Hearts á morgun

Það er skammt milli stórra högga þessa dagana. Maður bíður allt sumarið eftir að tímabilið hefjist og þegar það loksins hefst hefur maður varla tíma til að draga andann á milli leikja, auk þess sem leikmannaglugginn lokar á föstudaginn og því er allt morandi í slúðri. Fyrir vikið ætla ég að hafa þetta opinn þráð – við getum rætt bæði leikinn á morgun og slúðrið hérna.

Okkar menn taka á morgun á móti Hearts of Midlothian frá Skotlandi í seinni leik liðanna. Liverpool vann fyrri leikinn á Tynecastle Stadium, 0-1, og því ætti þessi seinni leikur að vera lítið annað en formsatriði. Auðvitað er hættulegt að hugsa svoleiðis og ég vona að leikmennirnir taki þetta alvarlega, en í mínum huga er þetta bara spurning um að klára þennan leik án þess að eyða of miklu púðri í hann og helst ná að hvíla nokkra lykilmenn því Arsenal kemur svo í heimsókn strax á sunnudaginn.

Af okkar mönnum er það helst að frétta að Lucas Leiva er meiddur (fjandinn) og Joe Cole líka (meh). Nuri Sahin er að mér skilst ekki löglegur þar sem hann var ekki skráður fyrir fyrri viðureign liðanna. Jay Spearing spilar væntanlega ekki þennan leik þar sem slúðrið segir hann vera að vinna í því að yfirgefa Liverpool þessa vikuna og sama spurningarmerki má í raun setja við Andy Carroll og Charlie Adam. Stewart Downing virðist hins vegar ætla að vera áfram sem vinstri bakvörður og ég geri ráð fyrir að Rodgers láti reyna almennilega á hann á morgun.

Annars hef ég litla hugmynd um hvað Rodgers gerir á morgun. Hann hvílir eflaust einhverja lykilmenn – ég ætla að giska á vörnina og Gerrard – og vonandi sjáum við Oussama Assaidi í fyrsta sinn. Mín ágiskun er þessi:

Reina

Kelly – Carragher – Coates – Downing

Henderson – Allen – Shelvey

Suarez – Carroll – Assaidi

Sem sagt, Johnson, Skrtel, Agger og Enrique hvíldir, Gerrard, Sterling og Borini líka en engu að síður ætti þetta lið að klára Hearts nokkuð auðveldlega.

Mín spá: 2-0 sigur og svo seljum við Spearing og Adam en höldum Carroll í þessari viku.

Þetta er opinn þráður – ræðið það sem þið viljið.

126 Comments

  1. Agger er í banni fyrir arsenal leikinn og því mjög líklegt að hann spili þennan leik

  2. Af hverju er Agger í banni fyrir Arsenal leikinn? Hefur einhversstaðar komið fram að hann hafi fengið meira en eins leiks bann?

  3. Er aissadi löglegur? Hélt að hann væri það ekki fyrr en í riðlakeppninni

  4. Agger fékk ekki þriggja leikja bann þar sem brotið hans var ekki violent conduct heldur professional foul.

  5. Agger fékk bara einn leik þar sem brotið var ekki ofbeldisfullt. Ég er ekki 100% viss en ég hélt ég hefði heyrt einhvers staðar að Assaidi væri gjaldgengur í þessa umferð. Ef ekki þá tek ég það á mig. Ég er bara farinn að hlakka til að sjá hvað býr í þessum strák.

  6. assaidi er ekki gjaldgengur fyrr en í riðlakeppninni þar sem hann spilaði með heerenveen í unddankeppninni

  7. Það gæti verið góð lausn að skella Downing í bakvörðinn, veit reyndar ekki hvort hann kann eitthvað að verjast en hann ætti að geta verið spennandi sóknarbakvörður.

  8. Held að Downing sé flott tilraun í bakvörð í kerfi Rodgers. Bakverðirnir í þessu kerfi eiga að sækja og í raun báðir í einu. Djúpi miðjumaðurinn á að sópa undir þá og það er frábær kostur sóknarlega að hafa Downing og Sterling t.d. hlaupandi á bakverði, vonandi fáum við að sjá tilraun á morgun gegn Hearts.

    Eins og hoddij segir þá fáum við ekki að sjá Assaidi út af þátttöku hans með Heerenveen í undankeppninni og ég held að karlinn hvíli Suarez í byrjunarliðinu en nýti Borini og reyni að kveikja í honum.

    Varðandi leikmannamál þá er ég sammála Kristjáni Atla varðandi sölurnar og spái því að við sjáum alvöru sóknarnafn fyrir helgina. Það gerist nú oft eitthvað óvænt hjá okkar klúbbi rétt fyrir gluggalokunina, en ég vona þó að svo verði ekki nú!

    Svo held ég að við munum kaupa okkur markvörð til að bakka Reina upp, Doni virðist bara orðinn strætóbílstjóri einhvers staðar og Brad Jones er ekki sú týpa af markmanni sem stjórnar spili líkt og Reina…

  9. Downing spilaði víst helling af leikjum fyrir B’boro í Uefa bikarnum í vinstri bakverðinum og leysti þá stöðu vel og það gæti verið virkilega spennandi að sjá hann og Johnson á sitthvorum kantinum með öfluga kantsóknarmenn fyrir framan sig.

  10. Hvernig lýst ykkur á að fá Walcott frá Arsenal, mikið slúðrað um að samningaviðræður hans við Arsenal gangi illa og að hann sé falur. Walcott er í mínum huga mikið spurningarmerki á hans degi eru fáir betri en honum skortir svakalega mikinn stöðuleika og virkar stundum á mig að hann sé ekki með mikinn leikskilning. Ef að Rodgers kaupir hann þá er hann að fá flottari típu af Dyer frá Swansea og tel ég að þetta gætu orðið hin bestu kaup og það skemmir ekki fyrir að Walcott hefur frá unga aldri verið mikill aðdáandi Liverpool.

    Síðan eru menn mikið að ræða um Sturridge frá Chelsea sem að er kanski fjölhæfari en Walcott og var hann frábær hjá Chelsea fyrripart síðasta tímabils en var talsvert gagnrýndur fyrir að vera eigingjarn og var hann ósáttur við að vera vængframherji vill spila center.

    Hvað segið þið spjallverjar hvorn viljið þið frekar fá til okkar?

    http://visir.is/walcott-sa-naesti-a-forum-fra-arsenal—-samningavidraedur-ganga-illa/article/2012120828863

  11. Nokkuð spennandi lið:

    Reina

    Johnson Skirtle Agger Downing

    Allen Sahin
    Walcott Gerrard Spearing
    Suarez

  12. Ég er á þeirri skoðun að Agger mun spila í svona 50-60 mínútur til þess að halda honum í leikformi og kemur þar með í byrjunarliðið fyrir Carragher og Coates mun spila því hann var mjög duglegur á móti City. Þess má geta að hann vann öll skallaeinvígin sín í þeim leik. YNWA

  13. Downing í vinstri bakvörð er stórhættulegt, aðallega útaf því að maðurinn kann ekki að tækla né skalla boltann, hefur ekkert presence á vellinum líkamlega, kemst ekki framhjá mönnum (sem er möst ef þú ert wingback), er með lélega krossa og það væri hægt að halda lengi áfram

  14. Ég er ekki samála að Downing geti ekki gefið fyrir fannst allt síðasta tímabil bara alltaf vanta einhvern í teiginn til að taka við sendingum frá honum held að hann verði flottur í vinstri bak

  15. Hoddij, ég mæi með því að þú látið Rodgers vita af þessu áður en hann setur han inná völlinn í bakvörðinn.

  16. Ef maður vissi ekki betur, þá myndi maður hreinlega halda að hoddij væri ekki mikill stuðningsmaður Downing. Er reyndar langt frá því að vera sammála honum með Downing í bakvörðinn, en þetta kemur jú bara í ljós.

