Liðið gegn Hearts

Það stefnir allt í fjörugan lokadag leikmannagluggans á morgun en fréttir þessa stundina herma að Andy Carroll sé í London að klára lánssaming við West Ham! Rodgers var nú búinn að segja það vera brjálæði að lána Carroll….

Hann er a.m.k ekki í hóp í dag, ekki frekar en Joe Cole, Spearing eða Charlie Adam.

Liðið er svona:

Reina

Kelly – Skrtel – Carragher – Downing

Gerrard – Allen – Shelvey

Henderson – Morgan – Suarez

Bekkur: Jones, Johnson, Enrique, Agger, Coates, Borini, Sterling.

Adam Morgan fær að byrja í fyrsta skipti sem er frábært mál, um að gera að nýta þessa keppni í slík tækifæri og eins og brot úr heimildarmynd um Liverpool sýnir þá er Morgan hátt skrifaður hjá Rodgers. Stewart Downing er settur í vinstri bakvörðinn og Gerrard, Suarez og Allen eru allir mað í dag. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að stilla þessu liði upp, hvort þetta sé 4-1-2-1-2 eða hvað, ekki að það skipti nokkru máli. Þetta verða áhugaverðir klukkutímar en byrjum auðvitað á leiknum.

Spá: Segi 3-0 og að Morgan setur tvö mörk í dag.

109 Comments

 1. Það verður gaman að fylgjast með Morgan í þessum leik.

  En ég bara skil ekki afhverju við erum að LÁNA Carroll?

 2. Þetta fór eins og mig grunaði að Liverpool myndu ekki taka áhættu á að spila Carrol eða Adam(S). En að lána Carrol get ég bara ekki skilið en það hlýtur að vera að það séu einhver tromp sem hann lumar á og verða gerð opinber á morgun.

  En Babu af hverju heldurðu að Hendo sé á toppnum og Gerrard á miðjunni ?
  Mér finnst þessi miðja líklegri
  Allen Shelvey Henderson
  og sóknin
  Gerrard Morgan Suarez

 3. Ef Carroll er að fara þá hljóta menn að versla einn striker sem er klár að byrja næsta leik uppi á topp. Var ekki talað um að Huntelaar málið væri nánast í höfn? Hann var að vísu að bjóða Afellay velkominn til Schalke þannig að það gæti verið della.

  Þetta lið á annars að salta Hearts, verður fróðlegt að sjá Morgan þarna, hefði samt viljað sjá Sterling inni, hann hefur gott af því að spila slatta framan af hausti meðan lappirnar eru ferskar. Annars sammála nr. 007 í leyniþjónustu hennar hátignar, held, trúi og vona að Rodgers stilli þessu þannig að Gerrard og Suarez séu kantsenterar.

 4. Maður er svo alsæll með BR þessa dagana.

  Hann losar sig við alla þá sem maður pirraðist yfir í fyrra, nema einn sem hann breytir í bakvörð. Snilld.

  Frábært að sjá Morgan fá tækifæri uppá topp með alvöru matara kringum sig.

  Morgundagurinn verður spennandi, vonandi hverfa allir sem nefndir eru að ofan og eru fjarri góðu gamni. Mér dugir svo tveir nýir inn í staðinn.

  En fyrst skal skemmta sér yfir leiknum í kvöld, 4 – 1, Morgan á blaði.
  YNWA

 5. Bond Nr. 5

  Hafði hreinlega ekki hugsað út í þetta og var satt að segja búinn að setja Shelvey þarna fyrst 🙂

  Hef ekki alveg trú á að þetta sé 4-3-3 í dag en auðvitað er Gerrard alveg eins líklegur til að vera fremstur af miðjumönnunum, vona það.

 6. Ef við gefum okkur það að þessir verði allir farnir á morgun

  Fabio Aurelio
  Dirk Kuyt
  Maxi Rodriguez
  Alberto Aquilani
  Craig Bellamy
  Andy Carrol
  C. Adam
  Spearing

  Þá fer þessi hópur nú að verða ansi fáliðaður eins og kannski sést á liðsvalinu í kvöld enda er Lucas meiddur og Sahin og Assaidi ekki löglegir.
  Er þetta þá ekki bara meira og minna restin af liðinu okkar ?

  oflítillhópurtilaðspilaívetur

 7. Djöfull er ég ánægður með að Adams Morgan er í liðinu!

  Ef Carroll fer þá krefst ég þess að Hunterlaar eða Llorente komi í staðinn. Annað væri bara glapræði.

