Kop.is Podcast #26

Hér er þáttur númer tuttugu og sex af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 26.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, Maggi, Babú og SSteinn.

Í þessum þætti ræddum við fyrstu þrjár umferðir Úrvalsdeildarinnar, lok félagaskiptagluggans og horfur komandi leiktíðar.

84 Comments

 1. Einar Örn fær 5 stjörnur af fimm mögulegum í þessum þætti. Talar nákvæmlega um það sem ég er að hugsa varðandi eigendurnar og stjórnunina.

  Takk fyrir frábæran þátt.

 2. Ég hef því miður ekki taugar til að hlusta, því miður. En takk samt.

 3. Ég skildi þetta alltaf þannig að Henderson hefði verið boðinn í lán +pening fyrir Dempsey, en ef þetta var að láta hann bara algjörlega til Fulham þá er þetta algjörlega jafn óskiljanlegt einsog að lána Carroll 😛

 4. Hlusta á þetta í vinnunni á morgun…

  Þakka kærlega fyrir þetta strákar…

  Hef hlustað á öll Podcöstin hingað til, já öll, líka unted podcastið!!!

  Mæli lika eindregið með að þeir sem hafa gaman að þessu að hlusta líka á THE ANFIELD WRAP podcastið, sem kemur á mán og fös í viku hverri…

  Keep up the good work…

  YNWA

 5. Frábær þáttur hjá Kop mönnum, menn með skoðanir og gríðalega vel með á nótunum um okkar ástkæra klúbb.
  Ég hef gríðalega gaman að hlusta á þá og eiga þeir hrós skilið fyrir þessa þætti.
  Eins og Birnir segir(2) þvílíkir fagmenn.

 6. Vil byrja á því að þakka góðan þátt þótt það hafi verið fullmikil neikvæðni á tíma og stundum erfitt að endast í gegnum það allt.

  Það var annars eitt sem ég vildi koma inn á hér í umræðunni hjá ykkur, en þegar þið voruð að ræða um forgangsröðunina á kaupunum og töluðuð um Allen sem vitlaus kaup þannig séð, að það hefði frekar átt að kaupa framherja.

  Þá langaði mig enn og aftur að líkja þessu við amerískar íþróttir og að hugsunin sé kannski kominn þaðan, þar sem Portland Trailblazers gerðu örugglega sín stærstu mistök í seinni tíð með því að velja Greg Oden fram yfir Kevin Durant í nýliðavalinu árið 2007.

  Þannig það er spurning hvort að Rodgers hugsi ekki með sér að Allen sé hans súperstjarna og liðið verði byggt í kringum hann og því sé mikilvægara að eyða pening í súperstjörnu heldur einhverja ákveðna stöðu.

  Svo er kannski líka hægt að bæta því við að Oklahoma Thunder fóru einmitt þessa bandarísku leið sem Maggi telur að Liverpool sé að fara og töpuðu öllu í einhver 2-3 ár áður en þeir urðu góðir.

  En þetta var nú bara svona létt pæling um Liverpool og Bandaríkinn.

 7. það er nú ekki hægt að tala um Allen sem vitlaus kaup þar sem hann hefur verið okkar allra besti maður og er sennilega búinn að tvöfalda verðgildi sitt núþegar enn og aftur þá snýst þetta um framtíðina og joe Allen er klárlega framtíðar maður hjá LFC

 8. Allen vitlaus kaup – ég er guðslifandi feginn að við höfum náð svona HRIKALEGA hæfileikaríkum leikmanni á undan öðrum stórliðunum á Englandi. Ekki hægt að tala um þau kaup á þennan máta þegar kaupin eru þetta góð. Væri ekki frekar að skoða kaupin á Borini og notkun hans úti á kannti með Suarez sem fremsta mann ?

  Fyrir utan það fannst mér þetta frábær þáttur.

 9. Held að enginn hafi verið að meina að kaupin á Allen per se hafi verið vitlaus kaup, síður en svo, heldur var verið að ræða forgangsröðunina miðað við budget sem var gefið fyrir tímabilið. Ef búið er að eyða megninu af budget í Allen, þá er það bara stjarnfræðilega vitlaust að lána Carroll áður en annar framherji (sem þarf að rúmast innan budget) er fenginn í staðinn þar sem það var ljóst allan tíman að það voru sóknarmenn sem var geysilega mikil þörf á, sér í lagi þegar menn eins og Bellamy, Kuyt og Maxi voru þá þegar farnir.

  Allen eru frábær kaup að mínu mati og hann á bara eftir að vaxa enn meira sem leikmaður og kaupin á honum algjör andstaða við það að teljast vitlaus.

 10. Ég ætla að hrósa ykkur fyrir mjög góðan þátt. Sérstaklega Einar Örn sem skilur báðar hliðar á peningnum. Hlið stuningsmannsins sem heimtar bestu leikmennina óháð kostnaði og hlið þeirra sem reka klúbbinn og þurfa að horfa í fjármálin….laun og fl.

  Það sem maður vonar í þessu er að núna sé svigrúm til að bæta við mönnum í næsta eða þarnæsta glugga. Að þeir hafi frekar viljað bíða og finna betri og yngri stræker en Dempsey (þó auðvitað hefði átt að vera búið að klára það fyrir “The Black Friday”). Ef svo er þá ættum við að slaka á og trúa á leikmenn, manager og eigendur. Því miður mun framtíðin bara leiða þetta í ljós…

 11. Þegar menn eru að velta því fyrir sér hvort Brendan Rodgers verði rekinn ef það fer að blása á móti.
  Þá langar mig að benda á að hann er í raun fyrsti þjálfarinn sem FSG ráða… Þetta á og mun að öllum líkindum vera framtíðarráðning og hann mun fá tíma til þess að sanna sig.

  Svo ég blandi mér líka inn í lok-glugga-klúðrið, þá les ég það þannig að stjórn Liverpool séu of öruggir með að fá inn (back-up)framherja… Það er síðan þrýstingur frá West Ham um að fá Andy Carroll á fimtudeginum til þess að geta nýtt hann í leiknum um helgina…
  Klúðrið á sér síðan stað þegar engin kemur inn daginn eftir, hverjar svo sem ástæðurnar eru fyrir því.

  En það voru líklega hreinar línur að ekki var hægt að geyma Andy Carroll á bekknum sem þriðja valkost í strikerinn og líklega fjórða kost og jafnvel aftar ef annar striker hefði komið inn, en hann ekki farið út.

 12. Fràbært podcast, eina sem eg get sett uta er að það var alltof stutt, hefdi getaðhlustað a fimm tíma podcast og verið jafn spenntur allann timann.

  Fyrit mer er það augljost af hverju glugginn for eins og hann fór og af hverju ekkert heyrist varðandi völlinn, ÞAÐ ERU EINFALDLEGA EKKI TIL PENINGAR. Það atti að fa dempsey a klink eða framherja lanaðan. Eg er aldrei að sja það gerast að okkar menn kaupi 1-2 framherja fyrir einhverja peninga i januar, maður byst i besta falli við einum i januar a MAX 10 milljonir ef eitthvað frabært tækifæri byðst.

  Eg skil bara ekki hver stefna FSG er, þeirauka ekki tekjurnar að neinu viti nema komast i meistaradeildina en þeir komast ekki þangað nema eyða helling af peningum sem þeir ætka ser ekki að gera svo maður er ekki að skilja þetta. Þeir eru bara að syna manni uppgjof nuna, þeir eiga ekki peninginn til þess að koma okkur i meistaradeildina svo maður veit ekki hvert framhaldið verður.

  Svo er það a hreinu að þolinmæðin er ekki mikil þarna uti og eins og eg sagdi her i sumar þa verður allt sjoðandi vitlaust fyrir aramot ef gengið verður mjog lelegt. Það þarf að fara einhverm milliveg eins og maggi segir i podcastinu, menn eru til i að syna þolinmæði ef stjorinn er bakkaður upp og menn syna metnað a að na 4 sætinu en þegar stefnt er a 10 sætið hafa mennekki þolinmæði og eg byst við að það fari allt til helvitis i vetur i kringum þetta felag…

 13. Hressandi Podcast að venju! Smá innlegg.

  Ssteinn. Varðandi forgangsröðun á Gylfa. Hann var á lausu á þessum tíma. Hans mál var í gangi á þessum tíma. Það er ekki bara hægt að hlaupa til og kaupa fyrst einhvern framherja bara til að kaupa framherja. Ég veit hvað þú meinar með forgangsröðun, og ég er sammála að það að kaupa framherja hafi verið mikilvægara en miðjumaður (fer í peningamálin í lokin).

  En því er ekki breytt að Gylfi var á lausu snemma, ekki neinir framherjar sem við vildum. Ég veit svosem ekki af hverju.

  Mér finnst nokkuð ljóst að hann vildi ólmur fá Gylfa, sem sést td á því að hann fékk svo Sahin (sem spilar sömu stöðu), og að hann bara fékk ekki að borga fyrir hann. Eins og með Dempsey. Er þetta bæði klúður, eins og ég hef alltaf talað um? Já, held það. Þetta er sama dæmi, önnur félög bjóða meira og þá má ekki borga það útaf stoltinu. Gylfi var búinn að samþykkja ákveðin laun hjá Swansea og Liverpool vildi ekki borga aðeins meira fyrir hann. Erum að tala um launin hans þar.

  Nákvæmlega eins og með Dempsey, sem Villa gat fengið á 4 milljónir en Liverpool á sex. Við hefðum fengið þá báða hefðum við kyngt stoltinu og borgað meira. Það er svo allt önnur saga hvort það sé rétt að láta taka sig svona í ras*gatið, og hvort eigi einfaldlega að borga bara.

  Annað Ssteini. Þú segir að það séu ekki til peningar núna til að kaupa Dempsey. Ég er ekki sannfærður um það. Þeir vildu einfaldlega ekki borga fyrir 29 ára gamlan mann, sem verður verðlaus eftir nokkur ár þegar hann fer, auk þess sem Fulham var tilbúið að selja hann fyrir 4 milljónir til Villa en ekki til Liverpool (eða Spurs).

