Liverpool 2 – Man City 2

Hunderfitt að skrifa þessa skýrslu – viðurkenni það alveg!

En here goes….

Byrjum á byrjunarliði Rodgers, þar kom á óvart að Raheem Sterling byrjaði aftur og Coates var í hafsentinum, en annars leit þetta svona út!

Reina

Kelly – Skrtel – Coates – Johnson

Gerrard – Lucas – Allen

Suarez – Borini – Sterling

Bekkur: Jones, Carragher, Enrique, Shelvey, Henderson, Downing, Carroll.

Við skulum alveg viðurkenna það að fyrsti hálftíminn var erfiður. Lucas meiddist í upphitun og fór útaf á 3.mínútu svo að Shelvey kom inn. Enginn Adam á bekknum by the way, en ljóst að Shelvey er hátt í bók Rodgers.

En þessar fyrstu 30 mínútur pressuðu City hátt á okkur og við virtumst eiga erfitt með að halda boltanum. Þó fengum við dauðafæri þegar eiturferskur Sterling tók skærin á Kolo Toure og sendi inní en þar sendi Borini framhjá. Rétt á eftir átti Tevez skot í stöng eftir að Martin Kelly gerði afar slæm mistök í að spila hann réttstæðan en við sluppum þar. Þess utan var City lítið að skapa þó þeir væru meira með boltann.

En smátt og smátt þorðum við að halda boltanum og strax á 34.mínútu bar það árangur. Captain Fantastic átti fasta sendingu inn í teig sem Kompany var rétt búinn að setja í eigið net en slapp með hornspyrnu sem við svo skoruðum úr. Gerrard sendi í átt að punktinum þar sem Martin Skrtel hafði hreina flugbraut og hamraði boltann næstum í gegnum netmöskvana, 1-0 og völlurinn bilaðist!

Það sem eftir lifði af hálfleiknum gerðist lítið, við náðum mörgum góðum köflum með boltann og smám saman sá maður liðið vaxa í sjálfstrausti.

Í upphafi seinni hálfleiks reyndu City að komast framar á völlinn en við fengum þá ágæt færi á að sækja hratt sem nýttust ekki nægilega vel og á 63.mínútu jöfnuðu gestirnir. Tevez komst á bakvið Sterling og átti sendingu inní sem Reina missti af, Martin Kelly fastur á hælnum lagði boltann með lærinu fyrir Yaya Toure sem dúndraði honum í netið.

Þremur mínútum seinna komumst við aftur yfir. Blánefurinn Rodwell braut þá af sér rétt utan eigin teigs og loksins, loksins sáum við eitt þekktasta vörumerki Luis Suarez þegar hann klíndi boltann niður í hornið nær á Joe Hart sem átti ekki séns. 2-1 og að mínu mati sanngjarnt.

Þetta högg átti City erfitt með og nú var svo komið að okkar drengir ovoru með allt í sínum höndum, náðu löngum köflum þar sem við lékum meistarana grátt og yfirvegunin virtist algjör.

En eins og gegn WBA varð sekúndu einbeitingarleysi okkur að falli. Martin Skrtel var þá með boltann langt úti á kanti, Carlos Tevez fékk tilfinningu fyrir því að Slóvakinn væri ekki alveg “on” í kollinum og það gekk eftir. Undir engri pressu sneri Skrtel sér við og sendi í átt að Reina en beint í fætur Tevez sem fór létt með að klára færið einn – á – einn við Pepe.

2-2 og alveg upp úr engu.

Rodgers henti Carroll inn en við náðum ekki að setja sigurmarkið og City fengu reyndar líka eitt gott færi, en jafntefli varð niðurstaðan.

Ætla að horfa á þetta hálffullt. Mjög margt bendir til þess að okkar menn séu að átta sig á leikstílnum sem þeir eiga að spila og oft og mörgum sinnum komu þeir meisturunum í vandræði. Raheem Sterling var virkilega ógnandi og miðjuþrenningin Gerrard – Shelvey og Allen tikkuðu þennan leik virkilega vel.

Vörnin varð okkur að falli, Martin Kelly heldur áfram að eiga mjög erfitt, mikið vona ég að við förum að geta hvílt hann og ég hef áður nefnt það að mér finnst Skrtel eiga til einbeitingarleysi eins og það sem við sáum í dag, jafn frábær og hann er varnarlega þá vonandi lærði hann núna almennilega að líta upp áður en hann sendir boltann. Sleppir því of oft.

Borini heldur áfram að berjast, hefði að mínu viti átt að skora og þarf að verða meira ógnandi, City tvídekkuðu vinstri vænginn okkar í seinni hálfleik og það náði hann ekki að nýta sér, vissulega hefði Kelly átt að hjálpa meira.

Og svo eigum við Suarez inni, ég veit ekki hvort við eigum að koma honum meira inn í leikinn, hann virðist ekki alveg hafa gaman af því að vera einn upp á topp, náði lítið að skapa sér utan þessarar frábæru aukaspyrnu og er auðvitað umkringdur varnarmönnum. Svei mér ef við eigum ekki bara að láta stóra manninn upp á topp og láta hann djöflast á bakvörðunum.

Pressan okkar er að batna yfir allt liðið og í lokin er mjög margt jákvætt út úr leiknum en ÓGEÐSLEGA SÚRT að fá bara eitt stig út úr þessum leik, enn sleppur stórlið með skrekkinn á Anfield og enn erum það við sem gefum stigin án þess að mótherjinn þurfi að leggja of mikið á sig.

Ég var sammála Sky Sports í vali á manni leiksins, við erum með virkilega góðan leikmann í höndunum í leikmanni nr. 24, Walesverjinn Joe Allen er maður leiksins hjá mér.

Miðað við fréttir Sky þá er Lucas með tognun á læri og líklegur til að vera eitthvað frá. Velkominn Nuri Sahin í næsta leik takk!!!

77 Comments

  1. Ótrúlega svekkjandi jafntefli. En tvö skelfileg mistök í vörninni kostuðu okkar menn tvö stig, því miður. En heilt yfir þá var liðið að spila frábærlega.

  2. Mestmegnis ágætlega spilað hjá okkar mönnum. Yfirburðaspil inn á milli.

    En ég gjörsamlega þoli ekki að gera jafntefli á Anfield – sama hvort það sé á móti City, Barcelona eða Stoke.

    Skrtl… Óstabíll… Gagnslaust að skora ef þú gefur mark á móti.

    Djöfull getum við alltaf klúðrað hlutunum. Þetta var gjörsamlega fáránlega lélegt!

    Helvíti dýrt að eitthvað sem eiga að vera byrjandamistök, kosti okkur tvö stig. Djöfulli dýrt.

    Það vantar ennþá töluvert upp á færanýtinguna hjá okkur. Rodgers og FSG hafa ennþá 5 daga til að splæsa í alvöru markaskorara. Koma svo!

