Liðið gegn Arsenal

Jæja, eftir þunglyndi föstudagsins er engin leið betri til að bæta skapið en að sjá Liverpool vinna Arsenal á Anfield.

Við vorum miklu betri en Man City fyrir viku og ég er bjartsýnn á að við getum klárað Arsenal. Ég var á Anfield á síðasta tímabili þegar að Robin van Persie kláraði okkar tímabil í leik þar sem við gjörsamlega yfirspiluðum Arsenal, en tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að tapa. Núna er hann farinn, svo að vonandi klárum við verkefnið í dag.

Rodgers stillir liðinu svona upp:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Gerrard – Allen – Sahin

Borini – Suárez – Sterling

Á bekknum: Jones, Carragher, Shelvey, Downing, Henderson, Kelly, Coates.

Líst vel á þetta!

Koma svo!!!

125 Comments

 1. Borðleggjandi að þetta sé besta lið Liverpool eins og staðan er núna. Hlakka til að sjá Sahin í action.

  Spái 2-0 sigri okkar manna. Sahin og Johnson með mörkin.

 2. Ùff hvað það vœri gott að hafa sóknarmann á bekknum en er svoo viss um að þetta verði okkar leikur 🙂

 3. Enginn Assaidi? Er hann ekki í leikformi eða kemst hann einfaldlega ekki í hóp? Væri allavega frekar til í að sjá hann á bekknum en einhvern af þessum þremur varnarmönnum sem eru þar.

 4. Þetta verður ekkert mikið sterkara byrjunarlið að frátöldum Lucas í sínu besta formi. Viðureignir þessara liða hafa yfirleitt verið frábær skemmtun…Game on!

 5. Sammáa #2 það eru 3 miðverðir á bekknum, einn markvörður, einn bakvörður og tveir miðjumenn á bekknum. Hvar er Assaidi?

 6. Líst vel á þetta, vona að “skrölti” fari ekki að færa einhverjar gjafir.
  2-0 ! Y.N.W.A

 7. Assaidi is not fit enough to play against Arsenal. As he said a couple of weeks ago, he didn’t have a good pre-season.

  Hann er líka nýbúinn með þetta ramadan og þykir ekki í nægilega góðu formi.
  En það er skelfilegt að sjá 3 varnarmenn og 3 miðjumenn á bekknum.

  Vonandi mæta menn með hausinn í lagi fyrir þennan leik og berjast á 110% krafti þá verð ég sáttur.

 8. Flott lið.
  Hlakka mikið til að sjá Sahin. Geri mér samt fulla grein fyrir því að drengurinn er ekki í leikformi, hann hefur ekki verið það síðan hann var í Þýskalandi. Spilaði 4 deildarleiki meða Real og 2 bikarleiki (samkv. Wiki) Þannig að ef hann á ekki stórleik strax þá mega menn alveg gefa honum smá séns.

  Áfram Liverpool

 9. Brandarinn verður bara hlægilegri … Liverpool considering Owen deal !

  Er ekkert stolt eftir ?

 10. Þarna kemur þetta í ljós. Sterkt byrjunarlið en síðan ekki mikið meira nema í vörn og á miðju. Downing er sá eini sem getur komið inn til að styrkja sóknina. Og sá þykir efnilegur bakvörður!! Hin sóknarbreytingin (!) getur verið að Gerrard komi upp í aðra kantsenterstöðuna og Shelvey eða Henderson inná. Sakna þess að sjá ekki Morgan í hópnum.

 11. Vá, langt síðan byrjunarlið Liverpool hefur litið svona vel út á pappír. Ég held ég vilji nánast jafn mikið sjá Sahin eiga stórleik og ég vil sjá Liverpool ná öllum stigunum. Ef Sahin kemur af krafti inní liðið þá hef ég ekki miklar áhyggjur af liðinu fram í janúar.

  Arsenal og Liverpool eru í mjög svipaðiri stöðu fyrir leikinn, hvorugt liðið má við því að tapa og bæði í leit að sínum fyrsta sigri. Ég er með 1-1 á þennan leik.

  Koma svo Liverpool !!!