 8. Mér finnst léleg viðskipti að lána Carroll núna, frekar býða fram í janúar, þegar Ba er orðinn meiddur og Cisse hættur að skora og allt í volli hjá Newcastle. Þá munu þeir koma skríðandi aftur og borga það sem sett er fyrir manninn. MARK MY WORDS!

 9. Er Brendan Rodgers ekki nýlega búinn að segja að það sé algjör fásinna og heimska að lána 35 milljón punda leikmann?

 10. “Er Brendan Rodgers ekki nýlega búinn að segja að það sé algjör fásinna og heimska að lána 35 milljón punda leikman”

  Jú svo sá hann Andy spila!

 11. BR að staðfesta það í viðtali að Carroll sé í læknisskoðun hjá Westham. Fer á láni.

 12. Úff, byrjar ekki vel hjá Morgan. Greinilega yfirstressaður strákurinn.

 13. Downing byrjar fínt í bakverðinum.

  Morgan aðeins of ákafur, en held reyndar að hann sé ekki vanur að vera svona úti á kanti. Hljótum að klára þetta dæmi í kvöld fyrir framan fullan Anfield.

  Lítur út fyrir að veða líflegur sólarhringur. Carroll og Spearing að fara, Adam að horfa á leikinn með umbanum sínum. Svei mér ef stórir hlutir eru að fara að henda!

 14. Erum að halda boltanum ágætlega sem er gott. En voðalega getur fyrsta touchið hjá Suarez verið skelfilega lélegt 🙁

 15. Voða gott að vera með 90% pocession ef liðið skorar aldrei ! Hearts betra liðið fyrstu 25 min og átti að fá víti. Úff 🙁

 16. Carroll lánaður til West Ham í vetur, staðfest.

  Jæja…erum við ekki að tala um tvo nýja a.m.k. á morgun!

 17. Suarez kallinn er ekki alveg með á nótunum í dag. Hvað ætli sé að plaga kallinn ?

 18. Svei mér ef Suarez ætti ekki bara að fá að verða eftir í klefanum í hálfleik og dunda sér við að skrúfa hausinn á. Smá reality tékk á kappann.

  Skutla bara Sterling inná og Morgan á toppinn.

 19. Reikna með að þetta komi allt þegar líða tekur á seinni hálfleik. Finnst oft í leikjum sem þessum sem það sé lítill munur á liðum í fyrri hálfleik en síðan kemur munurinn í ljós þegar fætur fara að þreytast.

 20. Ofboðslega litlaus frammistaða hér í fyrri hálfleik – sennilega til marks um áhersluna á Europa League í vetur, allflestir að hugsa um Arsenal held ég!

 21. Þvílík hörmung, lána bara fleiri leikmenn, nóg að hafa bara 16 í vetur. Ojjjjbara !

 22. Maggi, það er ekki hægt að segja svona endalaust, ef leikmenn geta ekki einbeitt sér að leiknum sem þeir eru að spila útaf næsta deildarleik þá geta þeir bara farið að vinna við að lýsa leikjum á sky. Þessi fyrri hálfleikur er bara HÖRMUNG ! !

 23. Djöfulsins væl er þetta hérna….Liverpool mikið með boltann og er að skapa góð færi. Hvað vilja sumir eiginlega að staðan sé í hálfleik? Er 10-0 nóg? Eða er það óásættanlegt?

  “If you´re not gonna support us when we draw or lose…don´t support us when we win”

  YNWA

 24. Eftirtektarvert hvað Hearts menn pressa hátt og með amk 4 menn á okkar þriðjungi. Það fer að draga af þeim í seinni hálfleik og við tökum væntanlega öll völd á vellinum. Geri ráð fyrir að sjá amk Sterling og Johnson koma inn á í seinni hálfleik, spurning hver þriðja skiptingin verður. Ég spái að við setjum 3 mörk í seinni hálfleik en fáum á okkur 1. Ég spái líka að menn hérna á spjallinu verði áfram svartsýnir í kommentum í hálfleik en lagist svo þegar líður á seinni hálfleik.