    Heilt yfir – mikil bæting frá WBA leiknum.

  3. Hvenær ætlar Gaui að finna sér nýja vinnu?

    En fyrir utan herfileg mistök hjá Kelly og Skrtel þá var ég nokkuð sáttur með okkar menn! Flott spil og gòð pressa.

  4. Strákar, það er orðið aftur gaman að horfa á Liverpool spila.

    Eins og svo oft áður eru það einstaklingsmistök og einbeitingarleysi sem kosta liðið. Rodgers lagði leikinn frábærlega upp og dómineraði liðið meistarana nær allan leikinn. Það er hins vegar ekki hægt að vinna svona góð lið ef maður réttir þeim tvö bestu færi leiksins.

    Þó töluverðar framfarir.

  5. Flottur leikur, Sterling að gera flotta hluti og liðið að spila skemmtilegann fótbolta. Svekkjandi að gera tvö mistök sem kosta okkur verðskuldaðan sigur!! Skrölti er því miður mistækur en þess á milli er hann flottur varnarmaður.. En þessi leikur lofar sko góðu uppá framhaldið 😉

  6. Ég vil taka það út úr þessum leik að liðið tapaði stigum á eigin klaufaskap, ekki að liðið sem kom var eitthvað betra en Liverpool.

    Já menn munu gera mistök, stundum kosta þau mörk, stundum ekki. Kelly gat lítið gert enda “skotið” í hann, Skrtel var klaufi!.
    Þetta var góður leikur, ég er stoltur aðdáandi eins og alltaf og vonandi er þetta vísir á mun betra season en áður.

    Suarez þarf þó að fara í eitthvað anger management prógram!.

    YNWA!.

  7. Glæsilegt spil, flottur leikur. Miklu miklu betra en ég gat nokkurntímann vonast eftir. Ekkert við einstaklingsklúðri að gera, getur komið fyrir hjá öllum.

    Lýst vel á framhaldið og frábært að sjá liðið á köflum í dag.

  8. Sælir félagar

    Í sjálfu sér ásættanleg niðurstaða en slæmt að missa leikinn niður í jafntefli þegar okkar menn eru með hann í hendi sér. Ég hafði góða tilfinningufyrir þessum leik og víst hefði maður sæst á jafntefli fyrir fram. En . . . svona er boltinn, ekki alltaf sanngjrn.

    Það er nú þannig

    YNWA

  9. ÞETTA VAR EKKERT LÉLEGUR LEIKUR!! Við vorum miklu betri, fyrra markið þeirra var hrikaleg óheppni og svo gerir Skrtel ein mistök og við fáum bara 1 stig. 1 mistök og ykkur sumum finnst þetta hafa verið lélegur leikur!

  10. Flottur leikur, og á köflum glæsilega spilaður hjá okkar mönnum. Við eigum eflaust eftir að sjá fleiri svona “klaufamörk” á meðan menn eru að venjast sendingaboltanum.

    En mikið djöfull var Gaupi að drepa mann í þessum leik. Ef einhver City-maður rétt snerti boltann þá var það alltaf “meistaralega gert”. Fekk, maður…

  11. Nei afsakið. Það er enginn búnað vera neikvæður…mér fannst það bara svona vigð fyrstu sýn. En ég vona samt að það komi enginn og segi þetta lèlegan leik.

  12. Þetta var flottur og mjög skemmtilegur leikur og LFC hafði í fullu tré við lið, sem sendir menn af bekknum sem væru fastamenn hjá okkur. Flott spilamennska og góð tilþrif!

    Skrtel startaði partíinu, þegar hann stökk beint í bókina hjá Sami Hyypia, algerlega frábært skallamark. Hann fær svo skúrkinn líka fyrir glórulausa sendingu aftur, sem mér finnst soldið um hjá LFC í dag (þessi langi bananabolti hjá Allen sem reyna þurfti svo að vera með kúnstir með t.d. ) en þetta var auðvitað mjög slæmt.

    Jöfnunarmarkið var grátlegt og svona bolta eiga menn að hreinsa strax, í horn ef ekki vill betur.

    Því var svo frábærlega svarað af Suarez (brilljant aukaspyrna fram hjá veggnum), sem mér fannst annars frekar til leiðinda í dag. Hann er oft of lengi með boltann (Borini er hinn, setur fótinn í boltann og kemur honum á rammann í fyrsta), röflar og fær gult rétt fyrir leikslok og tefur sókn, og ætlar svo að gefa boltann í eitthvað svæði og þar bara Á að vera kominn maður (ég hataði að spila með gaurum sem létu svona).

    Shelvey svo óheppinn með flott skot skömmu eftir 2-2, hann stóð sig ekki illa.

    Coates er e.t.v. rökréttur kostur þegar þarf að leysa Agger af, hann er þessi spilandi miðvörður með langskot – en reyndar var hann bara miðvörður í dag. Ég var sáttur með Borini, hann hleypur, hann djöflast og hann skapaði mikla hættu með stolnum bolta, sem Suarez missti svo í hálfgert rugl.

    Rahím Sterling í byrjunarliði stóð sig vel, mér fannst hann þó dala þegar leið á leikinn og hann fékk ekkert hjá dómaranum, sem mér fannst soldið skrýtinn afgreiðsla, þetta peð á móti trukkunum Balotelli og Kompany…er enn of ungur til að vera fastamaður.

    Síðan fær dómarinn (sem mér fannst aðeins of góður við City annars) hrós fyrir að dæma á það að menn leggist fyrir skot (aukaspyrnan sem gaf mark Suarez) reyndar með hendi, en þetta leggjast fyrir skot er eitt það leiðinlegasta í boltanum í dag þegar menn bara leggjast fyrir skotin – sök sér að meðan menn nota lappirnar fyrir neðan hné, en til leiðinda þegar það er allur skrokkurinn.

  13. Já góður leikur það sem við réðum ferðinni nær allan leikinn, sköpum okkur marg oft mjög góðar vallarstöður, sköpum nokkur góð færi en nýtu þau því miður bara ekki vel.
    Steinliggjum á útivelli þar sem við eigum slæman dag, gerum aðeins jafntelli á heimavelli þar sem við vorum miklu betri en andstæðingarnir.

    Ég gæti alveg eins verið að tala um síðasta tímabil, verðum að fara að vinna þessa andskotans leiki þar sem við ráðum nánast öllu á vellinum, og hætta að gefa tvö aulamörk í leik.

  14. Það var bara hrein snilld að horfa á þetta kommon! það er nú einu sinni þannig að mörk eru yfirleitt skoruð eftir varnarmistök, sem sýnir okkur það hvað við vorum þéttir fyrir og pressuðum vel í dag, þeir skoruðu jú úr nánast einu færunum sem þeir fengu í leiknum plús það að þetta voru ríkjandi Englands meistarar:)

    Allt á uppleið, nánast allir að vinna fyrir kaupinu og legg æeg það til hér með að Liverpool FC gefi Sterling ríflega kauphækkun og láti hann skrifa upp á c.a. 15 ára samning, drengurinn er frábær og var sennilega með þessari frammistöðu að selja fyrir okkur Downing þar sem við eigum víst önnur back upp en hann.