    Sá það í síðasta þræði hérna inni að að væru í alvöru ennþá til einhverjir sem efast um fótboltahæfileika Lucas, bara svona í alvöru, nei ég meina Í ALVÖRU?

    Svo svona til að hryggja bitra Nallara á veraldarvefnum, sem hafa verið að keppast við það að tala skringilega um Nuri Sahin dílinn okkar og koma fram með einhverja blauta drauma um að LFC hafi borgað einhverjar 10-12 milljónir fyrir dílinn. Sorry to say it, en Liverpool greiðir Real Madrid 1,6 milljónir í lánsfé, that’s it. Og til að hryggja ykkur ennþá meira, æj þarna forkaupsréttardæmið sem þið sögðuð vera ástæðuna fyrir því að Arsenal hættu við dílinn (öfugt við það sem rétt er að Sahin hætti við dílinn), hún er sem sagt hluti af dílnum hjá Liverpool við Real Madrid.

    En til að gleðja þessa sömu Nallara, þá get ég sagt ykkur að ég persónulega vil ekki sjá það að fá Walcott frá ykkur, mín vegna megið þið eiga hann áfram á þessum launum. Vonandi að Brendan sé bara sama sinnis.

  17. Sammála síðasta ræðumann það að gagrýna Lucas hlítur bara að vera það heiskasta sem ég hef heyrt. Maðurinn er búin að vera yfirburðar leikmaður hjá okkur síðustu 2-3 tímabil og eftir að hann meiddist í fyrra þá hrundi bara liðið og gat ekki blautan. Málið með Lucas er að hann er ekki ósvipaður leikmaður en Didi Hamman maður tekur ekkert alltaf eftir því sem að hann er að gera inni á vellinum. En það fer ekkert á milli mála þegar hann er ekki inni á vellinum. Lucas eins og Hamman hefur nefnilega þá eiginleika að gera alla í kring um sig svo miklu betri. Sókninn verður beittari því að þeir hafa ekki jafn miklar áhyggjur af varnarskyldum sínum vegna þess að þeir vita af Lucas fyrir aftan sig. Vörnin verður einnig mikið öruggari því Lucas er að ná að brjóta svo mikið á bak aftur áður en að það skapst einhver hætta. Lucas er bara tæklunar og niðurbrotsmaskína á miðjunni og er alltaf fyrsti maður á blað ef að hann er heill að mínu mati.

  18. SSteinn #19

    Svo svona til að hryggja bitra Nallara á veraldarvefnum, sem hafa verið að keppast við það að tala skringilega um Nuri Sahin dílinn okkar og koma fram með einhverja blauta drauma um að LFC hafi borgað einhverjar 10-12 milljónir fyrir dílinn. Sorry to say it, en Liverpool greiðir Real Madrid 1,6 milljónir í lánsfé, that’s it. Og til að hryggja ykkur ennþá meira, æj þarna forkaupsréttardæmið sem þið sögðuð vera ástæðuna fyrir því að Arsenal hættu við dílinn (öfugt við það sem rétt er að Sahin hætti við dílinn), hún er sem sagt hluti af dílnum hjá Liverpool við Real Madrid.

    Ekki það að ég sé að draga þetta í efa hjá þér en hvar færð þú heimilir fyrir þessu, ég hélt að Mourinho vildi ekki selja hann og því væri engin forkaupsréttur í þessum samningi.

    Vonandi er forkaupsréttur í samningnum því þetta er hrikalega góður leikmaður og ef að hann smellur vel inní liðið og á virkilega gott tímabil þá væri frábært að geta keypt hann.

  19. það er ekki forkaupsréttur segja þeir heldur firsth refusal ef að þeir selja hann eða fá gott tilboð í hann á Liverpool forgang á þau kaup.

  20. Lucas er frábær!

    En hann þarf að hrista af sér þessi erfiðu meiðsli sem hann varð fyrir í fyrra. Hann er ekki samur við sig enn sem komið er, en hann fær allann þann tíma sem hann þarf!

    Okkar sterkasta miðjupar NÚNA er því Allen og Sahin.

  21. það er ekki forkaupsréttur segja þeir heldur firsth refusal ef að þeir selja hann eða fá gott tilboð í hann á Liverpool forgang á þau kaup.

    Sorry, en er það ekki akkúrat forkaupsréttur?

  22. Brendan segir að Lucas sé frá í 2 til 3 mánuði og hugsanlega þarf hann í uppskurð !

  23. Nuri Sahin virðist hafa það sem mér hefur fundist vanta í liðið okkar undanfarin tímabil og það er bullandi sjálfstraust. Virkar algjör leiðtogi.

  24. Steini við erum með forkaupsrett a Sahin EF real vill selja eftir seasonið, það er ekki það sama og forkaupsrettur sem virkar þannig að við megum pottþett kaupa hann eftir seasonið a fyrirfram akveðna upphæð sem er akveðinn þegar lansdillinn er gerður.

  25. Jæja 2 dagar eftir af glugganum og maður vonast.enn eftir 2 leikmonnum.

    Skil ekki ennþa af hverju okkar menn eru ekki bara að reyna stela Sinclair fyrir helmingi minni upphæð heldur en talað er um að þurfi að borga fyrir Walcott eða Sturridge.

    Annars væri eg alsæll með einhvern af þessum 3 leikmonnum sem eg nefndi.

    Það hlytur eitthvað að fara að gerast a næstu klukkutimum. Trui ekki a að þessi gluggi endi an þess að við bætum við okkur ja allavega einum ef ekki tveimur leikmonnum.

  26. Forkaupsréttur er bara forkaupsréttur, þ.e. réttur til að kaupa ákveðinn hlut ef seljandinn ákveður að selja og það þarf ekki neitt að þýða að kaupverð sé ákveðið og í þessu tilviki veit maður ekki hvort búið sé að ákveða kaupverðið. T.d. var samningurinn við AC Milan vegna Aquilani á síðasta tímabili ekki forkaupsréttarsamningur, það var hreinlega kaupsamningur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

  27. Bara svo það sé á hreinu þá er Assaidi ekki í LFC hóp fyrir þessa umferð í UEFA League.

    First refusal er forkaupsréttur, þ.e. LFC getur gengið inn í samþykkt tilboð í leikmanninn.

    Kaupréttur er þegar búið er að ákveða kaupverð og kaupandi getur ákveðið að nýta sér réttinn til að kaupa leikmanninn á því verði á ákveðnu tímabili. Eins og AC hafði með Aqua man en ákvað að nýta sér ekki.

  28. Thessi spearing er nattlega bara alger grautur… Marmeladi og remoladi beikonsnadinn hann hende er ad fara ad spila a morgun og setja hann i samuel ernir! Annars vill eg fa leikmann fyrir lok gluggans og selja svo adam, spearing og carroll ef hann getur ekki notad big andy! Hljotum ad fa 12 mills fyrir adam eg meina hornspyrnurnar hans einar eru thess virdi! Spearing a 3 sidam kannski BIG A a ed 17? Tha erum vid komnir med ChingChing!

    Fridur fedde le grand ut!
    YNWA

  29. Tel að það séu meiri líkur á að ég fari á date með Heidi Klum á morgun en að við fáum 12 millur fyrir Charlie Adam(s)

  30. @ Isak nr. 35. This is Heid Klum. Do you want to go with me to see a film tonight? I am in Reykjavík. Call me.

