Opin umræða – Mánudagur

Jæja, ágætis helgi að baki. Okkar menn lyftu sér upp úr fallsæti eftir heilar tvær umferðir og jöfnuðu Tottenham og Sunderland að stigum. Það eru þrír dagar í næsta leik og lítið að frétta á mánudegi annað en að við bíðum frétta af meiðslum Lucas (allir fingur krosslagðir og allar tær líka, koma svo!). Við uppfærum þessa færslu ef þær fréttir reynast alvarlegar. Annars erum við í síðustu viku gluggans, næsti föstudagur er deadline-day og maður andar djúpt þangað til sú geðveiki rennur upp.

Þetta er opinn þráður – ræðið það sem þið viljið.

131 Comments

 1. Mér finnst spilamennska liðsins í fyrstu leikjunum, líka með hliðsjón af síðasta tímabili, öskra á framherja (markaskorara). Væri til í Leandro Damiao en það eru draumórar. Sennilega vilja þeir losa sig við Carroll áður en bæti í framherjasveitina???

 2. Eftir leikinn í gær er maður aðeins bjartsýnni á tímabilið, liðið getur alveg spilað fínan fótbolta. Það sem helst vantar upp á eru meiri gæði á kantinn, þetta segi ég vegna þess að 17 ára strákur er í dag hættulegasti kantmaður Liverpool FC. Í ljósi þess hlýtur Brendan að bæta við einum góðum kantmanni fyrir lok félagsskiptagluggans. Sá kantmaður þarf að búa yfir hraða, tækni og falla inn í Tika Taka leikkerfi Brendan.

  Samkvæmt fréttum er Scott Sinclair á förum frá Swansea, vill ekki skrifa undir nýjan samning og á einungis ár eftir af núgildandi samningi. Talað er um að City sé að kaupa hann fyrir 6 milljónir punda, það er ekki mikill peningum fyrir 23 ára enskan landsliðsmann sem á bara eftir að bæta sig hjá réttu liði þ.e. Liverpool, hjá City spilar hann max 15-20 leiki.

  Brendan og Liverpool hljóta að horfa til Sinclair, verðmiðinn er ekki hár, leikmaðurinn þekkir stjórann og hefur spilað undir hans stjórn í 2 ár. Sinclair er um 10 marka maður á tímabili auk þess að leggja upp fjölda marka. Hjá Liverpool myndi hann labba inn í byrjunarliðið og styrkja það mikið eins og staðan er í dag.
  Koma svo Liverpool stelum honum fyrir framan nefið á City, það væru skýr skilaboð um metnað.

 3. Nú missti ég af þessu atviki þegar Lucas meiddist því spyr ég leit það út fyrir að vera alvarlegt ?

 4. Væri til í að taka tottenham á þetta og bjóða bara 6.5 í sinclair 😀 … hann getur ekki verið verri en Downing (því miður)

 5. Leikurinn í gær…….

  Heilt yfir er ég mjög sáttur með spilamennsku liðsins í gær….
  Héldu boltanum vel og flott spil á köflum..

  Einstakir leikmenn:

  Sterling: Ja hvað skal segja um þennan pilt, mér fannst bara eins og við værum komnir með Walcott á kantinn ( þeas. Walcott með HEILA ) Stóð sig frábærlega og á ekkert nema hrós skilið fyrir frammistöðu sína í gær, (Hefði klárlega átt að eignast assist þegar Borini klúðraði deddara í þeim fyrri) Miklu meiri ógn af honum heldur en Stuart Downing…

  Martin Kelly: uhhh… enn og aftur finnst mér Martin Kelly vera að valda mér vonbrigðum, finnst hann vera svo mikill staurfótur og það sést svo vel í 1 markinu hjá Shitty, fær hann á lærið og er allt of seinn að bregðast við…. Eitt það fyrsta sem manni er kennt í fótbolta er að vera ávallt á tánum, maður hefur það á tilfinningunni að Kelly greyið sé alltaf með takkanna grafna ofan í grasið, ( Vill frekar sjá drenginn sem DC heldur en bakvörð).

  Skrtel: Hetjan og skúrkurinn….. Skoraði frábært mark, ennnn… átti í raun 1 markið sem við fengum á okkur líka, boltinn kemur fyrir, Reina öskrar á boltann en Skrtel flikkar honum yfir Reina, á Kelly og búmm.. mark… Og svo var seinna markið algjörlega gjöf að hans hálfu,, en við eigum Agger inni og eiga þeir 2 eftir að vera feikna sterkir í vetur..

  Joe Allen : MOTM allan daginn, var með hvað 94% sendingargetu í leiknum, þvílík kaup… 15 millur hvað, þessi drengur á svo eftir að borga það til baka, og er í þokkabót bara 22 ára…( Carrick kostaði 18 og Anderson 20 ) hmm… Og við yfirborgum… Frábær leikur hjá pilti.

  Shelvey: Fannst mér standa sig vel í gær, hef miklar mætur á þessum dreng og er ánægður með að Brendan Rodgers er sammála mér að hafa Shelvey á undan Adam og Henderson í goggunarröðini.. Var svo nálægt því að smella honum upp í samskeytin….

  Borini: Veit ekki alveg hvað mér á að finnast um hann, er ansi hræddur um að ef við ætlum að taka það alvarlega að klóra í þetta 4 sæti þá þurfum við á einum NATURAL GOAL SCORER að halda.. En hver það á að vera… veit ég ekki…

  Suarez: Aukaspyrnan… snilld….. Var nokkuð líflegur í leiknum en hefur alveg átt betri daga. Sama má eiginlega segja um GERRARD var duglegur gaman að sjá baráttuna í honum, en hefur alveg verið betri….

  Þess má til gamans geta að Liverpool stilltu upp sínu yngsta x11 síðan 2003 og voru betri en ríkjandi Englandsmeistar.. #FutureisbrightatANFIELD

  Og inní liðið eiga eftir að koma Agger úr banni, Enrique fully fit( sá drengur hefur samt sem áður fyrir fyrir mína parta bara til áramóti til að sanna sig fyrir mér, var svo agalega lélegur eftir xmas í fyrra að það náði engri átt)

  Plús þetta sagði Rodgers í gær að vonaðist til að fá ,, LEIKMENN ,, inn fyrir lok gluggans þannig að vonandi gerist eikkað spennandi í vikunni..STRIKER OG LEFT WING BACK.. takk fyrir..Til að hada Enrique í samkeppni.

  En annars bara áfram Liverpool
  Fáum inn 1-2 leikmenn í viðbót og losum okkur við Adam,Cole og Spearo og náum þessu umtalaða 4.sæti…

  Leiðinliggurbarauppávið

  Twitter: @ragnarsson10

  YNWA

 6. Ég hallast að því að við þurfum nauðsinlega á 2 mönnum að halda í hópinn okkar góða. Bakvörð og striker. Enrique var góður í fyrra fyrstu 3 mánuðina en svo var hann helsti veiki hlekkurinn okkar í liðinu og endaði sem algjör vonbrigði. Vonandi að hann verði frábær á þessu tímabili. Fyrsti maður inn í bakvörðinn eg Johnson eða Enrique detta út er Kelly og við vitum allir hér að hann er einfaldlega ekki nógu góður í þessari stöðu. Því tel ég nauðsinlegt að fá þokkalega solid bakvörð sem getur leyst stöðuna vel.
  Luis Suarez á ekki heima á efst uppi á topp og nýtur hann sín miklu betur á öðrum hvorum vængnum þá helst vinstri finnst mér, og mín skoðun er sú þó ég sé enginn sérfræðingur – að okkur bráðvantar skorara sem er á aðeins hærra caleberi en Borini. Mig langar frá innstu hjartarótum að Andy Carroll smelli inní kerfið hjá Rodgers og skori í hverjum leik…mig langar það svo sannarlega, en ég hef því miður ekki mikla trú að því að það gerist. En ef Suarez verður frá í einhvern tíma í vetur og Carroll verður eins og lappalöng belja á svelli þá verðum við að treysta á Borini einan og mér finnst það einfaldlega ekki nóg fyrir LFC. Ég er verulega bjartsýnn á veturinn og fíla BR í tætlur…fannst æðislegt að sjá BR fagna innilega þegar Skrtel skoraði þetta frábæra mark.
  Þetta verður gott season.
  YNWA 🙂

 7. Nú hljótum við að þurfa að selja áður en e-ir fleiri verða keyptir. Skv. fréttum fóru 5 milljónir í lánið á Sahin og hann er ekki á neinum slor launum.

  Spearing hlýtur að fara núna og líklega Adam líka. Svo er spurning með Carroll, það er ljóst að hann fer ef viðunandi tilboð fæst í hann, þá er eins gott að Rodgers og félagar séu með striker lænaðan upp sem replacement. Einhver á ynwa.tv spjallinu segir að búið sé að komast að samkomulagi um Huntelaar við Schalke en ekki gott að segja hvort það sé eitthvað til í því…

 8. Er Sinclair með klásúlu í sínum samningi eins og Joe Allen?Eina ástæðan fyrir því að Liverpool gat keypt hann er af því að samningurinn hans var gerður þannig.Annars má Rodgers ekki eiga við neinn Swansea mann í Ár(2012-2013)

 9. Til að styrkja hópinn ennfrekar þurfum við að losa okkur við leikmenn…

  Spearing, Adam, Cole og Carroll líklegir til að fara.