  15. Hér er staðreynd handa ykkur: Tveir leikir búnir, 5 töpuð stig.

    Flottur bolti á köflum – en það bara telur ekki, því miður.

    Við vorum bara 48% með boltann. Það er ekki nógu gott á heimavelli. Hvað varð um keep-the-ball?

    Í ljósu sögu síðustu ára, þá einfaldlega treystir maður á 3 stig í þessum stórleikjum.

    Smá reality check – við erum að byrja tímabilið skelfilega – en við erum að sjá bætinu, hægt og bítandi – og förum vonandi að sjá betri árangur.

  16. það er skelfilegt að klúðra þessu svona. en við erum allavegna betur settir en Arsenal og jafnir Tottenham, þannig að menn geta allveg verið rólegir.

    Liðið spilaði mjög vel og ég er eiginlega bara mjög spenntur fyrir næsta deildarleik á móti Arsenal,

  17. Þetta var einfaldlega rán um hábjartan dag í boði Skrtel sem átti annars frábæran dag.
    Allen og Sterling voru frábærir í þessum leik og mig hlakkar mikið til að sjá Allen, Sahin og Gerrad á miðjunni á móti Arsenal.

  18. Súrt jafntefli, en frábær leikur hjá Livverpool sem lofar góðu!!!!!!!!

  19. Málið er að menn þurfa að mæta með þetta hugarfar inn í hvern einasta leik. Ekki bara í heimaleikina á móti stóru liðunum.
    Vorum betri og áttum sjálfssagt sigurinn skilið, en svona er bara þessi blessaði bolti. En það var ánægjulegt að fylgjast með spilinu og baráttunni í strákunum. Einnig var gaman að sjá Sterling, sem lítur út eins og fermingardrengur, spila.

    En eins og áður segir, þá þýðir ekki að klappa sér á bakið fyrir góða frammistöðu í þessum leik og mæta svo WBA, Sunderland og þessum liðum með hangandi haus. Það eru stigin sem þarf að taka ef við ætlum okkur aftur á toppinn í þessari deild. Ekki eru líka þessir menn svo illa launaðir að þeir geti leyft sér að koma ekki með 100% einbeitingu í alla leiki.

    Allavega. Búinn að jafna mig eftir áfallið hjá Skrölta og bara nokkuð sáttur með liðið í dag. Þá er það bara Arsenal á Anfield næsta sunnudag. Must Win leikur!

  20. Frábær leikur hjá Liverpool, eðlilegt að svona mistök eigi sér stað þegar verið er að innleiða svona bolta. Við vorum í heildina betri en Man City í dag, lið sem endaði 37 stigum ofar en við á síðasta tímabili. Flest allir leikmenn Liverpool litu vel út. Frábært að sjá Shelvey stíga inn og spila jafn vel og hann gerði.

    Stígandi í liðinu, fyrsta stigið komið í hús, taplausir á Anfield, Suarez búinn að opna markareikninginn, Sterling og Coates í byrjunarliðinu og nýju leikmennirnir halda áfram að heilla, mundi segja þetta góðan dag hjá Liverpool.

  21. Svekkjandi að vinna ekkki en mjog sattur við spilamennskuna. Einfaldlega mun sterkara liðið i dag utan við fyrstu 20-25 minuturnar ( ekki 30 eins og kristjan atli vill meina )

    Mjög ànægður með miðjuna og i raun finnst mer bara eitt vanta og það er Carroll inn fyrir Borini eða ný markamaskina ef Carroll verður seldur.

    Það bara gengur ekki að gefa 2 mörk gegn besta liði Englands. Að vera mun betri en þeir er mjog jakvætt fyrir framhaldið og ef liðið mætir með þetta hugarfar gegm Arsenal þa slàtrum við þeim ekki spurning.

    Sahin kemur inn fyrir Lucas þar og verður með Allenn og Gerrard a miðjunni. Vonandi flr Sterling að spila bara afram i liðinu enda sennilega besti kantarinn okkar i dag.

    Eg allavega er mjog jakvæður eftir þennann leik.

  22. Frábær leikur rosalega sáttur við Liverpool í dag ef þeir halda áfram að spila svona meigum við eiga von á góðu 🙂 og Allen var ekker smá solid(fyrir utan eina slæma sendingu) líst fanta vel á hann 🙂 YNWA

  23. Góður leikur í dag að mínu mati, en ótrulega klaufalegt hjá Skrtl að gefa svona mark. En þetta er allt að koma. Að mínu mati vantar einn góðan sókndjarfan bakvörð í liðið sem passar betur inn í þetta kerfi, einhver sem hraður og kann að overlappa og styrkja kantinn. Eini sem mér finnst geta eitthvað í því er Johnson.

  24. Góður leikur, minna stress fannst mér í liðinu heldur en venjulega þótt að Skrtel hafi átt glataða sendinu á Pepe sem leiddi til marksins. Sem fær mann til að spyrja….er eitthvað lið sem sendir oftar á markmanninn heldur en Liverpool?

  25. Svekkjandi. Og þó ekki. Spilamennskan minnti á stundum á gömlu góðu dagana. Haldi þetta áfram svona má hlakka til vetrarins.

    Vonandi heldur baráttan áfram (líka gegn “litlu” liðunum). VIð háttum það til síðasat season að eiga góða leiki með baráttuanda gegn stóru liðunum en jafn andlausir gegn neðrihluta liðum. Fyrirliðinn er mættur sem er gleðiefni. Barðist í leiknum og hafði gaman af. Allen lofar góðu og Shelvey var traustur. Kelly er auðvitað einn af þeim sem mega að fara að missa sín.

    Ef liðið heldur áfram á þessari braut þurfum við engu að kvíða. Meistararnir máttu prísa sig að sleppa með 1 stig úr leiknum.

    Ef BR fær einn góðan striker og þokkalegan hægri bakvörð er þetta komið og við blöndum okkur í baráttuna um efstu 4 sætin.

  26. Vil taka undir þessi meðmæli og skýrslu. Glasið er svo sannarlega farið að halla meira í hálffult frekar en hálftómt. Það er bara betra, eins og hefur verið bent á, að missa þetta niður í jafntefli á einstaklingsmistökum frekar en að vera lélegra liðið. Það er líka rosalega gott að sjá spilandann í leikmönnun og með svona leikjum kemur sjálfstraust, og með sjálfstraust kemur “ekki töp gegn minni liðum”.

    Vill fara svo rosalega langt fram úr sjálfum mér að það er ekki hollt og birta hér liðið eins og ég vonast til að það verði á Laugardag, miðað við allir heilir.