  Það voru til peningar (td las ég að þeir hefðu verið til í að kaupa Sturridge á 15 milljónir), en þeir borga bara fyrir réttu mennina. Að þeirra mati. Þeir horfa ekki á nöfn, þeir horfa á leikmann X og horfa á tölfræði, amk að einhverju leiti. Nafnið skiptir ekki öllu máli. Þarna kemur tölfræðin inn í, aldurinn td, og Henry staðfesti bara að hann sé ekki til í að borga “of mikla peninga fyrir skammtímalausnir.”

  Ég held og vona að eigendurnir séu til í að borga fyrir rétta menn sem BR vill, sem passa líka í þeirra hugmyndafræði.

  Ég veit að það var eflaust eitthvað budget í gangi, en ég er ekki viss um að það sé jafn heilagt og margir halda. Ég er ekki viss um að kaupin á Allen hefðu komið í veg fyrir 15 milljón punda kaup á framherja, hefði rétti maðurinn fundist. Vandamálið er að LFC fann bara ekki rétta manninn!

  Áhyggjuefni mitt er, enn og aftur, að þetta snýst ekki um Gylfa eða Dempsey heldur leikmannakaup almennt. Ef Iker Munain, sem td þið Maggi hafið mjög ofarlega á óskalista ykkar yfir leikmenn, er búinn að samþykkja kaup og kjör við Arsenal upp á 80.000 pund á viku, en Tottenham byði honum svo 100.000 pund á viku, hvað myndir þú vilja að Liverpool gerði? Byði 80.000 af því hann var búinn að samþykkja það við Arsenal og honum finnst það greinilega sanngjarnt, eða myndirðu vilja sjá Liverpool jafna boð Tottenham eða jafnvel hækka það og hámarka þannig möguleika á að hann vilji koma?

  90% leikmanna hugsar um peninga, fact, og með þessu væri LFC að gera allt sem það gerði til að fá mikilvægan leikmenn í Munain. Ef það byði 80.000 pund fyndist mér LFC ekki gera það og mér myndi finnast það klúður ef hann færi svo á eftir peningunum til Tottenham.

  (Bendi á að þetta er hypothetical dæmi, getið sett hvaða leikmann, félög og tölur þarna inn í).

 14. strákar mínir, og af hverju eru ekki til peningar ? vegna rusl kaupa Dalglish….Carrol, Downing, Henderson og Adam…..þessir rándýru og oflaunuðu menn munu verða Liverpool aðdáendum dýr og fresta því í nokkur ár að Liverpool verði stórt lið aftur! held að menn ættu að viðurkenna það , því fyrr því betra…. Dalglish blindaðist algjörlega og sá ekki sl. tímabil hvað rusl hann keypti og notaði þessa leikmenn aftur og aftur til að réttlæta kaupin…….. það stríð tapaðist svo með að hannvar látinn fara. Kaupin á Allen eru frábær, en Borini er því miður 8 milljónum punda of dýr.
  á móti Arsenal, var Allen langbestur , en lang lélegastur á vellinum var Sahin, því miður…. vonbrigði dagsins voru Gerrard, Suarez og Borini. fleira ekki fært til bókar, og fundinum þar með slitið

 15. Menn tala alltaf um að við höfum apnderað rúmum 100 MILLJÓNUM í Henderson,Carrol,Downing,Suarez,Adam,Enrique ennn……. menn gleyma líka að taka með í reikninginn að við seldum líka leikmenn fyrir rúmar 80 milljónir punda t.d. Torres,Mireles,Babel plús ruslið sem var losað út…. Og að við höfum ekki getað pungað út 2 milljónum meira í Dempsey eða jafnvel bra farið í panic buy á striker finnst mér meira en bara smá skrýtið!!!!! Við eum nýbúnir að gera frábæran auglýsingasamning við Standart Chartned, ,, RISA BÚNINGA,, samning við Warrior, og nokkra aðra auglýsingasamninga. Það fengust meiri peningar í gegnum sjónvarpsútsendingar núna en í fyrra. Og við skárum all hrottalega niður í launamálum í sumar…….. Það er eitthvað í gangi á bakvið tjöldin sem við fáum ekki að vita…Eins gott fyrir FSG að þeir sýni að þeir seú með pung og kaupi amk. 1 striker 1.jan!!!!!!!!

 16. 19 :

  Það breytir því ekki að Dalglish eyddi ca. 70-80 milljónum í rusl. Fyrir það var hann látinn fjúka, býsna augljóst.

 17. Hjalti #17:

  Þú segir að það séu ekki til peningar núna til að kaupa Dempsey. Ég er
  ekki sannfærður um það. Þeir vildu einfaldlega ekki borga fyrir 29 ára
  gamlan mann, sem verður verðlaus eftir nokkur ár þegar hann fer, auk
  þess sem Fulham var tilbúið að selja hann fyrir 4 milljónir til Villa
  en ekki til Liverpool (eða Spurs).

  Reyndar fékk Tottenham sinn mann á 6 milljónir, en það er umræða sem skiptir minna máli í þessu samhengi.

  Verð á leikmönnum fer ekki eftir neinum náttúrulögmálum. Ef Fulham metur sinn leikmann á 6 milljónir punda, þá segir sig sjálft að þeir neita tilboðum sem gera grín að þessu verðmati þeirra. Það er kannski hægt að prútta verðið niður að einhverju leyti, en ég hefði sjálfur aldrei tekið 4 milljón punda tilboði í leikmann sem ég sjálfur met á 6 milljónir. Efast um að nokkur myndi gera slíkt.

  Eftir stendur hins vegar sú staðreynd að FSG var ekki tilbúið að styðja við bakið á Rodgers með kaupum á Dempsey. Það er óumdeilt. Og sennilega er það rétt hjá þér, að FSG hugsaði sem svo að hann væri 29 ára gamall og hefði lítið sem ekkert endursöluvirði.

  En á móti kemur að þessi ákvörðun FSG – og það var FSG sem tók þessa ákvörðun og enginn annar – skildi liðið eftir í miklu verri málum en ella.

  Stóra vandamálið í fyrra var að liðið skoraði ekki nógu mörg mörk. Liðið missti í sumar Maxi, Kuyt, Carroll og Bellamy, sem eru allt sóknarmenn. Með kaupum á Dempsey hefði FSG getað bjargað einhverju – því hann kann alveg að skora mörk – það hefði samt aldrei verið nóg og nauðsynlegt að fá annan framherja líka. FSG og enginn annar tók þá ákvörðun að bæta ekki sóknarleik liðsins.

  Af hverju? Jú, því Dempsey er skammtímalausn!

  Ég bara næ því ekki að menn séu svo uppteknir að horfa til næstu 10 ára (eða hvert sem planið er hjá FSG) að þeir bara gleymi því að það þarf líka að gera hluti fyrir liðið í dag, ef ekki á illa að fara. Það er eins og að FSG haldi að Liverpool FC sé lið sem getur ekki fallið úr deild … sú hætta er alveg til staðar, þótt það sé ekki vinsælt að opinbera hana 😉

  Ég held að það sé bara tvennt sem er hugsanlegt í stöðunni. Annaðhvort er ekki til neitt fjármagn hjá FSG í dag, eða þá að þeir eru of uppteknir við að festa sig í einhverja hugmyndafræði sem virkar í öðrum íþróttum, s.s. hafnarbolta.

  Mín skoðun – FSG eiga ekkert “goodwill” eftir hjá stuðningsmönnum, þeir geta ekki bent endalaust á fyrri eigendur og ekki tekið ábyrgð sjálfir á sínum ákvörðunum. Nú þurfa þeir að láta verkin tala og hætta að blaðra um gull og græna skóga eftir milljón ár.

  Homer

 18. Sammála nr 18 en það er nokkuð ljóst að plan a og plan b klikkaði í félagsskiptaglugganum varðandi kaup á framherja.Annars hefði eigandinn ekki skrifað opið bréf til stuðningsmanna.
  Annars hef ég fulla trú á Rodgers og hans aðferðafræði.
  p.s frábær þáttur hjá ykkur!

 19. Flottur þáttur
  Það sem gerir þessi podköst er málefnaleg umræða og misjafnar skoðanir KOP manna. Algjör snilld að hlusta á þetta.

  Varðandi stöðu okkar liðs.. Þá er ekkert sem við getum gert í henni þar til í Janúar og því er ég alveg sultu slakur yfir þessu og treysti Rodgers til að gera kraftaverk. Nú , ef kraftaverkið sýnir sig ekki , þá erum við bara fucked.. og þá kannski fer maður að hafa áhyggjur.

  En ég mun samt styðja mitt lið. Ég mun verða glaður , finnast liðið það besta í heimi og ég mun verða brjálaður og finna því allt til foráttu. Ég mun upphefja leikmenn og ég mun gagnrýna leikmenn. Ég mun vera sanngjarn og líka ósanngjarn…. jákvæður og neikvæður.. afhverju. ?… jú.. því mér stendur ekki á sama um liðið mitt og vil að því gangi vel

 20. Það er ekkert nema eðliegt eftir þetta rugl hjá Dalglish að eigendurnir eru varkárir. Ég held að þetta snúist ekkert um þessar 6 milljónir fyrir Dempsey, ég myndi frekar segja að klúðrið snúist frekar um hvernig stóð á því að við vorum að reyna að fá hann af öllum mönnum og það á síðustu mínutum gluggans. Er það ekki bara klúður hjá BR ?

  Ef eigiendurnir setja skýra stefnu, ekkert óeðlilegt við það, og segja svo við stjórann að ef hann versli í takt við stefnuna, sem hann hafi samþykkt, þá fær hann x mikinn pening, jafnvel töluvert meira ef réttu mennirnir eru í kortunum ( Sturridge).

  En ef það á að bjarga sér fyrir horn með enn einni Lummunni þá erum við ekki tilbúnir að bakka það upp. Bíðum frekar til áramóta ( þó það kosti hugsanlega nokkur stig ) og reynum þá að gera einhver framtíðar kaup þá sem falla inn í stefnu félagsins.