 12. Maður hefur ekki séð öflugari miðju hjá liverpool í mjög langan tíma. Liverpool vinnur 2-1!

 13. Það er kominn tími á Liverpool sigur núna, við höfum ekki unnið Arsenal nema 1 sinni í seinustu 10 leikjum.
  Svo skil ég ekki hvað hann er að gera með 3 varnarmenn inná en hvorki Morgan né Assaidi á bekknum, Assaidi hefði alveg getað verið á bekknum þó hann sé ekki í leikformi því það munar um að geta átt hraðan og teknískan leikmann til taks ef illa fer.

 14. Var að horfa á Goals on Sunday á Sky, þar voru Gary Megson og Peter Reid sem voru í settinu spurðir að því hvort þeir myndu íhuga að taka Owen á free transfer ef þeir væru að stjórna LFC, og báðir snöggir að svara “Without a doubt!”, ekki kannski þeir aðilar sem maður er mest að taka mark á samt sem áður…en liðinu vantar markaskorara…

 15. Tyrkjaránið byrjar á mòti Arsenal….
  BR er undur eða bara BRundur!

  Koma svo rauðir!

 16. Er búinn að vera að horfa á upphitunina á LFC TV og þar sagði Jason McAteer að hann vissi að menn voru að reyna að ná inn strikerum. Það sem klikkaði, að hans sögn, var það að mæta uppgefnu verði og ná samningum við þá leikmenn sem verið var að eltast við. FGS þarf aðeins að skoða naflann sinn og losa kuskið.

  Annars bara bjartsýnn á þennan leik. Þó það sé ekki mikið um sóknarþenkjandi varamenn á bekk þá er alltaf hægt að rótera svolítið í liðinu sem er inná og setja fullan kraft upp á við. Já, sólin er farin að skína hér í bæ svo það er ekki um neitt annað að ræða en að ná í sólgleraugun. 2 – 0

 17. Sterling með 1+1
  1 mark og 1 assist sem borini setur stöngina INN í þetta skiptið 🙂
  YNWA

 18. Þessi Borini er bara lélegur :p lýst ekki á það ef hann þarf að leiða sóknarlínuna ef Suarez meiðist eða fer í bann

 19. Úff hvað Sterling er mikil skepna. Þessi gaur á eftir að verða stórkostlegur.

 20. Er ekki bara málið að fara ð hvíla Gerrard? það á enginn að eiga áskriftarsæti í þessu liði, hann hefur bara ekki sýnt neitt í þessum leikjum sem eru búnir.

 21. Magnað… þetta er mark nr 2 sem Liverpool fær á sig á þessu tímabili eftir að Gerrard tapar boltanum.. Gerrard þarf að fara úr þessu liði.. svo einfalt er það!

 22. Það er 17 ára peyji sem heillar mig mest hjá Liverpool.. ber höfuð og herðar yfir aðra á vellinum enn sem komið er…

 23. Ég vona að Sterling sé með gott þol, því hann á að spila alla leiki. Það er einfaldlega bara þannig.

 24. Miðjan er gjörsamlega heillum horfin, allt opið. Borini út, Gerrard upp og shelvey inn á miðjuna. Gerrard er alveg út á túni.

 25. Gerrard búinn? Hann setur 1 á eftir og það verður sigurmarkið! Flott spilamennska… bara tímaspursmál þangað til markið dettur…

 26. Gagnrýni á Gerrard á fullann rétt á sér. Hann er með ágætis yfirsýn og fínan Hollywoodbolta en ég sver það, hann er hægasti maðurinn á vellinum fyrir utan markmenn og dómara.

  Því miður.

 27. Ætla okkar menn ekkert að fara byrja leikinn?

  Og vàà hvað Gerrard er ahugalaus, dapur og sendir svo meira a Arsenal menn en Liverpool menn.

  Sahin ekkert komist i takt við þetta heldur og Suarez mjog olikur sjalfum ser.

  Hef samt enn tru a þessu ef einhver segir okkar monnum i halfleik að leikurinn se longu byrjaður

 28. Gerrard, Suarez og Borini í ruglinu og þá sérstaklega Gerrard. Sahin?.. er hann með?

  Sterling algerlega FRÁBÆR!!!