  31. Sahin er á verulega flottum forsendum hjá LFC og virkar alveg tilbúinn í verkin miðað við það sem lesið er.

    Downing er sennilega ekki það nafn sem hoddij myndi setja á treyjuna sína en auðvitað er það ekki svo t.d. að hann sé lélegur krossari eða komist ekki framhjá mönnum miðað við bakvörð og það er einmitt það sem verið er að hugsa, að nýta hans mikla hraða í overlap framhjá vængmanni sem hefur dregið til sín kantmann og síðan krossa inní.

    Síðan er annað mál hvernig hann getur varist og þar stendur málið og fellur held ég. Miðað við blaðamannafund Rodgers í dag telur hann Robinson ekki tilbúinn, hann þurfi meiri reynslu og þá er bara ekkert vitlaust að prófa Downing vinstra megin, ég alla vega vona að það gangi þannig upp að hægt sé að hvíla Kelly hægra megin…

  32. Hahah nei eg segi thetta utaf ferguson sagdi thetta a sinum tima, en eg myndi telja 5-7m svona raunhæfara verd

  33. Ég veit ekki til þess að ég hafi farið með rangt mál varðandi Downing hingað til (ég er ekki að leita eftir neinni viðurkenningu með það né er ég stoltur yfir því að hafa “kallað” getuleysi hans fyrirfram) en auðvitað vona ég að það sé hægt að nota hann hjá liðinu, það er ekkert lið tilbúið að laga þessi mistök sem við gerðum þegar að við keyptum hann. Það er hinsvegar alveg klárt mál að ef eitthvað lið myndi borga ca helming þess verðs sem við greiddum fyrir hann, þá er hann farinn.

  34. Skrytid samt utaf Downing er drullugodur i fifa og fm..

    Fridur Fedde!
    YNWA

  35. 40, Já, Downing er bara ágætis andskoti í FM. Hins vegar er Carroll alveg nákvæmlega eins og hann var á síðasta tímabili; Latur og getur ekki skorað.

    Vona að hann bæti sig hjá mér eins og hann er búinn að gera upp á síðkastið “in real life”. 😀

  36. Einstaklega loðin vör um framtíð Adam hjá Liverpool.
    Asked about Charlie Adam’s future, the manager said: “Charlie’s a very good player. He’ll be a pivotal part of the Scottish national team going forward. He’s a terrific player with a good left foot, who will score goals and I’m sure he’ll do very well for Scotland

  37. Enn og aftur þá þarf það ekki að þýða að Lucas sé lélegur fótboltamaður þó maður setji spurningamerki hvort hann spili alla leiki þegar hann er heill. Fyrir mér er Allen mun betri alhliða leikmaður en Lucas og ef valið er á milli þeirra tveggja í eina stöðu þá yrði Lucas því miður að sitja á bekknum. Vonandi getum við þó spilað með báða inn á miðjunni en þá er spurningin með Sahin eða Gerrard sem fremsti miðjumaður. Af þessari ástæðu er fullkomlega eðlilegt að maður efist um það hvort Lucas verði alltaf í liðinu (spurningamerki?).

    Við þurfum ekki að vera fávitar eða vanvitar á fótbolta þrátt fyrir þessa skoðun okkar. Ég hef t.d. alltaf staðið með Lucas og líka meðan “sumir” hérna gagnrýndu hann þegar hann var ennþá blautur á bakvið eyrun! En nú má engin efast því bessevisserarnir hafa tekið hann í sátt….

  38. Adam hefur einfaldlega ekkert að gera í þetta lið, miðað við hvað við erum með sterka miðju, og upcoming leikmenn eins og Shelvey. Best fyrir liðið og hann sjálfan að fara, og það veit hann líklega sjálfur.

  39. Svo er ég drullu bjartsýnn á að Downing geti spilað bakvörðinn og komið í hlaup upp kantinn og krossað þegar Sterling/Assiadi/Borini eða hver sem er þarna leysir inn á miðjuna.

    Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta en geri samt: “GO DOWNING!”

  40. Gaman að sjá menn tala um sterkasta miðjuparið Allen og Sahin, aldrey séð þá spila saman, en gaman samt ef þeir eru til +i að skipta á þeim og Gerrard.

  41. Stuart Downing er strax orðinn uppáhalds vinstribakvörðurinn minn.

  42. 47 Ég ætla að vona að Paul Konchesky lesi þetta ekki hjá þér. Sá yrði sár.

  43. Eitt sem ég hjó eftir á þessum blaðamannafundi var að Brendan sagði mjög skýrt að þeir væru að vinna í að ná EINUM leikmanni inn fyrir lok gluggans (A player) og vonandi næðist að klára það.
    Verðum við ekki að vona að það sé einhver massa striker?

  44. Talandi um uppáhaldsbakverði hjá Liverpool. Nú hef ég fylgst með okkar ágæta klúbbi í ríflega 30 ár og ég á mér minn allra mest uppáhaldsbakvörð. Snargeðveikan Íra sem kallaði ekkert ömmu sína. Jason McAteer. Djöfulsin snillingur var sá maður. Ekki besti fótboltamaðurinn en það var nú bara þannig að ef það hreyfðist, þá var það tæklað. Sakna þín Macca II knús í hús.

  45. Islogi 50 ..eg las þyðingu af viðtali við Rodgera fra þvi i dag og þar segir að þeir seu að reyna við 1-2 leikmenn…

    Kemur allt i ljos, eg vonast eftir 2 leikmonnum en verd ekkert sar ef það kemur einn mjog spennandi leikmaður inn.

  46. SSteinn, sem Arsenal maður þá hefði ég alveg verið til í Sahin þar sem að hann er hörkuleikmaður. Hins vegar eru ekki góð viðskipti að borga 7+ millur (lánsgreiðslan og laun) fyrir leikmann sem liðið er bara að þjálfa upp fyrir Real. Það segir sig sjálft að ef Sahin slær í gegn hjá Liverpool þá eru Real aldrei að fara að selja hann á næsta ári, og ef hann floppar þá vilja Liverpool varla kaupa hann.

    Ég myndi frekar vilja kaupa leikmann heldur en að fá að láni, en mér finnst Arsenal þó ekkert endilega þurfa mann í hans stöðu, þess vegna held ég að Wenger hafi hætt við þetta. Hann er augljóslega mjög hrifinn af Sahin sem leikmanni og talaði um það fyrir mörgum árum, en hafði ekki áhuga á að fá hann bara í eitt ár þegar við erum með fullt af leikmönnum í sömu stöðu (Arteta, Wilshere, Diaby, Cazorla, Rosicky, Chamberlain, Ramsey). Við þurfum miklu frekar djúpan miðjumann. Svo ég vitni í Wenger:

    “If we wanted to sign Sahin, we would have done it. Sahin is a quality
    player but he is not a purely defensive midfielder. We have Jack
    Wilshere coming back and he is a similar type of player. If someone
    top-top class turns up, completely defensive, then we will consider
    it.”

    Ef að Walcott vill ekki skrifa undir nýjan samning á eðlilegum kjörum miðað við hans getu þá er besta mál að selja hann. Hann er langt frá því að vera ómissandi. Hann myndi samt örugglega alltaf velja City fram yfir Liverpool þannig að þú þarf varla að hafa neinar áhyggjur af þessu.