  Bolton virðist hafa einhvern áhuga á Spearing, Newcastle á Carroll en meira er ekki vitað.

  Hef enga trú á því að Rodgers sé að hugsa um að fá inn annan vinstri bakvörð. Hann talar spænsku eins og innfæddur og kemur Enrique aftur á rétta braut.

  Vissulega vantar okkur markaskorara; Huntelaar, Lewandowoski, Loic Remy og Damiao. Allt leikmenn sem myndu styrkja byrjunarliðið hjá okkur Efast þó stórlega um að við fáum að sjá einhvern af þeim í LFC treyju í vetur.

  En okkur vantar stórkostlega markavél í klúbbinn!

  Væri svo draumur í dós að fá einnig inn fljótann kantframherja; Gaston Ramirez, Affellay, Belhanda eða Boudebouz. Svo einhverjir séu nefndir. Menn sem geta gert usla með hraða sínum og þora að taka menn á og myndu henta í leikkerfið hjá Rodgers.

  Allavega spennandi að sjá hvað gerist þangað til að glugginn lokar, sérstaklega þar sem að Rodgers sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri að reyna að styrkja hópinn ennfrekar fyrir lokun… og hann talaði í fleirtölu 🙂

 10. Ennþá hrikalega ósáttur að fá bara 1 stig á móti meisturunum en ánægður með hugarfarsbreytinguna á leikmönnunum eftir leikinn á móti WBA og vonandi er þetta það sem koma skal í vetur.

  En seinasta vikan í silly season byrjuð og Rodgers gaf tóninn með þessum ummælum eftir leikinn í gær.

  The players just need help. We lost players in the summer and we were only able to bring in a few to replace those. If we’re going to strengthen, then hopefully we can get a few more in

  Hvaða menn sjáiði fyrir ykkur að séuð á innkaupalistanum ?
  Varla er það markmaður nema þá þessi Jack Butland frá Birmingham sem var orðaður við liðið um daginn, þetta er strákur sem mun ef til vill berjast við Joe Hart um markið hjá Enskum á næstu árum.

  Vörnin er nægilega góð að mínu mati bæði í bakvörðunum og miðvörðunum.
  Miðjan er orðin flott með Gerrard, Lucas, Sahin, Allen, Shelvey og Henderson.
  En sóknarleikurinn okkar er ennþá of brothættur og erfitt að stóla á Suarez í allan vetur og sérstaklega þar sem að hann virðist betri í að skapa hlutina heldur en að klára þá sjálfur.

  Ef við náum að bæta við okkur 1-2 sóknarþekjandi leikmönnum þá verð ég nokkuð sáttur við þetta sumar.

 11. Er ekki bara málið að spila Skrtel frammi? Hann er ekki í vandræðum með að skora, og þá eru minni líkur á að svona sendingafeilar hjá honum kosti okkur mörk…

  … just sayin’…

 12. sælir, það er allt að ganga upp sem ég bað um ….. Sahin kemur inn fyrir Shelvey og Allen kemur inn fyrir Lucas ( enda klassa betri á allan hátt , nema sennilega er Lucas betri í skallaboltunum)
  þá eru öll meðaljónin farin sem ég bað um að ætti að gefa, ekki sendu þið öll bréfin mín til Brendan Rodgers ??
  Shelvey út , Henderson út , Downing út Adam út, Spearing út, Carrol út Kelly út ( hverjum finnst hann góður) og nú síðast Lucas út ( vara fyrir Allen)…. Suarezvonbrigði dagsins ( fyrir utan markið) og Kelly kom upp um sig enn og aftur, Borini sennilega bara Downing no 2 því miður, sé ekkert í honum sem við getum notað á væng, tekur ekkimenn á en er svakalega duglegur og viljugur, það vantar ekki……….Allen langbestimaður vallarins í gær

 13. siguróli kristjánsson #13
  Ég held að það taki engin mark á þér lengur eftir svona comment.
  Lucas út og Shelvey út.

  Shelvey er klárlega framtíðar kóngur á miðjuna hjá okkur með Allen og Lucas.

 14. já sammála , Shelvey ömurlegur í gær og úff veit ekki hvernig síðasta tímabil hefði endað ef Lucas hefði verið með úff úff við værum að tala um að rétt sleppa við fall ….
  Legg til að númer 13 sjái um kaup og sölur 🙂

 15. 9#

  Rodgers má fara á eftir mönnum hjá Swansea sem er verið að bjóða í, þannig ef shittí býður í hann þá má hann gera það líka, fyrir utan það auðvitað að hann braut þetta samkomulag (sem var að því mér skildist bara heiðursmannasamkomulag, ekkert annað) með Joe Allen. En við erum ekkert að fara að stela leikmanni frá þeim, getum ekki boðið sömu laun.

 16. Er Gerrard ekki fínn kostur sem kantframherji í þessu liði, minni varnarskyldur og gætum notað hann meira.

 17. Ekki eru menn ennþá að lesa komment Siguróla hérna, hvað þá svara þeim??

 18. Ben #10

  “Væri svo draumur í dós að fá einnig inn fljótann kantframherja; Gaston Ramirez, Affellay, Belhanda eða Boudebouz. Svo einhverjir séu nefndir. Menn sem geta gert usla með hraða sínum og þora að taka menn á og myndu henta í leikkerfið hjá Rodgers.”

  Oussama Assaidi var akkúrat keyptur til að leysa nákvæmlega þetta vandamál, spurning hvort að hann sé á sama leveli og þessir leikmenn sem þú telur upp, það verður bara að fá að koma í ljós, ég er allaveg virkilega spenntur fyrir þessum dreng.

  Ajax voru víst á eftir honum og þegar Ajax er á eftir leikmanni sem er að spila með lakari liðunum í Hollandi er alveg klárt mál að það er ekki leikmaður sem getur ekkert í fótbolta, ég ætla bara að fá að vitna í komment sem var sett fram í færsluni um hann.

  Ingólfur segir:
  16.08.2012 kl. 21:30

  Þar sem enginn virðist vita neitt um þennan strák, ætla ég að skrifa nokkrar línur um hann.

  Fyrst og fremst er þetta er frábær leikmaður. Spilaði hjá Heerenveen á vinstri vængnum (er hins vegar réttfættur) og hefur verið algjör lykilmaður þar. Boltatæknin hans er ótrúleg og hans aðalsmerki. Fáranlega kreatívur – sennilega sjaldan séð jafn skapandi leikmann. Býr til færi og mörk upp úr nákvæmlega engu. Hann er ekkert sérstaklega hraður (hann er mun hraðari MEÐ en án bolta) og er fisléttur.

  Persónulega hef ég fulla trú á að Assaidi geti blómstrað undir stjórn Brendan Rodgers. Hann er þannig leikmaður að hann verður að spila fótbolta á jörðinni, annars lendir hann í vandræðum. Stuðningsmenn félagsins geta búist við því að sjá allt öðruvísi leikmann en þeir hafa áður séð á Anfield.

  Þetta hef ég að segja um hann eftir að hafa æft og spilað með honum veturinn 10/11 – og fylgst með honum síðan þá. Í hverjum einasta félagsskiptaglugga hefur hann verið eftirsóttur af Ajax og PSV, en einhverra hluta hefur það aldrei gengið.

 19. Assaidi er wild cardið hans BR. Vonum að hann verði betra wild card en sá sem Ferguson fékk (Bebe).

 20. Bond , hárrétt hjá þér hann er framtíðarmaður, þá kemur hann inn þegar hann er orðinn góður, ekki fyrr
  Lucas er ekki orðinn klár og Allen er klassa betri í dag
  liðið má ekki byggjast upp á tilfinningum eða vænt um þykju eða hann var svo góður í fyrra
  fyrstu 11 er 11 bestu í dag…..ekki framtíðar, eða fortíðar

 21. Sko. Úr svona leik eins og liðið sýndi á sunnudaginn, þá tekur maður bara það jákvæða. Við vorum að mæta best mannaða liði deildarinnar og ríkjandi deildarmeisturum í öðrum leik á tímabili þar sem vitað er að það muni taka nokkra leiki að ná fram hugmyndum nýs þjálfara. Niðurstaðan úr leiknum er jafntefli þar sem Liverpool var betra liðið á vellinum og allir fjölmiðlar sammála um að Man City hafi verið ljónheppnir að fá 2 mörk í gjafapappír.

  Hver nennir að vera að tuða yfir einhverjum punktum sem hefðu getað farið eitthvað betur ? Mörk LFC voru frábær og spilamennskan var á köflum afbragðsgóð. Joe Allen var frábær, Raheem Sterling var frábær (ég meina 94 model,come on) og mér fannst líka flottur andi í liðinu og menn virkilega að leggja sig fram um að spila þann fótbolta sem BR vill að þeir geri.

  Ríkjandi deildarmeistarar voru stálheppnir að ná stigi á Anfield. Ef að liðið nær að byggja ofan á þetta og fari vonandi að slátra liðum á Anfield í stað endalausra jafntefla, þá er það mjög jákvætt.