 21. Hressandi þáttur að vanda.

  Þetta með miðjuna, strækerinn og forgangsröðunina, þá er kannski einn punktur í þessu að Rodgers hefur væntanlega viljað sjá nokkurn veginn hvernig miðju hann hefur áður en farið var í að kaupa stræker. Það er ekki nóg að hafa markaskorara ef liðið spilar ekki þannig að hann nýtist vel (sjá Chelsea og Torres, LFC og Carroll). Eða ég ímynda mér að það sé hluti af skýringunni, sem afsakar samt ekki klúðrið. (Og útskýrir ekki Borini, þannig að kannski er þetta fallið um sjálft sig hjá mér. Oh well…)

 22. Er ekki alveg að ná þessum pósti þínum Hjalti. T.d. þá hélt ég nú alltaf að Gylfi og Sahin væru talsvert langt frá því að spila sömu stöðu, allavega miðað við það sem ég hef lesið og séð af þessum tveim leikmönnum. En OK, burtséð frá því, Brendan talaði ansi skýrt þegar hann var að fjalla um Gylfa og miðað við hvernig Brendan hefur talað frá því að hann kom, þá trúi ég honum fullkomlega. Mér hefur ekki sýnst hann vera að reyna nein blöff og hefur talað tæpitungulaust, allavega í þeim viðtölum sem ég hef séð. Hann sagðist sjálfur hafa ákveðið að hætta við Gylfa Sigurðsson. Þannig að þetta með “ólmur að fá Gylfa” held ég að sé meira í nösunum á Íslendingum.

  Varðandi launin og slíkt, setjum þetta upp á annan hátt. Við erum með leikmann A sem er búinn að semja um kaup og kjör við lið X sem framkvæmdastjóri Y stjórnar. Nú hættir Y hjá þessu félagi og tekur við liði Z. Leikmaður A hættir við að skrifa undir samning við lið X og er því available á ný. Y veit hvernig samningurinn var, leikmaðurinn þekkir hann mjög vel og hann býður sama díl og leikmaðurinn var búinn að samþykkja. Allt virðist vera að ganga upp þar til lið Ö kemur og meira en tvöfaldar dílinn við A. Hvað á stjórinn að gera? Telur hann það vera peninganna virði að hækka sig um helming? Eða ákveður hann að elta önnur target sem eru ofar á listanum yfir forgangskaup að sínu mati? Við vitum hvað Brendan gerði ekki satt?

  Hvar hefur þú séð það að Villa hafi getað fengið Dempsey á 4 milljónir punda? Samkvæmt öllum fjölmiðlum var boðið sem fékkst samþykkt upp á 5+2 milljónir punda og svo kaupir Spurs hann á 6 milljónir punda. Ég er alveg sammála þér með að ég held að menn hefðu grafið upp pening fyrir honum ef hann hefði verið aðeins yngri, þ.e. að það sé ákveðið budget í gangi, en að það sé sveigjanlegt ef rétti maðurinn er laus. Ég hef reyndar ekki séð það áður að þeir hafi verið klárir í að borga 15 millur fyrir Sturridge, hélt einmitt að sá díll hafi farið út um gluggann af því að LFC vildu bara lánssamning en hann sjálfur vildi bara fara á permanent deal.

  Aðal málið í þessu finnst mér er Andy Carroll klúðrið. Ég kaupi það alveg að þeir hafi bara ekki náð að finna rétta framherjann sem tikkar í öll boxin og að sumu leiti skil ég alveg að menn vilji ekki ofborga fyrir mann sem er að verða þrítugur og er á síðasta ári samning síns og kominn í verkfall hjá félaginu sínu. En ég bara skil ekki það klúður að láta Andy Carroll fara áður en ljóst er að kominn sé inn annar framherji, sama hvort West Ham hafi þrýst á að fá hann á ákveðnum tímapunkti eða ekki. Bara skil það ekki.

 23. Skemmtilegt podcast.

  Langar samt að leiðrétta mikinn miskilning sem Kristján Atli (held ég) kom með. Í amerískum hafnabolta þekkist ekki að “tanka seasoni”. Nýliðavalið þar er miklu umfangsminna heldur en í NFL og NBA.
  Í NBA sérstaklega er mikill hagur að því að fá gott pick í draftinu og eru lið þar með tilbúin til þess að gefa tímabil upp á bátinn; sérstaklega þegar von er á vænum bitum. Í MLB er þetta ekki málið þar sem fylgnin milli þess að vera vænlegt prospect og að verða stórstjarna er afar lítil og því þekkist “tank” ekki í hafnaboltanum.

  Eigendurnir hafa verið harðlega gagnrýndir síðastliðin misseri af Red Sox aðdáendum, bæði fyrir að skipta sér of mikið af leikmannamálum og fyrir að reka of stíft PR stunt þegar Red Sox ráku Terry Francona, manager sem landaði tveimur titlum og almennt í guðatölu hjá aðdáendum. Í því ferli var greinilegt að upp hófst mikið PR barátta sem fólst í að leka út orðrómum og staðreyndum sem létu Francona líta illa út.

  Mikil endurnýjun á sér stað núna hjá Red Sox þar sem verið er að losa um dýra samninga og lítið hefur verið að koma inn í staðinn. Á meðan raka eigendurnir inn peningum þar sem Red Sox er peningamaskína og er það að miklu leyti að þakka NESN sjónvarpsstöðinni (sem ég held að þeir hafi komið á fót). Og í leiðinni hafa þeir verið duglegir að koma með skýringarbréf og yfirlýsingar þar sem von er á betri tímum.

  Mér finnst þetta vera mjög líkt ástandi Liverpool í dag. Hægt og rólega er verið að minnka umfangið. Á meðan er liðið á fullu út um allan heim að kynna Liverpool og þeirra varning og hefur víst tekist þar vel til. Liðið er sjálfbært þar sem eigendurinn fá alveg áreiðanlega sinn arð.

  Hins vegar finnst mér eigendurnir vera að bregðast illa við breyttum aðstæðum. Æ fleiri sykurpabbar eru að koma til leiks og ólíklegustu lið eru að sækja í sig veðrið; ekki bara með auknu peningaflæði heldur eru komnir fleiri gúrúar sem sækja til sín ódýra leikmenn út um allan heim. Lið eins og WBA og Wigan eru í dag samkeppnishæf þegar slíkt hefði þótt óhugsandi fyrir 5-6 árum þegar CL liðin einokuðu markaðinn. Tottenham kaupa endalaust, Everton eru að standa sig ofar væntingum, Newcastle eru komnir með flott módel og svona mætti lengi telja. Ef Liverpool fer ekki að setja meiri pening í klúbbinn, séu ekki með framúrskarandi stjóra eða hafi almennilegt yfirbatterí þá mun liðið hrapa niður töfluna á næstu árum. Samkeppnin hefur harðnað svo gríðarlega.

  Og þar eru eigendurnir að klikka. Ef það á að fara í útrás í USA og víðar, þá er mikilvægt að liðið geti eitthvað. Þegar krakkar byrja að styðja lið þá er ólíklegt að 10 ára strákur frá Salt Lake City ákveði að styðja Aston Villa eða Stoke. Hvað ætli Man Utd, Arsenal og Chelsea séu að hagnast mikið á treyjusölum í Asíu? Liverpool eru einnig með sinn skerf en liðið lifir ekki endalaust á fornri frægð. Hvað gerist ef liðið fellur eftir 5-10 ár?

  Langaði að endingu skrifa um þá umræðu að Gerrard ætti nú jafnvel bara að fara á bekkinn. Ég skrifaði þetta fyrir tæpum þremur mánuðum: http://www.kop.is/2012/06/20/11.37.16/

  Gerrard er leikmaður sem getur framkallað occasional brilliance en að kalla hann meðal fimm bestu miðjumanna í heimi er móðgun við Xavi, Iniesta, Scweinsteiger, Toure, Silva, Özil, Modric, Scneider og þannig mætti áfram telja.

  Fékk ég vægast sagt yfir mig holskeflu af mótmælum, þ.á.m. frá Babú:

  og að lokum Makkarinn, ef ég man rétt þá ertu sjaldgæf tegund af málefnalegum Everton manni, en guð minn almátthugur ekki þetta bull um að Gerrard sé ekki í hópi með þessum miðjumönnum. Þeir yrðu flestir stoltir af því að vera taldir upp í sömu andrá og Gerrard

  Maggi lagði líka sitt af mörkum:

  Horfðu bara á EM og sjáðu hvernig hann er að spila. Þarft ekkert að rifja upp neitt annað – bara sitja og njóta. Reyndu eftir þá upplifun þína að sjá hvort hann kæmist ekki í öll landslið á þessu móti.
  Ef þú ætlar að horfa á það að hann hafi misst mikið úr væri nú fínt að leiðrétta þig aðeins. Hann er búinn að spila 40 leiki í deild síðasta ár, á þeim tíma er hann búinn að skora einu marki minna en t.d. Tim Cahill og eiga fleiri stoðsendingar en hann. Ef þú vilt horfa á hinn Evertonmanninn sem látið er mikið með, Fellaini er Gerard búinn að skora helmingi meira og með helmingi fleiri stoðsendingar en hann síðustu tvö ár.
  En svo er Peter Beardsley búinn að benda á einhverja, þú getur bætt Scott Parker, Torres og Mourinho í hóp manna sem telja Gerrard í heimsklassa. En hvað vita þeir!?!?

  Iniesta, Özil og Silva yrðu varla settir á varamannabekk Barcelona, Real Madrid og Man City í öðrum tilgangi en hvíld. Hávær krafa stuðningsmanna Liverpool, meðalliðs í ensku deildinni, um að setja Steven Gerrard á bekkinn segir mér eitt: það er móðgun við heimsklassamann að Steven Gerrard sé borin saman við hann.

 24. Ég verð að taka undir það sem Makkarinn #27 talar um.