    Vinstri bak: Enrique, Downing, Robinson
    Miðverðir: Agger, Skrtl, Coates, Carragher
    Hægri bak: Johnson, Kelly, Flanagan

    Miðjumenn: Allen, Sahin, Gerrard, Shelvey, Henderson
    Vinstri tengiliðir: Assaidi, Sterling, Downing
    Hægri tengiliðir: Borini, Sturridge, Henderson
    Framherjar: Suarez, Dempsey, Carroll

    Auðvitað eru ekki allir komnir sem ég nefni, en nota bene: vonast eftir að koma. Allir eru raðaðir í goggunar röð sem eiga að byrja og þeir sem eru nefndir tvisar geta verið notaðir í tvær stöður. Ef þetta verður raunin á Laugardag, og Liverpool lærir að halda boltanum í 55% til 65% af leiknum og 85%-90% sendingar takast, þá sé ég ekki fram á annað en að þetta verði yndislegt tímabil.

    Bjartsýni og von, í dag er það það sem það þýðir að vera Liverpool aðdáendi fyrir mér.

    YNWA

  27. 20MP landsliðsmaður sat á bekknum í risaleik á móti Englandsmeisturum því að 21 ára strákur nýkominn frá Ítalíu og 17 ára strákur úr akademíunni stálu af honum byrjunarliðssæti. Vona að þetta verði massíft “reality check” fyrir Downing.

  28. Skrtle skoraði sjálfsmark sagði konan mín, þá sagði ég “nei hann gaf Tevez færi á að skora og hann nýtti það.. þá sagði hún “er það ekki sjálfsmark? þú gefur ekkert Tevez færi á að skora er það?” HAHA Hún er sko alveg með þetta 😛

    Annars er ég ekkert smá ánægður að sjá Liverpool spila fótbolta, Allen eru augljóslega góð kaup og Sterling lofar góðu. Hlakka mikið til fimmtudagsins!

  29. Þetta var ódýrt stig sem við gáfum city en hvað ætli meðalaldurinn hafi verið hjá Liverpool þegar shelvey var kominn inn á? einhver? ÁFRAM LIVERPOOL! Það er bara bjart framundan

  30. Er bara svo sáttur við þá breytingu sem orðin er með tilkomu BR. Mikill munur að sjá lið fara inná völlinn með plan, ekki bara “lets go out and play”. BR er með pung, hann setur Sterling í liðið á móti meisturunum og Carra á bekkinn. Joe Allen er bara frábær leikmaður verð ég að segja. Í fyrra nennti maður stundum ekki að horfa á Liverpool, núna get ég ekki beðið eftir næsta leik og ég get bara ekki verið fúll þó við höfum gefið City stigið, það er svo mikið jákvætt í gangi og við verðum bara betri. Menn leiksins Allen og BR fyrir að þora….

  31. Ég er bara mjög ánægður með þennan leik, hefði alveg sætt mig við jafntefli fyrirfram og það er ekkert slæm tilfinning að vera ósáttur með að hafa gefið meisturunum stig. (if you get my point)
    Reina gat ekkert við mörkunum gert og var fínn í leiknum.
    Kelly átti sína plúsa en einnig sína mínusa, þó svo að ég vilji nú ekkert kenna honum um markið beint, meira bara óheppni.
    Gerrard var einna slakasti maðurinn okkar…í fyrrihálfleik en kom alveg þokkalega til baka í seinni.
    Borini er ekki að sannfæra mig í fyrstu leikjunum en það kemur vonandi með samspilinu við liðsfélagana.
    Aftur á móti voru ungu leikmennirnir að heilla mig í dag; Allen, Coates, Shelvey og Sterling voru allir að gera sig.
    Shelvey átti sterkan leik í dag og utan ein mistök í fyrri hálfleik átti Coates mjög solid leik. Allen var brilliant og á líklega eftir að verða lykilmaður hjá okkur og Sterling… o boy o boy 🙂 barnið er bara tilbúið í að leika við stóru strákana.
    Ef svona framistaða er það sem koma skal þá er lífið ljúft.

  32. Ótrúlega svekkjandi að gera jafntefli. Skrtel spilaði vel fyrir utan þessa skitu auk þess að vera ekki vakandi fyrir því að Reina ætti boltann í fyrra jöfnunarmarkinu. Maður var nokkuð sáttur með liðið en Kelly er klárlega ekki byrjunarmaður og Borini og Suarez hefðu átt að skiptast á stöðum. Fyrir utan þessa snilldar aukaspyrnu Suarez fannst mér hann virkilega lélegur í leiknum. Ekki ætla ég að fara gagnrýna hann eftir 2 leiki en hann þarf að fara bæta leik seinn.

    Mjög ánægður með að BR hefur hreðjar í að spila Sterling. KD mjög líklega væri að nota Downing áfram. Guttinn er 17 ára en hefur hæfileikana og er tilbúinn og BR sér það og er óhræddur að beita honum. Eins og einhver sagði þá á að gera langtímasamning við hann strax.

  33. Já Ingimundur #33 kona þín er alveg með þetta, Skrtel hefði alveg eins getað snúið sjálfur í átt að sínu marki sólað Reina og sett tuðruna í netið, þetta á ekki að sjást hjá landsliðsmanni sem er að spila bolta á hæsta leveli, það gjörsamlega sauð á mér og ég blotaði í hljóði í góðar 5 mín eftir þetta.

    Hinsvegar var spilamennska liðsins virkilega uppörfandi og að 3 manna miðja okkar hafi að mestum hluta stjórnað leiknum á móti 5 manna miðja City gefur manni von um góða tíma og að liðið eigi að vera í mjög góðum séns að vera í topp 4.

    Glasið er klárlega hálf fullt og þetta á bara eftir að batna og verða þéttara.

  34. Því má svo ekki gleyma að þetta er yngsta byrjunarlið Liverpool síðan 2003 ! Það eitt og sér eru frábærar fréttir !

  35. Ari # 34
    Meðalaldur var 24 ár og 364 dagar. Rétt sluppum undir 25 skv. þessu 🙂

    Þetta var svona gott-vont í dag. Gott hvernig liðið spilaði á köflum og skemmtilegir á að horfa. Vont hvernig City náði að stela stigi.

  36. Liverpool voru að spila vel á móti stóru liðinum í fyrra en það voru leikirnir á móti minni spámönnum sem voru okkar vandamál í fyrra, já eins og okkar fyrsti leikur í þessu móti. Ég ætla ekki að hoppa hæð mína núna þó að við höfum náð stigi á móti City, það eru leikirnir á móti minni liðum sem voru vandamál í fyrra og kannski núna.