 29. Hugsið ykkur hvað það væri hægt að gera með þetta lið ef við ættum HEIMSKLASSA sóknarmann.
  Miðjan, mark og vörn eru mjög góð en sóknarleikurinn slappur.

 30. Það er svo pirrandi að horfa á og halda með þessu liði að það nær engri átt. Það fellur aldrei neitt með “okkur”… Þessi Borini er svo steingeldur, Gerrard útí á akri með Suarez og eina ljósið í myrkrinu er Raheem Sterling! Reyndar eitt jákvætt, það er hellingur af sóknarmönnum á bekknum… hóst

 31. Gaman að sjá LIVERPOOL spila … þetta er bara byrjun á einhverju sérstöku 🙂

 32. Vantar meira hraða í okkar menn. Síðan eru Suarez og sérstaklega Gerrard slappir og þeir þurfa að girða sig í brók. Móttaka Suarez er ekki góð og alltof margar sendingar hjá Gerrard rata ekki á samherja. Þetta hefur ekkert með að okkur vantar framherja. Menn þurfa að spila betur því þetta er eitt slappasta Arsenal lið í háa herrans tíð.

 33. Sterling er ótrúlegur leikmaður og augun glennast upp þegar hann fær boltann!

  Við erum búnir að vera betri í þessum leik en það er ekki nóg. Hef fulla trú á góðu come backi í þeim síðari. Er einfaldlega ekki að meika tap í dag!!

 34. Það vantar allt killer instinct hjá okkur. Suarez og Sterling eru miklu hættulegri fram á við m.v. Borrini. Þurfum Sahin líka miklu beittari og áhugasamari svo þessi miðja geti farið að þéttast eitthvað.

 35. Róum okkur aðeins… auðvitað er ómögulegt að skora þegar vörnin hjá hinum er einn af bestu vörnum í heimi

  Mannone: er þetta Buffon í dulargervi?

  Jenkinson: Besti hægri bakvörður í heimi

  Mertesacker og Vermaelen: hver þarf Nesta þegar maður hefur Mertesacker?

  Gibbs: á ekki til orð hversu langbesti vinstri bakvörður í heimi hann er…

  og að lokum er Diaby auðvitað langbestur í þessari deild….

 36. Jæja það var eins og ég óttaðist Arsenal að taka þetta og surprise surprise Liverpool getur ekki skorað væri gott að hafa fengið framherja í glugganum. Hvernig væri svo að fara að hvíla Gerrard bara í nokkra leiki búin að vera afleitur á þessu tímabili.

 37. Við erum að verða fátæka útgáfan af Arsenal. Reynum að spila einnar-snertingar bolta inn í markið. Það er ekki að virka neitt ofsa vel fyrir Arsenal, en verr hjá okkur því við komumst aldrei að markinu…

 38. Þessi hálfleikur vissulega ákveðin vonbrigði, sértaklega þar sem byrjunarliðið lítus vel út á pappir. Gerrad virðist vera helsti veikleikinn ásamt því að meiri ógnun mætti vera í honum Borini. Hann vinnur þó vel. Suarez er aðeins of wasteful í augnablikinu en það er oft stutt á milli skina og skúra hjá honum og því krossa ég fingur með hann.

  Þeir eru að spila vel þó, einu hætturnar eru hraðaupphlaup Arsenik en það er svo sem ekki nýr veikleiki Liverpool.
  Sahin er með nýr leikmaður afsökunina þannig að hann sleppur við verstu gagnrýnina í bili.

  Sterling er okkar bjartasta von ásamt honum Allen og eru þeir að skila góðu dagsverki.

  Eigum við ekki bara segja að liverpool taki seinni hálfleik 3-0. – Vonandi.

 39. þið sem vælið sem mest hérna komið fram undir nafni og helst með mynd af ykkur
  ég tek allavega ekkert mark á sos bitur o.s.frv.

  Arsenal skoraði í skyndisókn eftir ein mistök gegn gangi leiksins.