 22. Þótt ég voni að Lucas verði ekki mjög lengi frá þá er ég einhvernveginn mun rólegri yfir því núna þegar við erum komnir með Nuri Sahin og Joe Allen sem báðir geta coverað þessa stöðu. Ef hinsvegar að Jay Spearing væri varamaðurinn myndi ég slökkva á sjónvarpi og netmiðlum allan þann tíma sem Lucas yrði meiddur, fara upp á fjöll og vera þar. Leikurinn i gær var afbragð ef frá eru talin þessi tvö mistök sem gáfu af sér tvö mörk á okkur. Þetta var grátlegt tap en aftur á móti var spilamennskan til fyrirmyndar og guð ég sem efaðist Joe Allen. Maðurinn var hrein snilld sem og allt liðið.

 23. 20 Ísak

  Assaidi gætu orðið frábær kaup, en þau gætu líka allt eins klikkað.

  Þess vegna verðum við að kaupa annan, fljótann kantmann með svipaða eiginleika og ég nefndi hér að ofan. Flest liðin sem við eigum að vera að keppa við í deildinni hafa marga möguleika í þessar stöður. Við höfum Cole, Assaidi, Downing, Borini, Sterling.

  Cole er búinn.
  Assaidi “gæti” orðið frábær
  Downing hefur ekkert sýnt hjá LFC
  Borini er meiri framherji þó hann sé vinnusamur.
  Sterling er 17 ára.

  Svo mætti kanski telja Suarez með en eins og staðan er í dag, þá spilar hann upp á topp.

 24. Kristján, sástu Shelvey á móti Hearts ???
  wonderkid, hvað af þessum mönnum sem ég hef nefnt í gegnum tíðina, hef ég haft rangt fyrir mér, að þínu mati ?

 25. Farðu nú að þegja Siguróli. Á móti Hearts spilaði Shelvey ekkert það illa eins og þú vilt meina auk þess var hann að spila með Adam og Spearing, í gær með Allen og Gerrard á móti Englandsmeisturunum og stóð sig mjög vel. Hann er 20 ára og á eftir að verða betri. Ég skal koma með þér í grátkór Shelvey þegar og ef hann á það skilið.

 26. Jæja 4 dagar eftir af glugganum og eg held að það eigi eftir að fara fleiri felagsskipti i gegn a þessum 4 dogum hja liðunum i evropu heldur en hafa farið i gegn hinar 12 vikurnar.

  Svona er minn draumur. Spearing, Adam og Carroll úr og inn með Dempsey og Huntelar. Vill bara losna við Carroll þvi Rodgers virðist ekki með hann i plonum sinum.

  Nu ma flugeldasyningin hefjast þvi eg ætla að fa mer kók og nammi og refresha eins og enginn se morgundagurinn fram að lokun gluggans

 27. Ansi er ég hræddur um að það eigi eftir að enda fyrir Lucas eins og Essien.

 28. Hverning væri að hafa næsta podcast í beinni útsendingu þegar leikmannaglugginn lokar þannig að allir geta sent á ykkur linka um slúður og þið sjamttað á því þangað til við erum búnir að selja 3 og kaupa 2….

  Veit samt ekki hverning þið takið þetta upp, og þekki ekki hverning það er að streima svona beint á netið….

  Ef þið getið ekki streimað þessu beint, spurning hvort að þið þekkið ekki einnhvern sem þekki einnhvern sem getur komið ykkur í beina útsendngiu á útvarpstöð svo hægt væri að hlusta á þetta og fylgjast með á netinu…

  Allavega hugmind…. hvað segið þið um það ?

 29. Hermann Hreiðarsson að fara að falla í sjöunda skiptið á leikmanna og þjálfaraferlinum. Núna sem aðstoðarþjálfari Ír.. Hlýtur að vera heimsmet

 30. Er ég einn um að vilja skipta um fyrirliða hjá LFC ??? Finnst vera komin tími á kallin að hann setjist á bekkinn hjá Carra og njóti lífsins þaðan. Leifum yngri mönnum að spreyta sig.

 31. Arnar björn. Eg styð að það verði bein utsending a fostudag. Fra Kristjani atla og felogum. Skal glaður liggja i sofanum i marga klukkutima og hlusta a þesaa fagmenn a fostudaginn. Væri lika gaman ef við hinir votleysingarnir gætum hringt inn með eitthvað hressandi og þess hattar.

 32. tigon ofl.besta miðja Liverpoolí dag er Allen, Gerrard og Sahin,þetta er miðja fyrir 4 efstu sætin……..Lucas, henderson og shelvey, eru svo back up…..en helst vill ég að Henderson verði back up fyrir Johnson og Kelly seldur

 33. Borini á að spila á toppnum ekki sem vængur í 4-2-3-1 kerfi. Suarez er enginn klárari og á að spila á vængnum. BR fattar þetta einhvern daginn.

  Ég væri mjög ánægður að sjá flesta af Carroll, Adam, Spearing og jafnvel Downing selda í þessum glugga ef við getum fyllt upp skarð í öðrum stöðum í staðinn. Þarna eru þrír miðjumenn sem allir spila fleiri leiki með varaliðinu í vetur en aðalliðinu og svo sóknarmaður sem mun aldrei komast inn í leikkerfi BR.

  Það sem kemur í staðinn yrði svo þriðji maðurinn í stað Carroll í sóknina (ég vil sjá Sturridge frá Chelsea þar sem hann er álíka flinkur að skapa færi og Suarez og mun betri að klára færin).

  Síðan yrðum við að fá “framtíðar-cover” fyrir Reina og títt nefndur Butland yrði til umræðu þar. Er smá hissa að enginn hefur minnst á markvarðarstöðuna því það þarf bara meiðsli hjá Reina og þá erum við eiginlega með vandræði sem myndi kosta vörnina slatta af mörkum.

  Svo vildi ég sjá betri “cover” í bakvarðarstöðunum þar sem BR sýndi það í síðasta leik með því að færa Johnson í vinstri bakvörð að við höfum ekki mikla breidd þar. Hægri bakvarðarstaðan er að mínu mati betra dekkuð með Kelly og Johnson klára, en Kelly er meiðslum hrjáður einstaklingur sem kannski er ekki hægt að treysta á (fyrir utan að vera DC að upplagi).

  Lykillinn að einhverns konar ferli er Andy Carroll. Ef við náum að losa hann út í kringum 20m er nokkuð ljóst að BR mun fá sér framherja og vonandi fylla upp í bakvörð/markið að auki.

  In BR we trust!

 34. Kannski Rodgers andi ögn léttar með stöðu vinstri bakvarðar eftir að hafa náð í Nuri Sahin, sá á víst samkvæmt aðstoðarþjálfara Real Madrid Aitor Karanka að geta leyst þá stöðu þokkalega.

 35. Er töluvert stressður yfir fréttum af okkar mikilvægasta miðjumanni Lucas Leiva. Það væri þvílíkt áfall að missa hann aftur í löng meiðsli núna þegar hann er að koma aftur eins þar sem hann í fullu formi ásamt Allen, Sahin og Gerrard hefur möguleika á að mynda rosalega miðju, bæði varnarlega og sóknarlega.

  Að eiga Shelvey og Henderson til vara er síðan mjög öflugt og enn sem komið er Charlie Adam líka. Það gefur okkur mjög góða breidd eins og Shelvey sýndi um helgina þegar hann kom inná gegn meisturunum og stóð sig mjög vel.

  Það er vissulega frábært að Allen og Sahin eru komnir á Anfield og það gefur okkur rúmlega helmingi betra cover varnarlega heldur en Spearing gat boðið á síðasta ári í fjarveru Lucas. En ef það er ennþá einhver sem skilur ekki (eða vill ekki skilja) mikilvægi Lucas Leiva þá er líklega spurning um að fara bara að hunsa þá meistara, það sjá það nú líklega flestir sem fylgjast með fótbolta og sérstaklega Liverpool að fjarvera hans er mjög þungt högg fyrir Liverpool, líka á þessu tímabili þó miðjan sé orðin töluvert sterkari. Vonum það besta.

  Hvað leikmannamarkaðinn varðar þá efast ég um að kantmaður sé á dagskrá, nema einhver fari. Skil ekki alveg fréttir sumarsins af Clint Demsepy og held að þau kaup verði nú kláruð á endanum. Fjölhæfur varnarmaður kæmi mér heldur ekki á óvart. Tippa á að þetta verði málið í þessari viku svo lengi sem engin stórlax kveðji okkur. Sala á t.d. Carroll myndi þýða kaup á sóknarmanni í staðin.