  47. Joe lastu ekki það sem að SSteinn sagði

    BlockquoteSvo svona til að hryggja bitra Nallara á veraldarvefnum, sem hafa verið að keppast við það að tala skringilega um Nuri Sahin dílinn okkar og koma fram með einhverja blauta drauma um að LFC hafi borgað einhverjar 10-12 milljónir fyrir dílinn. Sorry to say it, en Liverpool greiðir Real Madrid 1,6 milljónir í lánsfé, that’s it.
    Blockquote

  48. Jú, ég las þetta. Lastu ekki það sem ég skrifaði? Ég skrifaði “7+ millur (lánsgreiðslan og laun) “. Sahin er á mjög háum launum, meira en 100k pund á viku og Liverpool er væntanlega að borga bróðurpartinn af því.

  49. James Pearce á Echo segir að ….

    Charlie Adam set to be sold to Stoke and with exit of Jay Spearing as well that will allow #LFC to finally get Dempsey.

  50. Spurning hvor Charlie Adam sé að missa sig í spenningi vegna leiksins á Twitter (@Charlie26Adam)

    “I am a p***. Love you cristiano”, “I Wanna f*** cristiano” (ritskoðað)

  51. Mér finnst ómannúðlegt að selja menn til Stoke. Burtséð frá því hvað okkur finnst um getu þeirra eða hversu mikið LFC vantar peninga.

  52. Tökum Huntelaar á lokasprettinum…Finiser af Guðs náð…og það er það sem vantar,að klára…Höfum mikið meira að gera með hann heldur en Dempsey…

  53. Joe, „. Sahin er á mjög háum launum, meira en 100k pund á viku og Liverpool er væntanlega að borga bróðurpartinn af því.

    Þetta heitir í flestum tilfellum að taka áhættu og eftir því sem ég best veit þá eru öll liðin að því í dag. Ég veit ekki betur en að þið hafið verið að kaupa Podolski á eitthvað um 11 milljónir punda og eruð að borga honum yfir 120.000 í vikulaun (las þetta einhversstaðar) og svo er örugglega eitthvað signing fee.

    Það þýðir að þið eruð að borga þó nokkuð meira fyrir Podolski (þetta fyrsta ár hans hjá Arsenal) heldur en það sem við erum að leggja út fyrir Sahin. Ég get ekkert sagt um það á þessu augnabliki hvort að Sahin verði góður hjá okkur, en ég get heldur ekkert sagt um það hvort að Podolski verði góður hjá Arsenal og því alveg jafn óskrifað blað eins og Sahin. Staðan er bara þannig í dag að þetta eru launinn sem er verið að borga þessum toppleikmönnum og ef þú ætlar að reyna að vera með að þá verður þú að borga!!!!

    Og þetta bull með að þjálfa leikmann fyrir Real Madrid…. Ef að gaurinn brillerar hjá Liverpool og Real vill ekki selja hann þá átti hann allavega frábært tímabil með Liverpool og vonandi skilað okkur einhverju. Ef hann floppar, er þá ekki fínt að geta bara losnað við hann…. Þú veist að ef að Podolski floppar þá þurfið þið að halda áfram að borga honum 120.000 pund á viku næstu árin 🙂

  54. Auk þess er ég ekki viss um að Sahin myndi vilja fara til baka til Real til að sitja á bekknum ef hann á frábært tímabil hjá Liverpool 🙂

  55. Flestir miðlar hafa reyndar talað um að Podolski sé með 100k á viku, ekki að það skipti öllu máli. Ég hefði alveg viljað fá Sahin, frekar en ekki neinn. Var einfaldlega að tala um að þessi díll var ekki að henta Arsenal vel fyrst að kaupréttur var ekki í spilunum.

  56. ef að þetta er rétt að berbatov sé kominn til fulham
    http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=132388
    þá hugsa eg að það Dempsey komi til okkar á morgun, Spearing fari á lán og svo verður reynt að koma Adam til stók… (vona ekki) leiðinlegasta liðið í deildinni, og þá er bara eftir að reyna að losna við Cole og Carroll til að reyna að ná í Wallcot eða Sturridge… reikna með að þetta sé planið hjá liverpool…

    vona að Adam fari ekki til stók
    vona að Cole fari
    vona að carroll fari ekki neit
    veit ekki með Wallcot.. hann er eins og jójó mjög góður eða ömulegur
    vona að sturridge komi ekki
    vona að Dempsey komi
    Allavega verður þetta spenandi fram á föstudag…

    Ps er búið að ákveða hvenar fyrsta beina útsendingin af pocast verður ?? 🙂

  57. Víða verið að setja út á Reina víða og þetta er dáldið eins og bleiki fíllinn í herberginu sem enginn má nefna. Hvað finnst mönnum hér, er Reina eitthvað að dala? Ef litið er á það hlutlausum augum hefur hann ekki beint verið upp á sitt besta undanfarin 2 tímabil. Held það væri gott fyrir hann að fá allavega sæmilegan markmann til að keppa við. Þessir varamarkmenn okkar hafa ekki beint verið “alvöru”.

  58. Vill sjá þetta lið gegn Hearts…….

    Reina

    Kelly Coates Carra Robbo

    Henderson Allen

    Shelvey

    Downig-Borini-Morgan

  59. Joe, Sahin díllinn hljóðar upp á 5,6 milljónir punda samtals, 1,6 í lánsfé og 4 í laun. Það eru ekki neinar óeðlilegar launagreiðslur og það góða við svona pakka er að ef skiptin ganga ekki upp, þá eru menn ekki búnir að skuldbinda sig í erfiðan 5 ára pakka. Mínusinn er reyndar eins og komið hefur fram, að ef allt gengur upp, þá gæti verið að Real Madrid vildu ekki selja, en þar kemur player power inn og það ættu nú Arsenal menn að þekkja manna best. Engu að síður ef þetta gengur ferlega vel hjá honum, þá er þetta bara assgoti góð fjárfesting.

    Þetta með kaupréttinn held ég að sé fyrst og fremst blaðamannatal, held að það hafi verið uppi á borðum báðum megin (Arsenal og Liverpool) og ekki verið make or break í þessari ákvörðun hjá Sahin. Svo er ég ekki að skilja þetta varnartengiliðs komment hjá Wenger, skilst nú á þeim sem fylgdust vel með þýska boltanum, að hann sé í ansi háum klassa akkúrat í þeirri stöðu. En það er svo margt sem ég skil ekki hjá Wenger, hann hefur líka í gegnum tíðina sannað það að sjónin hans er ekkert of góð (I didn’t see the…).

  60. Var að renna í gegnum slúðrið með kaffibolla í hönd og sá að Llorente er orðaður við okkur ef að við náum að losa okkur við Caroll. Hann er búinn að sanna sig sem einn mesti markaskorari La liga síðustu ár er á fínum aldri og virkilega flottur leikmaður. Er nokkuð spenntur ef að þetta er málið spurning um að taka félaga hans Munain með í dílnum þá ætti hann Maggi að vera sáttur.

    http://www.teamtalk.com/papertalk/8033275

  61. Af hverju að losa sig við Carroll og fá Llorente í staðinn? Eru þetta ekki mjög líkir leikmenn? Hávaxnir, hægir, sterkir o.s.fr.

    Ég vill þá frekar halda Carroll en fá Llorente. Carroll er yngri og hann er að sjálfsögðu enskur.

    Llorente fer þá líka væntanlega fram á e-r himinhá laun…..