 25. Stend við 6-1 spána mína, fyrsta markið kemur á 49. mínútu og svo koma þau í röðum frá og með 74. mínútu.

 26. Mjög slakur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum. Mjög áhugavert hinsvegar að sjá Downing í bakverði. Finnst hann búinn að leysa það mjög vel. Suarez ekki alveg mættur í leikinn….. Gaman að sjá Morgan , hann ætlar svo að skora….

 27. Gunnar. Við erum á Anfield og á móti Hearts já við ætlumst til að vinna þetta sannfærandi já ég held ég tali bara fyrir hönd margra.

 28. 44 hættu þá að horfa! Ég skal bara segja þér hvernig leikurinn fór ef það er svona erfitt að horfa á liðið sitt spila.

  Er ég svona rosalega vitlaus að átta mig á því að það tekur smá tíma að koma liðinu upp á þetta kerfi? Er bara ég sem fatta að Liverpool setur ekki allt í botn af ótta við að fá á sig sig útivallarmark?

  YNWA

 29. Skelfilegur fyrri halfleikur hja Suarez. Stjarnan okkar ma fara að rifa sig upp og syna sma gæði.

 30. Vinna sannfærandi… iss … finnst það nú til of mikils mælst með þetta lið. Hearts hafa jú engu að tapa.

 31. Sammála Agli #41
  Finnst sjálfur Liverpool ver’að spila flottan fótbolta og get bara kvartað undan Suarez, enda ætlast maður til meira af honum.

 32. http://www.independent.co.uk/sport/football/transfers/brendan-rodgers-says-andy-carroll-will-not-leave-liverpool-on-loan-and-certainly-not-to-newcastle-8075895.html

  Ég hugsa að ég sé bara sammála Brendan Rodgers, hann er “nutcase” allavega ef hann er ekki með eitthvað í bakhöndinni

  En samkvæmt þessum link þá bara getur ekki annað verið en að það sé eitthvað rosalegt að fara að gerast. Og það verður þá að vera öruggt. Ekki að við fréttum það eftir 2 ár að við vorum næstum því búin að fá eithvaðstórtnafn

  Þetta verðir rosalegir næstu 30 tímar

 33. Fyrst Carroll er farinn þá VERÐUR Rodgers að klára kaup á fullorðnum senter. Það er alveg klárt. Annars verðum við ekki nálægt 4. sætinu.

 34. Gunnar#45, gaman að vita að einhver er yfir sig ánægður með þessa hörmung ! Jafnræði með liðunum, móti miðlungsliði frá Skotlandi, ég krefst allavega meira frá Liverpool football club.

 35. Mér finnst nú menn hérna ansi óvægnir í garð Suarez í kvöld.

  Gott og vel, ekki allt að ganga upp hjá honum í kvöld. Hann er bara þannig leikmaður að í hvert einasta skipti sem hann andar nálægt boltanum er eitthvað líklegt til að gerast. Sjáið t.d. bara “ekkimarkið” hjá Morgan áðan. Einn sentímeter til eða frá og hann væri með assist og helmingurinn af okkur með hann beinstífann yfir þeirri sókn.

  Upphafi seinni hálfleiks annað atvik. Kemur að ég held sending frá hægri væng fyrir framan boxið, Luis stígur yfir hann og platar þannig varnarmanninn, Gerrard fær hann og búmm komnir inn fyrir. Svona listamönnum verðum við bara að sýna þolinmæði.

 36. 51 mér finnst liðið spila mjög vel. Vantar aðeins upp á betri ákvarðanir á síðasta þriðjungnum en annars lítur þetta vel út. Joe Allen er frábær í kvöld og allir að leggja sig fram. Ok við erum ekki 10-0 yfir en það er í lagi mín vegna. Þessi leikur snýst um að komast betur inn í kerfið til að spila betur í deildinni.

  Mín hógværa skoðun

 37. Anskoti er Allen góður og Henderson slappur þarna á miðjunni.

  Vantar eitt stykki Andy Carroll þarna í sóknina. Frekar bitlaust eitthvað.