  37. Mitt mat á leiknum:

    Mistök Skrtel voru dýr í dag en það má ekki taka það af honum að hann átti stórleik eins og flestir reyndar í dag og skoraði frábært mark, sístir að mínu mati voru Kelly og Enrique (sem spilaði reyndar frekar stutt) og svo hef ég oft séð Suarez eiga betri leik þrátt fyrir að skora stórkostlegt mark, hann þarf líka að eyða orkunni í annað en tuð í dómararanum þegar mótlætið og ósanngirnið er algjört.

    Sterling er frábær leikmaður en vantar tvo hluti, reynslu og nokkur kíló – hann fær ekkert frá dómurum sem finnst ekki taka því að flauta þegar þrjátíu kílóa sautján ára unglingi er hent til og frá um völlinn en flauta heilu konsertana þegar smávaxnir og fisléttir leikmenn eins og Kolo Toure og Kompany hrynja af honum. Þessi drengur á eftir að verða margra milljóna punda virði og það er engin tilviljun að það heitir Sterlingspund.

    Nú getur maður ekki gert neitt annað en að hlakka til næstu leikja, verst að það eru bara þrjátíu og sex leikir eftir í deildinni.

  38. Helgi J #42 Þú hlýtur að vera að grínast með Enrique, ég meina maðurinn var inná í 15-20 mín.

  39. Skrýtið að vera svekktur með jafntefli á móti ríkjandi meisturum eftir niðurstöðu síðasta tímabils.

    En mikið eigum við fallegan og óslípaðan demant í Sterling 🙂

  40. Leikurinn var frábær skemmtun og hrikalega var gaman að sjá ákefðina í liðinu. En maður leiksins finnst mér vera BR. Fyrir það eitt að láta 17 ára ungling byrja inná á móti Man City. Mér fannst hann vera segja að þú þarft ekki miljónir á miljónir ofan þegar þú hefur menn sem leggja sig 150% fram bara fyrir það eitt að spila fyrir félagið sem þeir elska.

  41. Til gamans má geta að meðalaldur Liverpool er 24 ár og 364 dagar en lið Manchester City er 26 ár og 54 dagar 🙂

  42. Ljósu punktarnir við leikinn voru án vafa Sterling og Allen.

    Ég skal alveg viðurkenna að mér fannst alveg ótrúlegt að splæsa í Allen, þótt hann sé góður leikmaður, enda fannst mér endalaust nóg af miðjumönnum hjá LFC og þörf á að bæta aðrar stöður á vellinum. En þetta er gæðaleikmaður, stóð sig vel í dag og kann sannarlega að skila af sér boltanum. Ánægður með hann!

    Og ef Downing er ekki heima hjá sér núna að hugsa sinn gang MJÖG alvarlega, þá er eitthvað ekki í lagi hjá honum. Hann missti sætið sitt í byrjunarliði Liverpool. Og ekki nóg með það, heldur missti hann það á heimavelli gegn ríkjandi meisturum. Og ekki nóg með það, heldur tók unglingur af honum sætið!

    Loksins, loksins þarf Downing að hafa fyrir því að eiga sæti í liðinu, og mín vegna þá vil ég miklu frekar hafa Sterling þarna. Alla daga ársins, fram yfir Downing.

    Stóra hrós dagsins eiga þó spjallarar hér, og reyndar sér maður sama trend í gangi erlendis einnig. Í stað þess að heimta 3 stig – sem er óraunhæft – í hverjum leik, þá virðast flestir gera sér grein fyrir því að liðið er í miklu endurbyggingarstarfi. Jújú, liðið gekk í gegnum slíkt með Rafa, með Woy og með Kenny, en væntingarnar voru alltaf óraunhæfar. Sem betur fer þá virðist annað vera uppi á teningnum í dag, og er það vel.

    En mikið andskoti þykir mér leiðinlegt að vera “sáttur” við jafntefli á heimavelli … það er staða sem erfitt er að venjast …

    Homer

  43. Ekki oft sem ég er ósammála leikskýrslu hér á kop.is. Í fyrsta lagi er klárlega glasið ekki hálfullt eins og skýrsluhöfundur telur sjálfur. Í annan stað voru LFC miklu betri í fótbolta lengstum leiksins. Í þriðja lagi átti Kelly, og hvað þá Borini, ekki erfitt uppdráttar heldur áttu þeir sem mættu þeim mun erfiðari dag. Í fjórða lagi kom greinilega í ljós hvað Brendan er að gera. Vinnusemi liðsins var með afbragð og agi innan liðsins til fyrirmyndar ef frá er talin sending Skrtel til baka. Í fimmta lagi; ef einhver hefði boðið mér fyrirfram jafntefli gegn Englandsmeisturum City fyrirfram hefði ég þegið það. Í sjötta stað; Allen, Sterling, Borini og Coates áttu allir fínan leik. Þetta eru guttar sem allir eru nýlega komnir með bílpróf. Gegn City spiluðu þeir eins foringjar.

  44. Ótrúlega svekkjandi að gera jafntefli við núverandi meistara og það ætti að segja okkur að liðið getur gert einstaklega góða hluti. Eftir skelfilegan fyrsta leik er liðið vonandi að smella saman og enn erum við að fá inn nýja menn.
    Við eigum alveg eftir að sjá Nuri Sahin og Oussama Assaidi sem báðir ættu að styrkja liðið og hópinn í heild.

    Brendan Rodgers sagði svo þetta eftir leikinn:
    Asked about possible activity between now and Friday’s deadline, he said: “I am not sure. I would hope we could get some more players in.
    “The players just need help. We lost players in the summer and we were only able to bring in a few to replace those. If we’re going to strengthen, then hopefully we can get a few more in.”

    Þannig að vonandi á eftir að kaupa fleiri sóknarþekjandi leikmenn til þess að hjálpa þeim þarna frammi.

    Mark er flott hjá okkur og vörnin er vel mönnuð eins og er og sérstaklega gaman að sjá að Coates sé kominn framyfir Carra í röðinni og núna er hans hlutverk að vera 4 miðvörður inn og reynslan á bekknum.

    En hvernig er það, má Sahin ekki spila á fimmtudaginn ?

  45. Það er búið að margræða það fyrir þetta tímabil að Liverpool er að fara hiksta af og til í vetur og það tekur tíma að innleiða nýtt leikkerfi. Þetta var bara mjög gott dæmi um það og okkur var refsað illa í dag af einu besta knattspyrnuliði í heimi.

    Það er aldrei gott að hringla mikið með vörnina fyrir leik og í dag var vörnin alls ekki venjuleg og holningin á henni ekki góð. Kelly hefur átt erfiða byrjun og gerði a.m.k. ein vond mistök í dag sem kostuðu mark, Johnson er ekki vinsti bakvörður og Coates og Skrtel hafa ekki spilað saman áður svo ég muni. Engu að síður var þetta lengstum í lagi og vel það. Coates var hrikalega sterkur og verður bara betri með fleiri leikjum, hann er kominn framúr Carragher í goggunarröðinni sýnist manni. Skrtel var mjög sterkur og skoraði frábært mark en þessi mistök sem kostuðu okkur seinna markið er vonandi eitthvað sem hann gerir bara einu sinni. Reyndar er hann stór sökudólgur í fyrra marki City líka en það mark var sameiginlegt klúður hjá Gerrard sem missir boltann klaufalega, Skrtel sem skallar boltann frá Reina, markmaðurinn fer í skógarhlaup og Kelly leggur boltann (óvart) fyrir Toure.