  Aðdáun stuðningsmanna Liverpool á Gerrard er réttlætanleg, en hann hefur ekki verið skugginn af því sem hann var þegar Benitez tamdi hann út á kantinn.

  Hann var ágætur með Torres, en vandamálið er að Gerrard er oft eins og kerruhestur á vellinum, hann skilur illa að það eru 11 menn á vellinum með honum í liði. Þess vegna er hann mjög oft í einleikjum við einn mann (núna Suarez), og reynir að stúta leikjum í hvelli. Vandinn er sá að það vita allir hvað Gerrard ætlar að gera, og auðvelt er að koma í veg fyrir það. Öll deildin lærði það fyrir 5 árum, en hann hefur setið eftir.

  Þetta er kannski full harkalegt hjá mér, Gerrard er fyrirtaks fótboltamaður, en hann virðist illa skilja tikitaka, enda kemur hann ekki úr þeim skóla.

  Eins gott hann sanni að ég hafi svo rangt fyrir mér í vetur….

 25. Makkarinn, ég held nú ennþá að þessir menn yrðu stoltir af því að vera taldir upp í sömu andrá og Gerrard sem er klárlega (ennþá) með betri leikmönnum í boltanum. Tek þó undir að eftir tvö ár af meiðslum og strögl núna í byrjun í nýju kerfi sé hann (32 ára) ekki meðal þeirra fimm bestu. Á móti útiloka ég alls ekki að hann komist í þann hóp (eða nálægt honum) eins og skot aftur í fullu formi eins og hann sýndi nú t.d. á EM.

  Gerrard hefur byrjað mjög illa og það er klárlega ekki verið að nýta hans styrkleika enn sem komið er og mikið verk er fyrir höndum í að fínpússa leik liðsins, reyndar bara 3 leikir búnir þannig að dánafregnir Steven Gerrards töluvert ótímabærar strax. En ég held að það séu ekki margir að segja að þeir vilji setja hann á bekkinn, heldur framar á völlinn enda einn okkar langhættulegasti leikmaður.

  En eðlilega eru árin farin að ná Gerrard og hann er í dag ekki eins góður og hann var á hátindi ferilsins, who is? Þannig að ok, þeir sem þú telur upp eru í dag betri en Gerrard og hafa verið undanfarið, en flestir þeirra væru fyrir því stoltir að vera taldir upp í sömu andrá og Gerrard og fyrir því er ástæða.

 26. Makkarinn – eigum við sem sagt að koma í umræðuna hérna þegar Messi er orðin 32 ára gamall og hlæja af þeim sem sögðu hann vera bestan í heimi, þegar hann var á hátindinum.

  Þessi röksemdafærsla hjá þér heldur ekki alveg vatni.

  Hann er ekki sami leikmaður núna og hann var 2007/8 og árin þar á undan. Aldur og þá sérstaklega meiðsli hafa tekið sinn toll. En hann er engu að síður ennþá vel fær um að breyta leikjum upp á sitt einsdæmi, og þann hæfileika hafa ekki margir leikmenn.

  Það sem skilur á milli heimsklassaleikmanna og góðra leikmanna er fyrst og fremst stöðugleiki. Þeir sem eitthvað hafa horft á fótbolta síðasta áratug geta varla sagt annað en að hann hafi haldið Liverpool uppi ár eftir ár og komið okkur í CL einn síns liðs. 20 marka maður, spilandi sem framliggjandi miðjumaður, þrjú tímabil á hæsta leveli, og þá er ekki farið út í þann stoðsendingafjölda sem hann hefur átt. Hann hefur ekki verið að finna sig það sem af er leiktíðar, en vonandi að hægt sé að færa hann framar á völlinn með Jonjo eða Lucas í hans stað á miðjunni. (kanski mikið til í því sem Rafa sagði hér um árið, að Gerrard yrði ekki leikmaður sem myndi færa sig aftar þegar hann yrði eldri, sbr Scholes, frekar myndi hann fara framar og gæti vel spilað sem striker).

  En flott hjá þér samt að reyna, koma hingað sigri hrósandi þegar maðurinn er búin að vera meiddur í heilt ár (tvær aðgerðir) af síðustu tveimur, og nota bene var ekki langt frá því að þurfa að leggja skóna á hilluna sökum þeirra, og orðin 32 ára gamall.

 27. Eyþór Guðj. #30: Annaðhvort er ég að missilja Makkarann svona hrikalega eða þá að þú ert að því. Hann segir hvergi að Gerrard hafi ekki verið góður 2007, hann er að tala um núna, og það vill nú bara þannig til að ég er sammála honum. Gerrard hefur ekki verið nógu góður undanfarin ár óháð því hversu góður hann var fyrir 4-5 árum, ég veit að meiðsli hafa sett strik í reikninginn en það breytir því ekki að hann hefur ekki verið nógu góður.

  Ég held að Gerrard hefði gott að því að fara á bekkinn í smá tíma, það lenda allir menn í lægð einhverntíman á ferlinum og stundum þarf að sparka í rassgatið á mönnum til að þeir átti sig. AVB tók Lampard úr liðinu í fyrra og hann kom sterkur til baka, SAF hefur margoft gert þetta og t.a.m. við Scholes, Redknapp gerði þetta oft við Pavluychenko (stafs) o.s.frv.

  BR þarf að tala við Gerrard og segja honum að ef hann ætli sér að vera fastamaður í liðinu þá þurfi hann að vinna fyrir því, og besta leiðin til að fá menn til að átta sig er að leyfa þeim að horfa á leikinn úr stúkunni.

 28. Fjárans rugl er þetta. Sigri hrósandi? Steven Gerrard var um langt skeið meðal þeirra bestu. Ég sagði það meir að segja í þræðinum sem ég linkaði á. Sá tími er hins vegar liðinn.

  Ég er ekki að segja að hann sé á pari við Bjarna Guðjónsson. Ég er aðeins að verja mín orð sem ég hafði uppi í júní síðastliðnum. Þar átti Gerrard góða keppni og sýndi gamla takta. Upphaflegi punkturinn í gamla þræðinum var þá hversu fáir leikmenn eru í enska landsliðinu eru í heimsklassa. Það hefur ekkert breyst.

  Og ég endurtek; það bara meikar alls engan sens að stimpla mann í heimsklassa en heimta að hann fari á bekkinn!

 29. Raggi79, held að flestir hérna séu nokkuð sammála, Eyþór útskýrir þetta vel. Það sem fer öfugt ofan í mig er Everton maðurinn að reyna (smá) gera lítið úr Gerrard með orðum eins og

  Gerrard er leikmaður sem getur framkallað occasional brilliance en að kalla hann meðal fimm bestu miðjumanna í heimi er móðgun við Xavi, Iniesta, Scweinsteiger, Toure, Silva, Özil, Modric, Scneider og þannig mætti áfram telja.

  Það er sannarlega engin mógðun og líklega er það bara orðalagið sem fer mest í menn. That said þá búa flestir þessara leikmanna yfir þessu occasional brilliance, það er það sem sker þá úr hjörðinni.

  Gerrard var síðan alveg í heimsklassa á þessu móti (EM) þó persónulega finnist mér þessi landsliðamót stórlega ofmetin. Sérstaklega í riðlakeppninni.

 30. Er að sjá þessi Podcöst nú í fyrsta skipti og var að hlusta á þann nýjasta. Bara brilliant framtak hjá ykkur strákar. Virkilega gaman að hlusta á þáttinn á meðan maður er að “þykjast vinna”.
  Þakka ykkur kærlega fyrir þetta. Skemmtilegt spjall og þið nálgist flesta vinkla í öllum málum án þess að fara að slást ef ósammála um hluti……

  Fylgist með þessu í framtíðinni og þakka kærlega fyrir mig!

  kv,
  Geiri

 31. Nú segja menn að Del Piero hafi hafnað tilboði frá Liverpool. Hversu mikil niðurlæing er það fyrir Liverpool að 37 ára leikmaður hafni félaginu og AÐ það komi til þess að við bjóðum í 37 ára gamlan leikmann.. hvaða steypa er í gangi! Annars flottur þáttur, vel að verki staðið

 32. Ég verð eiginlega að fá að taka þátt í þessari Gerrard umræðu… þó svo að hún skili sér líklega ekki inn á borð til BR 🙂 Málið er að mér finnst Gerrard hafa verið stærri en klúbburinn allt frá því að hann var næstum farinn til Chelsea. Hann hefur vissulega gert margt síðan þá og skorað frábær mörk, átt frábærar sendingar og bjargað heilu leikjunum. En ég er hræddur um að við hefðum átt að selja hann þá. Grátlegt, en ég hallast að því…? Hann VAR vissulega heimsklassa en mér hefur fundist ansi djúpt á hans bestu hliðum undanfarin 2 ár, amk… Samherjar hafa borið svo mikla viðringu fyrir honum þegar hann er inná en þegar hann hefur meiðst, þá hafa menn innan liðsins stigið upp og liðið spilað meira sem lið og náð (tölfræðilega) meiri árangri í deildinni.
  Það væri vissulega skrítið að sjá liðið með Gerrard á bekknum. Það er hálf óhugsandi að sjá hann fyrir sér á bekk.
  Það er mín tilfinning að Carra sitji á bekknum og hvetji og smiti jákvætt út frá sér í klefa fyrir leik en ég hallast að því að Gerrard færi bara í fílu og myndi þannig smita neikvætt út frá sér. Fyrir utan að sennilega yrði allt brjálað ef hann yrði seldur.

 33. Spurning um að lesa alla fréttina Pétur.

  „Liverpool hafði áhuga en af virðingu við Juventus og í minningu Heysel hörmunganna ákvað hann að segja nei.“

 34. Umbinn hans Del Piero talar um að hann hafi hafnað Liverpool að virðingu við Juventus og þeirra sem létust á Haysel leikvanginum þegar Liverpool og Juventus áttust við í úrslitaleik Evrópukeppni Meistaraliða.

  Að vísu er aldrei að marka eitt einasta orð sem þessir umbar segja..