 40. Nei annars úfff þetta er ömurlegt lið með ömurlegum leikmönnum og stjórinn úff ekki tala um hann shitt ….. best að fara halda með mc …
  Sýnist margir hér munu fylgja mér ……

 41. Hvernig nennir fólk að skíta út leikmenn og blása eintómri neikvæðni og allur seinni hálfleikur eftir! Hvernig getur t.d. markið verið Gerrard að kenna? Hann á slaka sendingu nálægt vítateig Arsenal. Ber vörnin ekki neina ábyrgð? Kommon! Hættum þessum eilífa bölmóði, höldum áfram og vinnum leikinn 2-1!

 42. Fyrsta snerting hrein hörmung hjá Suarez og Gerrard aðeins skugginn af sjálfum sér, eins og hann var nú góður gegn City. Lélegt hjá liðinu í heild í fyrri hálfleik!

 43. og síðan má ekki gleyma Howard Webb sem hefur sannað að hann sé einn besti dómari í heimi með því að dæma ekki víti þegar víti á að vera og framvegis…

 44. Mér finnst það eiginlega frekar sorglegt að 17 ára unglingur sé búin að vera áberandi besti maðurinn okkar á þessu tímabili held að Leikmenn Liverpool þurfi að fara að taka sig ærlega til í andlitinu . Hef enga trú á að við fáum eitthvað út úr þessum leik.

 45. Ég held það séu mistök að láta Sahin byrja þennan leik. Hann er bara ekki alveg tilbúinn í að labba inn í byrjunarliðið. Ég vil sjá Shelvey inná sem fyrst, koma miðjunni okkar í stand og vinna þennan blessaða leik.

  Gerrard, Suarez, Glen Johnson og aðrir allt of sloppy í touchinu, mætti halda að þetta væri þynnkubolti!

 46. Get svarið það … maður skammast sín fyrir marga hér sem kalla sig STUÐNIGSMENN LIVERPOOL
  Ef við vinnum leikinn þá skrifa þeir sömu og væla hér … frábært lið .. 4 sætið raunhæft … SG er snilli …. Hvað bull er þetta ….

 47. Sterling og Allen hafa átt fínan hálfleik. Enrique líka verið þokkalegir. Aðrir verið mjög slakir.

 48. Sæll, Bjarni Már Svavarsson. Sigurður Óli Sigurðsson heiti ég. Þetta voru lang frá því að vera einu “mistök” leiksins. Hvað með þegar Giroud komst einn á móti Reina og skaut með vinstri framhjá? Hefði hann verið gæðastriker væri staðan 0-2. Staðan er 0-1 af því að við höfum ekki nógu mikil gæði. Við værum ekki að tapa með meiri gæðum. Gæðastrikerar slútta, og þá er ekki grátið með að ekkert “falli” fyrir þá. Þeir bara skora.

  Þú mátt vera Pollýanna fyrir mér. En ég man eftir Liverpool liði sem gat eitthvað. Síðan eru liðin mörg ár.

 49. Maður er farin að sjá fingraför BR á þessu liði, mér sýnist við vera að fara í rétta átt , með þessu áframhaldi þá verður gaman að sjá Liverpool spila fótbolta í framhaldinu, Sterling er búinn að vera frábær og Suares stöðugt ógnandi, hann á eftir að seta 1st í dag, ég vil minna menn á að ég hef sagt hér áður að best væri að Gerrard missti fyrirliðabandið, þá held ég að hann fengi smá sjokk og muni spíta í lófa og fara að taka á því aftur, við höfum ekki haft í 2-3 ár fyrirliða á vellinum eins og ég hef sagt nokkrusinnum hér,okkur vantar mann sem lemur okkur áfram og tuðar í dómaranum og hvetur menn áfram og fær anda í liðið,,,, Áfram Liverpool

 50. Það má vel vera að Liverpool sé ekki að spila vel, en so far hafa Arsenal verið að spila mjög vel. Held að Wenger sé mjög ánægður með leik sinna manna. Hafa lokað vel varnarsvæðum og átt hættulegar skyndisóknir.