 38. 17 ára guttinn á að koma Liverpool til bjargar, Sterling að koma inná fyrir Morgan.

 39. Sæl öll.

  Mikið skelfing getur lýsandinn á Stöð2 sport verið leiðinlegur, ef ég væri að hlusta á hann myndi ég halda að Hearst væri a.m.k 2 mörkum yfir og að lið Liverpool væri firnasterkt stjörnumprýtt lið. Allt sem Liverpool gerir er misheppnað og ömurlegt en allt sem Hearts gera er frábært hugmyndaríkt og frábær bolti. Eina skiptingin í þessum leik er þessi helv….lýsandi, myndi frekar horfa á táknmáls lýsingu heldur en þetta. Inn á milli kemur hann með gagnlausar upplýsingar um eitthvað sem manni langar bara ekkert að vita….

  Þangað til næst….YNWA

 40. Bara ekki að trúa því að þeir ætli að komast áfram á einu sjálfsmarki,, erum við að horfa á sama vandamálið og í fyrra…

 41. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við þurfum natural goalscoring striker. Þetta var bara skelfilegt hjá honum og slæm ákvörðun.

 42. Suarez líklega eini framherji í heiminum sem skýtur ekki í þessu færi heldur velur að sóla áfram. Brendan á þokkalega eftir að láta hann heyra það.

 43. Hættiði þessu fokking væli og horfið á leikinn og njótið. Kræst hvað sumir eru leiðinlegir og neikvæðir.

 44. Staðreyndin er einfaldlega sú að Suarez þarf fleiri færi en Andy gamli Cole til að skora. En yfirburðirnir eru að verða miklir og markið liggur í loftinu.

 45. Se þvi miður ekkert mark liggja i loftinu. En 0-0 dugir okkur afram.

  Annars skelfileg færanyting hja suarez, að venju.

 46. Alveg augljóst hver vandinn er…

  Skora og skapa færi – kannski fínt að fá þennan leik, hlýtur að gera menn fókuseraðri á morgun!

 47. tvennt:
  Ég get ekki hætt að brosa eftir að það var staðfest að Carroll væri farinn…
  og vá hvað Jordan Henderson er ómikilvægur spilari!!! Vonandi fer hann líkt og hinir aularnir sem Daglish fékk.

 48. Skítt með þennan leik, skiptir ekki nokkru máli… guttinn hann Sterling er algerlega gjeðveikur!

 49. hahahahaha þetta er svo fyndið og fáránlegt. Af hverju getur þetta lið spilað geðveikan leik á móti ManCity en skíta á sig á móti WBA og Hearts? Alltaf svona, þetta er alveg stórfurðulegt. Vonandi að Nuri Sahin og þessi drauma signing sem kemur fyrst Carroll er farinn.

 50. *** bætt við ***
  Vonandi að Nuri Sahin og þessi drauma signing sem kemur, fyrst Carroll er farinn, geti breytt þessu.

 51. Það þarf ekkert drauma signing eftir að Carroll er farinn. Þegar hann er inná erum við einum færri…

 52. Sagði það áður og segi það enn…vandinn okkar verður ekki leikirnir gegn þeim stóru sem koma framar heldur þeim litlu sem liggja aftarlega…

  En við höldum boltanum fínt, síðasti þriðjungurinn er vandi, eins og síðustu þrjú ár!

 53. Það þarf einhver að fá Reina til að hætta að borða smjör í hönskunum fyrir leiki…

 54. Kræst þvílíkt getuleysi þetta er skelfilegt eigum ekki skilið neitt úr þessum eik þetta er bara til háborinar skammar.

 55. Suarez minn, þú ert algert æði…þó markmaðurinn hafi átt að taka þetta, þá er mér sama.

  Enga framlengingu takk!!!

 56. Vá. Það var mikið.

  Þurftu hressilega vatnsgusu í andlitið til þess að gera þetta almennilega. Vel gert Luis.

 57. maggi það er nu ekki hægt að segja að þetta heart lið se að lyggja aftarlega sko.

 58. Varðandi Andy Carroll að fara á láni, getur ekki bara verið að við séum að fá inn nýjan sóknarmann inn núna í kvöld eða á morgun? Finnst það líklegt.