 35. Eins og vanalega ætla ég að byrja á því að þakka ykkur fyrir frábært podcast. Það var gaman að heyra ykkur kljást aðeins á og gaman að fá tvo póla á umræðunni. Ég verð þó að viðurkenna að mig langaði nokkuð oft að ýta á pause og grípa inn í umræðuna. En eina sem hefði gerst við það er að konan hefði farið að rífast við mig um þessi málefni og ég er aldrei að fara vinna rökræður við konuna.

  En nú ætla ég aðeins að koma mínum sjónarmiðum að. Einar Örn orðaði þetta frábærlega tengt eigendunum og þessum glugga. Augljóslega voru gerð mistök og ég er viss um að hver og einn einasti í einstaklingur í stjórnarteymi Liverpool ber ábyrgð. Mér finnst Maggi vera aðeins of dimmur hvað varðar bæði liðið og eigendurna. Hann og fleiri sem eru á sömu skoðun og hann spyrja af hverju við settum ekki bara nokkrar milljónir til viðbótar í þessu kaup. Vissulega skipta 1-2 milljónir ekki mikið á leikmannamarkaðnum en eftir seinustu glugga, getur maður áfellst eigendurna að vera ekki tilbúinn að gambla „nokkrum“ milljónum til viðbótar. Við erum heldur ekki að tala um að þeir hafi verið að ofgreiða fyrir einn til tvo leikmenn, þeir hafa ofgreitt fyrir nánast alla leikmenn sem þeir hafa keypt!!

  Við verðum einnig að skilja það að þetta eru ekki monopoly peningar sem Dalglish, Comolli og BR voru og eru að vinna með, þetta eru alvöru aurar sem FSG og co eru eigendur af. Það að þeir séu að reyna að vinna eftir heilbrigðu financial systemi er ekki óheilbrigt heldur mun eðlilegra en það sem er að gerast í Manchester eða á brúnni í London.

  Það er líka mikið talað um af hverju FSG ætti að gefa Brendan Rodgers meiri tíma en KD eða Roy Hodgson? Kannski er það vegna þess að RH og KD eru komnir á eftirlaunaldur en BR ekki. Einnig fannst mér engin „stefna“ vera í ráðningu KD og hvað þá með Roy Hodgson. Nú hefur loksins verið ráðið til að byggja upp stefnu svipað og þið félagar ræddu um að ætti sér stað hjá Dortmund og Barca. Þannig að þegar nýr þjálfari er ráðinn, þá þarf ekki að sópa burt nánast öllum þeim leikmönnum sem keypt voru árið áður (eins og er að gerast núna) heldur er hægt að nota þá því sama stefna er í gangi. Þetta er nákvæmlega að gerast hjá Barca eftir brotthvarf Guardiola. Það er ástæðan fyrir því að ég held að FSG mun aldrei reka BR á þessu ári því stefnan sem við ætlum að móta er á byrjunarreit og þeir hafa nógu mikið milli eyrnanna til að fatta að reka einhvern á byrjunarreit er það heimskulegasta sem hægt er að gera við innleiðingu á stefnunni.

  Ég verð einnig aðeins að commenta á það sem Maggir segir varðandi völlinn. Núna höfum við beðið oft eftir yfirlýsingum varðandi völlinn og þegar þær yfirlýsingar hafa komið, hvernig hafa viðbrögð okkar verið? Margir hafa orðið reiðir og gagnrýnt FSG fyrir að vera ekkert að vinna í málunum. Mér hefur alltaf fundist sá málaflutningur út í hött. Hvernig ætlar þeir sömu að fullyrða slíkt? Það kæmi mér ekkert á óvart ef það væri teymi sem væri að reyna finna BESTU lausnina á málinu sem hentar klúbbnum í heild sinni frekar en lausnin sem getur komið þessum framkvæmdum af stað sem allra fyrst! Ég tel það því hárrétta ákvörðun að segja ekkert um vallarmálin ef ekkert nýtt er komið á yfirborðið.

  Varðandi kaupin þar sem Steini talar um að það hefði þurft að forgangsraða betur, s.s. striker fyrst og svo miðjumenn. Ég er þar ósammála þér þar sem að miðjan er algjörlega atriði númer eitt og upp í 1000000. Ef við hefðum keypt klassa striker og verið með lala miðju, þá hefði strikerinn ekki nýst eins vel og með þá miðju sem við erum með núna. Ef miðjan okkar er að yfirspila hitt liðið er auðveldara að koma strikernum í leikinn. Því ætla ég að vera sammála Babu um að þeir verða tilbúnir með klassa striker í Janúar.

  En varðandi spilamennsku okkar þá er Gerrard og Reina búnir að vera vonbrigði. Á þessari annars flottu miðju finnst mér Gerrard hafa verið veiki hlekkurinn. Við höfum vissulega ekki fengið nema einn leik með Lucas og það má vel vera að Gerrard eigi erfiðara með að koma sínum leik á framfæri ef Lucas er ekki til staðar. Hinsvegar þá held ég að Brendan Rodgers ætti að prófa að stilla Allen, Sahin og Shelvey eða Henderson á miðjunni og setja Gerrard í stöðuna hjá Borini. Einnig mætti skipta á Suarez og Borini og leyfa Borini að prófa að spila efst. En eitt helsta vandamálið sem hefur hrjáð leik Liverpool fram á við er pirringurinn í liðinu þegar ekkert gengur. Suarez er búinn að vera mjög pirraður á þessu og mér finnst Gerrard hafa verið það líka. Einnig finnst mér eins og þeir tveir séu oft á tíðum hreinlega pirraðir á hvor öðrum. Eins og Brendan Rodgers sagði réttilega þá þarf liðið að vera þolinmóðara þegar sótt er fram.

  En þetta landsleikjahlé kom á góðum tíma. Nú hefur BR tíma til að fara yfir leik liðsins seinustu 3 skipti. Hvað gekk vel gegn City og hvað klikkaði gegn Arsenal. Hvernig getur hann pússlað liðinu saman fram að næsta glugga þannig að hann dreifi álaginu.

  En eitt vil ég segja að lokum. Hvort sem Liverpool tapar næstu 5 leikjum og allt virðist fara til andskotans, þá styð ég liðið fram í rauðan dauðann meðan liðið fer ekki í neitt rugl og við höldum áfram að reyna. Við vitum öll að þessi stefna getur borið árangur þegar hún er langt komin. Barca og Dortmund eru dæmi. Það má meiri segja nefna Swansea og Arsenal líka. Liðið þeirra er ekki nærrum því jafn gott á pappírum og staða þeirra var á töflunni.

  YNWA

 36. Nr.36 Kiljan Gerrard fór næstum til Chelsea árið 2005.

  Eftir það vann hann fyrir okkur FA Cup, liðið fór í úrslit CL (aftur) og hann átti eftir að mynda samstarfið við Torres sem var eitt það besta í ensku úrvalsdeildinni,skilaði okkur næstum titli. Það er mjög mikið til eftir 2005 sem Gerrard kom sér í hóp meðal allra bestu leikmanna í sögu Liverpool, sumir segja hann þann besta . M.ö.o. Hættu þessu kjaftæði.

  Hann hefur verið meiddur undanfarin 2 ár en þrátt fyrir það komið af og til sterkur inn en því miður í lið sem hefur verið í miklu rugli innan sem utan vallar oft á tíðum.

 37. Ssteinn og Kristján Atli: Ætli það yrði ekki bara best að FSG myndu drulla uppá bak, ekki ná að kaupa neitt í Janúar skíta á sig í þeim glugganum líka.. Liverpool myndu vera í fallbaráttu og jafnvel falla um deild, hvernig yrði þá staðan í Liverpool borg ?
  Mér finnt það svo augljóst að þessir menn ætla sér að græða á þessum klúbbi og á þeim leikmönnum sem þeir kaupa, því ekki eru þeir vitlausir í viðskiptum það hafa þeir sýnt með búningasamningnum og fleiru 🙂
  Þeir vilja helst unga og efnilega stráka enn meiga samt ekki kosta of mikinn pening.
  Afhverju reyndu menn ekki að fá sóknarmann að láni til þess að eiga meira til á bekknum, breiðari framherja línu heldur enn Suarez, Borini, Morgan svo eitthvað sé nefnt.
  Hefði það verið alslæmt að fá mann eins og Owen eða jafnvel Drogba inn á láni þó svo að ég þoli ekki Drogba?
  Ég er kannski fullur af svartsýni enn þetta tímabil á eftir að verða skandall ef menn fara ekki að girða sig í brók, stilla mönnum í réttu stöðurnar og vinna leikina sína.

  Y.N.W.A. áfram Liverpool!

 38. Liverpool er síðasti klúbburinn á jörðinni sem Del Piero myndi ganga til liðs við og þá tel ég Torino með.

  Með ólíkindum að mönnum hafi yfir höfuð dottið það í hug en heimska blaðamanna kemur mér sífellt á óvart, shame on me!

 39. Vonandi hefur Brendan pung til að setja Gerrard sem fremsta miðjumann eða út á hægri kant. Hann er sennilega í dag okkar besti maður í að klára færi. Ég man eftir því þegar Benitez færði Gerrard framar á völlinn og mörkunum rigndi inn. Þann Gerrard sárvantar Liverpool í dag

  Mörkin verða að koma ef ekki ílla að fara þetta tímabil og Gerrard í frjálsu hlutverki framarlega á vellinum með minni varnaskildu gæti verið lausnin að mínu mati.

  Varðandi klúðrið á Dempsay þá eiga FSG allan heiður af því, þeir settu inn á heimasíðu sína að Dempsay væri orðin leikmaður Liverpool fyrir mörgum vikum síðan. Ekki hefur það hjálpað í kaupferlinu þegar á reyndi.

 40. Homer, ég tók þessu amk þannig að Villa hefði getað fengið hann á fjórar, en Liverpool og Tottenham á sex milljónir. LFC var ekki til í það, annað en Tottenham. Hugsanlega misskildi ég þetta, en á endanum kemur þetta niður á sama stað, Liverpool tímdi ekki að borga uppsett verð.