 51. Downing inn fyrir Borini, þessi Borini ekki alveg að aðlagast eins og ég hafði vonað. Sem betur fer kemur Downing inn, góð skipti

  hehe

 52. Defending against Suarez – as easy as taking candy from a baby!

  Hann er alveg týndur, stjörnuleikmaðurinn okkar.

 53. Það er ljóst að Howard Webb er lélegasti dómarinn á Englandi

 54. ég held nú að dómarinn sé lélegasti maðurinn á vellinum….

 55. Joe Allen er maður leiksins allan daginn… alla daga. Frábær leikmaður.

 56. liverpool eru alveg ævintýralega lélegir og Saurares getur ekki skorað. Þetta veður 8-9 sæti hjá ykkur í ár 🙂

 57. Gætum þess vegna verið með ljósastaur í markinu. Afhverju er Reina svona skelfilegur upp á síðkastið?

 58. Gerrard, Sahin og Borini hefði þurft að taka út fyrir völl og skjóta í hálfleik! Fekkin hörmungarleikur hjá þeim öllum þremur!

 59. Sæll, Bjarni Már Svavarsson. Sigurður Óli Sigurðsson heiti ég, svo að það komi nú skýrt fram. Bara kátur, er það ekki? Er þetta ekki allt að koma, eins og venjulega?

 60. voru menn drukknir í gær. Menn eru svo á rassgatinu að það er alveg grátlegt. Gerrard bara getur ekki hreyft sig, hefur ekkert að gera inná.

 61. Væri til í að sjá Doni inn fyrir Reina og Shelvey inn fyrir Gerrard í næsta byrjunarlið. Aðeins að sjá hvort að það hressi ekki eitthvað upp á þetta. En sá allrabesti í dag í Liverpool liðinu er Allen og svo Sterling á eftir honum!

 62. Þetta er gjörsamlega óásættanleg frammistaða, djöfull eru menn eins og Reina, Gerrard, Suarez og Borini búnir að eiga skelfilegan dag!! það er ekki hægt að kenna eigendum um það! Ef menn geta bara ekki motiverað sig í svona leik þá endum við í 10 sæti..

 63. @80 8-9 sæti þú ert bjartsýnn ég verð nú bara feginn ef við endum ofar en 10 í deildinni. Raunhæft myndi ég segja að við endum í 12 – 16 í ljósi þess að við erum lið með enga framherja og miðjumenn sem ekki skora. En það er gott að FSG sparaði sé 1m punda á deadline day.

 64. Rogders verður fyrsti þjálfarinn sem verður rekin þetta season alveg snildar move að losa sig við hann carroll og halda í hann borini er orðin svo þreittur á þessu metnaðarleisi í þessu liði

 65. Brendan Nutcase fer hamförum í að vera fyrstur að kynna Tiki Taka í ensku knattspyrnunni. Að vísu þarf hann miklu meiri tíma en allir aðrir stjórar, að eigin sögn. Nutcasið þyrfti að fara á eins og eitt námskeið hjá KK í pass and move.

 66. Eru menn í alvöru að væla yfir Reina??? Maðurinn á ekki þessi tvö mrk sem skoruð voru, bæði föst skot nálægt marki og það er ekkert skammarlegt við að verja ekki þessa bolta. Bendið á aðra en Reina þegar kemur að því að finna sökudólg þegar kemur að þessu tapi.

 67. Við erum í 17 sæti af 20 eins og er í deild,,,, en eftir leiki dagsins gætum við endað í 19 sæti…. ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta……

 68. Meirað segja Diaby lýtur vel út í dag..

  Enn veit allavega að Allen er næsta nafn aftan á Liverpool búninginn!

 69. Veita Sterling orðu
  Gerrard og Suarez eru skelfilegir
  Afhverju keyptum við Borini?
  Fyrsti leikurinn hjá Sahin og hann ekki í formi, hann hefur afsökun
  Taka fyrirliðabandið af Gerrard og þá kannski reynir hann að vinna fyrir því aftur
  Doni inn fyrir Reina
  Reka Ian Ayre

  Eitthvað meira?