    Lucas fer útaf strax í byrjun sem er kjaftshögg og ég hélt að þetta yrði fjandi erfitt í kjölfarið. Joe Allen tók hans stöðu bara og var geggjaður í dag, djöfull líst mér vel á þann gaur, tippa á að hann spili alla deildarleiki Liverpool haldist hann heill. Shelvey komst líka fínt frá leiknum eftir erfiða byrjun og Gerrard mætti til leiks á þessu tímabili í dag eftir að hafa misst af WBA leiknum.

    Borini var stressaður í byrjun en hefði getað sett mark í þessum leik, Suarez skoraði flott mark í dag sem var snilld að sjá og Sterling sýndi í dag að hann er fáránlega efnilegur og vel tilbúinn í næsta skref. Þessir þrír eiga bara eftir að batna með fleiri leikjum saman. Rodgers er svo sannarlega með pung að henda Sterling bara í byrjunarliðið rétt eins og Coates og það er ljómandi gott að sjá.

    Mjög margt jákvætt í þessum leik og samt vantaði Agger, Enrique, Lucas og Shain sem ég held að verði allir í liðinu í vetur. Það er reyndar bara erfitt að tapa sér ekki úr spenningi yfir komu Nuri Sahin inn í lið sem er að spila svona fótbolta.

    Ég var mjög stressaður fyrir þennan leik eftir hörmungina gegn W.B.A. Liðið sýndi sem betur fer að það býr hellingur í því og er til alls líklegt. Eitt stig eftir tvo leiki er auðvitað vonbrigði en ekkert ósvipað því sem önnur lið eru að gera og við búin með útileik gegn WBA og meistarana heima.

    Liverpool átti alveg svona leiki í fyrra en ég hef miklu meiri trú á þessu liði heldur en liði síðasta árs. Bring on the Arsenal.

  46. “The day’s great losers were the men omitted and the signs are already there that substitutes Carragher, Downing, Andy Carroll and Jordan Henderson, plus Charlie Adam and Jay Spearing, who weren’t even on the bench, will only be fringe players.”

    Dalglish keypti menn fyrir 120 milljón pund, en enginn þeirra var í byrjunarliðinu í dag. Líklega dýrari bekkur hjá okkur en City?!

    Frábær skemmtun í dag, langt síðan ég hef skemmt mér eins vel að horfa á Liverpool spila, munaði litlu að sigur ynnist.

  47. Þetta var frábær fótboltaleikur á að horfa og ég tek hatt minn ofan fyrir Brendan Rodgers. Í stöðunni 1-0 hefðu meistarar eins og Rafa Benítez og Jose Mourinho pakkað niður gegn Englandsmeisturunum, en ekki Brendan Rodgers. Hann lét liðið halda áfram að pakka Englandsmeisturunum saman. Það gekk því miður ekki fullkomlega eftir í dag en það sem þessi leikur hlýtur að skilja eftir er bara bjartsýni. Auðvitað getur komið óstöðugleiki en ef við tökum fyrstu 60 mínúturnar gegn WBA og síðustu 65 í þessum þá er liðið að spila vel, stjórna stórum köflum og eiga frumkvæðið í báðum leikjunum.

    Brendan Rodgers fær fleiri plúsa. Hann sýnir mikinn kjark þegar hann tekur Jamie Carragher út og setur Sebastian Coates inn. Coates spilaði vel og er mjög góður varnarmaður. Hann á auðvitað eftir að slípast en ég sé hann sem frábæran kost næstu árin. Sterling er annað dæmi. Það hefðu fáir stjórar þorað að setja 17 ára gutta í leik af þessu kalíberi. Sterling átti frábæran leik og var mun meira ógnandi en flestir aðrir leikmenn Liverpool.

    Miðjan var rock-solid eftir 20 mínútna leik, þegar allir miðjumennirnir voru komnir í gang. Joe Allen er skuggalega solid leikmaður. Flott að hann geti droppað í djúpan án vandræða en spilað annars á miðri miðjunni. Ég hef þó áhyggjur af Henderson úr því sem komið er, ef Shelvey og væntanlega Sahin eru báðir á undan honum í goggunarröðinni þá fær hann ekki marga leiki í vetur. Mér fannst Gerrard góður í dag og Shelvey líka.

    Borini var fyrir mína parta slakastur okkar manna. Hann missti boltann of oft og sendingarnar rötuðu ekki nógu vel. Þá klúðraði hann dauðafæri. Hann er samt ungur og á vonandi meira inni. Suarez veldur mér líka smá áhyggjum en maður veit hvað býr í honum. Markið var náttúrulega frábært.

    Reina ber samábyrgð á fyrra markinu og var ekki traustur í úthlaupum. Kelly átti ekki góðan dag og virðist ekki ætla að þroskast í þann leikmann sem við vonuðumst eftir. Um Skrtel er fátt að segja, frábært mark og skelfileg mistök en mjög góður leikur að öðru leyti. Glen Johnson fannst mér einna besti leikmaður Liverpool í dag. Skilaði boltanum vel frá sér og var mjög vel ógnandi.

    Björt framtíð þrátt fyrir 1 stig úr 2 leikjum. Sigur gegn Arsenal og tímabilið er on! Fer samt ekki ofan af því að okkur vantar breidd í framlínuna. Eitt stykki Cavani og þá náum við 4. sæti.

  48. @Aldridge 51.

    Enrique, Coates og Suarez eru leikmenn sem Dalglish keypti.

  49. fannst þetta mjög góður leikur …. þetta er allt að slípast til …. fannst Gerrard aftur okkar slakasti maður en joe allen bestur á vellinum, frábært að fylgjast með Sterling
    hef fulla trú á Brendan Rogers en áhyggjur af Gerrard

  50. Það er bara afskaplega erfitt að vera neikvæður eftir svona leik. Að sjálfsögðu er maður svekktur og það er eðilegt en neikvæður er ég ekki. Fannst liðið á köflum spila virkilega vel með 1-2 snertinga fótbolta og flottum færslum. Því miður þá gerði Skrtel sig sekan um virkilega mikil byrjenda mistök en það þarf enginn að minna hann á það því maðurinn blótaði sjálfum sér fáránlega í leikslok. Svo finnst mér magnað að heyra menn tala um að Suarez sé neikvæður. Sterling fékk nákvæmlega EKKI NEITT frá dómara dagsins og á köflum fannst mér þetta algjört einelti. Hann fékk ekki verðskuldaðar aukaspyrnur og svo var dæmt á hann trekk í trekk. Fannst viðbrögð Suarez gjörsamlega réttlætanleg þegar að miðjumaður City tæklaði Sterling undir lok leiksins með mjög vafasamri tæklingu. Þarna er bara maður með skap að verja liðsfélaga sinn. Frábær spilamennska á köflum en ég er sammála Magga að Martin Kelly má fara í hvíld. Fannst hann eiginlega sá eini sem skilaði ekki sínu 100% í dag og sorrý en mér finnst að hann eigi að hafa betri tækni í að negla boltanum í burtu en í staðinn leit hann út eins og borðtennisspaði þegar boltinn hrökk af honum. Annars átti Skrtel bæði þessi mörk því miður.