 36. Babu minn, það er bara kominn betri leikmaður í stöðu Lucasar, hann heitir Joe Allen.og þú hefur bara 1 í einu í þessarri stöðu…..og það er Allen, hann er betri á öllum sviðum fótboltans, nema skalla einvígi í fyrsta bolta á miðjunni,þar er Lucas fremri.
  og Lucas getur illa spilað aðrar stöður í liðinu vegna vankanta hans sóknarlega….Gerrard og Sahin eru svo mínir fyrstu kostir með Allen

 37. Siguróli, þetta comment um að hunsa var auðvitað fullkomlega beint til þín, erum svo ósammála um fótbolta greinilega að það er spurning um að vera sammála um að vera ósammála. En ef við miðum bara við Swansea í fyrra er klárlega pláss fyrir Lucas í liðinu (með Allen) þegar hann er heill og raunar held ég að hann verði fyrsta nafn á blað. Ef við miðum við Swansea í fyrra þá er Allen aðeins frjálsari og framar en aftasti miðjumaður (sópurinn) sem var Leon Britton einn besti og mikilvægasti leikmaður Swansea í fyrra. Þar er Lucas okkar langbesti kostur í dag.

  Allen er auðvitað mun betur nýttur sem miðjumaður sem stjórnar hraðanum á miðjunni og verður vonandi ekki lengi fastur sem aftasti miðjumaður hjá okkur.

 38. Líst vel á spilamennskuna hjá liðinu, gefum BR tíma. Róm var ekki byggð á einni nóttu og Liverpool er ekki í betra standi en Róm var…

 39. ef Allen er eins góður og þú segir fyrir framan Lucas,þá er það snilld, en þá ertu með Gerrard eða Sahin út úr stöðu.!!!!!!!
  ertu sammála eða ásammála mér að Allen sé betri en Lucas á öllum sviðum, nema skallaboltum (varnarlega)?
  tek það ekki nærri mér, hótunin um að hunsa mig…..hef séð það svartara hér
  staðreyndin er samt að allir þessir leikmenn sem ég hef verið að hallmæla hér ,eru komnir á bekkinn, nema Lucas……það er það eina sem skiptir mig máli, þetta snýst um Liverpool ekki mig eða þig…..þessir menn á bekk, þýðir að Liverpool verður sterkara í ár en í fyrra,vona svo innilega að ég þurfi ekki að byrja að nöldra hér að Borini sé ekki Liverpool maður, heldur Downing 2 = average

 40. Hver er spá manna fyrir næstu daga, hverjir eru líklegir til að koma og hverjir eru líklegir út ?

  Ég segi að Spearing verði látin fyrir 2-3 millur.
  Adam fer trúlegast, gæti séð Everton eða Villa fara á eftir honum.
  Carrol verður seldur til Newcastle seint í vikunni.

  Inn kemur sóknarmaður og þeir sem eru á milli tannana á fólki núna eru þeir Klaas Jan Huntelaar sem er á seinasta ári á samning og í viðtalið ætlar hann að sjá til hvað hann gerir, það er talað um 15-17 millur fyrir hann.

  http://sulia.com/channel/english-premier-league/f/1821c4cd-7682-4a7a-ba36-42dff17cf771/?source=twitter

  Svo er það Daniel Sturridge hjá Chelsea sem að mikið orðaður við LFC núna og er verið að tala um 15 millur fyrir hann. Mjög hæfileikaríkur strákur sem margir segja að sé svo eigingjarn en er það ekki bara eitthvað sem að við þurfum núna ?
  Suarez og Borini virðast vera skapandi leikmenn og því væri ekki vitlaust að fá einn sem vill klára þetta.

  http://www.mirror.co.uk/sport/football/transfer-news/liverpool-transfer-news-daniel-sturridge-1282579?utm_medium=twitter&utm_source=twitterfeed

  Dempsey held ég að muni ekki koma nema að þeir taki Adam eða að þeir lækki verðið niður fyrir 8 millur.

 41. @siguróli kristjánsson….. flott hjá þér að koma með skoðanir en bara að láta þig vita það eru öllum drullu sama hvað þér finnst… ég vona innilega þín vegna að þú sért fullur yfir tölvuni ( samt ekki annars væriru desperate ) en annars veistu bara ekkert um fótbolta. og ja það er fyndið að lesa hvað þú ert að segja með þá lucas og shelvey.. lucas er bara besti miðvallarmaður í sinni stöðu í dag í liðinu( ég veit ekkert hvernig hann Sahin er) shelvey á framtíðina fyrir sér og er einungis 20 ára gamall og á eftir að verða töluvert betri.

  Allen er sendingarmaður og vinnusamur líka. Allen átti frábæran leik seinast á móti Englandsmeisturum City.

  Lucas er ekki sendingarmaður hann er vinnusamur og vinnur við að “breaka” sóknir annara liða niður og þetta eru tvær stöður sem eru ekki það sama og ekki hægt að bera saman. og þar af leiðandi ekki hægt að bera þessa tvo leikmenn saman við hvorn annan.

  Besta liðið okkar í dag:
  Reina
  Johnson Agger Skrtle Enrique
  Lucas
  Allen Sahin/Shelvey
  Gerrard Súarez Borini/Downing/(sterling)

  þetta er mín skoðun

 42. Allir komnir á bekkinn sem þú hefur verið að tala um? Ertu þá að tala um Henderson sem allir eru sammála um að spilaði aðeins of stóra rullu í fyrra (þó flestir hafi mikla trú á honum og afskrifi hann alls ekkert sem leikmanna næstum því strax), eða Spearing sem allir vilja fyrir utan byrjunarlið Liverpool? Charlie Adam þá eða 20 ára gamlan Shelvey?

  Það er kannski stórsigur fyrir þig að sjá þessa menn ekki lengur í byrjunarliði, djöfull varstu klár að benda okkur á þetta. Til hamingju með að Lucas er jafnvel frá í rúmlega tvo mánuði.

  Það er fínt að samkeppnin sé aftur orðin meiri og ungu strákarnir fái ekki eins stóra rullu þó það sé líka jákvætt að eiga svo sterka menn til að koma inn og skila sínu, eins og Shelvey gerði í síðasta leik. Það koma mjög líklega nokkuð margir leikir í ár sem þú færð tækifæri til að drulla áfram yfir Henderson og Shelvey því þeir verða örugglega oft í liðinu.

  Ég er alls ekki sammála þér að Allen sé betri leikmaður en Lucas á öllum sviðum nema í því að skalla boltann, náðir þú þessu bara á City leiknum?. Hef reyndar ekki séð eins mikið af Allen eins og ég hef séð af Lucas (ekki frekar en þú) en þori að fullyrða að Lucas sé betri að flestu leiti varnarlega. Hann er líka góður í að skila boltanum frá sér og er með svipað sendingahlutfall og Allen, ættu að passa frábærlega saman. Sahin myndi síðan að mínu mati fullkomna það tríó og þá miðju langar mig að sjá.

  Gerrard er auðvitað að fara spila þarna líka enda verður þessum mönnum e-ð rúllað milli leikja eins og í öllum stórum liðum en hann langar mig að sjá framar á vellinum með semi frjálst hlutverk og litlar varnarskyldur.

  Það er verið að styrkja miðjuna í sumar enda lentum við í meiðslavandræðum þar í fyrra og þurftum að treysta á menn sem voru ekki alveg tilbúnir í svo stórt hlutverk eins lengi og farið var fram á.

  p.s. sorry en ég trúi þér ekki alveg þarna í lokin, held að þú getir einmitt ekki beðið eftir því að geta nöldrað yfir Borini 🙂

 43. Hvaða djók er þetta Sturridge dæmi? 15 milljónir punda fyrir hann?

  Það er næstum meira djók en 35 milljónirnar fyrir Carroll…

  Myndi frekar vilja fá Dempsey en Sturridge, Dempsey veit þó að þetta er liðsíþrótt…

  Svo væri guðdómlegt að fá Huntelaar 🙂

 44. Babu, hvar færðu þessar fréttir að Lucas sé kannski frá í 2 mánuði ? Hefur þetta komið einhversstaðar fram ? Ég sá hann á bekknum í City leiknum og þar var hann með klakapoka á hægra lærinu, sennilega einhver smá tognum í gangi myndi ég halda en ef þú hefur eitthvað fyrir þér með hitt þá endilega segðu okkur.

  Innskot Babu
  http://www.guardian.co.uk/football/2012/aug/27/liverpool-thigh-injury-lucas-leiva?CMP=twt_gu
  Semsagt óstaðfest ennþá, hræddir um 6-8 vikur.

 45. takk kærlega fyrir þína skoðun Andri,
  1.Allen er betri í dag en Lucas á öllum sviðum fótboltans,nema varnarskalli
  2.þitt besta byrjunarlið, er með alla average leikmennina sem ég hef reynt í nokkra mánuði að segja ykkur að séu ekki nógu góðir fyrir Liverpool( í dag) á bekknum !!!!!!!!!
  3.Shelvey, var lélegasti leikmaður Liverpool á móti Hearts, að mínu mati
  en hann var fínn á móti City, en hann er samt í besta falli 18.maður, ef við ætlumað vera í topp fjórum
  4. þú ert með Borini inni, hann hefur ekki heillað mig upp úr skónum

 46. “Til hamingju með að Lucas er jafnvel frá í rúmlega tvo mánuði.” þetta er nú kannski aðeins of barnalegt hjá þér Babu ! Gleymdu því ekki í hita leiksins, að ég vil bara heill Liverpool allsstaðar,hef verið aðdáandi þeirra í 40 ár og kalla Anfield, Mekka

  ég er nú bara í glettni minni að benda kopverjum á, að þegar ég var að benda á að þessir menn væru average ( sem eru nú komnir á bekkinn sem betur fer),þá fékk ég holskeflu yfir mig,og sé ekki betur en ég sé enn að fá.
  við erum ósammála með Lucas/Allen,og ekkert að því,þú munt verða mér sammála eftir nokkra leiki hjá Allen í þessarri stöðu!
  Borini er held ég ekki vængmaðurinn sem við þurftum

 47. Miðavið að Lucas var 7mánuði frá eftir krossbönd þá geri ég ráð fyrir að hann mæti rdy eftir 2vikur ef menn eru að skjóta á 2mánuði 😉

 48. ég er nú bara í glettni minni að benda kopverjum á, að þegar ég var að benda á að þessir menn væru average ( sem eru nú komnir á bekkinn sem betur fer),þá fékk ég holskeflu yfir mig,og sé ekki betur en ég sé enn að fá. við erum ósammála með Lucas/Allen,og ekkert að því,þú munt verða mér sammála eftir nokkra leiki hjá Allen í þessarri stöðu!