  Ssteinn. Hér á official síðunni talar Rodgers um Gylfa þegar framtíð hans var í lausu lofty: “If he comes into the market for whatever reason – and I’m sure there’ll be a number of clubs interested in Gylfi – then of course I would like to be in a position to put our case here at Liverpool to sign him.”

  Ekki beint oft sem stjóri Liverpool lýsir því yfir opinberlega að hann vilji kaupa einhvern. Viltu fá þetta eitthvað skýrara? Ekki loka augunum fyrir því að BR hafi viljað Gylfa þó að þú sért ekki sammála honum 🙂

  Hér í Echo segir hann svo, eftir að Gylfi fór til Tottenham: “He and I both sat and spoke. I believed playing football was going to be the most important aspect for him, but obviously it was important financially as well.”

  Semsagt, hann valdi peningana. Eðlilega. Ekki eins og hann hafi elskað Liverpool frá blautu barnsbeini. Við hefðum bókað tekið lægri launin og valið LFC, en hann hafði enga ástæðu til þess, nema það að hann þekkti BR. Það voru margir kostir hjá Tottenham líka.

  Þessi grein í Echo segir að Swansea hafi boðið honum 30 þúsund pund á viku, sem hann hafði samþykkt, Liverpool bauð meira en það og Tottenham 70 pund á viku.

  Rodgers ákvað að bjóða ekki 70.000 pund á viku. Hvað ætli þeir hafi boðið honum? 50? Og ekki tímt 70 þá. Munurinn (20.000 pund sinnum 52) er þá um ein milljón pund á ári.

  Ég er ekki að segja að Gylfi sé þess virði endilega, það skiptir ekki máli. Það sem skipti máli er hann fékk ekki tækifæri til að velja Liverpool. Auðvitað hefði hann getað tekið launalækkunina en af hverju ætti hann að gera það?

  Þú segir: “Eða ákveður hann að elta önnur target sem eru ofar á listanum yfir forgangskaup að sínu mati?”

  Hver kom í staðinn fyrir Gylfa sem spilar sömu stöðu? Sahin er næst því held ég. Nema þú sért að meina Allen? Ég hélt reyndar að Sahin spilaði framar á miðjunni, kannski ekki alveg eins og Gylfi en svipað, miðað við fjölda færa sem hann skapaði ofl. Etv er það ekki alveg rétt hjá mér? Skiptir ekki öllu. Hann vildi fá tvo miðjumenn inn og fékk þá. Hann hefði örugglega verið sáttur líka með Gylfa og Allen og sleppt Sahin.

  En ég er algjörlega sammála þér með Carroll. Það mál er auðvitað farsi.

 41. “Að mínu mati erum við að taka stór skref áfram í ensku deildarkeppninni í vetur og það styttist hratt nú í titil númer 19!”

  01.05.2009 – Maggi.

 42. Hjalti, Gylfa var boðinn sami samningur og hann var búinn að samþykkja hjá Swansea.

 43. Er þetta ekki bara þannig að Dalglish kaupir menn í 442 með Downing og Henderson að koma með fyrirgjafir inn á Carroll. Svo er farið í total football kerfi og Brendan segist ekki lengur hafa not fyrir leikmennina. Nokkuð skýr skilaboð frá honum, þeir eru allir búnir að vera á “sölulista” í sumar en ekkert gengið að selja. Jafnvel var farið að spá í að selja Agger til að ná í pening.

  Eigendurnir eru náttúrulega frekar vafasamir að redda engum framherja þegar við erum svona þunnskipaðir en á vissan hátt skilur maður að þeir eru varkárir. Ráðning og leikmannakaup Dalglish eru peningar sem mikið til þarf að afskrifa og það á einu ári vegna þess að nýr þjálfari er með aðrar hugmyndir. Þetta er náttúrulega ótrúlega bad bisness hvernig þetta hefur farið en Liverpool á alveg að geta tórað til áramóta án þess að allir missi legvatnið.

  Það er ekki eins og við erum með lélegt lið. Þurfum bara að nota unglingana sem eru búnir að vera efnilegir í 5 ár en aldrei fengið leik.

 44. Stórglæsilegt podcast hjá ykkur strákar, alltaf gaman að hlusta á smá umræðu um Liverpool!

 45. Magginn, þessi grein í Echo eftir David Prentice segir annað. Ég hélt reyndar að honum hefði verið boðið sami samningur hjá LFC og hjá Swansea. Þegar öllu er á botninn hvolft var LFC amk ekki tilbúið að borga það sem hann vildi í laun.

 46. Vel gert! Mjög gaman að hlusta og er nú þegar búinn að því 2svar!

  Ég held að scenario-ið hafi verið einhvernveginn á þennan veg…

  Rodgers fær loforð um 30 mp + sölur til leikmannakaupa svo lengi sem hann heldur sig innan stefnu FSG um unga vaxandi leikmenn. Rodgers kaupir Allen (15), Borini(11), Assaidi(3), Yesil(1) sem gera ca 30 mills. Rodgers taldi sig þá vera býsna öruggan um að ná inn Dempsey með sölupeningnum fyrir Adam, plús samansafn af lánsgreiðslum. Hann og Ayre hljóta að hafa verið 100 % vissir um að fá að nota þá peninga og verið komnir með já frá Fulham á þá upphæð þegar þeir lána Carroll. Ég bara neita að trúa því að þeir hafi ekki verið með samþykkt tilboð þegar þeir lána hann. Það má svo vera að aðrir hafi boðið hærra á föstudeginum og FSG hafi neitað að leggja meiri pening í leikmann sem ekki samræmist þeirra stefnu.

  Ég tel sökina liggja algjörlega hjá Rodgers og Ayre með að hafa lánað Carroll án þess að vera búnir að fá undirskrift frá öðrum striker. Þeir hafa kannski verið 100% vissir í sinni sök en það er greinilega ekki nóg! Þó má líta á bjartar hliðar þannig að þetta mun örugglega ekki gerast aftur hjá þeim.

  Í sambandi við leik helgarinnar… Reina á bekkinn og Gerrard út á kant. Shelvey framan við Sahin og Allen og Suarez út á kant – Borini á Topp. Eiga svo Sterling uppí erminni.

 47. Flott að vitna í mig 2009, í síðasta skipti þar sem við gátum öll verið bjartsýn. Almennileg kaup það sumar hefði farið nálægt því að taka titilinn, um það er ég algerlega sannfærður. Sumarið 2009 beygðum við af leið og höfum ekki náð áttum ennþá.

  Auðvitað vissi ég það að margir myndu telja mig of dimman í hugsun. Ég er mjög stressaður yfir því sem gengur á í Liverpool og hef bara töluverðar áhyggjur af því hvernig FSG er að reka klúbbinn. Veit að það er ekki vinsælt að rugga bátum og það verður bara svo að vera.

  Ég held mig við það að reynsluminnsti framkvæmdastjóri í sögu Liverpool er að fara inn í mót með lið í ójafnvægi eftir samfellt verstu deildarútkomu í 50 ár. Það finnst mér vitlausasta verk yfirstjórnar Liverpool lengi, og er margt inni í því.

  Ég get alveg sagt ykkur það að ég hef ekki oft vonað það eins heitt lengi að ég hafi hundvitlaust fyrir mér og þið munið rosalega mörg hlæja að viðhorfi mínu haustið 2012, vonandi mun allt fara á besta veg og okkar ungu menn munu verða frábærir leikmenn og skila meistaratitli á næstu fimm árum.

  Fótbolti er alltaf eftir-á-fræði og ég vona að ég mun þá aldrei segja, sko ég hafði rétt fyrir mér. Sérstaklega vona ég að Steini og Einar Örn hafi rétt fyrir sér og FSG muni ekki sparka Rodgers ef ganga mun mjög illa fram að áramótum, því að það held ég að myndi fara langt með að rústa klúbbnum. Vonandi eru allir vinir á Anfield og fólk mun fá að sjá endurbættan leikmannahóp í næsta glugga. Virkilega vonandi mun Brendan kreista mörg stig út úr leikmannahópnum og við brosum bara nokkuð út í kinnar.

  En ég verð að fá að vera ekki bjartsýnn, það er því miður mín sýn í dag og verður bara að vera.

  Og ég bakka Steven Gerrard upp, eins og leikmannahópurinn okkar er í dag er alveg ljóst að hann er í bestu ellefu þar. Hann á erfitt uppdráttar núna, eins og Reina en við verðum að stóla á að hann nái sér í gang og sýni þá getu sem í honum býr. Ég verð þá bara að kyngja því að hafa vitlaust fyrir mér ef hann stendur ekki undir sínu eigin nafni.

  Aðeins varðand það að menn virðast telja leikmenn eldri en einhver X ár leikmenn sem ekki er gott að kaupa og borga há laun. Ég vona innilega að Fabio Borini muni virkilega hrökkva í gang núna (það veit guð við þurfum þess) en ef hann nær sér svipað vel á strik og t.d. Henderson hefur gert hingað til er þá ekki ennþá meira “gamble” að kaupa unga menn sem ekki ná að fóta sig í ensku Úrvalsdeildinni heldur en 29 ára gamla leikmenn sem hafa spilað í nokkur ár og náð árangri?

  Þarna er ég ekki bara að tala um Dempsey, heldur heilt yfir stefnu…

 48. Hjalti, ég sagði heldur aldrei að BR hefði ekki áhuga á Gylfa, það er í mínum huga smá munur á að hafa áhuga eða vera alveg ólmur í eitthvað eins og þú tókst til orða. Það var klárlega áhugi fyrir hendi, en ekki loka augunum fyrir því að kannski var Brendan að segja okkur satt þegar hann sagðist bara ekki vilja borga meira en um var samið áður við Swansea:

  “I knew what the market was, and I wasn’t prepared to pay anything over what I had known was agreed already.”