    Ég er samt jákvæður og mér líst VEL Á FRAMHALDIÐ.

    Hana nú

  51. 31 Drapstu Lucas? Ég myndi telja hann með í flokki miðjumanna. Eitt stig gegn ríkjandi Englandsmeisturum er ásættanlegt hjá liðinu sem endaði í 8. sæti á síðasta tímabili. Topp 6 þetta árið er góður árangur. Topp 4 tímabilið 2013-14. Bjart framundan.

  52. Ég horfði á þennan. Leik og var fyrirfram mjög sáttur við jafntefli en auðvitað svekktur þegar við gefum mörk. Sérstaklega síðara markið. En þetta er bara annar deildarleikurinn og fyrsta alvöru testið sem liðið fær og ég verð að segja að ég er mjög ánægður með þróunina. Þeir eru að bæta sig fullt á milli leikja og það er hellings nóg eftir að þessu tímabili. Ég er mjög bjartsýnn á framhaldið. nóg af ungum og góðum leikmönnum og bara ástæða til bjartsýni !

  53. Jæja jæja jæja…

    Þetta gekk ágætlega, ekki vel samt framan af þar sem við varla náðum 2-3 heppnuðum sendingum milli manna. Svo fóru menn aðeins að slaka á og láta Allen fá boltann. Þá lagaðist þetta heldur betur!

    Frábært skallamark hjá Skrtel, en maður minn lifandi hann átti bæði hin mörkin. Þ.e. sem við fengum á okkur. Í fyrra markinu er hann að flikka bolta sem Reina var greinilega búinn að kalla á og allir vita hvað hann gerði þegar við fengum á okkur seinna markið.

    Kelly verður bara slappari eftir því sem maður sér hann oftar, því miður þá verður bara að segjast eins og er.

    Suarez var grenjandi í fyrri hálfleik en þegar hann hætti því og prufaði að gefa boltann á samherja þá varð hann okkar hættulegasti maður. Spurning að hann haldi kjafti og einbeiti sér að því að spila fótbolta, hann er frábær í því… Ekki alveg eins frábær þegar hann opnar á sér munninn…

    En eins og Mancini sagði, þá var þetta gjöf til City – líklegast verður þetta stigið sem City vinnur deildina með í vor á kostnað Scum. Let’s hope so.

    Coates átti flottann leik og ég vill að Brendan sýni pung og spili Agger og Coates í næsta leik. Þegar einstaklingsmistök kosta menn 2 stig þá verður að sýna mönnum í verki að það kostar þá stöðuna í liðinu.

    Hvað er svo málið með þetta Assaidi dæmi? Kemst hann ekki einu sinni á bekkinn? Bara pæling.

    Annars fínn leikur hjá okkar mönnum og vonandi heldur Rodgers áfram að láta þá spila boltanum á jörðinni.

  54. Virkilega vel gert hjá Shelvey að koma sterkur inn eftir síðasta leik.

  55. Ein pæling herna.
    Nú er Scott Sinclair a leið til Man City fyrir litlar 6,2 milljonir punda sem eg skil ekki af hverju kaupverðið er svo làgt. Væri ekki malið fyrir okkar menn að bjoða somu upphæð og ath hvort Rodgers geti ekki sannfært hann a að velja okkur fram yfir shitty?

    Nu er mikið sluðrað um Sturridge og þa kaupverð i kringum 15 kulur, væri ekki gafulegra að reyna að stela Sinclair fyrir rumar 6 milljonir.

    Afsakið ef eg er að stela þræðinum en mer finnst ekkert virka að setja komment i þræði sem eru neðan við þann efsta, 95% af liðinu skoðar bara nyjasta þraðinn. Hendið þessu bara ef eg er massivt að ræna þessum þræði

  56. Hjartanlega sammála Viðar. Það er nóg að vera með einn leikmann í hverju liði sem heldur að fótbolti sé einstaklingsíþrótt.

    Inn með Sinclair, gleymum Sturridge!

  57. Já þetta var frábær leikur hjá okkar mönnum og sigurinn áttum við svo sannarlega skilinn í dag en flest mörk koma eftir einhverskonar mistök.
    Að sjá miðjuna núna miðað við undanfarin tímabil er algjör fullnæging og ég tel niður í næstu leiki! Joe Allen sýndi það og sannaði í dag að hann er stórkostlegur leikmaður með frábæran skilning á leiknum og það eru fullt af punktum sem hægt er að taka saman sbr. Sterling, Coates, Kelly, Shelvey ofl.

    Vonandi fáum við einn eða tvo í viðbót sem styrkja hópinn fyrir lokun gluggans.

    Ég er gríðarlega ánægður með stjórann okkar. Ég var það frá fyrsta degi eftir að hann var ráðinn. Í dag sýndi hann kjark og þor með því að tefla fram ungum leikmönnum í stað þess að vera íhaldsamur eða eins og hann sagði sjálfur að það skiptir engu máli hvað leikmennirnir hafa gert áður, það er frammistaðan núna sem velur þá í liðið eða ekki.

    Áfram svona og veturinn sem framundan er verður vægast sagt spennandi.

  58. Djöfull var gaman að sjá hvað leikmenn LFC lögðu sig fram og voru miklu betri en shitty. Enn og aftur er Skrtel að missa einbeitinguna í nokkrar sek og það kostar okkur mark. Það er það eina sem ég sé neikvætt við þennan leik.

    Liverpool átti sigurinn skilinn, en fótboltinn er ekki alltaf sanngjarn.

    Þessi Allen er bara frábær og Borini á eftir að koma til. Mér líst bara vel á ef liðið kemur svona stemmt í næstu leiki.

    YNWA

  59. Gleymdi að minnast á STERLING, loksins fær hann sjénsinn, ég vonaði alltaf að KK gæfi honum meiri sjéns, en núna er BR að sýna honum traust og guttinn Á þessa stöðu núna, og gerir downing bara að steingervingi.

  60. Rosalega svekkjandi, en ánægður með liðið í heildina samt sem áður. Sé klárlega bata merki á liðinu og hef trú á að góðir hlutir séu að gerast, en munum að þeir gerast hægt.