  Það er gott að þú getir hrósað sjálfum þér svona meðan aðrir eru ekki að því. Mér er slétt sama hvað þú hefur lengi horft á fótbolta en held svei mér þá að þú þurfir aðeins að fara uppfæra hugmyndafræðina, hún virkar fjandi lúin. Gengdarlaust niðurrif á unga leikmenn hefur kallað yfir þig “holseflu” enda fáir sammála þér þá og það hefur nákvæmlega ekkert breyst í dag.

  Típurnar sem eru síðan neikvæðir yfir öllum leikmönnum frá upphafi og koma svo sigri hrósandi þegar eitthvað af því stenst skoðun eru leiðinlegustu notendur internetsins, þessir sem horfa ávallt á glasið hálf tómt og reyna að sannfæra aðra um að horfa eins á stöðuna.

  Hvað Allen varðar hef ég bullandi trú á honum en ég vill fá Lucas heilan þarna inn sem allra fyrst aftur með Allen sér við hlið (eða framan sig). Gefðu svo sóknarmanninum Borini séns a.m.k. fram yfir áramót. Þú vinnur ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir að drulla yfir hann strax og ef hann gengur ekki kemur það bara kjánalega út þegar þú ferð (aftur) að fagna snilli þinni þá.

  Yfir og mikið lifandis skelfingar vonandi út.

 49. Babu þú ert frábær penni og mjög gaman að lesa skrif eftir þig, en ekki láta Siguróla ná undir skinnið hjá þér. Hann er með ákveðnar skoðanir á málunum sem við flestir erum ósammála en honum er auðvitað frjálst að halda fram. Ég skil ekki af hverju allir eru að taka þessu eins og persónulegri árás og verða voða uppveðraðir og æstir í að svara kallinum, það er nákvæmlega það sem hann vill.

  Ég held reyndar að hann sé ekkert voðalega ósáttur við ungu mennina okkar, heldur vill hann ekki sjá þá þurfa að bera liðið uppi eða spila of stóra rullu eins og þeir hafa þurft undanfarin ca 2 season. En kannski vil ég bara reyna að sjá einhverja skynsemi í öllum sem skrifa hér 🙂
  Hann er þó klárlega að leika sér að því að ýta á hnappa sem hann ætti ekkert að vera að gera, og ég held að það sé einmitt tilgangurinn! En hann um það, þetta er opin bloggsíða og á meðan hann fer að mestu (fer stundum á gráa svæðið) eftir reglunum hér þá ætti hann að mega gaspra eftir sínu nefi eins og aðrir.

  En svona á jákvæðu nótunum þá líst mér orðið bara mjög vel á þessa nýju menn sem voru að koma inn, Morrokkóbúinn er svona ódýrt gamble sem gæti farið á hvorn veginn sem er, Allen er minn uppáhalds eftir þá leiki sem ég hef séð með honum og svo er mikið látið af Sahin og verður gaman að sjá hvort að hann standi undir væntingum. Shelvey og Sterling eru svo að koma skemmtilega á óvart, var ekkert sérstaklega hrifinn af Shelvey á síðasta tímabili en hann virðist vera að koma sterkari inn núna.

  Varðandi vídeóið þegar Brendan var að skamma Sterling þá fannst mér alveg frábært að geta verið fluga á vegg og séð og heyrt svona hluti en á sama tíma þá fannst mér alveg skelfilegt að fleiri en ég skildu hafa séð þetta! Manni finnst einhvern veginn eins og svona samtöl ættu að vera í trúnaði en ekki básúnuð út um allan heim eins og hver annar cheap raunveruleikaþáttur….þetta er soldið eins og allt í einu sé manns eigin fjölskylda komin í raunveruleikaþátt og allir fái að sjá hvað Gunna frænka getur verið andstyggileg við Palla frænda…
  Allavega, þetta verður eitthvað alveg spes…

  Öll dýrin í skóginum skulu vera vinir

  Islogi

 50. Nr. 57 isilogi

  Engar áhyggjur ég er alveg sultu slakur maður, held að okkur Siguróla sé nú báðum slétt sama þó við séum ósammála en ef hann vill fá viðbrögð þá er ég að gefa honum þau, jafnvel að ýta á hnappa?.

  (“Troll” mælirinn á tölvunni hjá mér reyndar brann yfir strax á ummælum 13)

 51. Við værum búnir að vinna deildina ef við hefðum ekki selt Poulsen

  Kv.Siguróli (Samt ekki)

 52. Mig dreymdi í nótt að við myndum vinna Man Udt 3-1. Gerrard og Sahin með sitt hvort markið, frekar blörrí með þriðja markið. Gæti verið einhver sem ég þekkti ekki. Draumnum fylgdi mjög mikil vissa um titil 🙂

 53. Vonandi að það sé eitthvað til í þessu en ég sá þetta á Liverpool Ecko

  However, medical staff are hopeful that the damage is only minor and Lucas could be back for the trip to Sunderland on September 15 after the international break

 54. “þú ert með Borini inni, hann hefur ekki heillað mig upp úr skónum”

  “Borini er held ég ekki vængmaðurinn sem við þurftum”
  “vona svo innilega að ég þurfi ekki að byrja að nöldra hér að Borini sé ekki Liverpool maður, heldur Downing 2 = average”
  “Borini sennilega bara Downing no 2 því miður, sé ekkert í honum sem við getum notað á væng, tekur ekkimenn á en er svakalega duglegur og viljugur, það vantar ekki”

  Babu minn maður á að sleppa að skrifa sig frá túrnum……. láta hann bara líða hjá….. að ofan eru ummæli mín um Borini… hvar er ég að drulla yfir hann ?

  vel mælt isilogi

 55. Menn sem ennþá ekki rate-a Lucas Leiva eiga ekki að hafa leyfi til þess að horfa á fótbolta (hafa amk ekki greindavísitöluna til þess)

 56. Er einhver með einhverjar fréttir um það að Joe Cole sé á leiðinni í burtu frá félaginu? Mikið um þetta á twitter og minni slúðursíðum??

  Væri draumur í dós að losna við þennan farþega af launaskrá þó það væri nú bara verið að gefa hann í burtu.

 57. Ég er afskaplega sáttur með þessa miðju okkar sem við virðumst vera að búa til í dag. Hvaða þrjá leikmann ég vill hafa þarna helst hreinlega veit ég ekki! Að hafa Lucas, Allen, Sahin, Gerrard, Shelvey og Henderson er ekkert annað en lúxus vandamál!
  En Brendan talaði um kaup í fleyrtölu og þá er það nýjasta að Carroll fari til Newcastle. Við verðum að setja markaskorara í forgang finnst mér og vera ekkert feimnir við að splassa smá cash í það. Kaupa bara mann sem er búinn að sanna gildi sitt sem skorara og ekkert hálfkáf! Klaas Huntelaar er maður sem gæti vel fittað inn í það… hver veit. En svo er alhliða varnamaður, maður sem getur spilað vinstri bak og coverað Enrique (Sahin?). En fyrir mér er það algjört forgangsmál að fá striker sem vinnur vel úr því sem honum er gefið!

  P.s. Babu og Siguróli miðjan er orðin lúxus vandamál aftur, verið glaðir!

 58. Þetta eru alveg hreint snilldar umræður sem eru að myndast hérna. Siguróli liggur í skotgröfunum og mokar í allar áttir öðrum til ama 😉

  Siguróli má svo sem hafa sínar skoðanir, og hefur alveg rétt á þeim, þó hann sé hálf fatlaður við að koma sínum skoðunum á framfæri 😉 Ég þykist vita að drengurinn, þótt ofstopamaður sé, þá hafi hann nú eitthvað vit á fótbolta, enda líklega kominn með aðra höndina á íslandsmeistaratitil í þessum töluðu orðum og hefur svo sem sparkað í bolta fyrir þessa þjóð, þó nokkur ár séu síðan. Einnig efast ég ekkert um ást hans á Liverpool.