  Ég að vissu leiti skil af hverju þeir vilja lána hann þar sem þeir eru ekki að fá nálægt uppsettu verði fyrir manninn, kannski telja eigendurnir að lán hjá West Ham muni líka hækka hann eitthvað í verði ef hann stendur sig.

 59. Bjóst allt eins við því að Hearts myndu bíta frá sér enda skoskir tæklarar sem elska að vinna enskt stórlið.

  Hef áhyggjur af Reina, gæti verið að hann vanti meiri samkeppni og haldi sér betur á tánum?
  Aðalmálið er samt að við erum komnir áfram og unnum góðan vinnusigur með spræku og ungu liði!

 60. Að sjá ummælin hérna er skammarlegt.

  Markmaður Rangers gerði verri mistök en Reina. Þessi skot eru ekki uppáhald markmanna, niðri á leggjum.

  Gerrard var verstur að mínu mati, miðað við allt sem hann á að geta og gera.

 61. Afsakið neikvæðnina hér þegar liðið okkar er komið áfram í Evrópu en hvers vegna í fj…… er verið að lána Andy Carroll? Og það til annars Premier league liðs! Það hefði alveg verið not fyrir hann í kvöld, framlínan ekkert að brillera.

  Ég man ekki betur en að BR hafi sagt að það væri fáránlegt að lána Carroll. Sé ekki hvernig þetta kemur Liverpool til góða. Er ekki líklegt að við séum samt að borga a.m.k. hluta af launum hans næsta árið þrátt fyrir að hann sé hjá öðrum klúbbi.

  Fyrirgefið en mér finnst akkúrat ekkert jákvætt við þennan díl.

 62. Flottur bolur sem Suarez var í “Be strong Lucas”

  Svona gera bara legend!

  Komnir í evrópudeildina,stekkjastaur farinn og blámaður sennilega á leiðinni og þeir kunna sko að hlaupa þrælarnir hans Romans.. Veiii

  P.s alls ekki meint á rasískan hátt:)

  YNWA

 63. Brendan var að klára viðtal á ESPN.

  Þar talar hann um að það hafi opnast pláss í liðinu eftir að Carroll fór (svosem engar fréttir) en hann segir að liðið sé með nokkur “target” og ef það býðst þá gæti það farið svo að Liverpool bæti við fleiri en einum leikmanni.

  Næsti sólarhringur verður eitthvað!

 64. Óþarflega spennandi síðustu mínúturnar í þessum leik. Skotarnir börðust vel og héldu sér inni í einvíginu alveg þangað til Suarez sett’ann. Vona að þetta haldi mönnum á tánum fyrir Arsenal leikinn um helgina.

  Varðandi Carroll, þá hefur hann nú ekki beint verið að salla inn mörkum frekar en aðrir í fremstu víglínu hjá LFC svo lánsdíll er hugsanlega góður kostur núna fyrst enginn var að splæsa í að kaupa hann. Samkvæmt frétt Echo þá munu West Ham borga öll launin hans (eru það ekki u.þ.b. 3m punda á lánstímanum?) og greiða um 1mp í lánsgjald.

  Það verður spennandi að sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Sem betur fer á ég lager af F5 tökkum.

 65. Skil vel að BR hafi viljað lána Andy Carroll til að fá inn fljótari og teknískari leikmann sem hentar betur kerfinu. Sturridge væri flottur kostur en ég bíð spenntur á morgun eftir staðfestum fréttum! Það er óhætt að segja að hópurinn sé farinn að taka á sig breytta mynd þar sem hraði og ferskleikinn er í fyrirrúmi. Líst ótrúlega vel á framhaldið.

 66. Tippa á liðið okkar svona í vetur. Fæ ekki betur séð en þetta verði fínasta lið!

  Dempsey (Sterling) – Suarez (Morgan) – Borini (Assaidi)
  Sahin (Henderson) – Allen (Lucas)- Gerrard (Shelvey)
  Downing (Enrique) – Agger (Carragher) – Skrtel (Coates) – Johnson (Kelly)
  Reina (B.Jones)

  Í janúar vill ég einn powerhouse varnarmann og kantframherja til viðbótar.

Hearts á morgun

Liverpool – Hearts 1-1 (2-1)