svona í mörg ár og það vita allir hvernig þeir leggja upp…en fáir geta komið með mótleik við því (nema Real-Chelsky). Hann hefur því greinilega trú á að hann fái bestu leikmennina svo hann geti out-performað flest liðin í deildinni sama hversu mikið þau skipuleggja sig gegn okkur.

  En við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki meira en miðlungslið í deildinni enn sem komið er. Um leið og stuðningsmenn (nema Steingrímur….hann áttar sig aldrei á neinu) þá kemur þolinmæðin og úrslitin fara að detta inn one-by-one.

 50. Einglægt og gott viðtal við kallinn, útskýrði fyrir mér allavega betur allt þetta tiki taka dót og allt það. Held að hann fái tíma til að byggja þetta upp enda veitir ekki af því að það fái sinn eðiliega tíma, eigendurnir eru engir sykurpabbar eins og þið vitið öll. Hinsvegar finnst mér þetta lykta aðeins, af “hönnuðu” viðtali, þar sem hann segir það sem hentar, ekki endilega það sem hann meinar. – en ég ætla að gefa honum “the benefit of the doubt”.

  Hann talar fyrst um “dýpt” og svo “value for money” og augljóst að hann skýtur fast á ofurlaunastefnuna sem var við lýði. Greinilegt að hann hefði aldrei samþykkt þennan Cole og Carrol pakka. Ég er nokkuð ánægður með það og ég treysti því að hann láti það ekki koma fyrir aftur.

  Það sem ég er ánægastur með úr þessu viðtali er að hann ætlar að fara niður í akademíuna og gefa mönnum sjens. Það er löngu LÖNGU tímabært og ég er eiginlega dauðfeginn að ekki var fenginn hálf brunninn senter sem átti að “redda” hlutunum, það er miklu miklu betra að byggja á því sem við eigum nú þegar.
  Er meira tilbúinn að lenda í 10 sæti með ungt og efnilegt lið sem verður hægt að þróa og þroska áfram. En ef hann er að meina þetta þá þarf hann líka að taka Gerrard dálítið út úr liðinu þegar hann hengir haus og nennir þessu ekki lengur.

  En þetta kemur í ljós. Best að gefa honum vinnufrið og vera stuðningsmaður, ekki í “hraunkórnum” sem reglulega vaknar upp hérna eftir dapra leiki og tekur nokkrar aríur.

 51. Flottur kallinn, alveg á hreinu.

  Hann hefur mikið sjálfstraust með því að spjalla svo opið um leikkerfið sitt, ekki síst þegar hann talaði um hvernig hann mun bregðast við þegar miðjuuppbyggingin gengur ekki upp.

  Það er morgunljóst í mínum huga núna að Rodgers var besti kosturinn sem hægt var að fá í stöðunni í vor, hann er sá sem kemst næst því að hafa sömu áru og Mourinho, miklu líkari honum en t.d. AVB og hann er ákveðinn í hvað hann vill. Hvernig sem það háttaði til með ráðninguna þá hittu FSG á rétta nótu þar og ber að gleðjast yfir.

  Eins og með alla sem hafa sjálfstraust þá verður erfitt fyrir Rodgers ef að menn koma til baka með svo margt sem hann segir, en þá treysti ég því að hann sé með sama karakter og Móri og blási á þær raddir og vaði áfram eftir sinni leið.

  Hann hefur alla burði til að ná langt með réttum stuðningi okkar aðdáendanna, leikmannanna og yfirmanna sinna. Alveg klárt!

 52. Vonandi hefur hann allt aðra “áru” en mourinho Maggi. Ég gæti ná sama árangri og hann með alla þessa fjámuni á bak við mig sem framkvæmdarstjóri, bæði hjá celski og real madrid. Maðurinn er líka hrokafullt kvikindi.

Kop.is Podcast #26

Opinn þráður – Sterling í landsliðið