  62. Ég hef verið yfir mig ánægður með Rodgers alveg síðan hann tók við starfinu fyrir utan einn þátt og það er Carroll málið. Fæ það einhvern veginn á tilfinninguna að hann sé að reyna að þröngva Andy vini mínum út. Hefði haldið að m.v. yfirlýsingar um að allir fengju séns að það myndi ná yfir Carroll líka. Sérstaklega í ljósi þess hversu mikið hungur hann hefur sýnt í þeim leikjum sem hann hefur komið inn á í og þeim metnaði sem hann sýnir með því að vilja ekki bara fara til einhvers liðs (West Ham í þessu tilfelli) til að taka bara launin, heldur vill hann vera áfram hjá toppklúbbi og sanna sig þar.

    Vona innilega að hann fái sinn séns, mér hefur alltaf fundist Suarez komast betur inn í leikina þegar Carroll er inn á og það er vel hægt að vinna með þennan leikmann í hvaða kerfi sem er að mínu mati. Myndi t.d. mikið frekar vilja sjá Downing fara sem hefur endalausa sénsa fengið og trekk í trekk sýnt að hann á þá ekki inni með vægast sagt pínlegum frammistöðum. Verst myndi mér þykja ef leikmaður eins og Downing sem er ekki með, svo ég vitni í annan spjallara hérna, “neitt physical presence á vellinum og getur ekki tekið menn á” fengi sénsa í bakverðinum.

    Leikmaður eins og Carroll kemur með aðra eiginleika í þetta lið en litlu snöggu leikmennirnir og það gæti verið mikilvægt að hafa slíkt vopn þegar uppi er staðið.

    Annars lýst mér bara vel á þetta, Brendan er grjótharður og ég væri sáttur með kaup á einhverjum af Dempsey, Walcott og Sturridge ef það þýddi að Downing, Spearing eða Adam myndu kveðja.

  63. Nr. 37

    Thad ad mennirnir seu svipad vaxnir segir okkur ekkert um getu theirra. Eg er t.d. nokkud svipad vaxinn og Gerrard. Eg er reyndar 3 arum eldri en vid erum badir farnir ad hægjast talsvert. Eg get hinsvegar ekki blautan i fotbolta en vinur minn Gerrard er nokkud lidtækur. Djøfull væri thad nu samt ad thad ad vera svipad vaxinn myndi thida sømu hæfileika i boltanum!
    Stori munurinn a Carroll og Llorente er ad Carroll sannadi sig i 4 manudi i EPL med NU. Llorente er buinn ad sanna sig ar eftir ar i Spænska boltanum. I fyrra skoradi hann t.d. 29 mørk i øllum keppnum.
    Snæthor segir Ja takk!

  64. wonderkid segir:

    30.08.2012 kl. 09:21

    Af hverju að losa sig við Carroll og fá Llorente í staðinn? Eru þetta ekki mjög líkir leikmenn? Hávaxnir, hægir, sterkir o.s.fr.

    Ég vill þá frekar halda Carroll en fá Llorente. Carroll er yngri og hann er að sjálfsögðu enskur.

    Llorente fer þá líka væntanlega fram á e-r himinhá laun

    Er nokkuð sammála þér með þetta veit ekki hvort að málið sé að fá Llorente hann gæti orðið Morientes sem að ég var fáránlega spenntur fyrir á sínum tíma en hann olli mér gríðarlegum vonbrigðum. Hinsvegar er Llorente búinn að eiga mörg góð ár með Bilbao og búinn að sanna sig sem skorari ár eftir ár á meðan að Caroll átti nokkra góða mánuði með Newcastle og síðan varla söguna meir. Er hinsvegar mikill Caroll maður og hef bullandi trú á honum og held að hann eigi eftir að verða algjört monster í teig andstæðingana ef að hann fær tækifæri til þess að sýna það. Ég vill ekki selja hann til Newcastle á eitthvað klink og ef að við losum okkur við hann þá helst út úr landi svo að hann komi ekki og strýði okkar mönnum. Finnst fráleitt að fara að selja hann til Newcastle á 15-20 mills á meðan að við borguðum þeim 35 fyrir hann þá gerum við okkur að fíflum.

  65. Nr. 75

    Veit ekki hvort þú varst að reyna að svara mér eða ekki…. 37?

    Ég varpaði fram hérna spurningu “Eru þetta ekki mjög líkir leikmenn? Hávaxnir, hægir, sterkir o.s.fr” Líkamlegt atgervi þeirra voru svona augljósir punktar sem allir sjá, en svo var ég að vonast eftir almennilegum svörum frá netverjum sem gæti kannski varpað fram áhugaverðum punktum um hversu líkir, ólíkir þeir eru.

    Hluti af þínu svari var þetta rugl:

    Eg er t.d. nokkud svipad vaxinn og Gerrard. Eg er reyndar 3 arum eldri en vid erum badir farnir ad hægjast talsvert. Eg get hinsvegar ekki blautan i fotbolta en vinur minn Gerrard er nokkud lidtækur

    Er þetta e-r sorgleg tilraun til að vera fyndinn eða sniðugur?

    En ekki misskilja mig, mér finnst Llorente frábær leikmaður og áður en að Carroll kom til okkar að þá vonaði ég lengi að við myndum reyna við Llorente. Sé bara ekki alveg pointið í að fá Llorente inn í staðinn. Þrátt fyrir 29 mörk í öllum keppnum í fyrra að þá er ekkert gefið að hann geri það sama fyrir LFC.

  66. Wonderkid. Ja, thetta var klarlega tilraun til ad vera bædi fyndinn og snidugur og alls ekkert svo sorgleg tilraun. Eg eru buinn ad rekast a thessa setningu adur um ad their seu eins vaxnir og thvi engin astæda til ad skipta Carroll ut og Llorente inn og finnst hun hjakatleg.

    Stori munurinn a thessum mønnum er ad annar theirra er buinn ad sanna sig um arabil i erfidri deild a medan hinn stod sig vel i nokkrum leikjum. Hvad malinu kemur vid ad annars se enskur og hinn ekki se eg bara alls ekki og se enga astædu til ad halda leikmanni bara vegna thess hvernig vegabrefid hans litur ut. Vid eigum nog af homegrown leikmønnum til ad fylla thann kvota.
    Vardandi hvad thu varst ad meina tha get ekki lesid annad ut ur postinum thinum en ad thu viljir Carroll thvi ad hann se hvort ed er alveg eins vaxinn og Llorente en se enskur.

    Af hverju að losa sig við Carroll og fá Llorente í staðinn? Eru þetta
    ekki mjög líkir leikmenn? Hávaxnir, hægir, sterkir o.s.fr. Ég vill þá
    frekar halda Carroll en fá Llorente. Carroll er yngri og hann er að
    sjálfsögðu enskur.

    Vardandi thad hvort thad se nokkud øruggt med ad Llorente muni plumma sig ad tha er ekkert øruggt med thad, ekkert frekar en i ødrum leikmannakaupum. Thad er hinsvegar sens menn taka og ef stjorinn okkar sem er buinn ad gera finustu hluti fram ad thessu telur ad Llorente henti betur i thad leikskipulag sem hann vill setja upp ad tha treysti eg honum til ad taka tha akvørdun fullkomnlega enda talsvert klarari i boltamalunum en nokkur okkar “serfrædinganna” herna uti.

  67. Af hverju eru menn alltaf að spá Carroll í liðið. Reodgers er búinn að gefa út statement í þessum fyrstu leikjum: Carroll er varaskeifa sem eingöngu verður notaður í neyð.
    Vonandi hefur þú rangt fyrir þér með það að hann verður í liðinu og vonandi verður hann seldur!
    Ég er gríðarlega ánægður með það hvað Rodgers er óhræddur við að losa sig við rotin epli og ég er sjaldan ósammála honum, t.d. þetta með að gera downing að bakverði finnst mér vera snilldarhugmynd.