  Það er oggulítill munur á því að borga 30 þúsund pund á viku eða 70 þúsund pund á viku, eða hvað finnst þér? Þetta kemur fram í þessari sömu grein og þú linkar á. Ég held að þetta Gylfa dæmi sé algjörlega orðið vitað og skil hreinlega ekki af hverju við erum að ræða það hér aftur. Skiptir engu máli þótt ég hafi aldrei viljað fá hann, það sem máli skipti var að Brendan taldi hann ekki vera peninganna virði og því kom hann ekki. Ekki FSG, ekki Ayre heldur Brendan Rodgers í þessu tilviki allavega.

  Hver kom í staðinn fyrir Gylfa sem spilar sömu stöðu?

  Held enginn, kannski er það einmitt mergur málsins, þetta voru ódýr kaup, value for money, í stöðu sem hann taldi ágætlega covered, en þegar pakkinn var ekki lengur sá sami, þá var farið í að næla í Allen og Borini.

  Ssteinn og Kristján Atli: Ætli það yrði ekki bara best að FSG myndu drulla uppá bak, ekki ná að kaupa neitt í Janúar skíta á sig í þeim glugganum líka.. Liverpool myndu vera í fallbaráttu og jafnvel falla um deild, hvernig yrði þá staðan í Liverpool borg ?

  Sorry Teddi, ef þetta er spurning til mín og Kristjáns, þá er ég ekki að skilja hana. Allavega þá myndi ég svara því neitandi ef ég væri spurður um það hvort að ég myndi óska að þetta sem þú nefnist myndi rætast. Eða hver er spurningin eiginlega?

  Vonandi hefur Brendan pung til að setja Gerrard sem fremsta miðjumann eða út á hægri kant.

  Er hann ekki búinn að vera með hann sem fremsta miðjumann? Mér hefur allavega sýnst það.

  Maggi, varðandi síðasta punktinn hjá þér, þá held ég að málið snúist meira um re-sell value, ef eftir 2-3 ár nái menn ekki að sanna sig, þá sé allavega auðveldara að selja leikmann sem er 24 ára gamall heldur en þann sem er 32 ára gamall. Burtséð hvort maður sé sammála því eða ekki, þá held ég að það spili stóra rullu þarna. Ég held að það sé alltaf gamble, 22 ára eða 29 ára, þetta er alltaf gamble um það hver nær að fóta sig og hver ekki og ég held að það snúist meira um hverja og eina persónu per se frekar en aldur. Við höfum séð reynslumikla menn á besta aldri floppa og vice versa.

 49. Ég fer alltaf að vitna í þetta af því ég hugsa þetta ekki út frá Gylfa, heldur almennt. En greinin úr Echo segir btw að LFC hafi boðið meira en Swansea (sem bauð 30.000). Hve mikið vitum við ekki. En nú skulum við reyna að hætta þessu 🙂

 50. Sammála, reynum að hætta þessu, en þú engu að síður trúir David Prentice frekar en Brendan Rodgers með þessi launamál? Þú vitnaðir í 2 greinar úr Echo, í þeirri fyrri er bein tilvitnun í Brendan með þetta allt og í þeirri seinni er einhver loðin ágiskun hjá blaðamanni. En já, over and out.

 51. Klárlega over and out núna Steini minn 🙂 Alltaf gaman að ræða hlutina samt, væri glatað ef við værum öll sammála um allt og túlkuðum alla hluti eins!

 52. Ekki fengum við Gylfa eða Dempsay þó næstum allir töldu þetta done deal fyrr á tímabili og ekki fáum við Owen og núna ekki Del Piero,, allt góðir markaskorarar (Owen þegar hann er heill) og okkur bráð vantar menn sem finna markið, núna held ég bara að Fowler eða Eiður séu eftir hehe,,, Ég er samt bjartsýnn ef mannskapurinn helst heill og nær að byrja að spila sóknarbolta.
  YNWA

 53. Við viljum ekki og þurfum ekki að greiða hæstu launin. Eg persónulega vil sjá reglur sem banna öll laun yfir 100.000 pund á viku, allt yfir það er kjaftæði (100.000 er líka út úr kortinu þannig) Þesir leikmenn sem hafa t.d valið að fara til City og fengið þetta 150-200 þús pund á viku lenda svo í því að spila ekkert margir hverjir og geta svo ekkert farið því hin liðin hafa varla efni á helming launa þeirra. Sjáum t.d Adebyor hjá Tottenham. Hann er með 180.000 pund, City borga ennþá 100.000 og Tottenham 80.000. Liverpool tekur vonandi aldrei þátt í svona kjaftæði. Það á að setja skýrar reglur um laun og eyðslu. Ég man ekki hvar ég sá þetta en einhvers staðar las ég tillögur sem hljómuðu þannig að liðin í PL mættu eyða 50M punda á ári í leikmenn. Lið eins og Chelski, City og United færu létt með þetta en yrðu að vanda meira til verka og gætu ekki keypt hvað sem er á hvað sem er. Hin liðin gætu ekki eytt þessu en væru samt nær heldur en eins og staðan er núna. Að mínu mati eru þessir peningar og launabrenglun að skemma enska boltann.

 54. Banna laun yfir 100.000 pund á viku ? Ef þetta er ekki það heimskulegasta sem ég hef nokkurn tímann lesið. Hvernig fékkstu þessa tölu eiginlega ?

 55. Hvað er svona heimskulegt við það? Þetta var bara tala út í loftið þannig. Skv genginu eru 100.000 pund á viku rétt rúmlega 19.600.000 milljónir íslenskra. Þannig að heildar árslaun fyrir slík laun eru þá c.a milljarður á ári. Ef það eru ekki ROSA fín laun þá veit ég ekki hvað eru það. Af hverju mætti það ekki vera hámarks þak? Eru þessi laun ekki komin langt út fyrir öll velsæmismörk? Hvað er svona heimskulegt við það? Fjármál margra félaga eru í algjörum ólestri og það eru sífellt fleiri félög í gríðarlegum erfiðleikum enda launakostnaður allt of stór hluti af rekstrinum. Af hverju ekki að setja á hömlur? Þessir topp leikmenn eru hvort eð er að fá svo meiri tekjur í gegn um auglýsingar og annað. Þeir koma ekki til með að svelta. ÞEgar maður sér frétt þess efnis að leikmaður sé að fá 200.000 pund á viku þá hristir maður hausinn og hugsar sér “þetta er það heimskulegasta sem maður hefur séð”. Tökum Adebyor sem dæmi, 180.000 pund á viku, hvaða steik er það?? Það sem ég á við með þessum reglum t.d með eyðslu þá hættir þessi vitleysa eins og hefur fylgt Cjelsea og City síðustu 5-6 ár, engin félög keppa við svona og að mínu mati er þetta að skemma deildina.

 56. Fínn þáttur og takk fyrir mig.

  Það stakk mig eitt sérstaklega fremur en annað í þessum þætti og það var svartsýni út af að ekki fékkst framherji.
  Veit ekki betur en að Maggi t.d hafi margítrekað að þetta taki tíma og við verðum að vera þolinmóð.
  Finnst hann akkurat núna vera sá óþolinmóðasti og hreinlega með væl.

  Ég persónulega er ánægður með að Dempsey kom ekki.
  Núna getum við nýtt og prufað okkar yngri leikmenn og gefið þeim sénsinn á að koma sér á blað. Einn hefur fengið sénsinn og tekið hann.(Sterling)
  Það var miklubetra að lána carrol heldur en að vera að borga honum laun á bekknum og láta hann safna spiki.
  láta hann spila og hækka kanski verðmiðann á honum.

  ég hef fulla trú á þessu enda fer ég inn í þetta tímabil með akkurat engar væntingar heldur trú um að við bætum okkur spilalega.
  þetta er langhlaup og tekut tíma og meira en einn glugga.
  Ég er gjörsamlega kominn með ógeð á því að það sé verið að verja Daglish endalaust. málið er bara það að hann skeit á sig í síðasta leikmannaglugga með því að vera að reyna að enska liðið upp. tökum sem dæmi henderson, einhver talaði um að við hefðum stolið honum fyrir framan nefið á united. halda menn virkilega að Ferguson hefði ekki keypt hann ef honum hefði litist á hann sérstaklega í ljósi þess að honum bráðvantaði miðjumenn.
  Enn þetta eru mínar skoðanir og ég hef fulla trú á FSG og Brendan og að þeir í sameiningu geri klúbbinn að stórveldi aftur. Það tekur bara talsvert meiri tíma en sumir virðast hafa. (mætti halda að flestir hér væru 100 ára)

  Þeir sem stýra klúbbnum vita talsvert meira um þetta en við og ég hreinlega skil ekki afhverju þeir hafa ekki haft samband við suma hérna inni sem virðast vera á æfingasvæðinu á hverjum degi og sjá hvað vantar helst í hópinn.

  kveð að sinni

  mundi

 57. Sælir félagar

  Frá bær þáttur og fín umræða í kjölfarið. Takk fyrir það.

  Það er nú þannig

  YNWA

 58. Moneyball stefnan hjá FSG er þannig að við Föllum um deild og komum svo sterkir inn ! rísum úr öskuni eins og Fönix! eða hvað?
  ps djufull var nu gott að fá input frá sigkarl maður beið eftir þessu

 59. Flottur þáttur hjá ykkur.

  Ég er að pæla hvar er Doni vinur okkar? Hann er samkvæmt liverpool.history.net ennþá leikmaður liðsins. Af hverju er hann ekki notaður á bekkinn frekar að Brad Jones?

 60. Vegna þess að þak á launin myndi einungis sjá til þess að leikmenn myndu flykkjast til annars lands þar sem þeir fá hærri laun greidd. Hver fær þá arðinn af vinnu leikmanna, eigendur en ekki leikmenn, væri það skárra ? Fyrir utan það, að öll þessi umræða um laun fótboltamanna er bull og lyktar af öfundssýki. Afhverju má leikari þá fá há laun en ekki fótboltamaður ? Hvar er línan dregin ? Fótboltamenn á heimsmælikvarða hafa þróað hæfileika sína frá unga aldri, fjárfesta miklum tíma í hann og eiga starfsaldur í 15-20 ár. Afhverju eiga þeir ekki að geta fengið há laun, sér í lagi þegar þeir draga allt að 100þús manns á völl í hverri viku. Eigum við að henda launaþaki á tónlistarmenn líka ?