  Babú kann hinsvegar með ágætum að koma sínum skoðunum frá sér, og þó ég hafi ekki heyrt mikið af afrekum hans á vellinum sjálfum , þá efast ég ekki mínútu um hans vit á fótbolta. Efast hinsvegar um hans vit á flestu öðru, svo því sé haldið til haga 😉

  Bottom lænið í þessu, að hér fara tveir skemmtilegir menn, sem báðir elska Liverpool en eru á algerlega öndverðum meiði með sínar fótboltaskoðanir og úr þessu hlaut bara að koma skemmtileg umræða og fyndin, sérstaklega sé tekið mið af því hversu ólíkir pennar þeir eru. Annar þeirra býsna vel skrifandi, en hinn.. hmm… ekki 😉

  Lifið fallega drengir mínir, þið eruð krútt.

  Insjallah..
  Carl Berg

 59. Eftir að hafa rúllað yfir kommentin hér inni gæti maður haldið þessu fram: Brendan Rodgers er bjáni sem kann ekki fótbolta og er búinn að safna að sér fullt af lúserum til að sparka í loftlausa tuðru. Við hin kunnum þetta sko og erum snillingar. Samt erum við bara einhverjir, plebbar á Íslandi…..veit að það er eitthvað furðulegt við þessa fullyrðingu…..bara kem ekki alveg auga á það…..æ, ég fæ mér bara bjór.

 60. Það verður gaman að sjá hvernig leikmannahópurinn mun líta út eftir að glugginn lokast. Miðað við slúðrið þá er þetta einhvern vegin svona:

  Til sölu: Spearing, Carroll, Downing, Cole, Adam
  Innkaupalisti: Sturridge, Dempsey

 61. þetta er ekki rétt hjá þér Jói, það er enginn að gagnrýna Rodgers, hann er nú þegar kominn með snilldarkaup í Allen og Sahin … Borini ????? þessi Tyrkneski ????

 62. @ 69. Djöfull brá mér þegar ég las þessi orð Nú er ég brjálæður. “Búið selja besta manninn okkar!!” 🙂

 63. Fór á minn fyrsta Liverpool leik á sunnudaginn. Þvílík upplifun! Besta var þó að kærsta mín var ready á myndavélinni þegar Suarez var að fara taka aukaspyrnuna og sagði;
  “Sjáðu, hann skorar að því ég er að fara taka þetta upp”. Ég svaraði að líkurnar væru nú ekki miklar þar sem hann hefði aldrei skorað úr aukaspyrnu fyrir Liverpool svo ég mundi eftir.

  En þetta varð útkoman:

  http://youtu.be/J_DE6f3N7Is

  Veit að linkurinn lítur undarlega út en þetta er short link hjá Youtube.

 64. jú rétt hjá þér kobbih…… ég er að meina nýi vængmaðurinn okkar er ????

 65. spearing út…cole út..adam út….

  afellay inn…dempsey inn…

  carroll – huntelaar….ef þeir ákveða að losa carroll….

  þá horfir maður hýru á 4.sætið….

 66. @73 Haha, ég vona að þú blæðir í demanta og konfekt fyrir að ná þessari snilldar minningu á band!

 67. Eg stórefa að Tjelsí vilji selja Sturridge. Er hann ekki eina eiginlega framherja koverið sem þeir eiga fyrir Torres? Lukaku farinn a lani og restin til Kina

 68. Sven-Göran Eriksson: Gerrard ætti að yfirgefa Liverpool Hvernig dirfist þessi atvinnulausi svíi að láta þetta út úr sér?Ef einhver sér þennan mann endilega sparkiðð í taðgatið á honum!

 69. Er ekkert alltof sáttur við að Spearing sé að fara. Veit að hann er ekki besti leikmaður í heimi, en hann er Liverpool maður alveg út í gegn. Finnst frekar leiðinlegt að missa þannig menn frá okkur. Væri frekar til í að senda hann á lán einhvert.

 70. Er ég sá eini í alvörunni sem vill sjá Gerrard á bekkinn í næsta leik?

 71. Sælir félagar

  Mikið assgoti er gaman að þessu. Áfram allir púllarar, ræðið málin á þessum fjölbreyttu nótum og mér er skemmt. Takk fyrir það.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 72. Er ekki full snemmt að fá sér í tánna á þriðjudegi #80

  Spearing er ekki nógu góður til að spila í top4 ár eftir ár, það er ekkert nóg að hafa hjartað.

  Sjáum mann eins og Neil Mellor sitja á LFC TV og vera að spjalla þar í setustofunni með gömlum Liverpool leikmönnum. Var hann nógu góður fyrir Liverpool?
  Nei því miður en það tekur enginn frá honum ástina á Liverpool þrátt fyrir það.

 73. Þó ég hafi ekkert á móti Spearing per se, þá vil ég að sá maður sem er að tryggja okkur 3 milljónir punda fyrir hann fái tafarlausa stöðuhækkun.

 74. Nr. 81 ég held ég geti nánast verið sammála þér. Ég tók eftir því að rétt áður en City skora fyrra jöfnunarmarkið þá vinnum við boltann uppvið okkar vítateig. Gerrard fær boltann á miðjum vallarhelmingi okkar, leikur áfram og ætlar að senda á Suarez sem tekur hlaupið en sendingin ratar ekki til hans. City ná boltanum, leika út til hægri þar sem Tevez er einn á móti Sterling og nær fyrirgjöfinni og allir muna hvernig það fór.

  Þetta sama gerðist í leiknum á móti WBA, Gerrard á feilsendingu sem WBA komast inní, sending fram, Long kominn einn í gegn rautt og víti. Auðvitað gera aðrir menn mistök í framhaldi af því sem gerist eftir að Gerrard tapar boltanum í þessum leikjum en þetta er það sem maður á ekki að sjá hjá leikmanni eins og Gerrard. Þetta er vonandi eitthvað sem Rodgers hefur tekið eftir og lætur Gerrard passa betur í framtíðinni.

  Ég er ekki að segja að ég vilji hann á bekkinn en hann hefur gert mistök í upphafi leiktíðar sem eru óvenjuleg hjá honum.

 75. Gerrard hefur ekki átt góðan leik síðan 2009.. hann er elstur, mesta stjarnan í liðinu og er fyrirliði og ætti því að vera gaurinn sem drífur alla áfram, en mér finnst hann yfirleitt ekki búinn að vera berjast með biluðum eldmóð lengur. Auk þess held ég að hann stressi bara yngri gaurana á miðjunni upp frekar en að peppa þá upp.. svona svipað eins og Carra hefur ömurleg áhrif á Skrtel.

 76. Mikið vildi ég að maður gæti gert blokk á innskot frá vissum notendum, svona eins og maður getur sett blokk á miðla í Newsnow. Engin verðlaun fyrir að geta upp á hvern ég myndi blokka fyrst.

 77. Sammála # 81 og # 87 Gerrard er bara búnn að missa allt, því miður. Látum aðra yngri taka við bandinu og berja menn áfram í leikjunum.

 78. 87 ólinn

  þrennan hjá Gerrard á móti Everton í fyrra er dæmi um góðan leik fyrirliðans síðan 2009. Get your facts straight!

  En þessi aukna breidd á miðjunni þýðir væntanlega að við þurfum ekki að treysta eins rosalega á að Captain Fantastic haldist heill. Það þýðir líka að Gerrard getur hvílt fleiri leiki og helst þar af leiðandi (vonandi) meiðslalaus mest allt tímabilið. Hann er orðinn fullorðinn fyrirliðinn okkar og kannski að hann sé búinn að toppa. En hann er ennþá frábær fótboltamaður og allir sem efast það hafa greinilega takmarkað vit á fótbolta.

  Þegar Gerrard er heill þá er hann ALLTAF fyrsti maður á blað í mitt byrjunarlið

 79. Mistökin í mörkunum um helgina gegn city verða ekki skrifuð á Gerrard,þar voru Reina og Skrtel í aðalhlutverki.Gerrard átti margar snilldar sendingar á Suares og Sterling og þetta á bara eftir að verða betra.(held að 81-87og89 viti það innst inni) Áfram LIVERPOOL!

 80. 91, ég hef verið á þessari skoðun mjög lengi, en hef reyndar eitt tímabil verið rekin á gat með það en staðreyndi er sú að Sami Hypia og Carra voru settir á bekkinn vegna þess að aðrir berti voru komnir í þeirra stöður og sama gildir um Gerrard. Bara so sorry.

 81. Vil minna þá sem eru að tala um að Gerrard hafi átt slakan leik á móti City að hann tók hornspyrnuna sem rataði beint á kollinn á Skrtel og gaf okkur mark númer eitt. Skommu eftir að City hafði jafnað tók Gerrard svo flotta rispu sem endaði með skoti sem Jack Rodwell ákvað að verja með höndum. Upp úr aukaspyrnunni skoraði svo Suarez. Dómurinn sem hann fær á Skysports: “Involved in everything positive his side did”.

  Verð að lýsa mig algerlega ósammála þeim sem eru að heimta að Gerrard verði tekinn út úr liðinu. Hins vegar má áreiðanlega færa viss rök fyrir að hann þurfi svolítið að aðlaga sinn leik að fílósófíu Brendan Rodgers og stoppa að vera alltaf að leita að þessari úrslitasendingu. Stundum er stutta einfalda sendingin sem tryggir það að við höldum boltanum betri kostur. En svo þegar rétta mómentið kemur þá getur Gerrard gefið þessa úrslitasendingu sem skapar sigur fyrir okkur.