  68. Það er orðrómur í gangi um að Adam Morgan verði í byrjunarliðinu í kvöld.

    Frábært ef satt reynist, hann hefur víst staðið sig frábærlega á æfingum í allt sumar og BR er farinn nota hann sem fyrirmynd fyrir aðra unga leikmenn marka má myndbandið þar sem BR er að skamma Sterling.

  69. Aldrei hef ég séð þýðinguna á rotation player sem “varaskeifa” og held að það eigi ekki við um Carroll. Er t.d. á því að hann byrji leikinn í kvöld og flesta leiki í Europa League og League cup auk þess að fá fullt af mínútum í deildarleikjum. Það hefur verið það sem Rodgers er að tala um “Big Andy” og um leið lýst yfir ánægju með vinnusemi hans og karakter, sem er by the way það nákvæmlega sama og Dalglish, Clarke, Gerrard og Woy hafa gert. Þetta er strákur sem leggur sig fram og virðist heldur betur vilja spila fyrir Liverpool FC, allt hjal um vandamálapakka er hlægilegt í dag enda ekki komið upp atburður síðan hann mætti á Melwood!

    Svo ég er sannfærður um það að málflutningur Rodgers er hárréttur, hann er ekki að fara að selja Carroll nema verulega gott tilboð komi í hann, sem ég tel algerlega óvíst í alla staði, sérstaklega þar sem AC hefur þegar talað um að hann ætli ekki til West Ham. Svo ég spái því að Andy spili í kvöld og verði í hóp á sunnudag.

    Charlie Adam fékk sterk skilaboð á blaðamannafundi í gær, en hann er að upplifa drauminn á Anfield og alls ekki víst að hann vilji kveðja hann. Adam er gríðarlega vinsæll á Melwood, heiðursmaður fram í fingurgóma og telur sig geta sannað sig fyrir Brendan Rodgers. Ég útiloka það alls ekki að hann vilji vera áfram á Anfield og satt að segja vill honum ekki svo illt að senda hann til Stoke City. Hins vegar er hann lykilmaður í sínu landsliði og þarf að hugsa fyrir því. Hann hefur ekki verið glaður að vera utan við hóp á sunnudag og því hef ég trú á því að í hans kolli sé meiri vafi en hjá Andy.

    Einhvern veginn hef ég samt trú á því að þeir báðir hafi hug á að dvelja fram í janúar hið minnsta…

    Og hvað ef það er rétt? Blaðamenn virðast á einu máli um að við þurfum að selja til að kaupa. Ég vona samt að Sahin-pakkinn frábæri ýti við stjórninni okkar og menn taki sig til og bæti allavega einum leikmanni við. Reynslan er sú að það er ansi ólíklegt að klára díl á einum sólarhring nema að mikið sé um pening í vasanum og þess vegna held ég að við fáum ekki óvænt nafn inn í okkar umræðu fram að kl. 22 á morgun.

    Miðað við að Berbatov sýndi sitt rétta eðli í gær og sveik ítölsk lið til að þiggja hærri laun hjá Fulham þá tippa ég á að Dempseymálið verði klárað óháð sölum og það verði okkar kostur.

    Tel algerlega vonlaust að reikna með að við klárum einhver “megakaup” á næstu 33 klukkutímum með klink í vasanum, hvað þá ofurkaup eins og Llorente frá liði sem á fullt af peningum eftir risasölu.

    Mitt gisk er að Adam og Carroll verði áfram og Dempsey verði keyptur.

    Joe Cole fer á lán með klásúlu um kaup, Spearing verður seldur, Pacheco fer frítt til Spánar og Danny Wilson og Nathan Ecclestone verða lánaðir, vonandi til meginlandsins eða Portúgal í stað kick and run boltans í neðri deildunum…

    Sjáum til!

  70. Svei mér þá ef ég sest ekki inn á górilluna niður í bæ og fái mér einn kaldann og burger með leiknum í kvöld. Eftir City leikinn er komin meiri spenna í mann að horfa á Liverpool leiki. Fyrir þá sem eru ekki Liverpool aðdáendur þá þýðir spenna og bjartsýni ekki það sama. Ég er ennþá hæfilega bjartsýnn á þokkalegt gengi Liverpool í vetur og þetta verður ekki veturinn sem við vinnum titilinn. Bara svo það sé á hreinu því það er farið að verða pirrandi hvað stuðningsmenn annarra liða skilja þetta illa.

    Þetta er ósköp einfalt með Sahin. Hann valdi Liverpool fram yfir Arsenal út af óbilandi hatri hans á einum mest óþolandi knattspyrnumanni sögunnar, Lukas Podolski. Þetta hafði ekkert að gera með hverjir eru fyrir hjá Arsenal í þessari stöðu hans, hann er fjölbreyttur leikmaður og getur spilað víða á miðjunni. Þetta er fín tilraun hjá Liverpool. Við höfum held ég ekki fengið leikmann lánaðann síðan Anelka kom hérna um árið, ef ég man rétt. Megið endilega leiðrétta mig ef ég er að gleyma einhverjum. Liverpool er búið að brenna sig á því að kaupa leikmenn dýrum dómi sem hafa verið góðir hjá öðrum liðum en ekki virkað eins hjá Liverpool. Kannski er bara einhver bölvun á Liverpool, hver veit. En Sahin á eftir að sanna sig og vonandi verður hann bara brilliant og sér hvað það er frábært að spila fyrir Liverpool og fer fram á sölu. Arsenal menn ættu nú að vita það að þeirra átrúnaðargoð, Thierry Henry sagði eitt sinn í viðtali að það væri enginn leikvöllur eins gaman að spila á eins og Anfield. Það hlýtur að brenna 🙂

  71. @Snæthor SH

    Hávaxnir, hægir, sterkir o.s.fr þetta “o.s.fr.” í endann átti semsagt að vera allt annað sem er líkt með þeim, ekki aðeins líkamsbygging og hraði. T.d. eru þeir báðir hörku skallamenn og nýtast báðir vel í föstum leikatriðum hvort sem er í vörn eða sókn. En Llorente er greinilega betri finisher.

    Við skulum samt ekkert vera missa okkur yfir þessu, þetta er náttúrulega bara slúður 🙂

    En af hverju ætti Llorente að passa betur inní hugmyndafræði BR?

  72. God spurning. En thad er allavega thad sem BR virdist telja. Annars er thad vafalitid tilkomid vegna thessa d Llorente er vanur ad spila thennan sendingar bolta. Bilbao toku sig ju til og løbbudu yfir United heima og heiman i vor an thess ad svitna.

  73. Maggi, Rodgers kallaði Andy Carroll “cover player” og ef það er ekki hægt að þýða það sem varaskeifa þá veit ég ekki hvað:

    http://www.guardian.co.uk/football/2012/aug/29/brendan-rogers-andy-carroll-liverpool

    The manager added: “You don’t need to be a rocket scientist to see that Andy has been a cover player for us. He has been excellent in terms of his attitude and his acceptance of where he is at but, for us as a football club, and I am talking generically here, I’m not sure we are in a position to have £35m players as third choice strikers or wingers who might be on £5m-£6m a year. I don’t think the football club is in that position. This is the challenge that I have to work something but it is not going to be done overnight.”

    Ég held að þetta sé það hreinasta sem hann hefur talað út um þetta. Við sem fílum Andy Carroll verðum bara að sætta okkur við það að Andy Carroll er ekki inni í plönum stjórans og er alveg örugglega á leiðinni frá okkur, hvort sem það verður í þessum glugga, janúar eða næsta sumar. Þá er bara málið að reyna að fá sem mestan pening fyrir hann.