  Vandamálið er ekki laun leikmanna heldur unfair playing field, þegar eigendur hafa ótakmarkað magn af peningum. Til þess eru financial fair play reglurnar settar, að skapa samræmi milli tekna og gjalda. Það gilda sömu lögmál um fótboltalið og önnur fyrirtæki, borgaðu ekki meira í laun en þú getur staðið undir. Ef há laun eru að drepa klúbba, þá er það vandamál stjórnenda ekki starfsmanna.

 61. Swan

  Ég er sammála þér að ef setja á launaþak þá þyrfti það að vera gert af FIFA því við vitum að ekkert land mun setja á launaþak ef önnur lönd fylgja ekki í kjölfarið. Það mundi einungis þýða sú deild sem myndi gera það mundi fá að finna fyrir því.

  Það er hinsvegar allt önnur umræða hvort laun leikmanna eru ekki löngu orðin algjör vitleysa. Ég er fylgjandi þess að það verði sett launaþak á fótbolta íþróttina í heild sinni. Af hverju? Vegna þess að enginn leikmaður hefur með það að gera að þéna þetta mikið.

  Swan talar um að ef leikmenn fengju þetta ekki, þá fengju stjórnendur þetta. Það er auðvita e-ð sem ekki er hægt að fullyrða um hvort sé rétt eða rangt. En ég held hinsvegar að ef sett yrði launaþak væri mun meiri möguleiki fyrir því að miðaverð myndi ekki hækka jafn mikið og það hefur gert. Englendingurinn hefur margur kvartað undan hækkandi miðaverði sem hefur gert það að verkum að hann á erfiðara með að kaupa sér season miða á völlinn. Af hverju hefur þetta hækkað þetta mikið? Nú vegna þess að virði leikmanna og laun leikmanna hafa hækkað stjarnfræðilega mikið á seinustu 2 áratugum.Dalglish kostaði Liverpool 440.000 pund á sínum tíma og var þá dýrasti leikmaður sem Liverpool hafði keypt. Það var árið 1977.
  Árið 2009 er Ronaldo keyptur fyrir 80 milljónir punda. Jafnvel þó þú myndir núvirða 440.000 pundin sem Dalglish var keyptur fyrir, þá kæmist ekki með tærnar þar sem verðmiði Ronaldo er með hælanna.

  Einnig er vert að nefna það að jafnvel þó að fótboltamaður hafi verið að æfa sig frá unga aldri þá hafa starfsmenn annarra stétta gert slíkt hið sama. Fullmenntaður læknir á Íslandi hefur að baki 12-14 ára menntun og þjálfun, en jafnvel meira hafi hann lokið doktorsnámi. Fær hann 100.000 pund í vikulaun fyrir að bjarga mannslífum eða hjálpa fólki? Nei það gerir hann ekki. Hinsvegar finnst þér greinilega sanngjarnt að leikmaður sem sparkar í tuðru til að skemmta fólki vera þess virði vegna þess að hann hefur æft fótbolta í mörg ár? Heimskulegt ef þú spyrð mig.

 62. þu talar eins og 70 þ til 100 þ á viku séu bara smá peningar , vid erum ad tala um 400 þúsund pund á mánudi . og þad er fyrir utan bónusa , er þad ekki nóg ?
  þetta er einfaldlega hættuleg þróun félög spenna bogan alltof hátt til ad reyna vera med
  , midaverd á vellina hækkar og hækkar , endalaust verid ad skipta um treyjur og adsókn á vellina minnkar og minnkar .

 63. Eigum við ekki bara að taka upp kommúnismann aftur? Markaðurinn ákveður verðið, hvort sem það eru laun fótboltamanna eða eitthvað annað.

 64. Það er voðalega auðvelt fyrir menn að gagnrýna GERRARD núna eftir að hann hefur átt tvo eða þrjá ekki góða leiki. En menn ættu þá líka að setja sig aðeins í spor 32 ára leikmanns sem hefur verið að berjast við meiðsli (sem skv. Liverpool voru nærri búin að enda feril hans), skipt um framkvæmdastjóra sem er að umturna leikkerfi síðasta tímabils og ég er á því að það mun taka hann aðeins lengri tíma að aðlagast því heldur en t.d. fyrir varnarmenn LFC. Auðvitað viljum við allir að Gerrard verði áfram þessi “Súperman” sem hann hefur veriið, með því að breyta leikjum upp á sitt einsdæmi, en það er bara ekki þannig sem BR vill hafa hlutina. Hann er með 11 leikmenn sem eiga að spila eins og einn maður og þekkja liðsfélaga sína eins og fjölskyldu, hlaup, allar hreyfngar og spil.

  GERRARD var ekki “lélegur” á einni viku. Hann er bara að ganga í gegnum meiri breytingar á sínum leikstíl heldur en aðrir held ég. Hann er enn heimsklassa leikmaður og það verður gaman að reka þessa gagnrýni ofan í ykkur eftir 3 til fjóra leiki í viðbót hjá LFC.

  Ég er á því að GERRARD á að fara að draga sig út úr landsliði Englands og einbeita sér að LFC. Því fyrr því betra, fyrir LIVERPOOL.

  YNWA

 65. Swan nr. 68

  Afhverju má leikari þá fá há laun en ekki fótboltamaður ? Hvar er línan dregin ?

  Þetta er bara tvennt ólíkt. Fótboltamenn eru með margra ára samninga hjá liðum og vilja náttúrulega flestir fara til liðanna sem geta boðið hæstu launin (City, Chelsea, Real, Barca, kannski United). Það geta engin önnur lið boðið laun eins og þessi lið og þess vegna munu bestu leikmennirnir alltaf vilja fara þangað sem endar með því að þau verða kannski eftir nokkur á búin að stinga hin liðin af.

 66. Markaðurinn ákveður verð að mörgu leyti, það er rétt. Ég líki “markaðnum” í fótboltaheiminum núna við Lehman Brothers áður en það féll. Þetta er svo á fölskum grunni byggt, flest félög eru ekki rekin með eina einustu krónu í hagnað. Hvernig haldið þið að Chelsea, City eða t.d PSG myndu plumma sig ef þeirra moldríku (og veruleika firrtu) eigendur fengu leið á þessu og seldu? Þessi félög gætu aldrei staðið við skuldbindingar sínar við oflaunaða leikmenn – yrðu að selja þá og ef til vill á mikið mun minni prís eða gætu jafnvel ekki losnað við leikmennina því engin önnur félög geta greitt þessi ofur laun. Hvað gerist fyrir þessi félög þá? Svo eru það félögin sem eru að reyna að keppa við þetta að hluta til, félög sem hafa spennt bogann of hátt. Það er staðreynd t.d í Englandi að flest félögin í PS eru í fjárhagsvandræðum. Eigum við eftir að sjá fleiri dæmi eins og Rangers í Skotlandi? Eflaust því miður. Það sem ég verð að eilífu þakklátur Fenway er að hafa bjargað Liverpool frá gjaldþroti. Hugsa þá hugsun ekki til enda ef okkar félag hefði hlotið sömu örlög og t.d Rangers.
  Ástæða þess að ég vill sjá þak er vegna þessara manna sem eiga félög eins og City, PSG og Chelsea. Þetta eru menn sem eru í engum takt við raunveruleikann og horfa á þetta sem mattador leik, það þarf að setja reglur svo þessi vitleysa hætti. Ef hámarkslaun uppá milljarð á ári (+ bónusar og auglysingar) eru of lítið fyrir bestu knattspyrnumennina þá er veruleikaskyn manna farið fjandans til.

 67. Nú er í gangi leikur Englands og Þýskalands í U19 ára landsliðum, Samed Yesil var að skora fyrir Þýskaland en bæði Raheem Sterling og Adam Morgen eru í Enska liðinu

 68. Fyrst að LFC er hvort eð er í svo miklum skít með framherjastöðurnar og Gerrard er ekki að finna sig á miðjunni í tiki-taka, á meðan Jonjo Shelvey er að brillera, af hverju ekki að henda fyrirliðanum alla leið upp á toppinn og prófa hann í strikerinn. Hann er ennþá fljótur og sterkur, getur tekið menn á, skallað og er klínískur finisher. Suarez getur þá dottið aðeins aftar þar sem hann yrði virkari í build-up play á síðasta þriðjungi vallarins.
  Shit, þetta er fáránlega góð hugmynd hjá mér. Er ekki einhver með e-mailið hjá Rodgers?

 69. Var að enda við að hlusta á viðtal TAW við Brendan Rodgers. Skylduhlustun, ég verð að segja að ég er tilbúinn að vaða í gegnum gaddavír fyrir manninn eftir að hafa hlustað á hann : )
  Hann virkar ótrúlega skýr, einbeittur og algjörlega með það á hreinu hvað hann ætlar að gera og fá útúr sínu starfi fyrir klúbbinn. Hann er fullur sjálfstrausts og vona ég að við sjáum það smitast út í hópinn á næstu misserum.

  Eins og ég segi skylduhlustun http://www.theanfieldwrap.com/2012/09/interview-brendan-rodgers-talks-to-taw/

  YNWA

 70. Total LFC ?@TheTotalLFC

  LFC’s Samed Yesil Comes off. standing ovation from the crowd. 2 goals and 1 Assist for Germany u19.

 71. Þá er bara að vona að Samed Yesil setjann fyrir Liverpool í beinu framhaldi,frábær kaup!

 72. 79 ég fékk gæsahúð við að hlusta á hann þarna stundum, sérstaklega í lokinn þegar hann er að tala um hvað allllllir sem koma að klúbbnum skipta mikklu máli og telja upp þá þrjá þætti sem hann getur lofað 😛

Opið bréf frá John W Henry

Spjallað við Rodgers