 82. Hvila Gerrard, selja Gerrard, hann gefur of margar feil sendingar. Tessi madur er med yfirburda sendinga getu, leidtogi inna vellinum og er algjorlega Liverpool i gegn. Plis takid hausinn ur tadgatinu adur en tid kafnid

 83. Ég ætla að setja inn mínar pælingar.

  Eftir leikinn gegn City er ég óvenju bjartsýnn fyrir tímabilið enda vorum við að spila á móti besta liðinu í deildinni og niðurstaðan var svekkjandi jafntefli. Með örlítillri betrumbætingu á leikmannahópnum tel ég að 4. sætið sé alls ekki fjarlægur draumur.

  :Það er að gerast hávært slúðrið að Jay Spearing sé að yfirgefa klúbbinn og ekki útilokað að Joe Cole og Charlie Adam fari einnig á broitt. Ef það gengi eftir ætti að skapast svigrúm fyrir leikmannakaup fyrir föstudaginn og tel ég að okkar menn þurfi sárlega meiri breidd á vænginn ásamt góðum framherja.

  Á vænginn dettur mér helst í hug Scott Sinclair og Daniel Sturridge. Báðir fínir leikmenn sem geta tekið menn á, lagt upp mörk og skorað sjálfir. Einnig hefur Dempsey verið nefndur til söugunnar en ég held að sá möguleiki sé að fjara út. Þá er eftir framherjastaðann. Í liðinu er enginn 20 marka maður og þar gæti úrslitvaldurinn legið þegar kemur að því hvort að Liverpool FC endi í 4. eða 5. sæti.

  Luis Surarez er frábær framherji en mér finnst hann ekki búa yfir þeim eiginleikum sem þörf er á til að vera einn uppi á topp. Hann er mjög duglegur að laða til sín öskrandi varnarmenn og skapa þannig pláss fyrir aðra sóknarleikmenn, þetta erum við ekki að nýta eins og er.

  Hvað varðar önnur kaup held ég að fáir á Kop.is séu að gera sér grein fyrir því hversu stóran leikmann við fengum þegar Nuri Sahin valdi okkar menn. Fyrir tveimur árum var þessi leikmaður ótrúlegur og jafnvel einn best spilandi miðjumaður Evrópu. Síðan þá hefur ekkert breyst nema að hann hefur fengið að fara í Real Madrid skólann og vill ólmur fá tækifæri.

  Einnig líst mér glimrandi vel á Joe Allen. Var hræddur um að hann myndi falla í flokk með Carroll og Henderson en það virðist hann ekki ætla að gera. Drengurinn er ótrúlega yfirvegaður með boltann og virðist vera hnitmiðuð tennisboltavél á miðjunni okkar sem dreifir spilinu gríðarlega fallega. Held og vona að hann muni reynast frábær kaup hjá Brendan.

  Niðurstaða, einn sóknarmaður og helst einn vængmaður og þá er allt hægt, jafnvel barátta um 2-3 sæti í deild ásamt því að komast langt í evrópu og bikarkeppnunum “heima” fyrir.

  Ég held að gæði hópsins séu mun meiri en menn hér halda, Með því að losa við áðurnefnda leikmenn og fá í stað þeirra t.d. Afellay/Sinclair og markheppin sóknarmann þá er hópurinn okkar mjög álitlegur.

  Til stuðnings um þetta vil ég biðja ykkur um að búa til úrvalslið úr leikmannahópum Liverpool, Arsenal, Tottenham og Newcaste. Sem eru helstu keppinautar okkar í vetur.

  Í þessu liði eru Reina, Agger, Lucas, Allen og Suarez frá Liverpool. Cisse, Ben Arfa og Cabaye frá Newcastle, Adebayor, Bale og Walker frá Tottenham.

  Reina (Liv)
  Walker (Tot)
  Agger (Liv)
  Coloccini(New)
  Bale (Tot)
  Lucas (Liv)
  Cabaye (New)
  Allen(Liv)
  Suarez (Liv)
  Adebayor (Tot)
  Cisse (New)

  Subs:
  Friedel (Tot)
  Vermalanen (Ars)
  Ben Arfa (New)
  Gerrard (Liv)
  Podolski (Ars)
  Ba (New)
  Defoe (Tot)

  Niðurstaða mín er sú að Liverpool koma fimm leikmönnum á þennan lista en Tottenham og Newcastle þremur hvor. Ég reyndi að setja inn Arsenal mann/menn í liðið en hafði ekki samvisku í það. Auðvitað líða Arsenal menn fyrir það að Cazorla og Podolski hafi ekki enn sannað sig ásamt meiðslum hjá Sagna og Wilshire.

  Ég ætla því að leyfa mér að vera bjartsýnn allavega þangað til um jólin og endurmeta stöðuna þá.

  In Brendan I trust.

  YNWA.

 84. 4-3-3

  Krul

  Walker Agger Vermalen Eqotto(stafs.)
  Tiote
  Allen Cazorla
  Suarez Bale
  Adebayor

 85. @90

  Sorry, ég gleymdi að minnast á Everton leikinn sem var vafalaust hans langbesti leikur í þessi þrjú ár, þess fyrir utan hefur hann verið hálfur maður á við það sem hann var. Þótt að hann í A-game sé yfirburðabesti maðurinn okkar á það ekki að þýða að hann sé sjálfkrafa bara með 100% sæti í liðinu, nenni hreinlega ekki að leita uppi statsin um það að Liverpool vinnur fleiri leiki ÁN hans en með honum á seinustu 3 árum.

 86. http://www.guardian.co.uk/football/blog/2012/apr/10/the-question-steven-gerrard-liverpool

  Hérna er sem dæmi rennt yfir áhugaverða púnkta, ekki það ða þetta tímabil hafi verið hvort sem er eitt stórt fíaskó.

  It seems almost heretical to say it, but could it be that Gerrard is not the solution but the problem; that, fine player though he is, he has destroyed the balance of the side? When Gerrard has not started this season, Liverpool have won 48% of games played; when he has started, that drops to 9%.

  In the 11 games Gerrard has started, Liverpool have scored an average of 1.00 goal per game while conceding 1.36; without him it is goals for 1.24, goals against 0.90. They have taken 1.67 points per game without him, just 0.73 with. Project that over a season: without Gerrard, Liverpool would get 63 points, which last season would have seen them finish fifth; with Gerrard, they would get 28, certain relegation form.

  Og:

  But what is really telling is the impact Gerrard has on other players. All six of Charlie Adam’s assists and both his goals have come when Gerrard has not started. Jordan Henderson’s tackle success rate drops from 92.59% when Gerrard does not start to only 63.64% when he does. Jay Spearing wins 60.71% of duels when Gerrard does not start; only 54.76% when he does. When Gerrard is there, they have to adjust to different roles and, so far, that seems to have had a detrimental effect.

 87. Þessi tölfræði finnst mér vægast sagt varasöm. Til dæmis er ekkert tekið tillit til þess að Gerrard var meiddur í upphafi tímabils og var rétt að komast í gang í desember sem var akkúrat sami tími og Lucas meiddist. Ef þú tekur þessa tölfræði yfir lengri tíma er ég nokkuð viss um að þetta líti öðruvísi út.

  Einnig gæti þetta nú verið ástæða fyrir því að þessir miðjumenn sem eru nefndir þarna að virðast ekki fúnkera vel með Gerrard séu nú ekki í lykilplönunum hjá Brendan Rodgers.

 88. þetta var fyrsta tölfræðin sem ég gat grafið upp, ég nenni ekki í frekari rannsóknarvinnu en þetta er ekki fyrsta dæmið post-2009 um svipaðan samanburð.

  Svo hef ég ekki trú á öðru en að Henderson nái að vinna sig inn í plönin hjá BR á meðan að ég er pottþéttur á að Adam sé bara að telja dagana í að vera sultaður burt.

 89. Svo ég skilji þetta rétt, þegar búið er að fara yfir þetta með spekingnum sem þolir ekki Lucas tekur næsti við og segir okkur frá því hvað það er slæmt að hafa Gerrard í liðinu?

  Held ég taki næsta klukkutíma eða svo í að finna út hvernig best sé að smíða geimflaugar.

 90. nr 100
  Þetta er tölfræði sem segir akkúrat ekki neitt. Þarna er ekki skoðaðir neinir aðrir hlutir en það hvort Gerrard var með eða ekki. Ekki hvernig liðið sem heild hrundi eftir áramót, hvort hann hafi verið að koma inn eftir meiðsli eða hverjir andstæðingarnir voru í umtöldum leikjum.

  Segjum að ég hafi dottið 5 sinnum á hjólinu mínu, 4 sinnum var ég í rauðu skónum mínum en 1 sinni í bláu. Það borgar sig greinilega ekki fyrir mig að fara út að hjóla í þeim rauðu aftur. Mun meiri líkur á að ég detti. ekki satt!

  En ég tók ekki fram að það var fljúgandi hálka í 2 skipti sem ég datt í þeim rauðu og 1 sinni var keyrt á mig aftan frá.