    Maður leiksins fannst mér vera Allen og Sterling, Allen alveg ótrúlega nákvæmur á 1-2 snertingar sendingum. Og Sterling var alveg frábær, ekkert hræddur við þessa steraköggla í vörninni hjá City, sýndist þeir frekar vera hræddir við hann þegar leið á leikinni..

    Svo í lokin, þá verð ég að benda á þetta frábæra viðtal við Brendan eftir leikinn. Finnst hann alveg svakalega flottur og virðist vera alveg með 100% hvert hann er að stefna með þessa uppbyggingu.
    http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/br-on-transfers-city-and-lucas

    Flottast finnst mér hvernig hann talar um valið á Sterling og þegar hann er spurður um mistök Skrtel í lokin.
    Og auðvitað gaman að heyra að hann talar eins og hann vilji ná fleirri leikmönnum inn fyrir lokun gluggans, já í fleirrtölu (playerS).

    Svo er það bara að taka öll 3 stigin næstu helgi!

    YNWA

  61. Það hefur flest komið fram hérna fyrir utan nokkur atriði.

    Klúður dagsins (Já ok….Skrtel átti það í öðru markinu): Enn, ég skil ekki þessa varnarvinnu hjá Johnson í fyrra markinu. Af hverju bakkar hann niður á markteig og skilur Sterling (17 ára kjúkling) einn að elta sjálfan Teves niður að endalínu. Þetta gerðist líka rétt áður í leiknum og þá öskraði ég á Johnson að drulla sér í hjálpina. En City lætur ekki bjóða sér svona tvisvar án þess að nýta það. Erfitt að kenna öðrum um þetta þó klaufalegt sé.

    Möst dagsins: Okkur vantar sóknarmann, það er klárt. Vonandi náum við að koma Adam eða Downing út fyrir Dempsey. Núna erum við með 4 leikmenn á háum launum sem við erum ekki að fara að nota mikið í vetur: Adam, Downing, Cole og Carroll. Helst vildi ég losna við þá alla í skiptum fyrir 2 háklassa sóknarmenn. En “in real life” þá verður raunin líklega sú að við losnum einungis við tvo af þessum leikmönnum (hver í ósköpunum ætti að vilja borga pening fyrir Downing!) og fáum Dempsey. Reynar er það ágætis niðurstaða þar sem Dempsinn getur spilað bæði sem fremsti maður og sem fremsti miðjumaður þegar Gerrard meiðist næst.

    Spurning dagsins: Á Lucas eftir að eiga erfitt uppdráttar í vetur…kemst hann jafnvel ekki í liðið?

    Húmor dagsins: Þegar við sáum Assaidi, Sahin og Cole í mynd og Gaupi sagði eftir nokkurt hik: “Hér sjáum við Cole í áhorfendastúkunni”. En það eina sem var EKKI merkilegt var Cole upp í stúku. Mitt ráð til Gaupa: Þú skalt horfa vandlega á Sahin og læra nafnið á honum þegar hann fer að dreifa boltanum út um allan völl eins og herforingi!

  62. Joe Allen lúkkar. Þið áttuð að vinna. Nuri Sahin er gott mál. Sterling er efnilegur. Suarez er magnaður. Kann samt ekki að klára færi. Ykkur vantar finisher. Skrtel var frábær en getur ekki sofnað í kvöld, það er víst, Brendan Rodgers er sár, gefið honum nokkur ár, það er allt annað að sjá Liverpool í dag en fyrir ári. Þó svo að kannski sé bara hugarfarsbreyting í gangi. Menn þorðu að halda boltanum, sbr sendingin frá Allen á Reyna í seinni, sem Reyna tók bara einfaldlega niður og hélt spilinu áfram á næsta gæja. Liverpool voru flottir í dag. Ég hlakka ekkert sérstaklega til að mæta á Anfield í vetur. Mér finnst gaman að sjá Liverpool vera betri en þessi ógeðs city og chelsea, u aint got no history!

  63. Virkilega gaman að horfa á okkar menn spila og ef þetta er framtíðin þá er ég sáttur og hlakka til að eyða mínum tíma í að horfa 🙂
    Shelvey var frábær í dag og ég veit ekki hverjir detta út af bekknum þegar Assaidi og Sahin koma inn hahaha tala nú ekki um ef við fáum einn í viðbót 🙂
    Bjartir tímar og taumlaus gleði 🙂 Hvernig verður þetta lið um áramót úff

  64. Hérna….móðursýkin mætt og allt það 🙂 En mig langar aðeins til að koma inn á eitt. Ekki beint um leikinn sem slíkan þó.

    Ég var svo sem sjálfur í því að kalla Man City allskonar nöfnum (pínku ponsu af öfund) en auðvitað er það mest til gamana gert. Þó lærði ég smá liðna helgi. Af miðlum að dæma þá komu ansi margir stuðningsmenn Man City við hjá Hillsborough og sýndu þar viðringu. Stuðningsmenn annarra liða hafa svo sem gert það líka en stutt er síðan að Mancs stuðningsmenn sungu nýðsöngva um þetta hræðilega slys. Það gerðist nú bara síðast þegar þeir andskotar heimsóttu Everton.

    Í leiknum í gær aðstoðuðu síðan áhangendur Man City fyrirliðann okkar á fætur þegar hann tók smá kynnisferð til ljósmyndaranna.

    Því ætla ég núna að hætt að tala niðrandi um Man City hvaða skoðun sem ég hef á þessu eignarhaldi hjá þeim.

  65. 70

    Þetta er algjör snilld hjá BR. Svona á að treina þessa unglinga.

  66. Flottur fótbolti hjá okkar mönnum. Mjög hreyfanlegir miðjumenn og ekki feimnir við að fá boltann. Þannig vil ég hafa þetta. Sterling er helvíti ferskur og Allen lítur vel út. Augnabliks einbeitingarleysi hjá Kellly og Skrölta kosta okkur leikinn. Áttum við ekki að fá víti þegar brotið var á Johnson?

  67. ósangjart að við nældum okkur ekki í þessi 3 stig…ENNNNNN…
    þetta var rosalegur leikur, við spiluðum vel, og núna er ég farin að sjá hvað hann meinar með tiki taka, sem ég sá alls ekki ámóti vestur brommurum…. coates átti snildarleik ásamt sterling, og Allen var SNILD, maður leiksins eftir mínu mati…
    Suarez átti líka helvíti flotta spyrnu sem við erum allir búnir að bíða eftir, brendan sagði líka eftir leikin að súsi var búin að æfa sig í aukaspyrnum.
    en það var rosalega leiðinlegt að Skrtel þurfti að fara svona frá “hero to zero”….
    en við tökum bara næsta leik ámóti gunnarum 3-0!!!
    áfram king brenny and co.
    YNWA!

Liðið gegn Man City:

Opin umræða – Mánudagur