 70. Ég er nú ekki að fíla mikið af þessu svartsýnisrausi hérna. Þó við séum að tapa fyrir Arsenal heima, þá er spilamennskan að sýna batamerki. T.d. gengur betur en áður að koma boltanum frá vörn til miðju og áfram. Nú er framlínan að kúka á sig meira en miðjan og það er framför frá því þegar bæði miðja og framlína var út á þekju.

  Kveðja úr bjartsýnissólinni.

 71. flott að fá downing inná,það er eins og að fá tólfta manninn inná í lið arsenal

 72. Kostaði Joe Allen virkilega aðeins 15 milljónir pund (ath, ekki kaldhæðni).

 73. 67 mins: Crumbs, this is frustrating, and I’m not even a Liverpool fan. They are doomed to spend six months, or at least until Michael Owen signs, looking to the bench with about half an hour to play and realising there’s nobody there who can make anything better. Jonjo Shelvey replaces Nuri Sahin.
  Guardian

 74. Það er svo fyndið hvað það er alltaf einn og einn hérna inná milli sem er alltaf rosalega bjartsýnn og heldur að allt sé að koma.

 75. Úff. langur og erfiður vetur framundan sýnist manni á öllu. Hvað skyldi meistari Shankly vera að hugsa á fótboltahimninum? Allavega sagði hann þetta eitt sinn við blaðamann sem var eitthvað að tuða:

  Radio Merseyside reporter to Shankly – ‘Mr Shankly, why is it that your teams’ unbeaten run has suddenly ended?’ Shanks replied: ‘Why don’t you go and jump in the lake?

 76. Shelvey er búinn að sýna fram á meiri hættu en Gerrard á þessu korteri sem hann er búinn að vera inná og er betri varnarlega og hleypur betur. Það er aðeins rökrétt að svissa á þeim tveim. Nema náttúrulega Gerrard byrji í á jurftafæði,ofurfæði eða hverju sem er sem virkar og hressi sig vel við enda veitir ekki af.

 77. Sammála nr 106, Ef það er einhver sem passar ekki inní þetta kerfi hjá BR þá er það fyrirliðinn okkar! En það er nokkuð ljóst að menn eru ekki í formi til að klára heilann leik með hápressu og þá sérstaklega ekki á móti Arsenal! Alveg glatað að fá lið í heimsókn á Anfield sem er í krísu með 0 mörk skoruð og allt niður um sig, en auðvitað geta þeir mætt á svæðið verið verri aðilinn megnið af leiknum en samt unnið!! Hvað er að frétta af þessu liði það er eins og leikmenn hafi ekki trú á sjálfum sér. Hvernig í veröldinni gátu menn komið svona óundirbúnir í seinni hálfleikinn!!?? Þetta lítur svakalega illa út og bjartsýnin hjá mér fer þverrandi…………..

 78. ef við hefðum bara keypt 1 stræker
  ef sterling hefði skotið í markið ekki stöngina
  ef coward webb hefði dæmt eins og 1 vítaspyrnu (af 3 sem við áttum að fá)
  þá hefðum við unnið 8-0

  vörnin er ekki góð 7 mörk í 3 leikjum er ekki gott.
  spilamennskan er ekki slæm en það verður erfitt að brjóta niður svona varnarmúra sem arsenik stillti upp
  voru alltaf með 5-7 menn í teignum þegar við nálguðumst hann.

 79. Jæja drulla upp á bak í dag. Þetta verður langt og erfitt season fyrir okkur stuðningsmenn kræst.

 80. Jæja Pollyönnur …. Þið hljótið að hafa séð leikinn í allt örðu ljósi en við hinir, hvort sem það eru spekingar hjá Sky eða fyrrum leikmenn LFC.

  Á meðan lengist bara biðin eftir Englandsmeistaratitli !

 81. Er að elska liverpool “stuðningsmenn” núna. Öll þessi jákvæðni er að fara sjá til þess að þetta tímabil verði skemmtilegt. Held að þetta sé í síðasta skipti sem ég komi hér inná, án djóks, það er farið að vera leiðinlegt að styðja þennan klúbb. Þunglyndið sem fylgir því að renna hér í gegn er alveg ótrúlegt. Ég ætla allavega ekki að detta í þennan pakka.