  74. Varðandi Llorente þá held ég að við getum algerlega gleymt því. Hann er með 36 milljóna evra buyout klausu og samkvæmt @GuillemBalague á twitter ætlar Bilbao ekki að selja hann undir því verði. Og ég held að það skipti ekki nokkru máli hvort við seljum Carroll eða ekki þá erum við aldrei að fara að borga ca. 30 milljónir punda í leikmann núna.

  75. Verdur gaman ad sja leikinn i kvold og vonandi klarum vid thetta. Annars er eg ad vona ad vid naum ad losa okkur vid Spearing, Adam, Joe Cole til ad hreinsa af launaskra fyrir 1-2 lidtaekari einstaklingum.

    Hvad Carroll vardar hef eg a tilfinningunni ad hann eigi eftir ad reynast okkur vel i vetur ef hann aetlar ad vera afram og berjast fyrir saeti sinu. Hann er ekkert ykja galinn fotboltamadur thott hann se af gamla skolanum. Hann tharf bara tima til ad komast inn i nyjan leikstil og fyrir thjalfarann ad fa tru a tvi ad hann passi i kerfid. Thad myndi allavega fullkomna nidurlaegingu King Kenny ef BR myndi hreinsa ut 35m mistokin med tvi ad selja Carroll a 15m.Vonandi fyrir King Kenny ad thad gerist ekki.

    Her i UK er mikid um ad menn gefi ut baekur og/eda heimildarmyndir um allan skapadan hlut. Eg vaeri til i ad fa heimildarmynd um sidustu 5 daga fyrir lok leikmannagluggans fyrir 18 manudum tegar Carroll og Suarez komu inn fyrir Torres/Babel. Eg er buinn ad klora mer til blods yfir tvi hvernig i fjandanum menn foru ad setja 35m i Carroll thegar Aguero var keyptur a 3m meira skommu sidar. Mindboggling!

  76. Og eitt enn (afsakið fjölda póstið, ég er alltaf of fljótur að senda inn), slúðrið á teamtalk.com um það að Llorente sé á leiðinni er tekið upp úr sorpritinu sem skyldi aldrei nefnt á nafn. Þannig að þið sem eruð að spá í þessu, gleymið þessu.

    Held að þeir sem séu á óskalistanum núna og yrðu væntanlega keyptir ef tekst að selja einhvern séu Dempsey og/eða Walcott og þar með myndi þessum transfer glugga vera lokað.

  77. Það virðist nokkuð ljóst að Andy Carrol er á leiðinni í burtu. Hann átti skelfilegt fyrsta tímabil hjá klúbbnum en náði sér aðeins á strik í lok tímabils. Ég er alveg sáttur vð að selja strákinn ef við fáum betri mann í staðinn.

    Fyrir mig fáfróðan um spænska boltann, þá virðist mér sem Llorente sé svipaður target striker eins og Carroll ? Er það vitleysa ?

    Og varðandi mögulegar viðbætur í hópinn.
    Dempsey, já takk. Bætir sóknarleik liðsins bæði á vellinum og markaðlsega í vesturheimi

    Walcott, úff, í alvöru ? Theo Walcott ? Ég er ekki að deyja úr spenningi og allra síst ef það verður eitthvað big money move. Finnst hann allt of oft taka rangar ákvarðanir. En hann er auðvitað ungur og allt það…

    Spurning hvort BR reyni að ná í einhvern tæklara í ljósi frétta af Lucas, ekki síst ef litli Jay verður seldur.

    Draumamove er að inn komi maður sem klári flest þau færi sem hann fær. Alveg sama hvað hann heitir eða hvað hann kostar. Tryggvi Guðmundsson for all I care. Bara maður sem skorar úr þessum aragrúa færa sem liðið er að fara að skapa sér í vetur 🙂
    Koma svo !!

  78. Í sama viðtali talar Rodgers um það að hann sé búinn að velja 11 manna byrjunarlið er það ekki? Coverplayer tók ég sem rotationplayer en hingað til hafa menn notað backupplayer í þeirri kreðsu. Rodgers notar ekki orðið rotation, leggur það hugtak til hliðar.

    Inntak mitt er því það sama, Suarez er greinilega settur upp á topp hjá Rodgers núna en ég er alveg sannfærður um að það kitlar Carroll að berjast áfram um þá stöðu, Luis er ekki að byrja vel í færunum og það er alveg séns hjá þeim stóra að grípa tækifærin sem munu gefast mörg. Vel má vera að hann verði seldur fyrir stóran pening en þá er ég alveg sannfærður um það að við sjáum ekki stórt nafn í sumar, heldur verður sá peningur bara lagður á bók.

    Adam virðist hins vegar á förum, nú er talað um “nokkur” lið í Úrvalsdeildinni sem hafi boðið 5 milljónir punda í hann og sennilega finnur hann þá lið sem vill nýta hann, ég tippa á Aston Villa en vona að það verði ekki Everton!

    Það held ég að þýði Dempsey, sem allir vita að ég skil ekki áhugann á, inn fyrir gluggalok en væntanlega ekki meir.

    Því miður valdi Affelay að fara til Schalke í eitt ár, ég virkilega vonaðist eftir honum og Sinclair farinn til City. Þá finnst mér ekki margir kostir eftir í vængsenterinn okkar…en sennilega þurfum við þá að bíða bara þar til í janúar, Rómin okkar verður ekki byggð á þessu eina sumri!

  79. Við þurfum ekki einhverja vængframherja eigum nóg af þeim, þurfum hins vegar slúttara sem skorar 20 mörk í deild á hverju tímabili. Fyrr náum við ekki markmiðum okkar. Finnst kröftum Suarez afar illa varið sem fremsta manns.

  80. Hvernig væri að taka Moneyball á Didier Drogba eða Anelka?

    -Eru mögulega of stórir bitar fyrir Shanghai, gætu farið frítt.

    Langsótt, en báðir geta spilað í EPL og skorað 20 mörk á tímabili. Sofandi.

    Há laun þó…

  81. Samkvæmt helstu pennunum úti þá eru Liverpool menn að kaupa Samed Yesil frá Leverkusen, þetta er 18 ára strákur sem skoraði 19 í 21 leik með undir 17 ára landsliði Þýskalands.
    Talið er að Liverpool borgi 1 mp fyrir strákinn, þetta ætti að flokkast undir góða fjárfestingu.

  82. 92 Aldridge

    Það væri svokallað “SHOCK MOVE” ….. og bara snilld

  83. Loksins er kominn endir á þessa leiðinlegu transfer sögu. Samed Yesil, velkominn til LFC!!!!!

  84. Eg er buinn ad klora mer til blods yfir tvi hvernig i fjandanum menn foru ad setja 35m i Carroll thegar Aguero var keyptur a 3m meira skommu sidar. Mindboggling!

    Það er nú búið að fara í gegnum þetta dæmi ansi oft, en allt í lagi að gera það einu sinni enn. Menn einfaldlega verða að fara að átta sig á því að kaupverðið er bara hluti af pakkanum þegar verið er að fá nýja leikmenn og stundum er kaupverðið bara lítill hluti. Það er himinn og haf á milli fjárfestingar City í Aguero og fjárfestingar Liverpool í Carroll. Samkvæmt bestu heimildum á sínum tíma þá gerðu báðir leikmenn 5 ára samninga við sín lið og því lítur reikningsdæmið með launum og öllu svona út í kostnaði fyrir liðin:

    Andy Carroll: 50.600.000 pund
    Sergio Aguero: 96.500.000 pund

    Það sem sagt munur um helmingi á þessum tveim leikmönnum þegar kemur að kostnaði.