  Er bara ekki svo viss um að þetta hafi svo mikið með skóna að gera eftir allt saman. Allavegna þarf ég að hafa meiri upplýsingar en þetta!

 91. Djöfulsins rugl í gangi hjá chelsea,

  Football Agent ?@FootballAgent49

  CFC have 100% completed the signing of #Falcao. DONE DEAL

  The Falcao deal was finalised early this evening after #CFC met Atletico’s valuation

  Abramovich sees Falcao as being a world class striker and the final piece of the jigsaw, Chelsea’s business is now complete

  Er þetta ekki orðið gott hjá þeirm ?

 92. Þar sem þú trúir football agent 49 þá er þér ekki viðbjargandi. Tekur því ekki að svara svona bulli.

 93. Bond 107

  Þú gerir þér grein fyrir að þú ert að hafa þetta eftir FootballAgent49 á twitter? Come the fuck on maður 🙂

  Þetta er slúður ennþá en ekki hjá neinum marktæknum, bíðum eftir því.

 94. Dembele á leið í spurs, góð kaup hjá þeim.
  við ætlum að gefa Milan Carroll sýnist mér.
  Vonandi að félagið nái að styrkja sig frekar í glugganum.

 95. Er ekkert að frétta af meiðslunum hans Lucas? maður fer að verða virkilega stressaður.

 96. Er það heimild í sjálfu sér að skrifa á ensku?

  Annars er þetta með lakari opnu þráðunum sem maður hefur eytt tíma í að lesa. Ágætt þó að lesa fréttir um Huntelaar, þó svo ég hafi aldrei séð hann spila að neinu ráði. Þegar ég skoðaði Europa league frá því í fyrra, þegar sú keppni var að hefjast, þá sá ég að hann var næst-markahæstur í þeirri ágætu deild með 10 stykki.

 97. Langar að skjóta inn í þessa umræðu atriði sem fór reglulega í taugarnar á mér í leiknum um helgina.

  Ég taldi það svo sem ekki vandlega, en í það minnsta í tveimur tilvikum undir lok leiksins (finnst eins og þau gætu hafa verið fleiri, ekki viss samt) virtist Gerrard engan áhuga hafa á því að hlaupa tilbaka og vinna varnarvinnuna sína. Ekkert bensín eftir á tankinum. Ekki svo að skilja að ég hafi verið ósáttur við hans leik fram að því, en ég varð alveg massíft pirraður! Á crucial tíma í leiknum þá vorum við að spila manni færri á miðjunni þegar hann var að lötra til baka. (Já, lötra. Eitt atvikið var svo slæmt að ég hélt hann hefði villst í miðjuhringnum á meðan City hékk á vítateignum okkar.)

  Er þetta eitthvað sem fleiri tóku eftir? Nú hefur Rodgers talað um að allir í hans liði þurfi að hlaupa eins og skólastrákar í Kenía og ég vona að þetta verði ekki liðið. Ég var byrjaður að kalla eftir skiptingu á hann fljótlega eftir 2-1. Á meðan að hans nýtur við á hann að sjálfsögðu að spila, en þetta er bara liability að mínu mati. Ég var alveg handviss um að Enrique skiptingin og Carroll skiptingin hafi verið ákveðnar fyrir leik og eina ástæðan fyrir því að Gerrard hékk inná var að þriðja skiptingin fór í ófyrirséðar aðstæður, þ.e.a.s. meiðsl Lucas.

  Er maðurinn ekki með form í meira en ca.70 mín eða er þetta eitthvað annað?
  Hvað finnst ykkur?

 98. Jæja nú fer maður að vera ansi svartsýnn á að eitthvað stórt gerist fyrir lokun gluggans. Sorglegt að geta ekki náð í einn alvöru senter þar sem að manni finnst vanta svo lítið upp á að við ættum góðan séns á meistaradeildarsæti.

 99. Pirrar mann nú bara að sjá menn kommenta um að þeir vilji ekki sjá sturridge útaf hann er eigingjarn leikmaður. Svo eru kannski sömu menn sem vilja fá huntelaar. Ekkert að þvi að vilja huntelaar en þar ertu kominn með leikmann sem er margfalt eigingjarnari en sturridge. Endaði sturridge ekki með einhver 11-13 assist seinasta season? Gæti verið della en sé þetta ekki vera vandamál. Frábær leikmaður sem við ættum endilega að eyða 15 milljonum punda í. Líka nóg að heyra ashley cole tala svona vel um strákinn! Þó cole-arinn sé fáviti efast enginn um að hann veit hvað hann er að tala um þegar að hann segir sturridge vera með bestu hreyfingar án bolta sem hann hefur séð:))

 100. Pælingin hjá mér er: Ef Lucas meiddist í upphitun, af hverju var hann þá látinn spila leikinn?

 101. Fulham tekur tilboði Tottenham í Dembele spurning hvort að Gylfi eigi eftir að sjá eftir því að hafa valið spur(en ekki kóla;)

 102. 92

  “TomasGudm segir:
  Skemmtileg mynd sem ég sá í dag fyrir þá sem eru ennþá á „HötumLucas“ hestinum. Líka skemmtilegt komment um „where Quality recognizes Quality“. Finnst þetta eiga vel við þessa umræðu :)”

  http://img813.imageshack.us/img813/9199/lucassmall.jpg

  Þetta er svo fallegt að þetta verður prentað út, innrammað og hengt uppá vegg í vinnunni hjá mér.

 103. jabbadu 119…
  Það er nú líka kanski í lagi að vera eigingjarn ef þú skorar 47 mörk í öllum keppnum á einu seasoni. plús það að huntelaar var með 11 assist og 47 mörk en sturridge með 13 mörk og 6 assist

 104. Síðasti leikur var flottur hjá liðinu undur mikilli pressu eftir fyrsta leikinn. Margir leikmenn líklega ekki sáttir við sinn hlut núna t.d. (nánast) allir sem voru keyptir síðasta sumar. Maður spyr sig hvað þeir voru að reykja þegar þeir keyptu Carroll, Henderson, Adam og Downing fyrir 80 milljónir. Hvernig sem maður reiknar dæmið á ekki að vera hægt að borga meira en 60 milljónir fyrir þessa menn og þá er samt verið að taka mann ósmurt. Ennn….þetta er allavega fínasti varamannabekkur ef maður lítur á björtu hliðarnar.

 105. Varðandi umræðuna um Gerrard, þá er augljóst að maðurinn er mjög mikilvægur. Átti hornið sem varð að marki og skotið sem fór í hönd Rodwell. En mér finnst hann ekki henta þessu kerfi. Hann virðist vera svo latur og alltof æstur í að gefa hollywood sendinguna sem verður að marki. Ég vona auðvitað að Rodgers nái að troða fílósófíunni bakvið kerfið inn í hausinn á honum, en kannski er hann betur nýttur sem einn af þremur fremstu. Þar er vissulega varnarskilda en um leið meira frelsi til að gera það sem hann vill með boltann, þ.e.a.s. á síðasta þriðjung vallarins.

  Rafa talaði einu sinni um það að Gerrard væri ekki týpan sem færist aftar á völlinn með aldrinum heldur ætti hann að færast í senterinn þegar hann gæti ekki hlaupið jafn mikið. Kannski er sá tími að renna upp.

 106. Nú er komin upp svoldil umræða um að Liverpool séu að reyna að kaupa Walcott og ætli sér að borga honum 100,000 pund í vikulaun. Eru menn á því að hann sé þess virði? Mér finnst hann persónulega ekki nógu góður til þess að verðskulda svona launapakka. Hann er jú fljótur og á oft góða spretti en hann meiðist mikið og er ekki nógu klókur sem knattspyrnumaður að mínu mati. Held að við þurfum frekar á náttúrulegum markaskorara að halda. Hvað finnst ykkur?

 107. Það er ekkert nema jákvætt að við séum að ræða hvort Lucas verði fastamaður í liðinu í vetur. Það þarf ekki að þýða að menn hati hann og finnist hann ekki geta neitt. Þvert á móti er hann frábær…en núna eru bara aðrir frábærir leikmenn komnir á miðjuna hjá Liverpool.
  Við eigum auðvitað eftir að sjá hvort Sahin eigi eftir að brillera hjá okkur eða ekki. En ef svo verður þá gæti Lucas alveg dottið á bekkinn í ákveðnum leikjum (líklega á móti lakari liðunum í deildinni).

  Þó er auðvelt að sjá fyrir sér Lucas, Sahin og Allen á miðjunni og Gerrard á hægri kanti þar sem hann leysir regulega inn á miðjuna.

  Svo annað…..Gerrard verður pottþétt hvíldur eitthvað miðað við álagið á honum (EM í sumar og fl.). Ég man ekki betur en að hann hefi verið hvíldur mikið eftir síðasta HM fyrir 2 árum. Þá er eins gott að hafa nóg af miðjumönnum til taks. Við erum bara í frábærum málum hvort sem Lucas spilar alla leiki þegar hann er heill eða ekki…..

 108. sammala 128

  Það er svolitið skritið að við erum ekkert á leiðinni að kaupa leikmann sem er er góður í því að skora mörk

Liverpool 2 – Man City 2

Hearts á morgun