  “If you can’t support us when we draw or lose, don’t support us when we win”
  – Bill Shankly

  Takk og bless.

 82. Við erum einum færri með Gerrard, hann bara þvælist fyrir !!

 83. Var ekki vitað að þetta tekur tíma? Hundfúlt að tapa svona leik heima en spilamennskan var alls ekki slæm og það eru margir jákvæðir punktar í gangi.

 84. Sammála nr 114

  EF arsenal hefði líka ekki skorað 2 mörk þá hefðu þeir ekki unnið leikinn
  ef liverpool hefði betri leikmenn hefðu þeir unnið leikinn
  ef arsenal hefði gefið leikinn hefðu liverpool unnið 3-0
  ef Suares gæti skorað þá hefðu þeir unnið leikinn

  annars allt dómaranum að kenna!

 85. Carroll er ungur, sterkur, hungraður og erfiður viðureignar. En hann fittar ekki inn í tiki taka leikkerfi BR sem við sáum í dag hvað getur skilað okkur rosssalegum stigafjölda í vetur. Tiki taka? Er búið að normalisera kjaftæði? Kaupum við svona kjaftæði? ekki ég. Vill heldur sterka, stóra og hungraða leikmenn sem gefa allt en eitthvað tiki taka bull.

  Downing er ekki nógu góður fyrir premiere league. Ekki troll. Það er því miður þannig.

  Gerrard er ekki Gerrard lengur. Hann er góður leikmaður með flottan leikskilning en bara ekki lengur Gerrard. Ekki matchwinner.

  Allen er stórkostlegur.

  Sterling lítur frábærlega út. Vona að hann springi verulega.

  Shelvey er að mínu mati einn besti leikmaður LFC í dag. Hann á eftir að eiga þessa miðju næstu árin hjá okkur. Flottur.

  Þetta kemur í næstu leikjum. Hef enga trú á öðru. Þetta verður ekki verra og lánið á Carroll kristallar hversu mikið er að hjá klúbbnum.

 86. Ég held að það eigi að byggja upp nýtt í gegnum Allen og Sterling voru einu sem reyndu að gera eitthvað í dag, Reina er búinn að vera að dala seinustu 2 tíma bil, Gerrard (hristi bara hausinn) Reina, Gerrard og Suarez vita það að þeir eiga fast sæti í byrjunaliðinu, ég held að það muni ekki skipta miklu máli þótt að þeir væru hvíldir í nokkra, ég er allavega kominn með ógeð á þessu tuði í Suarez ef hann myndi sleppa þessu einn leik og láta púðrið í að gera eitthvað við boltann þá mun ég vera sáttur. Ég vill fá Owen aftur sama hvað aðrið seiga og finnast um hann, þá tel ég hann vera skárri kost en það sem er frammi þessa dagana.

 87. Reina – 4

  Johnson – 4
  Enrique – 5
  Agger – 5
  Skrtel – 5

  Allen – 7
  Sahin – 5
  Gerrard – 4
  Sterling – 7

  Borini – 5
  Suarez – 5

  Downing – 5
  Shelvey – 6

 88. þetta er nú farið að fara dálítið í pirrurnar á mér þetta tikkií taka eithvað kjaftæði. Mér sýnist að þannig taktík bíður bara upp á mist og hraðar sóknir á okkur .
  Það þíðir ekkert að vera að tala um Barsa hitt og Barsa þetta við erum ekki með neinn MESSI ásmt nokkrum fleirum.
  Haldið þið virkilega að við séum að fara að gera eitthvað með þessa framlínu eeeeeeeeeeeee nei ég held að margir hér hefðu átt að bíða með að hrauna yfir Kónginn og biðja nú sem studdu hann að vera rólegir, ekki voruð þið það.
  Staðreindin er sú að við erum búnir að spila fimm alv leiki og við sigruðum í aðeins einum þeirra með sjálfsmarki og markatalan 4-8.
  Það er að segja við skorum þrú í fimml og þar af eru þrír heimaleikir og ef menn viðurkenna ekki að eitthvað sé að þá erum við ekki í góðum málum.

Arsenal á morgun

Liverpool 0 – Arsenal 2