  85. Vissulega gríðarlegur munur á launum en munurinn er líka sá að Aguero tryggði City Englandsmeistara titilinn sem seinasta skotinu á leiktínni í fyrra.

  86. Ég væri samt til í að sjá alvöru tilboð í Howard Webb. Það gæti gert gæfumuninn í vetur að vera með slíkan mann í liðinu, eins og að vera með 12 manninn inná.

    Efast samt um að að Man U vilji selja.

  87. Haukur Logi @82 ef ég þekki þig rétt verða þessi köldu fleiri en 1 með börgernum 🙂 vertu ekki svona hógvær drengur!

    Annars að leiknum, ég á von á því að við vinnum 3 – 0 og Carrol með tvö (þ.e.a.s. ef hann spilar á annað borð, einhver ungur og graður tekur það þriðja!

    Góðar stundir!

  88. Ein smá spurning hérna…á einhver þokkalega lítið notaðan F5 takka handa mér? Gæti þurft að skipta um hann á morgun nefnilega…..

  89. Spearing víst að fara til Bolton á láni. Töluvert sáttari við það en að selja hann.

  90. Tekið af Twitter:

    Rumours circling of Liverpool signing Yesil for £1m.
    ‘Steal’ is an understatement for a player of his talent. 56 goals in 63 apps since ’10

    1m. punda ( Plís ekki vera bara annar Ngog)

    Twitter:
    @ragnarsson10

  91. Svo rætt sé um Aguero. Sá er besti vinur Maxi Rodriguez og reglulegur gestur á Merseyside, leist óskaplega vel á England….EN!

    Hann vildi bara fara til liðs í Meistaradeildinni alveg eins og Gael Clichy, Ashley Young, Phil Jones o.s.frv.

    Það var raunverulegur áhugi á Aguero en áðurnefndur launakostnaður og sú staðreynd að hann vildi spila í CL drap það dæmi.

    Það verður líka að sköðu stöðu liðsins og sjá hverjir vilja koma þangað. Yaya Toure er launahæsti leikmaður Englands því þannig fékk City hann frá Barca og við erum ekki tilbúnir í þennan leik, þ.e. að launatékkar skipta ekki máli.

    Ekki vitlaust t.d. að skoða muninn á Henderson og Meireles sem fóru um á síðasta ári fyrir sama pening í innkaupum. Skv. heimildum er Henderson með 35 þúsund pund á viku en Meireles 95 þúsund. Þegar við berum saman þessar 52 vikur þessara tveggja þá hefur Henderson kostað í launum 1,8 milljónir en Meireles 4,9 milljónir. Svo getum við borið saman hvað þeir munu kosta á fjórum árum og þá erum við að tala um 7,2 milljónir hjá Hendo og síðan 19,6 hjá Meireles. Ef við hefðum verið tilbúin að greiða Meireles þessi laun væri hann enn. Nýjast er svo það að hann neitar að fara til Ítalíu nema að fá pottþétt sömu laun…a la Joe Cole!

    Svo er líka annað sem kemur inní sem er t.d. þóknun til umboðsmanna og árangurstengdir bónusar. Kjaftasagan var að umbi Aguero hafi fengið 7 milljónir punda frá City, á meðan kostnaðurinn við Carroll var 750 þúsund…en þetta eru bara kjaftasögur og ekki staðfestar…

  92. Það er mjög líklegt að Carrol, Adam og að sjálfsögðu Spearing verði ekki á leiknum í kvöld. Ef að Carrol spilar ekki í kvöld þá er það nokkuð ljóst að hann sé að fara á morgun og Liverpool taki ekki áhættu á meiðslum.

  93. Enn á ný fá Manunited skíta riðil í CL, Braga, Gala og Cluj.

    D-riðillinn dauðariðill.

  94. Veit einhver hvort leikurinn í kvöld er sýndur á Stöð 2 sportrásunum? Það stendur bara Útsending frá leik í forkeppni Evrópudeildarinnar á heimasíðunni hjá þeim en ekkert nánar um hvaða leik.

  95. @Kalling nr. 92. Þú sást í gegnum mig gamli 🙂 Þeir verða fjórir pottþétt 🙂

  96. Var inna stöð2.is og þá stendur að leikurinn er sýndur á Stöð2sport klukkan 20:00, byrjar leikurinn ekki klukkan 19:00?

  97. Klukkan hvað byrjar leikurinn það stendur klukkan 8 hjá stöð2 en 7 hjá liverpool.is

  98. Leikurinn er í beinni á sport 3 kl 19:05

    ?@HoddiMagnusson
    @hoddij LFC vs Hearts verdur sýndur beint á Sport 3 kl. 19.05

  99. Sky Sources: West Ham close to agreeing season-long-loan deal with Andy Carroll

  100. @105 “Enn á ný fá Manunited skíta riðil í CL, Braga, Gala og Cluj.”

    Ef ég man rétt þá átti riðillinn sem þeir fengu í fyrra að vera walk in the park og við munum allir hvernig það fór.

  101. Confirmed #LFC team: Reina, Kelly, Carragher, Skrtel, Downing, Allen, Henderson, Gerrard, Shelvey, Suarez, Morgan.

    nokkuð spennandi lið. Downing í bakverði, Henderson/Gerrard hægra meginn og Morgan toppur.

  102. Framhald

    Subs: Jones, Johnson, Enrique, Agger, Coates, Borini, Sterling.

  103. Nu logar allt um það að Carroll fari til west ham a lani ut seasonið en þeir kaupi hann a 17 kulur ef þeir halda ser uppi. Hvernig er það fær Rodgers þa þessar 17 kulur fra eigendunum til að eyða nuna eða missum við Carroll og faum ekkert i staðinn?

    Best að hann fari fyrst hann er ekki i aætlunum stjorans en ekkert vit i að lata hann fara ef er ekki til peningur fyrir öðru i staðinn

  104. það er verið að sína úr Pepsi deildinni núna á Stöð 2 Sport… hann klárast kl 19:45 þannig að Liverpool leikurinn er sýndur á Sport en klukkutíma á eftir kickoff

  105. Ben Smith ?@BenSmithBBC
    Liverpool striker Andy Carroll is in London to finalise a season-long loan move to West Ham. No commitment to buy.

    Nú klóra ég mér í kollinum. .

  106. Fáránlegt að lána Carroll ef það er engin kaupklásúla.. Trúi því ekki fyrr en ég sé það

  107. Ef að Suarez og Borini eru báðir meiddir þá eigum við hvað marga framherja? Fyrir utan Morgan sem er nýhættur að nota pampers þá er ekki einn einasti backup. Upp með veskið kanar og sýnið í verki að þið ætlið eitthvað með klúbbinn. Ef við lánum Carroll og fáum engann í staðinn þá er það mikið metnaðarleysi. Come on Reds

  108. vorum nú að kaupa samid yesil, getur ekki skitið mikið meira en large piece of shit AC

  109. Er þetta 3-5-2 kerfi?
    Morgan Suarez
    Allen Gerrard Shelvey
    Downing Henderson
    Carragher Skrtel Kelly
    Reina

    Að leikmönnum þá vona ég að J.Cole finni sér nýjan klúbb, skilst að Spearing sé farinn eða er að fara, Adam og Carroll hugsanlega. Ef Dempsey kemur í staðinn fyrir þessa þá held ég að liðið er í góðum málum þangað til í janúar.

Opin umræða – Mánudagur

Liðið gegn Hearts